Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1937 "S Úr borg og bygð Laugardagsskólinn er enn í góðu gengi; en nú er fariÖ að liða á tim- ann sem hann stendur á þessum vetri. Þó æskilegt hefði verið að I>ví nær allir nemendur hefðu sótt skólann frá byrjun, hafa samt allir fengið upptöku hvenær, sem þeir hafa komið. Einn drengur byrjaði að nema íslenzku þar síðastliðinn laugardag og gjörði hann tilsögn- inni frábærlega góð skil. Næsta skóladag fá nemendur að sjá falleg- ar myndir. Við tölum íslenzku SPYRJIÐ EFTIR THORU Um takmarkaðan tíma aðeins KARLM. Alfatnaðir 39 9 Hreinsaðir og pressaðir 9 Færðir I sitt fyrra horf 9 Smá aðgerðir ókeypis Sótt og aent heim BETRA EN LÉLEG PURHREINSUN Phone 37 244 McCARTHYS LIMITED Dry Cleaners — Dyers Fwrriers Alt verk ábyrgst og trygt Fyrir nokkrum árum gaf Kven- félag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg út matreiðslubók, sem reyndist svo vinsæl, að alt upplagið seldist á tiltölulega mjög stuttum tíma og eftirspurning eftir bók þess- ari heldur stöðugt áfram. Hefir því félagið afráðið að gefa út aðra mat- reiðslubók, svipaða hinni fyrri, nema hvað hún verður enn stærri og vand- aðri en hin. Það er ekki hægt að segja með áreiðanlegri vissu hvenær bókin kemur út, en þess verður ekki mjög langt að bíða og útgáfunni verður áreiðanlega hraðað eins og hægt er. Þessi nýja bók verður, eins og sú fyrri, gefin út á ensku. Islenzka Wellington bakariið er flutt frá Wellington Ave. til 702 Sargent Ave. Heimilisiðnaðarfélagið 'heldur næsta fund á miðvikudagskvöldið 10. mai að heimili Mrs. G. H. Gillies, 923 Warsaw Ave.. Fundurinn byrj- ar klukkan átta. Forstöðunefnd Karlakórs íslend- inga biður meðlimi að sækja fund, er haldinn verður miðvikudagskveld- ið 10. marz f Jóns Bjarnasonar skóla. Nefndin. Meðlimir barnasöngflokksins eru beðnir að muna að koma á æfingu í Samfoandskirkjunni sunnudaginn 7. marz n.k. kl. þrjú e. h. Foreldrar barnanna eru vinsamlegast beðnir að hafa þetta í huga. R. H. Ragnar. ÞAKKARAVARP Þegar eg á síðastliðnu hausti varð fyrir slysi, og hlaut að dvelja lengi á sjúkrahúsi, söfnuðu sveitungar mínir og aðrir vinir fjárupphæð og gáfu okkur hjónunum. Fyrir þessa hjálp, og alla hluttekningu, er við höfum notið frá ýmsum öðrum, á margan hátt, vottum við okkar hjartanlegasta þakklæti. og biðjum Guð að launa. Arilius Sigvaldason, Anna Sigvaldason, Bissett, Man. John J. Arklie, gleraugna- sér- fræðíngur verður staddur í Lundar hótelinu föstudaginn 12. marz. FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 7. marz, verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. VIÐ LAT Ó. S. TH. Að fylla skarð þess mæta manns, Mestan sýnir vanda. Sárt nú allirsakna hans ; Syrgja góðan landa. J. K. Eldsábyrgð og áhættuspil eiga ekki samleið. — Þegar þér kaupið eldsábyrgð hjá félagi, sem ekki á nægar eignir til þess að standa straum af því tjóni, er að höndum kann að bera, eruð þér að tefla á tvær hættur um trygginguna. Vér höfum umboð fyrir einungis ábyggi- leg félög, og veitum þá þjónustu, sem gert hefir afstöðu vora öfunds- verða í eldsábyrgðarmálum. J. J. SWANSON & CO., LTD. .601 Paris Building Selkirk Lúterska Kirkja Næsta sunnudag, 7. marz, verður guðsþjónustur o. s. frv. sem fylgir: 11. f .h., sunnudagaskóli 12.15 e- h., yngri söngflokkurinn 5.45 e. h., eldri söngflokkurinn 7 e. h., ensk messa. Marz mánuður verður “Church Loyalty Month’’ í ölluni' kirkjum bæjarins. Gjörið svo vel og fyllið kirkjuna alla fjóra sunnudagana. fs- lenzki og lúterski söfnuðurinn í Sel- kirk er ekki og verður ekki eftirbát- ur hinna, að því er snertir “Loyalty’’ eða neitt annað. Komið í stórum hópum! Vinsamlegast, Carl J. Olson. Mrs. Ingibjörg Goodmundsson, bjó til og gaf afarvandaða rúmá- breiðu til arðs fyrir bókasafn Fróns. Var dregið um þessa ábreiðu í happdrætti á síðasta fundi Þjóð- ræknisþingsins. Vinningsnúmerið var 131 og var það eign Mrs. Einar Lúðvíkson; hlaut hún þar af leið- andi þenna fagra grip. The annual contest for the Ice- landic Millennial Thophy will be held at Selkirk the latter part of March. Player requirements are: (a) Age limit, 18 years and under. (b) Each team must carry at least six Icelandic players. The committee desires all entries be sent to B. E. Olson, 819 Somer- set Building, Winnipeg, by Monday, March 8th. Following receipt of en- tries committee will advice all con- testants of actual date of play-off. Sambandskirkjan i Wynyard,^ sunnudaginn 7. marz kl. 11 f. h., sunnudagaskólinn. KI. 2 e. h. messa (áíslénzku). Ræðuefni: Erfðasynd og friðþæging. iDánarfregnir Áætlaðar messur i marz-mánuði: 7. marz, Hnausa, kl. 2 síðd. 14. marz, Árborg, kl. 2 síðd. Pálmasunnud., 21 marz, Geysir, kl. 2 síðd. (ársfundur eftir messu). Pálmasunnud., 21. marz, Árborg, kl. 8 síðd. (ensk messa). Föstud. langa, 26. marz, Framnes Hall, kl. 2 síðd. Föstud. langa, 26. marz, Árborg, kl. 8 síðd. Páskad., 28. marz, Árborg, kl. 11 árdegis. Páskadag, 28. marz, Riverton, kl. 3 síðdegis. Annan Páskadag, 29. marz, Víðir, kl. 2 síðd. (ársfundur eftir messu). Föstumessur í Árdalssöfnuði kl. 8, miðvikudagana 3., 10. og 17. marz. S. Ólafsson. Þar sem sagt var frá andláti Ólafs S. Thorgeirssonar í síðasta blaði, og eftirlifandi ættingja minst, láðist að geta um systur hans, Mrs. O. J. Ól- afsson, sem búsett er hér í borginn. Sunnudaginn 7. marz messar sér? Haraldur Sigmar á Mountain, kl. 2. e. h. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á mánudaginn þann 11. þ. m. ' Vakin skal hér með athygli á því, að á miðvikudagskvöldið þann 17. þ. m. verður haldin samkoma í kirkju Sambandssafnaðar til arðs fyrir sumarbústað islenzkra barna, er Kvenfélag Sambandskirkjufélags- ins hefir átt frumkvæði að. íslands- vinurinn prófessor Watson Kirk- connell flytur erindi á samkomu þessari. Guttormur J. Guttormsson, skáld, les frumsamin kvæði, auk þess sem sitthvað annað verður til skemtunar. Nánar auglýst i næsta blaði. Það er þjÓðrœknisatriði að kaupa islenzkan mat og neyta hans Þar sem eg enn hefi töluvert eftir af vörum þeim, sem eg fékk frá ís- landi í vetur, og af því að það er nauðsynlegt að þær seljist sem fyrst, hefi eg ásett mér að setja verðið niður sem hér segir. Þetta er langt fyrir neðan markaðsprís, en vegna óumflýjanlegra ástæðna verð eg að losast við allar þessar vörur. Harðfiskur, pundið .....i8c Kryddsíld, dósin........25C Merkurostur, pundið.....40C Síma- og póstpantanir afgreiddar tafarlaust. G. FINNfíOGASON 641 Agnest St., Winnipeg Phone 80 56(1 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE BMPIRE SASH & DOOR OO., LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 7. marz, eru fyrirhug- aðar þannig: Betel, á venjulegum tíma. Viðines, kl. 2 e. h. Gimli, ensk messa, kl. 7 e. h. Sunnudagsskóli Gimli kl. 1.30 e. h. Ungmennafélagið á Gimli hefir fund þriðjudaginn þ. 9. marz, um kl. 8 e. h., að líkindum til í kirkj- unni. Búist er við, að unga fólkið fjölmenni við þetta tækifæri og að þeir, sem ekki enn hafa gengið í fé- lagið, geri það á þessum fundi. Þar má búast við góðu og skemtilegu félagslífi. Fermingarbörn á Gimli mæta á heimili Mr. og Mrs. F. O. Lyngdal. föstudaginn þ. 5. marz, kl. 4 e. h. Þess má geta, að Gimli söfnuður hefir afráðið, að bjóða kirkjufélag- inu, að hafa kirkjuþing á Gimli í sumar. B. A. Bjarnason. Skapti Sæmundur Halldórsson, fyrrum bóndi við Sandy Hook Man., andaðist þ. 15. febrúar s.l. á Winnipeg General sjúkrahúsinu, eftir rétt um það viku legu. Veik- indisköst hafði hann haft með köfl- um s.l. 18 ár. Hann var fæddur Reykjavik, á íslandi, þ. 20. febrúar 1871; vantaði því aðeins fáa daga upp á 66 ára aldur, er hann lézt. Faðir hans var Halldór Halldórsson, en móðir Jóhanna Kristjana Skapta- dóttir læknis Skaptasonar í Reykja- vík (af þessari ætt einnig séra Magnús heit. Skaptason og Capt. J. B. Skaptason, Winnipeg). Hálf- systir Skaptaheit. er Dagbjört, kona Victors B. Anderson prentara og fyrrum bæjarráðsmanns. Hálf- bróðir hans, Jón Halldórsson, lifir í Reykjavík. Skapti heit. kom til Ameriku sextán ára gamall, einn síns liðs. I grend við Mountain, N.D., var hann um tíu ár, fór svo ferð til Islands, kom aftur að ári liðnu, og settist að á heimilisréttarlandi við Sandy Hook. Kona hans, Júliana Jóhanna Böðvarsdóttir, lifir mann sinn; er hún ættuð frá Álftanestanga á Mýr- um í Gullbringusýslu. Þau hafa alið upp stórann og myndarlegan barna- hóp. Börnin, sem' öll eru til full- orðins ára komin, eru: Skapti, Böðvar Júlíus, Nói Davið, Dagbjart- ur Daniel og Halldór Magnús, bændur og fiskimenn í Nýja Islandi syðra; Jóhanna Kristjana (Mrs. Ben. Wm. Maass), Nes, Man.; Margrét og Sigurður Abraham Lin- coln, bæði ógift í Winnipeg; og Þorbjörg Grace (Mrs. Fred West- well), Calgary, Alta. Skapti sál. var fróður í lækninga- greinum, og sóttu margir til hans, er þörf var á læknishjálp, hér fyr á árum, áður en útlærðir læknar og ströng lög komu til sögunnar. Jarð- arför Skapta heit. fór fram með húskveðju á hinu gamla heimili hans við Sandy Hook, og var hann til hvíldar lagður í grafreit við Beach- side, Man. Séra B. A. Bjarnason jarðsöng. Látinn er hér í borginni eftir langa og stranga sjúkdómslegu, Brynjólfur Björnsson plastrari; maður óvenjulega ljóðfróður og hneigður til bókar; var um sextugt. Hann lætur eftir sig nokkur börn; misti konu sína fyrir tveimur árum. Kveðjuathöfn fór fram frá Sam- bandskirkjunni á þriðjudaginn, en síðan var Hkið flutt til Gimdi og jarðsett þar. Þann 26. febrúar síðastliðinn, lézt að heimili sínu við Hayland, Man., bóndinn Kristján Pétursson, um sjö- tugt, ættaður frá Húsavík í Suður- ,Þingeyjarsýslu. Kristján heitinn var vinsæll maður. Hann var tví- » kvæntur; lætur eftir feig konu og stjúpson, Sigurð Óskar Gíslason að nafni. Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR 0g UNGA_R STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG >o<=i>oczz>oc=>oc=>oc=>oc Business Cards Kushner’s Grocery 676 SARGENT AVE. Avalt ferskir ávextir og glœnýtt kjöt. Vörur sendar helm. Sími 37 <08 Wellington Bakery 702 SARGENT AVE. Eina Islenzka bakariiS I borginni. Vörur sendar greiSlega helm. Pantanir utan af landi skjótlega afgreiddar. Sími 25 502 Your New Neighborhood Snak Shop Try our Light Lunches and Fish & Chips Also—Nips, Hot Dogs, Candies, Tobaccos We Serve Silex Coffee Slip lnn 726 % SARGENT AVE. Alfatnaðir og vor yfirhafnir þurhreinsuS fyrir 50c Kjölar, þurhreinsaSir 65c 2 fyrir $1.25 ASgerSir af öllum tegundum. 464 SHERBROOK STRÉET Sími 36 201 HÚSGÖGN stoppuð Legubekkir og stólar endurbætt- ir of fóSraSir. Mjög sanngjarnt verS. ókeypis kostnaSaráætlun. GEO. R. MUTTON 546 ELLICE AVE. Simi 37 715 Bílar stoppaSir og fóSraSir B-B Luncheonette After the show or dance, eat at B & B Lunches - Fish & Chips » 464 SARGENT AVE. For Delivery Phone 25 905 Minniét BETEL ✓ 1 erfðaskrám yðar íslenzkar tvíbökur og brauS — margar tegundir af kökum og sætabrauði. GEYSIR BAKERY 724 SARGENT AVE. Simi 37 476 Sendum vörur heim. SARGENT FLORISTS PHONE 26 575 ÚTFARARBLÓM GIFTINGASVEIGAR og kveOjuspjöld viO öll tækifæri Pantanir sendar heim 739 SARGENT AVE. ROLLERSKATING Winnipeé Roller Rink Every evening, Wed., Sat. After- noon, instructions free to learners. LET U8 TEACH YOU LANGSIDE & PORTAGE PH. 30 838 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem aS flutningum lýtur, smáum eBa störum. Hvergi sanngjarnara ver8. Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími 35 909 Peningar til láns út 4 heimili ySar, ræktaSar bújarSir og hús I bæjum. International Loan Company 304 TRUST & LOAN BUILDING, WINNIPEG Slmi 92 334 RUMFORDS Stærsta og fullkomnasta Laundry og þurhreinsunar verkstofa I Brandon. 1215 ROSSER AVE. feMI 2181 SkrifiO oss og spyrjist fyrir um verO. Sendið nautgripi yðar á ' Brandon markaðinn og sannfærist aS þar sé hagkvæmust verzlun. Peningar greiddir út i hönd. Brandon Packers, Ltd. 901 ASSINIBOINE AVE. Brandon, Man. Wright & Wightman Skrautmunasclar VandaSar aSgerSir og áletranir grafnar. Giftingaleyfisbréf af- greidd. Gamlir gullmunir keyptir. Pöstpantanir afgreiddar fljött og vel. 112 TENTH STREET Brandon, Man. lsabel McCharles Florist 618 PORTAGE AVE. Te og hressingarskáli; lesiS i sand af prinsessu Nadjah og hjólum hamingjunnar snúiS. Sími 36 809 Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuluS þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34 555.34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Manager WILDFIRE COAL “DRUMHELLER” Trademarked for Your Proteotion Look for the Red Dots. LUMP .......$11.50 per ton EGG ........$11.00 per ton PHONE 23 811 McCurdy Supply Co. Ltd. ROSS # ARLINGTON Fuel License No. 33

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.