Lögberg - 07.01.1937, Side 1
50. ÁRGAWUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. JANÚAR, 1937
NÚMER1
Frá Islandi
Hennar hátign Elizabeth Bretadrotning
Kiljan sahaður um
undirróðutr í Þýzkalandi
Kaupmannahöfn:
Ekstrabladet birtir viðtal viÖ
Halldór Kiljan Laxness, >ar sem
skýrt er frá því, að hin nýja bók
hans eigi að heita “Ljós heimsins,’
og muni hún koma út á íslandi eftir
fáar vikur. Þau ummæli hefir blað-
ið eftir Laxness, að íslendingasög-
urnar séu svo vel ritaðar, að óþarft
sé að rita þær upp að nýju, og ætti
aðal-verkefni íslenzkra rithöfunda
að vera >að, að skrifa um Island
vorra tíma.
Þá skýrir Halldór frá því í við-
talinu, að á meðan hann dvaldist í
Strassbourg í Þýzkalandi, hafi hann
verið sakaður um að hafa koftiið af
stað kommúnistiskum upphlaupum.
—N. dagbl. 9. des.
# # #
Maður verður úti
Um kl. 12.30 í gær fann 13 ára
• drengur mann meðvitundarlausan í
túninu norðan við Bjarnastaði hér
við bæinn. Lá maðurinn undir
grjótgarði.
Þegar þetta vitnaðist, var strax
brugðið við til að bjarga manninum.
Var lögreglan látin vita og sá hún
um að maðurinn var fluttur á
Landsspítalann.
Þetta deyndist vera Elías Jóhann-
■esson, rakari. Átti hann heima i
Skerjafirði, en mun í stórhríðinni i
fyrrinótt hafa verið á heimleið, en
vilst af alfaraleið, legið úti og mist
alla meðvitund vegna vosbúðar.
Andaðist hann í gær á Landakots-
spítalanum.—N. dagbl. 8. des.
# # #
Drukknun
Tver menn á Hellissondi, Þor-
varður Þorvarðarson, Skuld, og
Gísli Þorsteinsson, Hlíð, druknuðu
>
s.l. miðvikudag. Ætluðu þeir að
fara ásmábát fram í vélbát, sem lá í
Krossavík og Þorvarður átti. Veður
var hvast og sjógangur. Þegar
skamt var komið frá landi tók
straumur bátinn, bar hann út úr
hafnarmynninu og fengu bátsverj-
ar ekki við neitt ráðið.
Nokkrir drengir voru þarna við-
staddir og gerðu þeir strax aðvart.
En það tók nokkurn tíma áður en
hægt var að fara út á björgunarbát-
um og var þá byrjað að skyggja.
Bar sú leit engan árengur.
Lík Gísla fanst rekið í fyrramorg-
un, en lík Þorvarðar mun ófundið
enn.
Gísli var kvæntur og átti 6 börn
í ómegð. Þorvarður var ókvæntur.
—N. dagbl. 12. des.
# # #
Nýr “Hólastóll”
í Skagafirði
Skagfirðingafundur var haldinn
að Hótel Borg í fyrradag kl. 5. Boð-
aði Árni Hafstað bóndi í Víkum til
fundarins, en hann sóttu 30—40
manns.
Á fundinum var stofnuð deild úr
Skagfirðingafélaginu, sem ætlar sér
að vinna að því að gera fjölbreytta
menningarstöð við hverina á Reykj-
arhóli í Skagafirði. Þar er ætlunin
að byggja barnaskóla, héraðsskóla,
sundlaug, almenna íþróttastöð fyrir
héraðið og gróðrarskála. Aðaldeild
félagsins var stofnuð í Skagafirði í
sumar, en gert er ráð fyrir, að deild-
ir úr félaginu verði síðar stofnaðar
á Akureyri, meðal landa í Vestur-
heimi og ef til vill víðar.
1 stjórn Reykjavíkurdeildarinnar
voru kosnir: Hermann Jónasson,
forsætisráðh., Steingrímur
þórsson, búnaðarmálastjóri; Magnús
Gu'Ömundsson, alþingismaður; Pét-
ur Jónsson, bókhaldari, frá Brúna-
stöðum; Pálmi Hannesson, rektor.
Mun stjórn þessa félags vafalaust
leita síðar eftir þátttöku fleiri
Skagfirðinga í Reykjavík og ná-
grenni, þótt þeir mættu ekki á stofn-
fundinum í fyrradag.—N. dagbl.
8. des.
FILi HELJARSLÓÐ
SPÆNSKU ÞJÓÐARINNAR
Fregnir frá hörmungumi borgara-
styrjaldarinnar á Spáni, verða því
ömurlegri sem lengra sækir fram í;
daglegar loftárásir byltingahersins á
Madrid, drepa saklausa borgarbúa í
hrönnuni og leggja í rústir fögur og
sögufræg hverfi borgarinnar. Nú
herma síðustu símfregnir, að stjórn-
in hafi ákveðið að reyna að flytja
á brott úr höfuðborginni konur,
börn og gamalmenni og leita þeim
öryggis anriarsstaðar.
Einn daginn er staðhæft, að sjálf-
boðaliðar svo þúsundum skifti frá
ítalíu og Þýzkalandi, séu komnir
til Spánar til stuðnings árásarher
Francos, en annan daginn er svo
þetta alt saman borið til baka. Svo
er að sjá sem hersveitum stjórnar-
innar hafi veitt vitund betur upp á
síðkastið.
IIVEITIRANNSÓKNIN
Konunglega hveitirannsóknar-
nefndin, undir forustu Turgeons
dómsforseta frá Saskatchewan, er
sest á rökstóla á ný hér í borginni.
Á mánudaginn mætti Mr. W. San-
ford Evans, fyrrum fylkisþingmað-
ur, fyrir nefndinni, og hafði þar
meðal annars þetta að segja: “Þegar
Canada hefir hveiti til framboðs á
þjóðin að selja það, í stað þess að
byggja vonir sínar á framleiðslu-
magni og verðlagi í framtíðinni.”
SAMBANDSÞINGIÐ
Eins og skýrt hefir verið frá áð-
ur, kemur sambandsþingið í Ottawa
saman þann 14. yfirstandandi mán-
aðar. Flutningsmaður þess að
stjórnarboðskapnum eða hásætis-
ráðherra, þess er lézt á öndverðu
tillögu á venjulegan hátt viðtaka
veitt, verður Norman McLarty,
þingmaður Essex West kjördæmis-
ins í Ontario, en stuðningsmaður
Dr. C. J. Veniot, sonur Hon. J. P.
Venjiots, uim dátt skeið póstmála-
ráðherra, þess er lqzt á öndverðu
fyrra ári. Dr. Veniot var- kosinn
gagnsóknarlaust eftirmaður föður
sins, sem þingmaður Gloucester
kjördæmis í New Brunswick.
VJÖRIR SKÓLADRENGIR
FRJÓSA 1 HEL
Símað er frá Vanderhoof í Brit-
ish Columbia fylki þann 5. þ. m.,
að fjórir Indíánadrengir hafi fund-
ist helfrosnir á Fraser-vatninu;
höfðu þeir verið á heimleið úr skóla.
Rannsókn stendur yfir til þess að
kveða á um það, hvort illum aðbún-
aði verði kent um þetta sorglega
tilfelli.
AFNAM A SKATTI
Blaðið Winnipeg Free Press flyt-
ur þær fregnir á miðvikudagsmorg-
uninn, að miklar líkur séu til þess
að Bracken-stjórnin hafi ákveðið að
afnema 2 per cent vinnulaunaskatt-
ÞJÓÐÞING BANDARÍKJ-
ANNA KEMUR SAMAN
Á síðastliðinn þriðjudag var þjóð-
þingi Bandaríkjanna stefnt til funda.
Eins og kunnugt er, ráða Demokrat-
ar lofum og lögum í báðum deildum
þings, og þarf því naumast að efa
að Roosevelt forseti fái í flestum
tilfellum vilja sínum framgengt, að
því er löggjafarnýmœli áhrærir.
Samkvæmt yfirlýsingu forseta í
kosningahríðinni, má víst telja, að
hann feli þinginu til meðferðar
frumvörp til laga um tryggingar
gegn atvinnuleysi og um samfélags-
legt öryggi þjóðarinnar — Social
Security.
RAÐGJAFI SEGIR AF SÉR
Símað er frá Edmonton þann 6.
þ. m., að Hon. C. C. Ross, náttúru-
fríðindaráðgj afi Aberhart-stj órnar-
innar í Alberta, hafi látið af em-
bætti. Við hefir tekið Nathan E.
Tanner, skólakennari. og mormóna-
prestur frá Cardston. Aðspurður
um tildrög til þessarar breytingar á
samsetning ráðuneytisins, varðist
Mr. Aberhart allra frétta. Mr. Ross
kvaðst heldur ekki við þvi búinn að
gefa út yfirlýsingu sem stæði.
STÓRTIÐINDI í AÐSIGJ
Tíðindum miklum þótti það sæta,
er Gregory S. Zinovieff og fimtán
félagar hans, er sakaðir höfðu verið
um landráð gegn rússneska ríkja-
sambandinu, voru teknir af lífi,
þann 25. ágúst í fyrra eftir afar
stutta málsrannsókn; voru þeir allir
sakaoir um að liafa staðið í s»m-
bandi við Leon Trotsky með það
fyrir augum að kollvarpa Stalin og
öðrum máttarstólpum hinnar rúss-
nesku þjóðar. Nú hefir imegin mál-
gagn kommúnistaflokksins, dag-
blaðið Pravda, hafið bitra árás á
þrjá afar áhrifamikla stjórnmála-
menn, rússneska, að því er símað
er frá Moskva þann 5. þ. m., og ber
þeim á brýn samskonar sakir og þær,
er leiddu þá Zinovieff og félaga
hans til dauða.
Þessir þrír menn eru þeir Karl
Radqc, nafnfrægur blaðamaður,
Sokolnicof f, fyrrum sendiherra í
London og Gregory Pyatakofí,
fyrrum aðstoðar verzlunarráðherra.
Búist er við að mál þessara manna
komi til rannsóknar í herrétti á næst-
unni, hver svo sem úrslit þess kunna
að verða.
EITT BARNSRANIÐ ENN
Fyrir rúmri viku gerðist sá at-
burður í borginni Tacoma í Wash-
ingtonríkinu, að ungum syni þeirra
Dr. W. W. Mattson og frú Mattson
var rænt, og $28,000 lausnargjalds
krafist. Þrátt fyrir allar hugsan-
legar tilraunir af hálfu foreldra og
lögreglu, hefir enn eigi lánast að
greiða fram úr vandanum, þrátt
fyrir marghljóða blaðafrásagnir urn
það, að foreldrarnir hefðu hvað
ofan í annað náð sambandi við ræn-
ingjann eða ræningjana.
VITUR SAUÐUR OG
VASKUR HUNDUR
(Saga sú, sem birtist hér á eftir,
er tekin úr Afisögu Sigurðar Ingj-
aldssonar frá Balaskarði, ritaðri af
honum sjálfum að Gimli í Nýja Is-
landi 1911, en gefin út í Reykjavík
1913. — Sigurður fæddist á Ríp í
Hegranesi 10. apríl 1845, en þar bjó
faðir hans, Ingjaldur Þarsteinsson,
um þriggja ára skeið. Sigurður hef-
ir sögu þessa eftir frænda sínum,
Gísla bónda á Neðri-Mýrum í Lax-
árdal, en hann var sjónarvottur að
því helzta, sem sagan hermir. Fylgt
er að mestu frásögn Æfiögunnar, en
þó er lítilsháttar hnikað til orðum,
þar sem þurfa þótti og betur mátti
fara.).
Það var haust eitt í Skrapatungu-
rétt i Laxárdal, þegar byrjað var að
rétta safnið, að utan til í því var
mókollóttur eða hnýflóttur sauður
og annar hvítur, og sáu allir að þetta
voru forustusauðir, þvi að þeir báru
sig þannig til. En er farið var að
reka inn, hefir sauðunum víst þótt
þrengja að sér, og sendi sá mórauði
sig þá út úr hópnum og hinn á eft-
ir og tóku báðir á rás upp í Tungu-
hnjúk.
Kallar þá maður upp, Helgi að
nafni Árnason norðan úr Skaga-
f irði, orðlagður glöggleikamaður:
“Eg þekki vel þessa forustusauði;
er sá mórauði orðlagður fyrir gæði
og á Ingjaldur Þorsteinsson á Ríp
hann; en hann er ákaflega styggur.
Eg skal láta hundinn minn sækja
sauðina en gætið þess að gripa þá
þegar þeir koma í réttina, því að
þangað mun seppi minn reka þá.”
Engir lögðu trúnað á, að hund-
urinn gæti sótt sauðina; þeir voru
komnir svo >hátt upp i hnjúkinn, að
það var álitið ómögulegt. Var því
skorað á Helga að standa við orð
sín, en hann skoraði aftur á hina
að handsama sauðina.
Segir Helgi svo seppa, að sækja
þá, og sýnir honum hvar þeir eru;
fór rakkinn samstundis, náði sauð-
unum upp undir brún, og kom með
þá á svo mikilli ferð, að þeir stukku
á réttarvegginn og inn í réttina. En
það er af Móra að segja, að hann
stökk yfir réttina fulla af fénu og
út úr henni, setti sig í Laxá og
strokaði upp á Mýrafjall, en allir
stóðu undrandi og féllust hendur á
meðan á þessu stóð.
Þá segir Helgi: “Þetta grunaði
mig, að þið munduð ekki taka hann,
en nú eru ekki nokkur ráð að hafa
hann, hvað sem um hann verður.”
Allir dáðust að þessu, bæði að
Móra og hundinum.
Þarna var staddur séra Björn
Þorláksson, sem var nýkominn að
Höskuldsstöðum (prestur þar 1844
—1862) ; hann sá þetta eins og aðr-
ir, og segir hátt og snjalt svo allir
heyrðu:
“Ef sauður þessi kemur nokkurn
tíma fyrir aftur og kemst til eig-
andans, þá strengi eg þess heit, að
hann skal verða mín eign, hvað sem
hann kostar, ef hann aðeins er fal-
ur.” Séra Birni þótti ætíð mikið
varið í það, sem eitthvert framtak
var i.
En það er af Móra að segja, að
til hans spurðist ekki fyr en um
veturnætur; þá var það dag einn, að
hann kom með allra mestu hægð
heim að Neðri-Mýrum, og fór inn í
hús á túninu, sem stóð opið. Alla
furðaði á þessu, því að þá var bezta
veður, og skifti enginn sér af því;
en daginn eftir var komin stórhríð
og fenti fé víða.
Nokkuru seinna kom Helgi, sem
fyr getur, að norðan, að tína saman
kindur, sem komu fyrir að norðan.
Tók hann Móra og þótti vænt um að
fá hann; sagðist ekki mundu eiga
bágt- með að koma kindunum áf ram,
því að Móri mundi fara vel á undan.
Vorið eftir var Móri orðinn eign
séra Björns, og átti hann Móra þar
til hann varð 15 vetra. Hann bjarg-
aði oft bæði mönnum og fé á Hös-
kuldsstöðum. Það mátti taka hann
út einan þótt stróhríð væri og reka
hvert sem maður vildi. Hann kom
vanalega heim sjálfur af fjallinu
fyrir göngur, nema haustið, sem átti
að lóga honum; þá fór hann að
Sölvabakka og var þar þangð til
hann var sóttur.
Ekki veit eg hvað faðir minn hef-
ir selt Móra, eg spurði hann aldrei
að því; hann átti marga forustu-
sauði eftir þetta, en engan jafn-
snjallan.—Dýraverndarinn.
ATLANTSHAFSFLUG MEÐ
VIÐKOMUM A IRLANDI
Kaupmannahöfn 4. des.
Samkvæmt grein, sem birst hefir í
Tidens Tegn, hefir Lindbergh fyrir
hönd Pan American Airways og
fulltrúar fyrir Imperial Airways
komið sér saman um Kilconnry í
írlandi sem lendingarstað í Evrópu
á flugleiðinni milli Evrópu og Ame-
ríku. Verður útbúinn þar flugvöllur
og reist gistihús.
Tilraunaflug með stórumi amerísk-
um flugvélum byrjar innan skamms
á báðum leiðum yfir Atlantshafið.
Það er búist við að flugið muni taka
14—19 klukkustundir.
SIGLINGAR EIMSKIPA-
FÉLAGSINS
Áætlun Eimskipafélags íslands
fyrir næsta ár er komin út. Verður
siglingum skipanna hagað á svipað-
an hátt og undanfarið.
Þrjú skipanna hafa Kaupmanna-
höfn að erlendri endastöð, tvö Ham-
borg og eitt Antwerpen. Þrjú skip-
in koma að jafnaði við í Leith og
tvö í Hull.
Ferðir frá útlöndum verða 64 á
árinu, en ferðir til útlanda 62.
Innanlands verður siglingum í
aðalatriðum hagað eins og þetta ár.
—Nýja dagbl. 9. des.
Stein- inn í náinni framtíð.
LANIIotiC KASfl rr1
v-. -I h I r: K sl
iA J X ‘i .1 C> * •