Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.12.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1936 5 Úr borg og bygð, Þjóðvinafélagsbœkur þessa árs eru nýkomnar, og kosta, sem fyr $2.50, en AlmanakiÖ fyrir 1937 50C. Útsöluna hefir Arnljótur B. Olson, 551 Maryland St., Winnipeg, Man. BRÉFASKIFTI Það er þegar orðið all-langt síð- an eg tók að mér, samkvæmt ósk stjórnar Þjóðræknisfélagsins, að vera milligöngumaður við þau bréfa- skifti, sem áformað var að stofna til milli ungs fólks vestan og austan hafs. Þegar fyrst er hafið máls á þessu, var ekki laust við að sumir góðir vinir mínir gerðu gaman að þessari hugmynd, og fæstir bjugg- ust við, að mikið yrði úr fram- kvæmdum. Ef til vill er heldur ekki hægt að segja, að þetta fyrirtæki verði með því stórkostlegasta, sem gert hefir verið til þess að viðhalda kynningu milli Islendinga hér og heima. Þó er ekki víst nema það verði til þess að vekja fáeina góða menn til umhugsunar, — unglinga, sem síðar eigi svo eftir að duga þjóðræknismálinu vel, öðru hvoru megin hafsins. Aðferðin, sem eg hafði, var sú, að eg auglýsti í opinberum blöðum, að eg væri fús til að aðstoða við bréfaskiftin. Þegar eg svo fékk beiðni frá einhverjum, gerði eg ann- að hvort, útvegaði mann til að skrifa á móti eða sendi nafnið og heim- ilisfangið til einhvers, sem eg treysti til að sinna málinu. Með því að fá menn sem víðast að, áleit eg, að meiri fjölbreytni fengist, og þá um leið ítarlegri kynning. Árangurinn hefir orðið sá, að milli 50 og 60 menn hafa fengið aðstoð mína. Nú má því miður ekki ganga út frá því að bréfaskiftin hafi þegar komist á milli allra þessara manna, af þrem ástæðum. I fyrsta lagi hefir það stundum komið fyrir, að nöfn hafa legið hjá mér lengur en góðu hófi gegndi og eg hefði kært mig um. Sending þeirra þá orðið út undan fyrir öðru, stundum vegna anna, ferðalaga, annara bréfaskrifta o. s. frv., og eru þeir, sem þar eiga hlut að máli, hér með beðnir velvirðing- ar á drættinum. I öðru lagi hafa margir, sem eg leitaði til um aðstoð, látið hjá líða að sinna þessu, án þess þó að láta mig vita af því. Loks hafa ýmsir, sem tóku að sér að svara bréfum, alls ekki gert það. En þar sem eg. hafði þá gert ráð fyrir, að eg þyrfti ekki að hafa frekari á- hyggjur út af því, spurðist eg ekki fyrir um það aftur, óg er þá hætt við, að sá, sem vænti bréfsins, hafi orðið fyrir vonbrigðum. Þrátt fyrir þá annmarka, sem á þessu hafa verið, veit eg til þess að margir hafa haft ánægju af bréfa- skiftunum. Sumir hafa ekki aðeins sent hver öðrum bréf, heldur og myndir. Eg hefi til dæmis séð safn af, skínandi smámyndum af íslenzku landslagi, sem ung stúlka hér í Vatnabygðunum hafði fengið frá íslandi. * Sum bréfin ,sem eg hefi fengið frá ungu fólki hérna megin hafsins, hafa sannfært mig um það, að margt af því skrifar furðu góða ís- lenzku enn, og engin ástæða til að ætla, að það gæti ékki látið meira frá sér fara t. d. í íslenzku blöðun- um heldur en það gerir. Bréfin að heirnan hafa hins vegar sýnt vin- semd og ræktarsemi gagnvart Is- lendingum í Ameríku og löngun til að kynnast lífi þeirra og viðfangs- efnum. Það er stundum látið svo sem landarnir heima á ættjörðinni kæri sig kollótta um okkur, sem heima eigum i útlegðinni. Um það skal ekki rætt hér. Aðeins bent á það, að mér hefir fundist áhuginn fyrir bréfasamböndunum vera meiri á Islandi en vestan hafs, og þegat tillit er tekið til þess, að það er svo að segja einvörðungu um ungt fólk að ræða, og að það hlýtur að hafa fengið áhuga sinn að meiru eða minna leyti fyrir áhrif hinna eldri, virðist ekki vera ástæða til að kvarta um, að heimaþjóðin hafi al- veg gleymt Vestur-Islendingum. En til þess að ekki sé hallað um of á unga félkið hérna niegin, og því brugðið um meira tómlæti, vil eg benda á, að það á erfiðara með að taka eftir því, þó að hvatt sé til slíkra bréfasambanda í islenzku blaði, heldur en unga fólkið heima. Margt af því, sem kemur í Winni- pegblöðunum fer fram hjá unga fólkinu, nema einhverjir eldri á heimilunum bendi því á það, þar sem eg hefi aftur á móti haft tækif^eri til að tala við það, og segja því frá H. W. MUIR Druggist HOME * ELLICE Phone 39 934 A tyide range nf Xmas gifts to suit all purses Yardleys, Hudnuts, Princess Pat, Moirs Haldið opnu frá kl. 9 til kl. 10 á kvöldin, tvær vikur fyrir jól ^Tartetp áMjoppe 630 NORTE DAME AVE. (Milli Sherbrooke og Furby St.> \ Ósltar öllum sínum viðskiftavinum Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Gott úrval af heppilegum jólagjöfum Kjólar frá 69c, $1.00, $1.59, $1.69, $1.95, $2.95 — Karlmanna sökkar og hálsbindi frá. 35c, 50c, 75c, $1.00; einnig skyrtur, axlabönd, klútar og treflar á öllum prísum. — Silki-blúsur, pylsi og peysur á öllum prisum. — Flennellette náttkjólar með stuttum og löngum ermum frá 69c, 75c, 79c, $1.00, $1.19, $1.25, $1.39, $1.50 — Silkináttkjólar, crepe rayon, Crepe de chine og satin, frá $1.15, $1.50, $1.75, $1.9%, $2.95. — Silk Dance Sets, crepe de chene and satin, $1.59, $1.95 — Silki nœrföt, sets, $1.00, $1.09, $1.50, $1.75, $1.95 — Ullar nærföt á 79c, $1.00, $1.50— Silki, flennellette, crepe de chine pajamas, frá $1.00, $1.19, $1.25, $1.75, $1.95, $2.95 — Silki millipyls, rayon, satin, crepe de chine,, frá $1.00, $1.29, $1.39, $1.59, $1.79, $1.95 — Silki buxur “Bloomer and Panties” 29c, 50c, 79c, $1.00, $1.50 — Morgunkjólar, $2.50, $3.98, $5.00, $6.50 — Carticelli silkisokkar (fit for a queen) 69c, 75c, $1.00 — “D” “A” Corsets, Corsellettes og Brassiers á öllum prfsum, alull og silki og ullarsokkar á öllum prísum.'lín og lórefts dúkar, koddaver, leirtau, barnaglingur, vasaklútar, jólakort, Vetlingar, barnapeysur, ‘pajamas,’ nærföt og sokkar, og svo margt fleira, alt á sanngjörnu vcrði. Eigandi: LOVÍSA B. BERGMAN Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 13. desember—ensk messa kl. 11 f. h.; íslenzk messa kl. 7 e. h. Selkirk lúterska kirkja Næsta sunnudag verða guðsþjón- ustur sem fylgir: Kl. 9.50 árd., sunnudagaskóli, Kl. 11 árd., ensk messa, Kl. 7 síðd., íslenzk messa. Allir boðnir og velkomnir! Vinsamlegast, Carl J. Olson. Séra Bjarni A. B.jarnason býst við að messa á þessum stöðum í Gimli prestakalli næstkomandi sunnuag, þ. 13. des., og á þeim tíma dags, er hér segir: Að Betel á venjulegum tima, en í kirkju Gimli- safnaðar kl. 7 að kvöldi, íslenzk messa. Sunnudagsskóli klukkan hálf tvö síðdegis. Fermingarbörn mæta á heimili Mr. og Mrs. Wílkinson á föstudag kl. 4 e. h. Messa i Wynyard, Sask., kl. 2. e. h., sunnudaginn 13. desember. hugmyndinni, hefir það yfirleitt tekið henni með áhuga. Nýlega hefi eg fengið bréf frá ungum pilti í Reykjavík (á íslandi), þar sem hann segir mér, að hann og nokkrir aðrir piltar á aldrinum 16— 18 ára hafi gert með sér samtök um bréfaskifti og langar til að fá nöfn og heimilisfang 8-10 ungra manna og kvenna vestan hafs, en þeir vilja helzt, að þessir bréfvinir sínir eigi heima sem lengst hver frá öðrum, svo að þeir fái kynni af sem flest- um bygðum. Eg er ekki búinn að fá nógu marga til að svara þessum félögum, en nú langar mig til að ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meóal fyrlr sjúkt og lasburða fólk. Eftlr vikutlmB., eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð I sinni röð. Miljónir manna og kvenna haía íengið af því heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, þvi eftirliking- ar eru árangurslausar. Við hægðaleysi notlð UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. biðja pilta og stúlkur, sem lesa þess- ar línur eða heyra sagt frá þeim, að hjálpa mér til að fylla skarðið, helzt með því að hlaupa í það sjálfir. Verði þeir of margir, sem gefa sig fram, verða engin vandræði úr því að útvega þéim aðra kunningja. Að lokum vil eg beina þeirri ósk til manna ,sem kynnu að hafa á- stæður til að aðstoða mig við þetta, að þeir gefi sig fram við mig að fyrra bragði. Eins og gefur að skilja verður þessi starfsemi, sem getur bæði orðið til gagns og gam- ans, því aðeins framkvæmd svo að nokkurt lag sé á, að fleiri en einn taki að sér að annast hana. En eg tel engan vafa á þvi, að þó að“slík starfsemi sé ekki stórmál í venju- legum skilningi, þá er ekki fyrir það að synja, að með þessum fáu bréf- um streymi öldur samúðar og vin- áttu milli unglinganna, sem tilheyra sama þjóðstofni en hafa úthafið á milli sin. Og er þá ekki betur farið en heima setið ? Jakob Jónsson. GÓÐUR OG VELKOMINN GESTUR Kaþólski presturinn og rithöf- undurinn víðkunni, séra Jón Sveins- son (Nonni), kom til borgarinnar á miðvikudagsmorguninn, og hefir að- setur í St. Pauls College. Séra Jón er bróðir Friðriks Sveinssonar mál- ara hér í borginni. Awv)wwwwyyv>wy>yvyvvwyvw»vvv»vvvvvvvwywx Jólaöbemar Nú eru þeir, samkvæmt venju, komnir á sveim sem forboði jólahaldsins; þessir utverðir jólagleðinnar, sem halda vörð um Sánkti Kláus og gæta réttar hans.'— Þessi vísa er gamall kunningi, er samein- ar hinn nvja og gamla tíma: Jólasveinar einn og átta, ofan komn af fjöllunum. / fyrrakvöld þeir fóru að hátta, fundu hann Jón á völlunum. ísleif hittu þeir utan gátta; þeir œtluðu að færa hann tröllunum. Jafnvel þó heimili sé í hundraða mílna fjarska frá, þá er hið volduga Etitons félag ávalt vel undir það búið, að fullnægja jóla- kröfum yðar. f Eatons gerþekkir af yfir þrjátíu ára reynslu, hvernig fullnægja skal þörfum Is- lendinga, og jafnvel þó þeir vilji fá eitthvað öðruvísi, en því er lýst í Eatons verðski^, þá útvegum vér þeim það jafnframt. * 1 Með Eatons verðskrá fyrir framan yður þurfið þér ekki að óttast að lenda í “jóla- köttinn.” E ATO N ’S Business Cards Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að ílutningum lýtur, smáum eða stórum. Hvergi sanngjarnara verð. . Helmili; 591 SHERBURN ST. Sími 35 909 REDPATH BAKERY hefir nú á boðstólum hinar frægu Lincoln Doughnuts, búnar til I hinni nýju Lincoln Doughnut vél, þeirri einy I vesturboenum. Yður mun falla bragðið I geð. 555 SARGENT AVE. OLD COUNTRY WATCH maker 30 ára æfing I aðgerðum við úr og klukkur. Kjörkaup á endur- bættum úrum og klukkum. Llta út eins og nýjir hlutir. H. MacAULEY 730 PORTAGE AVE. For Free Estimates and Tuhe Testing Call DORFMANS Radio Service Weekdays Phone 23 151 Night and Holiday 55 194 Gramophones Repaired 614 WINNIPEG PIANO BLDG. Winnipeg, Man. Viðtökutœki sett upp Túbur prðfaðar ókeypis Öll vinna ábyrgst GENERAL RADIO SERVICE 625 SARGENT AVE. Winnipeg, Man. Slmi 80 661 DR. W| A. MILLER Dentist Office Phone 39 929 Res. Phone 39 752 22 CASA LOMA BLOCK Winnipeg, Man. 4 STAR MEAT MARKET 646 SARGENT AVE. Phone 72 300 Quality Meats Lowest Prices in City We Deliver We guarantee to teach you: Latest Fox Trot and Waltz Tap, Ballet of Acro ARTHUR E. SCOTT MISS M. MURRAY 514 WINNIPEG PIANO BLDG. (5th Floor) Phone 28 544 for appointments PERMANENT WAVES Croquignole Push-Up Heaterless Method $1.50 UP Includes Shampoo, Hair-Cut and Fingrer Wave Marcel, Finger Wave, Hair-Cut, Shampoo, etc., 25c each McSWEENEY’S BEAUTY PARLOR 609 SARGENT AVE. Phone 25 045 (Open Evenings) SENDIÐ t PÓSTI, HRAÐLEST eöa komiö meö beint til vor 0 ALFATNAÐI — YFIRHAFNIR BLÆJUR — PEYSUR KJÓLA — HATTA GLUGGATJÖLD Cellotone þvotta-aðferð P E R T H S 482-4 Portage Ave. i "Segiö oss aö þiö hafiö séð þessa auglýsingu í Lögbergi” Yður er vinsamlegast boðið að heimsækja THE GIFT SHOP JAS. B. McBRYDE & SON Jewellers 415% PORTAGE AVE. (Gegnt Power Bldg.) þar sem þér munuð finna viðeig- andi brúðkaupsgjafir, verðlauna- gjafir fyrir spilasamkepni, og gjafir, sem eiga við öll tækifæri I félagslífinu. Opið frá kl. 9 f. h. til 6 e. h. og 4 laugardagskvöldum Framleiðendur “KOBOTjD SPECIAL’, HAMS and BACON og “ REGAL” BRAND PURE LARD óska öllum sinum íslenzku vinum gleðilegra hátíða

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.