Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 7
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1937 7 i-----—--------------------------- Erindi Framh. frá bls. 3 nýjum hugsjónum—vakti úr dróma hálfsofandi hermikrákur á sviöi amerískra bókmenta á fyrri hluta nítjándu aldarinnar. Ritihöfundar Ameríku, upp aö þeim tíma, höfðu bara elt og apað alt evrópiskt. Það var lítið fram- leitt, sem kallast gæti í eðli sinu inn- fætt, amerískt. LeiÖtogar í andlegum efnum sátu við fætur Evrópu, og sniðu alt sem þeir bjuggu til eftir útlendri fyrir- mynd. Þa$ var þessi “afturganga” sem Emerson lagði fram alla lífs og sálar krafta til að kveða niður. Dómar hans voru oft ómildir og ó- mjúkum höndum fór hann um það sem honum fanst miður sæma, eða vera þjóð sinni til vansa. Hann var prestlærður og prestvigður en eng- inn snoppungaði sumar erfikenning- ar kirkju og klerka meira en hann. Það var ekki af þvi að hann skorti lotningu fyrir því sem var háleitt og heilagt. Hugur hans stefndi ætíð áfram, og sál hans leitaði jafnan upp á við. En það sem varðaði mestu var að frelsa mannsandann frá hégiljum, ihjátrú, hræsni, kredd- uirt og kveifarskap. Að ná sál mannsins undan fargi vanans var fyrir hugskotssjónum hans eitt af því allra nauðsynlega, ef ekki það eina nauðsynlega. "Vertu það sem þú ert" var texti lífs hans, orð sem mætti setja sem einkunnarorð yfir alt hans starf. Burt mieð hræsni, burt með tál, burt með alt sem þvingar, lamar, þrælkar sál. Vertu ekki hræddur við að verða sjálfum þér eða játn- ingarkerfi þess flokks, sem þú til- heyrir ósamkvæmur — heimskuleg samkvæmni er bara grýla smásálna, smárra stjórnmálamanna, smárra heimspekinga, og smárra klerka! Svo sagði vor góði, fróði, gagnorði Emerson. Eg held að það sé einkenni, þó ekki sérkenni, Islendinga, að vilja vera frjálsir i hugsun, vilja reyna, prófa, rannsaka mál og staðhæfing- ar, og ekki bara taka í trú og blindni við því sem að þeirn er rétt. Ef við rennum huganum yfir sögu Islands frá landnámstíð til þessa dags, þá verðum við að kannast við það, að sent rauðan þráð miá rekja frelsisþrá og sjálfstæðis-viðleitni þjóðarinnar. Það hefir margt drif- ið á daginn fyrir litlu þjóðinni okk- ár. Hvar i heimi mundum við finna þjóð, eða kannske réttara sagt, þjóðarbrot, sem betur hefir ávaxtað sitt pund enn einmitt þjóðin okkar? Að tölu hafa íslendingar æfinlega verið fáir. Aldrei hafa verið í land- inu í einu fleiri ibúar én sem svarar þeim mannfjölda, sem byggir eina smáborg í Ameríku. 1 Borgin ykkar, Wlinnipeg, hýsir helmingi fleiri innbyggjendur en alt Island. Tvíbura borga-umhverfið í Minnesota, þar sem*eg á heima, geymir alt að tíu sinnum fleiri íbúa en alt ÍSland. Já, sannarlega er þjóðin fámenn þjóð; en það er ekki æfinlega alt komið undir f jöldanum. Margur er knár, þótt hann sé smár, hermir gamall, jslenzkur málsháttur, og - sannast það á þjóðinni sjálfri. Eg spyr: Hvar í heirni er þjóð sem þolað hefir eldraun örðugleik- anna í þúsund ár að jöfnu við ís- land? Hefir ekki íslenzka þjóðin þurft að þola drepsóttir, eldgos, hallæri, is og ánauð að meira og minna leyti kynslóð af kynslóð? Hafa ekki öfl eyðileggingarinnar tekið höndum saman til að reisa rönd við allri framsókn, bæði and- legri og líkamlegfi? Stormurinn hefir lamað, snjorinn hefir kvalið, sjórinn hefir gleypt og eldfjöllin hafa spúð eitri og dauða. Samt hefir Island lifað, samt hef- ir þjóðin þroskast, samt ber Fjall- konan ægishjálm í augum. Þegar tillit er tekið til örðugleika, tálmana, fátæktar og fámennis, þá spyr eg — hvar á bygðu bóli hafa framkvæmdir verið meiri en einmitt á Islandi? Þegar við tökum til íhugunar á- standið heima við byrjun þessarar aldar sem við nú lifum á, og berum það saman við ástandið í öðrum Jöndunt á sömu tíð, og berurn svo saman hina andlegu og verklegu framför sem hefir átt sér stað á þessum fáu árum heima og annars- staðar, þá finst mér að hver sann- gjarn maður verði að kannast við að framsókrt, framleiðsla, framför, verkleg afköst yfirleitt, hafi heldur verið imeiri á íslandi en annarsstað- ar. í byrjun aldarinnar var ísland ekki tengt sæsíma við önnur lönd, átti engin skip, sem til útlanda sigldu, engir akvegir, engir vagnar, að heita mátti, flest þægindi stór- þjóðanna óþekt. Nú á þessum fáu árum, aðeins þriðjung aldar, er þetta alt gjörbreytt. Landið er nú tengt útlöndum með síma og út- varpi, bifreiðár þjóta, að segja má, um land alt á þolanlegum akbraut- um, landið á skipastól ágætan; heim- ili, húsakynni, hafa tekið svo mikl- um framförumi að varla er saman berandi við það sem var fyrir hálf- um öðrum mannsaldri; ágætt lýð- skóla fyrirkomulag, fallegar skóla- -byggingar á mörgum stöðum á land- inu, háskóli (university) í höfuð- staðnum ; Reykjavik orðin svipmikil smáborg með tízkusniði útlendra stórborga. Þetta alt, og svo margt og margt annað fleira, sem telja mætti ef tíminn leyfði og þörf væri á. En því er eg að segja þetta, því er eg að túlka þetta mál fyrir fólki, sem veit miklu meira um alt þessu við- víkjandi en eg? Jú, víst er eg að bera í bakkafullann lækinn — það bæði skil eg og veit. En eg hefi ástæðu, sem eg ætla að leyfa mér að koma með. Hún er sú, að draga athygli að fram- kvæmdarsemi, hugsjónum og yfir- burða hæfileikum þeirra manna, sem hafa leyst landið úr dróma og leitt þjóðina inn á nýja stigu, þeirra manna, sem hafa endurreist hina fornu frægð, þeirra manna, sem á tuttugustu öldinni hafa sýnt að þeir eru ekki eftirbátar hetja tíundu ald- arinnar. Hið unga ísland, sem nú er risið úr ösku aldanna á skilið að sitja í öndvegi andspænis landi Gunnars, Héðins og Njáls. Eg kannast við það, að eg er stolt- ur af hinni fornu frægð íslands. Mér finst mikið um stórmenni þau, sem öld af öld hafa skapað hina æfintýrariku sögu þessa fræga sögu- lands. í gegnum heitt og kalt, sætt og súrt, hefir hver öldin semi liðið hefir yfir ísland fært í skauti sinu andans stórmenni meir en hlutfalls- lega við önnur lönd. Og nú á þess- um “síðustu timum” byggir landið þjóð, sem sannarlega þarf ekki að standa með kinnroða frammi fyrir nokkrum samtíðarlýð. Það er bæði gagn og gaman að vita að maður þurfi ekki að sækja aftur í löngu liðnar aldir þjóðarein- kenni, frægð og frama sem maður getur notið yndis og ánægju af. Það er æfinlega varhugavert að nafngreina lifandi menn, og eg ætla ekki að stranda á því skeri. En eg vil minna á það að við Vestur-ís- lendingar höfum haft þá ánægju á undanförnum síðustu árum að njóta heimsóknar ýmsra leiðandi manna að heiman. Við Ihöfum séð þá um- gangast hérlenda menn, tala máli þessa lands, flytja efindi semi veitt hafa eftirtekt bæði á þeim sjálfum og því málefni, sem þeir hafa túlk- að, og þá að sjálfsögðu á eyjunni litlu í úthafinu kalda. Við Vestur-íslendingar erum dreifðir um hálfa heimsálfu og get- um þvi ekki haft heildar áhrif nema innan vissra takmarkaðra vébanda. Við erurh sameinaðir hérlendu fé- lagslífi, tengdir hérlendum starfs- rekstri — þegnar, borgarar, þessa lands. Við * eigurn víða í þessum feikna geim Vesturheims dugandi menn og konur af íslenzku bergi brotin sem hafa með ötulleik, vits- munum og kappsemi rutt sér til rúms á ýmsum sviðum bæði í því andlega og verklega. Hvarvétna standa landar okkar innlendum sanv tímismönnum sínum á sporði. Eins og áður var sagt dugir ekki að nafrt- greina einstaklinga i þessu sam- bandi. En benda má á að eðlið ís- lenzka haslar sér hér völl og ræður oft úrslitum. Það eru til þeir landar, sem henda gaman að frelsis-hjali Islendinga, og sannarlega er hægt að fara i öfgar með það eins og annað. En hvað hefir betur skapað og mótað eðli Islendinga, en einmitt frelsis- þráin, frelsis-baráttan, frelsis-stríð- ið? Þjóðin, á undanförnum öldum, hefir lifað við ánauð og böl, stjórn- arfarslega, verzlunarlega, andlega. ‘Stjórn, viðskiftalífi, trúarbrögðum — þessu öllu hefir verið í einn tíma og annan þröngvað á þjóðina af út- lendum drottnurum. Alt hefir verið gert til að móta hugsun og lífsháttu fólksins að geðþótta útlendra yfir- va.lda, bæði í veraldlegum og andleg- um efnum. Baráttan á móti þessu hefir beðið ósigur bæði oft og átakanlega, en stríðið hefir stælt kraftana, aukið þrána, skapað eðlisfar, ef svo má að orði komast, beint hugsun og hugar- fari í sjálfstæðisáttina. Að brjótast fram á móti stonnnin- um er íslendingum ekkert nýnæmi; frá blautu barnsbeini þjóðar og ein- staklings hefir það verið afskapað hlutverk. Það er engin furða þó að Hannes Hafstein, hetja liins unga, endurrisna Islands, setti fremst í kvæðabókina sína ljóð til stormsins: “Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer, og loptilla, dáðlausa lognmollu hrek- ur og lífsanda starfandi hvervetna vek- ur. Og þegar þú sigrandi’ um foldina fer, þá finn eg að lífsþróttur ef list i mér; eg elska þig kraftur, sem öldurnar reisir, eg elska þig kraftur, sem þokuna leysir.” Eitt það fyrsta sem eg man eftir frá samtali og umræðum íslendinga, sem eg hlustaði á sem unglingur i nýlendunni í Minnesota, var hve oft það kvað við — að “hugsa fyrir sig sjálfan.” Þeim var illa við það frumbyggjunum þar að láta tyggja upp í sig. Þeir vildu hugsa sínar eigin hugsanir, trúa því sem þeim þótti trúanlegt, hafna því, sem þeim hreys hugur við. Sjálfstæði í hugsunum, orðum og verkum — það var aðal þungamiðja alls hjá þeim. Þetta er islenzkt. Þetta er ein- kenni þjóðarinnar. Svona erum við íslendingar. Okkur er sagt að í fornöld hafi feður vorir trúað á mátt sinn og megin. Sú trú var að nokkru leyti gjörð landræk þegar kristni var lög- leidd. En það er eitt að gera einn eða eitthvað landrækt og annað að koma honum eða þvi úr landi. Það er hægt að búa til bannlög, en þau ná aldrei yfir huga og sál mannsins. “Og samt snýst hún” sagði Galileo rétt eftir að búið var að þröngva honum til að afneita kenningu sinni viðvíkjandi snúningi og hringferð hnattarins. Trúa á mátt sinn og megin hefir í einhverju horfi loðað við landann í gegnum alt og alt. Hann vill koma til dyranna eins og hann er klæddur, vill hugsa sinar eigin hugsanir, róa sínum eigin bát, og ráða sinni eigin landtöku. Það er eitthvað svo forn-íslenzkt við þetta alt saman, að það er ó- mögulegt annað að segja, en að okk- ur kippi í kynið. Við tölum um að varðveita vorn bókmentalega arf, að viðhalda voru fagra máli, að gróðursetja í Vestur- heimi íslenzka menningu. Alt er þetta gott og gagnlegt. En hvað sem öllu þessu líður þá er þó kann- ske sjálfstæðis-andinn, sannleiks- ástin, vor dýrmætasti arfur, það sem mest ætti að hirða um og hlúa að. Það er gjaldgeng vara á torgi menta og menningar um heim allan. Sá arfur þarf engan túlk ; hann skamm- ast sín ekki í koti karls og krýpur ekki að fótskör konunganna. “Ver trúr þér sjálfum,” sagði enska skáldið mikla, “því af þvi leið- ir, eins og dagur kemur á eftir nótt, að þú munt engan svíkja.” Við erum öll að skrifa bók — bók lífsins — vor eigin lífs. Okkur langar öll til að blekslettArnar verði sem fæstar, krassið sem minst. Eg leyfi rnér að enda þetta erindi með broti úr kvæði eftir íslenzka stórskáldið, Þorstein Erlingsson; hann er að tala um “bókina sína”: "Eg fékk þig svo ungur á fjarlægri strönd og fyr en eg kynni að lifa; og á þér var hvarvetna annara hönd-- því óvitar kunna ekki að skrifa. En oft hef eg hugsað um ógæfu þína og alla, sem skrifuðu í bókina rnína. Eg veit þó sitt bezta hver vinur mér gaf og viljandi blekti mig enginn; en til þess að skafa það alt saman af er æfin að helmingi gengin. Það verður á bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skamt á að lifa. Og æskunnar menjar það meinlega ber, sem nuitt var hið dýrasta og eina— um siðuna þá, sem þar óskrifuð er, eg ætla ekki að metast við neina: mig langar sá enga lýgi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni.” Eg veit að allir sannir íslending- ar taka undir með Þorsteini og vilja gjarnan velja sem einkunnarorð á titilblað sinnar eigin bókar: “Mig langar að sá enga lýgi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni.” Úr bréíi til Lögbergs Þegar eg siðast sendi fyrirfram borgun fvrir blaðið, eins og eg er vanur, og allir ættu að gera, gleymdi eg að senda lista yfir þa.ð fræ, sem j okkur vantar, en eg sendi hann nú hér með, því kvenfólkið vill fara að sá smádóti. Það var annars fyrirtaks hug- mynd að gefa góðum skiftavinum ; þetta útsæði í kaupbætir, og eg þyk-1 ist fullviss um að fjöldinn geri sitt 1 ítrasta og bezta til þess að fara ekki á mis við þau miklu hlunnindi, því það hefir bæði hjá okkur og öðrum sem eg til veit, reynst vel, og er því stórtnikils virði fyrir alt fólk, sem hefir brúk fyrir þess háttar, og það munu að líkindum allir lesendur Lögbergs hafa. Með bezfu óskumi um langa og góða h'fdaga. J. K. Jónasson. Hnútukast séra Melans 1 Kæri ritstjóri Lögbergs :— Enda þótt eg álíti að bæði íslenzku i blöðin, nfl. Lögberg og Heims- j kringla séu talsvert frjálslynd í flest- um málefnum, þá ræð eg það af að senda Lögbergi þessar línum, í þeirri von að það ljái þeimi rúm í blaðinu. Eg ætla að taka það fram að eg er enginn rithöfundur að upplagi, og svo er eg rétt nýkominn úr langri og vondri ferð i gegnum skóga og slæma vegi fótgangandi, er félagi minn og eg fórum, er við ásettum okkur að hvað sem það kostaði, þá yrðum við að kornast meir en f jöru- tíu og fimm mílur, að hlusta á ræðu prestsins, séra Eyjólfs J. Melan, yfir CKY stöðina þann 14. þ. mi. Tak- markinu var að því leyti náð, að við komumst alla leiðina. Eg ætla ennfremur að láta það hreinsklnislega i ljós að eg er ekki neinn kirkjumaður; eg tilheyri ekki neinni sérstakri kirkjudeild; hlusta þó á hvaða prest eða kennimann, sem frá niínu sjónarmiði reynir að kenna heilbrigt líferni—"breyttu við náunga þinn eins og þú vilt að hann breyti við þig.” Eg ihafði þvi búist við góðu og uppbyggilegu af munni prestsins, en satt að segja varð eg fyrir miklum vonbrigðum; ræðan, eiginlega öll, var aðallega árás á lúterska kirkju og það fólk, sem henni tilheyrir, sem frjálslyndum kennimanni var sízt að fetla; samt í enda ræðunnar mintist prestur þess að fólk hefði rétt til að trúa því sem því bezt líkaði. Því þá ekki að lofa því að vera án for- dæmingar ? Um uppruna mannlegs lífs hér á jörðu er enginn enn kominn til þess að útskýra með nokkrum sannind- um, hvorki Sambandsmenn né aðrir. Prestinum þykir víst lítið koma til sunnudagaskóla lúterskra kirkna. Má vera að það sé að vísu ekki eins fullkomið og æskilegt væri. En heyrðu mig prestur góður, er sunnu- dagsskóla kensla i ykkar kirkjum (Sambandssafnaðar) nokkuð upp- byggilegri eða fullkomnari; eða lifið þið nokkuð heilbrigðara lífi en jafn- vel þeir, sem halda við þá trú, sem feður og mæður kendu börnum sín- um á uppvaxtarárunumi — meining- in Lúterskuna? Spyr sá, sem ekki veit. Eg bjóst við uppbyggilegri ræðu, en ekki árás úlfúðar og hnútukasti. /. R. B. GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ. INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rannsakað og abyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver pamall kaupandi, sem borgar blatSitS fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1938, fær aS velja 2 söfnin aí þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sðr). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BKICTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CAKKOTS, Half Bong Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CTJCUMBER, Early Fortune. 'Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. ' BETTUCE, Grand Rapids. Loose Lfeaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE. Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Vellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, MTiite portugal. A popular white onion for cooking or pickies. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drili. TOMATO. Earliana. The standard early variety. This packet will produce 7 5 to 100 plants. TURNIP, White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 2 5 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boii and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No, 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color claes. A worth-while saving buying two. See reguiar Sweet Pea List also. GEO. SHAWYER. Orange Pink. SEXTI7T OUEEN. Pure White. Five and six blooms on a stem. WHAT ,TOY. A Delightful Cream. BEAUTY. Blush Pink. SMILES. Saimon Shrimp Pink. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets MATHIOLA. Evenlng stocks. EDGING BORDER MIXTUKE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CALIFORNIA POPl*V. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CIjIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERT/ASTINGS. Newest shades mixed. No. ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (L«.rge Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT, Chantenay Half Long (Large Packet) ONION. Yellow Globe Danvers, (Large Packet) LETTUCE. Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn .................................................. Heimilisfang .......................................... Fylki ................................................. WELCOME. DazDzling Scarlet. MRS. A. SEARLES. Rich Pink shading Orient Red. RED BOY. Rich Crimson. scented stocks. MIGNONETTE. Well balanced mixtured of the old favorite. N ASTURTIUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shlrley. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. PARSNIPS. Early Short Round (Large Packet) RADISH.....French .. .Breakfast (Large Packet) TURNIP, Purple Top Strap T/eaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TITRNIP. Swede Canadian Gem (Large Packet) ONTON, WIÉite Pickling (Large Packet)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.