Lögberg - 28.05.1936, Page 4

Lögberg - 28.05.1936, Page 4
I 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ]\IAÍ, 1936 ' Xcgterg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOK LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö <3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögherg" is printed and published by The Columbia Press, Limíced. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Hveitið og framtíðin Það liggur í augum uppi að í lantli eins og Canada, sé mikiS um það hugsað og rætt, hvernig til muni skipast í framtíðinni við- víkjandi framleiðslu og sölu hveitis; hverjar aðferðir eða stefnur verði líklegastar til þess að tryggja að því er frekast má verða, þenna umfangsmesta og mikilvægasta undirstöðu- iðnað þjóðarinnar. Menn greinir vitanlega á um margt; þó greinir menn samt sem áður ekki á um það, að undir því hvernig til takist um markað fyrir canadiskt hveiti sé afkoma landsmanna á flestum öðrum sviðum að miklu leyti komin. AS viðhorfið sé óðum að breytast, verður ekki um deilt; kemur það ljósast fram í því hve mikið kapp ýmsar þjóðir, er áður keyptu mikið af canadisku hveiti leggja nú á það að verða sjálfbirgar í þessu tilliti, eða með öðr- um orðum, að auka svo hveitiframleiðsluna, að hún nægi til heimaþarfa. Þó enn sé vita- skuld hvergi^nærri séð fyrir endan á hinum kappsamlegu sjálfsbjargar tilraunum hlut- aðeigandi þjóða í þessa átt, þá er þó engu að síður sá rekspölur kominn á málið, að óhjá- kvæmilegt verður fyrir hina canadisku þjóð að taka til þess fult tillit og hegða sér þar eftir. Tímaritið “The Manitoba Co-operator” tekur nýlega mál þetta til íhugunar, og kemst meðal annars þannig að orði: “]\Ir. J. R. Murray og félagar hans í hveitiráðinu eiga skylda- þjóðarþökk fyrir það, hve glögga grein þeir gerðu fyrir að- stöðu canadisku þjóÖarinnar með tilliti til hveiti framleiÖslunnar á fundum þingnefnd- arinnar í Ottawa. Þó er það síður en svo að hér sé um nokkra verulega nýjung að ræða. Hveitisamlögunum, Mr. McFarland og Al- þjóðar hveitinefndinni, hefir verið það ljóst síðustu fjögur árin, hvert stefndi. Eú þrátt fyrir það, hafa þeir illu heilli, verið margir innan vébanda hinnar canadisku þjóðar, .er svo háfa litið á, og reynt að telja almenningi trú um, að hér væri einungis um bráðabirgðar ástand að ræða, er stafaði frá truflun í al- þjóðaviðskiftum, en mvndi svo smátt og smátt síðar meir lagast af sjálfu sér. Vera má að uppskerubrestur hér og þar hafi átt sinn þátt í útbreiðslu þessarar kórvillu. En Mr. Murray leggnr réttilega áherzlu á það, hve háskaleg flónska það sé fyrir canadisku þjóðina, að ætla sér að byggja framtíðarvon- ir sínar í sambandi við hveitiræktina á hugs- anlegum uppskerubresti með öðrum þjóðum og aukinni eftirspurn af þess völdum. Sannleikurinn er sá, að eins og nú horfir við eru fyrirsjáanleg vandræði framundan með því fjárhags og framleiðslu fyrirkomu- lagi, sem nú gildir. Um þetta verður engum kent öðrum en oss sjálfum. Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar að reyna að loka augunum fyrir því gerbrevtta viÖhorfi, sem nú viðgengst meðal Norður- álfu þjóðanna. Það gagnar ekki að telja sér trú um að þar sé óþrotleg markaÖsskilyrði fyrir framleiðslu vora, hverrar tegundar sem er. Þjóðir, sem um langt skeið voru ef til vill meðal vorra beztu viSskiftavina, eru farnar til þess, eins og þegar hefir verið sagt, að leggja á það alt kapp að verða sjálfbirgar, og sumar þeirra beinlfnis komnar í tölu keppinauta vorra. Allar eru þær farnar að leggja meiri og meiri rækt við landbúnaðinn og öllum hefir þeim unnist nokkuð á. Öflug- um samstarfsstofnunum í þessa átt, hefir verið hleypt af stokkunum á Þýzkalandi, Rússlandi og Italíu. Og í Japan er á döfinni fimm ára tilraunaskeiS með það fyrir augum að gera þjóðina sjálfbirga að hveiti. Ýmsar aðrar þjóðir eru í óða önn að stórauka innan- lands framleiðslu sína á öðrum sviðum. Stjórnirnar í Astralíu og Suður-Afríku hafa þegar bent á þá hættu, sem af of mikilli hveiti- framleiðslu stafi og varað við afleiÖingunum, jafnframt því sem búist er við að Bandaríkin muni í lok yfirstandandi uppskeruárs hafa hreint ekki svo lítinn hveitiafgang til útflutn- ings. Horfurnar eru ekki góðar, jafnvel þó svo geti farið að náttúran taki í taumana til hins betra. ÞaÖ væri hin átakanlegasta kórvilla að leggja kapp á hliðstætt uppskerumagn við það, sem raun varð á 1928, og| þurfa síðaif aA grát^. þr sér-augun yfir tilsvajrandi skaÖvæn- legum fjárhagsárangri. Hveitiráðið hefir gengið djarfmannlega og hreint að verki; það er einnig ánægjulegt til þess að vita hve þingnefndin gerði sér mikilvægi málsins ljóst, er að líkindum leiÖir til þess að skipuð verði konungleg rannsókn- arnefnd til þess að gerkynna sér horfur og markað hveitiframleiðslunnar frá öllum hlið- um. Ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð, veltur að sjálfsögðu, eins og Mr. Murray benti á, mest á því, að hún geri sér sem allra ljósasta grein fyrir hinum breyttu aðstæðum og komi fram með tillögur um það hvemig Canada fái haldið sérstöðu sinni meðal þeirra þjóÖa, er framleiða hveiti til út- flutnings,-og bætt jafnframt í heild hag þeirra canadiskra borgara, er hveitirækt einkum og I sérílagi stunda. Svo mikilvægt er mál þetta fyrir þjóðarheildina, að smámunir og auka- atriði mega ekki undir nokkrum kringum- stæðum komast að til þess að hamla heilbrigð- um framgangi þess.” Eimreiðin Svo að segja nýverið hefir oss borist Eimreiðin í hendur — janúar:marz heftin, allf jölbreytt að innihaldi en harla misjöfn að gæðum, Langveigamestu ritgerðirnar “ Við þjóÖveginn’’ eftir ritstjórann, hr. Svein Sig- urÖsson og “Island 1935,” eftir Halldór Jónasson. Skemtileg aflestrar er og frásögn Alexanders Jóhannessonar um háskólahátíð- ina í Budapest. Ivvæðin að þessu sinni með lakasta hætti, að tveimur undanteknum, sem sé kvæðinu “Litið til baka” eftir Ólínu Andrésdóttur og “Huldumærin” eftir vestur- íslenzkt skáld, Pál S. Pálsson, bæði blíð- strengjuð og ljóðræn. ínnihald Eimreiðarinnar að þessu sinni er sem hér segir: Við þjóðveginn: Inngangsorð, Norður- lönd, Brezka heimsveldið, Frakkland, Þýzka- land hið nýja, Æfintýri Mussolinis, Spánn og Portúgal, Holland og Belgía, Ráðstjórn- arríkin, Nokkur önnur Eívrópuríki, Ameríka, Egyptaland, Kína og Japan (með 8 mynd- um); Lygi (saga) eftir Þóri Bergsson; Neistaflug eftir Sigurjón Friðjónsson; Há- skólahátíðin í Budapest (með 7 myndum) eftir Alexander Jóhannesson; Ungur maður (kvæði) eftir Þórodd Guðmundsson; Erfiljóð (eftir vin minn) eftir Hjört frá Rauðamýri; Bónorð Guðmundar (saga) eftir An frá Ögri; Fnjóskdælsk nótt (kvæði) eftir Sigurð Draumland; Framtíð lífsins og dauðans (með mynd) eftir dr. Helga Péturss; Litið til baka (kvæði) eftir Ólínu Andrésdóttur; Is- land 1935 (stutt vfirlit) eftir Halldór Jónas- son; Huldumærin (kvæði) eftir Pál S. Páls- son; Máttarvöldin eftir Alexander Cannon (framh.); Raddir: Trúarjátning, Bannið og beljuþorstinn, Frá skáldinu í Elfros, Fer- skeytlur Frónbúans, Rithnupl og réttur, Úr bréfi frá Mountain, Verðlaun fyrir vel orðuð bréf; Ritsjá eftir S. E., J. J. S., A. S., Ó. L., E. Ó. S., Jóh. Áskelsson og Sv. S. • Hann hélt því fram í umræðunum um þessa tillögu, eins og hann hafði haldið fram í bók sinni: “Iðaður og mannúð,” að iðnaðarmálin ættu að stjórnast af f jórum' aðiljum: fulltrúum vinnunnar sjálfrar, full- trúum fjárins, fulltrúum stjórnend- anna og fulltrúum fólksins yfirleitt. Og um fram alt kvað hann það sjálfsagt að verkamennirnir hefði atkvæði um öll þau mál, er snertu þeirra eigin líf og líðan. Þá talaði King um hinn liðna for- ingja, mannkosti hans og samvizku- semi, hæfileika hans og stjórnvizku. Hann skýrði frá því að hann hefði skoðað sjálfan sig sem verndara stjórnarskrárinnar á meðan hann væri forsætisráðherra; hann hefði veitt samþykki sitt þl þess að kosn- ingum væri frestað fram yfir venju- legan tíma. en þó með þeim skil- yrðum að ekkert yrði gert sem þjóðin hefði skiftar skoðanir um. nema hún yrði fyrst látin greiða atkvæði um það. svo meiri hlutinn mætti æfinlega ráða. Hann kvað þjóðina hafa yfirráð yfir þinginu samkvæmt stjórnarskránni og kvaðst aldrei samþykkja neitt, er þann rétt tæki frá henni. Laurier hafði leyft framlenging kjörtímabilsins með vissum skilyrð. um; skilyrðin höfðu ekki verið haldin. Þrent var það, sem stjórnin sam- þykti á móti einhuga vilja þjóðar- innar og án þess að henni gæfist kostur á því að greiða um það at- kvæði; það voru herskyldulögin, margra miljóna dala gjöf til Cana- dian Northern járnbrautarinnar og stríðskosningalögin. í öllum þess- um atriðum voru brotin réttindi þau er stjórnarskráin ákveður kjós- endum landsins, og fór King um það hörðum orðum og verðugum. “Þegar fólkið tapar trúnni á þing- inu sem sanngjörnu og trúverðugu fulltrúaráði, þá er horfinn grund- völlurinn undan virðingu fyrir öll- um yfirvöldum,” sagði hann. “Ef veruleg nauðsyn er á nokkru til þess að afstýra uppreistum og blóðug- um stjórnarbyltingum, þá er það samvizkusamt fulltrúaþing alls fólksins sem það getur treyst og borið fulla virðingu fyrir. Stjórnmálasaga vor er að mestu leyti um baráttu til þess að fá fram- gengt þess konar stjórnarfyrir- komulagi.” Mackenzie King er fyrsti leiðtogi nokkurs stjórnmálaflokks í Canada, sem kosinn hefir verið af fulltrúa- þingi alþýðunnar, sem flokkinn studdi. Venjan var áður sú að þing- menn flokksins völdu foringja sinn, en kjósendur voru þar ekki spurðir til ráða. Skáldið sjötuga Síðastliðinn snnnudag átti æfintýra- skáldið vestur-íslenzka, J. Magnús Bjarna- son, sjötugsafmæli. Var hann við það tæki- færi hyltur með vinaheimsókn, auk þess sem honum bárust árnaðarkveðjur víðsvegar að. J. Magnús Bjarnason á miklnm vinsæld- um að fagna sem rithöfundur, og þá ekki síð- ur sem prívátmaður; er hann hið mesta ljúf- menni, hreinlundaÖur og hispurslaus. Æfin- týri lians, mörg hver, eru blátt áfram gull- korn, — alveg sérstæð í bókmentasögu ís- lenzku þjóðarinnar. Islendingar þakka hon- um æfintýrin; þeir þakka honum Eirík Hans- son, Brazilíufarana, sögur af ElgsheiÖum, Grím frá Grund, ásamt mörgu ööru skemti- legu frá hug hans og hjarta. Megi bjart verða yfir sólsetrinu, eins og dagsheiðið hef- ir verið langt! MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK IIANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Á þessu flokksþingi bar King fram til- lögu um málamiðlan milli verkamanna og vinnuveitenda. “ISnaðarmálin” sagði hann, “eru alþjóðamál og mannúÖarmál.” Þessi tillaga hans byggist á því, að líf manna og líðan sé meira virði en dauðar eignir. K.jarni hennar er sá að meira tillit skuli tekið til menningar og fullkomnunar einstaklingsins en verzlunar og fjárhagslegs ágóða. “ISn- aður og verzlun eiga að vera }>jónar fólks- ins,” sagði hann, “en fó'lkið ekki þrglar iðn- aoarins eða verzlunarinnarj” * Þingmenn flokksins voru hlyntir þessari kosningaaðferð og studdu allir King. Hann var nokkru síðar kjörinn gagnsóknarlaust í Prince Edward Island og tók sæti á þingi sem leiðtogi andstæðinganna. Bor- den var þá forsætisráðhelra; hann sagði af sér i júli 1920 og Meighen tók við forustu stjórnarinnar. (Framh.) Til Vestur-Islendinga Þegar um þýðingarmikiö mál, sem almenning snertir er að ræða, þá er þaÖ skylda allra hlutaðeigenda að skýra f-rá öllum málavöxtum hreint og greinilega, svo að hægt sé aÖ átta sig á gildi þeirra. Eitt af slíkum málum er skólamáliÖ. SkólamáliÖ er ekki nýtt mál; það er 22 ára gamalt — komið til aldurs, eins og sagt er um æskumenn, þrátt fyrir hinar einkennilegustu andstæÖur, sem nokkurt af hinum meiri háttar málum vor Vestur-lslendinga hefir átt viS aÖ striÖa. ÞaÖ er meÖ öllu óþarft að rifja upp sögu þess máls frá byrjun: samhentni manna og vonir um það í byrjun; þroska skólans inn á við og út á við; andstöður kirkjunnar manna á síÖari árumi og síðast af- neitun kirkjufélagsins lúterska og íslenzka á skólanum og skólamálinu á síSasta kirkjuþingi. Menn vita alt þetta, en það eru afleiðingarnar af samþykt þeirri, sem á þarf aÖ minn- ast og sem öllum Vestur-lslending- tim|nirfa aÖ verða ljósar. :Srnþyktin, sem gjörð var á síð- asta þingi lúterska kirkjufélagsins var í stuttu máli sú> aÖ losa kirkju- félagiÖ viÖ skólann og alla ábyrgð á honum og málum hans. MeÖ öör- um orÖum- ákvað að hætta aÖ starf- rækja skólann og fól skólanefnd- inni aÖ verða af meÖ eÖa selja eign- ina og Iosa félagiÖ viÖ hana> ef unt væri. MeÖ þessari samþykt var hinum mesta vanda hrundið á herð- ar skólanefndarinnar. Samkvæmt samþyktinni var henni aðeins heim. ilaÖ, aÖ selja, og það reyndi hún, en kaupendur að eigninni fengust eng. ir, fyrir það verð, sem þurfti til að leysa kirkjufélagið við alla fjár- hagslega ábyrgÖ. Þriggja ára skatt- ur stóð á móti eigninni, að upphæð $1,900 og bærinn hótaði að selja hana, ef á þeirri upphæð yrði ekki grynt. Lánfélagið krafðist borgun- ár á parti af veðskuldinni, sem þá var um 4,500, og ekki aðeins hótaði málsókn, heldur litlu síðar seldi inn- heimtu á skuldinni í hendur mála- færslumönnum sinum og fyrirskip- un um að höfða mál gegn ábyrgð- armönnum þeim, sem á bak við lán. ið stóðu. Kennararnir allir, sem við skólann voru árið áður> atvinnu- lausir> sökum þess að aÖ afstöðnu kirkjuþingi, eða um það leyti árs, eru öll kennaraemfoætti veitt hér i fylkinu. Annar vetur fyrir dyrum og óumflýjanlegt að hita skólabygg- inguna eða eyðileggja hana að öðr- um kosti. Á þessu geta menn séÖ, að það var ekki auðhlaupið að því að framkvæma fyrirskipun kirkju- þingsins, þótt ekki væri á málið litið nema frá hinni ytri hlið þess, því vitanlegt er það öllum, að enn eru margir á meðal Vestur-íslendinga, sem telja það ekki aðeins skaða frá menningarlegu sjónarmiði. ef skól- inn yrði að falla, heldur líka óbæt- anlegan hnekki á sóma vorum og menningarþroska. Hvað átti skólanefndin að gjöra undir þessum kringumstæðum ? Hún gjörði það eina, semi hugsanlegt var, sóma hennar og málinu samboðið. Hún leitaði til þeirra íslendinga, utan kirkjufélagsins og‘ innan, sem líklegastir voru til þess að meta þetta mál á líkan eða sama hátt og þeir menn gjörðu, er fyrir skóla- hugsjóninni börðust í fyrstu- og sjá og skilja að stofnanir þær> sem eru reistar af óeigingjarnri umönnun fyrir velferð og virðingu islenzks fólks í þessari heimsálfu eigi ekki að falla með fyrirlitning, heldur standa og starfa, þar til þær að lok- um verða að heildar-eining þjóðanna sem íslendingar sjálfir hafa hjálpað til að mynda. Nefndin leitaði til þeirra manna með þeirri afleiðing, að veðbréfið, sem lánfélagið hélt á skólaeigninni, að upphæð $4,770, er nú komið í hendur skólanefndar- innar. Lánskuldin. semi á eigninni hvílir nú er aðeins $1,250, sem taka varð að láni til þess að borga lán- félaginu að fullu. Hitt alt hafa þessir menn sem að framan er minst á, lagt fram sjálfir, að undanskild- um $1,270, sem lánfélagið gaf eftir af veðskuldinni, sem þeir er fyrir félaginu standa tóku frarn, að væri tillag frá félaginu tilrstofnunar> sem viðurkend væri bæði þörf og nyt- söm. Menn þeir. sem þannig hafa hlaupið undir bagga i þessu máli, eru einráðnir í þvi að láta skólann halda áfram með sama fyrirkomu- lagi og verið hefir, en á óháðum grundvelli. Halda honum' áfram sem stofnun Islendinga í Vestur- heimi og trúa því ekki, að Vestur- Islendingar sjái ekki sóma skólans borgið i framtíðinni. Aðsókn að skólanum í ár hefir mátt heita ágæt, svo að skólagjöld- in nægja til þess að borga kennara- laun og allan kostnað við skólann, að undanskildum lán og skatt-kostn- aði, svo eg hægt verður sem vonandi er, að borga upp skattskuldina og það sem eftir er af lánskuldinni. þá væntanlega verður ekki þungt að standa straum af skólanum fram- vegis. Það hefir verið á tilfinningu manna undanfarið og er lika á til- finningu þeirra manna, sem að vel- ferð skólans eru að vinna, að í fram- tíðinni eigi eftir að rísa upp kenn- araembætti í íslenzkum og norræn- um fræðum við háskóla Manitoba- fylkis og einn liðurinn í áframhalds- starfrækslu þeirra í samibandi við Jóns Bjarnasonar skóla, er að hann haldi áfram að vera brú á milli þess væntanlega kennaraembættis og dagsins í dag, og þegar að því kem- ur, eða ef að þvi kemur þá gangi eigur skólans, hverjar svo sem þær eru, til styrktar þess embættis, svo þeir- sem nú hafa lagt fram fé til skólans- og þeir sem eiga eftir að gjöra það, eru i raun réttri að leggja það til hins væntanlega kennara- embættis. Á þennan hátt og hann einan, geta Vestur-lslendingar skil- ist heiðarlega við þetta skólamál. Við höfum hér að framan rakið sögu þessa máls eins og hún er nú komin. Nokkrir menn hafa lagt mikið á sig til að bjarga þvi úr vandræðunum, sem ekki virtust með neinu móti yfirstiganleg, — en meira þarf ef duga skal. $3,150 eru enn eftir af skuldinni, sem fyr- ir skemstu var $7,700. en þeirri upp- hæð verður að mæta um miðjan næsta mánuð. Kæru íslendingar, nú Fyrirtæki sem vert er að liggja peninga í BATHURST POWER AND PAPER CO. LTD. BATHURST, N.B. Capitalization, issued 400,000 Class A Common Shares Capitalization, issued 300,000 Class B Common Shares Fixed Assets $16,500.000 Liabilities (outside of capital investment) 1,000,000 Current Assets 2,700,000 Current Liabilities 250,000 Working Capital 2,400,000 or equal to about $6.00 per share of the A stock Current Assets highly liquid, market- able securities $1,400,000 Timber Limits 2,587 square miles estimated 10,000,000 cords of pulpwood. This Company manufactures Kraft Liner Board and Paper Boxes. Nesbitt, Thomson & Co., Ltd., have just taken control of this company. With the class A shares seliing today on the market at $14.00, we consider it a very good buy for appreciation value for a reasonable hold. Those interested, please, write in either Icelandic of English to O. G. BJORNSON, Office Manager NESBITT, THOMSQN & CO. LTD. 603 ELECTRIC RAILWAY CHAMBERS Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.