Lögberg - 28.05.1936, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAf, 1936
Mannorðsdómur
Eftir Johcmne Vogt.
“Þá slítum við réttarhaldinu án dóms,”
sagði sýslumaður. “Sjúkdómsauðkenning
Viktors lýkur við málið.”
“ Já, bíðið við. Mix krefst þess,” sagði
Viktor, “að Sport endurkalli illyrði sín um
hana í húsi Birchs prófessors, svo liún njóti
]>ar verðskuldaðrar virðingar.”
“Það skal verða gert,” sagði Frich.
“Þá eru slcjölin eftir,” sagði sýslumað-
ur. “Það eru áreiðanleg skjöl; síðasta bréf-
ið hótar dauða, og það hefir komið Mix til að
leita hjálpar. ”
“Lofið þér mér að sjá skjölin,” sagði
kennarinn. “Eg er einn af kviðdómnum og
hefi Jieimikl til þess..”
“Brendu )>au, guðfaðir,” sagði Ella.
Kennarinn tók bréfin, kveikti í þeim yfir
lampanum og kastaði þeim svo í ofninn.
Petra stundi þungan og leit upp.
“Nú er öllu því illa fórnað guðum elds-
ins. Getum við nú eklci tekic5 jólagleðina
aftur og látið frið búa í hugúm vorum?”
sagði sýslumaður.
“Jú, þannig gekk það á fvrstu tímum
lcristninnar, ” sagði kennarinn.
“Geta ekki málspartarnir reynt,” sagði
Viktor.
Dyrum var lokað með hægð. Hann leit
við. Frich var farinn.
Petra stóð upp, gekk að glugganum og
dró upp blæjuna.
“Norðanrok,” sagði hún. “A morgun
verða allir vegir ófærir svo enginn getur
ferðast. Góðanótt ”
Andlit hennar var rautt og tár í augun-
um.
“Eitt orð, systir mín,” sagði Viktor.
Hún snéri sér að honum eins hjálparlaus
og barn. Hann tók um mitti hennar og leiddi
hana út. En leit um leið á Ellu, og augun
hans sögðu: “ Sittu kyr, eg kem aftur.”
“Hvað gengur að Petru?” sagði sýslu-
maður.
“Hún er kanske með í þessu, ” svaraði
kennarinn. “Eg liélt að friður ríkti meðal
þeirra ungu, en svo er hið argasta ósamlyndi
meðal þeirra.”
“Petraf Nei, nei. Hún er fjarlæg því
sem heitir ásthyggja.”
“Góða nótt, litli lögmaður,” bætti hann
við. “Eg er ekki dómari fyrir Mix, heldur
faðir. Eg vil að hún geti nú sofiÖ vel og
verði aldrei framar fyrir ofsóknum né frið-
spilling. Og svo verð eg að kynnast móður
Ellu. Eg er fyrirfram hrifinn af henni.”
Við erum tveir um það,” sagði kennar-
inn.
Viktor var eina stund í burtu. Þegar
hann kom ofan aftur, var búið að slökkva
ljósin og mvrkur í stofunni.
“Farin,” sagði hann. “Það er það sama.
Og nú til hins sjúklingsins. Þetta var barna-
vinna, verra er að fást við ástríðurnar, stærð
þeirra er takmarkalaus. ”
Hann þaut upp á loft og inn í herbergi
Frichs, það var mannlaust. Hann kveikti
Ijós, og á borðinu lá nafnspjald, á það var
ritað: “Fer nú á járnbrautarstöðina og verð
á liótelinu í nótt. A morgun verða allir vegir
ófærir.”
John kom inn og las þessi orð með því að
horfa yfir öxliíia á bróður sínum.
“Svo skemtilegt,” sagði Viktor.
“Það er líkt honum. Sjálfselskur frá
hvirfli til ilja með höggormsbugðum. Hefði
ungfrú Kirkner ekki notað nafn þriðju per-
sónu, þá hefðum við getað gefið. honum á
hann — en þarna sátum við allir, án þess að
hafa gilda ástæðu. Sáskratti!”
Geturðu ekki sparað stóryrði þín á með-
an eg hugsa mig um ?” spurði Viktor, og lok-
aði báðum augunum með vísifingrum sínum.
Nokkrar mínútur varð þögn.
“Eg get samt sem áður ekki sofið í nótt
—vil vita vissu mína um að Frich sé í rúminu
sínu,” sagði liann. “Hafi hann komist á-
fram, þá kemst eg það líka. ”
“Þú ert of tilfinninganæmur til þess að
vera læknir, Viktor. Eg vil fara með þér.
“Nei, lokaðu bara götudvrunum á eftir
mér, og gaktu svo eins hægt og köttur upp
stigann. Góða nótt.”
Tveimur stundum síðar barði Viktor á
dyr hjá Frich.
“Kom inn. ”
Herbergið var bjart og hlýtt. A legu-
bekkshorninu sat Frich með vindil, sem hann
var nýbúinn að kveikja í. A borðinu logaði á
spíritusvél með vatni í og við hlið hennar
konjak og whisky.
“Ert það þú, Viktor. Þú ert tryggur
maður, en hvert er erindið?”
“Fyrst og fremst sem læknir ]>inn, að
banna þér alla áfenga drykki svona seint á
kvöldin,” sagði Viktor glaðlega, “en hringdu
og heimtaðu glas. Eg liefi verið tvo tíma á
leiðinni og þarf að fá heitt púns.”
“Gott fyrir Þór, en ekki fyrir Loka,”
sagði Frich og hringdi. “1 raun réttri vona
eg að hlýr drykkur geri þig vægari í dómi
ytir mér. ”
“Heldurðu að eg sé kominn til að dæma
þig. Nei. Fyrst kem eg sem vijiur þinn og
svo sem læknir. Veiki þína skulum við kalla
eftirsókn.”
‘ ‘ Kallaðu hana hvað þú vilt, hún er nú
enduð og gerir ekki vart við sig framar —
þegar lu'm skiftir um nafn.”
“Skiftir um nafn?” spurði Viktor.
“Já, eg vissi það að þegar þú og Elín
fyndust, myndu forlög ykkar sameinast og
því ásetti eg mér að beita öllum vopnum til að
koma í veg fvrri það. En eg veit nú að það
er gagnslaust að elta gæfuna. A morgnana,
þegar heilinn er eins hreinn og himinloftið
eftir septemberstorm — þá svíður mig hér.
Hefir þú lyf við því?”
“Það eru tveir hlutir til. ”
“Já, vinna. Eg vissi þú mundir nefan
hana, og eg ætla líka að byrja strax, eftir eins
árs vinnuleysi,” svaraði hann óþolinmóður,
“og Jiitt ?”
“Petra.”
“Petra?” sagði Frich og horfði fast á
liann. “Hún hefir aðeins ástæðu til að hata
mig—”
“En þú veizt að kvenfólk er ekki rök-
frótt. Hatur hennar hefir snúist gegn
Elínu—”
“Gegn Elínu!” hrópaðli Fiúch, “gegn
Elínu, segir þú ?”
“ Já, en eg skal bæta úr því. Látum liana
sofa með það, svo vaknar réttlætistilfinning-
in. ”
“En Viktor, þú getur þó ekki viljað að
eg, sem liefi hegðað mér þannig—”
“Mundu það, að eg lít á þig sem veikan
mann, þegar þú ert heilbrigður, ertu alt ann-
ar, sannleikselskur og eðallyndur. Ef þú þar
á móti vanmegnast yfir þessum vonbrigðum
—verður staupið huggun þín — fyrst með
leynd, en brátt komur sú stund, að þú getur
ekki án þess verið, og það er þó svívirðilegt
fall fyrir kjörfursta.”
Frich var staðinn upp og gekk fram og
aftur um gólfið.
“Þú ert í rauninni prúðmenni, Viktor.”
“ Heimspekingurinn, prófessorinn Sibb-
ern, segir á einum stað, að hjartað sé aldrei
móttækilegra fyrir nýja ást, en á meðan það
berst við leifarnar af hafnaðri ást. Manstu
eftir því?”
“ Já, eg hefi fest þá setningu í huga mín-
um. Hann er sálarfræðingur. ”
“Eg get ekki vitað af þér ógæfusömum,”
sagði Viktor innilega.
“Af því ]>ií ætlar sjálfur að ná gyðju
gæfunnar,” sagði Frich ofurlítið ákafur.
“Um það veit eg elckert,” svaraði Vik-
tor kuldalega.
“Veikindi þín eru annars lík áhrifum
morfíns,” sagði hann augnabliki síðar.
“Lýgi, svik og útúrdúrar eru áhrif þau er
nautn þess veitir. Öll vopn eni leyfileg til
framkvæmdar hinum hrottalegu kröfum hans.
Hann hikar ekki við að skrifa falskt nafn,
fremur en ]>ú við að baktala saklausa stiilku,
af því hún gat ekki svarað ást þinni. Hjá
slíkum sjúkling er viljinn dauður, og svo er
spurningin, hvort læknirinn getur vakið hina,
góðu eiginleika til lífs í þeirri persónu, sem
þjáist af þessari veiki.”
‘ ‘ Þú málar með breiðum bursta — en þú
hefir augun opin — því ber ekki að neita.”
Frich stóð kyr eitt aUgnablik og horfði
fram undan sér, gekk svo að borðinu og lét
tappana í báðar flöskurnar, tók svo staupið
sitt og tæmdi það.
“Eg hafði raunar ásett mér að vaka í
nótt,” sagði Frioh.
“í félagi við konjak og whisky. Það er
fremur lélegt samkvæmi um miðja nótt.”
“Já, þinn félagsskapur er þúsund sinn-
um betri. Það kom einhver undarlegur frið-
ur með þér inn um dyrnar. Hvíld fyrir of-
revndar taugar.”
“Eftir mínum skilningi eru taugarnar
alt af starfandi. Okkur sýnist sitt hvorum í
þessu efni.”
Frich hló háðslega.
“Eftir ]>ínum skilningi ætti þá að fá
verkfræðing til að finna geisla stjarnanna,
eða að mæla halla vetrarbrautarinnar, ásamt
fróðum lögmanni, sem garti gert áætlun um
kostnaðinn? Eða heldurðu að guðfræðingur
fávís og hjátrúarfullur, eins og hann flækist
um þessa jörð, yrði fenginn til að útlista
árangurinn. íin Jakast er það fyrir læknana.
Á himnum er engin synd, að sagt er, og þá
lieldur ekki nein veikindi. Hann yrði ]>ar ó-
þarfur eða, hvað Viltu gera við hann,
Viktor?”
“Látum hann fá hvíld hinna sælu. Hann
þarf ]>ess með, eftir hið erfiða líf liér á jörð-
inni,” sagði Viktor, glaður fyrir því að Frich
gat gefið sig við þessum hugsjónadraumum,
sem sýndi að meiri ró bjó í liuga hans en
Viktor hélt.
“En hugsaðu nú ögn um mig,” sagði
hann, lánaðu mér kodcía og ábreiðu, þá sef
eg hér á legubekknum. Við þurfum báðir
hvíldar með, en Jni getur lialdið áfram upp
himnastigann unz þú sofnar.”
Tveim stundum síðar var Viktor enn
vakandi, ljósið var slökt, kyrð yfir öllu og
Frich sofandi.
Það er gott að liann liggur hér í rúm-
inu, en elcki liti í snjónum, hugsaði Viktor.
Eg ætla að vera á verði í nótt. A moi’gun
verður Jxann kominn til móður sinnar, og
menn eru vanir að foi-ðast allar heimskulegar
hugsanir á lieimilum sínum — þó maður geti
aldrei reitt sig á slíka sjúklinga.
# * #
Það er bjartur janúarmorgun á lieimili
frú Kirkner. Sólin slcín inn um gluggana og
breiðir geisla sína á gólfið. Enn þá hvílir
hátíðabragur yfir öllu eftir jólavilcuna. Á
borðinu liggja nýjar bækur skrautlega bundn-
ar, myndabækur og ljósmyndir. Á litlu borði
hjá flauelslegubekk í horninu standa marg-
ar blómakrukkur, og bak við þær á legubekkn-
um situr Blín og mamma hennar talandi f jör-
lega. Elín var nýkomin heim frá jólaheim-
boðinu, og kom með morgunlestinni í stað
hádegislestarinnar, eins og hún hafði skrifað
mömmu sinni, og það var um þetta sem frú
Kirkner var að tala — }>að var ekki reglu-
bundið. — Hún ætlaði sjálf að sækja hana- í
fallegasta vagninum hans Nyquists. Elín
bara brosti.
“En við skulum nú láta þetta vera gott
og glevmt, góða Ella mín. Þú ert kjarkleg,
fjörugri og glaðari en þegar ]>ú fórst. Þú
hefir átt skemtilega daga?”
“Ekki beint skemtilega—”
“Nei, ]>að var leitt að þú fékst þetta högg
fvrir ofan augað. Ó, öll meiðsli á andlitinu
eru vond. En það hefði getað verið veiTa.
ó, eg get naumast hugsað um það.”
“Hugsaðu heldur ekki um það, mamma.
Þegar'eg sagði ekki beint skemtilega, gafstu
mér ekki tíma til að enda setninguna. Eg
ætlaði að bæta við: en aðdáanlega samt. ’ ’
“Nú? Hvað gerði þá aðdáanlega? Þú
notar Ibsens orð. Bg er forvitin.”
Elín rétti hendina fram. Á fingrinum
var mjór hringur með björtum roðasteini.
“Elín — hvaða hringur er þetta?”
“Bráðabirgðakvittun, mamma. Það á
að skila henni gegn síðari ávísun með sömu
dagsetningu. Gefandinn flytur sjálfur sitt
mál. ”
Dyrabjöllunni var liringt. Vinnukonan
lauk upp og hratt fótatak heyrðist í forstof-
unni, sem kom Ellu til að blóðroðna.
Dyrnar voru opnaðar, og frammi fyrir
mæðgunum stóð Viktor Sagen.
Með einu augnatilliti sá hann hina
skrautlegu stofu, með myndunum hringinn
um kring á veggjunum, höfuðið á Ellu í sól-
skininu með dökka hárið — en lengst horfði
hann á andlit frú Kirkners, þar sem aldurinn
og sorgin höfðu sett sín merki, en samt ekki
getað eyðilagt hina eðallyndu drætti og fögru
línur í svip hennar, né kasiað skugga á hið
bjarta tillit hennar, sem nú hvíldi spyrjandi
á honum. En þetta 'tillit í sambandi við hina
tignu ró hennar — sem kaus að bíða eftir
ráðning gátunnar áður en hún segði eitt orð
—skapaði þá mynd í huga hans, sem gaf sig
í ljós með einu einasta orði:
“Móðir,” hvíslaði hann lágt.
Þetta orð, sem kom frá instu fylgsnum
sálarinnar og honum næstum óafvitandi rann
yfir varir hans, slökti alt í einu allar barna-
þrár hans og æslculanganir, sem lengi höfðu
búið í huga hans, og kveiktu nýtt ljós, sem
gegnum athugult móðurauga stráði birtu á
framtíðarleið hans.
“Móðir,” sagði hann aftur, “viltu gefa
mér Elínu? Og taka um langan tíma saman-
sparaða ást móðurlauss unglings í staðinn?”
Sonarást! Hið lengi þráða — sá aumasti
blettur í lífi frú Kirkners sem hægt var að
finna. Það áreiðanlegasta tak, sem bæði
sigraði alla mótstöðu ög öðlaðist ást hennar.
Hún stóð upp til hálfs og rétti hendina
fram, en tók eftir því að tárin, sem komu
fram í augu hennar, runnu hratt niður kinn-
arnar af því hún stóð álút, drógu úr rödd-
inni þegar hún ætlaði að tala.
En hún náði brátt valdi yfir sjálfri sér,
og með nokkurri geðshræringu en jafnframt
með gletnislegu brosi, snéri hún sér að Ellu
og spurði:
“Nafnið, Elín? Segðu mér nafnið.”
“Viktor,” svaraði Elín glaðlega, “Vik-
tor — mamma — það er sá sem sigrar. ”
ENDIR
Helen, eg elska þig
Eftir Jam.es T. Farrell.
Það var einn af þessum drepleiðinlegu
haustrigningardögum. Dick Buckford og
Dan stóðu fyrir utan lítið grásteinshús í húsa-
þyrpingunni við Indíána-stræti, og vissu ekki,
hvað þeir áttu af sér að gera. Þeir litu livor
á annan.
Skelfing ertu ræfilslegur, sagði Dick.
Já, sagði Ðan.
Dan var fyrir stuttu kominn í nágrennið.
Hann vissi ekki, livað hann átti að segja.
Ilann leit undan. Augu lians hvörfluðu yfir
vott strætið, sölnað grasið og ruslið við gang-
stéttina hinuegin,, þrílyftu íbúðarlnisin, og
upp í þungbúinn liimininn yfir húsunum, sem
þá og þegar virtust ætla að missa jafnvægið
og steypast fram yfir sig.
Já, þú ert ræfill. Þú ert ræfill, sagði
iíick.
Þá ert þú líka ræfill, sagði Dan.
Er eg? sagði Dick.
Já.
Er eg ræfill?
Ef þú segir, að eg sé ræfill, þá ert þú
ræfill líka.
Dan vonaði, að þetta endaði ekki með
skelfingu. Hann vissi, að ef nýkominn strák-
ur beið ósigur í áflogum, þá settust allir að
honum, ógnuðu honum, lcvöldu liann, ]>á var
honm sí og æ strítt með því, að hann liefði
verið barinn. Hann vonaði, að hann ka>mist
hjá því að slást við Dick, sem var tíu pundum
þyngri, eða þar um bil. En hann gerði sér
í hugarlund, að hann væri að slast við Dick
og berja liann til óbóta. Hann sló Dick í ancl-
litið og sá blóðið streyma úr stóra nefinu
hans. Hann sló Dick og Dick lineig niður,
löðrandi í blóði, og baðst vægðar, en stelp-
urnar og strákarnir, sem horfðu á bardag-
ann, æptu af hrifningu og sögðu að hann
væri góður að slást, og svo myndi Helen koma
til hans og láta í ljós aðdáun sína yfir sigri
hans.
Hann liafði nú stundum verið með Helen
Scanlan. Henni leist víst á hann, en hann
hafði verið svo skrambi feiminn. Einu sinni
hafð hann lialdið í hönd hennar og getað
kyst hana, og þau hefðu getað farið saman út
í skemtigarðinn og þar liefði hann getað kyst
hana aftur, bara ef hann hefði elcki verið
svona feiminn. Hún hafði jafnvel sagt, að
sér litist vel á liann.
Nú stóðu þeir beint fyrir utan gluggann
hjá Helen. Hann hugsaði sér, að hann væri
að slá Dick niður, nokknim sinnum í viðbót,
en Helen væri úti í glugganum og horfði á
þá. Hún var rauðhærð, liún Helen Scanlan.
Hann elskaði hana. Hann andvarpaði:
Helen, eg elska þig!
Af hverju borarðu ekki úr eyrunum á
þér? Ha ? sagði Dick.
0, éttu það sem úti frýs, sagði Dan.
Hann óskaði þess, að Dick færi burtu.
Hann vildi gjama labba eittlivað, ef til vill
út í skemtigarðinn, þar sem ekkert ryfi kyrð-
ina, nema vindurinn, og þar sem laufið væri
vott og gult og þar sem hægt væri að liugsa
í næði um Helen. Þar gæti ungur maður
labbað um og látið sig dreyma dálítið og
hugsað um Helen. Og hérna stóð Dick fyrir
framan hann og Dick var álitinn duglegastur
að slást af öllnm í nágrenninu og liann virtist
vilja fara í slag, héma beint framundan
glugganum hjá Helen. Og ef til vill mvndi
Dick sigra, og Helen stæði úti við gluggann
og sæi alt saman!
Dan vildi að Dick færi burtu. Hann sagði
við sjálfan sig, að hann elskaði Helen, að
hann væri alveg dauðskotinn í henni Helen
með rauða, hroklcna hárið. Hann mintist
þess, þegar hann gekk um alt nágrennið með
reikninga síðastliðið sumar og fékk túkall
fyrir að stinga þeim í póstopin. ITann eyddi
peningunum með henni. Þau sátu á pallin-
um á söluvagninum hans Georgs, og það var
gaman, þegar hann og Helen sátu þama aftan
á vagninum og héldust í hendur, meðan vagn-
inn skoppaði úr einni götunni í aðra og með-
an Georg krvpplingur afhenti vörurnar sín-
ar. Og svo fóru þau og keyptu sér kandís
og sódavatn og urðu að fara um margar göt-
ur til þess að finna aftur vagninn lmns
Georgs. Hann sagði við sjálfan sig, að hann
elskaði Helen.
(Framli).