Lögberg - 07.01.1937, Side 6

Lögberg - 07.01.1937, Side 6
LÖGBEBG, FIMTUDAGINM 7. JANCAE, 1937 (j Þræll Arabahöfðingjans ISkáldsaga eftir Albert M. Treynur. 1 Það var farið að verða all-hávaðasamt og taisveröur gauragangur, er varðmaður kom hlupandi utan að inn á völlinn. Enginn áttaði sig á, hvað hann var að kalla, en allir hæuu áti og drykkju og lögðu hlustirnar við sem snöggvast. “Hvað er um að vera!” öskraði Tagar. “Skilaboð, herra! Skilaboð til höfðingj- ans!” ‘ ‘ Hvaða skilaboð ? Hvað vill hann ? ’ ’ “Það er Loig, herra!” Varðmaðurinn færði sig til, og þá sást einkennileg mannvera koma haltrandi inn á völlinn. Það var ræfilslega klæddur maður, ryk- ugur og skitinn frá hvirfli til ilja. Hann slagaði áfram, hrasaði og hélt báðum höndum um bringspalirnar, eins og hann ætlaði að springa. “Vatn!” stundi hanu upp. “Lorg!” Tagar þeytti vínkönnu sinni frá sér, og hnefar hans kreptust og opnuðust á víxl. “Hvar er þrællinn minn?. Komdu með hann, strokufantinn! A þessari hátíð 1 kvöld skal hann deyja hundraðfalt! ” Einn hermannanna rétfi vínbrúsa að stynjandi íæflinum, sem stóð með lafandi tungu eins og hundur, en hann þorði ekki að bragða á því, fyr en hann hefði svarað Tagar. Hann skjögraði í áttina til hans og seig sam- an eins og blaut dula fyrir framan hann. “Miskunn, herra. Miskunn! Eg hefi hann ekki! ’ ’ “Hefirðu liann ekki!” Tagar öskraði eins og gammur, sem missir af bráð sinni. “Og þú kemur hingað aftur til mín einsam- all! Þú dirfist . . . .!” “Miskunn!” Lorg engdist sundur og saman á rauða teppinu. “Zaad ibn Dheila hetir þræl þinn!” ‘ ‘ Zaad! ’ ’ Tagar stökk á fætur. Af öllum þeim vínföngum, sem hann hafði helt í sig voru ekki önnur merki sýnileg en á augum hans, sem loguðu af liatri og bræði. Hann var alveg stöðugur á fótunum, og rödd hans var ískyggilega róleg og köld. “Þú segir að Zaad hafi tekið þræl minn!” “Ekki tekið, heldur bjargað, herra!— Bjargað!” stundi Lorg upp. “Hvað ertu að segja?” spurði Tagar. Og röddin var djúp og æðisþrungin. “Zaad ibn Dheila og menn lians komu rétt í því, að við Hassan og Nurda vorum að ná tökum á þrælnum þínum. Þeir skutu Hassan og Nurda og létu þá liggja eftir í eyðimörkinni. Eg fiýði eins og af tók, með fimtíu á hæiunum á mér.” Hver einasti þeirra, sem í samsætinu voru, hafði nú stokkið á fætur. Allir gláptu á Lorg. Það var svo hljótt, að maður gat greinilega heyrt sogið í honum, þegar hann dró andann. Tagar benti honum að standa upp. “Heimtaðirðu ekki þræl minn af Zaad?” spurði hann. “Nurda kallaði upp, rétt áður en hann var drepinn, að það væri þinn — Tagars — þræll! ’ ’ “Þetta verður stríð,” tautaði Alí Móhab og glotti harðneskjulega. “Segðu mér alla söguna,” mælti Tagar. “Það er lítið að segja, herra,” mælti Lorg. “Zaad kom með fimtíu hermenn. Við vorum rétt á hælunum á þrælnum, þegar Khadrim-mennirnir réðust á okkur. Þeir liöfðu legið í leyni undir sandöldu einni. Þeg- ar Hassan og Nurda féllu, sneri eg við úlf- alda mínum tii að færa þér íréttirnar. Þeir eltu mig. Eg leit aftur og sá að þrællinn var í fylgd með þeim. Þeir höfðu látið hann fá byssu, og liann skaut líka á eftir mér.” Tagar hvæsti eins og liami væri að kafna. “Eg reið úlfaldahryssunni minni, henni Faia, og þið vitið allir, að hún var frá á fæti. —Þeir hittu hana þrisvar sinnum, en eg var góðan spöl á undan. Og þegar tunglið kom upp hættu menn Zaads eftirreiðinni. Fala steyptist dauð niður skömmu seinna, og eg varð að halda áfram gangandi alla leið hing- að.” Tagar benti með þumalfingrinum á mat- arleifarnar. “Ettu og drektu!” sagði hann í skipunarróm. Síðan gekk hann fram og sópaði burt með fætinum bæði diskum og skálum. “Nú er þessari löngu bið lokið,” sagði hann. “Eg hefi verið alt of þolinmóður. Nú er það búið! Nú heimta eg bæði Zaad og Khadrim!” Allur hópurinn rak upp tryllingslegt heróp /íouaianna. Það bergmálaði kuldalega milli hinna háu múrveggja. “Stríð!” tautaði Ali Móhab harðánægð- ur, og glitti í gular tennur hans í tunglsljós- inu. Rödd Tagars skar eins og hnífur gegn- um allan hávaðann og hrópin. “En hinn hvíta hund, hinn kristna þræl, sem strauk frá mér, honum skal eg ná fyrst af öllum.” .Æðarnar á enni hans og gagnaugum þrútnuðu og urðu svartbláar á lit, eins og bræði hans og heift hefði gengið honum í blóð- ið og litað það. Zaad ibn Dheila hafði gert blóðugl á hluta hans, en hatrið þeirra milli var gamalt, og Zaad var Bedííni og rétt- trúaður. En það var ósvífni hins hvíta þræls,' sem æsti hann upp. Það var óþolandi að hugsa til hans. Þessi hvíti þræll, þessi er- lendi huydur, gat nú hælst um. Blóðið sauð alveg í Tagar við að hugsa til þess, að þessi maður væri enn fleygur og frjáls og hefði fengið góðar viðtökur hjá erfðafjanda hans. “Hver vill kubba hausinn af þræli þess- um íyrir mig?” hrópaði hann tryllingslega. Svo áttaði hann sig og leit á Caverly. Hann rétti út handlegginn og hjó stál- harðri klónni í öxlina á Caverly. “Hér er maður, sem enn hefir ekki feng- ið að reyna sig, ’ ’ hrópaði hann. ‘ ‘ Hann hef- ir aðeins sýnt okkur nokkrar listir, en hefir ekkert afrekað enn. Sassí, vilt þú færa mér höfuð strokuþrælsins?” Ait kvöldið hafði höfðinginn haft Cav- erly við hliðina á sér og neytt hann til að verða sér samferða um neyzlu vínfanganna, hvern l)ikarinn á fætur öðrum. En þessir steiku drykkir hÖfðu alveg þveröfug áhrif á þá. Fram eftir kvöldinu hafði Tagar stöðugt orðið heiftúðugri og hefnigjarnari við hvern bikar, en Caverly hafði orðið djarfur og kát- ur og gamansamur. Hann skelti nú upp úr. Skyldi það ekki vera alveg einsdæmi í mann- kynssögunni, að maður væri sendur á stað til að höggva höfuðið af sjálfum sér og færa það heiftúðugum húsbónda sínum? Tagar hleypti brúnum og augu hans blik- uðu ískyggilega. “Hverju svararðu til þess?” spurði hann. “E|g þekki ekki þenna þræl!” “Hann er hvítur maður, kristinn!” Það lá við, að Tagar hrækti út úr sér orðinu. “Hann er álíka hár og þú, og hann er alveg eins styrkur og þú. Eg spyr þig nú, viltu færa mér höfuð hans ? ’ ’ “Já, faðir minn!” “Þú verður að sverja þetta!” Hinn blóðrauði rúbínsteinn, hringur Kreddachanna, blikaði í blysbjarmanum, er Caverly lyfti hægri hendi. “Eg set höfuð mitt að veði fyrir því, að eg skal hlýðnast skipan þinni. Það sver eg við nafn Allah!” Hann leit kaldhæðnislega á Tagar. ‘ ‘ Þú skalt fá að sjá þenna þræl aftur og gera við hann það, sem þér þóknast, og þú getur. Eg skal færa þér hann inn í þitt eigið herbergi, svo að þá getir dæmt hann.” IX. Drotning kvennabúrsins. Hið mikla samsæti, sem stofnað var til í heiðursskyni við heimkomna soninn, hafði í einu vetfangi breyzt í æðistrylt vígbúnaðar- gildi. Skjótráður hershöfðingi myndi tafar- laust haía kallað saman hundrað hennenn á lljótustu últoldunum og leitast við að ná aft- ur Z&‘d& og hermönnum hans, áður en þeir kæmist aftur til Kliadrim. En Zouaiunum var nú öðruvísi háttað. Áður en þeir legðu á stað í herferð, urðu þeir fyrst að hella í sig öllu því áfengi, er þeir höfðu við 'hendina og gorta og glamra hástöfum og hafa í hótunum við hinn “lítilfjörlega og einskisnýta” óvin sinn. Þannig fóru eyðimerkurbúarnir ætíð að ráði sínu, og var það ein af ástæðunum til þess, að þessar ættarerjur gátu oft haldið á- fram í fleiri ættliðu. Caverly fór að dæmi höfðingjans. Ilann tók þátt í öllum hávaðanum og gauragangin- um, eins lengi og hann gat, og gortaði og skrumaði engu síður en þeir, sem lengst náðu í þeirri list. En er hann að lokum varð þess var, að Tagar tók að verða út úr ölvaður og sljóskvgn, sagði hann við sjálfan sig, að nú væri nóg komið. Hann smá þokaði sér út úr þessum ölvaða og lirópandi hóp, og er hann sá sér færi til þess, gaf hann Bú merki og læddist svo á brott á milli sandhæðanna. “Það gerir ekkert til, þó að þeir'sakni mín héðan af,” mælti hann á ensku og gerði sér far um að tala sem skýrast og skilmerki- legast. ‘ ‘ Þeir halda þá bara, að eg hafi lagst út af undir einhverjum runnanum til þess að sofa úr mér vímuna.” Unga stúlkan horfði á hann og brá fyrir virðingarsvip á andliti hennar. “Eg hefi aldrei séð annað eins. Eg er búin að ausa svo miklu áfengi handa yður í kvöld, að það væri nóg til að fylla heila sundlaug. ” Hann studdi fingrunum létt á öxlina á henni. “Styðjið mig ofurlítið, þræll!” Svo deplaði hann augunum og brosti ástúðlega framan í tunglið. “Elg stend mig ágætlega, meðan eg get haldið augunum opnum!” “Hvaða uppþot var þetta áðan?” spurði hún. “Eg skildi ekki neitt í neinu. ” “Það skal eg segja yður . . . það skal eg segja yóur, það verður ófriður. Nú hefir þeim loksins dottið í hug að gera út af við höfðingjann í Khadrim, Zaad ibn Dheila — undir eins og þeir komaslt til þess. Og svo get eg líka sagt yður, áð vini yðar er borgið í svipinn. ” “Vini m . . . .? Þér eigið við Lontzen?” “Já, einmitt, Lontzen. Zaad bjargaði honum undan þeim, sem eltu hann, og hefir af einhverjum ástæðum tekið hann undir vernd sína. — Og nú heldur Tagar, að það sé eg, strokuþrællinn hans, sem er nú hjá Zaad.” Hún greip andann á lofti. “Hann er þá í engri hættu. Zaad hefir þá ekki gert honum neitt?” Caverly hristi höfuðið. “Er það annars ekki furðulegt? Eg skil ekkert í, hvernig Lontzen hefir farið að því að snúa á Zaad. En Lontzen hefir alt af verið liðugt um mál- beinið. Eg hugsa, að hann hafi snúið karl- inum um fingur sér” — Caverly gaf Bó horn- auga. — “En á því sviði þekkið þér hann sjálfsagt sæmilega vel. ” Hún svaraði þessu engu. “En ef Zaad er okkur vinveittur, hversvegna getum við þá ekki, þér og eg, flúið héðan og reynt að komast til Khadrim?” Hún skalf af ákafa og eftirvæntingu. “Nú undir eins! 1 kvöld!” ‘ ‘ Það kemur ekki til mála! ’ ’ “Hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki ?” “Það er ekki á hverju kvöldi, að manni er fagnað eins og heimkomnum höfðingja- syni,” mælti hann. ‘ ‘ Eigið þér við að þér séuð ánægður með —að þér séuð hreykinn af þessum hræðilega félagsskap? A þér viljið heldur vera hér kyr?” Hún leit reiðilega á hann. “Og þér viljið halda mér hér í þrælkun af þeirri á- stæðu ? ’ ’ Bros hans bliknaði. “Eg myndi glaður drepa bæði einn og tvo menn til þess að geta losnað héðan, ef um það væri að ræða.” Hún leit á hann snöggt og rannsakandi. “Hvers vegna getum við þá ekki flúið héð- an. Á meðan Zaad er okkur vinveittur ...” “Já, en hve lengi stendur það? Eg skil ekkert í, hvað Lontzen getur hafa sagt hon- um og ef til vill talið honum trú um. Eg er alveg viss um, að það hefir verið eitthvað í þá átt, að Zaad gæti haft heilmikið gagn af Jjontzen. Jín um Jeið og því gagni er lokið, þá er líka úti um Lontzen. Og ef við færum til Khadrim, væri einnig úti um okkur. Og gæt- ið þér að einu, kæri vinur.” Hann þreif í herðarnar á henni og hristi hana ofurlátið, eins og hann væri að vinsa upp í henni heii- brigða skynsemi. En svo slepti hann takinu og kipti snöggt að sér hendinni. “Zaad Iiat- ar alla útlendinga, engu síður en Tagar. Yið værum því talsvert ver sett í Khadrim, heJd- ur en við erum hér. Því megið þér ekki gleyma.” Hún varð hljóð við, og það var auðséð, að orð hans vöktu athygli hennar. “Etn hvað eigum við þá að gera?” spurði hún þreytu- lega, er hún loksins tók til máls aftur. ‘ ‘ Verið hyggin, þolinmóð og varkár. Eg varð að bíða í tvö ár eftir fyrsta tækifærinu til að flýja. Fyr eða seinna verð eg ef til vill svo heppinn að verða sendur með ridd- arasveit svo langt út í eyðimörkina, að til mála geti komið að stelast frá þeim og bjarga okkur. Bn þangað til verðum við að láta sem ekkert sé, og halda áfram í sömu átt, og nú stefnir, hve erfitt sem það kann að verða. ” “En þegar við flýjum —ef það þá verð- ur nokkurn tíma,” mælti Bó, “þá verðum við að taka Carl með okkur.” “Það var ekkert smáræði! Eruð þér þá fús til að leggja lífið í sölurnar fyrir hann?” ‘ ‘ Get eg í rauninni verið þekt fyrir ann- að ?” svaraði hún rólega. “Ekki var nú Lontzen svo nærgætinn, þegar hann lileypti á brott og skildi yður eftir. ” “Eg held nú hreint ekki, að hann hafi gert það,” sagði hún ákveðið og kerkti hnakk- ann. “Úlfaldinn hlýtur að hafa fælst með hann. Eg get alls ekki trúað því, að hann hafi farið svo ódrengilega að ráði sínu að forða sjálfum sér, en skilja mig eftir.” Caverly virti hana fyrir sér stundarkorn og lét brýraar s^ga. Svo brosti hann góðlát- lega og hristi höfuðið. “Það hlýtur að vera dásamlegt að njóta takmarkalauss trausts | annars, að það standist allar raunir, — jafn- . vel þó maður fari að ráði sínu eins og fuyard.” “Hvað þýðir fuyard?” “Það er ljótt orð, sem hermenn nota sín á milli. Það er notað um mann, sem bregst félögum sínum, þegar á reynir, og yfirgefur þá.” ‘ ‘ Eg get ímyndað mér að Rainy Caverly sé vel kunnugt um þess háttar.” “Já, það getið þér verið viss um,” svar- aði hann stutt og laggott. Þau gengu fram hjá litlum gosbrunni, sem niðaði og suðaði úti við dökkan múrvegg- inn. Vatnið treymdi upp um njóa járnpípu og var tært og kalt. Oaverly laut niður til að drekka og svala heitu andliti sínu. “Vill Sídíinn ljá mér eyra allra snöggv- ast,” var sagt lágt og dularfult fyrir aftan hann. Caverly hrökk við, en hann áttaði sig þegar og rétti sig rólega upp. Hann sá ó- greinilega, að einhver vera stóð í myrkrinu inni við múrinn og var nærri því falin í vín- viðnum. “Hvað á þetta að þýða?” spurði hann. “Eg kem með skilaboð til Sídíans.” Þessi skuggavera var vafin í hvítan og síðan burnus og gætti þess vandlega, að láta ekki sjá framan í sig. Það var líkara til að sjá sællegu líki í líkhjúp, heldur en lifandi mann- eskju. “Hver ert þú?” spurði Caverly. “Eg kem frá innri vistarverum, ” sagði ókunna veran, og heyrðist hljóðið draugalegt geg-num fellingar höfuðdúksins. “Skilaboð þau, er eg færi yður, herra, eru frá------” veran hikaði augnablik og hvíslaði svo nafn- ið: “Nökhlu.” Sem allra snöggvast brá fyrir leiftri í augum Caverly, en það var líka hið eina, sem benti í þá áttina, að hann kannaðist við nafn þetta. En blóðið ólgaði í æðum ihans, og hjarta hans varð þungt af tilfinningu, er boð- aði óvænta atburði og hættur, sem hann myndi ekki komast hjá, en vissi þó eigi í hverju væru fólgnar. Hann var því á verði með hverja taug stríð-spanaða. Nafnið Nakhla var betra að fara gætilega með í nær- veru Tagars, ef maður ætlaði sér að halda lífi og limum nokkrum dögum lengur. Samt sem áður tefla menn ekki upp á tvær hættur, aðeins til þess að geta blaðrað og þvaðrað um aðra og borið slúðursögur manna milli. Caverly hafði heyrt óttaslegn- ar, hvíslandi raddir hjala um þessa Nökhlu, meðan hann var í þrælastíunni. Þar heyrði hann sagt að Nakhla væri sú einasta kona, som nokkurn tíma hefði þorað að bjóða Tagaí byrginn. Höfðinginn hafði komið með hana fyrir framan sig í hnaltknum fyrir fáeinum árum síðan, er hann hafði verið í ræningja- leiðangri nálægt Khadrim. Það var sagt, að hann væri alveg bálskotinn í henni. Aðeins tvær-þrjár manneskjur innan Gazim-múra höfðu séð andlit hennar. Hún gekk alt af með þykkar blæjur og bjó afskekt og út af fyrir sig í höllinni. Samt sem áður var það almanna- rómur, að hún væri einhver fegursta konan á jarðríki. “Hvað vill Nakhla mér?” spurði Cav- erly. Dulklædda veran gerði óttaslegin bend- ingar um að vera varkár. “Hún vill fá að tala við Sídíann,” hvíslaði mannveran. “Hvar er hún?” “Þarna fyrir handan, þar sem gamla Tebú-gröfin er, efst á bakkarisinu. Maður- inn, sveiflaði snögt handleggnum og benti á hæð langt hinum megin við tjörnina. “Þarna bíður hún eftir Sídíanum.” Caverly leit út yfir landslagið og sá langt í burtu hæð, sem honum virtist funglið skína bjartara á en annarsstaðar; það var eins og ]>aþ félli á bjartan hlut og endurkastaðist þaðan. “Það er of langt,” sagði hann kæruleys- islega. “Sídí!” Maðurinn var ekki aðeins hræddur, en einnig sýnilega kvíðandi því, að skilaboðum hans myndi verða vísað á bug. “Það er ekki svo laugt, ef maður ríður góð- um hesti. Það stendur góður hestur albú- inn og bíður hinum megin við tjörnina.” Caverly hvesti augun á þenna dulklædda simdiboða fyrir framan sig. Þetta tók að líkjast of mikið laumuspili, og þess háttar var bezt að forðast í Gazim eins og heitan eldinn. “Ef Sídíinn hikaði við að koma,” hvísl- aði maðurinn, “átti eg að seg.ja, að hann ætti að koma, ef liann væri ekki bleyða. ” Caverly lyfti ofurlítið annari augabrún- inni og reyndi að sjá framan í manninn. “Þetta gæti svo sem verið skilaboð frá Nökhlu,” madti hann góðlátlega. “En þér getið farið aftur og sagt henni, að Sídíinn sé voða bleyða.” ‘ ‘ Huss, Sídí! 1 hamingju bænum, nefnið ekki nafn hennar svona hátt!” “Farðu og segðu henni svar mitt, að eg ætli alls ekki að koma,” mælti Caverly með myndugleika. “Segðu henni frá mér, að eng- inn manna Tagars Kreddache eigi neitt ótal- að við Nökhlu.” Hann sneri sér á hæl og ætlaði að ganga burt. En á svipstundu var maðurinn kominn á hæla honum og greip í annan handlegg hans. “Sídíinn verður að heyra!” hvíslaði röddin ógnandi í eyra huns. “Ef Sídíinn neitaði að koma, átti eg að segja: “Nakhla vill fá að tala við Sídíann undir eins, viðvíkj- andi hörundsflúrs-merki Sídí Sassí.” Sendimaðurinn þaut burt eins og örskot og hvarf í vafningsviðinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.