Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.08.1936, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1936. 7 Minni íslands AÐ IÐAVELU, HNAUSUM, i. AG. 1936. Eftir Dr. Thorberg Thorvcddson. (Framh.) Eins og við öll vitum þá var ls- land bygt að mestu leyti milli áranna 874 og 930. SiSan hefir verið mjög lítill innflutningur fólks inn í land- iíS, og lítill útflutningur nema til Grænlands á tiundu öld og til Ame- ríku á 19. öld. Andlegur og líkam- legur höfuðstóll hinnar íslenzku þjóðar var þvi að mestu leyti ákveð- in um aldamótin 900. Við getum þvi spurt: “Höfðu íslendingar i fornöld að jafnaði yfirburði yfir aðrar þjóðir Evrópu? Ef að svarið er já, að hve miklu leyti hafa þeir yfirburðir verið varðveittir eða þró- ast í síðastliðin þúsund ár, og hvaða mælikvarða getum við'notað? Álit okkar sjálfra um okkur sjálfa er ekki sem ábyggilegast. Á hinn bóg- inrr getum við tekið fyllilega til greina álit annara þjóða á okkur, sérstaklega þegar þær bera okkur saman við sig sjálfar. Nákvæm- astur verður óbeinn samanburður, sem oft er hægt að draga af sann- reyndum saman söfnuðum í öðrum löndum eða af sögulegum atriðum, sem hafa verið skráð án tillits til spurninganna sjálfra. Um fornöld íslands og yfirburði íslendinga andlega og líkamlega í þá daga, þarf eg lítið að segja. Sagan sýnir að landnemarnir komu frá þjóð, sem á þeim tímum var frækn. ust í Evrópu, og að f jöldamargir af þeim voru ættstórir og göfugir menn, menn sem ekki aðeins voru niðjar foringja en sem líka fyrir manndóms og vitsmuna sakir höfðu verið kjörnir til forustu. Að tiltölu við mannfjölda voru að líkindum fleiri af þess konar mönnum meðal þjóðarbrotsins, sem fluttist til ís- lands en eftir voru hjá þjóðinni í heild sinni. Álit annara þjóða á Is- lendingum á þeim timum er hægt að greina á þvi að þegar þeir sigldu utanlands voru þeir ætíð velkomnir sem gestir við hirðir Evrópukon- unga. Sem hermenn eða herfor- ingjar tóku Islendingar þátt í flest- um stórbardögum Evrópu; setn hirðskáld og sögumenn áttu þeir enga jafningja. Það er sagt að sög- ur fari af um 230 frægum hirðskáld- um við hirðir Evrópukonunga á miðöldunum og að þau hafi, með fá- um undantekningum, verið íslend- ingar. Flest af þessum skáldum, sem vanalega voru ekki aðeins skáld heldur oft líka frægir íþróttamenn og hermenn, voru utanlands aðeins i ungdæmi sínu en sneru síðar til baka til Islands. Þeir töpuðust því ekki Islandi. Á mðiöldunum átti Evrópa engar bókmentir sem hægt var að bera saman við fornbókment- ir Islendinga, og það er alment við- urkent að Fom-Grikkir einir hafi átt bókmentir, sem stóðu þeim á sporði. En ‘hvað er um nútíðar íslend- inga; hvernig hefir þessi mikli arf- ur, þessi mikli höfuðstóll manndóms og lista, sem islenzka þjóðin átti í fornöld, verið varðveittur? Það hefir verið alment álitið meðal ís- lendinga sjálfra að hin róstusama Sturlungaöld, miðaldahallæri og drepsóttir, og útlend kúgun hafi þrýst þjóðinni í niðurlæging, svo að hún hafi glatað kjarki, manndáð og harðfengi. Þetta hefir máske vald- ið meðal íslendinga nokkurs konar “inferiority complex.” Um leið og íslenzku skáldin á nítjándu öldinni reyndu að örfa þjóðina til fram- sóknar þá styrktu þau þessa hug- mynd. Jón Thoroddsen sagði i kvæðinu “Til íslendinga”: “Forðum hin ágæta ey var aðsetur frelsis og dáða, Bragi þar bólstað sér tók blómguðum fjalla í dal;” °g “Þá lifði' í landinu þjóð, sem hraust var og harðfeng, en eigi sokkin i svefndoða kyrð, sællifi, munað og glys; meira var frægðin en fé, og frelsið en stórmenna hylli.” og síðar: “Þannig með virðing og veg þín velsæld stóð langan um aldur, ættjörðin ágæt og fríð! ástkæra sögunnar land! þar til að ánauðir í þig útlendra höfðingja seldu óvitrir arftöku menn, ágjarnra tældir af vél. Frægðin með fjörinu dó, er frelsið var stokkið úr landi; klerkar og kúgunarvald kjarnan i þjóðinni drap.” og siðar: “Varmenska, volæði, eýmd vesælum grandaði lýð.” Og skáldið hrópaði: Jónas Hallgrímsson KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRT AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 “Hvar er þín fornaldarfrægð frelsið og manndáðin bezt?” Ef við tökum myndirnar af þess- um niðurlægingartímum hinnar ís- lenzku þjóðar til greina þá verður okkur að spyrja: “Er mögulegt að islenzka arfleifðin frá fornþjóðinni hafi verið varðveitt fram í nútíðina? Vísindin benda að nokkru leyti á svar. Þótt áhrif óhágstæðra lífs- skliyrða geti miðað til þess að minka líkamlegt og andlegt atgerfi þjóðar- innar, þá hafa einstaklingarnir sem eru gæddir yfirburðum og afkom- endur þeirra ætið betri möguleika til afkomu en þeir sem minna atgerfi eru gæddir. Á þann veg er vel mögulegt að erfiðleikar verði til þess að hreinsa og skýra þjóðar- stofninn. Máske íslenzka skáldið Steingrimur Thorsteinsson hafi haft þetta í huga í kvæðinu “Á heims- enda köldum,” þegar hann segir um Island: “Þar fóstraðist þjóð vor við elds og ísa mein og áhrif af náttúrunni háu.” og síðar: “Drykkjað þjóð með þrótt á þrautadimmri nótt.” Undir hinum erfiðu lífsskilyrðum gátu aumingjaskapurinn og ómensk- an ekki þrifist en mannskapur og dáð héldu lífi, þótt ljómi, skraut og glæsimenska fornaldarinnar sæjust ekki lengur. Ilættulegastur íslenáku arfleifð- inni var að líkindum seinni hluti Sturlungaaldarinnar þegar svo margir beztu menn íslands féllu í valinn í borgarastríðinu. Síðari alda hallæri, drepsóttir og útlend kúgun, þótt volæði, eymd og versældómur fylgdu þeim á yfirborðinu hafa að líkindum heldur eflt beztu einkenni þjóðarinnar, einkum sem nú geta notið sín undir betri lífsskilyrðum, en hitt. En hvar fáum við mælikvarða til að bera saman nútíðar íslendinga við aðrar þjóðir? Það vill nú svo vel til að við höfum við hendina » mælikvarða sem er smíðaður utan íslands og því ekki líklegt að hann sé Jslandi í vil. Allir þekkja hið mikla rit "Encyclopedia Brittannica” sem meðal annars getur heimsfrægra manna í öllum löndum. Ef maður nú telur alla þá menn, sem hafa ver- ið nógu heimsfrægir til þess að æfi- saga þeirra sé skrásett í þessu riti og sem eru fæddir innan síðustu 300 ára, þá kemur út, eftir þvi sem Ame. rikumaðurinn prófessor Huntington segir, að ísland hefir átt fleiri af þeim mönnum, í tiltölu við fólks- fjölda, en nokkurt annað land nema England og Skoltand. Og þar setn “Encyclopedia Brittannica” er samin á Bretlandseyjum, þá er liklegt að hún sé þeim þjóðum heldur í vil. Og samt nær þetta tímabil, sem hér ræðir um, yfir hið mesta niðurbeg- ingar tímabil hinnar íslenzku þjóð- ar. Ef maður nú notar sama mæli- kvarðann til að bera saman skáld þjóðanna í síðastliðin 300 ár, þá kemst maður að þeirri niðurstæðu, að yfirburðir fornislendinga hafi ekki glatast. Tölur ])ær sem Hunt. ington gefur eru mjög eftirtektar- verðar því þar stendur Island freinst á blaði meðal menningarþjóða heimsins. í tiltölu við mannfjölda þá hefir ísland tvisvar sinnum eins marga heimsfræga bókmentamenn eins og England og S'kotland, sex sinnum eins marga og Danmörk, átta sinnum eins marga og Frakk- land, tíu sinnum eins marga og ír- land, tólf sinnum eins marga og Holland og Svissland, fimtán sinn- um eins marga og Þýzkaland, átján sinnum eins marga og Noregur og Svíþjóð, sextíu sinnum eins marga og Grikkland, hundrað sinnum eins marga og Austurríki og Pólland, o. s. frv. Eftir rannsóknir af þessu tagi kemst prófessor Huntington við Yale háskólann að þeirri niðurstöðu að “ísland hafi staðið í fremstu röð menningarþjóða i þúsund ár.” Margir útlendir ferðamenn hafa ritað um nútíðar Islendinga. Það sem vekur mesta undrun hjá þeim eru yfirburðir íslenzku bændanna, bæði likamlega og andlega, í sam- anburði við bændur í öðrum Evrópu löndum. Það er okkur auðskilið, því að hinir frægu forn-íslendingar voru allir bændur. Gömlu víking- arnir búa enn á landsbygðinni á ís- landi. Eg vil minnast að endingu á ferðasögu sem eg las nýlega í þýzku vísindatímariti. Jarðfraeðingurinn Karl Schmid byrjar söguna af ferð sinni og félaga sinna til eldstöðv- anna á Vatnajökli eftir gosið mikla 1934 á þessa leið: “ísland er land sérstakrar og ein. kennilegrar fegurðar. Ferðamaður- inn, sem dvelur fáeina daga í nútíðar höfuðborg íslands, Reykjavik, verð- ur máske fyrir. vonbrigðum yfir landinu. Aðeins sá þekkir hið veru- lega Island, sem kynnist hinni ó- tömdu náttúrufegurð og frumleik landsins sjálfs og sem hefir dvalið hjá bændunum á hinum einmanalegu búgörðum langt frá borgunum.” Stefán bóndi á Kálfafelli fylgdi þeim félögum upp að jökulbrúninni við Djúpá, þar sem þeir höfðu sína aðal tjaldstaði. Að fjórtán dögum liðnum skyldi hann koma til baka að sækja þá. Á jöklinum og við gíginn fengu þeir óveður svo, að þeir komust með erfiðleikum til baka að Djúpá. 1 tvo daga reyndu þeir árangurslaust að komast til vista sinna yfir ána, sem nú var orðin mesta vatnsfall, og rann í mörgum kvislum. Þegar þeir eru að verða úrkula vonar kem. ur Stefán bóndi að með tvo syni sína og íslenzku hestana. Nú geng- ur alt sem í sögu. Undir nákvæmri leiðsögn Stefáns og sona hans, ríða þeir yfir vatnfallið. Sshmid segir um Stefán gamla: “Hans skarp- skygnu augu vakta og leiðbeina mönnum og hestum. Hann situr teinréttur í hnakknum og hvita skeggið hans blaktir fyrir vindin- um.” Er þeir komast heim hefir hann “setið tuttugu og f jóra klukku- tima í hnakknum, en samt er ekki hægt að sjá á honum minsta vott um þreytu, þrátt fyrir 72 ára aldur.” Og svo endar Schmid ferðasögu sína með þessum orðum: “Við finnum til þögullar aðdáunar og djjúps þakklætis við þessa menn, menn, sem eru klæddir í óbrotinn bóndabúning, en sem eru gæddir lundareinkennum konunga. Þeir cru ófalsaðir og óháðir, sterkir, harðfengir og stórgerðir eins og landið sem þeir tilheyra.” Eins lengi og ísland á svona bændastétt er engin hætta á öðru en það haldi áfram að standa í fremstu röð menningarþjóða heimsins! Þegar maður ber saman nútiðar menningu þjóða þá er vanalega mælikvarðinn allur annar en sá, sem eg hefi notað. Það eru sérstaklega verklegu framfarirnar sem er litið til. Eg hefi ekki tíma til að íhuga málið frá þeirri hlið en eg held að ef eg hefði notað þann veg til sam- anburðar hefði niðurstaðan orðið alveg eins eftirtektarverð. Hvað verklegum framförum viðvikur, er Island ekki eldra land en Vestur- Canada. Hugsum okkur hérað í X'estur-Canada með 100,000 íbúum sem hefir borg með 30,000 íbúum, og berum svo saman mannvirkin á íslandi, svo sem brýr og vegi, hafn- staði og skipaflota, sem alt hefir verið bygt á síðastliðnum 30-40 ár- um, við mannvirkin hér. Þrátt fyrir alla örðugleikana á Islandi held eg að samanburðurinn yrði þvi mikið í vil. Eg hefi ávarpað sérstaklega yngra fólkið hér í dag. Hin unga íslenzka kynslóð í' þessu landi, ekki síður en hin eldri, er tengd traustum bönd- um við ísland og hefir erft frá ís- lenzkri þjóð alla þá hæfileika, and- lega og líkamleg, sem hún hefir völ á til lífsbaráttunnar í þessu landi. Eg hefi vikið að því með fáum orðum hve göfug íslenzka arfleifðin er. Það ætti að gefa okkur djörfung og dáð til að halda íslenzka merkinu hátt á stöng í þessu okkar fóstur- landi. Og það ætti að vera okkur ljúft að halda áfram að minnast ís- lands og skuldar okkar við íslenzku þjóðina. Ef. leyfi mér að ljúka þessu erindi með orðum skáldsins Steingríms Thorsteinssonar: Oft minnast þín, ísland, á erlendri slóð þeir arfar, er fjarvistum dvelja, og saknandi kveða sín landmuna ljóð og Ijúfan þér minnisdag velja; þó milli sé úthafsins ómælis röst, þú ei hefir slept þeim, þín tök eru föst. Lengi lifi ísland og hin íslenzka þjóð! Lœkningar á ríkis- kostnað Eftir G. B. Reed, professor við Queens háskólann. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kL 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsimi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlak*on 20 5 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonee 21 212—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson VlOtalstfmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30877 G. W. MAGNUSSON NuddUxknlr 41 FURBY STREET Phone 26 127 SfmlS og semjiB um samtalatfma BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrtxOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknlr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúslnu Sfmi 96 210 Helmllis 32 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG CorntöaH ^otel Sérstakt verS á viku fyrir námu- og fiskimenn. KomlB eins og þér eru8 klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdaray. MAIN & RUPERT WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg (Framh.) í sambandi við allar heilsuvernd- arstöðvarnar eru sóttvarnar og lækningadeildir. Sú heilsuverndar- stöð, sem lýst var í síðasta kafla og er í verksmiðjupartinum í Lenin- grad, hefir sextiu deildir hér og þar úti um alt héraðið, sem hún nær yfir. Við þær deildir vinna 100 reglulegir læknar, mörg hundruð hjúkrunarkonur. og aðstoðarfólk þar að auki. Starfssvið þessara deilda er svip- að starfssviði venjulegra lækna i öðrum löndum, þar sem umferða hjúkrunarkonur eru til aðstoðar. Læknirinn ýmist heimsækir sjúkl- inga eða veitir þeim móttöku í starfsstofu sinni. Hann virðist vera býsna frjáls og ráða þeir hvort hann litur sjálfur eftir sjúklingunum eða vísar þeim til aðalstöðvanna, eða þá beint til spítalanna, þá sem sóttnæma sjúkdóma hafa verður þó æfinlega að senda á viðkomandi spítala. Nútíma Rússinn er orðlaður og viðurkendur fyrir það hversu meist- aralega honum tekst að útbreiða skoðanir sínar og stefnur, og út- breiðsla á þekkingu sjúkdóma og sjúkrastundun er eitt aðal takmark miðstöðvanna, sem á var minst. Þaðan streymir út stöðug fræðsla i allar áttir með öllum mögulegum ráðum og aðferðum. Þessi sama fræðsla breiðist einnig út frá deild- um í smærri stíl. Fólkinu í heild sintii og hverjum einstaklingi er kent það með hinni mestu áherslu hversu nauðsynlegar séu reglur sem fyrirskipaðar eru um hreinlæti og lieilsusamlega siði í daglegu lifi. Ekki einungis eru alls konar heilsu- fræðisreglur kendar og sýndar, held- ur margítrekaðar á ýmsan hátt svo þær hljóta að festast í minni manna og verða óaðskiljanlegur hluti þess, er sjálfsagt telst í dagfari fólks. Á vissum tímum verða allir að A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá beztl Ennframur selur hann allskonar minniavarBa og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimllis talsfmi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEQ Fasteignasal&r. Leigja hús. Út- vega peningalún og eldsAbyrgS af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgB og blf. reiSa ábyrgBIr. Skriflegum fyrir- spurnum svara8 samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur 61ístaOur < miOblki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; m«8 baSklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfBir 40c—60c Free Parking for Ouasts láta lækni skoða sig. Þeir sem á spítalanum hafa verið eru stöðugt og sérstaklega skoðaðir með hinni mestu nákvæmni. En útbreiðsla á heilsufræðisþekkingu er gerð auð- veld á Rússlandi, og þar er það einn- ig gert auðvelt að fá bót meina sinna í tima. Þar þarf enginn sem veikur verður að fyllast áhyggjum í sam- bandi við kostnað, þegar hann fer til læknis eða legst á spitala. Þar eru allar lækningar, allar sóttvarnir, allar heilsuráðstafanir og allir spí- talar ókeypis fyrir alla — þar á sneðal heilsuhæli, og hvíldarstofn- anir. Þeir, sem vinna, fá fult kaup i þrjá eða fjóra mánuði þegar þeir eru veikir og séu þeir veikir lengur fá þeir lífvænlegt tillag frá rikinu, sem þeir eiga heimtingu á. A fáum dögum er það auðvitað ekki mögulegt að dæma nema laus- lega um það hversu nákvæm störfin eru á þessum heilsustöðvum og deildum þeirra, Eg gat samt sem áður dæmt býsna vel um það hvernig verkið var leyst af hendi í þeirri deild, sem mér heyrði til — það ér sóttkveikjudeildinni og lífeðlisfræð- inni. Þessar deiildir eru báðar í ágætuni efnafræðisstofum með næg- um áhöldum án þess að óþarflega sé i þau borið og með góðum starfs- mönnum. Vísindaáhöldin eru ný og fullkomin og mikið af þeim búið til í Rússlandi. Starfsfólkið virtist æft og hæft i bezta lagi. Yfiraiennirnir og starfsfólkið yfirleitt sýndi það bæði í verkum sinum og viðtali að hvorki skorti skilning né þekkingu á nýjustu og fullkomnustu aðferðum. Ef til vill væri meira af áhöldum í flestum samskonar stöðvum á Eng- landi eða i Canada, en sumstaðar ekki eins mikið. Smádeildirnar virtust miður úr garði gerðar en aðalstöðvarnar, en eins og áður var frá skýrt, eru þær einungis eða aðallega skyndiskoð. unar stofnanir til undirbúnings und- ir aðalstöðvarnar. (Framh.) Við cldhúsáyrnar Það var hringt eldhúsdyramegin og úti fyrir stóð illa khcddur tnaður og bað um matarbita. Frúin leit á hann og sagði: —Hvers vegna gangið þér um og betlið ? Þér virðist vera nógu sterk- ur til þess að vinna. —Já, svaraði hann, og þér, frú, eruð nógu fallegar til þess að vera leikstjarna. Hvers vegna eruð þér þá hérna í eldhúsinu? Hann fékk vel að borða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.