Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. AGtST, 1936. 3 Guðjón Gilbert Johnson Hinn 9. júlí í sumar fór fram jarðarför í Mozart, Saskatchewan. Það var eftirtektarvert, að allir lík- mennirnir voru kornungir piltar um eða innan við tvítugt. Það voru félagar og skólabræður hins látna. Að þessir ungu menn voru þarna til að aðstoða við útför félaga síns, sýndu í raun og veru á nijög átakan. legan hátt þær andstæður, sem/um var að ræða. Annars vegar menn, sem horfðu fram á veg lífsins, full- ir af framtíðarvonum, og fyrirætl- unum, hins vegar jafn-ungur piltur og þeir lagður nár í gröf. Þannig birtast andstæður lifsins og dauð- ans fyrir sjónum ílestra við jarð- arför sem þessa. Mönnum hlaut að verða hugsað til þess, að fyrir nokkrum mánuðum var Guðjón Gil- bert Johnson einn í hópnum, heil- brigður æskumaður, glaðvær, nám- fús og starfsamur. Hann var aðeins 17 ára gamall, fæddur 19. desember 1918 í Mozart, Sask. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigurbjörg Pétursdóttir frá Árskógum í Nýja íslandi og Stefán bóndi Jónsson frá Holtum í Rangárvallasýslu á íslandi. Gilbert — en því nafni var hann 'venjulega nefndur, ólst upp með foreldrum sinum frá barnæsku, lauk barnaskólanámi í Mozart og hélt síðan áfram miðskólanámi. Hann hafði lokið 11. bekk, þegar hann féll frá. Svo er mér sagt af þeim, sem þektu hann bezt, að hugur hans hafi staðið til frekari mentunar. Helzt hafði hann þráð að komast á háskóla (university) og leggja þar stund á húfræði. I I skólanum gat Gilbert sér góðan orðstír og vinsældir, bæði af nem- endum og kennurum, þótti vandaður og dagfarsgóðör piltur til orðs og æðis. Það má segja, að æfistarí hans hafi verið í byrjun, liðni tím- inn að mestu leyti undirbúningur undir það, sem þroskaárin áttu að leiða i ljós, en það er óhætt að full- yrða, að menn væntu þess, að í framtíðinni mundi hann inna af hendi nytsamt og drengilegt starf fyrir þjóðfélag sitt. Slíkar voru vonir þeirra, sem stóðu honum næst, foreldranna, sem urðu fyrir þeirri sáru sorg að sjá hann hverfa burtu í hlóma lífsins. Það þarf oft ekki stórvægileg at- vik til þess að koma í veg fyrir, að fagrar vonir rætist. Ein lítil þyrni- flís í hendina, spilling í sárið, blóð- eitrun, sem leiðir til dauða. Þetta var það, sem varð Gilbert að aldur- tila. Hann lézt á Aðalsjúkrahúsinu í Winnipeg hinn 6. júlí 1936. Það, sem hér hefir verið sagt frá, er raunasaga. Að minsta kosti munu þeir, sein lesa hana, álíta að svo sé. Dauðanum fylgir oftast nær harmur og sorg. En gleymið ekki fyrir því öllu hinu, sAn ástæða er til að gleðjast af og fagna. Er það ekki fagnaðarefni fyrir for- eldra hans og systur að hafa haft hann hjá sér um margra ára bil, njóta ástar hans, fá að samgleðjast honum yfir velgengni hans, eiga með honum framtíðarvonir og fram- tíðar fyrirætlun? Er það einskis virði fyrir skólann að hafa um nokkurra ára bil haft vandaðan og góðan nemanda ? Hafa ekki liðnu árin eitthvað gott gefið öllum leik- bræðrum hans, sveitungum og vin- um? Og þó er það eftir, sem mest á- stæða er til að gleðjast yfir. Þegar íslendingar fluttu til Vesturheims í gamla daga, voru þeir oft kvaddir með táruim. Þegar skipin hurfu með þá út úr sjóndeildarhringnum, stóðu vinir og frændur eftir á landi og horfðu á eftir þeim með söknuði. En það var eitt, sem huggaði og gladdi, þrátt fyrir söknuðinn. Vin- irnir, sem fóru, voru ekki að fara út í neina tortímingu eða dauða. þeir héldu áfram að lifa og starfa. Það gat vel verið að þeir kynnu að eiga erfitt á köflum og að sigur þeirra yrði ekki ávalt auð-unninn. En það var samt þeirra von og margra annara, að hið fyrirheitna land þeirra mundi færa þeim nokk- ura gæfu og ný tækifæri. Þegar ungir menn fara yfir landa. mæri lifsins og dauðans, er för þeirra ekki heitið út í tortímingu, heldur til annars lands. Þar eru tækifæri, engu siður en hér. Þar getur ungur og duglegur maður fengið að vinna nytsöm störf, engu siður en hér. Gilbert Johnson þráði að vinna það lífsstarf, sem er hjálp við gróðurinn og samvinna við lífs- kraft jarðarinnar. Nú mun honum gefast tækifæri til að vinna einhver verk, sem eru sprottin af sömu hugsun, lönguninni til að byggja upp, skapa verðmæti, þjóna lífinu í einhverri mynd. Þannig munu rætast vonir þeirra, sem elska hann og sakna hans. Einu sinni var rnaður, sem mætti likfylgd á förnum vegi. Það var verið að jarða ungan pilt. En ferðamaður- inn nam staðar, vakti dána manninn upp og sagði við móður hans: “Grát þú eigi.’ — Við mundum vafalaust hafa orðið glöð og fagnað, ef slik- ur atburður hefði sj^eð við jarðar- för Gilberts Johnson, en þrátt fyrir það hefði einhvern tíma hlotið að koma að burtför hans af jörðinni — og burtför allra þeirra, sem við þrá- um, að lifi á meðal okkar. Þess- vegna er hitt enn dásamlegra, að Kristur hefir með upprisu sinni tal- að til alls mannkyns — til allra þeirra, sem fylgja ástvinum sinum út að gröfinni: “Grát þú ekki.’’ Jakob Jónsson. Er ættarkjarna sveita- fólksins hætta búin? Eftir Jón Gauta Pétursson. (Framh.) I bók sinni, “íslendingar,” hefir dr. Guðmundur Finnbogason gert þess rökstudda grein, með rann- sóknum og tilvitnunum, að eðlis- kostir íslenzka kynstofnsins hafi bersýnilega haldist hér i ættum, nið- ur eftir öllum öldum. Þó er spurn- ingin um varðveizlu eðliseinkenn- anna ekki lögð þannig til hæfis í fyr- nefndu riti, að dómur komi beinlínis fram um hinar síðustu kynslóðir í þessu tilliti. Bér það og til, að höf kveðst liafa hætt við að fella inn í ritið þátt um Vestur-íslendinga, sem þó hafi verið fyrirhugaður. En ef gera skal grein fyrir eðliskostum íslendinga, þeirra kynslóða, sem síð- ast eru til grafar gengnar eða enn lifa, þá fæst þeirra einna skýrust mynd hjá þjóðarbrotinu vestan hafs, sem fyrst gekk í gegnum eldraun landnáms í óþektu landi, með alls ó- líkum staðháttum, og síðan hefir, i almennri lifsbaráttu, gengið á hólm við aðrar mikilhæfar þjóðir, undir skipulagi, þar sem hver og einn verður mjög að treysta á eigin mátt og megin. Þar hefir því fyllilega reynt á, hvað í kynstofninum bjó af nýtilegum eiginleikum, og hversu hann stóðst samkepni við aðrar þjóðir, þar sem skilyrði voru jöfn. Til upplýsingar i þessu efni skulu hér birt ummæli eins af Vestur-ls- lendingum, enda þótt honum sé mál- ið skylt. í “Tímariti Þjóðræknis- félags Vestur-íslendinga” 1929, kemst séra Jónas A. Sigurðsson, einn hinn fróðasti maður um mqnn- ingu íslendinga vestan hafs, svo að orði um andlega atgerfi þeirra og frarna þar i landi: “ . . . Við það ber að kannast, að vér íslendingar höfum ekki höfða- tölunni til að dreifa hér i álfu. Aftur á móti er Islendingurinn jafnan framarlega, eða fremstur, í flokki þeirra manna, sem hann heyrir til. Hann er læknir eða lögmaður þorps. ins. Hann er póstmeistarinn, banka- stjórinn, kaupmaðurinn, kennarinn og á sæti í bæjarráðinu. Hann flyt- ur fyrirlestra um land sitt og syngur fyrir fólkið, og stundum eru bæði Ijóðin og lögin eftir íslendinga. Vestur-íslendingar hafa ekki setið auðum höndum þau 50 ár, eða rúm- lega það, sem þeir hafa átt aðsetur í Ameríku. Meðal þeirra eru rithöf- undar, skáld, tónskáld, blaðamenn, bókaverðir, dómarar, löggjafar, lög- menn, læknar, prestar, prófessorar, kennarar og menn, sem hafa á hendi margvísleg stjórnarembætti. Iðnað stunda margir. Þeir eru rafmagns- fræðingar og sérfræðingar í ýmsum visindum, smiðir, bændur, sjómenn, námsmenn og verkamenn. Vesturls- lendingar hafa reynst námsmenn með afbrigðum og hlotið styrki að verðlaunum, sem ækki er talið ann- ara meðfæri að hreppa en afburða- gáfumanna . . . Mun það tæpast of mælt, að eins og karlmenska víking- anna þótti frábær til forna, að jafn. annálsverðir þyki nú námshæfileik- ar íslenzkra lærdómsmanna . . . Að safna itarlegum skýrslum um náms- feril allra Vestur-íslendinga væri umfangsmikið starf, eins og hér hagar til, þar sem Islendingar hafa stundað nám við æðri skóla, um alla þessa víðlendu álfu, siðan þeir komu hingað til lands. Engin slik gögn eru heldur fyrir hendi. En einn hinna fjöjfróðu Vestur-íslendinga hefir bent mér á, að á einum háskóla hér vestra hafi útskrifast a. m. k. 90 vestur-íslenzkir námsmenn, og er þó sá skóli til muna yngri en land- nám íslendinga hér. Ógerningur er lika að setja hér fram skrá um opin- ber störf, sem Vestur-íslendingar hafa haft með höndum í Bandaríkj- unum og Kanada. Hygg eg það einkis manns meðfæri. En á þess- um 50 árum hér vestra hafa íslend- ingar lagt fósturlandinu til: heims- frægan landkönnuð, ríkisyfirdóm- ara, fylkisráðherra, dómsmálastjóra tvo þingmenn á þjóðþing Kanada, um tuttugu menn, er átt hafa sæti á löggjafarþingum, nær þrjátíu há- skólakennara, um fjörutiu lækna og yfir fimtíu presta. Allmarga lyfja- fræðinga er mér kunnugt um, og um þrjátíu lögfræðinga. Islending- ar hafa verið bókaverðir við ýms stórmerkileg söfn vestra. Vestur- íslendingur er forseti eins stærsta verkamannafélags í heimi. Vestur- íslendingur lögsækir eitt ríki Banda. rikjanna fyrir hönd munaðarleys- ingja, er ríkið misbauð á hryllilegan hátt; vinnur málið, vekur samúð um alt land, sem verður beinlinis til að breyta hegningarlögum ríkisins. Vestur-íslendingar hafa framleitt í- þróttamenn, listamenn og sérfræð- inga i ýmsum greinum og fræðum. Og þeir af þjóðflokki vorum, sem kenna i barnaskólum og miðskólum, verða ekki taldir; svo almennir eru þeir vor á meðal. Af blaðamönnum, rithöfundum og skáldum erum vér vafalaust hlutfallslega ríkastir allra þjóða. Eg hefi talið saman nálega 30 islenzk blöð og tímarit, sem út hafa komið meðal íslendinga í Ameríku. Eflaust hefir þó eitthvað fallið úr þeirri tölu. Einnig er ó- talið með öllu starf Islendinga við ensk blöð og tímarit. Á því sviði eig- um við þó ýmsa stórvirka þjóðbræð- ur. . . .” Hér er mikið til orða tekið, og mun þó það eitt sagt, er fullur stað- ur er fyrir. Virðist af þessu full- sýnt, að sá hluti íslendinga, er vest. ur um haf hefir farið, hafi í rikum mæli haft til brunns að bera sams- konar eðliskosti og einkendu íslend- inga til forna, og þá komu ekki sízt i ljós, er þeir komu með öðrum þjóðum. Nú má að sönnu kasta því fram, að til Vesturheimsferða hafi valist fólk, héðan af landi, er ti’. jafnaðar hafi verið meiri meðfæddum hæfi- leikum búið en þeir, sem eftir sátu, og þess vegna geti ekki fram komin reynsla um atgerfi Vestur-Islend- inga heimfærst á þjóðina, sem nú byggir ísland. Um það má auðvitað deila, hvort kostamunur hafi verið, en engar sannanir verða færðar til eða frá, í þvi máli. Þó víst sé um að fjölmargir hæfileikamenn og djarfhuga og þróttmiklir mann- kostamenn flytti héðan vestur um haf, var hitt ekki ótíðara, að þangað stefndu menn, er smávaxna hæfi- leika höfðu sýnt í bjargræðis- eða menningarviðleitni hér heima — eða NUGA-TONE STYRKIR LIFFÆRIN Séu líffæri yðar lömuð, eða þér Kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONB. pað hefir hjálpað mljónum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. jafnvel voru sjálfum sér og öðrum til vandræða. En af hvorumtveggju mun hafa setið eftir að líkri tölu. Myndu og óvilhallir menn að lík- indum fella þann dóm, að ýms menningarafrek heimaþjóðarinnar íslenzku, á síðustu mannsöldrum, beri því vitni, að þjóðin hafi alt til þessa dags varðveitt ýms þau eðlis- einkenni forfeðranna, sem mesta at- hygli og aðdáun hafa vakið þeim mönum, sem kynt hafa sér sögu ís- lenzku þjóðarinnar. Til stuðnings slíkum dómi myndi að sjálfsögðu mega benda á þá andlegu atgerfi, sem fram hefir komið í skáldskap, visindum og listum, er svo lítil þjóð á næsta marga. eftirtektarverða full- trúa fyrir, ennfremur á hina skjótu tileinkun tslendinga á ýmsum fram- förum og nýjungum í atvinnurekstri, á gengi og frama íslenzkra náms- manna erlendis, á verklægni og táp íslenzkra sjómanna, er rómað kvað vera af öllum útlendum mönnum, sem til þekkja, o. s. frv. III. Ályktun sú, sem hér var gerð um varðveizlu islenzks ættararfs, vekur upp spurninguna: Hvaða skilvrði hafa stutt að þessari varð- veizlu, og verða þau fyrir hendi í framtíðinni, jafnt og áður? í fljótu bragði kann svo að virð- ast, að lífsskilyrði íslenzku þjóðar- innar, á hinni löngu niðurlægingar- öld, hefði að líkindum átt að þurka út úr kynstofninum alla þá eðlis- kosti, er hann að vísu átti í önd- verðu, en þá höfðu ekki annað að beita sér við en vonlitið lífsstrit og þurra bókfræði í afskektu og ein- angruðu landi — en síðan, er lífs- skilyrði þjóðarinnar bötnuðu, ætti varðveizlu eðliseinkennanna að vera borgið. Þetta, sem sennilega er skoðun al- mennings á þessu máli, þarf þó í- hugunar við. Ekki eingöngu fyrir þá sök, að andlegur máttur íslenzku þjóðarinnar, þá er fram úr sá fyrir henni, vitnar alveg gegn þeirri yfir- borðsályktun, að hún hafi hlotið að úrkynjast í vesöld sinni og áþján, heldur vegna hins, að nánari athug- un kann að leiða í ljós, að einmitt hin þröngu lífskjör hennar kunni, að eðlilegum rökum, að hafa stuðlað til þess, að kjarni kynstofnsins, sem bezt hélt velli í hinni löngu baráttu, hafi að tiltölu eignast ríkari ítök í ættum landsins en undirmáls-menn- irnir. Áður en leitað er í þjóðlífi okkar og sögu, að sérstökum forsendum fyrir slíkri ályktun er rétt að vekja athygli á, að þroski og manndóms- einkenni einstaklinganna ákvarðast ávalt af þvi tvennu, sem á alþýðu- máli er kallað upplag og uppeldi, en nánar má tákna með orðunum : erfð- ir hæfileikar og áunnir. Hefir löng- um verið um það deilt, hvort þáttur- inn mætti sín meira til áhrifa á ein. staklingsþroskann, og hafa í þeim deilum stundum togast þær öfgar á, að annar þátturinn réði öllu, en hinn engu. Hér skal ekki sérstaklega til þeirra máia lagt. en aðeins bent á þá vísindalegu staðreynd, að áunnir hæfileikar erfast ekki, hversu sam- grónir sem þeir eru orðnir þeirri persónu, sem hefir aflað sér þeirra. Aftur á móti erfast ættbundnir eigin. leikar frá kynslóð til kynslóðar, al- veg án tillits til ytri skilyrða þeirra manna, sem arfinn færa fram, — með öðrum orðum, án tillits til þess, hvort skilyrðin á hverjum tíma veita erfðaeiginleikunum hæfileg við- fangsefni til að sýna fyllilega, hverju þeir fái áorkað. Þetta gefur skýringu á því, að ættbundnir eigin- leikar geta legið í dái hjá kynslóð eftir kynslóð — og því virst vera horfnir — en birst svo á ný á sömu ætt, ef breytt skilyrði veita þeim hæfjleg verkefni. Kom þetta all- mjög fram hjá íslenzku þjóðinni á löngu tímabili. Af því leiddi, að þá er alment birtust á ný fjölbreyttir hæfileikar hjá þjóðinni, nú á síð- ustu mannsöldrum, fékk sú skoðun útbreiðslu úr hófi fram, að hér væri um áunna hæfileika að ræða, sem hver miðlungsmaður gæti aflað sér. En hvort sem ytri skilyrðin eru betri eða lakari, þá veltur viðhald ættararfsins mjög á því, hversu þjóðskipulag og aldarháttur býr að framgangi þeirra ætta og einstakl- inga, sem öðrum fremur ber í sér kjarna kvnstofnsins. Verður nú vikið að viðhorfi þeirra atriða i ís- lenzku þjóðlífi, fyr og síðar. IV. Það, sem mestu ræður um viðhald og varðveizlu sérstakra eðlisein- kenna í ættum, er annarsvegar sú hefð eða venja, sem á hverjuir. tíma gildir um varúð gegn blöndun ólikra ætta, eða mismunandi að eðliskost- um, en hinsvegar hvort bjóðskipu- lag, löggjöf, atvinnuhættir og efna- skifting hrinda þvi eða stvðja, að úrvalsfólk hverrar kynslóðar verði öðru fólki fremur kynsælt í landinu. Þótt stéttaskifting væri aldrei jafn-fastskorðuð hér á íslandi og í öðrum löndum var títt, áður fyr, lögðu þó forráðamenn hinna miki!- hæfari ætta hér á landi mikinn varn- að á um það, að þær blönduðu eigi blóði við þær ættir, er lítilsigldari þóttu. Hélzt sá metnaður lengi við, að jafnræði skyldi vera með þeim, er til hjúskapar stofnuðu, eigi ein- ungis um efnahag, heldur og ætterni. Var hægra að fylgja þeirn kröfum fram, er gjaforð kvenna voru nán- ast viðskiftaleg athöfn, er forráða- menn þeirra höfðu með höndum, en sá háttur hélzt víða hér á landi, alt fram á 19. öld. Á söguöldinni var sú venja í enn rammari skorðum, og er því ástæðulítið að ætla, að ættir hinna helztu landnámsmanna, þær, er gáfu þjóðlífinu svip og staðfestu, hafi að nokkrum mun blandast blóði kotkarla og þræla, eins og stöku menn hafa haldið fram. Má miklu fremur til sanns vegar færa, að ætt- ir allmargra hinna helztu landnáms- manna hafi mvndað sérstakan ættar- aðal í landinu. Ættfeðurnir, þeir er landið námu, sáu fyrir því að tryggja vinum sínum rúm lönd og góð til afnota, svo þá skorti eigi staðfestu til að reisa heimili og bú, enda þótt ættin gerðist kynsæl og fjölmenn. Sú aðstaða, ásamt völd. um og mannaforráðum, skapaði jafnræði til mægða við aðrar mikil- hæfar ættir. Studdi því hvað ann- að til varðveizlu ættarkjarnans: varnaður um ísjárverða blóðblönd- un og þjóðskipulag, er hlúði að við- gangi atgerfismestu ættanna þó að nokkru væri á kostnað annars al- mennings. Þessi aldarháttur, sem nú var lýst, hélzt upp þaðan, þótt kjör þjóðar- innar breyttust og jafnvægi raskað- ist milli ætta, bæði um efnahag og völd. \ralt að vísu á ýmsu um ytra gengi ýmsra mikilhæfra ætta, en ef ætternisarfurinn var sterkur, var þess sjaldan langt að bíða, þó áföll yrðu, að einhver kæmi fram, er hæfi ættina til vegs á ný. Kom það og til greina, er stundir liðu, að þeim, er f-rama hlutu af skólalærdómi, stóð opinn vegur til virðinga sem kenni- mönnum, eða við veraldlegar sýslur, —en skóla sóttu þeir helzt, er mikil. hæfir þóttu, eða af góðu bergi brotnir. Þó kjör presta hér á landi þætti eigi ríkuleg, fylgdi þó starfi þeirra brátt réttur til góðs ábýlis, eftir þvi sem kostur var til, og stað. an veitti jafnræði til að leita kvon- fangs þar, sem álitlegast var í um- hverfinu. Voru þannig lagðir horn- steinar að myndun heimila í hverri sveit á landinu, er likleg voru, öðr- urn fremur, til að varðveita ættar- auð kynstofnsins — ekki í starf- lausum ættaraðli, heldur fólki, sem lifði og vann með annari alþýðu og deildi kjörum með henni, þótt þeir að ýmsu leyti væri betur settir. Þarf enga sérþekkingu á íslenzkum ættar- tölum til að komast að raun um, að prestar og aðrir virðingamenn landsins, áður fyr. voru yfirleitt mjög kynsælir eða niðjamargir. Er næsta auðreiknað, að ef menn af öðrum stéttum i landinu hefðu að tiltölu komið jafn-mörgum börnum á legg, myndi þjóðin hafa orðið miklu fjölmennari en raun varð nokkurntíma á. Þó er engin ástæða til að ætla, að barnsfæðingar hafi verið færri að tiltölu hjá öðrum stéttum, en hvort heldur er, að minni kynsæld þeirra í reyndinni hefir stafað af meiri barnadauða hjá þeim, vegna lakari aðbúðar, eða að kystofn þeirra hefirAerið líkamlega óhraustari, þá ber að sama brunni um það, að þær ættir landsins, er ó- tvírætt geymdu i sér mesta hæfileika til andlegs og líkamlegs atgerfis, höfðu alt af glögga yfirhönd uni viðhald kynstofnsins. Er og svo tal- ið, að þeir muni vera fáir íslenzkir menn,-er ekki eiga til presta, eða annara virðingamanna, að telja í ætt sinni, næsta skamt undan, og þótt staðan væri alls ekki óhrigðult sönn. unargagn fyrir manngildinu, þá gekk það þó næst reglu, að til virð- inga hér í landi kæmist eigi aðrir islenzkir menn en þeir, er mikilhæfir menn voru sjálfir, eða af svo góðu bergi brotnir, að nokkurs mætti vænta af niðjum þeirra. Hér hefir þá verið bent á veiga- mestu ástæðurnar fyrir því, að þjóð- inni hefir tekist að geyma hinn forna ættarkjarna næsta vel, fram á þenna dag, þó að hann, um langt skeið, væri nálega ósýnilegur, af því verkefnin voru ekki önnur en að verjast sígandi þunga útlendrar á- þjánar. ,Verður nú að því horft hvort þessar ástæður verði einnig fyrir hendi í næstu framtið. (Framh.) ‘ Frá Edmonton (10. ágúst 1936) Ilerra ritstjóri Lögbergs: Eg hefi getið þess áður i ritum mínum til Lögbergs um sundrung þá, sem komin er á meðal Social Credit sinna í Alberta. Fólk er nú alment að vakna til meðvitundar um það, hvaða skrípaleik þessi Social Credit stjórn er að leika. Margir af þeim, sem fylgdu Aberhart að mál- um í seinustu kosningum, hafa al- veg snúist á móti honum; segja eins og satt er, að hér sé engin “Social Credit stjórn á ferðinni; öllum lof- orðum sínum um það, að koma hér á gang Social Credit stjórn, hafi þeir brugðist. Það seinasta axarskaft sem Aberhart-stjórnin hefir gert, er að gefa út þessi “Prosperity Bonds” sem allir heilvita menn og konur 'hljóta að vita að er á móti banka- lögum landsins. Það varðar þungri sekt að gefa þessa snepla út, og varðar $400 sekt fyrir hvern þann snann, sem reynir til að útbreiða þessa óekta gjaldmiðla. Þetta at- hæfi stjórnarinnar getur haft mjög skaðlgear afleiðingar í för með sér. Ekki einungis fyrir alt viðskiftalíf hér. heídur fyrir einstaklinga, sem í einíeldni sinni útbreiða þennan ó- löglega gjaldmiðil. Það er búið að senda kröfu til Ottawa-stjórnarinnar, að fyrir- byggja það, að Aberhart-stjórnin geti gefið út meira af þessum “Pros- perity Bonds.” Búist er við að innan fárra daga, komi úrskurður frá Ottawa-stjórn- inni þessu viðvíkjandi. N. Gudmutidson. FRÁ ÍSLANDI Maður rotast í vegavinnu í Leiru í gær vildi það til í Leiru, að aldr- aður maður féll niður í ofaníburðar gryf ju og beið bana af. Hét hann Sigurður Björgvinsson frá Hausthúsum í Garði. Var hann i vegavinnu. Bar slysið þannig að höndum, að Sigurður ætlaði að ganga yfir bíl, sem stóð niðri í gryfju. Misti hann fótanna á gryfjubarminum, féll of- an í gryf juna og lenti á bílnum með höfuðið. \ ar hann þegar látinn. * * * Jóhannes Arkelsson jarðfræðingur hefir dvalið undanfarna daga við jarðfræðirannsóknir á Melrakka. sléttu og Tjörnesi. Á Melrakka- sléttu hefir hann fundið nýtt skelja- lag frá jökultíma, er liann telur mjög merkilegt fyrir jarðsögu landsins. Á Tjörnesi kveðst hann hafa notið aðstoðar Kára bónda Sig- urjónssonar á Hallbjarnarstöðum og telur hann kunnugastan núlifandi rnanna jarðlögunum þar frá Pliocen- tímabilinu. —Alþ.bl. 28. júlí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.