Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 5
LÖGBEEG, FIMTUDAiGINN 17. SEPTEMBER, 1936. grjótmelum og fúamýrum í ná- grenni bæjarins í 800—1,000 kýr- fóður-velli. Þó er Reykjavík enn að ýmsu leyti á gelgjuskeiði. Fer það að vonum. Allmargir af hinum starf- andi og atorkusömu aðkomumönn- um borgarinnar haf a ekki enn tekið ]ní ástfóstri við staðinn, sem æski- legt væri. Þeir hafa leitað hingað "fjár og frama," án þess að hugsa sér að flytja með sér hingað frá æskustöðvunum þá átthagaást, sem er prýði allra íslendinga, og þeim eðlileg. En með hverju ári sem líður, fær. ist þetta í réttara horf. Virðingin fyrir Reykjavík vex. Menn, sem aðkomnir eru, og flust hafa hingað fulltíða, finna, hvernig þeirra eigið líf færist til samræmis við æðaslög borgarinnar, finna, að þeirra hagur er hagur bæjarfélagsins, þeirra heið- ur er bæjarins heiður. Hið aðkomna fólk nálgast að verða hin samstilta heild, hin lifandi borg, sem vex og dafnar i lífrænu sambandi við þjóð- ina alla. Gerðar hafa verið nokkrar til- raunir til þess á hinum síðari árum, að rjúfa samband Reykjavíkur við þjóðina, bera rógsorð á milli bæjar- ins og sveitanna, sá öfund í hug þeirra, sem eftir sitja í sveitunum, að búum sínum, og telja þeim trú um, að Reykjavík, höfuðstaður landsins, væri einskonar tvíhöfða flagð, sem gerði hvorttveggja í senn, að eyða fé landsmanna og spilla ís- lenzkri menningu, og með þvi mögu. leikum og rétti Islendinga til sjálf- forræðis. Umtalið um Reykjavík sem ó- niaga á þjóðinni, en útkjálkana sem fjárhagslega "þungamiðju," er nú aðeins á tungu þeirra manna, sem enn hafa takmarkalausa oftrú á skilningsleysi kjósendanna. En misskilning manna um háska- lega fstöðu Reykjvíkur til þjóðlegr. ar menningar okkar Islendinga, er vert að leiðrétta gagngert, svo hann stingi ekki lengur upp höfði. I Reykjavík eru flestar helstu mentastofnanir þjóðarinnar. Hvergi annars staðar eru svipuð skilyrði OvönduS bardagaaðferð Andstæðingar núgildandi kornsöluaðferða, beita óspart hinum og þessum óvönduðum vopnum með það fyrir augum, að varpa skugga á kornverzlanirnar og reyna með þvi að ryðja til rúms stefnum sínum í landinu og ná ósanngjörnuhi hlunnind- uni fyrir Samlögin á þeim stöðum, sem kornhlöðurnar eru. Eftirgreind* atriði eru sönn: 1. Samlögin vestanlands eru og hafa verið frá byrjun meðlimir í Winnipeg Grain Exchange. Þau notfæra sér út- búnað kornmiðlarahallarinnar viðskiftavinum sínum til þæginda. 2. Þegar fulltrúum kornverzlananna var falið að láta í ljós álit sitt og leiðbeina Sambandsstjórninni 1935 viðvíkjandi stofn- un bveitiráðs, mættu þeir á fundi þingnefndarinnar, sem um málið fjallaði. Þeir ráðlögðu stjórninni að setja á fót hveitiráð eða nefnd; þeir ráðlögðu henni ennfremur að setja lágmarks- verð á hveiti til þess að tryggja hagsmuni bænda og að notfæra jafnframt öll þau gildandi tæki, er til þess yrði æskileg talin að afla markaðar fyrir canadiska hveitiframleiðslu og tryggja með því álit hennar á heimsmarkaðinum. Málsvarar hveitisamlag- anna kröfðust hveitisölunefndar i hennar gamla formi, þar sem engin ákvæði um lágmarksverð var að finna, heldur aðeins fyr. irmæli um lögskyldaðar markaðsaðferðir eftir þeirra eigin höfði. 3. The Winnipeg Grain Exchange er hlekkur í keðju heimsmarkaðarins á korni. Það er miðstöð jafnt fyrir kaup- anda og seljanda. Kornverzlanirnar eiga ekki i nokkrum minstu erjum við þá, sem svo líta á, að hagkvæmlegri aðferðir megi finna. En upp til þessa verður ekki um það deilt, að nota- drýgri markaðs- eða söluaðferðir bændum til handa, eru enn ekki fyrir hendi, en þær, sem kornverzlanirnar bjóða. 4. Það er kornverzlununum að sjálfsögðu fyir beztu, að bændur fái sem bezt hugsanlegt verð fyrir uppskeru sína. Það er siður en svo, að hagsmunir þessara tveggja aðilja rekist nokk- ursstaðar á, heldur stefna þeir að einu og sama marki. Korn- verzlununum er það ljóst, að undir velfarnan akuryrkjunnar er eigi aðeins þeirra sjálfra velfarnan komin, heldur og alls iðnað- ar og þjóðarinnar í heild. 5. Ekkert einka kornhlöðufélag, fremur en samlagsfélag, æskir þess að fá ágóða af dagprísum á korni, sem orsakast af ýmsum ástæðum, sem hvorki kornverzlanir né hveitisamlög að neinu leyti ráða yfir. 6. Eins og margtekið hefir verið fram með skýrum ofð- um, hafa hvorki kornverzlanirnar né Winnipeg Grain Exchange farið þess á leit við stjórnina að hún fastsetti hæzta lágmarks- verð, né heldur að hveitiráðið yrði leyst upp, eða athafnir þess hindraðar á einn eður annan hátt. Eftirgreind atridi eru ósönn: 1. The Western Producer, sem er málgagn Samlaganna í Saskatchewan, segir þann 10. september, 1936, að stjórnin hafi kveðið upp dauðadóm yfir hveitiráðinu og með því farið að vilja kornverzlananna. ÞETTA ER ÓSATT. Kornverzlanirnar hafa aldrei farið fram á eða kosið nokkuð slíkt. 2. Sama blað segir: "Athafnir heillar kynslóðar eiga að verða að engu gerðar, og ef farið verður eftir því næsta ár, sem nú er í bruggi, þá verður uppskerunni fleygt í úlfana í Grain Exchange." Þessi staðhæfing er blátt áfram ósvífin og það, sem í henni felst meiðandi. Sé meiningin með þessu m, að Winnipeg Grain Exchange, sem innibindur öll kornhlöðufélög (samlagsfélögin líka), kornmyllur, kornkaupmenn Utanlands og innan, er kcppa um sölu canadisks hveitis á opnum markaði vitt um heim, vinni ekki verk sitt méð hagsmuni framleiðandans fyrir augum, heldur starfi aðeins í eiginhagsmuna skyni, þá er það eigi aðeins gersamlega ósatt, heldur hlýtur og ritstjóra fyr. greinds blaðs og eigendum þess, að vera kunnugt um að svo sé. 3. Eftirgreind staðhæfing er gerð í bæklingi, sem sendur hefir verið hinum ýmsu félagssamtökum í Yestur-Canada af forseta Co-operative Commonwealth Federation í Saskatche- wan: "Stjórnin hefir, með því að setja lágmarksverð 873/2C á No. 1 Nor., Fort William — 73C handa bóndanum — tekið peninga frá yður til þess að gefa þá Grain Exchange." Þetta er alrangt og ber vott um fáránlega vanþekkingu eða óviðjafnan- lega illkvittni. Ekkert einka kornhlöðufélag fremur en sam- lagsfélag, kýs að hagnast af óstöðugum dagprísum. KornverzL anirnar skora á þann mann, er ofanskráða staðhæfingu gerði, að skýra hana og sanna, sé hann maður til. Það er óskiljanlegt að Samlogin vestanlands er starfað hafa dyggilega í þjónustu fram. leiðenda um langt ára skeið skuli vera viljug til þess að tilheyra áfram stofnun, sem starfrækt á að vera í illum tilgangi. 4. Hinar ýmsu staðhæfingar, sem flogið hafa landshorn- anna á milli, um það, að kornverzlanirnar sé óvinveittar bónd- anum, eða þær hafi á nokkurn hátt reynt til þess að hafa áhrif cá stjórnina eða skapa stefnu hennar viðvíkjandi hveitiraðinu eða hveitisölunni, eru með öllu ósannar. ATHS.—Þess er vænst að skipuð verði konungleg rann- sóknarnefnd til þess að rannsaka hag og háttu kornverzlunar þjóðarinnar yfiríeitt. Kornsölufélögin krefjast þess, að þeir, sem ofanskráðar staðhæfingar hafa gert, mæti fyrir þeirri nefnd og komi þar fram með varnir sínar. Local Line Elevators fyrir íslenzkt menningarlíf. Ef þjóð. leg íslenzk menning á líf og framtíð fyrir höndum, þá er það hér, og að- eins hér, sem hún getur átt sitt höf- uðból. Menn geta farið hvert á land sem er, inn til dala, út til stranda, bent á íslenzk heimili, íslenzka andans menn, einn og einn á stangli, og sagt, að hvergi sjái þeir eða finni neitt íslenzkara en þenna stað, þenna blett, þenna mann. En "hvað nui höndin ein og ein" hjá því, þegar fjöldi beztu manna þjóðarinnar eru samankomnir, til þess að vinna að sama settu marki, að hef ja alt, sem er bezt í islenzkri mehningu og mentalífi, til vegs og virðingar? I>etta er meginhlutverk Reykja- víkur á næstu árum. Þegar menn draga í efa, að Reykjavík sé þess megnug, horfa þeir í þá smámuni, að hér í marg- menninu viðgangist eitt og annað, sem miður fari, og beri keim af er- lendri eftiröpun og yfirborðs tísku. En aldrei hefir íslenzk menning átt sér auðugastar lífsuppsprettur i einangrun og innilokun. Til hins forna höfuðstaðar íslend- inga, Þingvalla, komu hin sterkustu og ómenguðustu erlendu áhrif. Þar mun á þjóðveldistimanum hafa ver- ið freklegar en annars staðar á land- inu. um að ræða skartklæðnað og gjálífi, glaum og glys. Eigi forðuð- ust menn staðinn fyrir þá sök, þó vera kunni að ráðsettu útkjálka- fólki hafi í þá daga þótt nóg um, hvernig lífinu var lifað i Bláskógum þann hálfa mánuð, sem þingið stóð. millj vor- og heyanna ár hvert. Þingvöllur varð alt fyrir það, og engu síður, miðstöð íslenzkrar menningar hálfsmánaðar háskóli þjóðarinnar. Til Reykjavíkur hefir fólkið strevmt úr öllum héruðum landsins. Það sem Þingvellir voru hálfan mánuð á ári á þjóðveldistímunum, það getur Reykjavik verið alt árið nú. Hér skal engu spáð um framtið hins íslenzka höfuðstaðar, fólks- f jölgun hin næstu 50 árin, eða ann- að. Meðan svo er ástatt í heimin- um, að hver þjóðin af annari lendir í örtröð, fyrir innbyrðis úlfúð og ó- stjórn, en stórþjóðir heimsins her- væðast í tryllingi gegn utanaðkom- andi voða, sjáandi ekki, að hver ein þeirra eykur og margfaldar voða þann, sem hún býr sér og öðrum, með undirferli, tortrygni og klækj- um, þá fara menn varlega í að spá um langa framtíð. En á þessum tímamótum höfuð- staðarins er vert að minnast þessa sérstaklega: Höfuðstaður, sem er miðstöð í samgöngukerfi landsins og er svo fólksmargur, að þar búa nálega 30 af hverjum 100 íbúum landsins, hlýt ur að hafa alveg gagngerð áhrif á efnahagsafkomu og alt menningar- líf þjóðarinnar. Það er lífsskilyrði fyrir þjóðar- heildina, að -sem nánast samband sé jafnan milli þess höfuðstaðar og annara bygða og vaxandi samgöngu- möguleikar um landið fái að styrkja þetta samband, svo náin samvinna og viðkynning haldist milli bæjarins og sveitanna. Að milli höfuðstaðar. búa og annara landsmanna ríki ein- drægni og samúð. Rofni það sam- band, hlýst af þvi andleg meinsemd fyrir höfuðstaðinn, og þjóðmenn- ingin bíður við það hnekki, það verður þjóðarheildinni bæði andlegt og efnalegt böl. Héðan eiga að koma, eins og á undanförnum árum hver nýungin annari nýtari, til þess að þjóðinni vaxi ásmegin við hið nýja landnám 5 Orvals pappír í úrvals bók V&+%P& 2 Tegundír 5 SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þunni vindl- inKa papplr, sem flestir, er reykja "Roll Your Own" nota. Biðjið um "ZIG-ZAG" Black Cover I | í * BLA KAPA "Egyptien" úrvals, h v í t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir væri vafðir í verksmiðju. Biðjið um "ZIG-ZAG" Blue Cover sitt. Héðan eiga að koma hvatning- ar í orði og verki, til áframhaldandi stórræða á braut íslenzkra framfara. En jafnframt verða Reykvikingar að hafa það hugfast, að sú kynslóð, sem nú er að alast upp, er hin f yrsta íslenzka borgarkynslóð. Alveg ný verkefni blasa við, þar sem er, að gera borgar Islendinga öllum horfnum kynslóðum færari, til þess að sigrast á erfiðleikunum í atvinnuvegum og daglegu lífi Is- lendinga. Hér þarf að alast upp hraust kyn- slóð djarfhuga framtaksmanna. Hér þurfa að alast upp menn með rika þjóðernistilfinning og fórnarlund, menn, sem læra að notfæra sér tækni og nútíma vísindi í lifsbaráttu sinni, en hafa jafnframt fengið tækifæri til að njóta hollra áhrifa þjóðlegrar menningar. Takist þetta, verður Reykjavík i framtíðinni, sem vera ber, sannkall- að höfuðból íslenzkrar menningar, miðstöð íslandsbygða, hjarta hins íslenzkra þjóðlífs, útvörður gegn er. lendri óhollustu, og verndari þess sjálfstæðis, sem- öll íslenzk alþýða ann og þráir af alhug. \'el færi á, að Reykvikingar gleymdu því aldrei, að það var vegna afnáms hinnar drepandi ein- okunar, sem kaupstaðurinn fékk réttindi sín. V'erzlunarfrelsið var vöggtigjöf Reykjavíkur. Mætti borginni auðnast í framtiðinni að varðveita það sem best. Að lokum vil eg benda Iesendum á kvæði það, eftir Einar Benediktsson, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu, og kom út i kvæðabók hans "Hrannir" fyrir 23 árum. Með meistaralegri skarpskygni lýsir skáldið "Ingólfsbæ," hlutverki hans, samstarfi við þjóðina, foryst- unni, sem höfuðstaðnum er lögð á herðar, í andlegum og verklegum efnum, og i sjálfstæðismálinu ekki sizt. Kvæðið er hér prentað, til þess almenningur rifji það upp að nýju, og festi sér í minni hvernig þetta skáld og spekingur lýsir með listar- innar orðgnótt þeirri stefnu, sem Reykvíkingum ber að fylgja. Valtýr Stefánsson. —Mbl. 18. ágúst. ANOTHER WIN FOR ^DOMINION BUSINESS COLLEGE! Miss GWYNETH BELYEA, student for five months at The DOMINION BUSINESS COLLEGE, won second place in the All-Canada Champion- ship Typewriting Contest held at The Toronto Exhibition on Wednesday, September 2nd, 1936. It pays to at- tend the College whose students excel! JOIN NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE On THE MALL and at ST. JAMES, ST. JOHN'S and ELMWOOD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.