Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.08.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 6. AGÚST, 1936 7 Halldór Vigfússon Fæddur 11. febr. 1866. I)áinn 13. marz 1936 Halldór var fæddur í Reykjakoti, í Biskupstungum, i Ár- nessýslu. Foreldrar hans voru Vigfús GuÖmundsson og AuÖ- björg Þorsteinsdóttir. Bjuggu þau hjón nokkuð af búskap sín- um í Auðsholti, en nokkuð í Reykjakoti, þar sem Halldór var fæddur. Vigfús, var ættaður úr Rangárvallasýslu, Guðmundsson hreppstjóra Þorsteinssonar, frá Skarfanesi i Landmannahreppi þar eystra. Þorsteinn faðir Auðbjargar, er bjó í ÚthlíÖ, var Þorsteins. son. Sá Þorsteinn var bróðir Steingríms Jónssonar biskups, er va.r biskup yfir íslandi frá 1823 til 1845. Þorsteinn í Úthlíð lærði garðyrkju og var betur mentaður en aíment gerðist í þá daga. Mun hann að einhverju leyti hafa til þess notið aðstoðar Steingríms biskups föðurbróður síns. Var hann og álitinn að öllu hinn mesti myndarmaður. Kona Þorsteins í Úthlíð, en móðir Auðbjargar móður Halldórs, var Steinunn Jónsdóttir, frá Skógum, undir Eyja- fjöllum, systir Kjartans prófasts Jónssonar, á Elliðavatni í Mosfellssveit. Orð var á því gert hve dætur Þorsteins í ÚthlíÖ, Auðbjörg og systur hennar, hefðu þótt myndarlegar. Ein af þeim var Steinunn kona séra Jóns Magnússonar, frá Steiná í Svartár- dal. Sonur þeirra, séra Jóns og Steinunnar, er Magnús pró- fessor Jónsson í Reykjavík. Bróðir Steinunnar og AuÖbjargar og eitt af þeim Úthlíðarsystkinum, var séra Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn. Þau Vigfús og Auðbjörg, foreldrar Halldórs, áttu sextán börn. Eitt af þeim var Guðmundur bóndi í Laugarási í Árnes- sýslu, heppinn læknir og merkismaður. Systkini Halldórs, nú á lífi, eru Guðlaug, til heimilis í Hafnarfirði, Guðrún, ekkja í Reykjavík, Víglundur, í Winni- peg, Þorsteinn, í Des Moines, Washington, Margrét að Betel, á Gimli, og Trausti bóndi Vigfússon, í Vatnsdal í Geysisbygð, í Nýja Islandi. Halldór heitinn mun hafa komið vestur um haf árið 1899. Bjó um nokkurra ára skeið í Geysisbygð. Lét síðan af búskap og dvaldi þá um tima vestur í Vatnabygðum, en fluttist svo aftur austur til Manitoba og dvaldist þar á ýmsum stöðum það sem eftir var æfinnar. Halldór var á ýmsa lund vel gefinn maður. Ráðsettur, starfsamtir, áreiðanlegur og vandaður. Gat verið dálítið stifur, en var maður viðkvæmur i lund og drengur góður. Lét sér mjög ant um hagi móður sinnar, eins og raunar þau börn henn- ar öll. Auðbjörg varð IháöldruÖ kona, komst talsvert á tíræðis. aldur. Andaðist hjá Trau'sta syni sínum og konu hans á önd- verðu ári 1924. Lengst af æfi sinnar hafði Halldór góða heilsu, eða að minsta kosti bærilega. En seinasta áriÖ kendi hann alvarlegarar heilsubilunar, og var hann á St. Boniface heilsuhælinu síðustu mánuðina er hann lifði. Var sjúkdómurinn þá búinn að ná þeim tökum, að ekki varð við ráðið. Andaðist hann þar þ. 13. marz, eins og að ofan er sagt.— Jarðarförin fór frara frá kirkju Selkirksafnaðar þ. 19. marz. Býsna margt fornra vina þar saman komið. Svo og syst- kini hans, þau er komið gátu. Tveir prestar, þeir séra 'B. Theodore Sigurðsson og sá er línur þessar ritar, voru þar við- staddir. Veður var hið indælasta og fór alt frani með rósemd og viðeigandi, kristilegum ánægjublæ. Ýmsir þeir er þektu Halldór Vigfússon munu geyma hlýjar endurminningar frá þeirri tíð er þeir höfðu kynst honum.— Jóhann Bjarnason. Guðshugmynd nútímans (Framh.) Hvorugt þetta sjónarmið er vitan- lega hægt að sanna í venjulegum skilningi þess orðs, fremur en hægt er að sanna svo sem nokkurn hlut, er máli skiftir og sjálfu lífinu við- kemur, Vér verðum að trúa öðru hvoru og trúa því, sem oss skyn- samlegra þykir. Hinsta ályktun guðstrúarmannsins. Hér er aðeins um að ræða val á milli skoðana, sem ákvarðast ekki að litlu leyti af skyn. semi mannsins og lundareinkennum. Guðstrúarmaðurinn aðhyllist sitt sjónarmið, af því að þaÖ fullnægir hetur skynsemi hans, hamingju- hvötum, hugsjónum og þrám. Hann sér enga ástæðu til að tortryggja þetta. Það er alt hluti af veru hans og hann ályktar á þá leið, að hamv ingjuþrár hans og draumar styðjist eins og hvað annað við fullgild rök í sjálfum veruleikanum. Mun ekki sérhver þrá mannsins einmitt vera framkomin af því, að fullnægja hennar er til, eða hver þekkir tak- mörk fyrir möguleikum tilverunn- ár? Slíkum spurningum megna eng- in vísindi að svara. En hitt ætti öllum að vera skiljanlegt, að maÖ- urinn með vitsmunum sínum og til- finningum er áreiðahlega hluti af alheiminum og verður ekki frá hon- um skilinn. Hann er hold af hans holdi og blóð af hans blóði. Fyrir- brigðið skynsemi og meðvitund getur því ekki verið einangraðra fyrirbrigðí í sk)5punarverkinu, en hold hans og blóð. Það er einnig skapað út úr allsherjarsál heimsins. Af því leiðir, að skynsamlegt er að hugsa sér, að þetta hvorttveggja hafi verið til, áður en maðurinn var skapaður og að það muni verða til eftir að hann líður undir lok á þess. ari jörð. Það gru ennfremur líkindi til, að alveg eins og líkamleg orka mannsins nær skamt, samanborið við alheimsorkuna, eins sé andleg orka hans eða skynsemi lítil í sam- anburði við þá skynsemi, sem lifir og starfar i heiminum — skynsemi Guð.s. Ilún getur verið hliðstæð samt sem áður, en einungis lítil í samanburði. “Hún megnar ei hið ininsta blað að mynda á blómi smáu,” eins og i sálminum stendur. í slíkum hlutum sjáum vér, hvernig KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREEX WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 skynsemi Guðs yfirstigur gersam- lega vora skynsemi. En hvað vitið og hugsunin er þó mörgum sinnum dásamlegra en nokkuð annaÖ, sem vér þekkjum í tilverunni, má marka af þvi, hverju það getur til leiðar komið. Hjá mönnum sjáum vér í smáum stíl þaÖ, sem gerist í óend- a.nlega stórum stil hjá Guði. Þeir nota einnig vit sitt til að skapa og umbreyta, til að móta tilveruna í ný og ný form. Þeir eru orðnir vilj- andi og meðvitandi frömuðir í hinni skapandi þróun. Þeir eru samverka- menn Guðs, eins og ritningin kemst að orði. Þannig er það, sem vér lítum á manninn sem hinn fullkomnasta vott lífsins á jörðinni. Sumir hafa sagt: Hvað er maðurinn annað en duft og aska í samanburði við hinar tröllauknu staðreyndir efnisheims- ins? Er þessi dýrkun mannsins á sjálfum sér annað þröngsýni og barnaskapur? Það er hróflað við þessari hugsun í áttunda sálmi Davíðs: “Þá er eg horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maÖurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess.” Og öllu framar mun þó stjörnu- fræðingurinn, sem nú horfir í firð- sjána og athugar fjarlægar sveip- þokur og vetrarbrautir, verða lost- inn undrun og lítilmagna tilfinning gagnvart þessum ógurlegu víðáttum efnisheimsins. “Og þó lézt þú hann lítið á vanta við GuÖ’ hætir 'bið forna sálmaskáld við með furðulegri skarpskygni. Því hvort er i raun og veru furðulegra: Stjörnuþokan eða stjörnufræðing- urinn? Stjörnuþokan er ekkert annað en logandi lofttegundir í hamslausum óskapnaði. En maður- inn, sem athugar hana og mælir, á- ætlar fjarlægð hennar og sundur- greini efnin í henni; maðurinn, sem reynir að gera sér í hugarlund, hvernig stjqrnuþokjan hefir orðið til og hver muni verða örlög hennar —er hann sannarlega ekki undur- samlegra fyrirbrgiði en kynjastærð efnisins ein — hinn dauði óskapn- aður? “Ef vér dáumst að stærðinni einni,” segir ritihöfundurinn Ches- terton, “hví þá ekki að dást meira að hvalnum en manninum?” Hver sú heimspeki, sem hygst að geta útskýrt tilveruna án þess að taka tillit til þess rannsakandi vits, sem íhugar tilveruna, hlýtur að vera skeikul og ófullkomin í stóratrið- um. VII. Þessvegna setja öll hin æðri trú- arbrögð traust sitt til þeirrar sann- færingar, að i manninum, viti hans, tilfinningum og andlegu lífi, birti tilveran eitthvað af sínum æðstu leyndardómum -j- vafalaust ekki til fullnustu, því að margt eigum vér eftir að skynja og skilja, en í ein- hverjum mæli. En af þessu leiðir, að vér finnum ekki Guð á bak við skýin eins og frufnþjóðirnar gera, heldur finnum vér hann fyrgt og fremst gegnum hugsun vpra, sál og tilfinningar. Vrér finnum Guð með því að álykta frá vorri eigin reynslu um gæsku, sannleika og fegurð og þá óendan- legu möguleika, sem þessi ihugtök fela i sér. Einungis með þeim hætti er unt að elska Guð af allri sálu sinni, öllum huga sínum, öllum vilja sinum og mœtti. Þó að öll vor hugtök um hið góða, fagra og sanna, séu vitanlega ófull- komin eins og vér erum sjálf, þá fela þau samt í sér alt það, sem oss er kærast og dýrmætast: Vináttu vora, ást vora, og réttlætistilfinning. Og þannig er Guð oss ennþá ímynd alls þess, er spámenn og dýrlinga fyrri NUGA-TONE ENDURNYJAE HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri velllðan. Hefir oft hjAlpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. alda hefir dreymt um. Hann er sá, sem fullkomnar vorn hverfula jarð- ardraum. Þessi var kenning Platós, er hann sagöi: “Guð er réttlátur og sá af oss, sent réttlátastur er, líkist honum mest.” Þetta var kenning Jesú, er hann mælti við lærisveina sína: “En er þér biðjist fyrir, þá segið: “Faðir vor.” Og þetta hefir verið sannfær. ing mikils fjölda fólks, sem tekið hefir undir við orð Jóhannesar- bréfsins: “Þar sem kærleikurinn er, þar er Guð.” t frumkirkjunni kemur þessi sannfæring iðulega í ljós, en lík- legast hvergi meÖ fegurri hætti en í seinna Kor., þar sem fæðing Jesú er talin hin æðsta opinberun til mannkynsins, “til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós á ásjónu Jesú Krists.” Vér höfum komist að þeirri nið- urstöðu, að vaxtarhroddur hinnar skapandi þróunar á jörðunni sé í manninum, og þessvegna hljóti lif hans og eðli að birta oss meira af eðli Guðs en nokkurn annað fyrir- brigði. 1 sköpunarsögu G.-t. er iessi hugsun sett fram með þeim orðum, að Guð hafi skapaÖ mann- inn í sinni mynd. En í beinu fram- haldi af þeirri hugsun er sú ályktun, að þvi fullkomnari sem maðurinn er, Jví meira opinberi hann oss af dýrð og ljóma þess GuÖs, sem í heiminum hrærist. Hin æðsta og dýrðlegasta mannvera kemst þannig næst hug- myndinni um Guð. Það cr þessz’cgna, scm kristnir menn hafa séð í Jcsú Kristi opin- berun Guðs á jörðunni, Ijóma dýrð- ar hians og ímynd vcru hans. Hin kristna guðfræði er þannig bygð upp af rökvísri hugsun og hefir þá kjölfestu, sem hverri lífsskoðun er nauðsynleg. Hún hefir alveg ákveð- inn veruleik að miða viÖ. Enginn veit til fulls urn hina hinztu leyndardóma. Þeir verða ekki þektir fyr en vér höfum þekt alla hluti. Trúarbrögðin segja þetta með þessum orðum: “Enginn hefir nokkru sinni séÖ Guð. Hann býr í því ljósi, sem enginn fær til kom- ist.” En “sonurinn eingetni,” hinn æðsti Guðs-sonur er vér þekkjum hefir opinberað oss það af Guði. sem vér erum færir um að skilja. Og sú opinberun nægir oss. Kristn. ir menn lifa í því trausti, að það sé ljóminn af dýrð Guðs, sem skein af ásjónu Jesú Krists. VIII. Skáldið Virgill segir frá því ein- hversstaðar í ljóðum sínum, er hann gekk út í skóginn og mætti þar gyðjunni. t fyrstu virtist honum þetta aðeins vera hversdagsleg kona, ef svo mætti að orði komast. En alt í einu rann það upp fvrir honum af þrí hvernig hún framgekk í feg- urð sinni, að þetta var ekki jarðar barn, heldur guðdómleg vera. Eitt. hvað óendanlega tignarlegt i fasi hcnnar og framgöngu sannfærði skáldið um þennan levndardóm, að það væri guðdómleg dís, sem hann stóÖ andspænis. Nú eru skáldin rnjög hætt því að mæta gyðjunni á skógarstignum. Hitti þau konu á förnum'vegi, minn- ir hún á geispandi hundtik eða mó- rauða tóu. Atburðirnir birtast þeim í hversdagslegu Ijósi. Og vísinda- mennirnir, sem þó veita gangi lífs- ins og atburðanna öðrum fremui Business and Professional Cards PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Phone 4 03 288 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON J Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. 206 Medical Arts Bldg. Talalmi 2 6 688 Stundar augna, eyrna, nef og Cor. Gr&ham og Kennedy 8ta. kverka sjúkdöma.—Er aO hitta Phonee 21 212—21 144 kl. 2.30 til 6.30 e. h. Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimill: 638 McMILLAN AVE Phone 62 200 Talsími 42 691 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir ViOtalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET 218 Sherburn St.--Sími 30877 Phone 36 137 SlmiO og semjiO um samtalstlma BARRISTERS, SOLICIIORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur tslenzkur lögfratOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 PHONES 95 052 og 39 043 BUSINESS CARDS DR. A. V. JOHNSON tslenzkur TannUxknW 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pöathúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 32S CorntoaU l^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fisklmenn. KomiC eins og þér eruB klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEG A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl EnnfrBmur selur hann allskonar, minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talslml: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur aC sér að ávaxta spariíf fólks. Selur eldsábyrgO og bif. reiOa ábyrgOir Skriflegum fyrlr- spurnum svaraO samstundls. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 athygli, sjá heldur ekki neitt guð- dómlegt. Þeir krjúpa niður og mæla skreflengd og hraða göngu- lagsins, en einmitt vegna þess koma þeir ekki auga á hina tíginbornu feg- urÖ lífsins. Það eru trúarbrögðin ein, sem varðveitt hafa þessa skáldlegu skygni hins rómverska skálds, að sjá, hve guðdómleg er framganga lífsins á jörðunni. Og ef sú skygni yrði almenn, þá efast eg ekki um, að álagahamur hversdagsleikans og vesaldómsins sprytti af oss og það yrði nýr himinn og ný jörð. Benjamín Kristjánsson. —i-Kirkjuritið. GATAN í KIÆTTAFJÖLLIJM Um Klettafjöllin kynja breið, hjá Kyrrahafsins ströndum, fyrir eimlest gata er greiÖ, gjörð af manna höndum, hún vitnar um ráðnsild, dug og dáð og dirfsku frumherjanna, er hrjóstrugasta hrikaláð hugðu fært að kanna. Mörg skógþökt hlíðin brött og breið og brotgjörn hamra tröllin, með hættur á þeirri löngu leið, sem lögð er gegnum f jöllin; Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dfíntist Houra 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 61 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG Poeailegur og rólegur bústaóur i miSMki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; meB baOklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltlOir 40c—60c Free Parking for Cruestt þar tyftir snævi til og frá tindar geysi háir, er sólarroðinn reifar þá, sjást rauðgulir og bláir. Um brýr yfir fossa og giljageim gatan járnlögð smýgur, og lestin knúð af eldi og eim eftir henni flýgur. Of farþegunum finst þeir sjá framundan hættu á vegi, en vélarstjórinn vakir þá með varúð á nótt og degi. é Oss löngum finst á leið um heim lokuð sund öll vera, og kvartað er undan klif jum þeim, sem hver einn þarf oft að bera. Á ferðum yfir fjall og haf er farþegum styrkur mætur vélstjóra að vita af, sem vakir um daga og nætur. Athuga skyldu allir það með augum trúar sterkqm, þá grandyarlega gætt er að Guðs og manna verkum, að hulið afl er heimi í sem hjálp og vernd ljær öllum, hún gefur hvöt til að gæta aÖ því, “gatan i Klettaf jöllum.” Guðjón H Hjaltalín.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.