Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 2
2
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚLl, 1936
GÓÐ STJÓRN
Liberal og Progressive stjórnin í Manitoba, undir for-
ustu Hon. John Bracken, leitar stuðnings kjósenda á
eftirgreindum stefnuskráratriðum:
1. Ferill stjórnarinnar sannar árvakra embættisfærslu
og ráðvanda og framtakssama forustu.
2. Stjórnin krefst endurnýjaðs urnboðs til þess ....
Að knýja fram lækkaða vexti á einstaklinga, sveit-
arhéraða og fylkislánum.
Að halda áfram og hrinda í framkvæmd umbótum
á sviði landbúnaðarins.
Að halda áfram tilraunum í umbótaátt til þess að
afla sveitarhéröðum aukinna tekna og þæginda.
Að létta undir með þeim héröðum, sem sárast eru
leikin af völdum ofþurka, og koma þeim að nýju
efnalega á kjöl.
3. Stjórnin leitar ennfremur samþykkis kjós&nda á
þeim atriðum, er kér greinir frá . . .
Um styrk til atvinnuleysingja.
Um efling og útfærslu námaiðnaðarins.
Um uppörvun til einkafyrirtækja og athafnir í þá
átt, að glæða traust þeirra á framtíðinni.
Um ráðstafanir til þess að afstýra vandræðuu
meðal fólks, sem og á sviði atvinnu- og iðnaðar-
lífsins.
Um viðhald og gengi heilbrigðis og samfélagsmála.
Bracken-stjórnin verðskuldar endurkosningu vegna
þess hve vel og ráðvandlega hún hefir veitt forustu
málefnum fólksins í liðinni tíð, og vegna skynsamlegrar
og heilbrigðrar stefnu hennar í sambandi við fram-
tíðina.
Manitoba vegna
Skuluð þér greiða atkvæði
Liberal og Progressive
MANITOBA LIBERAL AND PROGRESSIVE PROVINCIAL COMMITTEE
Great West Permanent Bldg., Winnipeg.
Guðshugmynd nútímans
(Framh.)
II.
Þetta, sem nú hefir verið sagt,
getur auðveldlega skýrt það,
hvernig líta má á skynsamlegan
hátt á þróun guðshugmyndarinn-
ar eða hina vaxandi opinberun.
Sumir álykta á þá leið, að ef
sýnt verði fram á það, að guðs-
hugmynd nútímans hafi þróast
frá barnalegum hugmyndum for-
tíðarinnar, þá sé hún auðvitað
ekkert annað en sama vitleysan,
einungis í finni útgáfu. En þetta
er alveg skakt sjónarmið. Vér
þurfum alls ekki að telja, að hug-
myndir fornaldarinnar, jafnvel
þær, sem sáu guði í stokkum og
steinum eða dýrum, eða sáu guð
í geislum sólarinnar og hinum
I e i f t r a n d i stjörnumerkjum
geimsins, hafi verið beinlínis
rangar. Því síður, er menn sáu
guði í konungum eða miklum
trúarbragðahöfundum. Ekkert af
þessu er beinlínis rangt. Enn í
dag sjáum vér guð í öllu þessu.
En sjónarmiðið er bara takmark-
að. Þetta er opinberun á lágu
stigi. Það er eins og skynjun
dýrsins af sönglist, eða sú hug-
mynd barnsins, að maður sem
talar í útvarp, sé sjálfur inni í
viðtækinu. Hér skortir aðeins
meira ímyndunarafl og meiri
djúpsýn. Á trúarlegum efnum
hefir þessi djúpsýn komið í ljós
í opinberun spámannanna. Þar
sem allur almenningur takmark-
ast venjulega við það, sem honum
er kent, skynjar spámaðurinn
nýjar og áður ókunnar víðáttur.
Hann er fyrst og fremst “sjá-
andi," eins og Gyðingar skildu
til forna, og gnæfir þá upp úr
múgnum að hugsanaþroska eins
og risahallir nútímans upp úr
lágreistri borg eða pýramíði úr
fornöld upp af sléttlendinu.
Hugsanir þeirra Ijóma eins og
blossandi vitar gegn um niða-
myrkur aldanna. Frá fjórtándu
öld fyrir Krist, þegar þorri
Egvpta trúði enn á uxa eða
skritna fugla, höfuin vér sólar-
söng Akhenatens, hins merkilega
spákonungs, dýrlegan óð til At-
ons, hins eina sanna sólarguðs,
sem með geislum sínum bindur
alla saman i ást sinní. Kvæðið
hefst á þessa leið: “Hversu ynd-
isleg er upprás þin við sjóndeild-
arhring himins, lifandi Aton,
uppspretta lífsins. Þegar þú
brunar fram af austurvegum,
fyllir þú sérhvert land með feg-
urð þinni, . . . frá hæðum ná
geislar þínir til jarðar. Dagarnir
eru fótspor þin.”
Og þannig hafa iðulega komiS
fram einstaklingar með langt um
cíýpri inssmsgáfu en fjöldanum e~
gefin. Yfir rökkurdjúp aldanna
rétta j>eir hver öSrum höndina i
þeim eina og santa skilningi. aS dýr-
legri hlutir búi í hjarta tilverunnar
en nokkurn mann hefir enn til fulln-
ustu dreymt um. Hugsanir þeirra
hafa veriS eins og sterk varpljós
langt og djúpt inn í leyndardómana,
og þessi varpljós mannlegra skynj-
ana gefa oss fyrirheit um þaS, aS
mannleg skilningarvit sé yfirleitt aS
þróast til meiri fullkomnunar. Hver
veit, nema ýmisleg dulskygni, sent
nú finst ekki nema örlítill visir aS
hjá örfáum, eigi eftir aS þroskast
og verSa almenn? Hver veit nema
okkur kunni aS bætast meS tíman-
um alveg ný skilningarvit, er opni
nýjar víSáttur og þýSi i skynhæfar
myndir geisla áhrif, er vér vitum,
aS hvorki auga eSa eyra nemur nú?
Ekkert af þessu er útilokaS. ÞaS
er meira aS segja ákaflega líklegt.
ESa hví skyldi sú þróun, er hófst
fyrir óralöngu á jörSinni, stöSvast!
þegar hingaS er komiS,, eSa mun alt
vera yitaS nú, sem unt er að vita?
ÖIl þvílík imyndun er barnaskapur
einn, sem andmælir daglegri reynslu. i
Alveg nýir og óvæntir hlutir eru
stöSuglega aS koma í ljós, hlutir, ■
sem alt af hafa dulist í náttúrunnar |
ríki, en vér höfum aðeins ekki haft
auga til aS sjá. Fyrir hinni vaxandi ^
opinberun verSur því heimurinn alt I
af fjölbreyttari og furSulegri. Menn j
uppgötva ekki aSeins dulin öfl í
náttúrunni, heldur og dulda mögu-
leika og dulda merkingu. Imyndun- f
arafl mannsins sér ýmsar leiSir, er
tæknin siSan skapar um efniS.
Þannig verSur hin framstigula
þróun til fyrir vaxandi ímyndunar- j
afl, sem meS öSrum orSum mætti
kalla dýpri sýn eSa skynjun af veru.
leikanum.
III
Nú mundu ýmsir vilja spyrja,
hvar væru spámenn nútímans, og er
þvi til aS svara, aS þeir koma fram
á ýmsum sviSum, vafalaust fleiri
en nokkru sinni fyr og fer þaS eftir
eSlilegum náttúrunnar lögum. Teg-
und: Hinn skynsemi gœddi maður
á aS vera á þroskaleiS og auk þess
ætti stöSugt aS verSa léttara og létt-
ara, aS auka viS þekkingarforSa liS-
inna kynslóSa og fullkomna vits-
munastarf þeirra. Spámenn nú-
tímans koma fram á sviði vísind-
anna, heimspeki, stjórnmála og trú-
arbragSa mismunandi þroskaSir og
víSsýnir, en sú tegund manna, er eg
ætla skyldasta hinum fornu sjáend-
um í nútimanum, og ríkasta af hæfi-
leikum til innsærrar skynjunar á eSli
og rökum lífsins, eru skáldin, en af
þeirra flokki hafa spámenn og dul-
vitrii%ar allra alda verið.
Ef vér lesum spámannarit G.-t.
verSum vér þess vör, hvernig þessir
menn sáu mikils til glöggar en all-
ur almenningur ýmislegt þaS, sem
oss virSist nú einföld sannindi.
“Miskunnsemi þrái eg en ekki fórn”
var t. d. geysilega frumleg og djúp-
skygn hugsun á sínum tíma, þegar
allir reyndu aS bliSka GuS, er þeir
hugSu grimman, með fórnum. Eins
og í leiftri opinberast þá spámann-
inum þessi hugsun: Þannig er ekki
GuS. Hann er ekki harSstjóri, sem
stöSuglega þarf aS vera aS blíSka
meS fórnum. Hann ætlast ekki til
neinnar annarar þjónustu af mönn-
unum en aS þeir ástundi réttlæti og
kærleika. Þesskonar ályktanir
spretta upp í sálum manna, þegar
slíkir eðlisþættir hafa náS nokkrum
þroska í sál þeirra sjálfra — þegar
þeir sjálfir hafa náS lengra á þroska
brautinni og því má ætla, aS þeir
nái-einnig réttari skynjunum af al-
heiminum. Og skynjun hins sannar-
lega skálds, dulvitrings eSa dýrlings
er ekki aSeins yfirborSsleg skynjun
af ytri fyrirbrigðum. Saman viS
hana rennur einnig hin innri skynjun
fullkomnari skilningarvita. Og enda
þótt skynseminni kunni oft aS verSa
fótaskortur viS aS útskýra eSli og
þýSingu þessara skynjana og frá
þeim örðugleikum stafi meira eða
minna tímabundin guðfræði eSa
heimspeki, þá hefir skáldum, lista-
mönnum og spámönnum oft tekist
aÖ lýsa henni á þann hátt, aS eng-
um dylst, aS á augnablikum vitran-
anna hafa þau lifað fylstu og dá-
samlegustu lífi, af því aÖ þau hafa
hafa skynjað meira en venjulegir
menn gera. Óteljandi dæmi um
þetta mætti nefna, t. d. í kvæSum
i Matthíasar Jochumssonar og Einars
! Benediktssonar og hjá ágætustu
| sagnaskáldum veraldarinnar, eins og
t. d. Dostoievsky. I “BræSrunum
I Karamazov” lýsir hann á ógleyman.
i legan hátt tilfinningum Aloysha eft-
ir næturvökuna yfir kistu Zossima,
I er hann gengur út úr klefanum aS
næturþeli:
“Yfir honum hvelfdist óravíÖur
og óendanlegur himinn stráSur blíS-
skærum, tindrandi stjörnum. Frá
hvirfilpunkti og niSur aS sjóndeild-
arhring markaSi fyrir vetrarbraut-
inni í tveimur fölum straumkvíslum.
Svöl og kyr nóttin faðmaSi jörðina.
Hin skrautlegu haustblóm sváfu enn
á beSum sinum umhverfis húsiS.
ÞaS var eins og þögn himins og
jarðar rynnu saman og leyndardóm-
. ur jarðarinnar yrSi eitt meS leynd-
ardómi stjarnanna ....
Aloysha stóS kyr, starði í kringum
! sig og skyndilega fleygði hann sér
flötum á jörSina. Hann vissi ekki,
hversvegna hann faðmaði hana.
Hann gat ekki meS neinu móti gert
sér grein fyrir því, hvers vegna hann
þráði svo óstjórnlega aS kyssa hana
. . . En hann kysti 'hana og grét
meS ekka og vökvaði hana tárum
sínum, játaði henni á ástriðuþrung-
inn hátt ást sína og hét aS elska
hana um eilífS. . . .
Hversvegna grét hann? í unaSi
sinum grét hann jafnvel yfir þess-
um stjörnum, sem tindruðu til hans
utan úr hyldjúpum geimsins, og
hann blygÖaÖist sin ekki yfir þess-
ari hugljómun. ÞaS virtust liggja
þræðir frá þessum óteljandi veröld-
um GuSs, er bundu sál hans við þær,
og sál hans hrærðist aS insta grunni,
vegna sambandsins viS þær. Hann
þráði að fyrirgefa öllum alt og öSl-
ast fyrirgefning. Ekki aðeins fyrir
sjálfan sig, heldur fyrir alla menn,
fyrir alt og alla. “Og þannig munu
aðrir biðja fyrir mér,” hljómaði í
sál hans. En meS hverju augna-
bliki, sem leið, fann hann glöggar
og glöggar, næstum því eins og með
áþreifanlegri tilfinning, hvernig eitt-
hvað örugt og óbifandi var að setjast
að í sál hans, líkt og sjálf himin-
hvelfingin hnigi ofan í vitund hans.
Og það var eins og voldug hugmynd
hefði sezt aS völdum í sál hans um
alla æfi og að eilífu og hún lyfti
honum í hæðirnar. Sem þrekvana
ungmenni hafði hann hnigið niSur
á jörðina, en hann reist á fætur sem
hugdjörf hetja. . . . Aldrei á æfi
sini gat Alyosha gleymt þessu
augnabliki. SíSar meir var hann á-
valt vanur aS segja: “Á þeirri
stundu heimsótti einhver sál mina.”
Frá svipuðu atviki segir rithöf-
undurinn J. Middleton Murry i bók
sinni: God. Þegar atvikiS kom fyr.
ir hann, var hann aþeisti og úrvinda
á sál og likama eftir missi merki-
legrar og ástríkrar konu. Honum
virtist hann standa uppi aleinn í
heiminum andspænis ægilegum og
fjandsamlegum alheimi. Og eitt
sinn, er hann sat í myrkrinu inni í
herbergi sínu í óendanlega döprum
hugsunum, kom það fyrir hann, sem
gerbreytti öllu lífi hans upp frá
því.
“Ef eg gæti sagt frá þvi,” segir
hann, “gæti eg skýrt frá hinu óum-
ræðilega. En á einu augnabliki virt-
ist mér eins og hyldýpi myrkursins
breyttist í ljós og kuldinn í yl, og
ljósið flæddi eins og í voldugri
bylgju yfir sál mína og eg laugaðist
í þvi og endurnýjaSist. Mér fanst
ISLENDINGAR
í St. George kjördœmi!
Yðar sjálfra vegna, kjördæmis yðar vegna, og Mani-
tobafylkis vegna ber yðnr skylda til þess að endurkjósa
SKULA SIGFUSSON
á fylkisþing við kosningarnar
ÞANN 27. JÚLl 1936
<x=x>
Þér vitið ávalt hvar Skúli stendur;
honum má ávalt treysta!
Published by Skuli Sigfusson Election Committee.
sem einhver nálægS fylti herbergiÖ
og eg vissi, að eg var ekki einn, eg
mundi aldrei framar vera einn, og
alheimurinn umhverfis mig væri mér
ekki óvinveittur, því að sjálfur tih
heyrði eg honum — og vegna þess
að eg tilheyrði honum, var eg ekki
framar eg sjálfur, heldur eitthvað
alt annað og eg mundi aldrei framar
óttast eins og áSur, né bera kvíÖboga
fyrir því, sem að höndum bæri.”
Síðan lýsir hann því, hvernig hann
fyllist nýrri djörfung, nýrri trú á
hafði veriS. “Alt, sem eg hefi
lífiS, og varð annar maður en hann
skrifaS síðan,” segir hann “er bein-
línis eða óbeinlinis runniS frá þess-
um atburSi. Og enda þótt hann
vilji ekki beinlínis láta kalla sig
kristinn mann, þá hefir hann þó
skrifað eftirtektarverða bók um
Jesú, er hann lítur á sem réttkjör-
inn ’höfSingja eSa drottin nýs mann-
kyns og aðra um GuS, þar sem hann
leitast við aS útskýra guSshugmynd
sína.
Murry er það ljóst, aS reynsla sín
sé hliÖstæS reynslu fjölda kristinna
mystikara á öllum öldum, og það er
gefinn hlutur, að það er samskonar-
skynjunarhæfileikar, er hér koma í
ljós og hjá spámönnum Gamla-testa-
mentisins, er GySingar kölluSu sjá-
endur. Vér minnumst þess t. d., að
Jesajas sá ljóma GuSs í helgidóm-
inum og heyrSi englana syngja:
Heilagur er drottinn allsherjar, öll
jörðin er full af hans dýrð—.
MeS stórskáldum heimsins verð-
um vér vör við slíkar vitranir af
veruleiknum, þar sem smáskáldin sjá
aSeins yfirborðið og stundum ekki
nema þaS ljótasta af yfirborSitru.
Sál mannsins er eins og skuggsjá
misjafnlega djúp og misjafnlega
hrein, og meistarinn sagði: Sælir eru
'hreinhjartaðir, því að þeir munu
GuS sjá.
Margir vilja halda því fram, að á
allar slíkar skynjanir beri að líta
sem sálsýkisfyrirbrigði eða eggjun,
og aS skáldskapur sé íeÖli sínu upp.
spuni einn og tilbúningur. En alh
ir, sem nokkurn skilning hafa á
skáldskap vita, aS þaS er aÖeins leir-
burður, sem búinn er til, góður
skáldskapur er sannur. ÞaS er aS
segja, í góðum skáldskap leitast
skáldin viS aS skýra frá því, sem
þau sjá og skynja, og meginörSug-
leikarnir liggja venjulegast í því að
geta lýst skynjuninni — að hafa
máliS svo á valdi sinu, mátt þess og
blæbrigði, að unt sé að tjá skynj-
anirnar. En flestir vitrana menn
munu þó kannast við það, aS alt af
er eitthvaS ósagt — eitthvaS sem er
óumrœðilegt.
Veit eg þaS vel, að sumir sál-
könnuðir nútímans mundu hafa
skýringar á reiSum höndum viS
svipuSum mystiskum skynjunum og
hendir þá Aloysha í Karamazov-
bræSrunum og J. Middleton Murry
í bókinni um GuS. En hvorttveggja
er, að Freud er ennþá deiluefni, og
þaSan af ómerkilegra er sumt af því
sálgrenslanagutli sem ýmsir nútíma-
rithöfundar eru hugfangnir af, enda
er í raun og veru ekki komiÖ fyrir
3tU
Verzlunarmentun
Oumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftaven.jur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram
óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR ITLTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGENT, WINNIPEG
--->oQor-r>oc—:>oc=r>o<=>ocTr7>o<-rT>o<i::z>oc=30<=r>oc=rDO<=>o<z=>o<=ii>oczz>oc