Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 4
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 17. SEPTEIMBER, 1936. ILögfíerg Omílti öt bvirn flmtudag af TBE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Saxgent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanaakrift rítstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verd 53.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Umíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Heimsókn landáljórans Koma landstjórans, lávarðar Tweeds- muir til Gimli á mánudaginn kemur, og á- varp hans til íslendinga, hlýtur óhjákvæmi- lega að teljast meðal merklsviðburða í lífi og sögu hins íslenzka mannfélags vestan hafs. Það er ekki einasta að heimsókn konungsfull- trúans sem slíks, sé mikils um verð fyrir þjóðflokk vorn, því það hlýtur hún undir öll- um kringumstæðum að verða, heldur veldur þar og miklu um hver maðuTÍnn er, sem heim- aóknina gerir; maður, sem gert hefir sér far um að kyiinast íslenzku þjóðinni, manngildi hennar, bókmentum og sögu. Slíkur maður er Tweedsmuir lávarður; hann hefir farið til Islands til þess að kynnast þjóðinni; svo mikl- ar mætur hefir hann fengið á fornbókmeiil- um vorum, að eigi aðeins hefir hann lesið þær í þýðingum, heldur klifið til þess þrítug- an hamarinn að komast fram úr þeim á frum- málinu — íslenzkunni; sjálfur er hann eins og kunnugt er, mikilvirkur og snjall skáld- sagnahöfundur, stílfimur sem þá, er bezt ger- ist. Norræn málefni eru meðal hugðarefna hans; gætir þess víða í ritum hans, svo sem þar, er hann ættfærir Linooln til norræns kynstofns. Heimsókn Dufferins lávarðar til Gimli 1877, stuðlaði mjög að áliti og auðnu íslend- inga í þcsKii landi; upp af blessunaróskum hans og bænarorðum spratt nýgróður, sem jafnt og þétt hefir verið að þroskast inn í þ jóðlíf vort; gróður, sem það býr að, eða æl ti að búa að, langt fram í aldir. Að feoma Tweedsmuir lávarðar og ávarp hans til hins íslenzka þjóðflokks, verði einnig sjálfum oss, og niðjum vorum til blesstmar og sæmdar, vcrður heldur ekki dregið í efa, því svo er til hennar stofnað; upptökin eru h.já lávarði Tweedsmuir s.jálfum; honum hefir verið brennandi áhugamál að kynnast Islending- um vestanhafs persónulega, og hvað var þá eðlilegra en það, að Gimli yrði fyrir valinu, þar sem öndvegissúlur frumherjanna fyrst bar að landi og fyrirrennari hans í hinu virðulega embætti, Dufferin lávarður, ávarp- aði Islendinga 1877? Frá undirbúningi mót- tökunnar á Gimli er ítarlega skýrt á öðrum stað hér í blaðinu. Að henni vinna íslending- ar í sameiningu, allir sem éinn; hún er mál þeirra allra jafnt. íslendingar fjölmentu jafnan í forna tíð til Þingvalla, þegar alþingi var háð, og komu þangað jafnt úr öllum héruðum landsins. Til Gimli verða Islendingar, sæmdar sinnar vegna, að fjölmenna úr öllum nýbygðum vestan hafs, smáum og stórum, á máuudaginn kemur. Vingjarnlegt erindi Ungfrú Ingibjörg Sigurgeirsson kenslu- kona frá Mikley, flutti vingjarnlegt og skipu- lega samið erindi um Island í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á fimtudagskvöldið var, og sýndi þar margt nýrra og fagurra mynda að heiman. Aðsókn mátti kallast góð. Ingibjörg er gáfuð stúlka og vel ment; hún dvaldi tvö ár heima til þess að kynnast landi og þjóð; tímanum hafði hún auðsjáanlega varið vel, því svo auðveldlega og Ijóst skil- greindi hún ýmsar þær öldur, er hæzt rísa um þessar mundir í íslenzku þjóðlífi og líkleg- astar eru til þess að valda hvað mestum straumhvörfum, að fáir hafa betur gert, þótt betri hafi átt aðstöðu; hún er sterktrúuð á sigurmagn íslenzks eðlis, og sannfærð um það, að þjóðin komi út úr hreinsunareldi yfir- standandi kreppu með pálmann í höndunum. Eldmóð íslenzkrar æsku dáði hún mjög; kapp- ið, áhugann og þrekið. Sjálf sagðist hún í rauninni hafa farið heim til þess að átta sig betur á uppruna sínum, en kostur hefði verið á hér; til þess að ganga úr skugga um það, af eigin reynd, hvaðan hún í þjóðernislegum skilningi væri í raun og veru komin. 1 þess- um skilningi, sem og reyndar á fleiri sviðum, hefði hún mikið við heimförina grætt. Ingi- hjörg flutti mál sitt á gullaldar-íslenzku, alveg eins og væri hún barnfædd og mentuð heima. Vel væri að sem flestir úr hópi hins vestur- íslenzka mentalýðs færi að fordæmi Ingi- bjargar og heimsækti Island; eigi aðeins til slípunar málfari sínu, heldur og til þess að glöggva sig á eigin ættstofni, sögu hans og þroskaferli. Ingibjörg Sigurgeirsson á þakkir skyldar fyrir hið drengilega erindi sitt; er það hið mesta þarfaverk, að bera vinarorð milli stofn- þjóðar vorrar og þjóðarbrotsins vestra, og skýra hlutdrægnislaust frá málavöxtum, eins og alveg vafalaust var gert í þetta sinn. Jngi- björg kom "kona at fróðari" úr Islandsför sinni, og komi til þess að hún flytji erindi sitt út um íslenzkar nýbygðir, ætti fólk að fjöl- menna og færa sér fróðleik hennar í nyt; mál það, sem hún flytur, er þannig vaxið, að til þjóðræknislegs gróða verður að teljast. Lækningar á ríkiskoslnað Eftir G. B. Reed, prófessor við Queens háskólans Sig. Júl. Jóhannesson þýddi 1 sambandi við heilbrigðisstofnanirnar er ein deild, sem mikið hefir verið rætt og rit- að um. Það er deild þar sem konur eru los- aðar við fóstur. Yfir höfuð er hin mesta áherzla lögð á það að slíkt sé sem sjaldnast gert; en þess er stundum talin þörf, og það er á vitund allra, að sé það undir öllum kringumstæðum bann- að með fbgum, þá er það gert á bak við stjórn og heilbrigðisráð og á þann hátt að það veld- ur oft dauða og heilsutjóni. Af þessu leiðir það, að auglýsingar sjást hér og þar á lækningastöðvum verksmiðjanna og víðar þar sem frá því er skýrt undir hvaða kringumstæðum og með hvaða skilyrðum kon- ur séu losaðar við fóstur. Stefnan í landinu er sú, að fólkinu eigi að f jölga eðlilega og alt mögulegt er gert til þess að sporna á móti fóstureyðingum. Hins vegar er það talið sjálfsagt að fólki sé það í sjálfsvald lagt, eftir því sem hægt er, hversu mörg börn það eigi. Það er talið með ein- kennum menningarskorts og skrælingjaskap- ar að hrúga niður hópi af börnum aðeins vegna þekkingarleysis. Af þessu leiðir það að allar nauðsynlegar upplýsingar eru veittar af heilbrigðisráðinu og læknastéttinni til þess að forðast barna- eignir þegar fólki finst það eigi þau nógu mörg og vill ekki eða treystist ekki til þess að eignast fleiri. Þessar upplýsingar eru taldar sjálfsagð- ar eins og önnur mentun, er heilsu og lifnað- arhætti snertir. Konum er sterklega ráðið frá því að losna við fóstur eftir að þær eru orðnar þungaðar, en þeim eru veittar upplýsingar og látið það í té, sem til þess þarf að verja sig gegn því að verða barnshafandi. Samt sem áður er fóstur tekið þegar þess er sérstaklega óskað, sé það ekki hættulegt einhverra hluta vegna. Er það þá gert af sérfræðingum í þeirri grein, sem vinna við spítala þar sem það er gert. 1 öðrum löndum deyr fjöldi kvenna ár- lega úr blóðeitrun og af ýmsum öðrum slys- um í sambandi við fóstureyðingar. Sökum þess að lögin banna læknum að gera það, eru alls konar fúskarar og skottulæknar, sem gera það á bak við lögin — menn og konur, sem engar sóttvarnir né heilbrigðisreglur þekkja. A Rússlandi kemur það tæplega fyrir að kon- ur deyi af þeim ástæðum. E'kki er mögulegt að segja með vissu hvort þær konur eru fleiri eða færri, sem lög- lega eru losaðar við fóstur á Rússlandi en hinar, sem ólöglega losna við fóstur í öðrum löndum. En eftirtektavert er það, að á ár- unum 1911 til 1913 fæddust á Rússlandi 45.5 börn á móti hver ju þúsundi íbúanna; árin 1922 til 1924 fæddust 43.6 á móti þúsundi og árin 1925-1925 fæddust 41.8 á móti þúsundi. A Englandi og Wales voru barnafæðing- ar árið 1914 aðeins 23.8 á móti þúsundi og hafði fækkað niður í 14.4 móti þusundi árið 1933 (síðustu skýrslur). Um þetta mál mætti margt segja, en þess skal aðeins getið að fólksf jölgun og barnafæð- ingar á Rússlandi hafa svo að segja haldist við þótt þar hafi það verið lögleitt sem lögin banna í öðrum löndum. Framh. ÚRSTJT KOSNINGA 1 MAINE I'að hefir löngum verið að orðtaki haft, að úrslit kosninga í Maine ríkinu væri mæli- snúra á það, hvernig hinar almennu kosningar í Bandarík.iunum færi í það og það skiftið. Síðastliðin fjögur ár hafa Demokratar ráðið lofum og lögum í Maine, Ofa; er það í fyrsta skiftið síðan nokkru fyrir síðustu aldamót, að ríkisstjóri úr þeim flokki hefir setið þar að völdum. Við kosningar í ríki þessu, eða fylki, sem fram fóru á mánudaginn var, unnu Re- I>uhlicanar mikinn sigur, og náðu ríkinu á vald sitt, ef svo mætti að orði kveða. Verða þessi úrslit ábyggilegur forboði kosningaúr- slitanna í nóvember, eða hvað? ¦ ? V ¦»¦ T V •* V ¦ ¦ V^TTT *r y'" §ö Góðan dag Eftir Serveryn Goszczynski. (Úr Polish Lyrics) Góðan dag, vina! Vindar glaðir bæra vaknandi skóg, en himinljósið gyllir hæðir og dali, er fuglaskarinn fyllir fagnaðar ljóðum. Sefurðu ennþá, kæraf Góðan dag, kæra! Vatns frá lygnum lindum ljóselskar dísir horfa á morgun stundu hrifnar af sumarsælu, glaðri lundu svipfögru landi vagga, í spegil myndum. Sér þú ei, vina! Sólin vill þér færa sumarsins dýrð, og inn um gluggann rétta guðvef jaskart er geisla hendur flétta gróandi lífi. Sefurðu ennþá kæra? Hví mun þér, kæra, sumarsólin bjarta að sofandi höfði geislablæjur knýta? Of seint þú vaknar árdagssól að líta — og ástina finna, er brennur hér í hjarta. Hjálmar Gíslason. Reykjavíkur kaupstað- ur 150 ára .... Þcmn 18. ágúst 1786 var gefin út konungleg tilkynning um að verslunareinokunin skyldi af- nutnin. 1 Hlkynningu þessari var Reykjavík og f'nniu stöðuin öðr- 11111 á landinu vcitt kaupstaðarrétt- indi. Þó þessi rcttarbót vœri ekki neina hálfstigið spor, þar sem verslunin var aðeins gcfin frjáls við þegna Danakonungs, þá var tilkynningin, er gaf Reykjavík kaupstaðarréttindi, gjaldþrota yf- irlýsing cinokunarstefnunnar. I dag cr því 150 ára afmœli Reykjavíkurkaupstaðar. Morgun- blaðið minnist þessa mcrkilcga at- burðar og afmœlis mcð cftirfar- andi greinum og frásögnum. . . . Reykjavík hefir tífaldast á síÖ- ustu 50 árum. Fólkinu fjölgar ört i landinu. Fólksfjölgunin hefir aíS mestu lent í Reykjavík. Jlinn öri vöxtur bæjarins á rót sína aí5 rekja til þess, ari hér hafa lífsskiiyrði almennings tekið skjót- ustum umbótum. Þess vegna hefir fólkið f jölment hingaÖ úr ölluni hér_ ut5um landsins, og bygt hér nálega 35 þúsunda borg. Hér hefir margt veriS gert, til þess að bæta kjör manna, atvinnu- möguleíka og daglegt líf. Hér hafa framfarir í útgerð orð- iÖ stórstígastar. Hér var ráÖist í hafnargerð fyrir 25 árum. Höfnin gerði Reykjavík að nýtísku útgerð- arbæ, og skapaði skilyrði fyrir, að hér yrði rekin heildarverzlun. MeíS því móti færðist miðstöð íslenzkra viðskifta -og verzlunar fyrst inn í landið sjálft. Hér er reist rafstöð, gasstöð, og heilnæmu vatni veitt í bæinn. En á meðan þessu fer fram, fjölgar bæj- arbúum svo ört, að þau almennings fyrirtæki, sem voru við vöxt fyrir fáum árum, verða helzt til smátæk og lítil. Vaxandi iðnaður bæjarmanna gerir rafstöðina við Elliðaár ófull- nægjandi, notaþörfin eykst svo ört. En bærinn er þá um leið orðinn það stór, að hann einn getur ráðið við virkjun Sogsfossa, en það stórvirki mun á næstu árum skapa iðnaði stórfeldá framfaramöguleika. Um leið er undirbúin heimsins stærsta hitaveita, til þess að hita upp alla Reykjavík, og enn stærri bæ en nú er. Samfara þessu hefir þurft að full- nægja eftir því sem hægt hefir verið, sívaxandi þörf fyrir skóla, spítala, gatnagerð o. m. fl. Og alt af má benda á ýmislegt, stm bæinn vantar, hina nýju borg, hina fyrstu á íslandi, sem þurft hef- ir að sjá fyrir því á áratugum, sem aðrar þjóðir, aðrar borgir, hafa haft aldir til að reisa fyrir sig. Með vaxandi atvinnulífi og fólks- fjölda í Reykjavík, hefir hlutdeild bæjarbúa í opinberum gjöldum þjóð_ arinnar aukist mun meira en í hlut- falli við fólksfjöldann. Héðan hafa verklegar fram- kvæmdir þjóðarinnar breiðst út. Reykvíkingar hafa tekið forystuna í atvinnuháttúm og verklegum efn- um á velflestum sviðum. Um leið og þeir hafa bygt upp útgerðina, aukið iðnaðinn og bætt nýjum iðn- greinum við á hverju ári, hafa þeir, rétt sem í hjáverkum sínum, breytt Clifford hét maðurinn, sem fann upp hitamælirinn til að mæla blóð- hita manna. Xýlega voru liðin 100 <ár síðan hann gerði uppgótvun sína. Var þess minst á æskustöðvum hans í Yorkshire í Englandi. Miss Gwyneth Belyea Miss Gwyneth Belyea, sem veriÖ hefir nemandi við Dominion Busi- ness College í Winnipeg skemur en fimm mánuði, vann önnur verðlaun í vélritunar samkepni fyrir alt Can- ada, sem háð var í sambandi við Canadian National Exhibition í Toronto í þessum mánuði. Þetta er eftirtektarvert þegar það er tekið til greina, að í samkepninni máttu taka þátt allir þeir, er tólf mánaða kenslu höfðu notið í vélritun. Mannalát Agello heitir flugmaður sá, sem hraðast hefir borið sig yfir. Mælt er að hann hafi komist í 709 km. hraða á klukkustund. "Daily Herald" skýrir frá þvi nýlega, að liristol-verksmiðjurnar ætli bráðlega að fullgera smíði á flugvélum, sem eigi að fara um h;i- loftin, og eigi að vera hægt að fljúga þeim á 5 klukkustundum milli Lon- don og New York. Flugmenn eiga að iklæðast fötum sem vermd eru með rafmagni, til þess að þeir geti þolað kuldann í loftinu. Páll Sveinsson, 65 ára, dó að Baldur, Man., á heimili dóttur sinn. ar, Mrs. Ingi Helgason, á þriðjudag- inn 15. sept. Jarðarför hans fer fram á Gimli kl. 2 e. h. á fimtu- daginn. Miss Ólina Sigríður Josephison lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni síðastliðið þriðjudagskvöld 26 ára að aldri. Kveðjuathpfn frá útfararstofu I'ardals, kl. 7.30 á fimtudagskvöldið. Dr. B. B. Jóns- son flytur þar kveðjuorð. Á föstu- daginn verður líkið sent tií Glen- boro; kveðjuathöfn frá heimilinu kl. 1.30 þann dag og frá lútersku kirkjunni í Glenboro kl. 2 e. h. Gulbrúðkaups kveðja til hjónanna Jóhannesar og Sigurlaugar Einarsson, Calder, Sa-sk., 38. júuí 1936. Brosir yfir býli ykkar bjarmi sumars þennán dag; þó að líði lífs að hausti, ljóðið enn með sama brag:— ævikva^ðið íturpniðn. orkt við norrænt hetjulag. Bygðin fagnar; hygðin jiakkar brautryðjenda göfugi starf; vel þið hafið landskuld lokið, látið niðjum mikinn arf; minning frjórra fremdarverka fennir, veit eg, seint í hvarf. Yfir hálfrar aldar leiðir eldar kveldsins ljóma slá; sólarlagið signir ^eislum silfri elli krýnda brá; licill <>r það, að hafa þannig hafnað sig af lífsins sjá. Richard Beck. BOOKS AT EATON'S Spare minutes are scattered throughout the busiest day; with vvhat vital interest they may be filled when you've new books waiting for your leisure — and pleasure! Build up your home library; add a f ew of the leading volumes each season; you'll find you've plenty of time to keep up with your reading. A visit to Katon's Book Department is richly suggestive of engrossing additions to your library shelves. Here, for instance, are a few of the important Fall books in our selection : The Island of Sheep $2.00 by John Buchan Defender of Democracy $4.50 by Emil Ludwig The Last Downfall $3.00 by Desmond Malone Trap Lines North $2.00 by Stephen W. Meader—a true story of the Canadian Woods City Government $2.75 by Daniel W. Hoan The Countess From lowa $3.50 by Countess Nostitz —Book Section, Main Floor, Donald <*T. EATON C9 LIMÍTED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.