Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 4
4 liÖGBERG, EIMTUDAGINN 23. JÚLÍ, 1936 Höffíjerg G«fi8 Qt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOfí LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verd t3.00 um árið—Borgist fj/rirfram The “Lögberg” ls printed and published by The Columbia Prees, Limíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Islendingarnir þríi verður á ] r, sem , oing kjósa I. Gild rök hafa þegar veriÖ aS því leidd, hve alveg sjálfsagt það sé að íslenzkir kjós- endur í Winnipeg hagsmuna sinna og sæmd- ar sinnar vegna, vinni einhuga að kosningu Paul Bardals á mánudaginn kemur og greiði honum forgangsatkvæði. Þegar Islendingur og maður fer jafn vel saman og raun er á í þessu tilfelli, ætti ekki að þurfa á neinni hvatningu að halda, því óskiftur stuðningur við Mr. Bardal hlýtur að skoðast alveg sjálf- sagður. t félagslífi vor Islendinga í Winnipeg, og í félagslífi Islendinga vestan hafs yfir- höfuð, hefir Mr. Bardal tekið svo glæsilegan þátt, að þar hafa fáir til jafns komist. Og á hinu víðara og yfirgnipsmeira sviði samfé- lagslegra málefna, hefir framkoma hans ver- ið slík, að almenna aðdáun hefir vakið; nægir því til sönnunar að vitna til þess hvers trausts og álits hann nýtur af öllum flokkum jafnt sem formaður þeirrar nefndar, er um at- vinnuleysismálin fjallar. Mr. Bardal hefir reynst ágætur bæjarfulltrúi; hann mun einnig reynast ágætur og samvizkusamur fulltrúi á fylkisþingi, nái hann kosningu á mánudag- inn, sem ekki ætti að þurfa að draga í efa. Dægurflugur og dutlungasnákar eiga ekkert erindi á þing. Stefnufastir, hreinlundaðir kjarkmenn einir, eiga þangað nokkurt erindi. Mr. Bardal er borinn og barnfæddur i Winnipeg; fólkinu í Winnipeg þykir vænt um hann; ekki aðeins samlöndum hans, heldur og almenningi upp og ofan án tillits til þjóð- ernislegs uppruna. Rækið skvldur yðar við Mr. Bardal, ís- lenzka mannfélagið, borgina og fylkið, á mánudaginn; það er ekki til nokkurs skapaÖs hlutar að naga sig í handarbökin að loknum leik, ef illa tekst til. II. Þó þetta sj í fyrsta skiftið, sem þing- mannsefni Liberal-Progressive flokksins í Gimli kjördæmi, Mr. B. J. Lifman, býður sig fram til fylkisþings, þá er hann fyrir löngu kunnur fyrir röggsamleg afskifti af opinber- um málum; hefir hann meðal annars fyrir vit- urlega forustu, sem oddviti sveitarinnar Bif- röst, vakiÖ á sér athygli um fylkið þvert og endilangt; er nú svo komiÖ, að vitnað er í Bifröstsveit, undir forustu Mr. Lifmans, sem fyrirmynd þess, er bezt fer í héraðsmálefnum. Mr. Lifman hefir alið að heita má allan aldur sinn í Gimli kjördæmi; hann þekkir þar hvern krók og kima, og er gerkunnugur öllum þeim atvinnuvegum, er fólkið á þeim svæðum liefir lífsframfæri sitt af. Það er einnig á flestra vitorði, að frá þeim tíma, er Einar S. Jónasson lézt, hefir Mr. Lifman verið í raun- inni hinn ‘ ‘ ósýnilegi ’ ’ sístarfandi fulltrúi kjördæmisins og málsvari þess við fylkis- stjórnina. Ekkert var því eðlilegra en það, að hann hlyti útnefningu af hálfu flokks síns. Mr. Lifman er einbeittur eljumaður, sem ávalt og á öllum tímum má treysta; hann er maður sann-frjálslyndur í skoÖunum, og þó :>ann ekki nyti nema yiæsta takmarkaðrar skólamentunar í æsku, þá hefir hann numið >ví meira af lífinu sjálfu. Sákir þess hve tíminn fram að kosning- um er naumur, getur Mr. Lifman ekki komið Jtví við, að heimsækja öll hin íslenzku bygðar- lög innan vébanda Gimli-kjördæmis; þau, sem Jtannig er ástatt með þurfa samt ekkert að óttast; þau verða hvorki sniðgengin né sett hja, ef til þess kemur, sem telja má víst, að Mr. Lifman verði hinn næsti fulltrúi Gimli kjördæmis á þingi. Ef einhverjir væri þeir, sem vonandi verður ekki, er einhverra orsaka vegna ekki sæi sér fært að greiða Mr. Lifman forgangs- atkvæði, þá verða þeir að hafa það hugfast, að greiða honum No. 2. Gimli kjördæmis vegna, sæmdar sinnar vegna og sjálfra sín vegna, ber kjósendum til þess heilög skylda að tryggja Mr. Lifman kosningu á mánudaginn. Kjördæminu ríÖur á flestu öðru fremur en aðskotadýrum eða utanveltubesefum. III. \-v. In'- Mr. Skúli Sigfússon hefir enn á ný verið útnefndur sem merkisberi liberal flokksins í St. George kjördæminu; hefir hann lengri þingsögu að baki en nokkur annar fylkisþing- maður í Manitoba að undanteknum Mr. Breakey frá Glenwood. En mestu máli skiftir þó að sjálfsögðu það, hve nytsamur og drengi- legur stjórnmálaferill Skúla hefir jafnan ver- ið; alt hans líf, alt hans starf, hefir verið ó- slitin fórnar og þjónustu keðja í þágu kjós- enda sinna og samferðamanna; þetta hefir kjósendum hans alla tíð verið ljóst, þó ljós- ara verði það þeim sennilega á mánudaginn kemur, en jafnvel nokkru sinni fyr. Enda verða það hvorki kerlingareldar né pönnu- blossar, er koma Skúla í pólitískum skilningi á kné. Um þessar mundir standa yfir í St. George kjördæmi umfangsmiklar vegabætur; nemUr fjárframlagið í þessu augnamiði milli áttatíu og níutíu þúsundum dala; helminginn af þessari upphæð leggur fylkissjóður fram fvrir'atbeina Skúla, lægni hans og einbeittni. Þessu verða kjósendur ekki búnir að gleyma á mánudaginn; þeir gleypa ekki við hvaða dægurflugu, er að garði ber. A FYRSTA SOCIAL CREUIT ÞINGINU I ALRERTA IIROGUÐUST UPP SKATTAR Á FÓLKIÐ, ER NAMU $3,578,000 2% Söluskattur ............. $2,000,000 Aukinn tekjuskattur ............ 550,000 Nýr Social Service skattur .... 323,000 Aukinn ölskattur........... 300,000 Aukinn gasolíuskattur .......... 265,000 Aukinn bílskattur .............. 140,000 Er þetta björgunarbeltið, sem Social Credit trúboðið ætlast til að kjósendur grípi til á mánudaginn? Áskorun til Islenzkra kjósenda í Winnipeg 1 fylkiskosningunum, sem fara fram á mánudaginn kemur, 27. þ. m., sækja fimm um kosningu hér í bænum undir merkjum Liberal- Progressive flokksins. Einn Jæirra er sam- landi okkar, Paul Bardal. Hann er svo vel þektur, að hann Jiarfnast engra meðmæla m(>ðal Islendinga. Eg vil því aðeins taka það fram, að eg tek undir með heilum hug um- mæli ritstjóra þessa blaðs um Mr. Bardal í síðasta blaði Lögbergs. Mr. Bardal verðskuld- ar óskift fylgi landa sinna í þessum kosning- um, og það ætti þeim að vera ljúft að láta honum í té. Tilgangur minn með þessum línum er að minna Islendinga í þessum bæ á annan mann, sem sækir um kosningu undir merkjum Liberal-Progressive flokksins. Hann er Hon. W. J. Major, K.C., dómsmálaráðgjafi þessa fylkis. Hann hefir gegnt þessu embætti sam- fleytt í síðastliðin níu ár og hefir leyst Jiað ábyrgðarmikla og vandasama hlutverk svo vel af hendi að jafnvel pólitískir andstæSingar lians neySast til aS játa aS þar sé ekkert aS- finsluvert. A þessum níu árum er hann orS- inn þjóSkunnur maSur, og þaS er ekki ofsagt aS segja aS þaS sé alment viSurkent að hann standi fremstur allra dómsmálaráðgjafa þessa lands. Hann hefir í allri embættis- færslu sinni sýnt kjark, dugnað, skyldurækni og óhlutdrægni, og hann verSskuldar endur- kosningu fyrir það eitt hvaS hann hefir leyst allar skyldur sínar framúrskarandi vel af hendi. En Islendingar ættu að finna sérstaka hvöt hjá sér til að styðja hann við þessar kosningar vegna þess hvað vel hann hefir reynst þeim, og mér finst að það eigi vel við að minna J)á á J)aS einmitt nú. Á sumardaginn fyrsta 1931 flutti eg er- indi um Dufferin lávarð, hinn mikla velgerða- mann Vestur-íslendinga. 1 inngangsorðunum að því erindi mintist eg alþingishátíðarinnar, sem J)á var nýlega afstaðin, og benti á hvaða þýðingu það hefði fyrir landið og þjóðina að svo margir merkismenn frá öllum helztu lönd- um heimsins heimsóttu ísland við það tæki- færi og fluttu heim með sér hina ákjósanleg- ustu mynd af landinu og þjóðinni. 1 þessu sambandi sagði eg, meðal annar, þetta: “Eg vil leyfa mér að benda á eitt mjög augljóst dæmi hér heima fyrir í okkar eigin bæ. Eins og þið öll vitið, þá var dómsmálaráð- gjafi þessa fylkis, Hon. W. J. Major, K.C., fulltrúi fylkisins í sambandi við hátíðahaldið á Islandi. Mér er óhætt að fullyrða, að það er einróma dómur allra þeirra, sem hátíða- haldið sóttu, að öll framkoma hans á Islandi ruiíRi THE IDEALINSURANCE for your home This is one way of acquiring ample protection for your family and home at a minimum of expenditure. The few cents a day that you spend on your OWN HOME TELEPHONE are the best investment you can make. Your telephone’s dependability in times of emer- gency is unsurpassed, for it is an everready means of protection in case of illness, fire, burglary or any of the emergencies arising in the average househoid. YOUR TELEPHONE 1S WHOLLY A MANITOBA PRODUCT USE IT ! Manitoba Telephone System hafi verið bæði sjálfum honum og fylkinu til hins mesta sóma. En hann átti einnig annað erindi til Is- lands, sem hann grunaði ekki sjálf- an, þegar hann lagði af stað. ísland og íslendingar náðu svo sterkum tökum á hjartarótum hans, að hann má með sanni teljast einn sá einlæg. asti og bezti vinur, sem íslendingar nú eiga meðal annarra þjóða manna. Á þessum fáu mánuðum, sem liðnir eru, síðan hann kom heim úr ls- landsferð sinni, hefir hann flutt hvern fyrirlesturinn um ísland eftir annan og borið íslendingum svo vel söguna að ef nokkurt okkar leyfði sér að fara jafn lofsamlegum orðum um þá, yrði það talið eintómt skrum og því enginn gaumur gefinn. En hann flytur þennan boðskap sinn af svo auðsjáanlegri einlægni og svo miklum sannfæringarkrafti,. að hon- um er trúað. Við eigum ekki nú í Canada neinn öflugri né áhrifameiri talsmann en Mr. Major. Það vona eg að Vestur-íslendingar séu búnir að átta sig á, og það vona eg að þeir virði að maklegleikum og láti ekki falla i gleymskunnar dá.” Það eru nú rúm fimm ár liðin síðan þetta var ritað. Þau fimm ár hafa leitt það greinilega í ljós, að þetta var ekki ofsagt. Á þeim fimm árum hefir Mr. Major sýnt það bæði í orði og verki, að það var hér ekki um neina hverfandi hrifning af hans hálfu að ræða. Hans vináttuþel til íslendinga hefir vaxið með hverju ári, og hann sleppir aldrei neinu tækifæri, sem honum gefst til þess að greiða götu og auka álit þeirra. íslendingar! Þið eigið ekki nú, og hafði aldrei átt siðan á dögum Dufferins lávarðar, jafn ein- lægan og góðan og áhrifamikinn vin á meðal annarra þjóða manna eins og Mr. Major. Það er vonandi, sóma okkar vegna, að atkvæða. greiðslan beri þess vott að íslenzkir kjósendur í Winnipeg, með atkvæð. um sínum, hafi greitt einhvern hlut af þeirri þakklætisskuld, sem þeir standa i við Mr. Major. Hjálmar A. Bergman. Ljóð. Björn Haraldsson: Lorelei, Nýr kvæðaflokkur, Revkjavík 1936. Þetta er lítil bók, aðeins 12 siður prentaðar, og lætur lítið yfir sér. En allir kannast við íslenzku þýðingarnar af kvæði þýzka skáldsins Heine um Lor- elei. Hér er ný Lorelei á ferð- inni, íslenzk Lorelei, frumsamin við skin bjartrar nætur og róm- antík Ásbirgis. Höfundurinn er ungur Norður-Þingeyingur. Þýzka ljóðsagan um Lorelei, hina ógwfusömu dóttur Rínar- konungsins, sem varð fyrir von- brigðum i mannheimi, og í hefnd- arskyni seiðir skip farmannanna niður i djúp fljótsins, hefir um langan aldur átt djúp ítök í Rin- arbygðum. — Heine segir: Eg veit ekki af hverskonar völdum svo viknandi eg er, ein saga frá umliðnum öldum fer ei úr huga mér. Og síðan hefir sagan um Lorelei verið sunginn inn í “viknandi” hjörtu um alla veröldina, einnig hér á íslandi. Hin íslenzka “Lorelei” Björns Haraldssonar er ólík hinu þýzka kvæði eins og fsland er ólíkt Rín- arlöndunum. Hún er í söguljóða- stíl og undir ýmsum háttum, er því Ijóðarformi hæfa. Það er sorgarsöngur um “lífsins hendur harðar” og endar á að lýsa því, hvernig— tveimur lífum það kvöld af kletti i kalda strauminn hennar Rín er varpað i dauðann vegna þín, svikari hinnar saurugu jarðar. Sá klettur er altari út við Rín. Þar litla fátæka fiskistúlkan setti kórónu á sína fórn. Höfundur segist hafa viljað “varpa öðru Ijósi en þjóðsagan gerir yfir harmsögu Lorelei.” Þeir, sem kvæðin lesa, fá að heyra hvernig... . .—N. Dagbl. 14. júní. Danskar flugvélar til landhelgisgæslu hér við land? Stauning forsætisráðherra Dana segir í viðtali við blaðamenn frá Politiken í dag, að hann fari til ís- lands samkvæmt loforði, sem hann hafi gefið 1935 um það, að koma til íslands og ræða þar ýms mál, er sameiginlega snerti hagsmuni ís- lands og Danmerkur, einkum á við- skiftasviðinu, og að því er snertir gagnkvæm réttindi danskra og ís- lenzkra þegna. Hann skýrir og frá því, að hann hafi með höndum ýmsar fyrirætl- anir um að nota flugvélar við land- helgisgæslustarfið hér við ísland, auk gæsluskips þess, er Danir hafa hér, og sé því eðlilegt, að flotamála- ráðherrann og embættismenn þeir, sem með mál flotans fara, komi til Islands og kynni sér aðstöður og ástæður.—Alþbl. 1. júlí. ÍSLENDINGAR ! Fylkið liði með það fyrir augum að tryggja PAUL BARDAL bæjarfulltrúa kosningu í Winnipeg af hálfn Liberal flokksins Blaðið Winnipeg Free Press kemst þannig að orði eftir stóra fundinn í Walker-leikhúsinu á mánudagskvöldið: “Mr. Bardal hélt því fram að óumflýjanlegt væri til þess að aúka atvinnuna, að vinnutimi i iðnaði yrði styttur og lífvænlegt kaup jafnframt trygt; hann lét Jiess ennfremur getið, að hann hefði alls ekki verið i kjöri sem stuðningsmaður stjórnarinnar. ef hann ekki væri sannfærður um það, að jafnskjótt og kring- umstæður leyfðu, yrði 2% vinnulaunaskatturinn afnuminn og víðari og sanngjarnari grundvöllur fundinn viðvíkjandi skatta- álagningu. Merkið kjörseðil yðar þannig: Kosninga- og upplýsingaskrifstofa, 728 Sargent Ave., Cor Beverley Street. Sími—35 526 Published by authority ,of. S- W. Melsted.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.