Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 4
4 LMBERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1937 Xögíjerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 L*MITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba TJtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árlO — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Mál sem þolir ekki bið Svo mun nokkurn veginn alment litið á, að sæmilega hafi tekist til um starfrækslu þeirra fyrirtækja, er stóðust eldraun, krepp- unnar og kollsigldu sig ekki með öllu, þó ekki gæfi þau af sér mikið í aðra hönd; þetta álit er rétt, þegar tekið er fult yfirlit til allra að- stæðna. Hin fyrirtækin voru mörg, er bein- línis fóru á höfuðið, og önnur engan veginn fá, er rekin voru með rekstrarhalla svo árum skifti, og það jafnvel enn þann dag í dag. Bjartsýni þeirra manna, er að málum stóðn og bjargföst sannfæring þeirra um breytt og batnandi viðhorf, forðaði mörgu fyrirtækinu frá yfirvofandi strandi. Til þeirra fyrirtækja, sem lengst af hafa starfrækt verið með rekstrarhalla, má telja íslenzku vikublöðin, Lögberg og Heimskinglu. Og hefði það ekki verið fyrir viljafestu út- gefenda, og fúsleika þeirra til þess að bera sjálfir hallann, hefði bæði blöðin engan veg- inn ósennilega fyrir mörgum árum verið liðin undir lok. Vafasamt verður það að telj- ast, hvort fslenzkur almenningur vestan hafs hefir nokkru sinni hugsað í alvöru um málið frá þessu sjónarmiði; hvert óbætanlegt tjón það væri; hver vanvirða það væri; hvert þjóð- ernislegt sjálfsmorð það væri, ef flýtt væri fyrir aldurtila blaðanna vegna kæruleysis af hálfu almennings með tilliti til reglubundinn- ar greiðslu á áskriftargjöldum þeirra. Eng- inn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir.— Vafalaugst er það eitt og annað, sem rétti- lega má að hinum íslenzku vikublöðum vorum finna, þó slíkt þurfi vitanlega ávalt að vera bygt á sanngimi. Eln hvernig sem á málið er litið, þá verður ekki undir nokrkum kring- um stæðum um það' deilt, að í hinni marg- þættu og flóknu baráttu, sem hér hefir verið háð fyrir viðhaldi íslenzks þjóðernis hafi blöð- in átt hv*að veigamestan þáttinn^ að án þeirra hefði félagsleg samtök vor á meðal, hverju nafni sem nefnast, orðið drjúgum erfiðari en raun varð á; ef ekki með öllu óhugsanleg. Um það verður ekki deilt, að Islendingar vestan hafs standi í djúpri þakkarskuld við blöðin, eða réttara sagt þá menn, sem gefið hafa þau út, og það þráfaldlega, eins og bent hefir verið á, með æmu tapi. Horfellir var Islendingum lítt til nytja né sæmdar talinn; það yki ekki á veg Vestur- Islendinga, ef þeir léti það viðgangast, að ís- lenzku vikublöðin félli úr hor. Eins og þráfaldlega hefir verið tekið fram, styðjast blöðin við tvo tekjustofna, aug- lýsingar og áskriftargjöld; báðir hafa þessir tekjustofnar, af skiljanlegum ástæðum, frem- ur rýrliað en hitt. Eldra fólkið, það er eink- um lét sér ant um viðgang blaðanna, og gat í rauninni ekki án þeirra verið, er óðfluga að týna tölunni, þó enn sé vitanlega allmargt fólk á ýmsum aldri, er vill þeim vel og les þau sér til ánægju og gagnS. Um fjölgun kaupenda getur því ekki verið að ræða svo nokkru nemi. Með þessa staðreynd fyrir augum er ekki unt að gera sér vonir um tekjuauka frá áskriftar- gjöldum, að öðru leyti en því, að gamlar skuldir verði borgaðar. Meðan vel lét í ári urðu auglýsingar blað- anna oft talsvert þyngri á metunum en á- skriftargjöldin. En frá því að kreppan hóf innreið sína hefir þessi tekjuliður, eins og vænta mátti, þorrið að mun. Eina bjargar- vonin, eina leiðin til lækkunar á þeim halla, sem útgáfunni er samfara, er þessvegna fólg- in í því að allar gamlar skuldir verði tafar- laust greiddar og áskriftargjöldin, hvert ein- asta og eitt, borguð fyrirfram. Þetta verður að vera gert; það þolir enga bið.— Lögberg er nú komið nokkuð á fimtug- asta árið; þeir, sem að því standa, hafa ákveð- ið að gefa út minningarblað í tilefni af þeim söguríka atburði í lífi Islendinga og íslenzkra félagssamtaka vestan hafs; til þess verður vandað á allan ]>ann hugsanlegan hátt, er í valdi útgefenda stendur; krefst slík minning- arútgáfa mikillar vinnu og mikils fjár. Þeir, sem að Lögbergi standa treysta því, að.kaup- endur þess leggi sig í líma með greiðslu á andvirði blaðsins; slái því ekki á frest, heldur sendi inn áskriftargjöld sín nú þegar, ]>annig, að þeir verði allir skuldlausir við blaðið þeg- ar minningarútgáfan fer í póst. Gamlar skuldir þurfa jafnframt allar að verða greiddar fyrir þann tíma. Stefnið að þessu marki, allir sem einn, sjálfra yðar vegna, Lögbergs vegna, og síðast en ekki sízt vegna þjóðernis vors og viðhalds þess í vesturvegi. Nokkur undanfarin ár hafa kaupendur Lögbergs orðið þeirra hlunninda aðnjótandi, að fá ókeypis ýmsar útsæðistegundir, sam- kvæmt auglýsingu um það efni hér í blaðinu; þetta hefir mælst vel fyrir og margir fært sér ]>að í nyt. Nú geta kaupendur gert sér á ný gott af þessu tilboði. Þeir, sem greiða fyrir fram andvirði blaðsins til 1. janúar 1938 geta valið um þær útsæðistegundir, sem þar eru auglýstar; ]>etta nær einnig til nýrra kaup- enda. l ærið yður þetta kostaboð þegar í nyt, því úr þessu fer ekki að verða sérlega langt til sáningartíma. Fræsöfnin, þau, sem óskað er eftir, verða tafarlaust send hverjum þeim, er til þeirra hefir unnið samkvæmt áður- greindum skilyrðum; gildir þetta jafnt um Islendinga í Bandaríkjunum og Canada. Hin feykilega aðsókn að nýafstöðnu Þjóðræknisþingi bar ánægjulegan vott um “gröandi þjóðlíf” meðal vor Vestur-íslend- inga. Þetta þarf að koma fram á öllum svið- um; þetta þarf ekki hvað sízt að ná til ís- lenzku blaðanna viðvíkjandi útbreiðslu þeirra og f járliagslegu öryggi. J. T. Thorson, K.C. þingmaður Sellárk kjördæmis. (Framh.) Canada tók virðingarverðan þátt í síð- asta stríði, en sú þátttaka varð þjóðinni ægi- lega dýrkeypt — ekki einungis þeim, sem þá lifðu og áttu blut að máli, heldur einnig ó- bornum kynslóðum. Eg hefi hér fyrir framan mig skýrslur um það hversu mikið síðasta stríð kostaði Canada. Það er erfitt að ná í áreiðanlegar eða nákvæmar tölur; og þær tölur, sem eg hér vitna til, eru ef til vill ekki alveg nákvæm- ar, en eftir því sem eg veit bezt, eru þær í heild sinni réttar. Skýrslurnar eru sem hér segir. 1. Peningar greiddir beinlínis í sambandi við stríðið, að meðtaldri uppleysing hers- ins og kostnaði við ýmsar kröfur, frá þvf striðlð hðfst og til 31. marz 1936. $1,697,352,212 2. Peningar greiddir sem vextir af stríðs- lftnum á sama tíma................ 1,600,000,000 3. Eftirlaun hermanna ................ 685,000,000 4. Kostnaður víð það að hjálpa hermönn- um til þess að koma sér fyrir ..... 228,797,650 5. Kostnaður við það að hjálpa hermönn- um við landbúnað ................... 25,403,704 6. Tap f sambandi við landbúnað hermanna 75,000,000 7. Kostnaður við lækningar og skoðun her- manna f sambandi við eftirlaun .... 45,474,988 Samtals ....—.. ..$4,357,028,554 Þetta er meira en smáræðis upphæð; það eru fjórar biljónir, þrjú hundruð fimtíu og sjö miljónir dala. Þessi afskaplegi kostnað- ur nær yfir öll stærri atriði í beinum peninga- útgjöldum þjóðarinnar í sambandi við stríðið. Hér er þó ekki talið beint né óbeint tap ein- staklinga af völdum stríðsins; ekki heldur _alt það los og ólag sem komst á verzlun og önnur mál í sambandi við stríðið. Því síður er hér talið alt það manntjón, sem því var samfara — 60,000 ungir menn, sem þar létu lífið; þá er það einnig ótalið hversu miklar hörmungar þeir liðu, sem í stríðinu voru og allir, sem þeim voru nákomnir. Þessi heljar upphæð — nálega fjórar biljónir og fjögur hundruð miljónir — hefir verið greidd og tekin úr vasa canadisku þjóð- arinnar sem kostnaður við síðasta stríð. Það er að meðaltali $200,000,000 (tvö hundruð miljónir dala) á hverju ári í síðastliðin tutt- ugu og tvö ár. Hugsum oss hversu mikið hefði mátt gera með þessari miklu upphæð fyrir fólkið í Canada, ef hún hefði verið not- uð í þarfir friðsamlegra framfara og umbóta. Er það nokkur furða þótt menn veigri sér við 'því að styðja þátttöku í öðru stríði og séu hræddir, ef um það er að ræða að gera eitt- hvað sem í þá átt virist stefna! Meira að segja er enn ekki borgað að fullu fyrir síðasta stríð. Afarþung skulda- byrði hvílir enn á herðum vorum fyrir það, sem verður að borgast í ár, að ári og á hverju einasta ári nálega um aldur of æfi. Fyrir ár- ið, sem endar 31. marz 1936 varð Canada að borga fyrir síðasta stríð nálægt því sem hér segir: 1. Peningar greiddir beinllnis fyrir stríðið, upp- ieysing hersins og stríðskröfukostnað ...$ 54,843 2. Fartur af vöxtum I sambandi við strlðið (stríðslán) hér um bil ................ 100,000,000 3. Peningar greiddir I eftirlaun I sambandi við stríðið ................................. 41,521,577 4. Kostnaður við það að hjálpa hermönnum til þess að koma sér fyrir hér um bil ....... 10,000,000 5. Kostnaður við landbúnað herm., hér um bil 750,000 6. Kostnaður við lækningar og skoðanir her- manna .................................... 2,863,991 Alls ........................$155,210,411 Þessi geysi upphæð nemur meiru en hundrað fimtíu og fimm miljónum dala. Hefði ]>að verið mögulegt að nota alt þetta fé til friðar og framfaramála í stað þess að verða að eyða því í skuldir og skyldur, sem stríðið skapaði, hvílíkur munur hefði það verið? Hversu óendanlega mikil tækifæri hefÖi það veitt canadisku þjóðinni? og sérstaklega fyrir þann stóra hóp æskulýðsins í landi voru, sem enn þá hefir aldrei notið nokkurra tæki- færa. Það er þess vegna, herra þingfor- seti, að eg tala um þetta mál í sam- bandi við heill canadisku þjóðarinn- ar. Mig varðar ekkert um það hvað aðrar þjóðir hugsa um oss. Mín fyrsta og fremsta skylda er gagnvart Canada; gagnvart minu eigin landi og líiínum eigin samborgurum í Canada; það er skylda mín að reyna að varðveita þetta land, ef mögulegt er með nokkrum ráðum, frá því að taka þátt í öðru striði — stríði, sem hefði ennþá verri afleiðingar og or- sakaði enn þá meiri eyðileggingu en síðasta stríð. Hvaða ástæður eru færðar fram til stuðnings þessari stefnu? (her- málastefnu stjórnarinnar). Vér höf- um fullan rétt til þess að rannsaka þær nákvæmlega og annaðhvort samþykkja þær eða neita þeim. Reynt hefr verð að réttlæta aukn- ar fjárveitingar til herbúnaðar á sjó og landi og í lofti með þeirri stað- hæfing að þær séu nauðsynlegar þjóðinni til sjálfsvarnar, og því er haldið fram að fénu verði varið ein- ungis í því augnamiði. Þessar varn- ir eru sagðar að vera þrefaldar: I fyrsta lagi til þess að berjast gegn ó- heilla stefnum í landi voru; í öðru lagi til þess að vernda verzlunarleið- ir vorar og i þriðja lagi, til þess að mæta árásum útlendra þjóða. Látum oss hugsa skýrt og greini- lega áður en vér samþykkjum stefnu sem ef til vill getur á svipstundu breyzt frá sjálfsvarnarmarkmiði i aðra alveg gagnstæða — nefnilega þátttöku í striði, sem gagnstætt yrði og andstætt öllum heilluin þessa lands. Þetta gæti koinið fyrir jafn- vel þótt þeir, sem stefnuna hófu hefðu alt aðrar óskir í hug% Það er skylda vor að athuga þetta mál með velferð Canada í huga og heill canadisku þjóðarinnar, því ef svo skyldi vera að þetta væri byrjun á stefnu til undirbúnings undir stríð og ef vér erum að byrja á kapp- hlaupi í hergagnaframleiðslu, þá er einmitt nú tími til þess að mæla kröftuglega gegn slíkri stefnu — já, einmitt nú, áður en sú stefna er haf- in eða komin svo langt áleiðis að vér getum ekkert við ráðið. Eg hefi heyrt það staðhæft, að þessi aukna fjárveiting sé nauðsyn- leg til þess að mögulegt verði að berjast gegn óheillastefnum vor á meðal. Það liggur þó í augum uppi, að aukið fé til herskipasmíða getur ekki verið í þeim tilgangi. Eigum vér að auka loftskipaliðið eða land- herinn til þess? Er það mögulegt að vér hugsum oss að leggja upp með her á móti þeim sem hafa aðra stjórnmálastefnu en vér? Ættum vér að auka herlið vort á landi og í lofti i þeim tilgangi? Það þarf ekk- ert annað en aðeins að spyrja þess- arar spurningar, til þess að sýna hvað þetta er heimskulegt. o o FISKUR er HEILSU . . . auðvitað . . . vegna þess hve canadiskur Fiskur og Skelfiskur er auðugur að næringarefn- um, bætiefnum, málmefnum og joði. Hér ræðir um meira en heilnæmið . . . Bragðgæði yfir sextíu fiskrétta takast einnig með í reikninginn. Svo er sparn- aðurinn . . . hinn hagkvæmlegi sparnað- ur í notkun þeirrar fæðú, sem inniheld_ ur fullvirði hvers cents, sem keypt er fyrir. Gerið “Hvern Dag að Fiskdegi.” Hvort sem um ræðir nýjan vatnafisk eða sjófisk . . . freðinn, niðursoðinn, pæklaðan, eða þurran . . . þá fáið þér ávalt þau gæði, sem gert hafa canadisk- an fisk heimsfrægan. FISKIVEIÐA RÁÐUNEYTIÐ, OTTAWA PRÓFIf> ÞKSSA IASTAUKANDI FORSKRIFT RJÓMA BAKAÐUR LAX \V> IHIikIn kanna ninadiskiir lax 1 mörk af mjólk Ssilt or pipar 2 matNkeifiar mjöl 2 nmtsk. nmjör Saxaður laukur. TakiB beinin úr laxinum og hafiB hann í bitum, SjóðiÖ mjölitS og smjörið saman og hellið út í mörk af mjólk, ftsamt salti, pipar og lauk til bragfibœtia. Lfttitt súsu fl pönnuna þar ofan ft. fisklnn og svo ofan á hann annað lag af sósu. Bakit5 unz réttur- inn er gullbrúnn. FramreiðiB snarp- heitan. 8ARDINU UYONNAISE Skerið niður kaklar, soðnar kartöflur, einn smálauk. saman við innihald úr sardínukönnu (afvÖkvaðar); steikið í smjöri eða t61g þar til rétturinn er brúnn. Framreiðið með parsley. heilsu fæða Skrifið eftir ókeypis bæklingi (Framh.) Þarft mál Á nýafstöðnu Þjóðræknisþingi var rætt um þörf, sem að á því væri, að leitast við að bjarga frá glötun ýmsum þjóðlegum fróðleik, sem Vestur-íslendingar búa yfir, bæði þann er landnemarnir fluttu með sér vestur um haf og hefir við framrás timans fallið núlifandi kynslóð i arf, en einnig ýmsan fróðleik (áður ó- prentaðan), úr reynslu fólks hér vestra. Er hér sérílagi átt við sagn- ir frá fyrri tímum, ljóð, sagnir um fyrirburð;, draumta, hugskeyti og dulræna reynslu. Sumt af þessu kynni eldri kynslóðin að eiga í hand- ritum, eða geymast í minni manna. Er það einlæg löngun Þjóðræknis- félagsins, þótf seint á degi sé til handa hafist, 'að safna saman sem mestu, af því, sem markvert er, og talist gæti sérkennilegt fyrir islenzkt hugsanalíf. Það er skoðun þjóð- ræknisfélagsins, að mikið af slíkum auði, sé eign ættbálksins í Vestur- heimi. Væntir félagið samvinnu fólks að láta slíkan fróðleik í té, og þá einnig að það semi í té yrði látið væri vandað og frambærilegt á allan hátt. Department of Fisheries Ottawa Flease send me your free 52-pag;e Booklet, “Any Day a Fish Day,” con- taining 100 delightful and economical Fish Recipes. 534 Name ............................ Address ......................... ............................FL-4 ALLIR DAGAR FISKDAGAR Nefnd, til þess að hafa málið með höndum var kosin á þinginu, í henni eru þeir: Séra Guðmundur Árnason. Lundar, Man. Hr. J. J. Bíldfell, Winnipeg, og Séra Sigurður Ólafsson, Árborg. Er sú nefnd fús til að veita mót- töku fróðleik þeim, sem hér er ósk- að eftir. — Nefndin. FRAMKVÆMDARNEFND ÞJÖDRÆKNISFÉLA GSINS Á lokadag nýafstaðins Þjóðrækn- isþings, voru eftirgreindir menn kosnir í framkvæmdarnefnd félags- ins: Forseti—Dr. Rögnv. Pétursson Vara-forseti—Dr. Richrd Beck Ritari—Gísli Jdhnson Vara-ritari—B. E. Johnson Féhirðir — Árni Eggertson Vara-féhirðir—Ásm. P. Jóhannsson Fjármálaritari—Guðmann Levy Vara-fjármálaritari—B. E. Olson. Skjalavörður—S. W. Melsted. BRO WNLEE-MALIÐ Mönnum er enn í fersku minni Brownlee-MacMillan málið í Al- berta. Var John Brownlee fyrver- andi stjórnarformaður i Alberta, sakaður um að hafa táldregið unga stúlku, Vivian MacMillan að nafni, er hann hafði útvegað stöðu hjá stjórn sinni. Mr. Brownlee vann málið fyrir tveimur dómstólum í Alberta, en tapaði því nýverið í hæztarétti Canada og var dæmdur til þess að greiða stúlkunni $10,000 skaðabætur. A SIGLINGU Trautt má halda temjandi, trönu faldinn lemjandi, kemur aldan emjandi, við Ægi kaldan semjandi. Brimið lagar breiðandi, borðum á er freyðandi; öldur sjávar seiðandi, seglin háu greiðandi. Jóhanna S. Thorwald. Hvað er stríð? Fyrir 48 árum síðan skrifaði finnski fræðimaðurinn, mannvinur- inn og skáldið Zakarías Topelíus á þessa leið um stríðið : “Stríð er ástríður manna, skipu- lagðar í fylkingar; stríð er hatur og iiruorð; stríð er neyð og dauði; stríð er lýgi og svik; stríð er yfirlæti hins sterka og auðmýking hins veika; stríð svívirðir lög Guðs og treður lög mannanna undir fótum. Gunn- fáni þess er ofbeldi og heróp sömu- leiðis. Jafn ósönn sem hin alkunnu ummæli Napóelons voru, óréttlát og svívirðileg; að Guð styðji ætíð mál- stað þess, er flestar hafi fallbyss- urnar og traustastar herfylkingar. Stríð gerir mennina að villidýrum. /Stríð er hin hrottafengna og mis- kunnarlausa singirni, sem fótum- treður óteljandi fórnarvætti. Stríð afneitar allskonar menningu og mis- beitir öllum visindum. Stríð er Kain með kylfuna, og gengur aftur á öll- um öldum, sem órækt vottorð um syndafall manna. Þú sem vegsamar striðið, hefir þú séð val í orustunni og eftir hana? Já, Ihinir dánu hafa hlotið frið, en hefir þú talað við örkumla mennina og vesalinga og mælt tár einstæðing- anna og hinna eftirlifandi ? Veiztu deili á allri þeirri orku, sem farin er forgörðum ; veiztu hvað tniklu brauði er rænt og rifið frá munni hungraðra, til að fleygja því burt? Það er hægt að sá á ný í akra og engi, sem sundurtætt hafa verið og eyðilögð; brendar borgir og þórp má reisa á ný, en í grisjaðar raðir kynslóðanna þrýstir stríðið breiðu brennimarki örvæntingar og siðferðislegrar tortímingar. Þetta skrifaði Topelíus 1889.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.