Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.02.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG. FIMTUDAGINN 27. FEBRtJAR, 1936 Högberg GefiO út hvern fimtudag af TUE COLUMBIA PRE8S LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö J3.00 um árið—Borgist fi/rirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Spor í rétta átt Fregnir þær, er borist hafa frá Ottawa þessa síðustu daga viðvíkjandi afstöðu nú- verandi stjórnar til þjóðbrautanna, Canadian National Railwavs hafa vakið almennan fögn- uð um land alt. Stjórnin hefir með öðrum orð- um ákveðið að breyta þannig til, að í stað meðráðamanna, eius og nú á sér stað, komi framkvæmdarstjórar, er ábyrgir séu gagnvart stjórn og þingi, en starfi að öðru leyti sam- kvaant viðteknum venjum tilsvarandi einka- fvrirtækja. Tekið skal það fram, að þessar fvrirhuguðu breytingar, varpa ekki á nokkurn minsta hátt skugga á starfsemi Fullerton’s dómara, sem formanns meðráðanefndarinn- ar; hann hefir hvívetna reynst hinn nýtasti maður, þó hann á hinn bóginn hafi ekki notið sín til fulls, sakir fávíslegra hindrana, sem afturhaldsliðið á síðasta þingi setti í veg hans.— Afturhaldsflokkurinn, undir foustu Mr. Bennetts, fór þannig að ráði sínu í fyrra, í sambandi við þjóðeignabrautirnar, að ætla mátti helzt sem um gjaldþrota fyrirtæki væri að ræða, eða að minsta kosti stofnun, sem væri þá og þegar að lenda á vonarvöl; hann skipar meðráðamenn alveg eins og gengur og gerist þegar um er að ræða ófullveðja ein- staklinga. Allur þessi tvískinnungur leiðir svo til þess, að fólkið veður í villu og svíma, og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. 1 síðustu kosningahríð fer það svo að skýrast hvert stefni með tilliti til Þjóðeigna- brautanna; mikill meiri hluti kjósenda blátt áfram krefst þess og sýnir það í verki, eða með atkvæði sínu, að svikráðum við þetta mikilvæga samgöngukerfi verði ekki tekið með þegjandi þögninni. Fólkið snéri sér til Mr. Kings, sem þess mannsins, er af reynslu undangenginna ára mætti öruggast treysta í þessu máli sem öðrum. Og Mr. King brást. heldur ekki því trausti, með því að eitt af fvrstu þingmálunum, sem hann tekur til með- ferðar á yfirstandandi þingi, lýtur að því að tryggja velfarnan Þjóðeignabrautanna og endurvekja með þjóðinni traustið á gikli þeirra og nauðsvn. 1 ræðu, sem Mr. S. W. Fairweather, forstjóri hagstofunnar (Bureau of Beono- mics) flutti þann 17. þ. m. í borginni Moncton, bendir hann ljóslega á það, hver hætta þjóð- eignabrautunum stafi frá hvíslingaleik hinum viðurstyggilega, er viss öfl, bæði heima og er- lendis, jafnt og þétt geri sig sek um; árásimar séu sjaldnast háværar, heldur sé hinum og l>essum hviksögum laumað út, er ti), þess miði að veikja traust þjóðarinnar á nytsemi fyrir- tækisins. Mr. Fairweather lýsti yfir því, að þegar alt kæmi til alls, þá reiddi Þjóðeigna- brautunum alla jafna engu ver af, en við- gengist alment um járnbrautafyrirtæki í álfu þessari; enda benti margt til þess, að er fram liðu stundir, myndi þetta “óskabam þjóðar- innar,” eigi aðeins reynast henni hollur afl- gjafi, heldur og líka meira en bera sig fjár- hagslega; samsteypa við önnur járnbrautafé- lög gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum komið til mála. Á því riði vitanlega mest að þjóðn í þessu efni, sem og reyndar á öðrum sviðum, reyndist sjálfri sér trú. Gengið er út frá því, að núverandi for- seti, Mr. S. J. Hungerford, gegni embætti sínu áfram, þó skipuð verði ný framkvæmdar- stjóm. Þess er og vænst, að í nefnd þeirri eigi sæti, fyrir stjórnarinnar hönd, vararáðgjafi járnbrautarmálanna, Stjórnin er ábyrgðarfull gagnvart þing- inu um starfrækslu og hag þjóðeignabraut- anna. Þess vegna verður það eigi aðeins æskilegt, heldur og beinlínis sjálfsagt, að hún hafi einhvern íhlutunarrétt um þær stefnur, sem farið skal eftir í starfrækslunni. Meðferð afturhaldsflokksins á Sir Henry Thomton, og afstaða hans til Þjóðeignabraut- anna á síðasta þingi, hefir opnað svo augu þjóðarinnar, að hún felur þeim mönnum ein- um völdin, er kunnir eru að hollustu við þetta mál málanna hinnar canadisku þjóðar. Ársþing Þjóðraeknisfélagsins Síðastliðinn mánudag, um tíuleytið fyrir hádegi, var hið seytjánda ársþing þjóðræknis- félags Áaiendinga í VesturHimi sett; fór sú athöfn fram í Goodtemplarahúsinu; aðsókn við þingsetningu í allra lakasta lagi. Athöfn- in hófst, venju samkvæmt, með sálmasöng og bænargerð; við hljóðfærið var frú Guðrún Helgason, en bænina flutti séra Jakob Jóns- son frá Wynyard. Forseti Þjóðræknisfélagsins, hr. J. J. Bíldfell setti þing; flutti hann afarlanga greinargerð um Japan og Italíu, eða réttara sagt þéttbýlið þar; dáði mjög þjóðrækni hinn- ar fyrnefndu ])jóðar, og varð mál hans naum- ast á annan veg skilið en þann, að þangað bæri oss að sækja þjóðræknis fyrirmvndir vorar; var ræðan, eða fyrirlesturinn, óvið- komandi að langmestu leyti þjóðræknissam- tökum íslendinga vestan hafs, ])ó vel hefði getað farið við eitthvert annað tækifæri, eða á þeim vettvangi, er heimsmálin sérstaklega skyldi rædd. Lagðar voru því næst fram aðrar skýrsl- ur embættismanna, og hinum ýmsu málum vísað til nefnda. Með því að fundargemingur félagsins mun birtur verða í blöðunum í heild, yrði það óþörf tvítekning, að rekja sögu þingsins hér á þessu stigi máls. MacKenzie King MAÐUHINN OG AFREKSVERK IIANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Þegar King dvaldi á Italíu fékk hann skeyti frá póstmálastjóranum í Ottawa; var honum skýrt frá því að stjórnin hefði í hyggju að stofna verkamáladeild og boðið að takast á hendur ritstjórn blaðsins “Labor Gazette.” Honum hafði boðist staða sem kennari í fjármálafræði við Harvard háskólann og neit- aði hann því tilboði Canada-stjómarinnar. Síðar sá hann sig þó um hönd. Honum hafði alt af leikið hugur á þess konar störfum, sem verkamáladeildinni hlutu að verða sam- fara. Hann skrifaði því stjórninni,. og tók boði hennar. Niðurstaða hans á þessum vegamótum varð til þess að hrynda honum út á svið stjórnmálanna, og leiddi síðar til þess að hann varð leiðtogi frjálslynda flokksins og forsæt- isráðherra í Canada. Árið 1900 — fimm árum eftir að hann I útskrifaðist frá háskólanum í Toronto — tók hann við sinni nýju stöðu og varð þá aðstoð- ar verkamálaráðherra og ritstjóri “Labour Gazette.” Var hann þá 25 ára að aldri. Átti King afar annríkt í þessari stöðu; hann varð að undirbúa stofnun deildarinnar, og þegar hún var byrjuð, varð hann að semja lög og reglur, sem leggjast. þurftu fyrir þing- ið. Hann varð að miðla málum og semja frið þegar verkamönnum og vinnuveitendum kom ekki saman. Höfðu víða komið upp verkamáladeilur um það leyti og hepnaðist honum undur vel að koma á sættum. Árið 1905 var King skipaður sérstaklega til þess að rannsaka sviksamlega félagsstofn- un á Englandi, sem gerði sér það að gróða- brellu að senda menn til Canada í því skyni að evðileggja verkföll (strike breakers). Næsta ár var hann sendur til Englands í því skvni að tala við stjórnina sjálfa um þetta mál og fá hana til þess að leggja frumvarp fyrir þingið, er hegning legði við slíku athæfi. Þessu kom hann til leiðar og var það stór sigur fvrir verkamenn. Samskonar löggjöf var borin upp og samþykt í Canada. King j var því næst falið að hefja svipaða rannsókn viðvíkjandi svikafélagi á ttalíu, sem sams- konar brögð hafði í frammi. Árið 1907 var hann nefndur umboðsmað- ur krúnunnar til þess að rannsaka orsakirnar að upphlaupi í British Columbia gegn Austur- landafólki. Að þeirri rannsókn lokinni var honum falið að virða það tjón, er japanskir og kínverskir menn höfðu beðið í þessu upp- hlaupi, og ákveða skaðabætur fyrir það. Enn var hann í konunglegri rannsóknarnefnd til þess að leiða í ljós aðferðir, sem til þess höfðu verið hafðar að ginna Indverja, Kínverja og Japana til þess að flytja til Canada. Árið 1907 sendi hann canadisku stjórn- inni greinilega skýrslu þar sem hann sýndi fram á hve nauðsynlegt það væri að hindra ópíum flutning frá Kína til Canada. Var honum þá falið að semja frumvarp til laga um það mál. Þetta leiddi til þess að næsta ár skipaði brezka stjórnin hann í alþjóðanefnd til þess að íhuga, rannsaka og leggja fram til- lögur um ópíum-málið. Kom sú nefnd saman í Shanghai. Þegar hann fór í þessa ferð fól canadiska stjórnin honum það sem aukastarf að íhuga innflutning frá Indlandi til Canada og gera tillögur um það mál. % Á þessu sézt það í fyrsta lagi hversu ó- venjulega mikils trausts hann naut bæði heima fyrir og meðal annara þjóða, og eins hitt hversu margbreytta og víðtæka þekkingu hann hefir hlotið á heimsmálunum yfirleitt. Þann stutta tíma, sem King var aðstoðar verkamálaráðherra var hann sáttasemjair í Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjuí nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR ITLTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG ->r><-->r><-->n<--->n<---tru--->oc~~^>QcrrrDO<____>o<___>Q<——-------------------------->Q<--->OC fjörutíu deilumálum milli verka- manna og vinnuveitenda. Kom hann fram með tillögur í sambandi við þrjú þessara deilumála sem í þá daga þóttu mjög róttækar og verkamönn- um í vil.— (Framh.). Fjallvegafélagið Ágrip af sögu þcss Bjarni Thorarensen skáld hafði mikinn áhuga fyrir vegbaótum og hann komst á laggirnar merki- legum félagsskap hér á landi, sem hét Fjallvegafélagið. Hefir litið verið um það ritað, nema á víð og dreif. Nú eru hundrað ár siðan félag þetta leið undir lok, og hefi eg tínt saman hið helzta, sem eg hefi getað um það fundið. Heimildir þær, sem eg hefí stuðst við, er að finna í formála að hinni nýju útgáfu Fræðafélags- ins af Ljóðmælum Bjarna, Skírni, Sunnanpóstinum, Árbókum Esp- hólíns og Landfræðissögu Þorv. Thoroddsens.—Árni óla. Þegar Bjarni var sýslumaður í Ásnessýslu fékk hann sýslubúa til þess að vinna að vegabótum m. a. leggja nýjan veg yfir ól- afsskarð á Hellisheiði. Einu sinni er yfirréttardómarar voru í sam- kvæmi hjá stiptamptmanni, bár- ust vegabætur i tal, og eggjaði Bjarni til að láta Borgfirðinga og Árnesingja ryðja Kaldadalsveg, en Magnús Stephensen taldi á þvi öll tormerki. Tók Bjarni það þá til bragðs, mest af þrjósku, að kosta sjálfur ruðning á versta kaflanum, Skúlaskeiði. Kostnað- urinn varð ekki nema 26 rd., eij þetta þótti merkileg nýbreytni og Bjarni hafði af þessu þann hagn- að, að tveir sýslumenn fyrir norð- an, Esphólín og Blöndal, þökk- uðu honum opinberlega þessa vegarbót, fyrir hönd sýslubúa sinna, einmitt i Klausturpóstin- um, sem Magnús Stephensen stýrði. Fjallvegafélagið stofnað Hinn 28. janúar 1831, á afmæl- isdegi konungs gáfu þeir Bjarni Thorarensen og Þorgrímur Tóm- asson á Bessastöðum út boðsbréf um stofnun félags til þess að end- urbæta fjallvegi hér á landi. Tóku allir málsmetandi menn hér um slóðir vel i það og var svo stofn- fundur Fjallvegafélagsins hald- inn 22. marZ þá um veturinn og þar gerðar samþyktir fyrir fél- agið. f þeim segir svo um tilgang þess: Tilgangur félagsins Hann er fvrst og fremst að ryðja þá fjallvegi, sem liggja landsfjórðunga milli, taka þá þeirra fyrst fyrir, sem mest er umferð um og einna helzt fjölga vörðum á vetrarvegum, og byggja á þeim sæluhús hvar þurfa þykir, og auðkenna vörður, svo að af þeim megi þekkja áttir. Félagið byrjar fyrst á að láta ryðja veginn yfir Sand svokallað- an til Norðurlands, og á endur- hót á vörðum og bygging á sælu- húsum, ef þess gerist þörf, á Holtavörðuheiði. Síðan skal það láta endurbæta svokallaðan Ey- firðingaveg og setja vörður á hann — sem og einnig gera það frekara við aðra þjóðvegu mill- um Norður- og Suðurlands, sem þess stýrandi nefnd þykir þörf að vera — og loksins sjá til að vörður og sæluhús verði bygð á þeim vegi milli Múla- og Þing- eyjarsýslna, hvar póstur skal um fara á vetrardag. Alkunnugt er að landið fyrir norðan Skaftafellssýslu jökla millum Rangárvalla- og Múla- sýslna er að mestu ókunnugt, en mikils um varðandi ef þar yfir fyndust vegir frá Suðurlandi til nefndra sýslna. Félagið vill því, að fyrnefndum vegaruðningum, ef þess efni leyfa, láta leita uppi vegi yfir nefndan hluta lands vors. Eins og Bókmentafélagið vill árlega kostu nokkru til landkorta yfir bygðir hér á landi, ætlar þetta félag, þegar áður nefndar vegabætur eru skénar, kosta upp á að nefndir höfuðfjallvegir verði rétt settir á fslands kort, ef fél- agsins efni þá leyfa það. Þegar þessu er aflokið, og al- þjóðarvegirnir millum 1 a n d s- fjórðunga endurbættir, mun fél- agið hyggja að styttri fjallvegum sýslna á milli, sem og éinnig vegum í býgð. . . . Og þar eð félagsins hérbúandi limir ei geta haft þekkingu á þeim miður kunnu fjalla,- og hygðarvegum í landsins öðrum ömtum, svo jafnvel óskum vér að aukafélög verði stofnuð í þessum ömtum—. Landkönnunin Eins og sjá má á þessu, sem sagt er um tilgang félagsins, ætl- aði það sér að færast all mikið í fang, eigi aðeins vegabætur, vega- varðanir og sæluhúsbyggingar, heldur einnig landkönnun. En á þeim árum var það mjög erfitt fyrirtæki, því að menn voru afar tregir að fara upp um öræfi. Var það þá almenn trú, að fjöldi úti- legumanna héldi til á öræfunum og enginn bygðamaður kæmist lífs af, ef hann lenti í höndum þeirra. Kvað svo ramt að þess- um útilegumannaótta, að útlend- ingar áttu ilt með að fá fylgdar- menn yfir Kaldadal. Og þá má nærri geta hvort menn hafi ver- ið fúsir að koma í námunda við ódáðahraun, því að þar átti að v e r a stórbygð útilegumanna. Þessi hjátrú styrktist af því, hve illar voru heimtur mörg haustin. Var það kent útilegumönnum. En orsökin til þeirra var sú, að hvorki norðlenskir né sunnlensk- ir gangnamenn þorðu að hætta sér upp á öræfin, og varð því margt fé þar úti á hverjum vetri. En stjórnendur Fjallvegafél- agsins trúðu ekki á þessar bábylj- ur og tóku öruggir til starfa og Virðingarteikn Kveðjur til íslenska mannfélagsins í Canada HlutdeilcL yðar í þróun kjörlands yðar, er vissulega glœsileg. Iðni, ráðvendni og framtak, hafa skipað yður í fylkingarbrodd þess fólks, er þjóð þessi sam- anstendur af. Á þessu seytjánda ársþingi Þjóðræknisfélagsins grípum vér tækifærið til þess að óska yður til ham- ingju með það virðidega álit, er þér njótið, um leið og vér þókkum viðskifti yðar á umliðnum árum. Megi þessi ánægjulegu sambönd vara sem lengst! <*T. EATON C?,.,™ WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.