Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1936.
Fimtugasta og annað ársþing
Hins eyangeliska lúterska kirkjufélags
Islendinga í Veáturheimi
Haldið í Árborg, Mamitoba, 18. til 22. jwní 1936.
Nefndin, sem skipuð var í prestafunda-málinu álítur, að slíkir
fundir geti haft blessunarrík áhrif fyrir kristindómsstarfið, og að
frá þeim fundum geti prestar flutt heim til safnaða sinna aukinn
áhuga, og endurnýjað starfsþrek, og að slíkt mundi verða söfnuð-
unum til uppörfunar og hvatningar til meira lifandi starfs.
Xefndin leggur því til að prestafundir séu haldnir að minsta
kosti árlega, og séu sóttir að svo miklu leyti sem kringumstæður
leyfa af öllum prestum kirkjufélagsins, og að söfnuSir heimili
prestum sínum burtvera frá prestakallinu að minsta kosti einn
sunnudag á ári til slíkra funda.
Árborg, 22. júní, 1936.
Jónas Th. Jónasson Joseph J. Myres Jóhann Peterson
Th. Svcinsson Gunnar J. Gudmundson.
Var skýrslan lesin upp og síðan samþykt í e. hlj.
I>á spurði forseti um boð fyrir kirkjuþing næsta ár. — Eng-
in boð komu fram. Samþykt var, að visa þessu máli til fram-
kvæmdanefndar.
I'á lá fyrir 7. niál á dagsskrá :
Samband og samvinna mcd öðruni kirkjufclögum.
Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra G. Guttormsson
fram tillögu í tveim þáttum. Eftir nokkrar umræður um fvrri
þáttinn lagði Jónas Th. Jónasson fram þessa varatillögu:
Að því er snertir samvinnu við Hið Sameinaða kirkjufélag
íslendinga í Yesturheimi lætur þíngið sér nægja, að skírskota til
ummæla um það mál í skýrslu forseta, og telur þau lýsa skýrlega
og hógvært afstöðu vorri í því máli. Og felur þingið forseta og
framkvæmdarnefnd að starfa í anda þeirra ummæla á komanda
ári.
Eftir talsverðar umræður var varatilagan samþykt í e. hlj.
Lá þá fyrir seinni þáttur tillögu séra ('iuttorms, er svo hljóðar:
Viðvíkjandi nánara samfélagi við önnur lútersk kirkjufélög,
hefir nefndin það eitt að leggja til, samkvæmt tilmælum forseta, að
þingið greiði atkvæði með seðlum um þá spurningu, hvort málið
skuli á komanda ári lagt fyrir söfnuði kirkjufélagsins \\\ nýrrar
íhugunar.
Guttorrnur Guttormsson Margret Sigfússon
B. T. Sigurdsson Konráð Nordman
G. Ingimundarson.
Var síðari hluti tillögunnar því næst borinn undir atkvæði og
samþyktur.
Fór þá fram. á seðlum, atkvæðagreiðsla sú er liðurinn mintist
á. Fór hún þannig að "já" sögðu 31, en "nei" 24. Lýsti forseti
því þá yfir, að sér þætti meirihlutinn of lítill til að nokkuð yrði
frekara gert í þessu máli á komandi ári. Þó kvað hann ekki að
þessi samþykt fyrirbygði, að um málið yrði talað og ritað á árinu,
ef mönnum svo sýndist. —
Þá bar séra E. H. Fáf nis f ram þessa tillögu til þingsályktunar:
Kirkjuþingið þakkar innilega fyrir þá sérstöku alúð og fórn-
fýsi, sem það hefir notið í prestakalli séra Sigurðar Ólafssonar og
finnur til þess að fólk safnaðanna hér hefir verið oss hinum hvöt
og orkugjafi til lúkningar málum vorum. Vér biðjum blessunar
Guðs yfir söfnuð og prest og óskum að þeim megi auðnast í allri
framtíð að verða jafnan Guðs riki til eflingar og starfi voru til
blessunar.
Var yfirlýsing þessi samþykt í e. hlj., með því að allir risu
úr sætum.
Að þessu búnu flutti Elías Elíasson, með leyfi forseta, tölu
um þau áhrif og þann anda, er honum virtist, að kirkjuþing þetta
hefði haft í för með sér. Munu ýmsir þingmenn hafa litið með
svipuðu móti á það mál.
Þá var sungið versið 24, "Vor herra Jesú verndin blíð," og
fundi síðan slitið. — Næsti fundur fyrirhugaður kl. 8 að kvöldi
sama dag.
TÍUNDI FUNDUR
Kl. 8 e. h. sama dag.
Fundurinn hófst með því að forseti lét syngja sálminn 73,
"Kom Helgur Andi, kom með náð," las forseti Sálm Daviðs og
flutti bæn.
Að því búnu flutti séra Jóhann Friðriksson erindi, er hann
nefndi: Krisfur í öndvegi. Að erindi þessu loknu spilaði Jóhannes
Pálsson fiólín-sóló, í tveim þáttum, en Baldur Guttormsson lék
undir á pianó.
Þá flutti séra B. A. Hjarnason erindi um hinn heimsfræga
kristniboðsfrömuð Japana, dr. Toyohiko Kagaijoa.
Að erindi því loknu söng séra E. H. Fáfnis sóló í fjórum
þáttum, en Miss María Bjarnason spilaði undir á píanó. Þá flutti
séra Sig. Ólafsson kveðju og árnaðarorð til þingsins.
Að því búnu flutti séra G. P. Johnson erindi, er hann nefndi:
Ahrif og kraftur bænarinnar.
Var, að erindi því loknu, öllum ræðumönnum og öðrum, er
skemt höfðu á samkomunni, greitt þakklætisatkvæði með því að
allir risu úr sætum. Þá var lesin gjörðabók 8., 9. og 10. fundar og
staðfest.
Að því búnu las forseti I. Þess. 4:9,10, og flutti bæn. Lét
hann því næst syngja sálmversið 72, "Meðan, Jesú minn, eg lifi,
mig lát aldrei gleyma þér."
Þá lásu þingmenn og aðrir viðstaddir sameiginlega, í heyr-
anda hljóði, Faðir vor, og var síðan blessun lýst af forseta. Sagði
hann síðan slitið hinu 52. ársþingi Hins evangeliska lúterska kirkju-
félags íslendinga í Vesturheimi, kl. 10.45 e- h.
Tveir brezkir rithöfund-
ar rita bók um Island
Hér i Reykjavík eru staddir um
þessar mundir tveir ungir brezkir
rithöfundar og fræðimenn, Mr. W.
H. Auden og Mr. L. MacNeice.—
Mr. Auden, sem er tengdasonur
Nobels verðlaunaskáldsins þýzka,
Thomasar Mann, er sjálfur skáld, og
hefir hið þekta bókaútgáfufélag
Faber & Faber í Lundúnum, þegar
gefið út fjórar bækur eftir hann,
ljóð og Ieikrit. Mr. MacNeice er
aðstoðarkennari (lector) í latinu og
grísku við Iiirminghamháskóla og er
nýlega kömin út eftir hann, á ensku,
þýðing á "Agamemnon" hins mikla
gríska harmleikaskálds Aischylosar.
Tíðindamaður Xýja dagblaðsins
hitti þá félaga við síðdegis-te á
Garði, þar sem þeir búa. ISáðir eru
þeir háir og spengilegir og sverja
sig í hið brezka kyn, og þó hvor á
sinn hátt: Mr. Auden í hið ljós-
hærða, norræna kyn, bæði að nafni
(Auðunn) og útliti, en Mr. Mac-.
Xeice í hið dökkhærða, keltneska.
Mr. Auden verður aðallega fyrir
svörum, þar sem hann hefir þegar
dvalið hér um nokkurt skeið, en Mr.
MacXeice er alveg nýkominn.—
Þér hafið verið hérlendis um
skeið og farið nokkuð um landið?
—Já, eg hefi farið bæði til Norð-
ur- og Austurlandsins, og eg geri
ráð fyrir að við félagar höldum á-
fram ferðalaginu, unz? Mr. Mac-
Neice verður að hverfa heim, rétt
fyrir miðjan næsta mánuð, sökum
kenslustarfs. Við höfum í hyggju
að leggja saman í bók um ísland.
.—Verður það almenn ferðasaga?
—Ekki í þeim skilningi að við
leggjum aðaláherzluna á að lýsa
landslagi, þótt það sé sérkennilega
fagurt, né á sjálfa ferðalýsinguna.
Við gerum auðvitað grein fyrir
kostnaði við að ferðast hér með
ýmsu móti, aðbúnaði og samgöngu-
tækjum. En þess meira vildum við
rita bókina frá þjóðfélagslegum
sjónarmiðum.
—Hvernig eru kynni yðar af
þeim héruðum, sem þér hafið farið
um?
—Hin bezta, alstaðar í sveitunum.
Þar hefi eg hvergi tnætt öðru en
alúð, greiðasemi og sanngirni i hví-
vetna. Þar eru alstaðar augljós
merki um gamla, arfgenga bænda-
menningu, með ýmsum miklum kost.
um. Hitt er jafn augljóst, að hún
er komin á örlagarik vegamót, þar
sem ótal nýjungar stefna að henni,
niegnugar til góðs og ills, og hljóta
að hafa mikil áhrif á hana, hvort
sem breytist til betra eða verra. Eg
vona einlæglega að hún, með aðstoð
hinna nýju, myndarlegu skóla, beri
gæfu til þess að vinza hismið frá
kjarnanum, og auki á sæmd þjóðar.
innar, heldur en hitt, í hinni nýju
mynd.
— Hvernig kemur yður þá
Reykjavík fyrir sjónir?
—Þótt eg hefði ekki áður vitað
er þó auðséð á mörgu, að Reykja-
vík hefir á fáum árum vaxið óð-
fluga úr þorpi í borg. Og mér finst
að það geti ekki dulist að vaxtar-
verkirnir hafi verið nokkuð óþægi-
legir. Ef satt skal segja virðist við
fyrstu sýn bera hér þó nokkuð á
nýríkum mönnum; að allmargir haf i
öðlast töluverða peninga á undan
þeirri fulikomnu menningu, sem
þarf til að fara með þá. Og á hinn
bóginn virðist líka bera helzt til
mikið á vanköntum i hrjúfara lagi
hjá þeim hluta bæjarbúa, sem lak-
asta aðstöðu hafa haft uppeldislega.
Þér megið ekki skilja þetta svo sem
mér detti í hug að íslendingar séu
að manngildi vitund rýrari öðrum
þjóðum. Á sínum tíma hefir engu
siður á þessu borið í borgum hinna
gömlu menningarlanda Norðurálfu;
á Englandi og í Ameríku. Nú ber
því aðeins rneira á þessu hér, að hér
eru rétt nýbyrjaðar fæðingarhriðir
bæjamenningarinnar, og að þær eru
vafalaust oftast þeim mun sneggri
og harðari, sem þjóðin er fámennari.
Annars sér maður hér líka við
fyrstu sýn margan ánægjulega mik-
ilvægan menningarvott, t. d. i bygg-
ingarlist, segir Mr. Auden. Og þá
dettur mér hið nýja þjóðleikhús í
hug. Vonandi fær þar húsaskjól
leiklist, sem samboðin er bygging-
unni. Fátt orkar jafn stórkostlega
til menningar fámennri þjóð og góð
leiklist. Þar eru dæmin um Irland
deginum ljósari, þegar litið er til
þess hverju sú endurreisn leiklistar-
innar hef ir áorkað á einum 40 árum,
sem hófst með þeim Yeats og Synge.
Og þið Islendingar eigið ótæmandi
dramatisk viðfangsefni handa leik-
ritaskáldum.
—()g þá ætti jarðvegurinn sízt að
vera verri hér, segir MacNeice, þar
scni líklega er óhætt að segja að
gullaldarbókmentirnar séu á hvers
manns vörum, heldur en á Irlandi,
þar sem fornsögurnar voru að falla
i gleymsku hjá mikhim hluta þjóð-
arinnar.
C'llagi að eigin vild.
—Er það ekki rétt, að þér séuð
tengdasonur Thomasar Mann, Mr.
Auden ?
—Jú, kona mín er Erika Mann,
sem var þekt leikkona í Munchen,
en flutti þaðan með föður sínum og
fjölskyldu, skömmu eftir að nazist-
ar settust að völdum.
—ílvernig stendur á því að
tengdafaðir yðar er i útlegð? Ekki
er hann þó (iyoingur?
—Nei, enda vildu nazistarnir fyr-
ir hvern mun telja um fyrir honum
að vera kyr i Þýzkalandi. En hann
treysti sér alls ekki til þess, fremur
en Heinrich bróðir hans; honum
fanst stefna nazistanna svo gersam-
lega andstæð því, sem bezt hefir
verið í þýzkri menningu. — Hann
er því útlagi að eigin vild.
Fascisminn í Englandi 0. fl.
—Teljið þér nokkrar líkur fyrir
þvi að fascisminn fái yfirhönd í
Knglandi ?
—Eg hygg ekki að Sir Oswald
Mosley fái meiru áorkað en orðið
er, og hann má sín einskis. Og eg
hygg ekki að Englandi stafi nokkur
hætta af fascismanum, a. m. k. ekki
meðan Evrópa fer ekki í bál og
brand. En fari svo, er auðvitað ó-
mögulegt að segja hvað upp kemur.
Töluverður ágreiningur er innan í-
haklsflokksins brezka og hugsanlegt
væri að hægri armur hans, þar sem
fremstir eru Amery, Churchill og lá-
varðarnir Hailsham og London-
derry, reyndi að koma á fascista-
stjórn, ef Ragnaríkkur allsherjar ó-
frifiar dyndi yfir Evrópu. Með þeirn
má liklega telja Neville Chamber-
lain.
—Hver er mestur áhrifamaður í
vinstra armi íhaldsflokksins?
—Það er tvimælalaust Baldwin,
þótt álit hans haf i óneitanlega beðið
töluverðan hnekki við úrslit Abess-
iniuófriðarins.
—Hver er mestur áhrifamaður í
verkamannaf lokknum ?
—Það er ekki gott að segja, þar
eru margir nýtir menn, en enginn
það mikilhæfur að hann beri fylli-
lega af öðrum. Sir Staf ford Cripps
er gáfaður og einlægur en ekki að
sama skapi laginn, og Attlee majór,
formaður flokksins á marga góða
kosti, án þess að virðast verulegur
afburðamaður.
—Er nokkur von til þess að Lloyd
George takist að efla flokk sinn að
nýju?
—Nei. Það er áreiðanlega úti
um áhrif hans, enda er hann nú
gamall maður, þótt mælskur sé hann
enn i bezta lagi.
—Það eru þegar komnar út
nokkrar bækur eftir yður, Mr.
Auden ?
—Já. Fyrst kom út ljóðabók,
"Poems" og því næst "The Ora-
tors," sambland af bundnu máli og
óbundnu. Síðan hafa komið út
"The Dance of Death" og "The Dog
Beneath the Skin," hvorttveggja
leikrit. Og nú í haust koma út
tvær bækur, "It's a Way," ljóðabók
og "The Ascent of F. 6," leikrit.
—En hvenær kemur út bók ykk-
ar félaganna um ísland?
—Við hyggjumst að ljúka henni
um jólaleytið og þá kemur hún út
með vorinu. Annars sjáum við nú
til hvernig gengur. Við höldum nú
áfram að viða að okkur efni í hana
og m. a. förum við bráðlega í því
skyni vestur á ísaf jörð, þaðan yfir á
Ilornstrandir og eftir þeim suður
með Húnaflóa.
—Verðir þér samferða Mr. Mac.
Xeice utan?
(Framh. á bls. 7)
Mrs. Guðrún Lárusson
(Dánarminning)
"Móðurást, hve þinn auður
er óllu trúrrí og betri;
sættir við trega og tap
tryggir þú stríðandi sál.
Fögur er gleði þín; fögur cr sorg þín.
Hver áhyggja', er áttu,
fcllur sem frjóvgandi skúr,
framleiðir gróður og vor."
Hulda.
Margir úr hópi fullorðna fólksins íslenzka hafa fallið í val á
þessu yf irstandandi ári; einkum var það á síðastliðnu vori, að í
hvert sinn, sem vikublöðin íslenzku (í Winnipeg) bárust út um
bygðir vorar, höfðu þau venju fremur slikar fréttir að færa. —
Þegar að vorsólin tók að hækka á lofti og veldi vetrains tók að
réna, var það, að kona sú er eg vildi meö' nokkrum orðum minnast,
fékk lausn frá sjúkleik þeim, er þjáði hana — og inngöngu inn í
eilífa sumartíð.
Guðrún Steinsdóttir var fædd á Hryggjum i Skagafjarðar-
sýslu 13. júlí, 1868, voru foreldrar hennar Steinn Steinsson og
Sigríður Pétursdóttir, hjón, búandi á fyrnefndri jörð. Hjá for-
eldrum sínum ólst hún upp til 10-12 ára aldurs, en þá misti hún
föður sinn; vann hún fyrir sér sjálf þaðan af, i grend við æsku-
stöðvar sínar, þar til hún, haustið 1891, giftist Pálma Lárussyni,
dóttursyni Hjálmars Jónssonar skálds frá Bólu.
Vorið 1893 fluttu þau vestur um haf og settust strax að á
Gimli, Man., og þar bjuggu þau jafnan upp frá því, unz Guðrún,
þá þrotin að heilsu, dvaldi hin síðustu ár hjá dóttur sinni, Mrs. Ósk
Hjörleifsson í Riverton, Man., en dauða hennar bar að hjcá annari
dóttur hennar, er þar býr, Mrs. Sigríði Johnson; hjá henni dvaldi
hún síðustu mánuði æfinna, og þar andaðist hún árla síðastl. vor.
Þeim Guðrúnu og Pálma varð margra barna auðið og mann-
vænlegra, eru nöfn þeirra sem hér segir:
Sigríður, kona Magnúsar E. Johnson, Riverton, Man.; Ósk,
gift Skúla Hjörleifssyni, sama staðar; Lárus Pálmi, látinn 28. okt.,
1918, kvæntur Kristjönu Orr; Sigursteinn, giftur Phyllis Smith,
Gimli, Man.; Benedikt Óskar Björgvin, kvæntur Elinore Arason
Gimli, Man.; Steinunn Anna, stundar skrifstofustörf í Riverton,
Man.; Jónína, gift Ágúst Thorkelssyni, Gimli, Man.; Brynjólfur,
til heimilis sama staðar; Hjálmar \aldiniar, kennari við Sheridan,
Man.; einnig ólu þau Guðrún og Pálmi upp sonarson sinn, Walter,
til tíu ára aldurs.
Þrjár systur Guðrúnar heitinnar eru á lífi: Anna, kona Sig-
urjóns bónda Jóhannssonar á Sóleyjarlandi í grend við Gimli,
Steinunn Steinsdóttir, Winnipeg, og Sæunn, búsett á íslandi.
Eftirstöðvar harðærisára er dundu yfir Island um mörg ár,
voru enn ekki hjáliðnar um og ef tir 1890, miklu f emur mögnuðust
vandræðin fyrir óáran, fiskileysi og kyrstöðu allra atvinnuvega;
þá var það, að þvert móti vilja neyddust margir til þess að flýja af
íandi burt, og leita gæfu sinnar í Vesturheimi. í þeim fjölmenna
hópi voru Pálmi Lárusson og Guðrún kona hans. Þegar í byrjun
og æ síðan, öll mörgu dvalarárin á Gimli, stundaði Pálmi fiski-
veiðar — lengst af norður með ströndum Winnipegvatns, í mikilli
f jarlægð við heimili sitt, en stundum einnig að heiman í grend við
Gimli, er þess var kostur. Var hann farsæll fiskimaður, harðger
í fiskisókn og hagsýnn í starfrækslu sinni. Féll honum og aldrei
verk úr hendi, er á milli fiskivertíða var. En Guðrún annaðist
hinn stóra hóp barna þeirra og heimilið með stakri umhyggjusemi
og dugnaði. Var hún bæði mikilvirk og fádæma umhyggjusöm, og
svo fórnfús í þarfir ástvina og heimilis að nærri lét að heimilis-
störf og annir, umönnunin fyrir 'hinum stóra hópi, þreyttu hana
um ár fram, og yrðu henni, er stundir liðu, ofurefli.
Þau hjónin áttu sameiginlega hugsjón er þau mistu aldrei
sjónar á, en það var hugsjónin um að vera jafnan sjálfstæð, vera
aldrei að neinu leyti upp á annara hjálp komin, hversu þungur sem
lífróðurinn var, og oft tvísýnt um að lendingu myndi náð.
Til framkvæmdar sjálfstæðishugsjón sinni lögðu þau alt i
sölur, alla krafta og þjálfun þeirra, henni til hjálpar. Og stór er
sigurinn, sem þeim sameiginlega féll í skaut, að minum skilningi
óvenjulega stór. Heimili þeirra var jafnan snyrtilegt og vel um
gengið. Er börnin uxu upp voru þau vel gefin og reyndust for-
eldrum sinum hjálpleg, svo að þau nutu aðstoðar þeirra um hríð,
einkum sona sinna, er árum saman stunduðu fiskiveiðar með föður
sinum á Winnipeg-vatni.
Vikið hefir verið að dugnaði Guðrúnar heitinnar og fórnfýsi
hennar í þarfir ástvina hennar og heimilis. Mátti segja að hún
lifði i börnum sínum, hópi tengdafólks síns og fjölgandi barna-
barna, er hún tók sér að hjarta, hvert og eitt, og vildi öll blessa.
Guðrún var barngóð að náttúrufari og fann mikla nautn í því, að
gleðja lítil börn; hún var hjálpfús gagnvart öllum, enda frekar en
efni og kringumstæður hennar leyfðu. Hún var kona trygglynd
og hrein í lund, aflaði hún sér því traustrar vináttu þeirra, er
lærðu að þekkja hana.
FélagsmáÍum íslenzkum lögðu þau hjón lið eftir megni, minn.
ist eg sérílagi tveggja er þau tilheyrðu: lúterska söfnuðinum á
Gimli og lestrarféiaginu þar.
Hugðnæmt til umhugsunar er jafnan stríð og lífssigur manna.
Sigur og sjálfstæðisbarátta íslenzks fólks hér vestra er vissulega
glæsilegt dæmi islenzks þreks og lundernis, er hefir komið, séð og
sigrað hér í Vesturheimi, og er vel þess virði að í hávegum sé haft
og að maklegleikum metið af samtið, frekar en oft virðist að eiga
sér stað.
Útför Guðrúnar fór fram frá heimili hennar á Giinli og frá
lútersku kirkjunni, að viðstöddu miklu f jöLmenni í kirkjunni, en
eingöngu nánustu ástvinir og vandamenn á heimilinu. Til aðstoð-
ar séra B. A. Bjarnasyni, sóknarpresti á Gimli, var sá er línur
þessar ritar — mælti hann einnig kveðjuorð. Með Guðrúnu hús-
freyju Lárusson, er góð eiginkona og fórnfús móðir, mikilvirk og
góð íslenzk kona til moldar gengin. Minningin um hana mun lengi
lifa í hjörtum ástvina hennar, og allra þeirra, er lærðu að þekkja
hana.
S. Ólafsson.