Lögberg - 15.07.1937, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN 15. JÚLl 1937
5
Njótið svalans
af
Electric Fan
Látið ekki hitann veikja yður.
Kanpið Electric Fan og njótið
blæsvalans frá honnm. Hafið
hann í skrifstofunni, lestrar-
herberginu og eldhúsinu. Sýn-
ingarstofur City Hydro’s hafa
margar og mismunandi tegund-
ir af nýtízku Fans. Sterkar og
hljóð'látar af venjulegum öldu-
vakagerðum. Þjónar vorir sýna •WESTINGHOUSE
yður þessi áhöld með ánægju. (sýndur á myndinni)
•POLAR CUB
m $2.95 ^bcticaibe
Oitu tkjdro
Boyd Buildins
•GENERAL ELECTRIC
Phone
848 131
aÖ minna þá á þetta og ræðumaður
gerði, en ef þeir væru ekki vel
kristnir að þær ástæður, er hann
færði fyrir því að menn ættu að
minnast Krists, mundu gagna lítið.
Unga fólkið þarf á öðru að halda.
Á hinu nýafstaðna þingi Ungmenna-
sambandsins*) komu mjög greini-
lega í ljós þau vandamál, er þeir
yngri eiga við að stríða. Trúar-
grundvöllur þeirra sýnist vera reist-
ur á sandi og efinn er efstur á borði.
Enda er varla við öðru að búast,
þar sem uppfræðsla í kristindómi á
sér alls engan stað í skólum þessa
lands og kirkjan, eins og gefur að
skilja, getur ekki veitt barninu nema
takmarkaða uppfræðslu, og bætir
ekki úr skák ef kirkjan sjálf veit
ekki á hvaða grundvelli hún stend-
ur, eins og eg drap á áður. Hefir
mér oft fundist að kirkjufélag okk-
ar reiði sig um of á samvizku og
dómgreind einstaklingsins, en noti
ekki krafta sína nóg til þess að leið-
beina einstaklingnum svo að hann
fylgi þeirri braut, er hún álítur hina
einu (ef það þá álítur nokkra braut
þá einu). En nóg er, býst eg við,
komið frá mér.
Eg vil aðeins í enda þessarar
greinar ítreka aftur það seni' eg hefi
sagt: Kirkjan þarf um fram alt að
sameina alla krafta sína og standa
sem einn maður. Verður það ekki
nema hún sé fullviss um trúar-
grundvöll sinn og það markmið; er
hún stefnir að. Hún verður að
beina allri þeirri atorku sem hún á
til þess að hjálpa unga fólkinu, sem
er enn innan vébanda hennar, ef hún
á ekki að sjá það hverfa frá sér til
annara, sem meira sinna því og þar
sem það getur fengið örugga trúar-
vissu. Eða það hverfur frá kirkj-
unni algjörlega og reynir að skapa
sér nýjan himinn og nýja jörð undir
merki einhvers af hinum mörgu
pólitísku flokkum, sem ætla sér að
skapa þetta tvent af eigin ramleik og
sem sýnast hafa gleymt orðunum:
“Leitið fyrst Guðs ríkis og hans
réttlætis og þá mun alt þetta veitast
yður.”
Hver er afstaða kirkjufélags vors
gegn hinum ýmsu mannfélagsmálum
og gagnvart hinum ýmsu kennina-
kerfum pólitískra “idealista.” Getur
maður verið bæði kristinn og kpítal-
isti eða sósíalisti eða fasisti? Þetta
*)Þing ungmennasambandsins tókst,
þegar á alt er litið, mæta vel. En
það var ekki að þakka hjálp, hvatn-
ing eða áhuga hinna andlegu leið-
toga okkar. Séra Egill Fáfnis á
miklar þakkir skilið fyrir það mikla
verk er hann vann og séra Haraldur
Sigmar, séra Sigurður Ólafsson og
séra Rúnólfur Marteinsson sýndu
velvild og áhuga. Ýmsar ástæður
geta náttúrlega legið til þagnar
Ihinna, en eg verð að geta þess, að
tveir prestar, sem eg skrifaði fyrir
hönd Sambandsins, virtu það ekki
einu sinni svars. Þessi vottur um
áhugaleysi fyrir því, sem hinir yngri
eru að gera, mæltist mjög illa fyrir.
eru spurningar, sem svara verður.
Ef kirkjan stendur ekki sem klettur
úr hafi með kenninga- og siðakerfi
sitt, bjóðandi öllu er brýtur í bága
við það byrginn; getur hún ekki átt
langan aldur. Yngra fólkið hugsar
alvariega um þessi mál öll, sem eg
hefi minst á, en því verður að
spyrja hver er afstaða hinna eldri
og reyndari og sérstaklega sálusorg-
ara vorra.
T. J. Oleson.
annb H ?riví
Baskar
Baskar (sp. vascongados) hafa
haldið trygð við sitt forna mál, en
Baskar eru af þjóðflokki komnir,
sem sagður er hafa talað elzta mál,'
sem til er. Baskar búa bæði á
Norður-Spáni og í Frakklandi í hér-
uðunum fyrir norðan landamæri
Spánar og Frakklands, eða með öðr-
um orðum beggja megin við Pye-
næafjöll, í Frakklandi í Basses-
Pyrenees og á Spáni í Navarra og
Baskahéruðununu Eru þeir taldir
vera um 600,000 þar af um 2/3 á
Spáni.
Böskum er svo lýst, að þeir sé
djarflegir menn og þrekmiklir, sem
unni frelsinu framar öllu öðru, og
leitist við á allan hátt að vernda
þjóðarréttindi sín og þjóðarsérkenni.
Þeir hafa haldið trygð við þjóð-
búninga sína og nota þá enn í dag,
þeir reisa enn hús sín i gömlum stil
og þeir hafa 'haldið trygð við sitt
gamla, sérkennilega móðurmál.
Baskamállýskurnar eru átta talsins.
Þjóðvísur og söngvar hafa lifað
kynslóð fram af kynslóð og unga
kynslóðin dansar sörnu dansana og
Baskar hafa dansað öld fram af öld,
sömu lög eru leikin og fyrrum undir
dansinum og sömu vísur sungnar.
Baskar eru dugandi sjómenn og
fiskimenn. Hinir gömlu vasconar
bjuggu á dögum Rómverja í Nav-
arra, en lögðu undir sig Baskahér-
uðin og nokkurn hluta Aquitaniu
(Frakkl.) og vernduðu sjálfstæði
sitt gegn Aröbum. Navarra varð
sérstakt konungsríki, en skiftist
milli Frakklands og Spánar.
Spænsku Baskarnir hafa iðulega
tekið sér vopn í hendur til þess að
verja réttindi sín. Þeir gripu til
vopna árið 1833 og þeir tóku þátt í
upþreistinni 1878—1886, en eigi
með þeim árangri, sem þeir höfðu
vænst, því að þeir mistu mörg rétt-
indi, og fluttu þá fjölda margir
Baskar úr landi til Suður-Ameríku.
Það'er erfitt að læra mál Bask-
anna, að sögn; og fæstir Baskar —
að minsta kosti ekki alþýðufólk—
kunna spænsku. Þó liggur það
ekki illa fyrir Böskum að læra önn-
ur mál, því að Baskar, karlar og
konur, sem ráða sig til heimilis-
starfa, þar sem frakkneska er töluð
eða spænska, læra þessi mál fljót-
lega og tala þau vel.
í St. Sebastian, Biarritz og St.
Jean de Luiz; er margt Baskameyja,
sem vinna í gistihúsum og á heimil-
um, og er það á orði haft hve vel
þær tali öll þrjú málin, sitt eigið,
frakknesku og spænsku.
Baskar eru harðgerir mjög, segir
ameriskur rithöfundur í C.S.M., og
fastlyndir. Þeir elska land sitt
innilega. Öxi er þeirra þjóðarmerki
og er sá í miklum metum með
Böskum, sem slyngur er að fella tré,
og keppa Baskar um hver slyngastur
er.
Stjórnmálaáhugi Baska er mikill
og þeir eru stöðugt á verði á því
sviði. Loforð uppreistarmanna um
sjálfstæði Baskahéraðanna, ef
Baskar gengi í lið með þeim, vildu
þeir ekki taka trúanleg. En raun-
ar má segja, að Baskar treysti eng-
um fyllilega nema sjálfum sér.
Einn af þeirra gömlu málsháttum
hljóðar svo: Betra er að vera mús-
arhöfuð en ljónsrófa.
Á dögum Rómverja var Böskum
svo lýst, að þeir skeytti eigi um hætt-
ur og léti sér eigi bregða við sár,
eigi síður óðfúsir að hefna móðgun-
ar en rangsleitni, og ennfremur, að
þeir vildi búa einir að sínu og enga
stjórnmálasamvinnu hafa við aðra.
Loks, að með lagi mætti leiða þá,
en ógerlegt væri að knýja þá áfram
gegn vilja þeirra.
Enginn þjóðflokkur innan hins
rómverska keisaradæmis reyndist
erfiðari viðfangs en Baskar.
Enn vilja Baskar fara sínar götur.
Sagan ein mun leiða í ljós hvort sú
stefna, sem þeir nú hafa tekið leiðir
til þess, sem þeir ætla, að þeir fái
að vera sjálfstæð þjóð í sínu eigin
landi.
Spánn er oft kallaður sólarlandið,
segir ameríski rithöfundurinn, en í
Baskahéruðunum er votviðrásam-
ara, en í öðrum hlutum landsins.
Fyrir suðaustan Madrid; eigi langt
frá, koma ferðamenn í staði, þar
sem ekki rignir árum saman (t. d. í
Murcia kom rithöf. á stað, þar sem
ekki hafði komið deigur dropi úr
lofti í 7 ár), en ef haldið er þaðan
frá þurri, sendinni hásléttu, til
Baskathéraðanna í góðum bil, er
eftir fimm klukkustundir komið
þangað, sem gróðursæld og gróður-
fegurð er svo mikil, að furðulegt
og dásamlegt er, en það má þakka
úrkomunni, sem Baskahéruðin njóta
en ekki nær suður á Kastiliuháslétt-
una.
Og sannleikurinn er líka sá, að í
augum margra ferðamanna eru
Baskahéruðin fegurst allra héraða
Spánar, þótt þau séu i raun ekki
sérkennileg fyrir Spán. Ferðamanna-
straumurinn til Baskahéraðanna
eykst stöðugt, og það er dásamlegt
að koma þangað frá Kastilíu og
Andalúsíu, þar sem sól skín í heiði
fimrn mánuði samfleytt.
Zuloaga hefir málað Baskahér-
uðin bezt allra, en Baropa lýst þeim
bezt með pennanum. Heimspeking-
urinn Miguel Unamuno var sér-
kennilegur Baski.
Baskar eru ekki kunnir fyrir
margbreytilegar skoðanir eða fjöl-
hæfni, en þeir rasa ekki fyrir ráð
fram og þeir hugsa vel sitt ráð og
hvika sjaldan frá skoðunum sínum.
Frá Vasconia létu á haf út fræg-
ustu farmenn Spánar og skipstjórar
hvaða þjóðar sem er munu fúslega
bera vitni um það, að Baskar sé af-
burða sjómenn.
En hvort sem þeir fara um út-
höfin, eða stunda fiskveiðar, með
ströndum fram, gætir þess í allri
framkomu þeirra, að þeir elska land
sitt, kofa ,sínn og skika. Híbýli
þeirra eru hin sérkennilegustu i
fornum stíl, stundum bygð á stólp-
um, svo að vatn eða sjór geti eigi
flætt inn í þau, enda oft bygð á
stöðum, einkum við sjóinn, þar sem
hætt er við flóðum. Yfir híbýlum
þeirra er austurlenzkur bragur, eins
og tunga þeirra enn geymir mörg
orð frá Austurlöndum.
Gróðursældin í Baskahéruðunum
er mikil, sem fyr var sagt, og gróð-
urfegurðin, og það er fagurt i
Baskahéruðunum — dularfult og
fagurt í senn — þótt úrfelli sé eða
þoka, en þegar sól skín á land Bask-
anna er fegurðin svo mikil, að vart
getur meiri, og jafnvel sólarbirtan
sjálf virðist þar skærari en annars-
staðar viða hvar.
Kveðjusamsœti í Selkirk
Að aflokinni guðsþjónustu á
sunnudagskvöldið þann 27. júní,
var séra B. Theodore Sigurðssyni
haldið fjölment kveðjusamsæti í
samkvæmishúsi safnaðarins í Sel-
kirk. Hefir séra Theodore gegnt
þar prestsembætti hin síðustu árin,
siðan faðir hans lézt, og með prúð-
mensku sinni og góðvild aflað sér
fjölda vina, bæði innan safnaðarins
og utan hans. Samsæti þetta var
haldið til að votta honurn þinarþel
og þakklæti fyrir hans góða starf, í
þágu safnaðarins, og hans prúð-
mannlegu framgöngu, eins utan
kirkju sem innan.
Samsætinu stýrði fyrverandi for-
seti safnaðarins, hr. Jón Ingjaldsson
(forseti, B. Kelly f jarverandi).
Ýmsir ávörpuðu heiðursgestinn hlýj-
um orðum, þar á meðal Trausti Is-
feld, Jón Ingjaldsson, Jón Eiríksson,
og Margrét Sigurðsson, sem flutti
ávarp í ljóði, er birt verður seinna;
sömuleiðis flutti Bjarni Thorsteins-
son nokkur kveðjuorð í ljóði. Sam-
sætið fór mjög vel fram, og skemti
fólkið sér vel, enda þótt því sviði
söknuður við burtför séra Theodors
Að samsætislokum kvöddu allir hann
með hlýju handtaki og beztu óskum.
jKVEÐJU-AVARP
Séra B. Theo. Sigurðsson:
Þegar þér eruð að kveðja oss,
langar oss til, fyrir hönd safnaðar-
ins, að þakka yður fyrir dásamlega
vel unnið starf. Samvinna yðar og
safnaðarins hefir borið ríkulegan á-
vöxt. Drottinn hefir blessað starfið
og andlegu ávextirnir eru alt af að
koma í ljós og framtíðin mun sanna
það, að starf yðar hefir borið bless-
unarríkan ávöxt.
Það hryggir söfnuðinn og fjölda
marga í Selkirk-bæ, að þér eruð að
fara í burtu, og vér biðjum Drottin
að breiða blessun sína yfir yður og
alt yðar starf alla yðar pförnu æfi-
leið. Og svo biðjum við yður að
þiggja þessa litlu gjöf til minningar
um Selkirk söfnuð.
Fyrir hönd Selkirk-safnaðar,
B. Kelly, forseti.
(Undirritað að Mrs. B. Kelly
í fjarveru forsetans.).
Gus. Johnson J. E. Eirikson
K. Goodman S. Goodman
K. Bessason W. Walterson
G. Eyman Th. Bjarnason
(Safnaðarnefndin)
Selkirk, Man., 27. júní 1937
KVEÐJUORÐ
til séra B. Theodore Sigurðssonar
við burtför hans frá Selkirk.
Nú vegirnir skiljast, vér kveðjumst
í kvöld;
og kveðju þér vöndum sem bezt.
Því þó að vér lifðum hér ennþá í öld
vér ágætri fengjum ei prest.
Vér bárum ei gæfu að hafa þig hér,
til heilla oss, lengur um sinn.
En það skal oss gleðja að geymdur
þó er
á gulltöflum orðstírinn þinn.
Að meta þinn verðleik, oss vitsmuni
brast, " t
og verðum að gjalda þess hér.
Því auðsæ var skylda, að fylkja oss
fast
um foringja er ægishjálm ber.
Þú varst.okkar sómi og safnaðar
skart,
og sýndir oss anda þíns mátt.
Er tapast oss dýrmæti, blikandi bjart
vér bezt finnum hvað höfum átt.
Þeim öldruðu sýndirðu samúðar-þel,
er sárþreyttir heyja sitt stríð.
Til huggunar syrgjendum valdirðu
vel
þín vinarorð hjartnæm: og blíð.
Að æskunni réttirðu ylþýða hönd;
svo um þig hún hópaðist þétt;
þú gafst henni sýn inn á sólfögur
lönd
með siðprýði og mannkærleiks-rétt.
Þú fórst ei með öfgar né fávizku-
mál,
sem fella á sannleikann blett.
Þín ræða var hógvær, en sterk eins
og stál,
i stellingar rökfærslu sett.
Og frelsarans kærleika-kenningu þér
var kærast að innræta lýð.
í kristinni trú, því að kjarninn hún
er,
en kreddurnar leiða út í stríð.
Að byggja’ upp hið fallna í fegurri
stíl,
er færustu mannanna starf,
og svifta burt stíflu úr stöðupolls-
kíl,
sem straumrás til hreinsunar þarf.
Þinn framsækni andi og gáfnafar
glæst
og gifta, sem ei verður tæmd,
í framtíðar ljósbjarma lyfta þér
hæst,
og leyfa þig heiðri og sæmd.
B. Thorsteinsson.
Bœkur og blöð til sölu
íslendingasögur, Þjóðólfur, ísa-
fold og margar neðanmálssögur í á-
gætu bandi, fást til kaups hjá undir-
rituðum, er veitir allar upplýsingar
um skilmála.
Markús Johnson,
Baldur, Man.
ARISTOCRATS OR TRAMPS?
The guests at a dinner party were
being bored by a snob, who wanted
everybody to know that his family
belonged to aristocracy. At last an
old man asked him what he meant
by aristocracy.
“Well,” replied the snob, “I should
describe the artistocracy as those
who do not work for their living.”
“You surprise me,” said the old
man. “I thought people like that
were called tramps.”
’ ____- i
Drewrys
______
STANDARD
LAGER
*NO LAUGHING MATTER
FISHY BUSINESS
Teacher: “Smith, how many bones
have you in your body?”
Pupil: “I don’t know, sir.”
Teacher: “But you were told yes-
terday.”
Pupil: “Yes, sir. But I had fish
for breakfast this morning.”
'Phone
96 361
The DREWRYS LIMITED
REDWOOD and MAIN STS. WINNIPEG
o<—>o<—>o<->ocrroocziz>oc=ri>ocrri>ocrr3ocrz>ocriz>oc=
1
Verzlunarmentun
Oumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram
óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR 0g UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGENT, WINNIPEG
-%t%t .->rw——~>fl< >Q<"
•>»< - tnr--->n<---->n<----
25 oz.....$2.15
40 oz. $3.25
G & W
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
V
GOODERHAM & WORTS, LIMITED
Stofnsett 1832
Elzta áíengísgertS I Canada
Thls ad vertlseroent ls not lnserted by the Oovernment Ulquor Control Commlssion. Ths
Commlssion ts not responslble for statements made as to the quality of products advertised.