Lögberg - 28.05.1936, Síða 3

Lögberg - 28.05.1936, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 193(5 Carl Pétur Albertsson bóndi á Steinsstöðum í Víðinesbygð. i • * Rétt nýlega hafa íslenzku vikublööin í Winnipeg getið um frá fall Carls bónda á Steinsstöðum, í VíÖinesbygð, í grend við Husawick P.O., Manitoba. . Carl var fæddur á Hóhni í Víðinesbygð, 25. des. 1882; for- ■ eldrar hans voru Elín Petrína Pétursdóttir og Albert Þiðriks- son, maður hennar nú löngu látinn. Komu þau hjón bæði til Canada í hinum stóra hópi vesturfara, 1876; voru hau bæði af skagfirskum ættum og fluttu vestur um haf úr því héraði, en Mrs. Þiðriksson er ættuð úr Eyjaf jarðarsýslu. Carl ólst upp hjá foreldrum sínum, er bjuggu á Steinsstöðum og dvaldi hjá þerm til þess að hann var 31 árs; var hann elzti sonur þeirra. Hann var þeirra stoð og styrkur, ásamt systkinum sínuin, i langvarandi veikindum föður þeirra. Þann 31. des. 1912, gekk hann að eiga Margréti Jóseps- dóttur Jónssonar og Svanlaugar Gunnarsdóttur Jónssonar, er fluttist með foreldrum sínum, barn að aldri, frá Norður Dak- ota. Fyrstu 5J4 ár bjuggu þau Carl og Margrét á Framnesi í Víðinesbygð, en siðar á Steinsstöðum. Þeiim fæddust níu börn, sex synir og þrjár dætur, sem öll lifa. Er hið elzta nú 22 ára, en hið yngsta 8 ára. Eru nöfn þeirra eftir aldursröð : Norman Alfred, Joseph Swanberg, Elín Petrína, Carl Herbert, Lárus Gunnar, Guðmundur Emil Stefán, Lillian Margrét, Albert Willard, Emily. — Börnin eru öll mannvænleg, styðja þau móð- ur sína og hag heimilisins af fremsta megni. Auk eiginkonu og barna og aldraðrar móður syrgja við við fráfall Carls, Halldóra systir hans (Mrs. Th. Sveinsson) Husovick og Stefán bróðir hans að Husavick. Á ágætum starfsaldri er Carl burtkallaður, eftir að hafa árum saman átt við lamaða heilsu að stríða, fékk hann sjúk- dómsáfall, og gat litt að verkum gengið síðustu þrjú æfiárin Hann varð á ný rnjög alvarlega veikur síðastliðinn nóvember, en hrestist þó um hríð, en sló niður aftur þremur vikum fyrir dauða hans, er bar að 12. marz s.l.— Kona hans öðlaðist styrk til þess að hjúkra honum, fyr og síðar í sjúkdómsstríði hans, og til hinztu stundar. Er. stór sigur henni fallinn i skaut í miklu starfi hennar ágætlega af hendi leystu, í sjúkdómsstríði þessu, og í þarfir heimilisins. Carl var stiltur maður og rólegur, þó mun hann hafa átt stóra lund, en hafði gott vald yfir henni. í störfum lífs sins var hann trúr, trúr ástvinum, sjálfum sér og hugsjónum sinum. Iiann var söngelskur maður og músík-elskur að upplagi. Urn nokkurt skeið var hann organisti i kirkju Víðinessafnaðar í Húsavík, og stundum i stjórn safnaðarins. Þungbær er sjúkdómskrossinn, ungum og framgjörnum, er á ærið þungri ábyrgð lífsins og skyldum þess að mæta; mun hann og oft hafa til þess fundið, en umyrðalaust bar hann lang- varandi vanheilsu sina, en að eðlilegleikum hindraði sjúkdóm- urinn framsókn hans. En þjáningarnar eru hreinsunareldur. sem þjálfa menn og þroska. Þess þykist eg og fullviss að hið andlega líf hans hafi mótast í stríðinu við langvinna vanheilsu. I brautum lífsins öðlast guðssamfélag sálarinnar nýja orku, er veitir mátt til að bera hverja byrði með þróttlund og þolinmæði. Sannast hér hið gullna spakmæli fornaldarinnar, að: “Gull prófast í eldi, og guðhræddir menn í nauðum.” Það sannaðist í æfireynslu þessa samferðamanns.— Sextíu ár eru nú liðin.hjá síðan landnám vort hófst á ströndum Winnipegvatns og víðsvegar um Vesturálfu. Frum- herjarnir, er fyrstir gengu brautina eru flestir fallnir i val. Önnur kynslóð, sem einnig má landnema nefna og borið hefir hita og þunga dagsins, er að verða roskna fólkið, og er tekið að þreytast, hefir mótað umhverfi sitt, og um langa hríð borið hita og þunga dagsins hina síðari áratugi. Þeir hafa unnið verk sitt vel, hafa enda stigið feti framar en þeir, sem fyrstir voru að verki. I hópi þeirra manna var Carl P. Albertson, er hans sárt saknað sem góðs félaga og nágranna og samferðamanns. Ekkjan og börnin sakna hans, en minningin er björt — •sigursæl var samfylgdin þrátt fyrir torfærurnar, og enn mun sigur þeim í skaut falla. Öldruð móðir minnist elzta sonarins með söknuði, en horfir hugdjörf mót sólöld komandi tíma, þegar að endurfundir eiga sér stað, í enn bjartari tilveru en þeirri, sem vér nú dveljum. Jarðarför Carls heitins fór fram frá heimilinu þann 19. marz og var mjög fjölmenn. Séra Bjarni A. Bjarnason, sókn- arprestur stjórnaði athöfninni og jós moldu; sá er línur þessar ritar mælti einnig kveðjuorð. V. Ólafsson. En nú talaði konan jafnaðarlega við una og vera undir hennar eftirliti þetta mundi vera hin blessaða María Guðs móðir, og tók hún því talna- band sitt, féll fram og fór að hafa upp Maríuversin. Var hún þá um stund í leiðslu, og veittu hin börnip því eftirtekt, en gátu hvorki vakið hana af henni, né heldur sáu þau neitt sjálf. Er leiðslunni lauk, sagði Bernadette hinum börnunum frá og bað þau þegja yfir, sem þau auð- vitað ekki gerðu, svo að þetta varð brátt hljóðbært. Eti nú fór Berna- dette að leggja leiðir sínar til hellis- ins, og er sagan varð fleyg, fóru menn að fylgja henni þangað hóp- um saman. Lengi vel þagði hin fagra kona og yrti ekki á Berna- dette, en loks fór hún að tala og sagði, að Bernadette skyldi koma í hellinn á hverjum, morgni 14 daga í röð. Þetta gerði stúlkan þrátt fyrir það, að foreldrar hennar bönnuðu henni það, sóknarpresturinn varaði við því og lögreglan, sem ekki var kirkju og kristindómi neitt hliðholl, hótaði henni öllu illu, ef hún færi að hellinum,- og lét meira að segja girða fyrir hann. Alt þetta kom fyrir ekki, þvi að stúlkan fór sínu fram, en alt af jókst mannfjöldinn, sem elti hana þangað, og fólkið lét engar lögreglugirðingar hamla sér. Bernadette, og sagði henni imeðal annars, að hún vildi að þangað kæmi margt fólk og að beðið væri fyrir sjúkum og syndugum, og hún bætti við : “Seg þú prestunum að eg vilji, að risi hér upp kirkja og að menn komi hingað i skrúðgöngum.” Flið síðasta skifti, sem konan talaði við l;arnið var stúlkan eins og vant var í móki og hafði yfir talnabandsbæn- irnar. Einmitt þá var staddur hjá hellinum læknir þorpsins, og hann gerði örugga rannsókn á því, hvort stúlkan væri ’með blekkingartilraun- ir. Þegar kaþólskir menn biðjast fyrir rétta þeir út fingurna, leggja saman lófana og gómana og leggja samanlagðar hepdurnar út frá brjóstinu, svo að gómarnir viti upp. Læknirinn kveikti nú á kerti og brá því milli lófanna á barninu, svo að logjnn lék upp um fingurgómana, en fingurnir hvorki brunnu, né heldur kveinkaði stúlkan sér. Nú sagði konan fagra við hana: “Far þú og drekk þú úr uppsprettunni og lauga þig úr vatni hennar og það skulu aðrir gera lika.” En þarna var eng- in uppspretta, og barnið hélt þess vegna, að hún ætti að drekka ár- vatnið og lauga sig í ánni og lagði af stað þangað, en þá kallaði kon- an til hennar og vísaði henni til'að uppsprettan væri á tilteknum stað i hellinum, þar sem ekki gjörði svo mikjð sem að vætla. Þangað fór stúlkan og fór að krafsa í jörðina, og þá braust fram uppsprettukríli, sent smámagnaðist, svo að úr henni komu 122,000 lítrar af vatni á dag, þegar fram i sótti, og svo er enn, en þar laugaði stúlkan sig og drakk. Um leið spurði Bernadette konuna, hver hún væri, og hún svaraði á basknesku: “Qué soy ér Immacu- lada Counception” — eg er hinti flekklausi getnaður. Nú er það kenning kaþólsku kirkjunnar, að María Guðs onóðir sé getin án synd- ar, og er þetta orðatiltæki fræði- greining þessarar kenningar, en það skildi Bernadette ekki, því að til þess var hún of fákunnandi. En nú brá svc^vil, að blindir og lantaðir úr nágrenninu fóru að drekka úr uppsprettunni og lauga sig úr henni, og sjá: á 1. ári læknuðust um 100 manns. Fregnin af þessunt undra- stað barst mjög svo fljótt út urn öll lönd, og nú streymdu þangað hvað- anæfa pílagrímar sjúkir og heilir, og þegar á fyrsta ári komu þangað 20,- 000, á árunum 1867—1913 komu þangað liðugar 6 miljónir manna, og nú koma þangað að meðaltali um 250,000 manns á ári, en árið 1933 ko.m þangað eins og hálf miljón manna. Flest alt þetta fólk eru pílagrímar, og margir þeirra eru að leita sér lækninga og fjöldinn allur fær hana á ári hverju. Það var þegar í öndverðu talið, að það væri kraftaverk, sem hér gerðust, en það liðu allmörg ar þangað til kaþólska kirkjan félst a að svo væri og leyfði dýrkun hinnar blessuðu meyjar þarna. En alla daga frá upphafi, og enn í dag, eru til menn, sem að vísu ekki þora að neita því, að þessar lækningar fari fratix, en þvertaka hins vegar fyrir, að um jarteinar sé að ræða. Sá sem þetta ritar hefir að vísu verið í Lourdes um tíma, en ekki séð þar neina lækningu, og iskal því ekkj leggja neinn almennan dóm á þetta, heldur aðeins skýra frá því, sem hann veit. Þegar þessar efasemdir fóru að gera vart við sig, sá kirkjan það í hendi sér, að ekki dugði annað en að hafa vísindalegt eftirlit með lækningunum, og viðurkenna ekki aðrar lækningar sem jartein,ir en þær, er útilokað væri, að gætu verið öðruvísi tilkomnar, en jarteinir eru þeir atburðir, sem gerast þvert ofan í lögmál náttúrunnar. Það var því komið á stofn læknisfræðislegri rannsóknarstofu — bureau des con_ statations médicales — og þangað skulu þeir sjúklingar koma, sem vilja að lækning þeirra teljist jar- tein, og það áður en þeir ganga und- ir lækninguna. Þeir leggja þar frarn vottorð og sjúkdómslýsingu þeirra lækna, sem áður hafa stundað þá, og þeir eru rannsakaðir hér að nýju. Ef menn nú læknast í pílagríms- ferðinni, verða menn enn að gefa sig fram við rannsóknarskrifstof- uin 12 mánuði. Að þeim loknum jefur skrifstofan út yfirlýsingu um það, hvort um jartein hafi verið að ræða. Ekkert er tekið til greina, sem á rót sína að rekja til bilunar á taugum eða geðsmunum, og engin sú lækning, sem hugsanlegt væri að orðið gæti af sjálfsdáðum eða með atbeina læknis með svipuðum hraða og hún gerðist í Lourdes. Það eru þvi og fæstar lækningar, sem þarna gerast. er hafðar eru í tölu jarteina, Þessi skrifstofa er opin fyrir öllum læknum, sem sanna á sér deili, hverrar trúar og hvaðan úr heimi sem þeir eru, og þeir geta fengið að taka þátt í þessum rannsóknum, eftir því sem þá lystir. Lækningar þær, sem gerast i Lourdes að vitund skrifstofunnar nema meiru en 1,000 á hverju ári, en þær lækningar, sem eru viður- kendar jarteinir losa rétt 100 árlega. Sá, sem þetta ritar var í sumar staddur í Lourdes og slóst í för með spönskum pílagrínium. Svo sem viku áður en eg kom þangað, hafði kvenmaður læknast þar af andlits- krabbameini. Iiafði alt andlitið ver- ið útsteypt i sárum, svo að ekki grylti í heilan blett þar. Hún hafði læknast svo til á svipstundu, þvi eftir lækningabaðið höfðu sárin þeg. ar farið að hrúðra og hrúðrið að hrynja af, en á leiðinni frá upp- sprettunni í rannsóknarskrifstofuna, sem farin er á 3—4 mínútum, var alt um garð gengið og komin ör, auðvitað með alveg glænýju yfir- bragði. Eg sá konuna og var and- litið þá alveg heilt, en með fyrir- ferðarmiklum og ljótum örum. Lækningaaðferðin er mjög ein- föld. Menn drekka úr uppsprett- unni, þeir, sem það geta og láta síð- an dýfa sér þrivegis ofan í vatn úr henni, og er mönnum aðeins brugð. ið í það sem snöggvast, en eftir hvert bað er sjúklingunum ekið á torgið fyrir framan kirkjuna og þar er blessað yfir hvern einstakan sjúkling með altarissakramentinu, og fara bænahöld fram samfara þessu. en auðvitað hlýða sjúkling- arnir daglega messu í einhverri píla- grímskirkjunni eða hellinum, ef þeir eru til þess færir. Því hefir verið haldið fram að vatnið í hellinum mundi hafa ein- hverja læknisdóma að geyma, en þó sí og æ sé verið að rannsaka það, er alt af niðurstaðan sú, að það sé venjulegt gott drykkjarvatn, og það er orð og að sönnu, því að það likist einna helzt Gvendarbrunna-vatninu í Reykjavik, en þess lika fær maður óvíða, Hér skal tilfært eitt dæmi af jar- teinalækningu, sennilega bezta dæm- ið, sem til er frá Lourdes. Rétt fyrir aldamótin var kornungur póst- þjónn, sem hét Gabríel Gargarn, starfsmaðiír á járnbrautarlesltinni, er rann milli Bordeaux og Parísar. Síðast á árinu 1899 v'ldi Þa<5 stys til, að önnur lest rann inn í póst- vagninn á Bordeaux-Parísarlest- inni, sem var síðastur í henni, og hann mölbrotnaði. Fórst einn póst- mannanna, en þrír, og meðal þeirra Gargam, urðu imeð öllu örkumla- menn. Meiðslin á Gargam voru þau, að hryggjarliðirnir höfðu skekst í mjóhryggnum og gengið á misvíxl, svo að þeir reyrðu frá all- ann neðri part mænunnar; var Gar- gam því gersamlega imáttlaus fyrir neðan belti, og var engin leið til þess að hægt væri að koma því í lag. Auk þess var alment ástand hans mjög aumt, það voru komin á hann legu- sár og drep í þau, hann gat ekki haldið mat niðri, og auðvitað gat hann ekki gengið, heldur varð að bera hann á börum. Þetta alt er sannað með dómi, því að hann varð að höfða skaðabótamál á hendur póststjórninni, og honum voru bæði fyrir undir- og yfirrétti dæmdar 60,000 franka skaðabætur og 6,000 frankar í árlegan lífeyri með því fororði, að hann “væri sannkölluð rúst af manni, þar sem ekkert væri óskemt nema vitið” og það fylgdi með í dóminum, samkvæmt yfirlýs- ingu sérfróðra lækna, að þessum manni gæti aldrei orðið heilsu auð- ið. Gargam var maður trúlaus, og hann hertist í þeirri skoðun við I (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards PHYSICIANS <md SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical ArU Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tfmar 4.30-6 Heimill: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Talsími 26 68 8 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aó hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsími 42 691 i Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Grahara og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 s Dr. S. J. Johannesson Viótalstlml 3—6 e. h. 218 Sherburn St.--Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBT 8TREET Phone 36 137 SimiS og semjiS um samtaistlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsfmi 23 739 ViStalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. ltlenxkur löufrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 16 S 6 PHONES 95 052 OK 39 043 DRUG0IST8 DENTISTS DR. A. V. JOHNSON fsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegrnt pösthúsinu Stmi 96 210 Heimilis 33 323 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 0 6*TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 461 Ste. 4 Norraan Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnlpeg BUSINESS CARDS J. T. THORSON, K.C. lslenzkur löcrfrctOinour 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur ltkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaóur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aO ávaxta sparifi fólks. Selur eldsábyrgð og blí- reiða ftbyrgCir. Skrlflegum fyrir- spurnum svaraó samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Kstate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viö St. Gharles Vér erum sérfræðingar 1 öllum greinum hárs- c^g andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræðingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON Umboðsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist íslendingum greið og hagkvæm viðskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phtme 21 841—Res. Phone 37 769 UÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þar yflr; me» baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests / THE MARLBOROUGH SMITH STREET. WINNIPEG "Winnipeg’s Doion Town Hotel" 220 Rooms wlth Bath Banquets, Dances, Conventlona. jinners and Functions of all kinds Ooffee Shoppe F. J. FALL>, Manager CorntoaU i|otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fisklmenn. Komið eins og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms wlth and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market flt. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.