Lögberg - 26.11.1936, Síða 2

Lögberg - 26.11.1936, Síða 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 26. NÓVE]MBER 1936 I Magnús Stephensen landshöfðingi ALDARMINNING Eftir A. J. Johnson. (Framh.) Jón Magnússon, síÖasti forsætis- ráðherra, .sem um 8 ára skeiÖ var næsti og nánasti samverkamaÖur Magnúsar landshöfðingja, lýsir son- um svo, sem manni og embættis- manni: “Það sem eg tók fyrst eftir, og svo hygg eg flestum farið hafa, sem kyntust honum, ]>að voru vitsmunir hans og kraftur. — Fjölhæfni gáfna hans og skýrleikur frábær, greindin framúrskarandi glögg, og framsetn- ing gagnorð og með afbrgiðum ljós. Hann var allra manna fljótastur að átta sig á hverju þvi máli, er fyrir hann kom. — Minni i senn jafn sterkt, jafn trútt og jafn fjölhæft, hygg eg engan samtíðarmanna hans hérlendan hafa haft. Hann var af- arfljótur að afgreiða embættisstörf sín, og hjá honum lá aldrei neitt stundinni lengur. Hann hafði því jafnan tmikinn tíma afgangs frá em- bættisstörfum, og varði honum mest- um til lesturs, til náms getur maður sagt, því um hann mátti segja, eins og sagt var fyrir löngu um annan mann, að “hann nam alt það er hann las, og mundi alt það er hann nam.” Það ræður þvi að líkindum, hvilík- um ótæmandi f jársjóð alskonar fróð leiks hann safnaði, því hann las alls- konar fræðibækur, og kunni manna bezt að afla sér fróðleiks af sam- ræðum við aðra menn, og var því sannfróðari um hag manna og háttu hvarvetna á landinu, en nokkur sam- tíðarmaður hans, að því er eg hygg. Það sem að framan er talið: vits- munir hans, skýrleikur i hugsun, fróðleikur, glögg og gagnorð fram- setning, og að hafa alt á hraðbergi, það kom sér einkarvel á Alþingi. Þegar þar við bættist festa í fyrir- ætlun, og kraftur i framkvæmd, þá var ekki að furða þótt hann léti mikið til sín taka á Alþingi fram yfir það, sem líkindi voru til vegna stöðu hans. Þingræður hans voru annálaðar. Þær voru stuttar, gagn- orðar og frábærlega skýrar, svo skýrar og skipulegar, hugsunin svo föst og vafningalaus, að sagt var, að varla hefði getið svo klaufaleg- an skrifara á þingi, að hann skrifaði mjög vitlaust ræðu eftir Magnús Stephensen. Ættrækni og ættjarðarást var mjög rík hjá honum. — Honum var mjög ant um að verjast öllum ágangi á landið utan að, eins og kom fram allberlega í bankamálinu á Alþingi 1901.*) ^ Með þessu hugarfari var aðstaða hans á þinginu stundum allörðug, sérstaklega þegár hann varð að koma þar fram í umboði hinnar erlendu stjórnar, er ekki vildi viðurkenna réttindi Islands, En svo gat hann komið ár sinni fyrir borð, að yfir- leitt var samvinna hans við Alþingi og hina erlendu stjórn hin bezta. Viðmót hans og umgéngni við menn virtist mér vera þannig, sem hver einn, er við hann átti erindi, mundi helzt kosið hafa; viðræður hans jafnan ágætlega við hæfi þess er hann talaði við, og allajafna um það efni, er hinum þótti mest skemtun um að tala. Þótt hann skipaði æðsta sess landsins, þá var hann jafnan til viðtals á hverjum tíma dags, og hvernig sem á stóð. Fengi hann að vita, að einhver vildi finna hann, og það stóð á sama hvort sá átti mikið eða lítið undir sér, þá var hann þegar búinn til að veita viðtalið, og það þótt hann sæti að matborði. Man eg það, að konu hans sárnaði stundum, er hann hafði ekki matfrið. Eg þarf ekki að lýsa því, hvernig hann fór með gesti sína, umönnun hans um þá, og hve skemtinn hann var. Hann var frá- bærlega ljúfur og góður heimilis- faðir og húsbóndi. Aldrei var hann öðru vísi við okkur, sem unnum í skrifstofu hans. Mér fanst hann nærri því of góður, þvi eg minnist þess ekki, að hann fyndi nokkurn- *)Á Alþingi 1901 var neðri deild búin að samþykkja að leggja Lands- bankann niður, og láta hinn væntan- lega erlenda hlutabanka (Islands- banka), verða einvaldan hér á landi í peningamálum. Magnús lands- höfðingi lagðist mjög fast gegn þessu í efri deild, og tókst þar með tilstyrk 7 þingmanna að bjarga Landsbankanum frá þeim ömurlegu örlögum, er n. d. hafði búið honum. Það hefði verið mjög vel við eig- andi, að mynd Magnúsar landshöfð- ingja hefði verið á einhverri tegund hinna nýju seðla bankans, eins og i virðingar- og þakklætisskyni fyrir þetta sæmdarverk, auk þess sem hann var einhver bezti fjárgæslu- maður sem landið hefir átt. WARRINER Verður borgarstjóri yðar! Dr. Warriner mælir ekki fyrir munn nokkurs eins pólitísks, félagslegs, þjóðernislegs eða trúarbragðalegs flokks. Hann fylgir fram framsækinni, ráðdeildarsamri og óhlutdrægri stefnu heilbrigðrar skynsemi í bæjar- stjórnarmálum . . . án ótta eða ívilnunar. Hann hefir útsýni, æfingu og starfshæfileika til þess að fara með líka stjórn, — er gerir — Winnipeg betri bústað — fyrir yður. Merkið kjörseðil yðar þannig: WARRINER, Fred E. 1 Gœtið þess að sýna einnig val yðar með 2, 3 og 4 tíma að neinu við okkur. Einn var sá háttur hans, sem vert er að geta, af því að það mun nú orðið fremur fátítt um veraldlega embættismenn, það var kirkjurækni hans; hann fór i kirkju á hverjum helgum degi. Alt hátterni hans var einkar lát- laust. Mann, er lausari var við til- gerð eða tildur, getur ekki. Það var og örugt að. fá að sýna honum, nokkuð almennara en venjulega ger- ist, hver ítök hann átti í hugum manna. Þegar hann varð sjötugur, vildu menn fá að halda samsæti honum til heiðurs, en það var afsvar frá hans hálfu. Sama var, er hann varð áttræður. Það var með mestu lægni, að það tókst að fá samþykki hans til þess, að gerð væri af hon- um brjóstmynd í því skyni að setja hana i neðri deildarsal Alþingis, gegnt sæti því, er hann hafði svo lengi þar með sóma skipað.— Æfiferill hans og embættisferill var hinn glæsilegasti. Framkvæmd- arstjórn landsins, var i tíð lands- höfðingjadæmisins, aðallega í hönd- um landshöfðingja, og hann tók ■mikinn þátt í löggjöf landsins. Magnús Stephensen hafði rnikinn hug á verklegum framförum lands- ins. Sérstaklega lét hann sér ant um samgöngur bæði á sjá og landi. — Taldi hann greiðar samgöngur að miklu undirstöðu annara framfara. Sérstaklega þótti hann góður gæslu- maður landssjóðs. Þegar hann skil- aði af sér, nam viðlagasjóður (þ. e. varasjóður) landssjóðs 1V2 miljón króna.” # # # Magnúsi Stephensen landshöfð- ingja er lýst svo að ytra útliti. Hann “var þrekinn vexti, en meðalmaður í lægra lagi að hæð; fór þó í marg- menni, og hvar sem hann var stadd- ur, sjálfkrafta og ósjálfrátt, meira fyrir honum en mörgum þeim, sem meiri voru að vexti. Eftir því sem lýst er Magnúsi amtmanni Gíslasyni, langafa hans, þá hafa þeir ekki ver- ið ósvipaðir á vöxt, og jafnvel fleira. Maðurinn var fyrirmannleg- ur, og enni og yfirbragð ættmeitlað úr föðurkyni. En svo sagði kona, er mundi Þórð prófast móðurföður Magnúsar, að þeir hafi verið mjög likir um niðurandlit.” • • • Þeir sem muna Magnús lands- höfðingja aðeins sem gamalmenni, þegar hann var að ganga hér um sér til hressingar, duldist það samt ekki, að þar fór höfðingi, sem hann var. # # • Magnús landshöfðingi kvæntist á afmælisdaginn sinn 1878 frænd- stúlku sinni Elínu (f. 3 ágúst 1856 d. 15. júlí 1933), dóttur Jónasar sýslumanns Jónssonar á Eskifirði, og konu hans Þórdísar Pálsdóttur Melsteds amtmanns Þórðarsonar. En foreldrar Jónasar sýslumanns voru, Jón Þorsteinsson Thorsteins- sen landlæknir (d. 1855) og kona hans Elín dóttir Stepháns amtmanns á Hvítárvöllum Stephensens. Var Stephán amtmaður afi Magnúsar landshofðingja, en langafi konu hans. Börn þeirra landshöfðingjahjón- anna voru: Magnús og Jónas, dóu báðir uppkomnir. Margrét, síðari kona Guðmundar Björnnson fyrv. landlæknis, Ragna kenslukona (dáin), Ásta fyrri kona Magnúsar bankastjóra Sigurðssonar (d. 25. apríl 1933), Elín, kona Júliusar Guðmundssonar stórkaupmanns, og Sigríður fyrri kona Þórhalls Árna- sonar skrifstofumanns (d. 2. júní 1933)• Magnús landshöfðingi andaðist rúmlega áttræður 17. apríl 1917. Væntanlega verður þess ekki langt að bíða að einhver fræðimaður geri Magnúsi landshöfðingja og minningu hans sömu skil, og hinn mikilvirki fræðimaður dr. Jón Helgason biskup hefir nýlega gert minningu Hannesar biskups Finns- sonar, með hinni ítarlegu og ágætu æfisögu hans, þvi eins og Hannes biskup var einn af merkustu og mætustu mönnum hér á landi á síð- ari hluta 18. aldar, bar frændi hans, Magnús landshöfðingi, höfuð og herðar yfir flesta sína samtíðar- menn einni öld síðar. Þeir hófu báðir hátt merki Hlíðarendaættar- innar, hvor á sinni öld, en hver vill verða til að lyfta því hæst á þeirri tuttugustu?—Lesb. Mbl. Mœrio frá Saragossa I júnímánuði 1808 var Saragossa ólík því, sem hún er nú. Þá var þar aðeins ein breið gata, Corso, þvert í gegnum borgina, en aðrar götur voru þröngar smugur. Byggingarn- ar voru með Márastíl, steinhús með berum veggjum út að götu, en gluggum inn í húsagarð. Borgin var víggirt, en virkisgarðarnir voru gamdir og gátu alls ekki þolað stór- skotahríð. Þeir nægðu aðeins til þess að verjast smyglurum, voru hlaðnir úr tígulsteini og 10—12 fet á hæð. En upp að þeim voru bygðir virkisturnar, vörugeymsluhús, skól- ar, kirkjur og hermannaskálar, sem gnæfðu hátt yfir virkisveggina og á útveggjunum voru engir gluggar. íbúar borgarinnar voru 60,000 og þetta var merkasta borgin í Aragon- héraði. Um þessar mundir flæddu fransk- ar hersveitir yfir Spán. Þær komu þangað sem hjálpendur, því að Napoleon bar mikla umhyggju fyrir Spáni. I staðinn fyrir hersveitir sinar, sem hann flutti til Spánar, flutti hann spönsku hersveitirnar úr landi, til þess að láta þær berjast fyrir sig á vígstöðvunum í Norður- Evrópu. Spönsku hersveitirnar voru nú komnar til Hamborgar, undir yfirstjórn de la Domana markgreifa og átti að senda þær gegn Rússum, ef þörf gerðist. Þegar Napoleon hafði komið ár sinni svona vel fyrir borð á Spáni, flutti hann konungshjónin og ríkis- erfingjann úr landi til Bayonne og neyddi þau til að afsala sér öllum réttindum til konungdæmis á Spáni. En það veittist honum ekki jafn auðvelt að kúga spönsku þjóðina til hlýðni. Um allan Spán voru stofn- aðar nefndir byltingarmanna, hinar svonefndu Juntas. Hver þeirra stjórnaði í nafni konungsins í sínu héraði, hver var annari óháð, og allar voru þær óháðar höfuðborg- inni, með hið erlenda setulið. En allar höfðu þær sama markmið, að berjast gegn hinum hötuðu innrásar- mönnum, þangað til yfir lyki. Hvergi var sjálfstæðisviljinn jafn brennandi eins og í Aragon. Það stafaði af því, að liðsforingi þar, Don José Palafox, hafði fylgt kon- ungi sínum til Bayonne og séð og heyrt hvernig hann var með brögð- um látinn afsala sér konungdómi. Don José Palafox var ekki nema 28 ára að aldri. Upptendraður af heilagri bræði sneri hann heim aftur og æsti íbúana í Aragon, svo að þeir risu sem einn maður upp á móti Frökkum. Þeir kusu Palafox fyrir foringja. Hann hafði að vísu enga hernaðareynslu og það var ekki á- litlegt að leggja til orustu við beztu hermenn Evrópu, með bændum og búaliði, sem varla höfðu önnur vopn en ljái og haglabyssur. Lefebvre marskálkur, sem stjórn- aði herliði Frakka í Aragon, var jafn ólíkur Palafox eins og her- mennirnir, sem þeir höfðu á að skipa voru ólíkir. Lefebvre hafði byrjað sem óbreyttur hermaður, en með hreysti og dugnaði hafði hann smám saman hækkað í tigninni þangað til hann var orðinn marskálkur. Hann hafði 12000 manna her og stefndi honumi nú til Saragossa. Palafox sat fyrir honum hvar sem hann gat komið því við, en þótt menn hans berðust hraustlega fengu þeir ekki rönd við reist og voru hraktir aftur á bak alla leið að Saga- gossa. Palafox hélt að það væri þýð- ingarlaust að reyna að verja borg- ina. Hugði hann ráðlegra fyrir sig að fara ekki inn í borgina, en reyna að safna liði um héraðið. Hinn 15. júní var Lefebvre kom- inn að borgarhliðum og bjóst við að halda þar innreið sína. En borgarbúar höfðu búist til varnar. Þvert yfir hinar þröngu götur strengdu þeir sterkar hlekkja- festar. Útidyrahurðir húsanna voru rammbyggilega negldar aftur, í hverjum glugga var byssum komið fyrir og á hverju torgi voru hlaðin strætisvígi. Hinn gamli kastali var dubbaður upp og fallbyssur voru settar á hæðina Mount Terrero, sem gnæfir yfir borgina. Pólskir lensuriddarar voru látnir gera fyrsta óhlaupið. Þeir þeystu inn í borgina. Dynjandi skothríð skall á þeim úr öllum húsum. Þeir komust ekki lengra en að fyrsta torginu. Nú var franska fótgönguliðið lát- ið gera áhlaup, en komst ekki lengra en að borgarhliðunum, því að þar höfðu Spánverjar búist til varnar. Þar varð skæð orusta. Og nú sáu lensuriddararnir sitt óvænna og þeystu út úr borginni sömu leið og þeir höfðu komið. Dundi þá hvað- anæfa á þá skothríð og lágu 700 þeirra eftir í valnum. Lefebvre gerði ekki fleiri áhlaup- in um sinn. Hann sá að hann hafði alveg misskilið ástandið í borginni. En þar voru nú um 1000 reglu- legir hermenn úr ýmsum herdeild- um, þar á meðal sveit stórskotaliða. Með þeimi stóðu 6000 vopnaðir borgarar, og þeim fjölgaði daglega. Þegar fólkið sá, að hægt var að veita viðnám, óx þvi hugur og djörfung svo að allir voru fúsir til að taka þátt í vörninni. Skotvopn voru nóg, en skotfæri af skornum skamti. En um það vissi Lefebvre ekki. Hann hafði sjálfur engar stórar fallbyss- ur, en liðsauki bættist honum dag- lega og hann átti þá og þegar von á að fá fallbyssur, sem takast áttu úr Pamploma víginu. Palafox flýtti sér inn í borgina er hann heyrði um hina frækilegu vörn. Var honum tekið með mesta f ögnuði og koma hans jók hugrekki manna. En það sem framar öllu hleypti eldmóði í varnarliðið var sú sögn, sem gekk um borgina, að líkneski hinnar helgu meyjar, verndara borg- arinnar, hefði stígið niður af fót- stallinum í lifandi gerfi og stjórnað vörn sinnar ástkæru borgar. Tiu dögum eftir áhlaupið fékk Lefebvre hinar stóru fallbyssur. Hermenn hans tóku þá Mount Tor- rero með áhlaupi, og voru fallbyss- urnar fluttar þangað. Var nú hafin áköf skothríð. I heilan sólarhring spúðu 40 fallbyssur eldi og blýi yfir borgina, og víða kviknaði í henni. Hinn 2. júlí gerðu Frakkar aftur áhlaup á borgina og komust inn í gegn um Pertillo hliðið. Svo var áhlaupið ofsafengið, að Spánverjar hrukku úr varnarstöðvum sínum. Spanskur liðsforingi úr stórskota- liðinu æddi þá fram með kyndil í hönd til þess að hleypa af fallbyssu. En hann komst ekki alla leið, hann féll, skotinn kúlu i gegnum höfuðið. Þá hljóp fram ung stúlka, þreif kyndilinn úr höndum hins fallna manns og kveikti í þráðtundri fall- byssunnar, en skotið kom beint í fang frönsku áhlaupsmannanna og brytjaði þá niður. Varð þetta til þess að þeir hörfuðu undan, en Spánverjar ruddust fram og náðu varnarstöðvum sínum aftur. Menn sögðu að þarna hefði guðs- móðir sjálf gengið með þeim í bar- dagann. En aðrir sögðu, að það hefði að- eins verið hún Ágústína, unnusta stórskotaliðans, sem féll, er hann ætlaði að hleypa af fallbyssunni. Tvö hundruð Frakkar féllu þenn- an dag, og um kvöldið gáfust þeir upp við áhlaupið. Eftir það reyndí Lefebvre ekki að taka borgina með áhlaupi. Hann ætlaði nú að svelta borgarbúa þangað til þeir gæfust upp. Hann lét hlaða varnargarða, svo að hermenn hans komust alveg að borgarveggjum. En samt sem áður fengu borgarbúar matvæla- birgðir eftir ýmsum leiðum. Þann- ið stóð í mánuð. Hinn 4. ágúst skutu Frakkar lát- laust á borgina í fimm klukkustund- ir. Þá voru fallbyssur Spánverja hættar að svara. Lefebvre skoraði þá á borgarbúa að gefast upp, en Palafox kvaðst berjast meðan nokk- ur stæði uppi. Þá gerðu pólsku málaliðamir og franskt fátgöngulið áhlaup á borg- ina og komust nú inn í hana á 10 stöðum. Þá byrjaði bardaginn fyr- ir alvöru, því að hvert hús í borg- inni var vígi. Óvinirnir sóttu lengra og lengra fram, en þeim varð það dýrkeypt. Um kvöldið voru þeir komnir inn í Corso. En þá bilaði ag- inn. Frönsku hermennirnir fóru að ræna í þeim húsum, sem þeir höfðu tekið. En í myrkrinu um kvöldið koimoi Spánverjar fram úr fylgsn- um sínum, hundruðum saman og réðust á Frakka. Frakkar skutu út um gluggana á efri hæðum húsanna, en Spánverjar komu upp alla stiga og króuðu þá inni. Barist var í návígi um hvert herbergi og hverja hæð og áður en lauk var fallinn fimti hver maður af árásarliðinu ,eða 2000 alls. Morguninn eftir kom Spánverj- um liðsauki og matvælabirgir frá Katalóníu. Þá sá Lefebvre sitt ó- vænna. Hinn 17. ágúst vöknuðu íbúarnir í Saragossa við það að það var ó- venjuleg þögn í borginni. Umsátinni var hætt. —Lesb. Mbl. WEBB fyrirborgarstjóra WEBB gerþekkir grundvallar skilyrðin fyrir góðri bæjarstjórn. WEBBS lífsreynsla í friði og ófriði hefir leitt fram á sjónarsviðið mann með uppbyggjandi þró- unarhugsjónir. WEBB hefir enga trú á þeim stefnum, sem hinn Óháði verkamannafíokkur eða Commúnista- flokkurinn fylgja fram. Greiðið atkvæði á föstudaginn þann 27. nóvember WEBB, Ralph H. Kallið upp þessar kosningastofur í sambandi við upplýsingar: Central — 96 222 Ward 1 — 41 241 95 355 Ward 2 — 34 407 Flmwood!—51 268 Ward 3 — 52 522 Birt að ráðstöfun Lt.-Col Rálph H. Webb kosninganefnar Endurvekið traustið með reynslu og f orustu

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.