Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 2
2 LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 4. MAKZ, 1937 Kommúnisminn í Kína Sú var I. tíðin að Evrópumenn gerðu sér háar hugmyndir um Kína, keptust um að leita siglingaleiða þangað og háðu blóðug stríð sin á milli um viðskiftaréttindi þar eystra. En það eru nú löngu liðnir tímar. Verzlunarsamband við Kína þykir flest'um þjóðum ennþá eftirsóknar- vert, en áliti Kinverja hefir farið mjög hnignandi. í hugum manna hefir Kína urm langt skeið verið imynd kyrstöðu og andhælisskapar, og nú síðasta mannsaldur vanstjórn- ar og vesalmensku. Það hefir ekki verið gert meira úr vanstjórn og óeirðum í Kina en ástæða var til. En þó hefir þjóð- stjórnin orðið fyrir rnjög óréttlát- um dómum. Þess er ekki gætt, og á ókunnug- ieiki nokkra sök á þvi, að í hálfa öld að minsta kosti áður en þjóðstjórn komst á, fnöfðu áhrif keisarastjórn- arinnar farið síþverrandi, en héraðs- stjórnir og einstakir höfðingjar auk- ið völd sin á hennar kostnað. Orsök sífeldra borgarastyrjalda og innanlands óeirða er því að leita langt aftnr í tímann. Þær stafa alls ekki af því að þjóðstjórn komst á i landinu, en eru miklu fremiur eðii- leg afieiðing óstjórnar Mansjúa kei saraættari n nar. II. Því verður þó ekki neitað að i kjölfar þjóðræðisstefnunnar sigldi vágestur einn, öllum að óvörum, nefnilega kommúnisminn. Hann stingur upp höfðinu í Kína árið 1919 fyrsta sinni, að heims- striðinu loknu. Kínverjum hafði hálfvegis verið þröngvað til þátttöku i stríðinu Bandamanna megin, og þeiin var launað það á friðarþinginu i Ver- Eftir Islcnding, sem búsettur hcfir verið í Kina í mörg ár. sailles, eða hitt þó heldur. Friðar- samningarnir gengu Japönum mjög í vil, en voru að þvi skapi óhagstæð- ir fyrir Kína. Olli það afskapleg- umi vonbrigðum einkanlega meðal mentamanna þjóðarinnar. Þetta leiddi beinlínis til þess að prófessorar og stúdentar við háskól- ana í Peking, fóru að nema fræði Marx og temja sér vinnubrögð Lenins. Þeir mynduðu félög, gáfu út blöð og flugrit, héldu æsinga- fundi og boðuðu þjóðinni komu þúsundáraríkis kommúnismans. Þeir boðuðu nýja menningu og nýja siði, og voru iharðorðari i garð Konfúsi- ; usar og hinna fornu trúarbragða landsins en nokkur trúboði. Út á við beittu þeir áhrifum sinum gegn ! Japan og Englandi einkanlega, með því m. a. að koma á vðiskiftabanni I í stærstu borgunum. Hreyfingunni unnust brátt áhang- ! endur hvarvetna, og þótti það góð tíðindi í Moskva. 25. júlí 1919 sendir sovjet-stjórnin í Moskva þjóð og lands’stjórn Kína- veldis sína kveðju, og lýsir þvi yfir að hún geri ekki tilkall til neinna þeirra forréttinda eða sérleyfa, sem þeirra gamla keisarastjórn hafi með óréttu sölsað undir sig í Kina. Segja bolsjevikar sig vera ‘‘einu bræður og bandamenn Kínverja í þeirra frelsisbaráttu.” stofnunarinnar í Moskva, eða látnir fara í “trúboðserindum” út um land. Með því að skjóta máli sínu til lægstu hvata mannlegs eðlis tókst formælendum korúimiúnismarts að koma á miklu róti á tiltölulega skömmum tíma. Með vakningu rán- hneigðar, efasemda, haturs og stétta- rígs. Stéttahatur var áður lítt þekt í Kina. En útlendingahatur hefir legið þar í landi, og var nú óspart gpilað á þann strenginn. Þúsundir útlendinga urðu að flýja land, en þeir, sem eftir voru í landinu of sóttir og niargir drepnir. Auðvitað töpuðu þeir eignum sínum eða fengu þær eyðilagðar. Verzlun við útlönd (önnur en Rússland), hætti að mestu leyti, og við sjálft lá að mörg jtórveldi í einu segðu Kína strið á hendur. Og þá hefði liklega tilgangi þeirra manna verið náð, sem vilja menn- inguna feiga, og sem réru að því öll- um árum að egna og eggja til nýrr- i ar heimsstyrjaldar. | eiga nokkura sök á þessu stærsta 1921 héldu kommúnistar fyrsta glapræði í sögu landsins síðan þjóð- þjóðþing sitt i Kína. Voru þá sam- ræöi komst á. þykt flokkslög og kosin stjórn. | Sun Yat-sun gerði nú Borodin að (Síðar voru forráðamenn flokksins aðalráðunaut sínum, en hann hafði útnefndir í Moskva). Þingið sendi heitið að vinna í fullu samræmi við fulltrúa til öreiga þings Austurlanda ' |5g Qg stefnu þjóðernissinna; þó fór V*f®Kelb ^GOOD HEALTH“ FOR OflLY A< fl DflY Hundruð Winnipegbúa efla heilsu sína með þvf uð éta VITA-KKLP töflur, hina nýju málmefna fæðu. VITA-KELP ber mikinn árangur til lækningar taugabilun, gigt, bakverk, meltingarleysi, ónógri líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn- leysi og mörgum fleiri kvillum, sem stafa frá skorti málmefna i líkamanum. Fáið flösku í dag! Tryggið heilsu yðar fyrir 2 til 4e á dag. Fæst í öllum lyfjabúðum eða pðstfrítt hjá Runion’s Drug Store 541V6 ELLICE AVE. Winnipeg SlMI 31355 Verð: 200 töflur ..........$1.50 350 töflur ..$2.25 1000 töflur ..$5.40 Litlu síðar sendu Rússar mann að nafni Virtinsky til Peking. Hann var hjálplegur með að skipuleggja starfið í Kína, auðvitað alveg i anda og formi rússneskra kommúnismans. Tveimur blóðrauðum æsingablöðunn var hleypt af stokkunum í Shanghai. Og þar var stofnaður svonefndur tungumálaskóli, en aðal markmið þess skóla var að undirbúa menn, er síðar voru sendir til Austurlanda INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man. .. B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota... B. S. Thorvardson Árborg, Man Arnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota . Bellingham, Wash. Blaine, Wash. Bredenbury, Sask. . Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.. Cypress River, Man. Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.... Garðar, N. Dakota.. Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man. ... .Magnús Jóhannesson Hecla, Man Hensel, N. Dakota .. Husavick, Man. . .. Ilnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta. .. Minneota, Minn. . .. Mountain, N. Dak. . S. J. Hallgrímson Mozart, Sask. Oak Point, Man. ... < Oakview, Man •Otto, Man. Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash. J. J. Middal Selkirk, Man Siglunes P.O., Man. Silver Bay, Man. ... Svold, N. Dak. B. S. Thorvardson Tantallon, Sask Upham, N. Dakota . Víðir, Man Vogar, Man . .. Magnús Jóhannesson Westbourne, Man. .. Winnipegosis, Man... . .Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beaoh F. O. Lyngdal Wynyard, Sask búa, sem þá var háð í Moskva. Og þar var kínverskum kommúnistum blásið því í brjóst, að leita samvinnu við Kuo Ming Dang, flokk Sun Yat-sun, — þjóðernissinna. Kommúnistar hafa ekki orð fyrir að vera samvinnuþýðir. Þeir þykja stælnir og heittrúaðir flokksmenn, og venjulegast er að þeir eigi í bar áttu upp á líf og dauða við alla aðra flokka. En þau undur skeðu á öðru flokksþingf* kommúnista í Kína að fulltrúinn frá Moskva.(E. N. F.) gerði það að tillögu sinni að leita skyldi bandalags við þjóðernisflokk ^ inn. Það gat ekki verið nema ein ástæða fyrir því að leyft skyldi i j Kina að brjóta í bága við þá megin reglu kommúnista, aldrei að eiga i samstarf við aðra flokka. Tilætl- J unin var að gleypa Sun Yat-sun og alla hans áhangendur með húð og hári. Ekki löngu síðaf lá nærri að það tækist, var þó tillagan aldrei formlega samþykt. Aðrar ástæður voru fyrir því að nærri lá að þjóð ernisflokkurínn yrði kommúnisman- um að bráð og skal nú vikið að því. j III. hann ekki dult með það, að stefnu- skrá flokksins þyrfti að breyta í mörgu. Kommúnistum skyldi leyft að ganga í þjóðernisflokkinn, af því hann ætti samleið við þá í meg- inatriðunum: Koma þjóðstjórn á í landinu, sporna á móti ágengni stór- veldanna og tryggja Kína alþjóðlegt jafnræði. Það kom brátt í ljós að rússnesku ráðunautunum var alt annað í hug en að styrkja þjóðernisflokkinn til valda. Enda komst það upp, þó síð- ar væri, að þótt þeir í orði kveðnu væru í þjónustu flokksins, þá voru þeir þó jafnframt fulltrúar sovjet- stjórnarinnar í Moskva, og urðu að svara þar fyrir verk sín. Hvað þjóðernisflokkinn snerti skyldi verkefni þeirra vera það fyrst og fremst, (a) að vekja sundr- ung og veikja trúna á stefnuskrá flokksins; (b) að ávinna sem allra flesta mieðlimi hans fyrir komroún- ismann; (c) að tryggja sér fylgi al- þýðumanna innan flokksins í von um að ná meirihluta í stjórninni. Á tímabilinu 1924 til 1927 gafst kommúnistum nálega ótakmarkað Sun Yat-sun var auðvitað sjálf- tækifæri til að skara eld að kjörinn forseti þegar að því kom að þjóðernisflokkurinn myndaði stjórn (1912), en hann vék úr sæti fyrir yfirhershöfðingjanum, Yuan Shi- kai. Þjóðin hafði ekki betra manni á að skipa. Hann var hennar Ljós-! vetningagoði: keisarasinni í hjarta sínu en nógu vitur til að láta sér skiljast að þjóðstjórn var kjörorð framtíðarinnar. Sun Yat sun var, eins og títt er um mikla hugsjónatnenn, maður ó- j hagsýnn. En honuro varð hált á því að treysta ihervaldi fram yfir upp- ! lýsingar og útbreiðslustarfsemi. j Yuan Shi-kai brást trausti þjóðern-; Ssflokksins og var í þann veginn að láta krýna sig til keisara þegar dauð- ann bar að. En þó kom það los á yfirstjórn hersins að þjóðin hefir! ekki beðið þess bætur. Stjórn lands- ins kom í hendur áhrifalausra íhaldsmanna. Valdasjúkir hershöfð- j ingjar og fjárplógsmenn skiftu landinu á milli sín og háðu blóðug ! ar styrjaldir innbyrðis það eina sem ; þeim kom saman um var að eyða á- rauð yfirstjórn. — Þjóðernissinnar sinni köku. Og þeir vanræktu það ekki heldur. Skráðum flokksmönnum fjölgaði úr tveimur þúsundum up]i í 90 þúsundir; æskulýðshreyfingin taldi 30 þús. áhangenda, rauða bændasambandið io miljónir, og samband rauðra verzlunarstéttar- manna 3 miljónir. Þessar tölur úr skýrslum kommúnista sjálfra eru líklega ýkjaháar, en þær sanna a. m. k., að takmarkið var hátt. IV. Óskammfeilni kommúnista vakti snemma óhug hjá miklum meiri- hluta manna innan þjóðernisflokks- ins. Kommúnistar fóru svo sem, ekki leynt með það, að þeir settu hag hreyfingarinnar ofar hag 'þjóðfé- lagsins, og að þeir ætluðu sér að neyta aðstöðu sinrlar i Kína til þess að hraða komu hinnar rauðu heiins- byltingar. Kína skyldi fórnað á altari komm- únismans. í stað hvítrar alríkis- stefnu, sem þjóðin hafði orðið að lúta um langt skeið, skyldi koma hrifum Sun Yat-sun og einangra hann, og kúga alþýðuna miskunnar- laust, Suður í Kanton hafði Sun Yat- sun allmikið fylgi. Hann myndaði þar nýja landsstjórn, sem skyldi beita sér fyrir því, fyrst og fremst, að þjóðin fengi hrundið af sér hern- aðarokinu annarsvegar, en hinsveg- ar varist ágengni stórveldanna. Hann leitaði fyrir sér um stuðning hjá fulltrúum erlendra rikja, en stjórnin í Peking naut meira trausts hjá þeim. Rússar einir sögðu sig aufúsa til að styðja þjóðernisflokkinn til valda. Sun Yat-sun þáði hjá þeim margs- konar hjálp, svo imiklar fjárupp- hæðir, hergögn allskonar, ráðunauta, liðsforingja og jafnvel menn til að skipuleggja útbreiðslustarf. Það er grátbroslegt að Sun Yat- sun, frelsishetja þjóðarinnar, skyldi vildu af hvorutveggja vita; þeir börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og efnalegri velmegun. Kommúnist- ar neyttu allra meðala til þess að stofna til vandræða í alþjóðlegum viðskiftum. — Þjóðernissinnar ósk uðu sátta og samvinnu við aðrar þjóðir þar sem því varð við komið á jafnræðislegum grundvelli. Flestúm öðrum fremur átti þó gerræðisstefna kommúnista í land- búnaðarmájum sök á því að þjóð- ernissinnar snerust gegn þeim. 80—90% kínversku þjóðarinnar Iifa af jarðrækt. Landeigendur í Kína eru flestir mii'ðstéttarmenn, en ekki stórauðugir höfðingjar og harð- stjórar eins og áður fyr í Rússlandi og Frakklandi. Nú var stefna kommúnista i land- liúnaðarmálum i stóruin dráttum sú, að jarðeigendur skildi myrða en bændur skifta landeignum bróður- lega á milli sín. Það eru til skýrslur um það úr tveimur héruðum, frá 1931, til hvers stefna þessi leiddi eftir að kommúnistar höfðu farið þar mieð völd skamman tíma: / Kiangsi:—180 þús. manna voru myrtir; 2 miljónir og 100 þús. manna flúðu héraðið; 100 þús. húsa voru brend. Teknar eða eyði- lagðar einka eignir metnar á 700 milj. króna. / Hunan:—72 þús. manna voru myrtir; 120 þús. húsa voru brend; Eignanám metið á nálega 350 miljónir króna. Hver mundi svo útkoman hafa orðið hefðu kommúnistar náð yfir- ráðum í landinu öllu? Stefna þjóðernissinna í landbún aðarmálum hefir þótt allróttæk, vilja þeir þó vernda eignarréttinn, en stuðla að eignajöfnuði með skyn- samlegu móti. Takmarkið er að gefa ölluui sem að jarðrækt vinna kost á að geta eignast ábúðarlönd sin. Jarðeignum einstaklinga skal takmörk sett með sérstakri skatta- álagningu. Fé sem þarinig næst inn skal varið m. a. til eflingar sami- vinnubúskapar í landinu. Eftir nokkurra ára samstarf fékk engum dulist lengur, að stjórnmála skoðanir þjóðernissinna og komm- únista voru í flestum atriðum and- stæðar. Báðum aðilum varð flest að ágreiningsefni og hófst nú. óskemti leg togstreita. Þegar stjórnin i Kanton gerði út herleiðangur til Mið-Kína 1926, undir forystu Kiang Kai-shik, beittu kommúnistar sér á móti því, töfðu eftir getu allar framkvæmdir og reyndu að eyðileggja bæði aga og orðstýr hersins. Eftir Sigurvinning- arnar i Mið-Kina gerðu kommúnist- ar sig bliðmála, tókst þeim þá um hríð að ná meirihluta i stjórninni, sem þá flutti til Hankow (Wuhan). Ráðstafanir þessarar nýju stjórn- ar mæltust svo illa fyrir að til upp- reistar leiddi, og streymdu nú úr öll- um áttum áskoranir til þjóðernis- sinna um að gera kommúnista flokksræka, en senda rússneskti ráðunautana heim aftur til húsbænda sinna í Moskva. 15. júlí, 1927, tók svo flokkástjórnin endanlega á- kvörðun um það. Þjóðernissinnar mynduðu nýja stjórn í Nanking. Þeir hafa nú farið með völdin í 10 ár og tekist að sameina þjóðina alla undir sinn fána. V. Á alþjóða samkundu kommúnista í Moskva, 17. ágúst til 1. sept. 1928, var samþykt þakkarávarp til komm únista í Kína, og þeir hvattir til á- framhaldandi baráttu “þrátt fyrir æðisgengnar ofsóknir kínversku stjórnarinnar.” Þeim var bent á það að þeirra stærsta nauðsyn væri að keppa að skjótri byltingu í landbún- aðarmálum og skipulagning rauðra herdeilda. — Þó varar þingið við því að hafin sé uppreist gegn þjóð- stjórninni. En það var uro seinan. Uppreist- in var þegar byrjuð og henni ’ekki lokið enn. Þrír herleiðangrar voru sendir gegn kommúnistum á árur.tim 1927—31, en mishepnuðust hrapar- lega og urðu þjóðstjórninni til lítils heiðurs. Kiangsi hérað var um langt skeið sterkasta vígi kommúnista, og þar var aðseturstaður sovjetsstjórnar- innar kínversku. Kiang Kai-s,hik fór þangað með 300 þús. hermanna og yfir iqo þús. burðarmanna, er honum loks var falin yfirstjórn fjórða leiðangursins gegn kommún- istum. En hann varð að hætta í miðjum leik er Japanir tóku Man- sjúríu. Liðu svo enn nálega tvö ár að kommúnistar gátu farið sinu fram. Það var búist við því að er Kiang Kai-shik færi næsta skifti til Kiangsi yrði leikslokanna ekki langt að biða. Fult ár leið þó áður en honum tókst að stökkva kommúnistum á burt þaðan. Þeir eru sakaðir um að hafa valdið fjörtjóni 6 miljóna manna alls í þessu eina héraði. Alls hafa kommúnistaherir farið yfir 5 héruð. Ennþá eru leifar þessara hera á tveimitr stöðum t landinu. Þeim hefir farið sihrakandi síðustu árin og verður liklega algerlega útrýmt fyrir árslok 1937. Kommúnisminn í Kína er því ekki, eins og í flestum öðrum lönd- um, neinn venjulegur stjórnmála- flokkur, heldur blóðug uppreist gegn landsstjórn og landslögum. Minningar um Islandsferð Eftir ungfrú Margaret A. Björnson (Flutt á Þjóðr.móti 22. íebr., 1937) T,he difficulty, I suspect, in pre- paring a lecturé of this sort, is to discriminate between purely jiersonal experiences — which are the most dear to me — and more objective and impersonal observations. There are always quick changes of mood to be taken into account -— the amusing life on board ship, the somewhat lofty reactions to the land of my forefathers, the sensing of political unrest in tlhe capital, the grandeur of the elements and the somewhat prosaic inconveniences that are the result of them. Four days on the “Goðafoss” are a curious compound of a kind of continental formality, and some of our national customs. Of these last. one especially bears comment — the enormous meals. An ordinary luncheon on an Eimskip consists of soup, ham, cold tongue, prawns, shrimp, four or five salads, bread and crackers, hard fish, svið, kæfa, hard-boiled eggs, fruit, pastry and coffee. Any conversation is essenti- ally limited by one of the bells that forebode another session in the dining room. It was in one of these brief inter- vals between meals that we docked in the Westman Islands. Gjerset tells graphically the story of how these grim rocks jutting out of the sea came by their name. Two foster brothers, Ingolf Arnarson and Leif Hróðmarsson, later called Hjörleif, made a viking expedition from Nor- way about 870, and were probably the first settlers in lceland. Fijör- leif had with him a number of Irish slaves, and he aroused their resent- ment by forcing them to draw the plough, as he ’had only one ox. The Celts set upon him in the woods, killed him, and fled to these islands, with Ingolf and his men in hot pur- suit. The Irish, or Vestmen, were liunted down and the islands have since been called Vestmannaeyjar. This is only one of the many legends surrounding them. And in spite of the incredible grimness, the fishermen eke a precariotls existence out of the rocks, and out of the sea. A few sheep graze placidly far up, where, strangely enough the grass is green all the year around. It is fascinating (0 speculate that once these islands were part of Iceland, and Iceland a part of a huge con- tinent now submerged — the fabled Atlantis. It is another twelve hours sail to Reykjavik, and we approached the harbor long after midnight. It is almost impossible to clarify the emotions that were stimulated by the rising of this dim mass out of the sea into the darkness and the mist. Einar Jónsson epitomizes it in his bronze plaque “Einbúinn i Atlants- hafi,” where Iceland stands like the s'hrouded form of a woman between two continents. Hans Christian Andersen expresses it another way: “As an eternal monument to the saga, stands Iceland, the bleak rock island, in the turbulent sea.” This sort of rqmaoticism is im- plicit in the country itselt, and 110 amount of extravagance or lavish- ness can adequately describe it. The appellation “land of the sagas” is hackneyed and platitudinous, but e than justified, because our early history and literature are con- ditioned by the natural phenmonena. And here again are the changes of mood — the bleakness of the rocks and the wind and the rain ; the time- lessness of the sea; the magnificent heights of the mountains ; the riotous colors when the sun comes out; the eerie brilliance of the monnlight on the water. And the northern lights —on one of the most beautiful 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.