Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 1
 PHONE 86 311 Seven Lines {ÖX& MLe** B)Æ«SÍ*- For Service and Satisfaction ysp Xs^ PHONE 86 311 Seven Lines ,\ot d ^ttfJUsi^ d !íStíS v>-c„t. *& V*v Better Dry Cleaning and Laundry 49. ARGANGUIt WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1936. NCMER 34 NOSTALGIA (Heimþrá) Eftir Edwina Yager. Á t íu þúsund vegu eg skilnað harma hlýt: Eg harma þegar söngfuglsins óðs ei lengur nýt. Og þegar greinar trjánna mér bera' ei þeysins þyt, eg þögul bíð og hlusta — og ein og döpur sit. Og þegar húmið breiðir sig yfir fjall og fjörð, þá fyliist sál mín hrygðar — eg er nú svona gjörð. Því dag-sins þá eg sakna — þess lífs er ljós hans gaf, en líka sakna eg heimsins — þá alt í draumi svaf. Ó, yndisvana sál, sem að unir stormsins raust, stili innri strengi hjartans — þó svalt sé líf sins haust; því vindurinn mun aftur í greinum gnauða hátt, og gefa þreyttu hjartanu fjör og nýjan mátt. Og af tur mun á rúðunum regnið skemta sér, og rofa til í skýjunum — sem í hjarta mér— og aftur stjarna tindra svo himinblíð og blá, og blessað hlýja vorið mun aftur svífa hjá. Ó, syrg ei íiðnu árin, því aftur grasið grær, og ganghljóð berst til eyra — svo þráin vængi fær. Já, vonbjört löngun vaknar — og bálar, blossar ný, þá blikar önnur stjarna í gegnum úrug ský. Nei, aldrei, aldrei framar — ó, hrædda hugarþrá— Eg heyri kannske storminn og regnið gluggann slá. En andlit dýrra vina né handtök mjúk og hlý, sem hugurinn aldrei gleymir, þau birtast ei á ný. Ó, handtök!—tap og söknuðuri—handtök mjúk og hlý! Ó, haldið fast og sterklega —snertið mig á ný! Ó, grípið yfir árin, sem eru liðin hjá — þau eru vín og smyrzl þeim er gráta, syrgja, þrá. Ó, komi — birtist aftur — þau augu hrein og skær, sem aldrei munu gleymast — ó, birtist, komið nær! í sorg mitt drúpir hófuð — mitt hjarta sárt og þreytt, til heljar sundur marið —og líf mitt gleði sneytt. S. B. Benedictsson. •—Úr Free Press. Vinamót Fimtudagskveldið 13. þ. m. var glatt á hjalla í Goodtemplarahús- inu. Höfðu vinir þeirra Gunn- laugs kaupmanns Jóhannssonar og konu hans komið þar saman í þvi skyni að fagna þeim og árna þeim heilla. En þau eru vin- mörg og vel þekt. Var því hóp- urinn stór og þetta fyrsta tæki- færið til þess að heilsa þeim. Þau höfðu gift sig snemma að morgni dags og lagt samstundis af stað í skemtiferð suður um Banda- riki. Goodtemplarar stóðu f y r i r þessum fagnaði, en allmargir ut- anfélagsmenn voru þar staddir. Mótinu stjórnaði séra Rúnólf- ur Marteinsson, fyrverandi stór- templar. Var það í veizluformi; fóru ræður og aðrar skemtanir fram nndir borðum. Ungfru Anderson, söngstjóri stúkunnar Skuld, lék hrúðkaupslagið meðan A. S. Bardal, stórtemplar, og kona hans, leiddu heiðursgestina inn að háborðinu. Frú R. Gisla- son söng því næst einsöng og var síðan sezt að borðum. Fyrsti ræðumaðurinn var séra Carl Olson; flutti hann all-langt ávarp til brúðhjónanna og sér- staklega til brúðurinnar. Fórust honum fagurlega orð um helgi Og þýðingu heimilisins og var ræðan einkar falleg. Séra Rúnólfur Marteinsson tal- aði vel og skemtilega, sérstaklega til brúðgumans. Þá flutti Lúðvík Kristjánsson eitt af sínum fyndnu kvæðum; hafði hann ort það fyr- ir þetta tækifæri og tekist i bezta lagi. Sjálfsagt birtist kvæðið í Lögbergi. Litil stiilka, dóttur- dóttir Guðríðar Davidson. færði brúðurinni stórt og fagurt rósa- knippi. en A. S. Bardal afhenti þeim hjónum vandaðan rósa- stand. Að því búnu flutti hann ræðu og mintist hins mikla starfs heiðursgestaiuia i mannfélags- málum vor á meðal yfirleitt og sérstaklega í bindindismálinu. Einnig ávarpaði ungfru Eydal þau í sama anda, en hún er stór- ritari Goodtemplara. A. P. Jó- hannsson, bróðir brúðgumans, talaði næsl og lýsti ága'ti ís- lenzkra kvenna; vitnaði hann vel og skemtilega í ræðu eitir Guðm. Finnbogason. Sá er þessar línur ritar talaði fáein orð. Meðal þeirra var þessi vísa til Gunnlaugs: Allir tóku undir það, er þig lofi jósu, hvað hann guð var góður að geyma þér hana Rósu. Að síðustu talaði brúðguminn snjalt og fjörugt að vanda; þakk- aði fyrir sig og konu sína, og gat þess að hann ætlaði sér innan skamms að flytja erindi um ým- islegt sem fyrir augu bar í ferð- inni vestur um Canada og suður um Bandariki. Munu margir hlakka til þess kvelds, því Gunn- laugur er.fyndinn og skemtilegur ræðumaður. Brúðurin þakkaði einnig með fáum orðum og látlausum. ís- lenzkir söngvar voru sungnir öðru hvoru og var þessi kveld- stund hin ánægjulegasta. Sig. Júl. Jóhannesson. MYRKUR YFIR DJÚPINU Segja má með réttu, að enn sé flest á huldu um stjórnmálin í Mani- toba, og að í pólitískum skilningi hvili þar myrkur yfir djúpinu. Frá því hefir áður verið skýrt, hvernig td tókst um máJaleitanir þær viðvíkjandi samvinnu eða sam- vinnustjórn, er Mr. Bracken hóf við leiðtoga afturhaldsflokksins, Mr. Errick Wlillis; fóru þær út uan þúf- ur, eða að minsta kosti strönduðu uni hríð, vegna einstrengingsskapar og þröngsýni þess siðarnefnda. l'tn síðustu helgi flutti útvarpið þær fregnir, að telja mætti nokkurn veginn víst, að samvinna tækist á þingi milli núverandi stjórnarflokks og Social Crcdit þingmannanna fimm. Einn nýkosinn, óháður eða utanflokka þíngmatSur, hafði auk þess heitið stjóniinni stuðningi. Þetta mundi hafa veitt stjórninni meirihluta á þingi, þó lítill væri. Af nýjustu fregnum aC dæma mun að miklu leyti óráðið enn hvaða af stöðu Social Credit flokkurinn tekur til þessa máls, þó nokkurn veginn sé víst að leiðtogi hans, Dr. Fox, sé samstarfi við stjórnina að einhverju Ieyti hlyntur. Fylkið getur ekki stjórnlaust verið; hagsmunir al- mennings verða að ganga fyrir smá- sáíarlegum flokka hagsmunum. Ein- hver verður að brjóta odd af oflæti sínu; samtök verða að nást. Frá íslandi Lítil sddveiði CH ágœtt veður Lítð af síld barst til Siglufjarð- ar í gær og ekkert skip kom í nótt eða i morgun. Eldborgin kom siðdegis í gær með 1600 mál. Skipin eru nú aðallega við Langa. nes og á vestanverðum Húnaflóa. Veður er afbragðsgott, sólskin og blíða, og síldin, sem veiðist er mjög góð. A tveim dögum hafa Samvinnu- félagsbátarnir Auðbjörn og Gunn- björn komið með ooo tunnur af síld til Hóimavíkur. # * # Alls hafa verið saltaðar um 50 þúsutnd tunnnr í fyrra dag var búið að salta á öllu Iandinu um 50 þúsund tunnur af síld. Sildin skiftist þá þannig niður ^á veiðistöðvarnar : Sigluf jörtSur 29,- 063 tunnur, Eyjaf jörður 4,697 tunn- ur. Sauðárkrókur 316 tunnur, Skagaströnd 896 tunnur. I fyrradag var saltað eins og héi segir: -Siglufj. 4,187 tunnur, Hólma. vík 1028 tunnur, Húsavík 204 tunnur, Skagaströnd 1756 tunnur, Ingólfsfjörður 1315 tunnur. Ófrétt var þá um söltun við Eyjaf jörð. # # # Togarinn Surprise er hœstur með 12,303 niál Togarinn Surprise er nú orðinn hæstur af öllum togurunum, sem stunda síldveiðar. Hefir hann fengið alls 12,300 máí. Garðar hefir 11,100 mál, Tryggvi gamli 11,500 mál og Ólafur 10,800 mál. Allir leggja þessir togarar upp í síldarbræðsluverksmiðjuna á Djúpu. vik. # # * Mikil sildveiði í net á Austfjörðum Eskifirði 24. júli. I morgun veiddi Tómas Magnús- son útgerðarmaður á Eskifirði 200 tunnur síldar í botnnet sitt við suð- urströnd Eskif jarðar. Síldin er feit. Fitumagn mælist alt að 20%. í Reyðarfirði varð Þorgeir Clausen einnig síldar var í botnnet. Veiddi hann 18 tunnur. Ef veiðin heldur áfram að glæðast og síldin reynist söltunarhæf, vantar tilfinnanlega salt og tunnur á staðinn. # * # Mikil karfaveiði, 200 tonn í einum túr Patreksfirði 24. júli Gylfi kom í nótt til Patreksf jarðar eftir þriggja sólarhringa útivist með 200 smálestir af karfa og 42 tunnur af lifur. Er þetta bezta veiðiför skipsins á þessu ári. Skipio fékk afla sinn, bæði karfa og þorsk. á I [alamiðum. Aþlýðubl. 25. júli. # « # Örfoka lönd cru f/rivdd upp Gunnlaugur Ivristmundsson, sandgræðslustjóri ríkisins, hefir nú í 30 ár barist við örfok lands- ins og unnið starf til þess að græða uppblásnar sveitir og hér- uð. Gunnlaugur Kristmundsson hefir unnið starf sem fáir aðrir. Hann getur þvi á þessu þrítug- asta starfsári sínu litið yfir árin og verið ánægður, en hann er það ekki og verður ekki ánægður fyr en hann hefir unnið sigur yfir uppblásnu blettunum og skapað úr þeim gra>n tún, þar sem menn og skepnur geti lifað. Gunlaugur Kristmundsson hef- ir síðan í maí siðastliðinn verið austur i Gunnarsholti á Rangár- völlum, en þar er aðal sand- gnvðslustöð hér sunnanlands, en þaðan hefir hann farið i ferðalög um Árness-, Rangárvalla- og Skaftafells-sýslur. Hann kom snðgga ferð til bæjarins i siðustu viku, og hitti tiðindamaður Alþýðubla ð s i n s hann að máli og s[)iirði hann tíð- inda af sandgnrðslustarfi hans. "Eg hefi síðan i maíbyrjun forðast um austursýslurnar milli sandgræðslusvæðanna, en aðal- Iega hefi eg þó haldið mig í Gunnarsholti á Rangárvöllum, en þar er nú aðalsandgræðslustöð rikisins hér fyrir austan. Þessi ágæta jörð var i eyði vegna sand- foks fyrir tíu árum, og voru hús- in á henni rifin árið 1925. Þá datt engum i hug, að hægt myndi vera að græða landið upp, svo að þar gæti aftur risið myndarlegt býli. Nokkru síðar keypti svo ríkið Gunnarsholt, Brekknaland og Reyðarvatnsland og síðan hófst ræktunin á þessum lönd- um. Eg get heldur ekki heldur verið annað en ánægður með ár- angurinn. Aftur var bygt í Gunn- arsholti árin 1928 og 1929. Land- ið var girt og unnið markvíst að ])ví að eyða fokinu, ef svo má að orði komast. Fyrstu þrjú árin rak sandgræðslan þarna bú og var byrjað með uxabiii og voru þá þar um 70 uxar. Nú fékk Búnaðarsamband Suðurl a n d s jörðina, en siðastliðið vor flutt- ist hinn nýi sýslumaður Rangæ- inga á jörðina. Til samanburðar á ástandinu á þessari jörð fyr og nii skal eg segja þér frá því, að síðasti bónd- inn að Gunnarsholti hafði þar fiO sauðfjár og tvær kýr, og varð þó að kaupa slæjur annarsstaðar, en nú eru á Gunnarsholti og i Brekknalandi slæjur á þriðja ]nis- und ha. þegar gott sumar er. Eg skal líka geta þess, að nú eru komin upp tvö býla á Reyðar- vatni, og i ráði er að reisa tvö nýbýli i Brekknalandi. Þessu hefir sandgræðslan fengið áork- að. En betur má ef duga skal. Á Rangárvöllum er talið að sé um 100 býli í eyði sakir örfoks; geta menn af því gert sér í hugarlund hvílíkur vágestur sandfokið hefir verið í þessum sveitum. Það er mín skoðun, að mörg af þessum býlum sé hægt að endurreisa með Stjórnarflokkurinn í Quebec bíður átakanlegan ósigw í á inánudaginn; fimm Við fylkiskosningar þær í Oue- bec, er fram fóru á mánudaginn urðu úrslitin þau, að samsteypu- flokkur undir forustu Maurice Duplessis, samsettur af afturbalds- mönnuni, liberölum og óháðum mönnum, gekk sigrandi af hólmi með feykilegu atkvæðamagni, og hafði fengið, er síðustu fréttir komu al111 c 111111111 þingkosningum ráðgjafar falla í val. út, j6 þingsæti til imóts við r^, er liberal flokkurinn hlaut. Fimm ráð- gjafar töpuðu kosningu, þar á tneðal forsætisráðgjafinn, Adelard God. bout, sá er við tók af Mr. Tachereau t vnr. Liberal flokkurinn, hafði setið að völdum í Quebec að heita mátti í fjörutíu ár samfleytt. Tuttugu og fimm ára afmæli LESTRARFÉLAGSINS A GIMLI, 14. ágúst 1936 I bókunum geymist öld af öld bin óslitna jarðlífssaga; þar reiknast kynslóða refsigjöld frá rótum til nýrra daga; þar bera ljóðhetjur skíran skjöld í skrúðför um lundi Braga. A blaðsíðu hverri er mannlífs mynd Og málaoar heilar álfur; á einni blasir við ógn og synd en annari dauðinn sjálfur. Af hégómans jafnsléttu hæzt að tind, er hyltur hinn gullni kálfur. í guoanna bústað við Gimii-sæ skal geymast til hinstu tíða, livert vesturflutt andlegt aðalsfræ, er íslenzka sál má prýða. Og hjartað er tengt við heimabæ þó handtakið liggi víða. Og íslenzka bókin er okkur kærst með ástir og saknaðshljóma ; af ávöxtum hennar við höfum nærst við bafið í kvöldsins ljóma. Þar á okkar framtíð óðöl stærst og æf innar helgu dóma. A blaðsíðum ýmsum birtast menn, er blikna ekki fyrir striti. I>ó skifti vökunni skipshöfn tvenn, þeix skapa sér nýja liti. Og fegursta bókin er óskráð enn úr íslenzku hyggjuviti. Einar P. Jónsson. öruggri sandgræðslu og þar meí skapa skilyrði til stofnunar fjölda margra nýrra heimila í þessari undurfögru sveit, en til þessa eins og alls annars þarf fé, en það er mi ekki laust að því er mér virðist, því að styrkur til sandgræðslu hefir verið skorinn niður, og tel eg það afarmisráðið og illa farið." ' Hve margar sandgræðslustöðv- ar eru til í landinu? "Þær eru 30 að tölu." Víða um landið? "Já, i sjö sýslum. en langflest- ar eru eins og gefur að skilja í Rangárvallasýslu. Stærsta sand- græðslugirðingin er í Árnessýslu. Hún nær alla leið frá ölfusá og út í Selvog. f þessari einu girð- ingu eru hátt á 9. þúsund h. lands og menn munu að nokkrum tíma liðnum sjá árangurinn af því starfi, sem þar hefir verið unnið. í Selvogi er hin kunna Strand- arkirkjugræðsla. Þar hafa bænd- ur nú fengið ágætt slægjuland og slá þar nú á hverju sumri um 200 hesta heys. Það er mikil þörf fyrir það að auka sandgræðsluna að miklum mun, en hendur manns hafa ver- ið bundnar á bak aftur með því að skera niður styrkinn til henn- ar. Hins vegar gengur sandgræðsl- an þar sem hún er rekin óhindr- uð alveg ágætlega." — Alþbl. 30. júli. BLÓÐBAÐIÐ A SPANI Fréttir þær, sem daglega berast af Spáni, eru hinar hörmukgustu; alsaklaust fólk brytjað niður í þús- undatali, auk þess sem geigvænleg- ar drepsóttir geysa yfir landið. Upp- reisnarherinn er jafnt og þétt að vinna á, og nú er þess getið, aí stjórnin sé þess albúin að flýja land. DR. IIERBERT GÖRING JicriiHÍIaráðgjafi Þjóðverja ferðast 600 />•»?. á hestbaki 11111 ísland. Lengst af var hann á ferðalagi þessar 4 vikur, sem hann dvaldi hér. Lét hann ákaflega vel af ferðalag- inu. ITann fór um Reykjanes og nágrenni Reykjavíkur, skoðaði Þingvöll gaumgæfilega, Krýsuvík og fleiri staði, og fór um Kaldadal til Borgarf jarðar. En lengsta og til- komumesta ferðin var norður Kjöl. Fylgdarmenn hans voru sr. Knútur Arngrímsson og Stefán Filippusson. I>eir fóru sem leið liggur að Hvít. árvatni, þaðan í Kerlingarfjöll um llvcravelli. norður að Aðalmanns- vötnum til Mælifells, um Flugumýri til Hóla, yfir Heljardalsheiði til Dal- víkur. Síðan um Akureyri sem leið liggur í Vaglaskóg til Reykjahlíðar, þaðan bæði í Reykjahlíðar námur og að Dettifossi. — Siðan suður um Mývatn til Skútustaða, og þaðan í híl til Reykjavíkur. Alls fóru þeir um 600 kílómetra á hestum, höfðu vitanlega með sér tjald og allan útbúnað og leið ágæt- lega á öllu ferðalaginu, enda var veður oftastnær hið ákjósanlegasta. Norðan sandrok fengu þeir þó á Kili og þoku á Hveravöllum. —Enn á eg allmikið óséð af hinu fagra landi ykkar, sagði dr. Göring. Eg hlakka mikið til að koma hingað aftur og fara þá t. d. um Skafta- fellssýslurnar. Mikið þótti mér vænt um að sjá skógana í Fnjóskadaln- um, þvi þá sá eg, að slíkur gróður getur hér þrifist. Með sérkenni- legustu stöðum er eg sá á ferð minni er Hvítárvatn og Kerlingarf jöll, að ógleymdri Mývatnssveit og nágrenni hennar. Við tókum f jölda mynda í ferðinni. —Eg vil að endingu, sagði dr. Göring biðja blaðið að flytja þeim mönnum, sem eg hefi hitt og hafa verið samtaka um að greiða götu mína, mínar bestu þakkir. En um leið vil eg nota tækifærið til þess að láta í ljós hrifning mína yfir því, hve hinni íslenzku þjóð hefir vel tekist að komast áfram í þessu norð- læga landi. Vildi eg óska þess, að þjóðinni fnætti takast að komast sem fyrst og best fram úr þeim örðug- leikum, sem hún nú hefir við að stríða. og kjör alls almennings í landinu mættu fara batnandi á næstu árum.—Mbl. 28. júlí. FUNDUR 1 OTTAWA f gær hófst í Ottawa fundur milli sambandsstjórnarinnar annars veg- ar og umboðsmanna stjórna hinna einstöku fylkja hinsvegar, einkum þó Sléttufylkjanna, til þess að ræða og komast að niðurstöðu um bjarg- arráðstafanir þeim landshlutum til handa, er ofþurkar og uppskeru- brestur hafa leikið sárast.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.