Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1936 Augun Erindi flutt á Frónsfundi mánudagskvöldið þann 30. marz 1936 Effir Dr. Jón Stefánsson. Mér datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir suma að hlusta á fá- einar bendingar viðvíkjandi þeSsum dásamlegu sjóntækjum mannsins. Mér hefir oft blöskrað hvað fólk yfirleitt er trassafengið með augu og^ sjón, og þó er fátt dýrmætara sem vér eigum. Menn ganga stund- um viku eftir viku og rr.ánuð eftir mánuð, með bólgna hvarma og gröft i augum, án þess að sinna bví hið minsta. Allir eiga auðvitað ekki kost á að vitja læknis er þeir þurfa, en mörgum er innan handar að leiia sér hjálpar í tæka tíð. Sannast hér hið fornkveðna, að “enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir.’’ Sjónin er okkar dýrmætasta eign. Það mætti því ætla, að fólk færi vel með augun og forðaðist að misbjóða þeim á nokkurn hátt. En svo er þó ekki. Það er aðeins eitt annað líffæri, sem við misbjóðum meir, og það er maginn. I hann er öllu steypt, ætu og óætu, og því sem vér drekkum, hvort heldur það er ískalt eða brennandi heitt. Bjór og brenni- vini er stundum sullað þar saman, já, öllu, sem við kyngjum ; jafnvel sum. ir nota magann fyrir hrák^dall. Sízt að undra þótt þeir hinir sömu fái magapínu stundum og höfuðverk. Sömuleiðis er augunum á sina vísu oft hugsunarlaust misboðið, með löngum vökum og lestri við slæma birtu og á annan hátt, og verður frekar vikið að þvi síðar. Fátt prýðir meira mann eða konu en fögur augu. En svo kunna nú sumir að segja, að fögur augu séu náttúrugjöf, og þvi ráði enginn hvernig þau eru úr garði gerð. Það er nú að mestu satt, en þó ekki að öllu leyti. Það er hægt að spilla fegurð augnanna og það er líka hægt að auka á fegurð þeirra. Kvenfólk nú á dögum, sem er þrælbundið tízkunni spillir fegurð augna sinna með því að reita og raka af sér augnabrýrnar, og búa svo til i stað- inn bogamyndaða rák úr svörtum ó- þverra, sem rennur niður augnalok- in þefar þær svitna. Einnig nudda þær þessum óþverra í augnahárin. og er það engin heilsubót fyrir aug- un. Augnahárin eiga að vera hrein, því þau hafa sérstakt verk að vinna. Þau hlífa augunum fyrir ofbirtu og varna að smáagnir fari í augun. Einnig sija þau sýkla og ryk úr loftinu, sem annars færi » slímhúð augans og orsakaði óheilindi. Sálarlíf mannsins hefir feikilega mikil áhrif á útlit augnanna, og eftir því sem það er hreinna og fegurra og skarpara, vekja augun meiri að- dáun. Það er því ekki alveg út í bláinn að sagt er að augun séu gluggar sálarinnar. Ekki verður því þó neitað að margt er dulið og það oft af ásettu ráði í djúpi sálarlífsins. En margt af því kemur í ljós fyr eða síðar í einhverri mynd. Svo ná. tengd eru augun sálarlífi mannsins að þau greina oft fyrst og réttast frá hvað þar er að gerast. Þau lýsa sorg og gleði, heift og hatri, ást og blíðu, ánægju og áhyggjum, dug og dáðleysi, sekt og sakleysi, hugprýði og hugleysi, og svo framvegis. Kemur því sumum stundum illa að horft sé í augu þeirra og tilfinninga. líf þeirra rannsakað á þann hátt. En þessi hlið málsins er viðfangsmikið efni og skal því ekki rædd frekar hér. Augun voru oss gefin til að sjá og skynja hlutina í kringum oss, svo vér ættum hægara með að afla o:s líkamlegra nauðsynja og sjá og forðast hætturnar, sem steðja að oss. Einnig svo vér mættum þroskast hraðara, likamlega og andlega og fengjum að njóta fegurðar náttúr- unnar í allri sinni dýrð. Við þroskun mannsandans hafa augun reynst hin dýrmætasta náðargjöf. Vor breyti- lega nútíðarmenning leggur þungar kvaðir á augun, og er því ekki að undra þótt menn kvarti ’um þreytu og höfuðverk og önnur óþægindi, sem stafa af of mikilli áreynslu á augun og taugakerfið. En við not- um augun til fleira en að athuga náttúruna kringum oss og það sern hún hefir að geyma. Til dæmis er sagt að stúlkurnar biðli með augun- um, en piltarnir með tungunni, eða máske þeir noti bæði augun og tunguna til þess. Að gefa einhverjum ljótt eða hýrt auga er algengt mál. Það er hægt að sýna rnahni fyrirlitningu með augunum, án þess að mæla orð af munni. Og eins geta þau látið i ljós hreina vináttu og samúð. En þau geta líka verið fölsk, ef sálarlífið er sjúkt eða sorugt: 1 daglegri umgengni eru þau eins og tvíeggjað sverð, þau geta unnið mein, og þau geta unnið bót. Þess vegna er hverjum holt að temja sér hlýtt viðmót og vingjarnlegt augnaráð. Þegar börnin fæðast, er sjónin mjög dauf; augun staðnæmast ekki við neitt, og barnið opnar litið og sjaldan augun fyrstu dagana. En með aldrinum dafnar sjónin þar til barnið er 7 ára. Eftir þann a’dur skerpist sjónin ekkert eða mjög lítið. nema í stöku tilfellum. Vanalega er það ljós, sem barnsaugun fyrst stað- næmast við, og hafa margir gaman af þvi að láta hvítvoðunga horfa í liósið. Þetta er mesta fásinna og hættulegt fyrir sjón barnsins. Sem nærri má geta er sjónhimnan afar viðkvæm á því aldursskeiði og öll ofbirta hættuleg. Jafnvel fullorðnir hafa stórskemt sjón sína á því að horfa með berum augum í sólmyrkva og annars konar sterka birtu. Al- gengt er það hér i landi að sjá börn- um ekið í kerrum í glampandi sól- skini með alt hvítt í kringum þau— snjóhvíta húfu á höfði og drifhvíta ábreiðu yfjr kerrunni. Þetta þykit svo fallegt og hreinlegt, og það er það. En hvernig líður okkur þegar alt er snjóhvitt í kringum okkur? Okkur líður bara frámunalega illa. Og börnin, ef þau gætu talað, mundu segja það sama. Þau geta helzt ekki opnað augun fyrir ofbirtu og þau skæla og gretta sig af þvi birtan er svo ónotaleg. Það ætti aldrei að hafa hvíta ábreiðu yfir barnakerru, heldur dökkleita og ekki með neinum gljáanda, svo birtan verði sem þægilegust fyrir hin við- kvæmu augu barnsins. Eitt af þvi sem við þurfuin að haía alla varúð við, er að leyfa ekki börnum að lesa of mikið á unga aldri, því þá eru augun mjög við- kvæm og þola ekki mikla áreynslu. Sérstaklega þarf að hafa gætur á að þau haldi ekki því sem þau eru að lesa of nærri augunum, því það fer afar illa með augun, þreytir þau um of og getur leitt til alvarlegrar tauga, veiklunar. Augun eru svo nátengd taugakerfinu, að það er alltitt að taugasjákdómar stafi frá augunum. Eitt af mörgu, sem fer illa með augu barna nú á dögum er gamanblöðin með skrípamyndunum, sem á ensku máli nefnast “funny papers.’’ Þau fara ver með augu barnanna en nokkuð annað, er þau lesa eða skoða. Það er algengt að börnin taka þessi blöð strax og þau ná í þau, fletta þeim í sundur og breiða þau á gólfið, leggjast svo á magann og fara að lesa og skoða myndirnar. Fljótt viljahöf- uðin síga niður að myndunum og áður en þau vita af, eru þau með augun aðeins fáa þumlunga frá blaðinu. Þetta fer afar illa með augun. f fyrsta lagi er það óholt fyrir augun að lesa álútur, og þarf oft og iðulega að áminna unglinga uni að gera það ekki. í öðru lagi getur það stórskemt augun, ef blað- inu eða bókinni er jafnan haldið of nærri augunum. Þegar það er gert, verður svo mikill þrýstingur á aug- un af hálfu ytriaugnavöðvanna, að augun togna og orsakar það oft höf- uðverk og nærsýni, svo bornin þurfa að brúka gleraugu. Nær sýni er oft meðfædd og ætt- geng, sérstaklega á meðal Gyðinga. Ernnig er mjög mikið af nærsýni í þýzku þjóðinni. Oft tökum' við eftir því að biirn eru rangeygð. Stundum eru þau fædd þannig, en mjög oft ber fyrst á þessu eftir einhver þjakandi veik- indi, svo sem barnaveiki, mislinga og skarlatssótt, o. s. frv. Einnig kemur þetta oft fyrst í ljós þegar börn byrja að skoða og leika sér að smáhlutum og myndablöðum og bókum. En aðal orsökin og lang tíðust er sú, að barnið sér miklu betur með öðru auganu og óafvit- andi notar það auga eingöngu. .A f þessu leiðir það, að sjónin dafnar ekki á lélega auganu. Sjónin dafr. ar og skerpist aðeins við notkun augans. Og þar sem sjónin dafnar bezt frái árs til 7 ára, þá er það mjög áríðandi, að börn, sem eru rangeygð, séu skoðuð af augnlækni sem allra íyrst. í mörgum tilfellum er hægt að rétta augun með gler- augum. Stundum þarf að byrgja betra augað um tima og neyða barn. ið til að brúka lélega augað þar ti! sjónin batnar að mun, því ef mjóg mikill mismunur er á sjóninni, geta ekki bæði augun urtnið saman, eða réttara sagt, sjónstöðin i heilanum getur ekki sameinað í eina mynd, þær myndir, sem koma frá hverju auga fyrir sig, velur því aðeins skýru myndirnar en hafnar þeim daufu. Stranglega talað, sjáum vér með heilanum en ekki með augun- um. Aukun eru aðeins viðmóts- tæki, sem taka á móti ljósöldunum sem streyma inn í augað eða augun frá þeim hlutum, sem við horfum á. Ljósöldunum er svo safnað saman inni i auganu, á vissan punkt á sjón- himnunni, og áhrifin eða myndin, sem þá verður til berst svo þaðan með sjóntauginni inn á sjónstöðina í heilanum, þar sem hún breytist í tneðvitund um þá hluti eða landslag eða hvað svo sem það er, sem við horfum á. En hvernig þessi breyt- ing í meðvitund gerist, vitum vér ekki og enginn. Af þessu má ráða hve áríðandi » það er að homhúð augans sé hrein, svo ljósöldurnar komist hindrunar- laust inn í augað. Ef hornhúðin skaddast eða sár dettur á hana, verð- ur ör eftir, sem skemmir sjónina. Kemur það oft fyrir ef greftrar- rensli er úr augunum um lengri eða skemtri tíma. Er það þvi mjög á- riðandi að alt þess háttar sé ekki trassað. En sjónin getur verið dauf þótt hornhúðin sé óskemd og gagn- sæ. Getur það stafað af breytingu inni í augunum, en lang oftast er orsökin of mikið nærsýni eða of mikið fjærsýni, eða hvorttveggja. Einnig getur orsökin verið það sem á vísindamáli heitir “astigmatism” og er fólgið i því að hornhúðin eða ljósbrjótur augans eru misbunguð. Ljósbrjótur augans getur þá ekki hjálparlaust safnað saman ljósöld- unum, sem koma inn í augað, og verður því sjónin óskýr og alt sézt í skökkum hlutföllum. Á þessu er hægt að ráða bót tueð sérstökum gleraugum. Er mjög áríðandi að börn, sem hafa svona augu fái við- eigandi gleraugu snemma, þvi hér eru góð gleraugu bæði sjónbætir og heilsubætir. Ef ekki er hægt að Seytjánda ársþing þjóðrœknisfélagsins Forseti gat þess að gleymst hefði að setja nefnd í Minnisvarðamálið; mæltist hann til að eitthvað væri gert með málið, svo hægt væri að ræða það á þingi. Séra Jakob Jónsson lagði til og S. Vilhjálms- son studdi, að þriggja manna nefnd sé skipuð. Samþykt. Setti forseti í nefnd- ina séra Jakob Jónsson, séra Guðm. Árna- son og Mrs. Guðbjörgu Sigurðsson. Alit frá þingmálanefnd: Tillaga um breytingu á reglugjörð um hockey samkepni: Resolution Whereas, we the Trustees of the Ice- landic Millenniel Trophy feel that some of the existing rules governing the Trophy play-offs do not reach the objective desired by the Icelandic National League, in fostering hockey among Icelandic youth. Be it resolved that sub-section (A) of clause 6 be repeated and made to read as follows: Each competing team must have not less than six Icelandic playing mem- bers; an further, that clause (7) be altered and made to read as follows: All players to be eligible to be up to and including Canadian Juvenile standing; age limit be- ing up to 18 years. The above changes are endorsed by the executive of the Icelandic National League. A. Blondal Th. S. Thorsteinsson. Guðm. Árnason lagði til og Á. P. Jó- hannsson studdi að tillagan sé samþykt, og var það gert í einu hljóði. Atvinnumál. P>ing Þjóðræknisfélagsins samþykkir: (1) að fela stjórnarnefndinni að leita samninga við ráðsmenn hinna íslenzku blaða um að hafa ákveðinn dálk í hverju tölublaði fyrir nöfn íslendinga, sem skort- ir atvinnu, og sé þess jafnan getið, hvaða starf hver maður vill helzt leggja stund á. (2) Að greiða af sjóði félagsins þann kostnað, sem af auglýsingadálkinum leiðir, svo framarlega sem henni finst gjaldið hæfilegt. Tillaga um atvinnumál. Tillögumaður séra Jakob Jónsson. Var tillagan borin upp til atkvæða og samþykt i einu hljóði. Alit útgáfumálanefndar. Nefndin leggur til að eftirfarandi til- lögur séu samþyktar:— (1) Útgáfa Tímarits Þjóðræknisfélags- ins verði haldið áfram með sama sniði og að undanförnu, og að stjórnarnefndinni sé falið að sjá um útgúfuna. Heppilegt telur nefndin þó, að ritgerðir í Tímaritinu séu eigi yfir eina örk (16 bls.) að lengd, með það fyrir augum, að ritið verði sem fjöl- breyttast að efni. (2) Til aukinnar útbreiðslu Timaritsins, sé reynt, í samráði við umboðsmann fé- lagsins í Reykjavík, að senda gagnfræða- skólum og alþýðuskólum á íslandi og í Færeyjum, og almennum bókasöfnum á íslandi, sýniseintak af ritinu með fyrir- spurn um, hvort skólar þessir eða söfn vilji gerast fastir áskrifendur þess. Enn- fremur sé áherzla lögð á, að útbreiða ritið hér vestan hafs, svo sem með því að hafa útsölumenn í hinum ýmsu bygðum íslend- inga, er annist um sölu ritsins gegn venju- legum sölulaunum. (3) Þar sem barnablaðið “Baldursbrá” er starfsemi félagsins hinn mesti styrkur, sé stjórnarnefndinni falið, að ráðstafa út- gáfu þess eins og hún telur hagkvæmast. (4) Þingið vottar ritstjórum nefndra rita og öðrum þeim, sem unnið hafa að út- gáfu þeirra, þakkir fyrir ágætlega unnið starf. Richard Beck Elín Hall Jakob Jónson. Séra Guðm. Árnason lagði til og Á. P. Jóhannsson studdi, að álitið sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþykt. Fyrsta grein sarrrþykt óbreytt. Á. P. Jóhannsson lagði til og Jón Janus- son studdi, að annari grein sé vísað aftur til nefndarinnar. Samþykt. Á. P. Jóhannsson lagði til og Mrs. M. Byron studdi, *að þriðju grein sé vísað aftur til nefndarinnar. Samþykt. Var nú liðið að hádegi og var gerð til- laga af Dr. Richard Beck og séra Jakob Jónsson studdi, að fundi sé frestað til kl. 1.30. Samíþykt. Fundur var settur að nýju kl. 2 e. h. Fundarbók var lesin og samþykt með til- Iögu frá Mrs. I. Goodmanson og Mrs. M. Byron. Álit bókasafnsnefndar sem fylgir: Bókasafnsnefndin lítur svo á að deildin “Frón” eigi þakkir skilið fyrir hvað hún hefir komið bókasafni Þjóðræknisfélags- ins í nothæft ástand á undanförnum árum, og starfrækt aðgengilegt útlán þess fyrir íslendinga. Vill nefndin mæla með því að bókasöfn, er tilheyra þjóðræknisfélag- inu skiftist á bókaskrám, ef leitt gætí til hagkvæmra bókaskifta þeirra á milli á ár- inu. Hins vegar getur nefndin ekki mælt með, eins og nú stendur, fjárveitingu til nýrra bókakaupa, að öðru leyti en hvað inn kann að koma fyrir seld Tímarit á íslandi. Ennfremur telur nefndin nauðsynlegt að stjórnarnefndin gangi eftir árangri af málaleitan hr. Á. P. Jóhannssonar við stjórnarvöld íslands, með sendingu ísl. ’ bóka. Leyfir nefndin sér að gera þá til- lögu, að stjórnarnefnd félagsins hafi heim- ild til að verja því fé er inn kann að koma fyrir seld Tímarit á íslandi, til nýrra bóka kaupa. Þingnefnd 25. febr., 1936. Á. P. Jóhannsson B. Theo. Sigurðsson S. W. Melsted. Mrs. Guðbjörg Sigurðsson frá Keewatin mintist á starf lestrarfélagsins "Tilraun” í Keewatin, sem er eitt af elztu lestrar- félögum vestan hafs. Skýrði hún frá löngun meðlima lestrarfélagsins að hafa nánara samband við Þjóðræknisfélagið og starf þess og æskti upplýsinga um hvernig það .væri framkvæmanlegt. Flutti hún kveðju frá Keewatin íslendingum og þakk- aði þinginu fyrir að veita sér þingréttindi. Forseti þakkaði Mrs. Sigurösson fyrir að hafa komið á þingið og fyrir hlýleik Is- lendinga í Keewatin til Þjóðræknisfélags- ins. Sagði hann að þær upplýsingar er hún óskaði eftir, yrðu látnar henni í té við fyrsta tækifæri. Guðm. Jónsson lagði til og Andrés Skagfeld studdi, að álit bókasafnsnefndar- innar sé viðtekið eins og lesið. Samþykt. Var nú aftur tekið til umræðu útgáfu- nefndarálit er hafði verið vísað aftur til nefndarinnar, nema fyrsta grein. Séra Guðm. Árnason lagði til og Guðm. Jónsson studdi, að önnur grein sé við- tekin. Samþykt. Séra Guðm. Árnason lagði til og Dr. Richard Beck studdi, að þriðja grein sé viðtekin eins og lesin. Samþykt. Er umræður hófust um fjórðu greiu komu fram nýjar bendingar, er tilhevrðu þriðju grein og gerði því A. Skagfeld til- lögu studda af séra. Jakob Jónssyni að þriðja grein sé tekin til umræðu á ný. Tók þriðja grein sé tekin til umræðu á ný. Tóku nú til máls Á. P. Jóhannsson, A. J. Skag- feld, séra Jakob Jónsson og Dr. Richard Beck, um möguleika að fá menn til að gangast fyrir meiri útsölu á blaðinu í bygðum íslendinga. Var nú borin upp þriðja grein á ný, með þessum viðauka frá nefndinni: “Ennfrem- ur séu fengnir nýtir innheimtu- og útsölu- menn í bygðunum.” Séra Guðmundur Árnason lagði til og séra Jakob Jónsson studdi, að greinin sé viðtekin. Samþykt. A. J. Skagfeld lagði til og séra Guðm. Árnason studdi, að fjórða grein sé viðtekin eins og lesin. Samþykt. Á. P. Jóhannsson lagði til og séra Jakob Jónsson studdi, að álitið sé viðtekið með áorðnum breytingum. Samþykt. hingmálanefnd: Tillaga um að reisa íslenzku kvenfólki minnisýarða. Framsögu- og tillögumaður A. J. Skagfeld. Tilaga A. J. Skagfelds: Að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sé falið að hlutast til um, að minningu ís- lenzkra kvenna í Vesturheimi sé sýnd við- eigandi virðing fyrir starfsemi þeirra í þágu íslenzkrar menningar og félagslífs, með því að reisa þeim hæfan minnisvarða. A. J. Skagfeld. Séra Guðm. Árnason lagði til og séra Jakob Jónson studdi, að þessu máli sé vísað til væntanlegrar framkvæmdarnefndar. Samþykt. Alit frceSslumálanefndar: Nefndin leggur til að eftirfarandi til- lögur séu samþyktar: (1) Þjóðræknisfélagið haldi áfram að styðja að kenslu í íslenzkri tungu, enn- fremur í sögu íslands og bókmentum, og vinni áfram að því, að börn og unglingar iðki upplestur og söng á íslenzku. (2) Þingið felur sjtórninni að hvetja til þess að vestur-íslenzkum æskulýð sé veitt meiri fræðsla um landafræði Islands og sögu í aðaldráttum, m. a. með því að út- vega skuggamynda-filmu um ísland, með fylgjandi upplýsingum, og sé hún lánuð deildum félagsins og ungmennafélögum innan kirkjufélaganna beggja. (3) Stjórnarnefndin leiðbeini einstakl- ingum og deildum um val og útvegun hentugra íslenzkra kenslu- og söngbóka, og Ieiti í því efni, ef þörf gjörist, aðstoðar hjá fræðslumálastjóra Islands. (4) Þingið þakkar bæði kennurum og öðrum þeim, sem stutt hafa að íslenzku- kenslu í Winnipeg og annarsstaðar, svo og útgefendum barnablaðsins Baldursbrá fyr- ir vel unnið starf. (5) Efnt sé til þrenns konar verðlauna- smakeppni fyrir ungt fólk af íslenzku bergi brotið, innan 35 ára. Verðlaun, ákveðin af stjórnarnefnd, verði veitt: (a) Fyrir ritgerð á íslenzku um íslenzkt efni. (b) Fyrir ritgerð á ensku um íslenzkt efni. (c) Fyrir enska þýðingu á íslenzkum smásögum eða ljóðum. (6) Öll nánari ákvæði þessu viðvíkj- andi, svo sem um verðlaun, tíma, er sam- kepnin fari fram og hvar verðlaunarit- gerðirnar skuli birta, skulu vera í hönd- um stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Dags. í Wpg. 25. febr. 1936. G. Árnason J. Janusson Jakob Jónsson. B. E. Johnson lagði til og Mrs. M. Byron studdi, að álitið sé viðtekið eins og lesið, og þeim lið sem fjallar um fjármál sé vísað til fjármálanefndar. Samþykt. Álit frá fjármálanefnd: Fjármálanefnd þingsins hefir yfirfarið skýrslur og reikninga embættismanna Þjóðræknisfélagsins og leggur til að þær séu samþyktar eins og þær liggja fyrir, með athugasemd skjalavarðar. Á þingi 25. febr. 1936. Á. P. Jóhannsson S. W. Melsted. B. E. Johnson lagði til og séra Jakob Jónsson studdi, að álitið sé viðtekið eins og lesið. Samþykt. hingmálanefnd: Tillaga frá Gunnlaugi Jóh^nnssyni. Þar sem tillögumaður var eigi viðstaddur, var því máli frestað. Alit útbreiðslumálanefndar: Þar sem útbreiðslumálið er aðalmál fé- lagsins, og hvílir á því, að áhugi manna fyrir tilgangi félagsins sé vakandi jafnt í bæjum og í bygðum þar sem íslendingar búa, Ieggur nefndin til:— (1) Stjórnarnefnd félagsins sjái um, að deildir þess séu heimsóttar að minsta kosti einu sinni á ári, og séu þá rædd starfsmál félagsins og velferðarmál deildanna. (2) Aukin áherzla sé lögð á stofnun nýrra deilda og sambands við önnur félög, svo sem lestrarfélög, kvenfélög og ung- mennafélög, er samleið eiga meö Þjóð- ræknisfélaginu að meiru eða minna leyti. (3) Þar sem reynslan sýnir að fjöldi yngri kynslóðarinnar íslenzku er fæðst hefir og alist upp í þessu landi, hefir eigi tilætluð not af þeim þjóðræknislegum fé- lagsskap þar sem starfið fer fram einungis á íslenzku, þá beiti stjórnarnefndin sér fyrir stofnun deilda þar sem leyft er að starf í þjóðræknislega átt megi fara fram á ensku. Á þjóðræknisþingi í Winnipeg 25. febr. 1936, , Richard Beck Guðbjörg Sigurdson Rögnv. Pétursson. Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Dr. Richard Beck studdi, að álitið sé tekið lið fyrir lið. Samþykt. B. E. Johnson lagði til og Fred Swanson studdi, að fyrsti liður sé viðtekinn eins og lesinn. Samþykt. B. E. Johnson lagði til og Elín Hall studdi, að annar liður sé viðtekinn eins og lesinn. Samþykt. Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Dr. Richard Beck studdi, að þriðji liður sé viðtekinn. Samþykt. B. E. Johnson lagði til og Mrs. M. Byron studdi, að álitið sé viðtekið í heild. Sam- þykt. Voru eigi fleiri nefndarálit tilbúin og farið að líða að kvöldi, var því tillaga gerð af Mrs. I. Goodmanson studd af Mrs. M. Byron, að fundi sé frestað til kl. 9.30 að morgni. Samþykt. Um kvöldið fór fram hið árlega Islend- ingamót deildarinnar “Frón.” Skemtiskrá var þessi: 1. Ávarp forseta — Soffonias Thorkelson 2. O Canada — Allir 3. Piano spil — Ragnar H. Ragnar 4. Kvæði — Lúðvík Kristjárrsson 5. Einsöngur — Pétur Magnús 6. Fiðluspil — Pálmi Pálmason 7. Ræða — Séra Jakob Jónsson Veitingar og dans til kl. 2. Heiðurgestur deildarinnar þetta kvöld var próf. Watson Kirkconnell. Var hann kyntur áheyrendum af Dr. Sig. Júl. Jó- hannessyni. Flutti prófesorinn þá stutta en áhrifamikla ræðu um íslendinga og hvatti þá að halda við sínu máli og þjóð- areinkennum. Var samkoma þessi vel sótt og skemtu allir sér vel. Fundur var settur að nýju kl. 10 að morgni. Var síðasta fundargjörð lesin og samþykt með tillögu frá Á. P. Jóharínsson og A. J. Skagfeld. hingmálanefnd: Að Þjóðræknisfélagi Islendinga sé falið á hendur og uppálagt að kaupa og starf- rækja nægilega stóran skógarlund á ár- bakka áfast við Winnipegborg, sem not- hæfur yrði til íslendingadags hátíðahalds og ýmissa annara þjóðlegra samfunda. Gunnl. Jóhannsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.