Lögberg - 19.11.1936, Síða 4

Lögberg - 19.11.1936, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1936 Hogberg Gefið út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA PRES8 LIMIT E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið — liorrfat fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Úr nógu að velja Það væri synd að segja að ekki verði úr nógTi að velja viðvíkjandi borgarstjóraem- bættinu í Winnipeg við kosningamar, sem fram fara þann 27. þ. m., þar sem hvorki meira né minna en fimm frambjóöendur verða í kjöri. Núverandi borgarstjóri, Mr. Queen, sem jafnframt á sæti á fylkisþingi, leitar endur- kosningar af hálfu hins óháða verkamanna- fiokks; hann hefir að baki sér langan starfs- feril á sviði opinberra mála; hann er vel að sér ger um margt, þó vera megi að hann sé nokkuð einhæfur með köflum, vegna þröngr- ar, flokkslegrar aðstöðu.— Col. Ralph H. Webb er alt annað en ný- liSi, er til bæjarmálefna og bæjarstjórnar- kosninga kemur; hann hefir gegnt borgar- stjóraembætti í átta ár, eða lengur en nokkur annar maður í sögu Winnipegborgar. Col. Webb á það sammerkt við Mr. Queen, að eiga einnig sæti á 'fylkisþingi, þó stimplaður sé hann til annars flokks. Col Webb lætur sér annríkt og vasast í mörgu; vel er af honum látið sem góðum dreng, en sem foringi bæjar- málefna er hann að líkindum hvorki betri né verri en hann var, er hann kvaddi borgar- stjórastólinn síðast; hann er flestum mönnum slungnari viS fylgisöflun, og þessvegna er í rauninni ekki nokkurt viðlit að spá í eyðum- ar um það, hvað langt hann kann að komast að þessu sinni. Mr. T. W. Kilshaw, uppboðshaldari, og fyrrum bóndi í Saskatchewan, er einn þeirra, sem um borgarstjóraembættið keppa; hann er mikill maður að vallarsýn og hinn snÖfur- mannlegasti; hann var einn þeirra manna, er leituðu kosningar tii Sambandsþings hér í borginni 1935, undir merkjum H. H. Stevens. En svo fór um sjóferð þá, að Mr. Kilshaw fékk hina verstu útreið og tapaði hinu lög- boðna tryggingarfé sínu; seinna um haustið bauð hann sig fram til bæjarstjórnar, og reiddi þá engan veginn betur af. Mr. Kil- shaw hefir prentað margliðaða stefnuskrá og útbýtt henni vítt á meðal kjósenda, þeim tii hjartastyrkingar og hægðarauka. Lítil sem engin deili vitum vér á Mr. F. 0. Wobds, að öðru leyti en því, að hann hefir augastað á borgarstjórastólnum, og tjáir sig hlyntan Social Credit hreyfingunni. Síðastan, en ekki sízt, þeirra manna, sem í kjöri eru um borgarstjóraembættið, skal telja Dr. F. E. Warriner, þann, er átt hefir sæti í skólaráði borgarinnar síðastliðin níu ár, og getið sér þar hinn bezta orðstír sakir hagsýni sinnar og lipurðar í samvinnu. Dr. Warriner er maður gáfaður og hverjum manni háttprúðari; það dylzt því engum, sem til þekkir, að hann sem borgarstjóri, myndi undir engum kringumstæðum á annan veg koma fram en þann, er borginni yrði til sæmd- arauka. Dr. Warriner hefir það meðal ann- ars á stefnuskrá sinni, að enginn einn maður skuli hafa meira en eina sýslan eða eina stöðu með höndum; þetta virðist í alla staði sann- gjarnt og þessari reglu ætti að vera sem allra víðast fyigt, því þá þverraði atvinnuleysið og vinnan kæmi jafnara niður; auk þess er ávalt nokkur hætta á, að þeir, sem mörg járn hafa í eldinum, geri störfum sínum upp og ofan lakari skil, en hinir, sem beita óskiftum kröft- um og óskiftum vilja í þjónustu færri mál- efna. Þetta að gína yfir sem mestu, hefir jafnaðarlegast mælst misjafnt fyrir, og þá ekki hvað sízt í yfirstandandi krepputíð. 1 tölu þeirra manna, er of mörg járn hafa í eldinum, eins og nú hagar til, eru þeir Col Webb og Mr. Queen. Síður er það en svo, að hörgull sé á fram- bjóðendum í bæjar- og skólaráð; um það ber frambjóðendalistinn ljósast vitni. 1. 2. kjördeild, þar sem Islendingar eru langfjölmennastir, er um ágætan efnivið að ræða viðvíkjandi vali bæjarfulltrúa og skóla- ráðsmanna. Má þar tilnefna þá C. Rhodes Smith, Garnet Coulter og Victor B. Ander- son. Menn þessir allir eru líklegir til þess að ná kosningu, og verðskulda, sakir samvizku- semi í afskiftum af opinberum málum, traust og fylgi almennings. Mikið veltur að sjálfsögðu jafnframt á því, að vel takist til um kosningu í skólaráð, öðru eins feikna fé sem árlega er varið til slcólamálanna; að kosnir séu í skólaráðsstöð- ur gætnir og samvizkusamir menn, er vita hvað þeir vilja. Vel er að kjósendur gæti þess, að kosn- ingar til bæjarstjórnar í Winnipeg eru hlut- bundnar og að kjósendum ber að merkja at- kvæðaseðla sína með tölustöfum í þeirri röð á kjörseðlinum, er þeim bezt þóknast; gildir þetta eigi aðeins um val bæjarfulltrúa og skólaráðsmanna, heldur og jafnframt um kosninguna í borgarstjóraembættið. Sjálfsagt er að þeir allir, sem á k jörskrá eru og komið geta því við, neyti atkvæðisrétt- ar síns, því ekki er það til nokkurs skapaðs lilutar að naga sig í handarbökin á eftir, þó eitthvað fari á annan veg, en ætlast var til í fyrstu eða kosið varð á. Margbrotnara en margur heldur Niðurlag skáldsögunnar “Þess bera menn sár” Vera má að ekki sé öllum það jafn ljóst og skyldi, hve margbrotin þau störf eru, sem bæjarfulltrúarnir í Winnipeg hafa með hönd- um; hve þeir verða að hnitmiða tíma sinn við f jölþætt viðfangsefni, þannig, að ekkert verði útundan eða sitji á liakanum eins og það er kallað; það er síður en svo, að þau sé ávalt metin að verðugu, sporin, sem þjónar eða sýslanamenn hins opinbera, leggja á sig fyrir þá, smáa og stóra, ríka og fátæka, er þeir fara með umboð fyrir á fundum og ráðstefnum hins opinbera lífs; þó er þjónustuhæfileikinn sá hinn dýrmætasti hæfileiki, er nokkur mað- ur á til í eigu sinni, og nokkurt bæjar- eða þjóðfélag getur notið. Þjónustusemin og fómin eru tvíburasystur. — Hinn vinsæli og mæti Islendingur, Victor B. Anderson, liefri átt sæti í bæjarstjórninni í Winnipeg um síðastliðið f jögurra ára skeið; liann liefir komið þar fram þjóðflokki vorum til sæmdar og reynst liðtækur starfsmaður við fjölþætt störf; hann hefir með hógværð sinni og þjónustusemi skapað í umhverfi sínu eða kjördeild víðtækan góðhug og lagt sig í líma til þess að bæta kjör þeirra, er örðugasta áttu aðstöðuna í baráttunni fyrir tilverunni; slíkt gera aðeins vaskir menn og batnandi. Skot- inn fyrirverður sig ekki fyrir að stuðla að kosningu Skotans í opinberar stöður og fram- gangi hans þar; sumir kalla þetta þjóðernis- iega einangrun eða eitthvað þar fram eftir götunum og telja slíkt alt annað en eftir- breytnisvert; þetta er grýla, sem kveðast þarf niður. Islendingar hafa hafa hvorki staðið Skotanum né neinum öðrum þjóðflokki að baki. Þeir verða að sækja fram í öruggri sigurvissu á tilverurétt.sinn og þverneita að gerast undirlægjur nokkurs þjóðflokks eða þjóðarbrots, er þeir dveliast með; að öðrum kosti eiga þeir það á hættu að verða blátt á- fram “étnir á fæti,” eins og Einar Benedikts- son kemst að orði í Fróðárundrum sínum hin- um nýju.— Victor B. Anderson liefir átt sæti í þeim nefndum fyrir hönd bæjarstjórnarinnar, sem nú skulu tilgreindar: Formaður Social Wel- fare nefndar og meðlimur í heilbrigðismála, sjúkrahúsa, Auditorium og bókasafns nefnd- um, auk þess sem hann af hálfu bæjarstjórn- ar hefir setið í þjóðveganefnd Manitobafylkis. Störf þessi öll krefjast mikils tíma, eigi þeim að vera gerð nokkur veruleg skil; þau krefj- ast nærgætni og samúðar. Að vorri hyggju, hefir Mr. Anderson, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, reynst svo vel stöðu sinni vaxinn, að endurkosning hans ætti að vera alveg sjálfsögð. Islendingar ráða þar nokkru um, og þeir eiga að vinna þar að sem einn maður. Father Coughl Kaþólski presturinn Father Coughlin í Detroit, hét því að hætta við stjórnm^latrú- boð sitt yfir útvarpið, ef Union-flokkurinn, sá er Mr. Lemke frá North Dakota, veitti for- ustu í síðustu kosningum, fengi ekki 9 miljón- ir atkvæða. Nú er það komið á daginn, að flokkur þessi fékk ekki nema um hálfa sjö- undu miljón atkvæða í kosningunum. Father Coughlin er mælskur maður, en ekki að sama skapi vark:ár í orði; hann kom sér meðal annars út úr húsi hjá miljónum manna fyrir munnsöfnuð sinn og illmæli um Rotosevelt forseta, er hann kallaði öllum ónöfnum, svo sem “lygara,” “tól” og “guðníðing.” Nú hefir Father Coughlin lýst yfir því, að þess .verði langt að bíða að rödd sín heyrist yfir útvarpið á ný, með því að hann vilji ágjarna ganga á bak orða sinna. Fyrir löngu síðan (í nóvembei x933) skrifaði eg í Lögbergi um- getningu um fyrri hluta ofannefndr- ar skáldsögu Guðrúnar Lárusdótt- ur. Um seinni hlutann, sem út kom kringum áramótin siðustu, skal hér farið nokkrum orðum. Fyrra bindinu lauk með því, að leiðir þeirra Hildar og Sigurðar, uppeldisbróður hennar og unnusta, skildu. Er hér nú haldið áfram, að rekja feril hennar; hún fer að heiman og heldur áður langt liður til Reykjavíkur; ledir hún þar í klón- um á kvennaflagara og svallara, en sleppur þó úr höndum hans eftir all- harða viðureign. Veikist hún og er send á spitala; kemst hún þar af til- viljun í kynni ' við barnsmóður manns þess, sem hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að veita ást sína. Þegar af spitalanum kem- ur, verður Hildi ilt til vinnu, og á hún í mesta basli, svo að framtundan j blasir eigi annað við en hungur og ! harðæði. En þá þá kemur Sigurð- ! ur fornvinur hennar aftur til skjal- ! anna og bjargar henni úr vandkvæð- ; unum. Verður það úr, að hún hverf- | ur aftur heim til stjúpu sinnar, sem nú er þungt haldin og því þörf að- hlynningar. Fer svo að lokum, þó . að nærri stappi um hríð algerðu skipbroti, að alt fellur í ljúfa löð milli þeirra Hildar og Sigurðar, og lýkur þar með sögu þeirra. j Munu þau sögulok þyrnir i aug- um þeim, sem illa una því, að far- sællega greiðist úr örlagaflækjum . sögupersónanna; en við því er vitan- lega ekkert að amast, ef sögulokin eru eðlilegur árangur undanfarandi atburða, hlekkur í keðju orsaka og afleiðinga, og í samlræmi við skap- 1 gerð og hugsunarhátt hlutaðeigandi persóna. Mun það mála sannast, að saga sú, sem hér er sögð, hefði vel getað gerst og endað á þann hátt, I sem skáldkonan segir hana; enda hafa svipaðar sögur gerst og eru 1 eriri að gerast um allar jarðir — 1 sögur ásta og heitrofa, og endur- ■ nýjaðra funda og trygða. Þessi síðari hluti skáldsögunnar ber á sér sama kristilega og siðferð- islega blæinn og fyrri hlutinn. Frá- sögnin er einnig með sama hætti. lipur og tilgerðarlaus; engir tiltak- anlegir sprettir í stílnum, en svo með efni farið, að sagan heldur athygli lesandans vakandi. Sögupersónurn- ar eru einnig lifandi, þó sálarlíf þeirra sé eigi krufið til mergjar samkvæmt þeim “kúnstarinnar regl- um”, sem) sumir nútíðarhöfundar temja sér. Þá er hér einnig sú und- iralda samúðar með bágstöddum og sorgmæddum, sem verið hefir í fyrri ritum frú Guðrúnar. f heild sinni er þessi skáldsaga hennar fyllilega lestrarverð, heil- brigð að hugsun og læsileg. Núger- ist það mikil tíska, að rita skáld- sögur :m)eð það fyrir augum, að afla vissum pólitískum skoðunum fylgis, og er eigr neitt sérstakt við það að athuga; en þá ætti það ekki, að vera neinn stórglæpur, að gerast málsvari ákveðinna trúar- og siðferðisskoð- ana svo sem sjá má merki í um- ræddri skáldsögu. Hitt er jafnsatt, að það eru ekki þær sérskoðanir, sem skáldrit flytur, er kveða á um skáldskaparlegt gildi þess, heldur meðferð og túlkun efnisins, í einu orði sagt snildin, sem þar birtist, al- ment talað. Richard Beck. Endurvekið traustið með reynslu og f orustu WEBB fyrir borgarstjóra Fagur vitnisburður um djarflega þjónustu á erfiðleika tknum er trygging yðar fyrir framtakssamri ráðsmensku bæjarmál- efna, ef RALPH H. WEBB er borgarstjóri yðar 1937 Enginn fyrirrennari lagði meira á sig til þess að koma á vel- líðan í Winnipeg. W/ébb stofnaði ferða og fudarhalda skrif- stofuna, sem veitti hingað í þúsundatali ferðamannastraumi, og hundruðum þúsunda í peningum. IIANN H&LT KOMMONISMANUM 1 SKEFJUM Á heimili sínu — í opinberum afskiftum mála, er Webb djarfur og hreinhugsandi borgari, með reynslu að baki og áræði, er gerir hann færan í flestan sjó. — KJÓSIÐ HANN. Published by Ralph H. Webb Campaign Committee. Raspi utin Straumur atvikanna í m&nnlegu lífi getur gerzt lítt skiljanlegur. Þar sem hann rýfur virkisveggi þess ramma, er umlykur mannvitið sjálft, verður hann óskynhæfur. Eitt furðulegasta fyrirbrigði í mannkynssögunni eru án efa þau at- vik, er fundu sér stað í veldi Rússa- keisara, kringum upphaf heims- styrjaldarinnar miklu, i sambandi við þá persónu, er bar gerfinafnið Rasputin. Nafnið Rasputin þýðir: “Gerðu aldrei gott, sonur.” — Hver einasta hugsun, athöfn og alt hans líf, var greypt í mót þeirrar hugsun- ar. Saga Rasputins er saga rúss- nesks bónda, er fær breiddar út kynjasögur um kraftaverk sín, skrýðist munkakufli og verður höf- undur nýrra trúarbragða. Kjarni trúarbragða hans er um fullnægingu holdsins. Hann vinnur í trúar- bragðaflokk sinn eingöngu konur í sínu umhverfi upphaflega, sem var þorp við Norðuríshafið. — Þaðan tekst honum að komast til Péturs- borgar, sem munkurinn “Griska.” Hann nær miklum völdum í kirkj- unni. Kemst í kynni við f jölda hæst- settra kvenna úr aðli Pétursborgar, en það var vegurinn til keisarafjöl- skyldunnar. Gerir hann kraftaverk á veikum prinzinum. Nær dauða- haldi á tilfinningum drotningarinn- ar, keisarans og prinzessunnar, auk kvenna úr aðalsstétt. — Verður ein- valdur í hinu rússneska keisara- dæmi, — en umi leið hatrammasti f jandmaður þess. — Hann er erind- reki Vilhjálms Þýzkalandskeisara í ófriðnum mikla og breytir eftir hans persónulegu fyrirmælum. Á furðulegasta hátt fær Rasputin með valdboðum fram komið morð- um og tortímingu þeirra embættis- manna ríkisins, er unnu hag þess, og sömu meðferð hlutu ötulustu rúss- nesku herforingjarnir. Hann lagði á ráðin til að eyðileggja rússneskar vopnaverksmiðjur. Gerir djöfulleg- ar tilraunir með, að breiða út drep- sóttir, svo sem kóleru o. fl. meðal hin§ rússneska fólks. Menn skyldu lesa þesa bók. Með því að athuga þann grund- völl, sem Rasputin-veldi Rússlands varð til á, sem gaf því líf og athafna- möguleika, þá kemur í ljós, að Rasputin-isminn er árangur tak- tmrkalausrar félagsspillingar. Hann stiklaði upp í æðsta valdasess Rúss- lands á helsjúkum tilfinningum, á úrgangi þess elds er auðlegðin, at- hafnaleysið og siðleyjsið kyndir í sálunum annarsvegar og hinsvegar örbirgðin og eymdin hefir fryst til heljar. — Hvorttveggja mætist á botni þjóðfélagsins og verður sam- eiginlegur grundvöllur fyrir veldi Rasputin-ismans. Það er sannarlega mikilsvert að fá þessa bók til lesturs. Hún er hvorttveggja: skemtileg aflestrar, málsins vegna, hitandi, sem hún á átakanlegan hátt gefur ljóslifandi mynd af hinum ömurlegasta dapur- leik þess, sem mannleg vera getur alið við brjóst sér. Jóhannes G. Helgason. —N. dagbl. 12. okt. Faðir: En þær móttökur. Eg er varla kominn út úr lestinni fyr en þú biður mig um peninga. Sonur: Lestin var líka 20 mínútur á eftir áætlun. Svíj: Eg át síld um miðjan dag og siðan hefir mig þyrst svo, að eg hefi orðið að drekka 15 bjóra. Og svo segja menn að síld og kartöflur sé ódýr matur! Ung frú kemur í hattabúð. —Þið auglýsið að þið hafið feng- ið 500 nýtizku hatta. Má eg fá að máta þá? IF THE HAT FITS — PUT IT ON ! IF IT DOESN’T — REMEMBER THE Millinery Workroom When the hat of your dreams is just a touch too small — or too large — or must be made to order — it’s time to get workroom conscious! Our experts specialize in the creation of wedding millin- ery, fur hats or gay little evening caps. They clean, re-trim and re- block old favorites. They adjust headfittings — add those anchor- ing elastics. You’ll be pleased with their work — surprised by the very small charges! —Millilnery Section, Second Floor, Portage. *T. EATON C°.„„ WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.