Lögberg - 04.03.1937, Side 6

Lögberg - 04.03.1937, Side 6
LÖGBKRQ, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1937 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. , En þótt Khadrimbúar legðu þegar af stað, myndu þeir samt ekki koma á vettvang fyr en farið væri að dimma. Það var það, sem Caverly hafði áætlað, og honum var einskon- ar ánægja að' því, að alt gekk svo nákvæmlega eftir áætlun. Þetta var sigur f}rrir her- kænsku hans og kunnáttu, en hann gat einnig þakkað Ali Móiiab, að svona vel hafði tekist. Hinn gamli eyðimerkur-gammur hafði áætlað tímann með undraverðri nákvæmni. Alt hafði gengið eins og eftir klukku. Móhab var af- burða snillingur. Hann mundi hafa vakið á sér eftirtekt, hvar sem væri. Þrátt fyrir grimd hans og blóðugan vígahug var þó eitt- iivað það við hinn gamla stríðsmann, er lað- aði Caverly að honum. Hann hafði til að bera ýmsa hina beztu eiginleika, sem á öllum öld- um hafa einkent hinn sanna hermann. Caverly var niðursokkinn í þá skemtun :sína, að eyðileggja vatnsdúnka óvinanna, er hann ait í einu sá skugga við hliðina á sér, og lítil, tötraleg mannvera kom skríðandi fram á hlið við hann, svo nærri honum, að hún kom við öxlina á honum. “Það er víst ekki svo hættulegt að liggja hérna og skjóta —■. allar kúlurnar fara langt fyrir ofan höfuðið á manni,” var sagt í mjög sjálfbyrgingslegum róm. Þetta var Bó. Hann brosti út í annað munnvikið. Hann mundi nú alt í einu eftir því, sem fram hafði farið niðri í lægðinni fyr- ir fáeinum mínútum, og honum var það mikið ánægjuefni, að hún skyldi nú hafa komið til hans af sjálfsdáðum. Hann hafði verið dálítið kvíðinn fyrir því, að hún myndi aldrei ávarpa hann framar, og hann var því hissa á því, hve málrómur hennar var vingjarnlegur. Hafi maður góðan félaga sitt hvoru meg- in og gott brjóstvirki að framan, þá er það svei mér ekkert að óttast,” mælti hann. “Þetta er alveg hættidaust enn sem komið er.” “Mér finst það vera ljótt af yður, að liggja hérna og skjóta á menn, sem aldrei hafa gert yður neitt,” mælti hún. Hann skýrði henni frá, hvað hann í raun- inni va?ri að gera, og hún var þegar hrifin af því. “Langar yður til að reyna eitt skot?” spurði hann í sama róm, eins og væru þau í skottjaldi á kaupþingsskemtun. “Ne-ei, eg held ekki að það sé vert,” svaraði hún hikandi. “Það gæti mishepnast fyrir mér. Mér finst það líka hræðilegt, að eg skuli standa hérna, en Carl vera þarna hinum megin hjá óvinunum. Þér vitið að hann er frændi minn. Frændi berst gegn frænku og öfugt. Það er alt annað en skemti- legt. Hafið þér séð nokkuð til hans nýlega! Haldið þér, að honum líði' vel?” “Eg hefi ekki séð hann, síðan við komum úr litla leiðangrinum okkar,” svaraði Cav- erly. Hann var nærri því búinn að glopra {>ví út úr sér, að {>ess myndi sennilega þörf að leita langl að baki víglínanna og ef til vill að grafa í sandinn, ef maður ætlaði sér að finna Carl Lontzen rétt núna. En hann sagði það samt ekki. Það var hyggilegra. Rígurinn á milli þeirra Bó var nógu mikill, þó ekki væri verið að bæta við. Hún lá kyr stundarkom steinþegjandi, svo nærri honum, að hann fann líkamshita hennar. Hún horfði fram eftir árgilinu og lygndi augunum, til að hlífa þeim fyrir ská- höllum sólargeislunum. Alt í einu leit hún við og sagði: “Þér munduð ekki hafa látið manninn lemja mig?” “Nei!” Hánn dró andann djúpt. “Nei, eg mundi ekki hafa látið hann berja yður.” “Þér ætluðuð þá bara að hræða mig?” “Þér látið ekki hræða yður. ” “Jú, það' geri eg. Eg var hrædd og eg lét hræða mig. Ekki hann — en yður. Þegar eg sá augnaráð yðar.” Það komu einkennilegir drættir um munninn á honum. “Eg héit, að eg gæti beitt við yður valdi, og fengið yður þannig til að hlýða. Eg skal aldrei reyna það framar. Það voruð þér, sem sigurinn unnuð, Bó!” Augu hennar hvörfluðu með athygli yfir magurt andlit hans, og horfðu síðan út í blá- inn. “Mér varð, svei mér, óskemtilega hverft við, er þér klóruðuð hann, ” sagði Qgverly. “ Jæja, Bó, eg skal ekki leggja mig fram í það oftar. Verið bara framvegis, eins og þér eig- ið að yður, og yður er eðlilegt. Eg skal reyna að bæta úr því eftir mætti, ef þér hafist eitt- hvað óhyggilegt að. PJg skal aldrei framar reyna að neyða yður til að lofa nokkru. Það getið þér reitt yður á.” “Eg mun heldur aldrei láta neyða mig til neins,” svaraði hún ákveðið. “En hvað því viðvíkur, sem skeði í dag, þá hefði eg auðvitað ekki átt að kveikja þetta bál,” bætti hún við. “Eg stofnaði yður í lífsháska með því, það veit eg vel. Þér liöfðuð alveg rétt í því. ” “Þér skilduð það ekki þá,” svaraði hann. “Jú, eg gerði það. Það er að segja — eg ætti að hafa skilið það, en þá í svipinn var mér alveg bókstaflega sama, hvernig alt færi fyrir yður eða mér. Eg hefi feikna erfiða lund, skal eg segja yður. Bg get orðið svo æst og stjórnlaus.” “Er það liðið hjá núna?” Hún kinkaði kolli. “Já, — 'rétt sem stendur. En það kemur aftur, undir eins og einhver fer að segja mér fyrir og skipa mér, það er alveg víst. Bg get ómögulega þolað það. Eg er að vísu þrælastrákur,” hún brosti glettnislega, “eneg hefi alls ekki neina þræls- lund. ’ ’ “Nei, eg er búinn að komast að því, ” mælti hann þurlega. Þau spjölluðu saman í mestu makindum, meðan skotin smullu hringinn í kringum þau, og kúlur óvinanna hvinu yfir höfðum þeirra. Þeim þótti það einungis eðlilegt undirspil. Bó lá í sólbjartri sandbrekkunni með hökuna í höndum sér og studdi olnbogunum djúpt niður í sandinn. Öðru hvoru þeytti byssu- kúla upp sandinum örstutt frá henni, en hún gaf því varla gaum. Þessa dagana, sem liún hafði verið þræll Sídíans, hafði hún vanist sitt af hverju. Hin fögru augu hennar, sem Ijóðskáld myndu hafa talið möndlu-löguð, liorfðu dreymandi út yfir landslagið langt fram undan. Það var eins og sál hennar leit- aði út að yztu takmörkum sjóndeildarhrings- ins og lifði þar sínu lífi í draumheimum. “Má eg segja yður nokkuð,” mælti hún. “Næst, þegar eg á refsingu skilið, viljið þér þá ekki láta vera að skipa öðrum að lemja mig ? ’ ’ Caverly lét riffilinn síga, velti sér á hlið- ina og leit á hana spyrjandi augum. Yfir fín- gerðu andliti hennar var í þessari svipan fast- ur alvörusvipur, og vefjarhötturinn, sem fast vafinn að enni hennar, jók á þennan svip. Þessi alvörugefna auðmýkt var alveg ný hjá henni. Og var ekki laust við, að Caverly ótt- aðist, hvað nú myndi vera á seyði. Hún var venjulega hættulegust, þegar hún var í þessu skapi. ‘ ‘ Þér eruð undarlegt barn! ’ ’ mælti hann. ‘ ‘ Það getur vel verið, að eg sé undarleg. En eg er ekkert barn framar. Hún veik við höfðinu ofurlitla vitund, svo hann sá skáhalt í augu henni. Þau voru róleg, en djúpt í þeim brá fyrir tvíræðu leiftri. “Við, konur eyði- merkurinnar, erúm bráðþroska — við vitum of mikið, meðan við erum of ungar.” Hún sagði þetta án þess að brosa. “Jæja, — svo þér eruð eyðimerkurkona, skilst mér !” “ Já, mér er farið að skiljast það.” “Og þér eruð nú of gamlar, til að taka við refsingu.” “Nei, eg á ekki við það. Vinni maður til refsingar, á hann einnig að fá hana. Þér megið bara aldrei láta annan mann fram- kvæma hana. Það verðið þér að vera svo góður að muna. Það gæti, hæglega endað með manndrápi. ” Caverly fór að smáhlæja, en hann hætti því þegar, er hann sá augnaráð hennar. Henni var þetta fylsta alvara. Augna- ráð hennar var blátt áfram áhyggjufult. “Eg hefi sagt við yður margt ónotaorðið við ýms tækifæri, og þér hafið ekki svarað þeim með öðru en því að ypta öxlum, af því að þér vissuð, að eg var að segja ósatt. Eg hefi kallað yður bleyðu. Eg ætla bara að segja yður það, að ef maður, sem eg héldi að væri blevða, legði hendur á mig, myndi eg drepa hann. ’ ’ Caverly hlustaði hissa á hang. Hún fór svei mér skringilega að því, að slá manni gull- hamra. Fyrirlitningu sinni og þrákelkni slengdi hún venjulega beint framan í hann, en ef hún ætlaði að hrósa honum, fór hún lang- ar krókaleiðir. Henni virtist vera skemt við þá hugsun, að Caverly gæti verið hleyða. Hún flissaði dálítið einkennilega. “Eg mundi ráðast á yður, eins og sjö smápúkar,” sagði hún. “En þér þurfið ekki að vera smeykur. Þér eruð nógu sterkur og hugrakkur til að framkvæma það, ef þér ætluðuð að refsa mér. Bg gæti vel tekið við refsingu af yðar hendi.” Hún gaf honum aftur hornauga. “Þess vegna vil eg fara þess á leit, að þér gerið það sjálfur, ef þess þarf með, en látið eigi neinn annan gera það.” Bó sneri snögt við höfðinu, er Caverly starði á hana, til þess að reypa að komast á snoðir um, hvað undir þessu byggi. Ungar stúlkur voru sannarlega furðulegar verur. Þeim gat dottið allur skollinn í hug. Að lík- indum botnuðu þær ekkert í sjálfum sér, hugs- aði hann. Það var því ekki nema eðlilegt, þótt karlmaður skildi þær alls ekki. “Það er líka dálítið annað, sem eg ætla að segja yður,” mælti Bó jafn rólega og áður. “Það kemur mér ekkert við, hvað þér hafist að. Þér getið kyst hana alveg eins mikið og þér viljið.” Caveriy gerði sér far um að líta framan í hana, en hún horfði þvergirðingslega í hina áttina. Kyssa hverja — hverja á eg að kyssa! Hvað eigið þér við?” spurði hann og starði steinhissa á hana. “Nökhlu.” “Jæja þá!” Hann tók upp riffilinn og blístraði lágt, um leið og hann smeygði í hann nýju skothyiki. “Mér þykir vænt um að heyra, að það er engum til meins. ’ ’ “Mér gerir það ekki minstu vitund. ” ! Hún sneri nú baki við honum. Hin uppstökka og skapstirða Bó Treves var nú komin aftur. Hún talaði nú aftur í sínum gamla, yfirlætis- fulla hæðnisróm. “Það getur svo sem vel verið, að Tagar Kreddache geðjist ekki að því. En öðrum hlýtur að standa atveg á sama, og einkanlega þá þræladrengnum yðar. ” Hún þagnaði alt í einu og leit við. Cav- erly leit einnig aftur fyrir sig, og flestir her- mannanna á skotlínunni gerðu hið sama. Þeir horfðu nú allir aftur fyrir sig — í áttina til Khddrim. Að baki þeim hafði auðsjáanlega gerst eitthvað það, er enginn þeirra hafði haft hugboð um. Tveir reiðmenn komu þeysandi í áttina til árgilsins að baki þeim, eins hart og úlf- aldarnir gátu farið. Þeir veifuðu handleggj- unum og orguðu og kölluðu af öllum mætti. Caverly starði og starði, til þess að reyna að ráða fram úr, hvað um væri að vera. Hann þekti fremri reiðmanninn á hinum græna höf- uðdúk. Það var maður, Hamd að nafni, og var einn af útvörðunum, er sendir höfðu ver- ið út á eyðimörkina, til að halda auga með, hvenær frétta væri að vænta frá Khadrim. Næstu tvær mínútur varð algert hlé á skothríðinni. Allir menn Tagars störðu stein- liissa á komumenn, sem gerðu sitt ítrasta til að sprengja úlfaldana með þessu vitfirrings- æði sínu. Reiðmennirnir komu hér um bil samtímis á gilbarminn og hleyptu fram af brúninni ofan brekkuna. Úlfaldarnir hlupu nú ekki lengur, heldur létu þeir sig renna eins og sandskriðu ofan eftir og komu dumpandi niður í gilbotninn, sVo ætla mætti, að reið- mennirnir hefðu hrist úr sér allar tennur. Tagar og Ali Móhab og nokkrir aðrir hlupu ofan eftir að þyrptust utan um masandi mennin og stynjandi dýrin. Án þess að fara af baki, benti Hamd í áttina til Khadrim. “Setuliðið kemur!” hrópaði hann og hrækti út úr sér sandinum. ‘ ‘ Fimtíu eða sex- tíu manns! Þeir koma — þeir eru ekki langt undan. Bræður — þeir koma að okkur óvör- um — við sleppum ekki lifandi héðan!” XVI. Kœra Mcunsors. ' i í stað þess að haga sér nú eins og vel æfðir og reyndir hermenn, breyttist nú ræn- ingjahópur Tagars á svipstundu í ringlaðan og ruglingslegan hóp, sem ekki vissi sitt rjúk- andi ráð. Hjá þeim var nú ekki fremur um reglu né skipulag að ræða, heldur en hjá götu- drengjahóp, sem flýgst á í forinni um einn koparskilding. Mannslífi er aðeins smá- skildingur í þessu sands- og sólarlandi, en þó fer mönnum hér eins og aijnarsstaðar, að þeir leggja bæði sóma sinn, virðingu og stæri- læti í sölumar, heldur en að láta lífið, þennan verðmæta skilding, sem AUali hefir trúað þeim fyrir skamma stund. Nú beið enginn eftir fyrirskipunum, enda komu þær engar. Blindur og örvita óttinn geisaði um árgilið og sópað með sér öllum hermönnum Tagars. Þeir flýttu sér í dauð- ans ofboði út úr þessum dýraboga, áður en hann skylli saman. Þeir skriðu og klifruðu upp baiminn og þutu áfram yfir sandslétt- una með flakandi skikkjur. Allir ruddust á- fram, hrópandi og blótandi, til þess að kom- ast fyrstir til úlfaldanna og geta hleypt á stað og forðað sér. Tjald Tagars var skilið eftir, eins og það stóð, og Tagar sjálfur var einn fremsflir í flokki flóttamanna. Yfir sandsléttuna á vinstri hönd kom dunandi reykjarmökkur þjótandi. Líktist það mest því, er hvirfilvindur æðir áfram. Hinnm megin árgilsins voru nú menn Zaads komnir á stúfana og skutu út í bláinn á eftir flótta- mönnunum. Caverly hefði veizt auðvelt að verða á undan hinum, hefði hann viljað neyta limalengdar sinnar, en hann hélt sig við hlið- ina á Bó, til þess að vera viðbúinn að hjálpa henni, ef þess gerðist þörf. Henni veittist erfitt að komast áfram í lausum sandinum, sem fylti alveg ilskó henn- ar. Þess vegna urðu þau Caverly síðust upp úr árgilinu. Ali Móhab hafði einnig dokað við. Hann var ef til vill síðastur þeirra allra, er sneri baki við óvinunum. Hann hafði bjargað gunnfána Tagars með höggorms- hausunum fimm og hélt svo á eftir hinum. Bardaganum var lokið með ósigri, Jafnvel •hinn hugrakkasti gat liér ekkert frekar að- hafst. Það hefði því verið sjálfsmorð að dvelja í árgilinu augnabliki lengur. Reykjarmökkurinn nálgaðist eins hratt og úlfaldar geta frekast hlaupið. Ef menn Tagars fótgangandi yrðu nú innikvíaðir milli þessara tveggja flokka Zaads, væri {>að sama sem algerð tortíming. Úlfaldar þeirra Voru tjóðraðir í dalverpi einu um þúsund skref þaðan, sem áður haíði verið vinstra fylking- arbrjóst Tagars. Áætlunin hafði verið að læðast til úlfaldanna í myrkrinu, áður en tunglið kæmi upp, og ríða fram hjá setuliði Zaads, sem þá átti að vera nærri komið á vett- vang til hjálpar, og gera síðan árás á hið varnarlausa Khadrim. En nú voru enn þá fullar þrjár stundir til myrkurs. Setuliðið hafði komið alt of snemma. Aætlunin hafði brugðist á einhvern hátt. En Caverly var eini maðurinn, sem vissi, hverjum þetta var að kenna. ‘ ‘ Gæsirnar görguðu og björguðu með því Rómaborg,” mælti hann, er liann hljóp við hliðina á Bó Treves. “Dálítil gæs kveikti eld og svo fór alt út um þúfur — eða hvað ? ’ ’ “Hvað eigið þér við ?” spurði hún stein- liússa. “Zaad sendi reyk-merki sitt fyrir fá- einum mínútum síðan, en aðstoðarlið hans er þegar kon^ið. Það er þriggja til fögurra klukkustunda reið liéðan til Khadrim. Menn Zaads hafa því hlotið að leggja af stað fyrir þrem-fjórum stundum, nefnilega þegar þér kveiktuð í tumpafía-grasinu. Setuliðið í Khadrim liefir þá séð reykjarstrókinn í fjar- lægð — það er gott skygni á eyðimörkinni, eins og þér vitið — og svo hafa þeir haldið, að þetta væri boð frá Zaad, og að hann þyrfti á liðsauka að halda. Svona getur nú farið, þegar lítil stúlka lætur skapofsann hlaupa með sig í gönur. Það voruð þér, sem gerðuð boð eftir Khadrim-mönnum. ” “Þér haldið þó ekki . . .? Það datt mér alls ekki í hug. Bg segi yður það satt, það kom mér ekki til hugar. “Nei. Þér hugsuðuð ekki um annað en að bjóða mér byrginn! ” Hann leit á hana og brosti vingjarnlega. Jæja. það er ekki til neins að láta þetta gremja sig. Nú er aðeins um að gera að bjarga því, sem bjargast getur. Það er lífið um að tefla, góða mín. ’ ’ Hinn stjórnlausi hópur Tagars þeyttist áfram yiir sandsléttuna í stórri breiðu, sem blasti opin við óvinunum, enda sendu þeir kúlur sínar á eftir þeim þvert yfir árgilið. Caverly liugsaði með sér, að það, væri svei mér heppni, að Zaad og mönnum lians skyldi ekki detta í hug að stökkva á bak úlföldum sínum og þeysa á eftir þeim. Nú var orðið svo langt á milli þeirra, að byssurnar drógu það varla, enda voru skotvopn Khadrim-búa ekki af nýjustu gerð. Flestar byssurnar voru eldgamlir lilunkadunkar, og aðeins örfáir ný- tízku rifflar inn á milli. Caverly heyrði þetta á hljóðinu í kúlunum, sem suðuðu í loftinu eins og býflugur. Einn hermaður rétt á undan Caverly féll við eitt skotið, en staulaðist á fætur aftur. Rétt lil vinstri liandar féll annar og stóð ekki upp aftur. Það var hreinasta tilviljun, að kúla náði svona langt og hitti mark. En svona tilviljun gat endurtekið sig. Caverly dauð- langaði til að þrífa Bó í fang sér og bera hana og hlífa henni með sínum eigin líkama. En það myndi þykja einkennilega skringileg sýn að sjá Sídíinn bera þrælinn sinn! Hann þorði ekki að eiga það á hættu. Hinn lialti Zú- walla, sem var meðal þeirra síðustu, eins og eðlilegt var, rak alt í einu upp öskur og greip til heila fótsins. Kúla hafði hitt hann rétt ofan við hnéð, og var hann nú haltur á báðum fótum. Þetta var svo hlægilegt til að sjá, að Caverly gat ekki annað en brosað að þessu skyndilega samræmi í hreyfingum karlsins. Flóttamönnunum stafaði ekki mest hætt- * an af Zaad og mönnum lians að baki þeim. Hitt var verra og hættulegra, að nú hafði hjálparliðið komið auga á þá og stefndi nú beint á þá. Reykjarmökkurinm mikli, sejm geisaði yfir eyðimörkina, breikkaði nú og dreifðist, og sást þá greinilega, að þetta var ekki eintómt ryk. Nú blikaði kvöldsólin á spjótsodda og málmplötur, og undir þyrlandi rykmekkinum mátti nú greina ríðandi mann- verur á harða spretti. Og nú hófst tryllings- legt kapphlaup um það, liverir yrðu fyrstir að ná dalbotninum, þar sem menn Tagars liöfðu tjóðrað úlfalda sína. Flóttamenmirnir unnu kapphlaupið með herkjubrögðum, og skildi {)ó eigi á milli nema örfáar úlfalda- lengdir. Enginn tími vanst til -að leggja á reið- skjótana né hugsa til að bjarga nokkru af farangrinum. Úlfaldarnir höfðu stokkið á fætur. Þeir fundu á sér ótta þann, sem gagn- tekið hafði hermennina. Þeir voru því til- búnir að þjóta af stað á fullri ferð.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.