Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.04.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMT CJDAGINN 9. APBIL, 1936 Mannorösdómur Eftir Johanne Vogt. Þar íór læknirinn úr yfirhöfnunum og svo fór Gunnhildur með þá lengra inn. “Eg hélt að veiki maðurinn væri þarna í stóra rúminu með tjöldunum,” hvíslaði Ella. “Nei, þetta er aðeins bending um vel- megun hér í bygðinni,” sagði Petra. ‘ ‘ Eru börn á heimilinu? ’ ’ “ Já elzti sonurinn er giftur og býr hér í hliðarbyggingunni; hin eru farin. Ef Gunn- ar deyr, þá verður Gunnhildur matþiggj- andi.” “Ö, matþága er eitt af því svívirðileg- asta sem eg þekki. Ef eg gæti skrifað bækur, skyldi eg taka matþáguna sem efni. Hún er þjóðarskömm og mörg leyndarmál bundin við hana. ” “Getur vel verið. Eg hefi aldrei um það hugsað, en þú, borgarstúlkan, hefir gert þér hugmynd um það fyrirkomulag!” “Heldurðu að við göngum blindar og heyrnarlausar um heiminn, þó við séum fædd- ar í borg! En þarna kemur bróðir þinn; hann er hugsandi og daufur.” Læknarnir gengu báðir að ofninum til að tala saman, og svo kom Gunnhildur. ‘ ‘ Eg hefi storkna kraftsúpu og kjötsnúða ásamt tveim rauðvínsflöskum handa þér, Gunnhildur, í körfunni þarna,” sagði Petra. “Það er fallega gert, Petra. En Guð veit hvort það er líf eða dauði í vændum. Mér virðast læknarnir áhyggjusamir. Þú hefir ekkert heyrt!” “Nei, en við megum aldrei sleppa von- inni!” “Guð fær að ráða.” Nú komu læknarnir. Þeir vildu ekkert ákveðið segja. “Það er undir kröftum hans komið,” sögðu þeir. “Hann skal ekki vanta hjúkrun.” “Við vitum það. Eú kona sonar ykkar verður að vaka til skifta við þig.” “Hún er svo ung og hefir lítið barn á brjósti, og svo vill Gunnar helzt þá hjúkrun sem hann er vanur við. ’ ’ “ Já, Gunnhildur, þér eruð seigar,” sagði Lovum. Læknarnir voru nú komnir í kápurnar sínar, og svo fóru þau öll út ásamt Gunnhildi með ljósberann. “Viljið þér ekki verða okkur samferða, læknir,” sagði Petra. “Þökk fyrir ungfrú, nei. Eg verð að vitja annars sjúklings og má ekki missa af tímanum, en eg kem bráðum. Annað kvöld um sama leyti, Viktor. — Verið þið sæl. Sleð- amir þutu af stað, sinn í hvora átt. Færðin var góð og tunglskinið bjart, samtalið fjör- ugt og viðfeldni hláturinn hennar Ellu vakti eftirtekt læknisins. Loks sagði hann: “Fanst yður ekki undarlegt að koma á þetta dimma bóndaheimili, ungfrú Kirkner, með veikindum og kyrð. Vorum við lengi innif ” “Nei,” svaraði Petra. “Þegar Ella var búin að líta í kringum sig, flutti hún allgóða ræðu um matþágu, svo tíminn leið fljótt.” “Um matþágu!” spurði læknirinn. “Það er þó nokkuð undarlegt af borgarstúlku —” “Með kattarklær og silkifingur, ” sagði Ella, hallaði sér aftur á bak og horfði í augu hans. Hann leit í augu hennar. ‘ ‘ Hvað meinið þér,” sagði hann snögglega. “Ó, það er aðeins vísuhending,” svaraði hún. Viktor lét sem ekkert væri og fór að tala um annað. Þegar þau nálguðust heimilið, sáu þau mann koma hlaupandi móti sér. “Er þetta vitfirringur?” sagði læknir- inn. “Það er ?’'rich, hattlaust,” hrópaði Elín. Fáein skref frá sleðanum laut hann nið- ur, rétti svo úr sér og öskraði. Stella fældist, stökk til hliðar og velti sleðanum um, braut hann í mola og þaut heim að húsinu sínu. Þau láu öll í snjónum. Fyrst stóð læknirinn upp. Petra lá sem bjarg ofan á Bllu, skellihlæjandi. Læknirinn velti henni til hliðar og Ella stökk á fætur. “ó, eg hélt eg mundi kafna. Hvar er Stella?” “Líklega á básnum sínum,” sagði Viktor rólegur. En hvar er vitlausi Frich ? ” “Eg er hér,” sagði kandídatinn sneypu- legur. “Eg hefi drukkið púns sýslumannsins í alt kvöld, Viktor — en það er of sterkt, ung- frú Petra — svo fór eg út að kæla mig — og þegar eg sá sleðann kom þessi tryllingur í mig.” Enginn svaraði nema Petra, sem snevpti hann og hló á víxl, og hjálpaði honum heim með sleðabrotin. “Þér finst kanske að hann sé skemtileg- ur,” sagði Viktor, “en hann er verulega vondur.” Þegar þau komu inn var matur á borði lianda þeim þremur. Kennarinn sagði að telpunni sinni hefði verið rænt, en Ella sagð- ist hafa skemt sér ágætlega. “Getur þér dottið í hug hversvegna ?1rich varð Iiamslaus, þegar Ödegaard sagði Iionum að þú hefðir tekið stúlkurnar með þér, ” sagði Jón hálfhátt. “Það er skap í þeim manni, sem eg hefi ekki fyr orðið var við. Hefirþú?” “Nei,” svaraði Viktor í styttingi. “Ilann hefir auðvitað langað til að vera með, ” sagði Petra. h’rich var inni hjá sýslumanni að gera grein fyrir óhappinu, og kom nú fram fremur sneypulegur. Svo var ekki meira talað um þetta. Elín gat ekki borðað vegna lystarleysis. “Þér eruð ekki frískar,” sagði læknirinn, þegar þau stóðu upp. “Nei, þetta var of mikið fyrir höfuðverk- inn minn, en eg fer nú upp. Þökk fyrir í kvöld. ” Elín dró Petru með sér. “Hvað var klukkan þegar við fórum út í morgun, John?” spurði læknirinn. “ 110101 mínútur eftir tólf,” svaraði John. “Ætli ungfrú Kirkner hafi þá verið komin?” “Nei, eg leit inn og herbergið var tómt. ?’inst þér hún ekki vera snotur stúlka, Viktor?” “A því er enginn efi.” “Hver er snotur?” spurði Frich. “Einhver,” svaraði Viktor og fór. “Eg veit við hverja hann á,” tautaði ?',rich. “Ó, Viktors smekkur er viðbjóðsleg- ur. Þú ert skarpskygnari, John, þú sérð lundarfarið gegn um grímuna.” John svaraði engu. Hann vissi að þetta var rugl. # # * Daginn eftir var sama blíða og góða veðrið. Unga fólkið stóð fyrir utan sólbyrgið og var að ráðgera hvert það ætti að fara á skíðunum sínum. Petra, John og prestsdæt- urnar tvær, nýkomnar, voru í ráðgefandi nefndinni. “Við förum þá til Rabbanna í dag,” sagði Petra. “Systurnar taka bræðurna mína, Elín tekur Frich, og eg hangi þar sem eg fæ handfestu.” “Eg vil helzt vera ein út af fyrir mig,” sagði Ella og roðnaði. “Bg er vön við að annast mig sjálf, og af því eg er svo huglaus, er eg ávalt á eftir. ” “Bn Frich er sá djarfasti og fimasti af okkur öllum á skíðunum. Þér er óhætt að treysta honum.” “Einmitt þess vegna er hann óhæfur fyr- ir mig,” sagði Ella ákveðin. “Við skulum fara af stað,” sagði Viktor, “eftirleiðis er Petru vikið frá völdum sem stjórnara. Þú hefir sérstaka löngun til að stjóma, systir, veiztu það?” “Mér fanst uppástunga ungfrú Petru svo vel hugsuð,” sagði Frich. “Ef þér viljið trúa mér fyrir yður, ungfrú Kirkner, lofa eg því að þér skuluð fara heim aftur sem fimari og djarfari skíðahlaupari en þegar þér kom- nð. Eg þekki margar listir og get innblásið öðrum andagift.” “Ekki mér,” sagði Blla þurlega. “Kvenfólk ætti ekki að keppa við okkur í líkamsæfingum.eða aflraunum, ” sagði lækn- irinn spaugandi. “Það er skemtilegt að stúlkurnar séu með okkur, en aðeins sem fé- lagssystur, finst mér.” “Ó—þær eru oftast með okkur til að sýna nýjan kkeðnað,” sagði Frich gramur. “Líttu á fötin hennar ungfrú Kirkner, þau eru til- gerðarleg. ” Ella hló hátt. “Mislíkar þér ekki, ?llla?” sagði Petra. “En sú einkennilega hugsun.” “Nei; opinber hreinskilni móðgar aldrei, hitt er lakara, sem hvíslað er í krókum og kimum. Það eru líklega skrautsaumuðu snjó- skórnir mínir, sem vekja gremju yðar, hr. Frich? Eg hefi fengið þá frá vini í Finn- mörk. Þeir eiga að verða brúkaupsskór. Eða er það eitthvað annað?” “Á eg að láta skoðun mína í Ijós?” “Eg veit ekki—” “Kjóllinn er of stuttur — silfurbéltið spent of fast og húfan situr á þremur hárum —þetta er alt ónáttúrlegt. ” “Það var þó gott að þér sluppuð við að vera minn fylgdarmaður. Að öðru leyti dá- ist eg að hreinskilni yðar, þó hún sé nokkuð djörf. Mér líður ágætlega í leikhúningnum mínum. Hann er samkvæmur tízkunni og þægilegur. Hvítu húfuna hefir mamma prjónað, er hún ekki nett, Petra?” “Jú, hún fer þér ágætlega,” sagði Petra. “Bg skal prjóna eina handa þér, Petra, ef hr. Frich leyfir — en láttu hana ekki sitja á þrem hárum. ” “Nei, það eru frumréttindi fegurðarinn- ar, eða þess, sem heldur sig vera fagurt.” “Heyrir þú, Petra, hve harður kandídat- inn er. Högg til vistri og hægri, jafn stefnu- laus bæði. Eg ætla að yfirgefa ykkur og vita livort ekki er skemtilegra hjá lækninum og prestsdætrunum. ’ ’ Hún nálgaðist þau hröðum fetum, þaut svo fram hjá þeim og var sú fyrsta upp á hæð- ina. Hún leit niður brekkuna, sem var slétt og hrein fáein skíðaspor hér og þar. Hana sárlangaði til að renna sér ofan alein, og sýna þessu sveitafólki hvað borgar- stúlkan gæti, eins og það kallaði hana. En brattari bakka hafði hún ekki séð — og svo sprungan þarna í miðjunni — hvaða þorpari skyldi liafa búið hana til? Þetta var athuga vert — samt sem áður----------” Á þéssu augnábliki heyrir hún skíða- marr. Hún lítur við — það er Frich — aleinn. Henni sýndust neistar í dökku augunum hans. Svipurinn tryllingslegur. Það er ilt í honum — hann ætlar að hefna sín — þarna kemur læknirinn á eftir honum — hann kall- ar----- Áður en hún gat hugsað meira, hafði I'rich náð henni, gripið hendi hennar og dreg- ið hana af stað með sér og niður brekkuna þutu þau á fljúgandi ferð. Um leið og þau komu niður á sléttuna var gripið í handlegg hennar svo fast, að hún datt oftur á bak og losnaði við h’rich. Nú heyrði hún hljóð og hróp. “Þú veizt að ísinn á ánni er ónýtur,” kallaði læknirinn. “Langar þig til að sökkva í ána? Sé svo, þá gerðu það einn, en taktu engan með þér. Þú ert sem óður maður, ?1rich — að hugsa sér að ráðast á stúlku á þennan lirottalega hátt. Bg sá það.” Elín var staðin upp. Var þetta áin, sem henni sýndist aðeins sprunga — og ísinn ó- nýtur? Frich stóð kyr, en andlit hans sýndi að hann var í mikilli geðshræringu. Viktor gekk fáein skref frá þeim, tók upp stein og kastaði honum út á ísinn; steinn- inn braut ísinn og vatnið skvettist hátt upp. “Áin er ekki breið hérna, en straumur- inn er mikill af því fossinn er rétt fyrir neð- an. ísinn er aðeins næturgamall í miðjunni. Manstu ekki eftir að eg hefi oft sýnt þér þetta áður?” Læknirinn talaði rólega, tók af sér húf- una og þurkaði svitann af enninu. “Þú eyðilagðir góða æfingu, kæri Viktor. Við hefðum sloppið yfir um með þeim hraða sem á okkur var. ” 'Reiðin sauð í Ellu. Hún var svo gröm við þennan mann, sem ásótti hana með leynd —og nú? Skyldi hann hafa ætlað að drepa hana ? Ó, hún hafði sterka löngun til að opin- bera bakmælgina og lýgina, sem alt af fór vaxandi frá hans hálfu. — En ekki strax. Minn tími kemur seinna, hugsaði hún, meðan hún stóð álút og jós burt, snjónum með hönd- unum, sem farið hafði ofan á hálsinn á henni. “Þér hafið líklega ekki meitt yður, ung- frú, ” sagði læknirinn á meðan hann dustaði kjólinn hennar. “Ekki hið minsta. Það er mýkra ból þetta en árbotninn — úff.” “Þarna kemur John. Sjáið þér hvað hann stendur fallega,” sagði Viktor. Blín snéri sér við og leit upp brekkuna. “Hamingjan góða. Hefi eg runnið ofan þessa brekku? Mér virðist hún lóðrétt.” “Já, þér hafið aðdáanlegt jafnvægi,” sagði Frich. “Það er yðar styrkleikur og hregst yður ekki.” “Það lítur út fyrir að eg ])urfi þess.” “Hvernig eruð þér komnar hingað, ung- frú?” sagði John og tók sér stöðu frammi fvrir henni. “Hvem kollhnýsinn eftir ann- an og svo oltið ofan, ímynda eg mér-----” “Haklið þér það?” sagði Elín hægt. “Spyrjið þér Frich.” En Frich var farinn og heyrði ekki spurninguna. “Nei, ungfrúin stóð, John,” sagði Vik- tor. “Það var eg sem stöðvaði þau. Frich og hún vora nærri komin í ána. ” “Er hann orðinn alveg vitlaus?” sagði Johnn. “Hann- er þó jafn kunnugur okkur hér.” “Já, hann er sem næst brjálaður. Það er franska blóðið í æðum hans, sem fer með hann í gönur.” “Er hann af frönskum ættum?” spurði Elín. “Það vissi eg ekki.” “Já, móðir hans var frönsk,” sagði Viktor. Hún var sögð að vera fremur létt,- úðug. Finst yður það ekki hlægilegt?” “Nei.” “Hversvegna ekki?” “Af því léttúðug móðir skilur eftir létt- úðina í arf til afkomendanna. ” Læknirinn leit á hana rannsakandi aug- um. “Þessi skoðun virðist skynsamleg. En frú Frich var góð móðir, að svo miklu leyti sem eg veit. En hún hafði verið afbrýðissöm, og það kvaldi mann liennar, kaftein ?'lrich.: ’ “Sú veiki kvað vera arfgeng,” sagði Ella. “Að draga liana með sér í gegnum lífið, hlýtur að vera kvöl.” ‘ ‘ Þekkið þér Frich vel, ungfrú Kirkner ? ’ ’ spurði John. “Nei. Eg hefi mætt honum nokkrum sinnum.” i “Ilvað oft, hér um bil?” “John, þú ert of forvitinn, ” sagði Viktor. “Sjö eða átta sinnum,” sagði Elín al- varleg. Bnginn svaraði og þau héldu áfram með- fram ánni til hinnar venjulegu skíðabrekku. Þar var hitt fólkið og I’rich saman komið. Nú var spurt og svarað, en Elín hélt á- fram upp brekkuna ásamt John, til að reyna hvernig þar væri að renna sér. Þeim gekk ágætlega og námu staðar hjá hópnum, sem stóð fyrir neðan að horfa á þau. “Þetta var skemtilegt,” sagði Elín. “En Elín, þú stóðst ofan Óðinshæðina. Elg hefi aðeins getað það fáum sinnum, ” sagði Petra. Að þú skvldir þora það?” “Eg þorði það ekki, en Frich neyddi mig.” Frich hló hátt. “ Já, eg kannast við það, að mér hefði ])ótt gaman að sjá borgarstúlk- una knéfalla, en það hepnaðist ekki. Hún ætti ekki að standa ofar yður, ungfrú Petra.” “Ekki það,” sagði Petra og brosti hlý- lega. “Efe verð að láta mér líka að hafa keppinaut.” “Eg skal ekki oftar verða fýrir þér,” sagði Ella. “Það er ekki nóg að geta staðið, menn verða líka að geta stöðvað sig,” sagði Viktor. “Á því svæði frýs áin sjaldan.” Unga fólkið skemti sér ágætlega, en að síðustu var Elín eins og máttvana, sem hún vissi ekki af hverju kom. Á heimleiðinni urðu þau litla stund sam- ferða einsömul. “I^yrirgefðu mér,” sagði hann blíðlega. “Segið eitt hlýtt orð við mig. Eg þarf þess sannarlega.” “Hatið þér mig til dauðans?” spurði Blín. >4Þér misskiljið mig — og þó er sann- leikur í spurningu yðar innifalinn — sam- blöndun af hefnd, gremju og ást, eins og skáldið segir.” “Eg fer bráðum heim. Látið þér mig vera í friði þangað til. Hefði eg vitað að þér voruð hér, þá hefði eg ekki komið. En þér voruð kyr, þó þér vissuð að eg kæmi. ’ ’ “Já, eg sníkti heimboð hjá Viktor ein- mitt af þeirri ástæðu. Eg get ekki slept von- inni, eg vil fá vilja mínum framkvæmt, annað- hvort með illu eða góðu. ” Hún leit til hans. Svipurinn var dimmur og ilskulegur. ‘ ‘ Gætið þér yðar! 1 þriðja sinn sem þér hræðið mig, opinbera eg yður. ” “Það getur kvenmaður ekki gert.” “ Jú — eg get það.” Hún þaut fram hjá honum og náði prests- dætrunum. Þegar Ella kom ofan til dagverðar, voru allir í skrifstofunni þar sem bréf og blöð láu á borðinu. “Er nokkurt bréf til mín?” spurði hún. “?1rich hefir yðar bréf, ungfrú,” sagði Viktor. “Hvað viljið þér gefa mér fyrir það, ungfrú. Það er þungt og tvö frímerki á því.” “Ekkert,” sagði Elín og tók blað. “Bkkert, fyrir borgarbréf? Sjáið þér!” Hann hélt bréfinu fyrir ofan höfuðið. “Það er frá mömmu. Fáið mér það.” “Nei, það e? svo gaman að stríða yður. Af hverju roðnið þér?” Ella svaraði engu, en leit aftur í blaðið. Nú kom kennarinn inn. “Hefir telpan mín fengið bréfið sitt? Mamm.a þín skrifar þér eftir sólarhrings burt- veru. Ilún er sönn móðir.” “Eg hefi bréfið, lir. kennari,” sagði Frich. “Milli ungfrú Kirkner og mín er frá fyrri tíðum gamalt stríð, sem gleður okkur. Sko hvað liún er gremjuleg?” “Skjátlast þér ekki um aldur kunnings- skaparins?” spurði Viktor. “Leikið yður ekki að annara bréfum,” sagði kennarinn greip bréfið og kastaði því í kjöltu Blínar. Hún stakk því í vasann. “Verið þér ekki svona alvarlegur,” sagði Petra og roðnaði. “Gamalt fólk skilur ekki spaug unga fólksins.” “Þökk fvrir, guðfaðir,” sagði Ella, “eg les það eftir dagverðinn. Að öðru leyti mót- mæli eg orðum ?1rich um stríð; það er aðeins til í ímyndun hans.” “Það get eg hugsáð mér,” sagði kenn- arinn. “Þií avítaðir mig Jetra, það átti eg ekki skilið.” ‘ ‘ Vertu ekki reiður, ” sagði Petra. ‘ ‘ Það er einhver Loka-slægð í loftinu hérna, eins og pabbi sagði í gær. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.