Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST, 193G / Fimtugasta og annað ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Veálurheimi Ilaldið í Arborg, Manitoba, 18. til 22. júní 1936. FYRSTI FUNDUR Uið fimtugasta og annað ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, kom saman í kirkju Árdals. safnaðar, í Árborg, Manitoba, þ. i8. júní 1936. Þingið byrjaði með guðsþjónustu og altarisgöngu kl. 8.30 e. h. Prédikun flutti vara-forseti, séra H. Sigmar, og hafði fyrir ræðutexta Matt, 7:20, Lúk. 18:18, og Post. 16:31. í lok guðsþjónustunnar mintist séra Sigurður Ólafsson látins merkismanns, Stefáns heitins Guð- mundssonar, er oft hefði átt sæti á kirkjuþingum, sem fulltrúi frá Ardalssöfnuði og látist hefði siðan kirkjuþing mætti í fyrra. Til- kynti hann, að ekkja hins látna bróður 'hefði gefið Árdalssöfnuði “Cascade Carrier” að gjöf til minningar um mann sinn; þákkaði hann gjöfina fyrir safnaðarins hönd. Setti forseti, séra Kristinn K. Ólafson, síðan þingið á venjtilegan hátt. Skrifari las upp þessa skýrslu um embættismenn, presta og söfnuði kirkjufélagsins: I. Embattisinenn:—Séra Kristinn K. Ólafsson, forseti: séra Jóhann Bjarnason, skrifari; herra S. O. Bjerring, féhirðir; séra Haraldur Sigmar, vara-forseti; séra E. H. Fáfnis, vara- skrifari; herra A. C. Johnson, vara-féhirðir. II. Prestar:—N. S. Thorláksson, Björn B. Jónsson, Rún- ólfur Marteinsson, Pétur Hjálmsson, Kristinr. K. Ólafsson, Jóhann Bjarnason, Guttormur Guttormsson, Sigurður S. Christopherson, Haraldur Sigmar, Sigurður Ólafsson, Steingrímur Octavius Thor- láksson, Valdknar J. Eylands, Carl J. Olson, E. H. Fáfnis, Jóhann Friðriksson, Guðmundur Páll Johnson, B. Theodore Sigurðsson, Bjarni A. Bjarnason. III. Söfnuðir:—í Minnesota: St. Pálss., Linsolns., Vestur- heimss. — í N. Dakota: Pembinas., Vídalínss., Hallsons., Péturs., Víkurs., Fjallas., Garðars., Melanktonss. — I Manitoba: Fyrsti lút- s„ Selkirks., Víðiness., Gimlis., Árness., Breiðuvíkurs., Geysiss., Árdalss., Bræðras., Vílisr., Mikleyjars., Furudalss., Fríkirkjus., Frelsiss., Immanúels. (Baldur), Glenboros., Brandons., Lundars., Lúterss., Jóns Bjarnasonar s., Betanius., Betelss., Hólas., SkáL holtss., Herðubreiðars., Strandars., Winnipegosiss., Swan River s. Guðbrandss. — I Saskatchewan: Konkordías., Löfbergss., Þing vallanýl. s., ísafoldars., Hallgrímss. (Leslie), Elfross., Immanúelss. (Wynyard), Ágústínusars., Foami Lake s. — 1 Washington: Þrenningars., Blaines., Hallgrímss. (Seattle). — í British Col- utrfbia: Vancouversöfnuður. Á kirkjuþingi í Árborg, Man., þ. 18. júní 1936. Jóhann Bjarnason, skrifari kirkjufél. I kjörbréfanefnd voru skipaðir séra Jóhann Bjarnason, Jón S. Gillis og J. J. Myres. Séra Sigurður Ólafsson bauð kirkjuþingsmenn velkomna og árnaði þinginu, í nafni prestakalls síns, heilla og hamingju í störf- um þess á þessu þingi. Þakkaði forseti fyrir og flutti um leið þakkarorð til Árdalssafnaðar fyrir þá gestrisni, að bjqða kirkju- þinginu til sin í ár. Tilkynti hann um leið, að til þings væri kom- inn dr. E. T. Horn, trúboði frá Japan, og samiverkamaður trúboða vorra þar. Væri hann kominn sem virðulegur sendiboði United Lutheran Church in America. Kvað fyrirhugað, að hann flytti erindi að kvöldi næsta dags, þ. 19. júní; bauð hann dr. Horn vel- kominn á þing og þakkaði hinn virðulegi sendiboði fyrir. Bar forseti þá fram ýmsar auðlýsingar um væntanlegt starfs-fyrir* komulag þingsins, og var fundi síðan slitið um kl. 10:25 e. h. Mikil aðsókn var að messu og fundi. Kirkjan alskipuð fólki við það tækifæri. Næsti fundur fyrirhugaður kl. 9 að morgni næsta dag.— ANNAR FUNDUR. Þ. 19. júní kl. 9 f. h. Fundurinn hófst með guðræknisstund undir umsjón séra G. Guttormssonar. Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði þingskrifari fram þessa skýrslu: .S'kýrsla kjörhrcfanefndar. Eftir kjörbréfum þeim og öðrum skilríkjum, er kjörbréfa- nefnd hafa borist, eiga sæti á þessu kirkjuþingi, auk presta og annara embættismanna kirkjufélagsins, þessir fulltrúar frá söfn- uðunum: Frá St. Pálssöfnuði: A. R. Johnson. Frá Vídalínssöfnuði: Wm. Sigurðson. Frá Péturssöfnuði: William Jónas Sturlaugsson. Frá Víkursöfnuði: W. G. Hillman og J. J. Myres. Frá Garðar- söfnuði: John H. Johnson og Björn Melsted. Frá Melanktons- söfnuði: B. T. Benson, Hjálmar Goodman og Wm. Breiðfjörð. Frá Fyrsta lút. söfnuði: Jónas Th. Jónasson, G. Ingimundson, John J. Vopni og S, J. Sigmar. Frá Víðinessöfnuði: Thorvaldur Sveinsson. Frá Gimlisöfnuði: Mrs. Sigríður Tergesen og Mrs. Anna M. Jónasson. Frá Breiðuvíkursöfnuði: G. G. Martin. Frá Ardalssöfnuði: Jón Gunnarson, Tryggvi Ingjaldson og Snæbjörn S. Johnson. Frá Bræðrasöfnuði: Mrs. Rósa Thorsteinsson, Mrs. Kristín Ólafson og Mrs. Vigdís Pálsson. Frá Mikleyjarsöfnuði: Mrs. S. W. Sigurgeirson og Mrs. W. E. Blell, Frá Fríkirkjusöfn- uði: Th. I. Hallgrímsson og Konráð Nordman. Frá Frelsissöfn- uði: Björn Johnson og W. C. Christopherson. Frá Immanúels- söfnuði (Baldur): E. A. Anderson og Kári S. Johnson. Frá Glen. borosöfnuði: Mrs. Thórdís Jónsson og A. E. Johnson. Frá Lund. arsöfnuði: Mrs. A. S. Goodman. Frá Lúterssöfnuði: Mrs. S. Benediktson. Frá Guðbrandssöfnuði: Jón S. Gillis. Frá Víðir- söfnuði: Mrs. Aldís Peterson. Frá Herðubreiðarsöfnuði: Valdi- mar Valdimarsson og Thos. E. Thompson. Frá Betaníusöfnuði: Mrs. Margrét Sigfússon . Frá Konkordíusöfnuði: Miss Gerða Christopherson. Frá Geysissöfnuði: Jóhannes Pálsson og Baldur Guttormsson. Frá Selkirksöfnuði: Mrs. Óla Kelly, Mrs. J. E. Eiríkson, Mrs, Margaret Brydges og Jóhann Pétursson. Frá Lundaröfnuði: Jón Halldórsson. Frá Immanúelssöfnuði (Wyn- yard) G. J. Guðmundsson. Frá Ágústínusarsöfnuði: J. B. Jo- sephson. Frá Foam Lake söfnuði: H. J. Helgason. Frá Hall- grímssöfnuði (I-æslie) Helgi Eyjólfson. Og sem fulltrúi fólks að Westside, Leslie: T. S. Halldórson. Á kirkjuþingi í Árborg þ. 19. júní 1936. Jóhann Bjarnason J. J. Myres J. S. Gillis. Skýrslan var samþykt í e. hlj. og skrifuðu síðan þingménn undir hina venjulegu játningu þingsins. Þá lágu fyrir skýrslur embættismanna og fastra nefnda. Lagði forseti þá frflm ársskýrslu sína: Ársskýrsla forseta 1936 Á síðasta kirkjuþingi dvaldi hugur vor mjög við hálfrar aldar sögu vora, eins og réttmætt var og sjálfsagt. En þegar vér erum að byrja nýjan áfanga i sögu vorri verður eðlilegt og óumfiýjanlegt að vér horfum oss nær og látum hugann dvelja fremur við þær ástæður, sem eru fyrir hendi nú í kristninni alment og í okkar eigin litla umhverfi. Sagan er bakhjarl til lærdóms og viðvörunar, en líf og starf er fram- undan og krefst þess að vér lesum úr tækifærum, viðhorfi og afstöðu þannig að vér megum vera sem bezt hæfir til þess hlutverks, er okkur tilheyrir sem kirkjufélagi. Það getur varla dulist athugulum og alvarlega hugsandi mönnum að erfiðir og vandamiklir dagar eru yfir kristnina að líða í samtíð'vorri. Viðfangsefnin og vandamálin eru mörg og flókin. Láti kirkjan þau afskiftalaus, er henni bor- ið á brýn að hún sé gagnslaus stofnun, er haldist við einungis fyrir hefð. En leggi hún sig fram til áhrifa og úrlausnar verð- ur vandinn margfaldur, því ekki er einhlýtt að hafa hug og löngun að koma því fram er til heilla horfir, Til þess þarf vizku og þolgæði, sem af engu lætur bugast. En í stað þess að kirkjan geti af heilum hug gefið sig við því vandasama hlutverki að útþýða, heimfæra og greiða veg áhrifum og anda Jesú Krists á öllum sviðum mannlífsins, virðast ástæð- urnar oft þannig að mestum kröftum verði að verja til þess ineð einhverju móti að halda uppi hinu ytra fyrirkomulagi kirkjulegs félagsskapar. Þannig verður það oft meira áber- andi að halda uppi stofnun en að bera fram húgsjón. Kirkjan verður þar af leiðandi í hugum margra aðeins eitt lélag í viðbót við þau ótalmörgu, sem ekki sízt hér í Ameríku finnast á hverju strái. Mergð félaganna styður að því, að draga fjöður yfir merkingu þeirra. Margir fljóta með straumnum inn í þessa félagsheild eða hina, án þess að taka á sig nokkra verulega ábyrgð eða að nokkuð ákveðið vaki fyrir. Gildir þetta því miur einnig hvað kirkjuna snertir í alt of mörgum tilfellum. Meðlimum hennar vill dyljast að málefni hennar sé lífsnauðsyn. Þeir fylgjast með í félags- skap fremur en að vera gagnteknir af hugsjón, sem þeim liggur á hjarta. Þessi afstaða vill svo setja mót sitt á sífelt fleira, er heyrir undir líf og starf kristninnar. Þær ástæður eru því fyrir hendi að annarsvegar blasa við í nútíðinni þau vandamál, viðfangsefni og þarfir, sem krefjast áhrifa þeirra er kristindómurinn gerir tilkall til að hafa yfir að ráða, en hinsvegar stendur kirkjan þannig að vígi, að viðsjár eru um að hún fái komið við hinum lækn- andi áhrifum. Sem stofnun stendur hún á gömlum merg og helzt við, en einungis sem áhrifamikill afl- og ljósgjafi í nú- tíðarlífi getur hún fullnægt hugsjón sinni og haldið velli þeg- ar til lengdar lætur. Hennar tækifæri liggur í því að þekkja sinn vitjunartíma og taka á sig þá ábyrgð er hlutverki hennar tilheyrir. Kirkjan þarf að gera hærri kröfur til sjálfrar sín og til meðlima sinna til þess að eignast það segulafl er einkenna ætti líf hennar. Þá brýnu kröfu gera ástæður samtíðarinnar. Vanmáttur kristninnar stafar af því að vér kristnir menn höfum lagt svo litla merkingu í trú vora. Vér höfum gert það svo auðvelt að bera kristið nafn að sú meðvitund hefir of mjög tapast að það skifti miklu máli hvort maður skipaði sér undir kristið merki eða ekki. Það sem lofar mestu eins og á stendur er vakandi samvizka hinna beztu manna kristn- innar i þessu efni. Þeir sjá og eru að leitast við að fá kirkjuna til að sjá, að hin einu bjargráð, sem til nokkurs sé að treysta á, liggi í því að hún verði betur kristin, sýni svo ákveðði áhrif og anda Jesú Krists í lífi og þjónustu, að ekki sé um að villast hvað fyrir henni vakir. Það myndi ekki leysa kirkjuna frá öllum erfiðleikum, en það myndi öllu fremur gefa henni djörfung til að treysta því guðlega full- tingi er líf hennar og starf hvílir á. Að örlagaþrungið val liggi fyrir kristninni er að þrýsta sér meir og ineir inn í með- vitund þeirra er af einlægni og áhuga láta sig varða kristileg mál. Að okkar litla deild eigi sammerkt með kristninni al- ment í mörgu, liggur í hlutarins eðli, þó vér séum aðeins hverfandi brot í samanburði við stærri heildir. Yfir oss eru að líða örlagaþrungnir dagar vegna þess við stöndum uppi i sama tiðaranda og ástæðum að miklu leyti og kristnin al- ment, að því viðbættu að sérstakar ástæður vorar sem litið islenzkt kirkjufélag, dreyft yfir stórt svið þessa meginlands, skapa okkur sérstök vandamál og sérstakar hættur. Vér þurfum ásamt kristninni alment að finna til þess hve mikið er i húfi að vér veljum oss sem ákveðnast kristilegt hlut- skifti, svo ekki falli skuggi á það að vér berum fyrst og fremst fyrir brjósti að koma að áhrifum Guðsrikis í lifi inannanna en ekki aðeins að halda við félagslegu fyrirtæki eða stofnun. Þetta liggur til grundvallar allri heill vorri eins og líka kristninnar í heild sinni. En það dregur ekki lír þeirri skyldu að vér einnig áttum okkur á því með allri skynsemd að sérstaða vor sem félagsheild, sem ekki stendur i neinum tengslum við aðrar deildir kristninnar hér í álfu, veldur okkur sífelt vaxandi vandkvæðum. Það eina, sem mér finst að geti réttlætt það að vér höldum áfram í slíkri sérstöðu, væri að samvizku vorranvegna gætum vér ekki átt samleið með neinni kristinni kirkjudeild hérlendri. Eg get ekki trúað því að svo sé. Þess végna finn eg mig knúðan til að vekja athygli á þessu á ný. Enginn þarf að óttast að eg vilji eða ætli að gjöra þetta að vandræðamáli, sé hugsun manna í kirkjufélaginu óbreytt i þessu efni frá því sem kom i Ijós fyrir þremur árum. En eg get ekki lokað aug- unum fyrir því að á þessum erfiðu árum er hópur vor of lítill til algjörðrar sérstöðu. Þess skal getið að eg með þess- um ummælum er ekki að halda fram neinni ákveðinni deild er mér finst að vér ættum að sameinast, heldur er eg að mælast til þess að kirkjuþingið og söfnuðir vorir taki þetta til yfirvegunar á ný í öllu bróðerni. Þá getur bending komið um það, eftir rækilega umhugsun frá þinginu eða söfnuðun- um, við hvaða félagsheild við ættum að leita tengsla ef til kæmi. Hin langvarandi efnahagskreppa er að hafa mjög á- kveðin áhrif á kirkjustarf vort víða. Alstaðar hefir þrengt að starfinu á ýmsan hátt, en þar sem þetta hefir ekki leitt til þess að breyting hafi orðið á prestsþjónustu þeirri er söfn- uðirnir njóta, virðast afleiðingarnar ekki mjög alvarlegar. Þá heldur starfið áfram nokkurnveginn óbreytt. En þegar svo er að fara að prestaköll neyðast til að takmarka þjón- ustu þá, er þau geti staðið straum af, svo að ekki er lengur lífsframfærsla jafnvel í knappasta lagi fyrir kennimenn, hlýtur eitt af tvennu að koma fyrir. Annaðhvort verða presta- köllin án þjónustu eða þau verða að komast af með það að prestar heimsæki þau endur og eins. Prestarnir verða ann- aðhvort að leggja niður prestskap eða leita sér starfs hjá öðrum kirkjufélögum. En vegna þess að vér höfum hafnað öllu sambandi við aðrar deildir, er hæpið að vonast eftir því að kennimenn úr vorum hópi komist að starfi í erfiðu árferði hjá þeim er vér ekki getum átt samleið með. Þetta kann að vera lítið alvörumál nema fyrir þá sem fyrir því verða. öðru máli er að gegna um hættuna er stafar af þverrandi prestsþjónustu. Hún hlýtur að hafa í för með sér að mikið af kristilegu starfi falli niður til hnekkis áfram- haldandi kristnihaldi. Hvaða ráð geti verið til bóta er þörf á að íhuga. Hin kristilega aðferð er að hinir sterkari komi til liðs hinum veikari, en vort litla félag hefir svo litlu að miðla að það fullnægir ekki þörfinni. Sem þáttur í stærri heild væri öðru máli að gegna. Þar gæti verulegt liðsinni komið til greina. En það hefir mönnum fundist misbjóða sjálfstæði voru. 1 þvi sambandi vil eg aðeins benda á þá hugsjón, sem túlkuð hefir verið af beztu mönnum innan kristninnar, að kirkjan ætti að standa straum af öllu kristi- legu starfi þannig að hver stærri heild annaðist starfsmenn á öllum þeim sviðum er starfsemi hennar nær til og sæi þeim fyrir Hfsframfærslu án tillits til þess hvort þeir starfa meðal fátækra eða ríkra. Þetta kann að vera óframkvæmanlegt um langan aldur, en með þvi móti væri kirkjan áreiðanlega að framfylgja mj<ig kristilegri hugsjón. Að minsta kosti hvílir á okkur sú skylda að horfast í áugu við ástæður og leita úr- lausnar. Áðúr en eg sný mér að því að gefa stutt yfirlit yfir liðið ár, verð eg að geta um merkan atburð i kirkjusögu vorri, er átt hefði að segja frá í ársskýrslu minni á síðasta kirkju- þingi. Ástæðan til þess að eg ekki gerði það var sú að mér var ekki tilkynt það, sem hér er um að ræða, fyr en á áliðnu kirkjuþingi í fyrra. Sá mér ekki fært að gera þá grein fyrir þessu er ástæða var til. Atburður sá er eg á við er að 18. des. 1934, samþykti vor höfuð söfnuður — Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg—ný ensk grundvallarlög. Eru þessi nýju lög endurskoðun á hinum eldri islenzku lögum safnað- arins. Gekk söfnuðurinn með þessu á undan í því, sem inn- an skamms eða von bráðar verður nauðsynjamál í flestum eða öllum söfnuðum kirkjufélagsins. Þess fer alstaðar að verða þörf að lög safnaðarins séu til á ensku eða á báðum málunum. En mér er ekki kunnugt um að annarsstaðar en hjá Fyrsta lúterska söfnuði hafi verið bætt úr þörfinni. Er þvi hér áríðandi spor stigið, sem aðrir söfnuðir eru lítyegir að taka sér til fyrirmyndar. Það gefur tilefni til. þess að minnast þessara nýju ensku laga nokkru nánar i þessari árs- skýrslu. Engar stórbreytingar eru í lögunum hvað snertir starfs- fyrirkomulag safnaðarins frá því sem áður hefir tiðkast. f- haldsemi kemur fram í því t. d. að ekki hefir verið styttur uppsagnarfrestur prests er vill segja upp söfnuði, eða safn- aðarins ef hann vill segja upp presti. Er það sex mánuðir eins og verið hefir, þó í hérlendum kirkjum sé nú sá fyrir- vari víðast orðinn mjög styttur. Persónulega fellur mér í- haldsemi í þessu efni mjög vel. Hún veitir meiri festu. Ef brýnar ástæður krefja, er sjaldan tregða á að gjöra undan- þágu. Mismunandi ákvæði munu vera í lögum safnaða vorra um kosningu presta. í frumvarpi því til grundvallarlaga fyrir söfnuði er kirkjufélagið hefir gefið út, er þess krafist að prestur fái þrjá-fjórðu atkvæða á fundi til að ná lögmætri kosningu. Þessi nýju lög breyta því í tvo-þriðju greiddra atkvæða. Hið sama gildir um uppsögn prests. Til þess að hún nái gildi þarf hún að hljóta tvo-þriðju greiddra atkvæða á fundi. Hefir þessi breyting eflaust verið gjörð til sam- ræmis. En eftir því sem mér er kunnugt, er hér um algjör- lega nýtt ákvæði að ræða innan kirkjufélags vors. Hið mesta nýmæli þessara nýju laga er að finna í ann- ari grein þeirra og öðrum lið. Fjallar liðurinn um játningar. Tilsvarandi grein í lögum kirkjufélagsins (IV. grein) hljóðar þannig: “Kirkjufélagið aðhyllist hinar almennu trúarjátningar kirkjunnar, ásamt hinni óbreyttu Ágsborgarjátningu og Fræðum Lúters. En það setur ekkert af þessum ritum jafn- hliða heilagri ritningu.” Að efni til er þessi grein mjög svipuð í lögum safnað- anna yfirleitt. En i hinum nýju lögum Fyrsta lúterska safn- aðar hljóðar hún jiannig: “The congregation recognizes the ecumenical creeds, the unaltered Augsburg Confession and Luther’s Small Cate- chism as important declarations showing how our Church fathers understood and interpreted the teachings of Holy Scriptures.” í þýðingu: “Söfnuðurinn viðurkennir hinar almennu trúarjátningar kirkjunnar, hina óbreyttu Ágsborgarjátningu og Fræði Lút- ers hin minni sem mikilvægar yfirlýsingar, er sýni hvernig kirkjufeður vorir skildu og útlistuðu kenningar heílagrar ritningar.” Þrjár afstöður hafa komið frain innan kristninnar við- víkjandi gildi hinna sögulegu trúarjátninga fyrir kirkjuna í samtíð vorri. Ein stefnan vill gera þær að lagastaf, sem kirkjan verði að beygja sig fyrir, ef hún vilji halda hreinu merki. Gagnstæð stefna gefur játningunum aðeins gildi sem sögulegum heimildum um trú feðranna án þéss að þær séu á nokkurn hátt ákvarðandi um stefnu kirkjunnar. Þriðja stefnan þræðir meðalveg. Hún vill ekki fara með játning- arnar sem lagastaf, en þó skoða þær sem merki kirkjunnar og kenningargrundvöll, sem heimfæra beri með umburðar- lyndi og skilningi á því að útskýring þeirra eigi sögulegan þroska. Játningarnar sæta ]>á svipaðri meðferð og grund- vallarlög þjóða sem eru háð skýringu hverrar kynslóðar að nokkru leyti en eru þó ákvarðandi um meginatriði þjóðlífs- ins. Þessi stefna leggur áherzlu á trú játninganna fremur en á játningar trúarinnar. Hverfandi mun sú afstaða hafa verið innan kirkjufélags vors, einkum á seinni árum, að vilja beita játningunum sem lagastaf í ströngustu merkingu. Aðalstefnan mun fremur hafa verið og vera að vilja framfylgja aðal innihaldi þeirra með nærgætni og umburðarlyndi án allrar bókstafsþving- unar. Að hafna játningunum nema sem sögulegum heim- ildum samrýmist því illa að nota postullegu trúarjátninguna við guðsþjónustur og i helgisiðum eins og hjá oss tíðkast. Enda er eg sannfærður um að það hafi ekki vakað fyrir í þessum nýju lögum, þrátt fyrir orðanna hljóðan. En það er íhugunarefni fyrir kirkjufélagið að þegar söfn- uðirnir fullnægja þeirri þörf að eignast safnaðarlög á ensku, er líklegt að þeir endurskoði lög sín að meira eða minna leyti um leið. Hvað snertir grundvallaratriði hefði verið á því mikil þörf að eignast ljósa framsetningu á ensku, er allir gætu verið ásáttir með. Þessa er því fremur þörf sem ljós og fáorð skilgreining á gildi trúarjátninga, sem gjörir efninu fullnægjandi skil, er erfitt að finna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.