Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 8
•8
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR, 1936
Ur borg og bygð
Heklufundur í kvöld (fimtudag).
Mr. Jón Janusson frá Foam
Lake, Sask., er einn þeirra full-
trúa, er sóttu hið seytjánda árs-
þing Þjóðræknisfélagsins'.
Mr. Andrés Skagfeld frá Oak
Point, var staddur í borginni um
Þjóðræknisþingið.
Séra Guðmundur Árnason frá
Lundar var meðal þeirra,
Þjóðræknisþingið sóttu.
er
Jóns Sigurdson félagið I.O.D.E.
heldur sinn næsta fund á þriðju-
dagskveldið 3. marz að heimili
Mrs. I. Ingaldson, 124 Ferndale
Ave., Norwood.
The Jón Bjarnason Academy
Ladies’ Guild is planning a Mus-
ical Evening for March 17th in
the Academy. Mrs. I). H. Ross,
convenor. No admission charged
but silver collection solicited.
A Home Cooking Sale will be
held by the Junior Ladies’ Aid
of the First Lutheran Church,
Victor St., on Friday afternoon
and evening of March 13th.
Waffles and coffee to he sold at
15 cents.
Mr. Guðmundur Jónsson frá
Vogar, er nýlega kominn til borg
arinnar.
Hinn eldri söngflokkur fyrsta
lúterska safnaðar heldur “Silver
Tea” í samkomusal kirkjunnar
á mánudagskveldið þ. 23. marz
næstkomandi.
Þær Mrs. C. J. Borm og móðir
hennar, Mrs. Ingibjörg Eiríksson,
er átt hafa heima i Moose Jaw
undanfarin ár, eru nýkomnar til
borgarinnar, og héldu héðan
norður til Selkirk í heimsókn til
fornra vina; en þar áttu þær
mæðgur heima um langt skeið.
Þær eru í þann veginn að 'flytja
til Prince Albert, þar sem Mr.
Borm, stöðu sinnar vegna, verður
að taka sér bólfestu.
Þeir H a n n e s kaupmaður
Kristjánsson og Hjálmur Þor-
steinsson frá Gimli, eru staddir í
borginni þessa dagana.
Frú Guðbjörg . Sigurðsson frá
Keewatin, Ont., kom til borgarinnar
til þess að sitja þing Þjóðræknisfé-
lagsins. Hún leggur af stað heim-
leiðis í vikulokin.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku
kirkju næsta sunnudag, i. marz,
verða með venjulegum hætti: Ensk
messa kl. ii að morgni og íslenzk
messa kl. 7 að kvöldi.
Sunnudagsskóli kl. 12.15.
Sunnudaginn 1. marz messar
séra Guðmundur P. Johnson í
Foam Lake kirkjunni kl. 3 e. h.
Einnig verður ungmennafélags-
fundur kl. 8 að kveldinu í West-
side skóla, auk vanalegrar guð-
ræknisstundar. Verða sýndar
myndir af íslandi og margt fleira
til skemtunar.
Mannalát
Þann. 11. febrúar síðastl. lézt
að heimili sínu í Macleod, Alta.,
eftir langt sjúkdómsstríð, Jón
Grímsson, 82. ára að aldri. Hann
lætur efti rsig tvo uppkomna sonu
ásamt aldraðti ekkju.
Jón var Borgfirðingur, ættað-
ur úr Reykholtsdal. Hann kom
til Canada 1903 og hefir dvalið í
Alberta-fylki jafnan síðan.
Séra Jakob Jónsson messar í
Sambandskirkjunni í Winnipeg
næstkomandi sunnudag 1. marz
kl. 7 e.h.
Séra Jakob Jónsson frá Wyny-
ard, er staddur i borginni ásamt
frú sinni og tengdabróður.
Mr. Björn Stefánsson lögfræð-
ingur hefir verið endurkosinn
forseti í félagi ihaldsmanna i
Mið-Winnipeg kjördæminu hinu
nyrðra.
Afmælis Samkoma Betel
í Fyrstu lútersku kirkju
2. MARZ 1936
Avarp forseta: Dr. B. J. Brandson
1. Fiðluspil .......Mr. Pálmi Pálmason
2. Einsöngur ....j.....Mrs. B. H. Olson
3. Ræða........Miss Svanhvít Jóhannesson
4. Samsöngur .......The Orianna Singers
5. Eíinsöngur .........Mrs. B. H. Olson
6. Framsögn..........Miss Jean Hambroff
7. Einsöngur.......Mr. Wilfred Davidson
8. Samsöngur .......The Orianna Singers
9. Framsögn..........Miss Jean Hambroff
Samskot tekin
Veitingar Byrjar kl. 8:15
Áætlaðar messur i Gimli presta-
kalli næstkomandi sunnudag þ.
1. marz, eru þannig, að morgun-
inessa verður í Betel, en kveld-
messa (íslenzk) í kirkju Gimli-
safnaðar, kl. 7 e.h. Messan í
Betel á í þetta sinn að byrja kl.
9.15 f.h., eða fjórðungi klukku-
stundar fyr en venjulegt er, sök-
um væntanlegs útvarps á ræðu
hins nýja Bretakonungs, er búist
er við að heyrist í Manitoba kl.
10 að morgni. óskað er eftir að
fólk, ef mögulegt er, fjölmenni
við kirkju að kveldi.
Hjónavígslur
Leslie Charles Dyer og Guðríð-
ur Lillian Dalman voru gefin
saman í hjónaband laugardaginn
22. þ. m. Fór sú athöfn fram á
heimili foreldra brúðarinnar, Mr.
og Mrs. F. Dalman, 735 Toronto.
Vígsluna framkvæmdi séra Björn
B. Jónsson. Rausnarleg veizla
stóð þar á heimilinu á eftir. Síðla
dags lögðu brúðhjónin á stað í
skemtiferð til Minneapolis.
Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu
SKULUÐ J>ÉR AVALT KALLA UPP
SARGENT TAXI
PHONE 34 555
SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr.
MIÐSVETRARMÓT þjóðrækn-
isdeildarinnar “Frón,” sem haldið
var hátíðlegt í Goodtemplarahúsinu
síðastliðið þriðjudagskvöld, fór yfir
höfuð að tala prýðilega fram, og
varð þeim öllum, er að stóðu. til
sæmdar. Og þegar tekið er fult til-
lit til erfiðs árferðis, verður ekki
annað sagt en aðsókn væri góð. Hr.
Soffonías verksmiðjustjóri Þorkels-
son, forseti deildarinnar, stjórnaði
mannfagnaðinum.
Prófessor Watson Kirkconnell og
frú hans, voru heiðursgestir Fróns
þetta kveld, og var slíkt vel ráðið.
Talaði prófessorinn stundarkorn um
íslenzk menningarmál og sagðist hið
bezta.
Jarðarför Friðriks ó s k a r s
Sveinssonar fór fram frá útfar-
arstofu A. S. Bardal á föstudag-
inn var, að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Dr. Björn B. Jónsson
jarðsöng. Frú Sigríður Hall söng
við kveðjuathöfnina lagið “Rós-
in,” eftir Árna Thorsteinsson, og
“Safe in the Arms of Jesus.”
Mr. Elías Elíasson frá Árborg
hefir dvalið í borginni nokkra
undanfarna daga.
Jón Jónsson Mayland
DÁINN.
Þann 7. febr. andaðist hér í
Glenboro öldungurinn Jón Jónsson
Mayland, eftir stutta legu; dó hann
á heimili Mrs. C. B. Jónsson, sem
annaðist hann i banalegunni.
Jón sál. var fæddur á Saurúm í
Vidhælahreppi í Húnavatnssýslu um
eða rétt eftir 1850 og ólst upp á
þeim stöðvum. Faðir hans var Jón
Guðlaugsson á Tjörn á Skagaströnd.
Eftir sögn hét móðir hans Ingibjörg,
um föðurnafn hennar eða ætt er
mer ekki kunnugt. Jón kom til
VTsturheims 1887. Var í Argyle-
bygðinni til 1902. Vann fyrst al-
genga bændavinnu, en síðar stundaði
hann landbúnað upp á eiginn reikn-
ing. 1902 keypti hann land í Hóla-
bygðinni í Suður-Cypress sveitinni
í hinum fagra og frjóva Assiniboia-
árdal og bjó þar til ársins 1910;
síðan hefir hann átt heima í Glen-
boro og allmörg ár í Selkirk, en síð-
ustu árin var hann hér í Glenboro.
Jón kvæntist aldrei, en bjó ein-
búalifi, hann komst snemma í allgóð
efni, hann var hygginn búsýslumað-
ur og hagsýnn i kaupum og sölum;
hann var fremur einrænn í lund, og
hafði erfiða skapsmuni í sambúð við
fólk, og kaups helzt að lifa einn sér,
en hann var drengur góður og hjálp-
samur oft, er menn leituðu til hans
og fórst oft vel, og hann var strang-
áreiðanlegur í orði og athöfn.
Á síðari árum gengu af honum
efni; lánaði hann peninga og tapaði
sumu. Skilur hann samt eftir nokk-
ur efni, sem engin ráðstöfun var
gjörð fyrir. Hér á hann enga ætt-
ingja. Viljum vér því draga athygli
ættingja hans, ef einhverjir eru hér í
landi eða á íslandi að þessu og biðja
þá að gefa sig fram eins fljótt eins
og kostur er á, annaðhvort við hr.
A. E. Johnson í Glenboro eða undir-
ritaðan, sem fúslega munu gefa þær
leiðbeiningar, sem föng eru á.
Jarðarförin fór fram þann 8. þ. m.
frá íslenzku kirkjunni í Glenboro, að
viðstöddum hóp vina og kunningja
Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Norð.
anlandsblöðin á íslandi eru beðin að
geta um þetta dauðsfall.
G. J. Oleson.
WILDFIRE COAL
(Drumheller)
“Trade Marked”
LOOK FOR THE RED DOTS AND DISPEL YOUR DOUBTS
LUMP .............................$11.35 per ton
EGG ............................... 10.25 ” ”
SEMET-SOLVAY COKE $14.50 per ton
MICIIEL COKE ...................... 13.50 ” ”
DOMINION COAL
(Sask. Lignite)
COBBLE $6.65 per ton
STOVE ....................... 6.25 ” ”
BIGHORN COAL
(Saunder’s Creek)
LUMP............................$13.25 per ton
FOOTHILLS COAL
(Coal Spur)
LUMP ........................ $12.75 per ton
STOVE ....................... 12.25 ” ”
Fuel License No. 62
PHONE 94 309
McCurdy Supply Co. Ltd,
49 NOTRE DAME AVE. E.
þarfa heimilisins. Skemtiskráin
fer fram í kirkjunni, en á eftir
verða kaffi-veitingar fyrir alla
sem koma, í samkomusalnum.
Það er kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar sem stendur fyrir sam-
komunni og það vonar að hvert
sæti í kirkjunni verði skipað, og
er við því búið að taka móti
fjölda fólks.
HAROLD EGGERTSON
Inaurance Counselor
NEW YORK LIFE INSURAJSTCE
COMPANY
Room 218 Curry Bldg.
233 Portage Ave., Winnipeg
Office Phone 93 101
Res. Phone 86 828
Sjónleikurinn “The Greater
Victory” eftir E. J. Thorlakson,
skólastjóra í Calgary, verður
sýndur á Grand Theatre þar í
borginni á föstudags- og laugar-
dagskveld, þ. 6. og 7. marz næst-
komandi. Mrs. Thorlakson, kona
höfundarins, hefir haft umsjón
með leikæfingum. Að því er frézt
hefir mun hér vera um all íhyglis-
verðan sjónleik að ræða.
Mr. Chris. Thorvaldsson frá
Bredenbury, Sask., kom til borg-
arinnar á fimtudaginn í vikunni
sem leið. Hafði hann verið þar
i verzlunarerindum. Hann hélt
heimleiðis samdægurs.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða stðr-
um. Hvergi sanngjarnara verð.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Slmi: 35 909
J. Walter Johannson
Umboðsmaður
NEW YORK LIFE INSURANCE
COMPANY
219 Curry Bldg.
Winnipeg
COMMODORE
S2975
LADY MAXIM
$2475
tNATOB
For «tyle, depend-
•bility and VALUE
—-a Bulova watch
b beyond compare*
Mánaffarlegar afborganir ef óskað—án vaxta.
Thorlakson & Baldwin
699 SARGENT AVENUE
WINNIPEG
Meðal gesta þeirra, ef sótt hafa
Þjóðræknisþingið, eru þeir séra
B. Theodore Sigurðsson og Th.
Thorsteinsson bæjarfulltrúi frá
Selkirk og frú hans.
Mr. Pétur Thorsteinsson frá
Wynyard, var staddur i borginni
á mánudaginn.
LEGSTEINAR
Eg sel minnisvarða og legsteina af
allri gerð, með mjög rýmilegu verði
og sendi burðargjaldslaust til hvaða
staðar sem er í Manitoba, Saskat-
chewan, Alberta og British Colum-
bia. Skrifið mér á ensku eða ís-
lenzku eftir fullkomnum upplýsing-
um, uppdráttum og verði. Alt verk
ábyrgst.
Magnús Eliason
1322 W. PENDER ST.
Vancouver, B. C.
Eins og auglýst er á öðrum
stað í blaðinu, verður hin árlega
Betel samkoma haldin í P’yrstu
lútersku kirkju á mánudags-
kveldið í næstu viku, 2. marz.
Skemtiskráin ber það með sér, að
mjög vel er til hennar vandað;
hefir jafnan svo verið áður, enda
hafa þessar árlegu samkomur náð
mjög miklum vinsældum og verið
ágætlega sóttar. Aðgangur verð-
ur ekki seldur, en samskota leit-
að, og gefst fólki hér ágætt tæki-
færi til að láta góðvild sína til
þessa þarfa og afar vinsæla elli-
heimilis, Betel, koma fram í
verki gagnvart islenzkustu stofn-
uninni sem til er i Ameríku.
Alt sem inn kemur gengur til
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
Úr, klukkur, gimstelnar og aSrir
skrautmunir.
Giftingaleyfisbréf
447 PORTAGE AVE.
Simi 26 224
Minniál BETEL
í
erfðaskrám yðar !
STUDY BUSINESS
At Western Canada’s Largest and Most
Modern Commercial School
For a thorough training, enroll DAY SCHOOL
For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL
The Dominion Business College offers individual
instruction in—,
SEóRETAR Y SHIP
STENOGRAPHY
CLERICAL EFFICIENCY
MERCHANDISING
ACCOUNTANCY
BOOKKEEPING
COMPTOMETRY
—and many other profitable lines of work.
EMPLOYMENT DEPARTMENT
places graduates regularly.
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
On The Mall and at Elmwood, St. James,
and St. John’s