Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.02.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 3936 ILöffberg Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRES8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verd <3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg'’ is printed and put>líshed by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Taka til starfa að nýju Vikið var í síðasta blaði að úlfaþyt þeim hinum fáránlega er verksmiðjueigendur nokkrir í Austur-Canada, svo sem þeir, er starfrækja silkiverksmiðjurnar í Sherbrooke, gerðu út af tiltölulega smávægilegri lækkun innflutningstolls á vissum tegundur af jap- ön-sku silki. Tðjuhöldar þessir vitjuðu á fund Sambandsstjórnarinnar, Itáru fram ströng mótmaái, hótuðu að loka verksmiðjum sínum, og gerðu það samstundis svo að segja líka. Svar stjórnarinnar var það, að skipa kon- unglega rannsóknarnefnd í málið, og láta taka til yfirvegunar rekstrarreglur vefnaðarvöru- iðnaðarins í heild. Ekki höfðu ráðstafanir stjómarinnar þessu viðvíkjandi fyr verið gerðar heyrin- kunnar, en felmtri sló á ýmsa þá iðjuhölda, er hæzt höfðu látið og mest borist á, svo sem forstjóra verksmiðjanna í Sherbrooke. Við- tal þeirra við ráðuneytið fór fram á mánu- dag; á þriðjudagskvöld lýsti aðal fram- kvæmdarstjórinn yfir því, að verksmiðjur sínar tækju til starfa á ný daginn eftir, og varð það að ráði. Alt þetta mikla írafár nokkurra vefnað- arvöru verksmiðja evstra, verður því hlægi- legra, sem málið skýrist betur. Eins og nú hagar til, njóta hinar um- ræddu Sherbrooke verksmiiðjlir 148% toll- verndar gegn innflutningi silkis frá Japan. Fram að þeim tíma, er síðasta læækkun var gerð nam tollvernd þeirra 176%. Lækkun sú, sem um er að ræða, er því augljóslega ein- ungis smáræði; þar af leiðandi verður úlfa- þyturinn og gauragangurinn margfalt óskilj- anlegri. A árunum 1930-1934 greiddi Dominion Textile félagið hluthöfum sínum $7,091,000 í arð. Verkalaun þau, er félagið greiddi fólki sínu á þessu tímabili, voru tekin til alvarlegr- ar íhugunar af hinni svonefndu Price Spreads nefnd, og þóttu alt annað en hróss eða með- mæla verð. Yfir árin 1928-1929, keyptu Japanir 22,- 000,000 mæla af canadisku hveiti. Síðan 1930 hafa 20,000 fjölskyldur í Vesturlandinu verið sviftar markaði fyrir framleiðslu sína, og skilyrðum þeirra til sjálfsbjargar verið fórnað á altari nokkurra verksmiðjukríla í Austur-Canada, er okra á vefnaði, en veita ekki atvinnu, og það jafnvel illa launaða at- vinnu, nema nokkuð innan við 7,000 manns. Háttalag sem þetta sýnist blátt áfram ganga vitfirring næst. Hinum djarfmannlegu ráðstöfunum stjórnarinnar í máli þessu, hefir verið tekið með fögnuði um land alt, og það öldungis án tillits til flokkslegrar skiftingar á sviði stjórn- málanna; svar hennar við hinum ömurlega harmagráti hátollapostulanna, er í beinu sam- ræmi Við ítrekaðar yfirlýsingar Mr. Kings, öll þau ár, sem hann hefir verið við opinber mál riðinn, um það, að engum forréttiáda- flokki mætti haldast uppi óátalið, að skoða sig með öllu ábyrgðarlausan gagnvart því umhverfi, er hann ræki viðskifti sín í og græddi fé sitt.— 1 athugunum sínum í sambandi við til- tektir verðsmiðjueigenda þeirra, er hér um ræðir, þeim, er fjármálaráðgjafinn, Hon. Charles A. Dunning, lagði fyrir ráðgjafa- fund, er komist að orði á þessa leið: “Það liggur í augum uppi, að óhjá- kvæmilegt sé fvrir stjórnina að hafa við hendi fullnaðar upplýsingar um starfrækslu vefn- aðarvöru iðnaðarins, og það jafnvel nokkuð aftur í tímann; þetta verður óumflýjanlegt til þess að fá glögt yfirlit yfir reksturshagn- að, vinnulaun, áhrif tollverndar, útborgun gróðahlutdeildar, og afstöðuna í heild gagn- vart brezkri samkepni, sem og samkepninni við erlendar þjóðir. Að sjálfsögðu verður og að taka tillit til þess, til hvers megi sann- gjamlega ætlast. af vinnuveitanda atvinnu viðvíkjandi, á tímum verzlunardeyfðar og kreppu.” Stjórnin hefir, eins og áður var getið, valið W. F. A, Turgeon, dómsforseta í áfrýjunar- rétti Saskatchewanfylkis til þess að hafa for- ustu rannsóknarinnar með höndum; nýtur hann alþjóðar trausts, og má með fullum rétti góðs og mikils árangurs vænta af starfi hans í þessu mikilvæga máli, er vakið hefir umtal og athygli frá strönd til strandar. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Faðir Kings varð blindur þegar hann var tiltölulega ungur maður; varð hann því að hætta störfum sínum sem háskólakennari. Bróðir Mackenzie Kings veiktist um líkt leyti af illkynjaðri inflúenzu; við það bættist lungnabólga beggja megin, og loksins þegar hún batnaði var hann svo lamaður að hann sýktist af tæringu. Þessi veikindi urðu svo svæsin að hann varð ófær til nokkurs starfa; var hann þá þrjátíu og fimm ára gamall. Var þetta því sorglegra þar sem hann var ný- kvæntur og höfðu þau hjón eignast tvo syni (tvíbura); var hann félaus eftir öll þelssi veikindi, og ósjálfbjarga með öllu. Mackenzie King hafði kostað systur sína í veikindum hennar og var hún nýlega látin; nú varð hann að sjá bróður sínum 'og fjöl- skyldu hans farborða. Hafði hann um langt j skeið, ásamt hinni giftu systur sinni, verið ! forsjá heimilisins, eftir að faðir hans misti i heilsuna. Vegna þess að systir hans hafði fyrir | sínu eigin heimili að sjá leit hann eftir og j annaðist föður og móður, systur og bróður, 1 alveg eins og aðrir menn annast konu og börn. Þrítugasta ágúst 1916 lézt faðir hans, og í desember sama ár tók hann móður sína til sín í Ottawa. Alt næsta ár var hún hættulega veik og T8. desember 1917 — daginn eftir her- skyldukosningarnar — andaðist hún. Bróðir hans var árum saman til lækninga i St. Agathe í Quebec og Denver í Colorado. Fékk hann loks svo mikla bót heilsu sinnar að hann varð fær um að vinna og tók að stunda lækningar í Denver. Skrifaði hann þá bók, er hann nefndi “Baráttan gegn tær- ingunni og hvernig hún getur unnist.” Eln starfstími hans var ekki langur; hann veikt- ist nokkru síðar af vöðvavisnun og dó um vorið 1922. í formála, sem Mackenzie King hefir skrifað fyrir bók, er bróðir hans samdi í veik- indum sínum og kallaði: “Taugakerfið og persónustyrkur” er bæði skýring á sálarlífi hans sjálfs og einnig á hugarfari bróður hans. Þessi bók var prentuð eftir dauða Dr. Kings. Formálinn skýrir að ýmsu leyti heimspeki Mackenzie Kings að því leyti sem náin hlut- tekning í veikindum og þjáningum annara höfðu áhrif á hann; sézt það þar greinilega hversu hann sjálfur hefir fundið til og liðið með ástvinum sínum allan tímann frá því hann féll við kosningarnar 1931, þangað til hann kom aftur á þing 1919, og gerðist leið- togi stjórnarandstæðinga. Hann kemst meðal annars að orði á þessa leið í formálanum: ‘‘Eg hefi getið þess undir hvaða kring- umstæðum þessi bók var skrifuð, til þess að hún geti notið þess álits sem hún verðskuldar. 1 henni finnast engin orð hégóma né léttúðar. Hver einasta hugsun, sem þar birtist var reynd í hinum hreinsandi eldi þrauta og þján- inga. Samt sem áður er'bókin ekki rituð í neinum harðneskju anda. Hún flytur hinum sjúka og særða manni lipurð og mýkt læknis- ins; skilning hans á mannlegum veikleika og einlæga samúð. Hún bendir þeim, sem líða á það að þeir stundum geti læknast með sín- um eigin veikleika og að eins lengi og lífið endist sé von og möguleiki til bata og heillar heilsu. Auk hinnar vísindalegu meðferðar máls- ins í höndum höfundarins, vil eg taka það fram að mér er kunnugt um þær þrautir sem hann hafði liðið og það voru þær, sem knúðu hann til starfsins, ef verða mætti öðrum að liði. Mér er einnig kunnugt um það hversu mikið hann varð að leggja á sig til þess að framkvæma þetta verk. Þetta hvorttveggja sýnir mér möguleikana til þess að skygnast inn i instu helgidóma mannlegrar tilveru og sjá hvernig mönnum og konum verður það kleift að hefja sig yfir allar hörmungar og veita þannig öllum öðrum skygni til þess að sjá inn í hulda heima mannlegra miiguleka.” (Framh.) Föðurlandssvik Fjórir nienn hafa þegar játað fyrir rétti njósnarstarfsemi sína í þágu erlendra landhelgisbrjóta. BlaÖið náði seint í gærkvöldi tali af Hermanni Jónassyni forsætisráS- herra og spurði hann um tildrögin að þessu máli. —Það hefir lengi legið á grunur um það, að ýmsir menn hér á landi gerðu sér það að atvinnu, að leið- beina erlendum togurum til land- helgisveiða. — Þess vegna hóf eg í sumar athugun í þessu máli og í byrjun nóvember s. 1. hafði eg safn- að svo sterkum líkum, að það var úrskurð um það, að skeyti til tog- nægilega traustur grundvöllur undir aranna skyldu rannsökuð. Eg ú't- nefndi svo tvo menn til þess að framkvæma þá rannsókn. Eg hefi síðan fylgst með athugunum þeirra og til viðbótar hefi eg fengið nokkr- ar upplýsingar annarsstaðar frá. í gærkvöldi taldi eg sönnunar- gögnin orðin það sterk, að eg áleit rétt að láta hef ja opinbera rannsókn og afhenti lögreglustjóra málið kl. 3 • dag. —Liggja þungar refsingar við þessum afbrotum? —Refsingar eru engan veginn í samræmi við stær$ afbrotanna, svar. ar forsætisráðherra, og það er auð- sætt að breyta verður löggjöf okkar á næsta Alþingi og þyngja refsing- arnar verulega fyrir slik afbrot sem þessi, og gera ýmsar ráðstafanir nú þegar til þess að koma í veg fyrir að þetta athæfi haldi áfram. Eg vil taka það fram, segir for- sætisráðherra að lokum, að þótt lög- reglurannsóknin hafi þegar borið mikinn árangur, þá hefi eg ástæðu til að ætla, af þeim kunnugleika, sem eg hefi af máli þessu, að við framhaldsrannsókn i málinu muni enn koma fram mikilsverð atriði. Samkvæmt fyrirmælum dóms- málaráðherra var í gær hafin opin- ber rannsókn á ^runsamlegum sím- skeytum fjögra manna i Reykjavík og eins manns í Hafnarfirði, til enskra togara. Framkvæmdi Jónatan Hallvarðs- son fulltrúi rannsóknina. Fyrst var tekinn fyrir Geir H. Zoega kaupmaður, Hverfisgötu 59, Reykjavík. Kvaðst hann undanfarin tvö ár hafa verið umboðsmaður Grimsby- togara hér á landi. Fyrir um ári síð- an kvaðst hann að beiðni nokkurra togareigenda í Grimsby, hafa tekið að sér að gera togurum þeirra að- vart bæði utn hreyfingar og dvalar- staði islenzku varðskipanna hér við land, eftir þvi sem honum væri unt, svo að togararnir gætu vegna þeirra veitt í landhelgi, ef svo bæri undir, að þeir hefðu tækifæri til þess. Ennfremur að láta togurunum í té upplýsingar um aflabrögð og fiski- sæld á hinum ýmsu miðum til leið- beiningar. Slikar upplýsingar játar hann að hafa siðan látið í té a. m. k. þrem togurum, Malmata, I^arwobd og George-Aunger. Sendi hann upp- lýsingarnar í loftskeytum á dulmáli eftir dulmálslykli, sem ensku út- gerðarmenriirnir létu honum í té í þessu skyni, Dulmálslykil þennan afheni hann réttinum. Næstur var tekinn fyrir rétt Geir Zoega Hafnarfirði, sem er umboðs. rnaður togaraeigenda í Hull og enn- fremur Hellyers Brothers. Kvaðst hann sakir umboðsstarf- semi sinnar hafa haft nokkurt skeytasamband við togara þessara umbjóðenda sinna, þegar þeir hefðu verið að veiðum hér við land, en neitaði hinsvegar með öllu að hafa nokkurn tíma tekið að sér eða gert það, að gefa þeim nokkrar upplýs- ingar um íslenzku varðskipin. Er ekki upplýst, að hann hafi gerst sek. ur um slíkt. Hann afhenti réttinum dulmálslykil sinn, þannig að unt verður að rannsaka innihald þeirra skeyta, sem milli hans og hinna er- ltndu togara hafa farið. Þá var tekinn fyrir rétt Þorgeir Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skíftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða shrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG ~>nt--'>nt->rw-->cw-->r><-->n<-^>oú Pálsson útgerðarmaður Lindargöíu 19 Reykjavík. Hann er umboðsmaður fyrir tog. araútgerðarfélagið H. Markhatn Cook Ltd., Grimsby. Játaði hann að hafa gefið togurum frá því fé- lagi, með loftskeytum, upplýsingar urn aflabrögð á hinum ýmsu fiski- svæðum, svo og þegar skipstjórarn- ir fóru fram á það, ennfremur upp lýsingar um dvalarstaði og ferðir íslenzku varðskipanna, eftir því sem íöng voru á. Að yfirheyrslu lokinni afhenti hann réttinum dulmálslykil þann, sem ensku útgerðarmennirnir höfðu afhent honum í þessu skyni og hann hafði notað. Næst kom fyrir réttinn Pétur Ólafsson sjómaður Hverfisgötu 65 Reykjavík. Hann játaði, að þegar hann fyrir um ári síðan var staddur í Englandi, hafi enskur útgerðarmaður, sem þá var í útgerðarfélagi Tneð Þórarni Olgeirssyni skipstjóra, fengið sig til þess að gefa skipum félagsins, er þau væru á veiðunt við ísland, upp- lýsingar um dvalarstaði og ferðir íslenzku varðskipanna, svo að tog- ararnir gætu áhyggjulaust veitt í landhelgi, er vitað var að'varðskip- in voru fjarstödd. Ekki kvaðst yf- irheyrður muna nafn Englendings- ins, er fékk hann til þess, né heeldur nafn útgerðarfélagsins, en kvaðst hinsvegar hafa tekið starfið að séi vegna þess, að Þórarinn Olgeirssor. skipstjóri hefði verið meðeigandi í útgerðarfélaginu, en hjá Þórarr.i hefði hann áður verið skipverji. Þau skip, sem hann síðan gaf þessar upplýsingar, voru fjögur, og heita þau Blakkur, Drangey, Fair- way og Álsey. Á þessum skipuin öllum væru íslenzkir fiskiskipstjór- ar: Ólafur Ófeigsson, Guðm. Eben. ezarson. Náfn fjórða skipstjórans mundi yfirheyrður ekki. Upplýsingar sínar sendi hann síð- an með dulmálsskeytum, eftir dul- málslykli, sem útgerðarfélagið af- henti honum. En þar sem harn var eigi nægilega vel að sér í ensku máli, til þess að notfæra sér dulmálslyk- ilinn, þá fékk hann Stefá.i Stephen- sen kaupmann í Verðanda, til þess að semja skeytin með sév og að- stoða við sendingu þeirra. Stefán Stephensen var þvínæst kvaddur fyrir rétt og játaði hann framburð Péturs réttan. Til dæmis um dygga þjónustu við hina erlendu togara, af hendi þess- ara manna, má geta þess, að hinn 17. september s.l., sendir Geir H. Zoega togaranum George-Aunger, fimm skeyti, kl. 2.20, kl. 10.30, kl. 13.40, kl. 18.08 og kl. 19.30. En þann dag var varðskipið Æjgir ferðbúið hér á höfninni í Reykjavík, eftir alllanga innilegu, sem stafaði af viðgerð. Að vísu fór ZEgir ekki til gæzlu fyr en 18. september, en skrapp þó hinn 17. út úr höfninni til kompásathugunar. Þann 18. september fékk þessi sami togari enn tvö skeyti frá sama manni, eitt skeyti þann 19. og tvö þann 20. september. Starfsemi þessara manna eru ekki landráð eða föðurlandssvik í laga- legum skilningi. En hvað er svik- semi við föðurland sitt, ef ekki það, að stefna, hvenær sem til afla spyrst, erlendum togaravargi til þess að láta greipar sópa um handraða þessarar langauðugustu gullkistu lands- manna ? Sífelt hafa borist fleiri og fleiri gremjufyllri kvartanir frá sjómönn_ um, sem daglega hætta fjármuuum og lífi sínu í sókn á fiskimiðin, yíir þvi, að í hvert skipti, sem þeir hafi komist í góðan afla, hafi næstc- nótt verið þangað kominn f jöldi erlendra togara, sem með slöktum ljósutn hafi togáð fram og aftur yfir afla- staðina, unz fiskur var þorrinn og meira og minna af veiðarfærum eyðilagt. Hvað eiga sjömennirnir að Franih. á bls. 8 Monopoly-’A New Game A new table game for your parties-—and bound to become a hit! This is a game of shrewd and amusing trading and excitement. To become the MONOI’OLIST you must buv, and rent or sell—profitably; you must collect rents from the properties you own—to be paid by opponents stopping there. And as the erection of houses and hotels means increased rentals—it is wise to build on your lots, or on some of them. You will come across building shortages, of course, you will have transactions with the bank—and with the BANKER, who will often pay you “salarv”—you will occasionally Iand on unowned as well as owned property, giving you an option on that property—you may even land in JAIL. We advise you to see this new gamfl— MONOPOLY—at once—in the game sec.tion of Eaton’s Toy Department. Price $2.95. —Toy Section, Fifth Floor. ST. EATON C°.,„o WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.