Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines flöffi tot 1 0«** UjS»e For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines i<*. d wT ,«»»>« e ^P <$>* For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ABG-ANGUE WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. FEBRírAR, 1936 NÚMER 9 MANITOBAÞINGIÐ Umræðurnar um stjórnarboðskap. inn standa enn yf ir. Af stjórnarínn. ar hálfu, hafa þeir Bracken stjórn- arformaður og Major dómsmála- ráðherra, einkum og sérílagi haldið uppi svörum. Þingleiðtogar mót- stöðuf lokkanna, þeir Evans og Earmer, hafa haft sitthvað smá- vægilegt að athuga við gerðir stjórn- arinnar, en verið næsta mildir í dóm. um. Er afstaða þeirra slík, eins og annað dagblaðið hér í borginni komst að orði um daginn, að ætla megi að þeir séu orðnir með öllu Úrkula vonar um það, að flokkar sínir komist nokkru sinni hærra, en þeir nú standa; eða með öðrum orð. um, að þeir haldi áfram að vera sömu krilisbrotin í andstöðu við nú- verandi stjórn; þangað komist þeir, en ekki lengra. Ekki verður annað sagt en stjórn- inni hafi farnast vel á árinu, þó átt hafi hún við ramman reip að draga viðvíkjandi auknum útgjöldum til atvinnuleysismálanna. Tekjur hafa aukist á hinum ýmsu sviðum, og það beinlínis stórvægilega. Má þar eink. um til telja tekjurnar af stjórnar- vínsölunni og starfrækslu símakerf- isins. Tjlfaþyt nokkurn gerðu þeir Evans, Farmer og Hyman út af því, að stjórnin skyldi ekki hafa látið fara fram aukakosningar í Winni- peg vegna þeirra þingsæta, er við það losnuðu, að John T. Haig vat gerður Senator, en Ralph Maybank kosinn á Sambandsþing. Mr. Brack_ en svaraði því til, að er tekið væri tillit til þess hve langt væri liðið á kjörtímabil stjórnarinnar, hefði sér f undist lítt viðeigandi að eyða $50,- 000 til slíkra aukakosninga. Mun meginþorri þingheims hafa litið svipuðttm augum á málið. ELZTI OG YNGSTI ÞING- MAÐUR 1 OTTAWA Elztur þeirra þingmanna, er sæti eiga á Sambandsþingi um þess- ar mundir, er Robert S. White, 79 ára að aldri. þingmaður fyrir St. Antoine . Westmount kjördæmið. Yngsti þingmaðurinn er Rene Pelle. tier. 27 ára, fulltrúi Peace River kjördæmisins í Alberta. ENDURNÝJAÐ LAN Hon. Charles A. Dunning, fjár- málaráðgjafi sambandsstjórnarinn- ar, hefir lýst yfir því, að stjórnin- hafi endurnýjað $3,542,019, er fylk- isstjórnin í Saskatchewan fékk úr ríkissjóði i fyrra. Greiddir skulu 4 af hundraði í vöxtu af láni þessu. Þjóðraeknishvöt Sú var tíð þá kappar knáir knúðu gnoð um svala dröfn. Fjallatindar fagur bláir faðminn réttu móti höfn. Þá var f jör og dáð í drengjum, dygð og göfgi fljóðum hjá. Helg frá íslands hjartastrengjum hreystin vermdi lönd og sjá. Enn þá feðra andinn lifir ættarfold þó skilji haf, lýsir tímans öldum yfir arfurinn, sem Frónið gaf, óður, saga, mál og minni milli landa tengir bönd. Frægir leið með framtíðinni f ornhelg dáð um vestræn lönd. íslenzk þjóð í álfu nýrri, upp með þrótt og huga ljóns. Víg þinn anda vorhvöt dýrri, vaf urlogum móður f róns; regin gildi stofninn sterki styrkinn þínum taugum gaf. til að hef ja manndóms merki, mátt og völd um tímans haf. M. Markússon. Herinn í Japan nœr stjórninni í hendur sínar Símað er frá Tokyo þann 26. þ. m., að stjórnarbylting sé nýfarin fram í Japan með þeim hætti, að herinn hafi náð stjórninni á vald sitt. Þeir Okada forsætisráðgjafi, Takahashi f jármálaráðgjafi og Fumio Goto inanríkisráðgjafi, hafi allir verið myrtir. Hirohita keisari kvaddi þegar Mineo Osumi aðmírál á fund sinn, og fal honum á hendjr myndun nýs ráðuneytis. HUNDRAÐ OG FIMM ARA GAMALL Maður að nafni Murdock Mc- Lean, búsettur að Moosomin í Sas- katchevvan fylki, átti 105 ára afmæli þann 20. þ. m., og nýtur enn hinnar beztu heilsu. Hann er fæddur á Skotlandi, og var sex ára gamall þegar Vietoria drotning kom til valda. Mr. Murdock les gleraugna- laust, og heldur enn ósködduðum öllum tönnum sínum. Hann var elzti maðurinn í Saskatchewan, sem á kjörskrá var þar í síðustu sambands- kosningum, og lét ekki undir höfuð leggjast að koma á kjörstaðinn i tæka tíð. TIELDUR ARSFUND SINN Félagsskapur sá, er Industrial Development Board of Manitoba nefnist. hélt ársfund sinn hér í borg. inni síðastliðið miðvikudagskvöld. Forsetinn, Mr. Theodore Kipp, hafði búið undir ársskýrslu sina, en Mr. E. T. Leech, K.C., las hana. Félagsskapur þessi hefir það verk- efni einkum og sérílagi með hönd- um, að beina hingað nýjum iðnaði og auka með því atvinnu í borginni; hefir honum þó nokkuð unnist á í þessa átt. Nú hefir forstöðunefnd- in gefið út vandaða bók, Buyers Guide 1936, eða skrá yfir þær iðn- aðartegundir, sem framleiddar eru í Manitoba og Saskatchewan. Bókin er prentuð hjá Columbia Press, Ltd. Skrifari þessarar nýtu stofnunar, er Mr. J. M. Davidson, ötull áhuga- maður. STOFNAÐ TIL FJÖRRADA Símað er frá Addis Ababa þann 21. þ. m., að uppvíst hafi orðið um samsæri til þess að koma Haile Selassie konungi Ethiópíumanna fyrir kattarnef. Var þetta gert með þeim hætti að færa svo flugvél hans úr Iagi, að slys hefði orðið óumflýj. anlegt. Eftir þes^u var þó tekið í tæka tíð til þess að afstýra vandræð. um. SENATOR JOIIN McCORMICK LATINN Þann 22. þ. m., lézt að heimili sínu í bænum Sydney Mines í Nova Scotia, Senator John McCormick, 78 ára að aldri. Hann átti um hríð sæti á fylkisþingi. í fimm Sam- bandskosningum, 1904, 1906, 1908, 1911 og 1917 bauð hann sig fram í Cape Breton North-Victoria kjör- dæminu, en beið ávalt lægra hlut. En árið 1921 hlaut hann Senators útnefningu. LAUNASKATTUR Af skýrslum. sem fram hafa lagð- ar verið í Manitoba þinginu, má sjá ao' launaskattur fylkisstjórnarinnar á síðastliðnu fjárhagsári hefir num- ið $1,674,800. Drotningin "fótalausa." Þegar Margrét frá Austurríki, drotning Filippusar 3., kom til Spánar árið 1599, ferðaðist hún um borg eina, sem fræg var fyrir fram- leiðslu sína á silkisokkum. Yf irvöld- in vildu koma sér í mjúkinn hjá drotningunni og sendu henni dýrind- is silkisokka. Gjöfin var afþökkuð og sendimönnunum, sem komu með sokkana trúað fyrir því, að Spánar. drotning hefði enga fætur. Síðan er það að orðtæki haft þar í landi, að opinberlega hafi Spánardrotning enga fætur! ALBERT C. RITCHIE latinn Á mánttdaginn þann 24. þ. m., Iézt af hjartaslagi í Baltimore, Albert C. Ritchie, fyrrum ríkisstjóri í Mary- land, því nær sextugur að aldri. Mr. Ritchie var í tölu hinna mestu áhrifamanna innan vébanda Demo- krata flokksins, og barðist hraust- lega fyrir forsetaútnefningu gegn Fraklin D. Roosevelt á útnefningar þinginu í Chicago 1932. Mr. Ritchie var fjórum sinnum kosinn til ríkis- stjóra í Maryland. Hann var óvin- veittur mjög viðreisnarlöggjöf Roosevelts forseta, og var staðráð- inn í að beita sér gegn því, að hann yrði útnefndur i ár. AVARP FRÁ KONUNGI Hans hátign Edward konungur hinn VIII., ávarpar þegna sína víðs- vegar um hið volduga, brezka veldi, yfir útvarpið þann 1. marz næstkom- andi, kl. 10 f. h. Central Standard Time. TÓLF BILJÓNIR TIL HERBÚNAÐAR Sir Edward Grigg, einn af hin- um áhrifameiri þingmönnum íhalds- flokksins í brezka þinginu, flutti þann 24. þ. m. ræðu í borginni Ply- mouth á Englandi, þar sem hann gerði þá staðhæfingu, að síðastliðin þrjú ár hefðu Þjóðverjar varið 12 biljónum dala til herbúnaðar. Frá Islandi ÞRÍR FLUGMENN FARAST Símað er frá Kaupmannahöfn þann 25 þ. m., að þrír danskir flug- menn hafi farist þar í grend dag- inn áður. Orsakir þær, er til slyss- ins leiddu voru þær, að í aftakabyl þá um daginn heyrðist við flug- stöðvarnar hljóð, er menn hugðu vera frá flugvél, er væri í vandræð- um með að lenda. Þrír menn voru valdir til þess að reyna að koma hjálp við, og fórust þeir allir. Við nánari rannsókn kom það í ljós, að hugmyndin um nauðlendingar til- raun var bygð á misskilningi, með því að engin slík flugvél var þar á ferð, heldur stafaði hljóðið frá snjó- þunga, er fallið hafði á símavírana í hríðinni Þröngt % búi. Þegar séra Eyjólfur Kolbeinsson, mesti merkisklerkur, síðast prestur að Eyri í Skutilsfirði, var aðstoðar- prestur séra Jóns Ormssonar í Sauðlauksdal, og bjó að Bæ á Rauðasandi, um og eftir 1800, hafði hann litlar tekjur og bjó við ærið þröngan hag. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður, en átti fyrir mikilli ómegð að sjá. Var þá löng- um ilt árferði og vandræði milli manna. — "Svo sagði merkiskonan Jóhanna Friðrika dóttir hans (kona Ólafs prófasts Sigurðssonar í Flat- ey), að ekkert hefði verið til matar eitt sinn á hvítasunnu hjá foreldrum sínum, nema selmagi einn, er hafð- ur var undir lýsi; var hann tekinn i sundur, skafinn vandlega, steiktur og síðan etinn. Sagði Jóhanna frá þessu, eftir að hún var orðin pró- fastskona í Flatey, og gat engum þeim, er hana þekti, blandast hugur um, að frásögn hennar var í alla staði sönn, enda mun flestar hörm- ungasögur frá þeim tíma hafa við gild rök að styðjast." (Eftir Annál nítjándu aldar). Harðindi Sökum dæmafárra harðinda og fannkyngi, er mjög gengið á fóður- birgðir bænda í Suður-Þingeyjar- sýslu og óttast þeir mjög fóðurþrot, ef eigi breytist tíð til batnaðar innan skamms. í gær átti blaðið tal við fréttarit- ara sinn í Suður-Þingeyjarsýslu, og sagði hann svo frá: —Yetur scttkt óvenju snemma í garð, og var f^ víðast komið á gjöf viku fyrir vetur. Má heita, að síðan hafi verið stöðug innigjöf nema uokkurn tíma fyrir jólin. Síðan fyr- ir jól hafa verið stöðug harðindi, snjókoma og frost mikil, en þó er veður nokkru betra tvo síðusttt dag- ana. Fannkyngi er með ódæmum mik- ið, algerÖ jarðbönn, og það jafnve' á beztu útbeitarjörðum. Sökum stöðugra innigjafa eru tui margir bændur búnir að gefa helm- ing heyja sinna eða meir, og er það fágætt. þegar svo skamt er 'liðio' vetrar. Gerast bændur því mjög óttaslegnir um fóðurþrot, sem virð- ast óhjákvæmileg nema að tíð breyt. ist mjög til batnaðar innan skamms. .Samgöngur eru mjög strjálar, ehda hefir um lengri tíma ekki ver- ið hægt að fara bæja á milli nema á skiðum. Eru það mikil vonbrigði, því að stöðugar bílferðir hafa verið um héraðið undanfarna vetur — Nýja dagbl. 31. jan. Símabilanir Blaðið átti í gær tal við Guðmund Hlíðdal póst- og símamálastjóra. skýrði hann svo frá, að fannkyngi væri afar mikið á Norður- og Aust- urlandi. Snjóflóð og krapahríðar hafa valdið skemdum á símalínum. 11 fyrradag bilaði símalínan milli Fljóta og Ólafsf jarðar. Símavörður, sem gekk með línunni, skýrir svo frá, að snjóflóð hafi fallið á línuna um y2 km. frá Þrasastöðum, og sópað burtu tveimur símastaurum. Einnig hafa slitnað símalínur milli Hafraness og Fáskrúðsf jarðar. 1 gær var víða þíðviðri í bygð, t. d. 4 stiga hiti á Akureyri, en á f jöllum mun hiti víða hafa verið um frostmark og eru símalínur í hættu vegna ísingar. Landsímastjóri skýrði að síðustu frá því, að snjóflóðahætta væri mik- il og vaxandi á Norð-austurlandi, og vegna þess væri símaverðir tregir til að ganga með símanum. — Nýja dagbl. 31. jan. Bœr brennur Selfossi 30. jan. Laust eftir kl. 15 í gær brann í- búðarhús Jónatans Jóhannssonar bónda á Kotströnd í ölfusi. Bóndinn var við gegningar skamt frá, en aðrir ekki heima. Varð því eldsins ekki vart fyr en húsið var alelda. Var þegar brugðið við fr? næsttt bæjum, en ekki varð við neitt ráðið. Var húsið gjörbrunnið eftir hálftima og engu bjargað. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél. Var eldur í henni þegar skilið var við húsið. Húsið var lítið einlyft timb- urhús, eitthvað vátrygt, en munir allir óvátrygðir og biður því eigand- in tilfinnanlegt tjón.—Nýja dagbl. 31. jan. Mikill trjárehi í Grímsrg Grímseyingar komu í land til Húsavíkur 1. þ. m. Sögðu þeir ó- venjumikinn trjáreka við eyjuna. Á Miðgarðaf jöru einni voru rek- in 4 stór tré, er talið að allur rekinn í eyjunnr sé nær 200 tré. Gæftir hafa verið litlar en snjó- koma lítil og veturinn mildur f ratmn af, svo að unnið var við jarðarbæt- ur á jólaföstu. Sjómælingar við eyjuna sýna að sjórinn hefir verið með kaldara móti. en er nú farinn að hlýna.— Morgunbl. 4. febr. Nýr togari "Reykjaborg" "Reykjaborg" heitir togarinn, seiw þeir Guðmundur Jónsson skipstjóri og (ieir Sigurðsson keyptu í Boul- ogne nýlega. Geir Sigurðsson kom heim með Goðafossi s.l. laugardag, en Guð- mundur Jónsson kemur væntanlega með hið nýja skip í næstu viku. Morgunblaðið átti tal við Geir Sigurðsson í gær og spurði hann um togarann. —Skipið er um 700 smálestir að stærð. segir Geir. Það hefir gengið í 6 ár frá Boulogne, aðallega á Ný- fundnalandsmið og Grænlandsmið. Guðmundur Jósson skipstj. er nú að útbúa skipið, og er verið að setja um borð í það beinamjölsvélar, en þær fáum við að láni til reynslu í vetur. Síðan er ráðgert að setja í það stærri og fleiri vélar, til að vinna úr lýsi o. þ. h. —Og nafnið Reykjaborg ? —Þannig stendur á því, er svar Geirs, að fyrir ofan Reyki í Mos- f elssveit, þar sem Guðmundur Jóns- son skipstj. hefir bú. eru sléttur, sem; heita Reykjaborgir. Þaðan er nafn skipsins fengið.—Mbl. 5. febr. ATl'INNULEYSI A SPANI Fram að þessu hefir Spánn að jafnaði haft fjölda útlendinga í há- launuðum stöðum, aðallega verk- fræðinga, en nú hefir verkfræðinga- félagið spænska, ásamt fleiri félög- um, hafist handa um að bætt úr þessu. Hafa félögin sent stjórn- inni skýrslu ttm þetta, og segir í henni. að um 600 af hinum bezt verkfræðilærðu mönnum landsins gangi nú atvinnulausir, vegna þess hve margir Frakkar og Þjóðverjar hafi þar verkfræðistöður. Auk þess sé þessum útlendingum greidd miklu hærri laun, en Spánverjar fengi, ef þeir væri í stöðunum, t. d. fái einn þeirra 43,000 dollara laun á ári. \inna útlendingarnir aðallega við jtárnbratttir, námur og efnaverk- smiðjur. Útlendingar fá fremur vinntt en Spánverjar sakir þess. að þeir ertt mikltt duglegri og fúsari á að vinna líkamlega vinnu en Spán- verjarnir. Ur borg og bygð Islandsblöð láta þess getið, að séra Ragnar E. Kvaran hafi verið skip- aður leiðbeiningastjóri við Ferða- skrifstofu hins íslenzka ríkis frá 1. febrúar að telja. Fimtugasta og þriðja ársþing Stórstúku Manitoba and North- we8t var haldið í Winnipeg dag- ana 19. og 20. febrúar. Var þing- ið í alla staði hið ánægjulegasta. Voru þar rædd ýms mál er mættu verða bindindismálinu til efling- ar. Br. H. Skaftfeld, D. I. C. T., sotli eftirfarandi systkini í em- bætti fyrir þetta ár: A. S. Bardal—Gr. C. T. G. Dann—P.G.C.T. H. Gíslason—Gr. Coun. \'. Magni'tsson—Gr. V.T. Mrs. A. S. Bardal—Gr. Chap. Mrs. C. Chiswell—G.S..T.W. S. Eydal—Gr. Sec. S. Paulson—G.A.S. .1. T. Beck—Gr. Treas. C. Thorlakson—Gr. S. El. W. G. Jóhannsson—Gr. S. Ed. W. B. Magnússon—Gr. M. ,T. Cooney—Gr. D.M. Mrs. Erickson—Gr. Mess. Mrs. S. Bnckmon—Gr. G. S. Mathews—Gr. S. Mr. Oddur Oddson, sem dvalið hefir um hrið h.já fólki sinu á Lundar, fór suðttr til Chicago á fostudaginn var, þar sem hann hefir stttndað trésmiðar og önn- ur byggingastörf undanfarin ár. Bitst.jóri þessa blaðs hitti séra Jakob .Tónsson allra snöggvast að máli» fyrri part yfirstandandi viku; láut samtalið að skáldsögu þeirri, sem vikið var að i síðasta blaði að hann hefði i smiðum, og afráðið að lcsa upp i Sam- bandskirkjunni hér í borginni. Saga þessi, sem er all-löng, er að heita má fullskrifuð, gerist í islenzku sjávarþorpi, og er að öllu leyti úr nútiðarlífi íslenzkrar þjóðar. Með þvi að oss var ekki full- kunnugt um fyrri rit séra Jakobs á þessu sviði, fréttum vcr hann í þvi sambandi nokkru ger; kvaðst hann hafa samið þrjár smásögur á islenzku, sem birtar hefði ver- ið á prenti, og eina sögu á dönsku, auk smásagnabálks, óprentaðs, er gerist í sama þorpinu og þessi nýja skáldsaga. Ákveðið hefir verið, að séra Jakob lesi nokkra þætti úr þess- ari ný.iu skáldsögu í Sambands- kirkjunni á laugardagskveldið þ. 29. þ. m. kl. 8.15. Þeir Pálmi fiðluleikari Pálmason og Bagnar H. Bagnar, pianisti, skemta á undan og á milli þátta. Aðgangur 2.") ccnts. Hluti af ágóðanum verSur gefinn í s.jiikras.jóð Good- templara. Vafalaust má búast við fjöl- menni, því bæði les séra Jakob hið hezta upp jafnframt því sem fólk vitanlega fýsir að kynnast efni skáldsögunnar. Dr. B. J. Brandson var einn í allstórum hópi lækna, er- fór suð- ur til Minneapolis í vikunni sem leið í "GoodwiII" heimsókn til læknadeildar Minnesota háskól- ans. Dr. Brandson kom heim um helgina. Sigríður Sólrún Sigfússon (24. júní 1859 — 24. janúar 1ÍKH5) . Hyggjuglæsta gáfukona, góð var hvíldin þér. Bitur þjáning þungra nátta þreytir hvern sem er. Raunabót að samt um síðir sól að austan fer. Fas þitt alt og málfars mildi miðlaði sjúkum fró. Söngvinn strengur Islands ættar í þér grét og hló. Með þér ást, sem engum gleymist inn í lífið dó. Þreytta móðir, vestrænt vakir vor hjá þinni gröf. Tveggja heima hugir flétta heilög minniströf. Ástiii'kvi'ð.jttr að þér strovma austan yfir liöf. Einar P. Jónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.