Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1936. Rúnaristur Ej'lir Eirík Kjerulf. 1 grcin þessari fœrir höfundur- inn rök að því að ritöld hafi hafist fyr hcr á landi en talið hefir verið og hafi me-nn fyrst rist rúnar á bókfell (skinn), scm vafið var upþ á kefli. Hefir hann sjálfur gcrt mcrkilegar tilraunir um það hvc auðvclt cr að "rita" á þenna hátt, og hvernig rúnaristurnar Iiafa verið skírðar á bókfellinu. Bkki þurfti að rista djiipt, aðeins sœra skinnið og bcra síðan lit í, og skýrðust þá rúnirnar og geymdust lengi auðlœsar. Þaunig hyggw hann að Úlfljótslóg hafi verið skjalfest. í upphafi var "Sóguöldin" á Is- laiKli. Þcim mönnum, sem lifðu hér þá, var svo farið, aÖ þeir lögðu alt á minnið, lögin, vísur, kvæði og at- burði. Ekkert var fært í letur. En þetta Paradísarástand stóð aðeins yfir í tæpa hálfa þri8ju öld. Þá hófst önnur öld í sögu þjóðarinnar "Ritöldin." Þá fóru menn að færa alt í letur, lögin, vísurnar, kvæðin og sögurnar, sem gerst höfðu á "Söguöldinni." — Þetta var og er kent á íslandi nú, og kölluð visinda- lega sönnuð vísindi. Einstöku menn hafa þó ekki get- að felt sig algerlega við þessa vís- indalega sönnuðu skoðun. Þeir hafa haldið því fram að elstu höfundarnir hafi að likindum notað rúnaletur, en ekki latínuletur a. m. k. á fyrstu rit- um sínum. Siðasti forvigismaður þessarar skoðunar, hér á landi, mun hafa verið Björn M. Ólsen heitinn. En þótt hann gengi ekki lengra en þetta, í kenningum sínum um þetta mál, þá risu menn þó önd- verðir gegn skoðun hans. Fyrstur mun hafa riðið úr garði prófessor G. Storm, í Arkiv f. nord. FiloJ. 1885. Hann fordæmir kenn- ingu Björns og leggur sérstaka á- herslu á það, að því er virðist, að "Runeskriftens . . . Redskaber vel ind til den Tid maa have været Sten, Træ og skjærende Instrumenter (Kniv eller Hugjern) ; de der efter sin naturlige Virkekreds befattede sig med Ruheindskrift var . . . . snarere Stenhuggere og Træskjer- ere . . . end Præsterne" o. s. frv. Næstur honum kemur fram á sjónarsviðið Finnur Tónsson árið 1886 í formálanum fyrir I. og II. málfræði ritg. i Sn. Eddu. Kring »111 1890 taka svo O. Brenner og Maurer í sama streng og þeir G. St. og F. ]., en færa ekki fram nein rök, ný né gömul. Finnur Jónsson telur sig aftur á móti hafa 5 röksemdir fram að færa gegn skoðun Björn M. Ólsens. 1. Það, að engar rúnaristur sé til, á íslandi, eldri, en frá ca. árinu 1300, og að nokkrar, að mcstu leyti apokryfar sagnir um "rúnakefli" sýni, að rúnir hafi yfirlcitt verið mjög lítið notaðar á tslaudi. þótt menn hafi auðvitað þekt þœr. Vegna þessa sé það óscnnilcgf að incnn hafi byrjað alt í einu að rita hcilar bœkur með rúnum. Sannfærandi er þessi röksemd ekki, því að henni virðist auðsnúið á þann veg, að ósennilegt sé, að menn hafi "alt í einu byrjað að rita heilar bækur" með latínuletri, eink- um þegar þess er gætt, að menn þektu alment alls ekki latinu letrið, heldur rúnirnar, og að engar jafn vel "apokryfar" sagnir eru til um latínuleturskefli eða blöð i sögun- um. Eru jólakertin, sem loguðu í fyrra hugarburður einn, vegna þess að þau eru ekki enn við líði ? Mann furðar á að sjá slíkar rök- semdir bornar fram í alvöru, en ekki á hinu að Verner Dahlerup, sem undirritar formálann með Finni, tekur það fram, að hann hafi ekkí verið meðsömjandi hans, að þess- um hluta formálans, sem hefir að geyma röksemdir Finns. 2. Það, að rúnastafrofið var að eins 16 stafir gerði það óhœfara til notkmmr cn latínuletrið, san flciri raddstafir voru í. Til þess að rita íslenzku, eftif okkar kröfum til stafsetningar, voru bæði stafrofin lítt hæf. Hinsvegar voru fastar hefðbundnar reglur um það hvernig rúnastafsetning skyldi vera og ,menn þektu rúnir og gátu því með fyrirhöfn komist fram úr því, sem ritað hafði verið með rún- um. En um stafsetningu með latínuletri hafði aftur á móti engin hefð getað myndast þar sem það var nýtt fyrirbrigði — hér við bætist, að stafina þektu aðeins fáir menn, en það virðist til lítils gagns að rita bækur með letri, sem enginn kann að lesa. Þó virðist ágreiningur ekki hafa verið um það, að taka latínuletrið, en það var ekki nóg. Það þurfti að bæta við það fjölda tákna yfir islenzk hljóð. Vandinn var að finna þau og kenna mönnum að nota þau. Það varð að búa til nýtt íslenzkt stafrof, sambland af nýjum stöfum og gömlum leturtegundum, og þaÖ tókst. Að nota það við frumsamið efni, hefir ekki verið afarerfitt fyrir höfunda. Hitt, að snúa rúnaristuni til hins nýja stofrofs, hefir að þvi er virðist, verið miklu erf iðara vegna þess, að rúnastafsetning var mjög ónákvæm, þótt það bætti úr, að hún var eftir föstum reglum gerð. Af- ritarinn varð samt að ráða rúnirnar, og breyta miklu frá því, sem í rúna. ritinu stóð. Hvort breytingar af- ritarans yrði réttar var undir hæl- inn lagt; það fór eftir greind hans. skilningi og vandvirkni. Glundroð- inn, sem er á stafsetningu, sérstak- lega vísanna í handritunum, sýnir, að þetta hefir verið örðugt. — En einmitt þessi glundroði sýnir betur, en alt annað, að forfeður handrit- anna, sem við þekkjum, eru rúna- handrit. Það t. a. m., að sama orð í vísu, sem er t. d. til í 4 eða 5 hand- ritum, er i engu þeirra ritað eins (í einu er t. d. tvöfaldur samhljóðandi, öðru einfaldur, í því þriðja er ritaÖ u, í fjórða y og fimta o alt e. t. v. í sama orðinu), það verður því að eins skiljanlegt, hafi afritararnir haft fyrir sér rúnastafi og snúið þciin til latínu eða ísl. leturs. Þeir rá8u rúnirnar á sinn veg hver og notuðu þá stafsetningu, sem þeir hugðu ráttasta. Óbundnu máli, sem þeir skildu, var ekki jafn erfitt að komast fram úr. 3. Að prestum, seiu /><í voru cinir um að rita bœkur, hafi vcrið það hœgðarleikun að rita bœkur ineð því að nota latneskt stafrof og að bœkur ritaðar incð rúuuin niundu í aiigum prestanna hafa haft "af- skrœkkcnde udscende." Um það, hvort prestar einir hafi fengist við að rita bækur, veit og vissi enginn neitt, hvorki F. J. né aðrir. Að prestar hafi verið "skrekkað- ir" við útlit rúnabóka er víst eintóm ímyndun. Ólafur hvíta skáld t. a. m. var prestvígður, en hefir þó kynt sér rúnir. Hinu er svarað undir 2. Iið. 4. að eins og prof. Storm hafi sannað hafi mcnn í Noregi þegar í kringum árið 1100 ritað nokkur lög með latncskuui bókstöfum og að ckkert sé sennilegra, en að íslend- iugar hafi hermt það effir Norð- inönnum, Ágiskanir um, hvort heldur er eftirhermur eða annað, teljast ekki til sannana, en jafnvel þótt hið gagn. stæða ætti sér stað, þá væri þetta sönnun sem sannaði ekki neitt. 5. að Ari fróði nefni islenzku lögin og rif, sín "bók," seiu ciginlega cigi að mcrkja "latncsk bók." Þetta er svo óákveðið að erfitt er að henda reiður á þvi. í íslendinga- bók Ara eru nefnd Úlfljótslög, Víg. slóði og "lög" (alment) en hvergi get eg fundið þar að þau séu nefnd "bók." Hinsvegar hefi eg séð þar, að það nýmæli hafi verið gert að lögin skyldi skrifa á bók, en það virðist mér merkja annað. íslend- ingabók endar með orðunum: "hér lycsc siá bóc" og í formálanum er hún líka nefnd svo og virðist það vera fullkomið réttnefni á þessari útgáfu hennar.—Hvort það aftur á móti megi teljast réttnefni á riti því, er hann "görþi fyrst" skal eg láta ósagt. Þessi 5, röksemd sannar ekkert, og á í því efni sammerkt við hinar. í Egilssögu er sagt frá þvi að ÞorgerCur Egilsdóttir hafi boðist til að rista Sonatorrek á kefli. í Ark. f. 11. Oldk. ioto gerir F. J. úr orðinu kefli, "rúnakeíW," og telur, að því er virðist, að rúnir sé skornar í yfir- borð þess. Af þessu er það ljóst, og af orðum G. Storms, hér að f raman, að þeir hyggja báðir, að rúnir verði ckki rístar á annað en tré, grjót og líklega málm, vegna þess að þeir munu hafa séð rúnir á þessum efn- um. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Það má rísta rúnir á skinn svo, að þær sé vel læsilegar, en hér við bætist það, að það er mjög fljótlegt að lita stafina, eftir að þeir hafa verið rístir, svo, að þeir verði jafn skýrir og skrifaðir stafir. Eg hefi reynt þetta sjálfur, og menn geta sannfært sig um þao sjálfir, svo að um þetta er engum blöðum að fletta; en að eg reyndi það kom til af þvi, að þegar eg sa þessi ummæli G. St. og F. J., þá komu mér í hug ummæli, er eg hafði heyrt þegar eg var barn eða ungl- ingur, austur á Fljótsdalshéraði, um það hvernig galdrastaf ir væri gerðir. Þau voru á þessa leið: Stafina átti að rista á kefli 2 dögum áður en tungl varð fult. Síðan, var núið með galdradufti yfir stafina. Vot- um dúk skyldi síðan vef ja utan um keflið og þurka alt í rúmi galdra- mannsins, þangað til tungl varð nýtt. Á hverjum degi Atti að gera Þórsmerki yfir keflinu. Þá skyldi taka blaðið af keflinu og koma því fyrir í rúmi þess, sem fyrir galdr- inum átti að verða, og án hans vit- undar. Þegar sagt er að menn "riti á hné sér," er ekki átt við þaÖ að þeir skrifi á sjálft hnéð, heldur hitt, að þeir noti það sem skrifborð. Sama mun, a. m. k. oft, vera átt við, þegar sagt er., að "rúnir hafi verið ristar á kefli." Keflið er mjög þægilegt skrif- borð; maður heldur með vinstri hönd í annan endann, en skorðar hinn í olnbogabótinni. Hægri hönd- ina, sem heldur á hnífnum, hvílir maður á brjóstinu, og hana þarf ekki að hreyfa úr stað, þvi að það má láta kcfliS leika við hnífsoddinn fram og aftur og útáviS þegar ská- strik eru ríst. Það er óþarfi að rísta djúpt, — nóg að skera í gegnum yztu lög yfirhúðarinnar á skinninu, seni cr spítt á keflið, en bezt er þá að væta skinnið með vatni, þegar ristunni er lokið, og þurka skinnið fljótt við hita svo að skorurnar glennist í sundur og taki betur við galdraduftinu, sem virðist hafa ver. ií smámuldar jurtir, sem hafa í sér litarefni; en blástein má einnig nota og þá scnnilega einnig leir eða ryð. Til þess að væta galdraduftið niá nota amimoniak-blöndu. Menn hafa þvi haft náð á öllum hlutum, sem til þess þarf að lita stafina, því að þótt menn hafi ekki þekt ammoniak, þá höfðu þeir við hendina hina þjóð- legu sápu, keituna. En þótt ekkert sé því til fyrir- stö8u teknískt séð, að menn hafi litað rúnaristur á skinni, þá er ekki þar með sannað að menn hafi gert það þótt munnmælin virðist svo forn að þau hafi geymst frá heiðni í minni manna. Egill Skallagrims. son kveðst "rjóða spjöll" (orðin), i blóði og það er einnig hægt að lita stafina á þann hátt. — Hins vegar er það ekki ósennilegt, að það sé einmitt þetta, sem nefnt var "að fáa" (lita eða mála) rúnir, og að aðfcrðin sé jafngömul rúnaletrinu; Hkl. er að mest hafi verið ríst á skinn, þótt þau handrit sé nú öll gliituð, og aðcins finnist nú rúnir á hlutum, sem voru úr endingarbetra cfni, en sem þá var undantekning að ritao væri á, vegna þess að það var seinlegra og hlutirnir óþægilegri í vöfunum. Eftir nokkur þúsund ár verður tæplega til mikið af bókum frá nútímanum, en vera má, að steinar og málmplötur með voru letri og mannanöfnum finnist einnig þá í jörðu. Hinu, að menn haf i krotað á skinn rúnir, án þess að lita þær, virðist aftur á móti örðugt að mótmæla, ef menn taka nokkurt tilbt til heil- brigðrar skynsemi. Það er óhugs- andi, að menn haf i í 250 ár búið við iög, sem hvergi voru geymd annars- staðar en í heila lögsögumannsins, eða trúað honum svo vel Um r<áð- vendni og minni að honum gæti ekki skcikað. Nauðsynin á því, að geta séð þao svart á hvítu hvernig lögin hljóðuðu var of rík til þess, að ekki heimsk- ari mönnum en forfeðrum okkar kæmi ekki til hugar að krota með hníf á skinn, eins og þeir gerðu, t. a. ,m. á tré o. f 1. Andmælendur þessa ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖIÍIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meCal fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftli vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni röð. Miljðnir manna og kvenna hafa fengið af þvl hcilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, því eftirllking- ar eru árangurslausar. Vi8 hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. bera fyrir sig Ara f róða — þessi orð hans í 10. kap. íslendingabókar: "et fyrsta sumar, es Bergþórr sagþi lög upp, vas þat nýmœli gört at lög ór scytldi scriva á bók" o. s. frv. og þeir leggja áherzluna á "að skrifa." En við þetta er að athuga það, að ekki er nema hálf sögð sagan. Ari bætir því við, að þegar lögin höfðu verið endurskoðuð og löguð að "umbráþi" "spackra manna" þá "scylldi þau scgja upp et næsta sumar eftir í lögrétto," og þetta var gert *'af kennimönnum of sumaret epter." Öllum meðhaldsmönnum þeirrar skoðunar, að þetta haf i verið i fyrsta sinn sem farið var eftir letruðum lögum hér, kemur saman um það, að kennimönnum hafi verið falið þetta starf, á alþingi, sökum þess, að aðrir hafi ekki kunnað að lesa það sem skrifað var í bókina. M. ö. o. að kennimenn scgja upp lögin merkir hér að þeir hafi lesið þau upp úr lögbókinni. En sex lín- um áður segir Ari um Iiergþór, að hann hafi sumarið áður gert ná- kvæmlega það sama og kennimenn- irnir. — "Bergþórr sagþi lög upp," m. ö. o. Bcrgþór las upp Vógin, en ekki úr bók, heldur af lögskránum —húðunum, sem lögin voru ríst á með rúnum. Það þýðir ekki fyrir neinn að ætla sér að telja skynbær- um mönnum trú um það, að Ari á fyrri staðnum haldi því fram að Bergþór hafi þulið lögin utan bókar (skjala/<7«íf), en á síðari staðnum, að lögin hafi verið þulin upp af kcnnimönnum, samkvœmt því, sem í bókinni stóð. A meðan Ari skrifar 6 línur skiftir hann ekki algerlega um skoðun á því, hvað orðin "að segja upp lög" merkja. Á öðrum stað (2. kap.) segir Ari frá því. að í'lfljótur "hafþi lög út hingat ýr Norvegi." Þótt það virðist nærri því óskilj- anlegt, virðist þó svo sem margir hafi lagt þann skilning i þessi orð, að Úlfljótur hafi komið út hingað með lögin í kolliuum að eins, en ekki rituð. Ekki mun þó þessum mönnum koma til hugar, að forsætisráðherr- arnir fari með lög frá Alþingi á konungsfund og hafi þau að eins í kollinum,-þótt ekki sé það tekið fram í fréttinni að lögin, sem þeir höfðu með sér, haf i verið prentuð á pappír. Hversvegna á endilega að snúa út úr orðum Ara og gera úr þeim heimskulegan þvætting? þótt hann hagi orðum sínum samkvæmt eðli- legri málvenju á öllum tímum, og telji óþarft að gera ráð fyrir, að lesendur sínir sé verri en Bakka- bræður. Samkvæmt framanskráðu er það ljóst: I. að Aðri segir það hvergi að ckkcrt hafi verið fært í letur á ís- landi fyr en veturinn 1117-18 er lög- in voru skrifuð. II. að hann segir í rauninni þvert á móti, að lögin hafi verið færð í letur, og þá auðvitað með rúnaletri, ef ekki er snúið út úr orðum hans, heldur lagður sá skilningur í þau, scm þau, samkvæmt almennri mál- venju og heilbrigðri skynsemi, hafa. III. að ýms orð í málinu (lög- skrá, hirðskrá, að skrá) tiltaka beinlínis efnið sem letrað var á. IV. að hver maður getur sann- fært sig um það að auðvelt er að rísta rúnar á þetta efni. V. að það er óhugsandi að menn í meira en 200 ár hafi getað búið við það að hafa ekki skráð lög. \\. að hin fornu handrit bera þess órækan vott að þau eiga rúna- handrit að forfeðrum. En öllum má vera það ljóst, að skoðun Björns M. Ólsens, var ekki sigurvænleg á íslandi, þar sem hún fa-rði mönnum engin þau verðmæti er í askana yrði látin, og gerði, auk þess, þær kröfur til manna, að þeir færu að hugsa, álykta og dæma sjálfir um það hvað rétt myndi vera, eða rangt. At5 hugsa og álykta hefir í för mcð scr áreynslu og timaeyðslu, sem bezt er að losna við, ef mögulegt er. Hitt, að trúa því, möglunarlaust, er manni var kent, er maður var barn, var sannarlega fyrirhafnarminna. Auk þess, hvert gagn er mönnum að því að vita rétt, ef menn fá ekki svo mikio" sem brjóstsykurmola fyrir ó- makið, sem það veldur manni, að komast að hinu rétta? Mundi sauðkindin sælli, þótt hún fengi að vita, að hún væri skyld hinum klaufdýrunum? \ issulega yrði hún miklu ósælli. Slík þekking myndi aðeins leiða yfir hana sama ófarnaðinn, sem kynnin af ávöxtum skilningstrésins góðs og ills, leiddi yfir mannkindina. -lula má þvi, að það sé eins kon- ar varúðarráðstöfun gegn nýju syndafalli, hér á landi, að mönnum cr kent það, í hinni nýju útgáfu Egilssögu (Rvík 1933), að hinn svo- kallaði "höfundur" hennar hafi stuðst við þrcnskonar heimildir cr hann samdi söguna. Þessi heimilda þrenning verður í höndum útgef- andans aS: 1. munnniœlum, sem voru óskrifuð, 2. inuuniucrluiu, sem voru nýlega skrifuð (af Ara) og 3. munnmœlum um vísur, sem Egill hefði ort, og menn þóttust kunna (en voru mjög bjagaðar), ]>egar sagan var samin. Eins og höf. Eglu, skorti Ara all- ar skriflegar heimildir, eftir skoðun útgefandans. Þar af Ieiðandi hygg- ur hann réttara timatal það, er P. Wieselgren byggir á því, að aðeins cin orusta geti hafa veriS háS viS Vínu og svo á írskum frásögnum um cuska viSburSi, sem Englendingar telja þó bæSi magra, fáskrúSuga og ónákvæma um þetta tímabil. Eg get þessa vegna þess, aS sett var ofan í viS GuSbrand Jónsson nýlega, fyrir þaS, aS hann hafði hundsaS algerlega tímatal P. W'ieselgrens, þótt hann virSist ekki eiga skyldar ákúrur fyrir þetta.—Lesb. Mbl. Vísindin \isindin eru þaS fullkomnasta, sem efnisheimurinn hefir yfir aS ráSa, og sýnir f ramþróun, þroska og fullkomlegleika mannssálarinnar. Þar er alt á fleygiferS, alla tíS, eftir leit þekingarinnar. En er þaS ekki eftirtektarvert og óskiljanlegt, hvaS öll mannanna vísindi og þekking, starfar aS mestu leyti í efninu einu. (efnisheiminum). AS minsta kosti hvað vestænu þjóSflokkana snertir. Þeir hafa veriS aS kikja upp í tunglið og stjörnurnar við og við; en eg beld að við hérna niðri séum nokkurn veginn í því sama ástandi, eins og þó þaS hefSi aldrei verið kíkt þarna upp. Annars treysti eg mér ekki að fullyrða neitt um þaS, svo eg kýs heldur aS halda mig viS jörSina. — þaS er einn þáttur vis- indanna, sem mig langar til aS minn- ast á: læknavisindin. Eins og allir vita, eru læknavisindin á því full- komna þroskastigi. Þar er alt lagt í sölurnar, sem krefst meiri þekking- ar. Þar er ekki um neina kyrstöðu að ræða. Læknarnir hafa aldrei neitt það sem heitir aS vera búnir með námið. Þeir fá alt af ný og óþekt viðfangsefni aS glima viS, því nógir eru sjúkdómar og eySilegg- ingar í öllu því dauðlega og hverf- ula, þar á meðal er mannslíkaminn, þetta æðsta áhald eða verkfæri í efnisheiminum. Þessi sjaanlegi lík- ami, sem við störfum í hér er aS- cins bústaður eða verkfæri þess innra manns. Þó þessi líkami mannsins sé ekki meira virði, dauð- legt og eyðanlegt efni, eru lækna- vísindin i stöðugri leit með vaxandi þekkingu að varðveita þennan bú- stað vorn frá öllu illu og skaðlegu. Því er verið að leggja svo mikið til fyrir þennan líkama, sem virðist vera svo lélegur og skammvinnui með öllum mögulegum annmörkum. Sjúkir, lamaðir, vanskapaðir og alls konar önnur vansmíði. Alt þetta þreyta læknavísindin við, með þeirri fullkomnustu þolinmæði, trúmensku og þrautseigju. Þarna cr hœgt að sjá og finna cðlilcgt áframhald og eðalegan þroska maunssálariuuar, þar sem læknavisindin eru að verki. En nú hefir mannkyninu verið kent um aldaraðir, að hér sé um meira að ræSa en likamann. AS maSurinn hafi nokkuð. sem í daglegu tali er kalIaS "sál" eða "andi" sem sé ó- dauðlegt og eilíft. Sé það rétt, þá sjáum vér aS sá parturinn er heldur ekki heilbrigður — þjáist af hræði- fegri kvillum, hættulegri og óviðráð. anlegri en líkamskvillarnir. llvar oru læknarnir? Hvar eru læknavís- indin starfandi í þágu þess "ódauð- lega manns?" A mörg hundruð ára frcsti kemur einn og einn, sem vilja lækna, sem vilja gefa það sem þeir hafa eignast af skilningi og þekk- ingu á hinu eilífa, ódauSlega. En hvað skeður? Þessir "visindamenn", ]^essir "læknar" eru lítið heyrðir, því niinna skilið það sem þeir segja.— Eftir burtför þeirra héðan af jörð- unni rísa upp ýmis konar kennisetn- ingar, úthrópaSar yfir heiminn af þeim, sem gefa sig út til aS útbreiSa "hans heilaga orS," mannssálunum til sáluhjálpar. •« Svo skiftast "sál- irnar" í ýmis konar trúflokka, sund- urliSaSar í ótal "söfnuSi." Flestir hafa svo þessir "andar" eSa "sálir" sinn eiginn leiStoga eSa "læknir." En því miSur eru þessi læknavísindi í sömu "kvíunum" sömu "fanga- klefunum" sömu "fjötrunum" enn, síSan á dögum Gamlatestamentisins. ÞaS er betra aS segja minna, aS maSur tali ekki af sér; svo eg vil ckki fara lengra út í vísindin. Lang- ar mig til aS bæta því viS þessar línur, aS þeir, sem lifa í gereySing- ar hugmyndinni (að alt sé búið með dauða líkamans), eiga eftir að taka betur til starfa, eins og við öll, Þeir hinir sömu svara því kannske sem svo: Nógur er tíminn. Eilífðin er löng. Spiritisminn hefir komiS svo miklu til leiSar, aS hann hefir sann. aS þúsundum eSa miljónum manna áframhaldið, í einhverri mynd. En hitt er víst, að þeir eru ekki tiltölu- lega svo miklu fróðari en við, þó þeir séu farnir úr efnislíkamanum. Því ef maðurinn var ófróður og Framh. á bls. 7 Verzlunarmentun Öumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf kreíst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAit STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business öollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið irm á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGrENT, WINNIPEG -*^«-------->"<-------->f<-------->»<-------->f<-------->"<-------->n<~ in.-------.fi<-------><-»<-------\rn-------»n<.,.,,, vqc

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.