Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRUAR, 1936 3 NUGA-TONE STYRIÍIR LÍFFÆRIN Séu líffæri yðar lömuS, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljónum manna og kvenna í síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. liann varð að hafa í örum herbergj- um og úti á kirkjulofti. Lykilinn aÖ aðalbókastofunni bar prestur jafnan á sér. Þótt séra Þorvaldi þætti vænt um bækur sínar, þá lánaði hann til lesturs mesta fjölda af þeim og bætti mikið úr bóka og menningarskorti þeirra tíma, sem hann náði til. Við kenslu fékst hann litt, hafÖi bæÖi umfangsmiklu brauÖi að þjóna, og enda ekki við alþýðuhæfi aÖ fylgjast með kenzlu hans. Lundin var ör, og skilningurinn hvass, og átti hann bágt með að gjöra sér grein fyrir tregum eða lítt þroska hæfileikum. Ln aftur á móti þar sem nemandinn gat fylgst meÖ kenslu hans fyrir- stoðulitið, var kensla hans skýr og rokföst, og festist nemandanum einkar vel í minni, og hefi eg góðar heinúldir fyrir því. Eins og áður er tekið fram, kall- aði séra Þorvaldur sig ósöngvinn, og hefir það sennilega komiö af þvn að hann hafði ekki söngrödd og tóru aði ekki. Öðru máli skifti um smekk hans og þekkingu á sönglegum fræð- manna sinna fram. ÁriÖ 1872 kom um, þar tók hann fjölda samtíðar- harmóníum i kirkjuna á Mel, og var því búið að vera í brúki nokkur ár, þá er séra Þorvaldur kom þar. I hans tíð var fenginn þangað nýr organleikari, Sigurður Magnúson, sonur séra Magnúsar Sigurðssonar frá Gilsbakka og Guðrúnar Péturs- dóttur frá Miðhópi. Var hann nem- andi Jónasar Helgasonar dómkirkju- organista, mun honum hafa veitt námið frekar örðugt, enda þá orðinn fullorðinn og farinn að stirðna. Kom því stundum fyrir, að hann greip skakkar nótur, og sögðu kunnugir, að þegar það hefði komið fyrir, hefði augnaráð prests orðið alt ann- að en hýrt, því að þótt ekki yrði mikið að, þá fór það ekki fram hjá hinu næma eyra hans. — Sjálfur kyntist eg því ekki fyr en löngu síðar, laust fyrir síðastliðin aldamót, að séra Þorvaldur var óvenjulega söngnæmur og hafi yfir að ráða mik_ illi þekkingu í sönglegum fræðum. Skyldurækinn þótti séra Þorvaldur með embætti sitt í hvívetna, og lét ekki fyrir brjósti brenna, þótt kalt blési. Átti hann jafnan nóga og góða hesta. f húsvitjunarferðum sínum hafði hann engan hraða á sér, og þótti mörgum heimilum mikill fengur i komu hans og viðræðum, og sköpuðust oft út af því ýms við- fangsefni, bæði til skemtunar og fróðleiks, var prestur óbágur að segja um það, sem hann var spurð- ur. Hversdagslega var hann glaður i viðmóti, og í samkvæmum hrókur alls fagnaðar; hann varð því vinsæll í sókunm sínum og héraði, þótt all- hvassorður gæti hann orðið í garð andstæðinga sinna. Á heimili sínu var hann frekar fáskiftinn, oftast við Iestur þá er hann var heima. Bú- skap hans kyntist eg lítið, en flestra manna mál var, að hann ætti þar um slóðir bezta hesta og kúakyn. Séra Þorvaldur var dýravinur og hafði mikið yndi af hestum. Hestakyn liatls er hér allvíða enn, og þykir hér ' sýslu bera af hvað stærð og fegurð snertir. P mbætur þær, sem hann lét vinna á Mel, garðar, skurðir og sléttur voru sem fleira, er hann fram. kvæmdi, langt á undan samtíðinni og því misskildar. En hin öra fram- þróun 20. aldarinnar hefir gripið þar inn i og sannað, að gamli presturinn a Mel hafði skilið og skoðað rétt, það þyrfti að slétta, friða og græða. Hve mikið séra Þorvaldur hefir ritað, þekki eg ekki til fulls. Námi lauk hann við háskólann í Kiup- mannahöfn 1865, en mun hafa unnið við Árna Magnússonar safnið 1866, og árið 1867 vann hann ásamt Arnljóti Ólafssyni, Guðbrandi Vig. fússyni og prófessor Unger að út- gáfu P\ateyjarbókar, er gefin var út í Kristjaníu 1868, og á árinu 1878 vann hann, sem áður er getið, að útgáfu “Leifar fornra kristinna I fræða íslenzkra,” er kom út í Kaup- ! mannahöfn sama ár. Frumsamdar j bækur munu ekki hafa komið út eft- I ir hann, en allmikið af blaðagrein- um og dálítið af þýðingum guð- fræðilegs efnis. Séra Þórhallur biskup Bjarnarsjn segir í “Lög- réttu” um ritsmíðar hans: “Málið segir jafnan til, því að þar var séra Þorvaldur allur með lífi og sál að vanda orðfæri, enda ritaði hann og kunni manna bezt íslenzku.” Hvort séra Þorvaldur hefir átt eitthvað frumsamið í handritum, er 'mér ekki ljóst, en mjög er það sennilegt. Ræðusafn átti hann mikið og merki- legt, voru líkræður hans og hús- kveðjur hinar merkustu heimildir fyrir því, hve hann lýsti fólki rétt án oflofs og rakti ættir sem ná- kvæmast, var það einstakur þáttur í ritmensku hans, sem hann veik aldrei frá. Séra Þorvaldur var talinn af sín- um samtíðarmönnum ágætur tungu. málamaður og lagði mikla stund á rómönsk mál, einkum ítölsku. Ýms Austurlandamál skildi hann og þar á meðal sanskrít, er hann lærði af vini sínum Vilhelm Thomsen, heims- frægum manni í samanburði tungna og þekkingu á Austurlandamálum. Thomsen lærði islenzku af séra Þor_ valdi. — Oft heyrist þess getið, að útlendir ferðamenn, sem hittu séra Þorvald, hefðu haft orð á því, hve létt honum veitti að tala hinar ýmsu tungur, og bæri þær rétt fram, þótti þeim það því merkilegra, er þetta var einungis íslenzkur sveitaprestur, klæddur látlausum sveitabúningi, en þó svo hámentaður, að hann fylgdist alstaðar með. Á þeim árum, er séra Þorvaldur kom í Húnaþing, var hér sem víða annarsstaðar í landinu mjög tak- mörkuð þekking alþýðu í bóklegum fræðum, bókakostur og bókaú'gáfa lítil, bækur dýrar, en hagur alþýðu þröngur. Þjóðavakningin var að vísu byrjuð fyrir nokkru, en gæiti minna í strjálbýlinu úti um land en í Reykjavik og stærri kaupstöðum. Þessar aðstæður skildi séra Þoí >/a!d- ur flestum betur, kom það fram á margan hátt, t. d. í því hve hann vat óeigingjarn og óeftirgangssamur með tekjur sínar, og gaf mörgum það, sem þeir áttu að gjalda honum, auk þess var hann manna hjálpfús- astur, ef til hans var leitað, og jafn- vel þurfti ekki til. í því sambandi minnist eg á eftir- farandi atriði: Eitt ísavorið á milli 1882-87 — eg man ekki hvert — hafði það frézt að Mel, að foreldrar mínir, sem þá bjuggu á Mýrum við Hrutafjörð, væru að komast í hey- þrot, og hafði prestur strax sagt og hann heyrði það, að sennilega myndi faðir minn engan biðja hjálpar. Þetta var á messudegi, hríðarútlit og hafísbreiðan eins langt og til sá, hvergi sást í dökkan díl, hvorki á láði eða Iegi. Seinni part næstu næt. ur vöknuðu foreldrar mínir við það, að guðað var á gluggann yfir rúmi þeirra. Þektu þau strax málróm prests. Fór faðir minn fljótt ofan, og kom að vörmu spori inn með píest og fylgdarmenn hans, alhvíta af fönn, því að úti var versta hríði Prestur var að vanda hinn glaðasti, og eftir að móðir mín hafði.hitað þeim kaffi, fór hann að segja föður míum frá erindinu, kvaðst hann hafa frétt um heykreppu hans og fyrir því farið strax, alt væri gott í efni.1 Hann var búinn að koma fyrir því af kúnum, sem faðir minn vildi láta frá sér, eina tæki hann sjálfur og Jón Skúlason á Söndum hjálpaði uin það hey, sem hann þyrfti. — Þetta dæmi út af fyrir sig sýnir ljóslega drengskaparlund séra Þorvalds og að hann tók alt af þátt í kjörum samtiðarmanna sinna, og reyndist jafnan vinur í ratín. — Undir morg- un lagði prestur með fylgdarmanni síum á hálsinn til baka. Bæjarhurð- in Iokaðist að baki þeim — en úti á auðninni niðaði hríðin grimm og önnirleg. — Foreldrum mínum varð þessi atburður minnisstæður, og eg heyrði móður mína segja, þegar hún flutti að vestan vorið 1889, að margra vina sinna og nágranna sakn- aði hún, en fárra meira en séra Þorvalds. Fram að síðastliðnum aldamótum kyntist eg séra Þorvaldi persónulega á ýmsan hátt, en eftir þann tíma lit- ið, enda þá mestur hluti æfi hans að baki. Hann druknaði á leið af sýslufundi ofan um ís í Hnausa- kvísl 7. maí 1906. — Eitt af því sem var einkennilegt við kynningu séra Þorvalds var það, að allir hlutu að finna, að í návist hans lifðu menn i hreinu adrúmslofti, og flestir hlutu að finna til þess, að þeir vissu litið, en það er að jafnaði lykillinn að þvi að vita meira. Hálfmentun fyrirleit hann og taldi hana hættulega. Hann hataði alla meðalmensku, enda var hann sjálfur hvergi meðalmaður. — Þótt nærri 30 ár séu liðin frá frá- falli hans, heldur hann enn áfrant að lifa í hugum ýmsra núlifandi sam- tíðarmanna sinna, og hugsjónir hans eru sumar fyrir löngu orðnar að veruleika. — Fyrir nokkrum árum átti eg tal við gamalt sóknarbarn séra Þorvalds, dr. Sigfús Blöndal bókavörð við konunglega bókasafn- ið í Kaupmannahöfn. Hann ólst upp á Heggstöðum og voru ummæli hans í garð séra Þorvalds hin hlýjustu — að hann mintist hans alla æfi — hann hefði lánað sér i æsku bækur að lesa og beint sér inn á nýjar brautir. Alt af styttist vonandi að þeim timamótum, að þjóðin sjái, að bezt öryggi allra félagsmála og framþró- unar innifelst í drengskap, óeigin- girni og hreinskilni. Og þó að ekki hafi verið reistur minnisvarði á leiði séra Þorvalds — sem er vafasamt hvort hann hefði viljað frekar en Brynjólfur biskup Sveinsson — þá er það sennilega nær en varir, að ýmsir Húnvetningar finni, að þeir eigi erindi að hinu forna höfuðbóli Mel-stað til þess að minnast hins látna fræðimanns og leggja sveig á leiði hans. Hér læt eg staðar numið, þótt myndirnar skýrist, og minningarnar sæki fastar fram, eftir því sem leng- ur er ritað. Þorsteinn Konráðsson, Eyjólfsstöðum. —Kirkjuritið. Bréf frá Islandi Eftir Pétur Sigurðsson. Eg er að enda við að lesa 50 ára Minningarrit Hins ev. lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, sem vinur minn, prófessor Richard Beck, sendi mér. Kann eg honum mínar beztu þakkir fyrir. Um ritið hafa ýmsir menn skrifað, og skal eg ekki þreyta menn á endur- tekningum þess, er um það hefir verið sagt, en bæta því einu við, að ritið segir sögu, sem er bæði lær- dómsrík og merkileg. Sú saga er líka sögð, af prófessor Richard Beck, á mjög yfirlætislausan og skemtilegan hátt. Það var ekki laust við, að hjá mér vaknaði löng- un til þess að heimsækja aftur ýrnsa þá staði, sem minst er á í ritinu, og vissulega vakti það hjá manni góðar endurminningar um hinn merkilega heim — hina miklu “vestmörk” — sem ofið hefir einnig íslenzkan þátt í sinn marglita sagnavef. Þegar eg skrifaði seinast í Lög- berg, lét eg þá von mína í ljós, að síðari hluti ársins 1935 kynni að græða eitthvað af sárunum frá hin- um undanförnu erfiðu árum. Þessi von brázt þó að mestu leyti. Sjldar_ veiðin við Norðurland varð mjög lítil. Aflabrögð hafa verið slæm á Austf jörðum, Vestf jörðúm og einn- ig fyrir norðan. Árferði að öðru leyti fremur erfitt og atvinna hverf- andi lítil. Kreppan hefir því verið að læsa klóm sínum fastar i Hf ís- lenzku þjóðarinnar en undanfarin ár. En sú vissa örfar vonalíf manna á erfiðu árunum, að hin góðu árin komi altaf á eftir. Frost og kuldar hafa nú verið miklir um alt land og staðið síðan fyrir jól. Það er nú komið svo, vegna frostsins, að Reykjavíkurbær á fult i fangi með að geta séð al- menningi fyrir nægilegum ljósum. Nýlega heimsótti eg Alþýðuskólann í Reykholti og var þar þá ljóslaust sökum kuldans, Nemendur komu i hópum á skrifstofu skólastjórans að fá kerti. Á skólanum eru nú um 90 nemendur, sem er meira en hann í raun og veru getur hýst. í sömu ferð heimsótti eg einnig Hvanneyr- ar skóla, flutti fyrirlestra við báða þessa skóla og einnig nokkur erindi í Borgarnesi, sat þar tvo stúkufundi og tókum við inn 14 nýja félaga. Það þykja sennilega hvorki mikl- ar né merkilegar fréttir, þótt eg segi eitthvað af ferðum mínum, því það hefi eg gert svo oft áður, en verst er það, að maður getur aldrei sagt frá því, sem merkilegast er og bezt í sambandi við slíka starfsemi. Á árinu 1935 feraðist eg tvær fyrir- lestraferðir um Austurland og tvæt ferðir um nokkurn hluta Norður- lands, eina ferð um Vestfirði og auk þess nokkuð hér sunnanlands. Þar fyrir utan fór eg þriðju ferðina til Akureyrar til þess að sitja þing Stórstúkunnar. Á þessu timabili hefi eg flutt ræður og fyrirlestra 180 sinnum, en auk þess setið allmarga fundi. Fyrri hluta ársins feraðist eg upp á eigin spýtur, en síðari hlut- ann var eg á vegum Stórstúku Is- lands. Það veitir ekkert af að vinna vel að bindindi, þvi Bakkus hefir nú fengið lausari tauminn aftur á landi hér og leynir það sér ekki. Áfengis- salan er mikil — verður sennilega um þrjár miljónir á fyrstu 12 mán- uðunum frá því er bannið var af- numið, drykkjuskapur fer líka víða mjög í vöxt og er orðinn áhyggju- efni margra góðra og hugsandi manna. Sérstaklega hefir borið mikið á óreglu í Reykjavík. Það dregur þó nokkuð úr vínkaupum út um land, að menn hafa ekki ráð á að kaupa áfengi. Bæjarstjóri einn sagði við mig fyrir skömmu, að á- standið hjá þeim mundi vera hið versta í þessum sökum, ef hagur al- mennings væri ekki svo fram úr skarandi erfiður.—Það er þá á sama tima að vakna allmikill áhugi á ýms- um stöðum fyrir bindindisstarfsem- inni. Síðan í haust hafa risið upp stúkur í Vík í Mýrdal, á Hornafirði, Húsavík og Siglufirði. Sumar þeirra eru orðnar mannmargar og sterkar, og skipaðar hinum beztu starfskröftum, og allar starfa þær vel. Fyrir skömmu voru einnig stofnaðar tvær stúkur í Rangárvalla- sýslunni, sem starfa nú ágætlega. Önnur á Rangárvöllum en hin i Þykkvabæjar hverfinu. Þá hafa stúkurnar á Sauðárkrók, Hrísey, Ólafsfirði, Akureyri, Borgarnesi og víðar færst í aukana. Sumar starfa ágætlega. Á ungmennastúku fundi á Akureyri tókum við inn í vetur 36 nýja félaga á einum fundi. Á næsta fundi voru um 140. Alt eru þetta ungmenni á aldrinum frá 14—21, nema nokkrir kennarar og skóla- stjóri barnaskólans, sem eru gæzlu- ,og stuðningsmenn stúkunnar. Á fundum þessum opinberaðist líf, f jör og kraftur. Það skal sagt yngri kynslóðinni til hróss, að hún sinnir þessu menningarmáli engu síður én eldri kynslóðin og mun reynast fús- ari, ef hún fær sæmilega góða leið- sögn, en á það vantar oft mikið. Á Húsavík vann eg að því nokkra daga að koma þar stúku aftur á fót. Eldri kynslóðin var fremur treg, og er ef til vill ekki hægt að lá henni það, en þarna fengum við samt fallegan hóp, yfir 60 manns, og megnið af því var æskulýður. Sókn- arpresturinn, séra Friðrik A. Frið- riksson tók að sér forustuna, og þótti okkur það mikill fengur, því hann nýtur þar hylli manna yfirleitt. — Þá er það einnig uppörfandi, hversu skólarnir taka nú þátt í bindindis- starfinu. í vetur hefir mér gefist tækifæri til að flytja erindi í Al- þýðuskólunum á Laugum, Hvann- eyri og í Reykholti, gagnfræðaskól- unum á Siglufirði og Akureyri og einnig mentaskólanum á Akureyri, og er mér það jafnan hin mesta á- nægja að heimsækja skólana. Við væntum góðs af þátt-töku þeirra í bindindisstarfinuy Annars á mörg umbóta starfsemi nokkuð erfitt uppdráttar vegna þess, Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards | PHYSICIANS and, SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phonc 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talslmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 6 38 McMILLAN AVE Talsimi 42 691 i Dr. P. H. 1. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ts Phonee 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir Vlðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 739 Viðtalstimar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Simi 22 168 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenxkur lögfrœOingur Skrifstofa: Roorn 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 96 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Drs. H. R. «fe H. W. lsienzkur Tannlœknir TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegmt pðsthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 465 .Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS ♦ Borgið LÖGBERG! A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfrsmur selur hann allskonar mjnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Helmilis talsiml: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFK C. E. SIMONITE TLD. BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. DEPENDABLE INSURANCE Tekur að sér að ávaxta sparifé SERVICE fólks. Selur elds&byrgð og blf. Itcal Estate — Rentals reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- Phone Office 95 411 spurnum svarað samstundis. 806 McArthur Bldg. Skrlfst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 HANK’S BARBER AND REV. CARL J. OLSON BEAUTY SHOP Umboðsmaður fyrir 251 NOTRE DAME AVE. NORTH AMERICAN LIFE 3 inngöngum vestan viö ASSURANCE FÉLAGIÐ St. Charles ábyrgist Islendingum greið og Vér erum sérfræðingar I öllum hagkvæm viðskifti. greinum h&rs- qg andlitsfegrunar. Office: 7th Floor, Toronto General Allir starfsmenn sérfræðingar. Trust Building SÍMI 25 070 Phqne 21 841—Res. Phone 37 75» UÓTEL t WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMXTH ST., WINNIPEG paegilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; me8 baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar mfLItíðir 40c—60c Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Toum Botel“ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlons, línners and Functlons of all klnda Ooffee Shoppe F. J. FALL, Manager CorntoaH Ijottl Sérstakt verð 6. viku fyrir nlmu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.