Alþýðublaðið - 24.07.1960, Page 7
Ritstjóri: Ö r n EiStiot
Þórður setur met
»•
Fréttabréf frá Erni Eiðssyni.
23. júlí.
SEX fslendingar kepptu á al
þjóðamóti í Hafdpn í gærkvöldi
(föstud.) Beztum árangri náði
Valbjörn í stangarstökki þar
sem hann sigraði danska met-
hafann Andersen mjög auðveld
lega með 4,30 gegn 4,20. Reyndi
næst við 4,46, en mistókst þrátt
fyrir góðar tilraunir. Það vakti
undrun, að Jón Pétursson
skyldi aðeins stökkva 1,80! sem
hann fór hátt yfir og sömuleið
is hátt yfir næstu hæð í öllum
tilraunum, en felldi á niðurleið.
Kristleifur stóð sig vel í 1500
m. hlaupi, varð nr. 2 á sínum
bezta tíma — 3:55,0 — aðeins
4/10 úr sek. á eftir Bruun Jen-
sen, Danmörku. Er greinilegt
að Kristleifur er að komast í
gott form, Þá sigraði Pétur í
110 m. grindahlaupi á 15,5, en
Huseby varð nr. 5 í kringlu-
ikasti með 45,22 m. Síðast en
ekki sízt varð Þórður fjórði í
sleggjukasti og setti nýtt ís-
landsmet — 53,97 m.
í dag (laugardag) keppa
strákarnir í Vikersund, en
halda síðan flestir heim á morg
un (sunnudag).
Meistaramót
íslands
AÐALHLUTI Meistaramóts ís-
lands í frjálsum íþróttum (karla
og kvenna meistaramótið) fer
fram á Laugardalsvellinum í
Reykjavík 6., 7,. og: 8. ágúst nk.
og verður þá keppt í þessum í-
þróttagreinum:
Laugard. 6/8: Karlar: 200 m
h'laup, kúluvarp, hástökk, 800
m hlaup, spjótkast, langstökk,
5000 m hlaup og 400 m grinda-
hlaup. — Konur: 100 m hlaup,
hástökk og kúluvarp.
Sunnud. 7/8. Karlar: 100 m
hlaup, stangarstökk, kringlu-
kast, 1500 m hlaup, þrístökk,
110 m grindaihlaup, sleggjukast
og 400 m hlaup. — Konur: 80 m
Framhald á 10. síðu.
Frá 5 km hlaupinu f Osló. Á myndinni sjást frá vinstri: Nielsen,
Danmörku, Kristleifur og Norðmennirnir Andreassen og Tellesbö
i >
■ >
Handknatf-
leiksmót
ísl. úti
ÞRETTÁNDA Handknatt
leiksmót íslands í útihand
knattleik hófst sl. föstu-
dagskvöld á Ármannsvell
inum við Sigtún.
Formaður Handknatt-
Ieikssambands fslands, Ás
björn Sigurjónsson, setti
mótið með ræðu.
Gat hann þess m. a. að
Reykjalundur hefði gefið
fagran bikar til keppni f
2. flokki kvenna. Bæri að
skoða þá góðu gjöf sem
viðurkenningarvott vegna
framúrskarandi frammi-
stöðu íslenzkra handknatt
leiksstúlkna á nýafstöðnu
Norðurlandamóti.
Að þvf búnu hófst
keppni í óliagstæðu veðri,
ausandi rigningu.
Úrslit urðu sem hér
segir;
MEISTARAFL. KARLA:
Fram—ÍR 14:9.
KR-Ármann 18:10.
MFL. KVENNA:
Ármann—Þróttur 12:5.
II. FLOKKUR KVENNA:
Ármann—Fram 3:2.
Myndin er tekin á því
augnabliki, er Ingólfur
(Fram) skorar eitt þeirra
14 marka, sem Fram gerði
í leiknum við ÍR. (Ljósm.
J. Vilberg.)
Næstu leikir
DAGSKRÁ handknattleiksmóts
íslands 1960:
Mánudagur 25. júlí kl. 8: II.
kvenna Ármann — Keflavík.
Mfl kvenna A-riðill FH — Val-
ur. Mfl. karla Keflavík — FH.
Mfl karla Ármann — Fram.
Þriðjudagur 26 júlí kl. 8. II.
fl. kvenna Víkingur — KR. M.-
fl. kvenna B-riðill ísafjörður —
Víkingur. Mfl. karla Ármann —
ÍR. Mfl. karla KR — Fram.
Miðvikudagur 27 júlí kl. 8.
II. fl. kvenna Víkingur — Fram.
II 11. kvenna Keflavík — KR.
Mfl kvenna B-riðill ísafjörður
— KR. Mfl. kvenna A-riðill
Þróttur — Valur. Mfl. karla
Keflavík — KR. Mfl. karla FH
— Fram.
Föstudagur 29. júlí kl. 8. II.
fl kvenna Keflavík ■—- Fram. II.
fl. kvenna Ármann — KR. Mfl.
kvenna A-riðill FH — Þrótur.
Mfl. karla Keflavík — Fram.
M.'l. karla FH — ÍR.
Þriðjudagur 2. ágúst kl. 8. II.
fl. kvenna Keflavík — Víking-
ur. Mfl. kvenna Ármann — FH.
Mfl. karla Ármann — Keflavík.
Mfl. karla KR — ÍR.
ÍA- ÍBK og
Fram - Valur
TVEIR leikir fara fram í I.
deildinni í dag. KI. 4 leika í
Keflavík Í.A. og Í.B.K. og kl.
8,30 £ kvöld leika Fram og Val-
ur á Laugardalsvellinum.
Fimmtudagur 4. ágúst kl. 8.
II. fl. kvenna KR — Fram. Mfl
kv. B-rið KR — Víkingur. Mil,
B-riðill KR — Víkingur. Mfl.
kvenna A-riðill Ármann — Val
ur. Mfl. karla Keflavík — ÍR.
M-11. karla Ármann — FH.
Föstudagur 5. ágúst kl 8. II.
fl. kvenna Ármann — Víking-
ur. Mfl. kvenna tJrslit A og B
riqiar. Mfl. kvenna KR — FH.
íþröti atr éttir
í STUTTU MÁLI
OLGA CONNOLLY
KEMST TIL RÓMAR
Sigurvegarinn í kringlukasti
kvenna á síðustu OL, Olga Con-
olly, tryggði sér rétt til Róm
með því að verða önnur á banda
ríska úrtökumótinu með 52,54
m. Sigurvegari varð óvænt Dar
lene Brown mieð 53,91 m. A£
öðrum afrekmu mótsins má
nefna langstökk Willy White
(6,21 m).
EVRÓPUMET í 100 M
SKRIÐSUNDI KVENNA
Cilla Madarasz, Ungverja-
landi, setti nýlega nýtt Evrópu-
met í 100 m skriðsundi' kvenna,
Synti hún á 1:02,5 min.
Á bandaríska úrtökumótimn
synti hin kornunga óg efnilega
Chris von Saltza sömu vega-
lengd á 1:01,6 og er nú almennt
talin skæðasti keppinautur ástr-
ölsku stúlknanna um Olympúi-
verðlaunin í skriðsundi.
Alþýðublaðið — 24. júlí 1960 J