Lögberg - 15.07.1937, Blaðsíða 2
2
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 15. JÚLl 1937
Brotin Svipa
Tuttugasti og fjórði september er
merkisdagur fyrir mér. Því til á-
réttingar fór eg til þorpsins þann
dag, 1936.
Út úr pósthúsinu kom, mér að ó-
væntu, skáldsagan “Salka Valka”
herra Halldórs Kiljan Laxness, í
ensku þýðingunni. Á leiðinni heim
leit eg í bókina. Það fyrsta sem
fyrir mér varð; var mynd af karl-
manni fremur “úfrýnilegum” á káp-
unni. Hann virtist erfiðismaður,
helzt þilskip>amaður, og hafði upp-
gerðan kaðal i hendinni. Ótilkvödd
kqm vása Jóns Runólfssonar um
snærið og manninn, í huga minn.
“Aumingja Stjana, aumka eg hana,
að eiga’ ’hann svo vílinn og vælinn.
Alvaldur kæri áttu’ ekki snæri
að hengja helvítis þrælinn.”
Á kápunni var mynd af nokkrum
konum, líka í erfiðisbúningi. Það
þóttist eg sjás að fríðari konur, is-
lenzkar, hafði eg séð, en þessar gátu
vel verið til líka. Örstuttur útdrátt-
ur úr sögunni og nokkur orð um
höfundinn voru á kápu þessari líka.
Um söguna er þar sagt, að hún sé
góð saga frá Islandi, um höfundinn,
að fólki hans, það er heimaþjóðinný
þyki svo vænt um hann, að hann sé
launaður af landssjóði til ritstarf-
anna.—
Að öllu þessu yfirveguðu, lagði
eg í bókina sjálfa.
Ekki þarf maður að lesa lengi,
til þess að sjá, að höfundur fiefir
öðruvísi göngulag en tíðkast hefir,
'að hann er nútiðarmaður í framsetn-
ingu, dregur ekki dul yfir neitt, stik-
ar stórt, en á það þó til, að vera
bæði skemtilegur og segir það sem
honum dettur í hug, eg held alt,
fremur svo en það sem menn vilja
heyra.
Sumstaðar fagnar maður tiltekt-
um hans, en sumstaðar fer hann
langt út yfir þau takmörk, sem siðuð
manneskja getur fagnað yfir, er það
fyrst og fremst á því sviði( sem öll-
um hugsandi mönnum verður ávalt
að vera heilagt, til þess þeir geti tal-
ist siðaðir menn. Og ekki til þess
að þeir teljist eða geti talist siðaðir
menn, heldur af því, að það er skil-
yrði fyrir líkamlegri heilsu, að anda
hreinu lífslofti; svo er það og skil-
yrði fyrir heilbrigði sálarinnar, að
fara ekki með háð og glens, þar sem
ALDREI má ganga um, nema með
hreinleik.
Maður fæst því ekkert um það,
þó kafteinninn i Sáluhjálparhernum
sé sveittur og feitur, og veki máske
kýmni með berserksgangi sínum við
prédikanir, því manni finst að mað-
ur hafi séð einmitt svona kaftein, og
það er á vitund manns að þetta er
bara mannlegur maður og að tak-
mörk hans geta orðið ein og önnur,
við prédikanir og annarsstaðar,
jafnvel þó hann vilji vel og sé að
starfa i mannkynsins þjónustu.
Ekki verður maður heldur undrandi
yfir því, þó að konurnar, þær hinar
brotlegu og fávísu, sem þarna eru
sýndar, séu í fljótu bragði fremur
óaðgengilegir prédikarar. Og síðast
en ekki sizt finnur maður að höf-
undur er að segja sannleikann, þeg-
ar öskudyngjan kemur í áttina til
Hjálpræðishersins, utan að, því það
má slá því föstu að Herinn fékk
nóg af ösku og fúlum eggjum, er
hann hóf göngu sína á Islandi, sem
og öðru þvi er heimurinn hefir að
bjóða þeim, er vilja snúa sér frá
honum. En annað og betra mætti
honum þar lika.
En þegar höfundur brúkar sömu
léttúðina í framsetningu, er hann
segir frá myndinni af Jesú Kristi,
þá finnur maður, að það er eitthvað
stórlega athugavert við hann.
Þrjár aðallindir verða manni aug-
ljósar frá sál höfundar í bókinni.
Kirkjulegur áhugi, sinnar hliðar,
grímuklæddur. Kærleiki til þeirra
—
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man. ... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota... B. S. Thorvardson
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota .
Bellingham, Wash. .
Blaine, Wash.
Bredenbury, Sask. .
Brown, Man. J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask..
Cypress River, Man.
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask....
Garðar, N. Dakota..
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ..
Husavick, Man. ... F. O. Lyngdal
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta. ..
Minneota, Minn
Mountain, N. Dak. . S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask.
Oak Point, Man. ...
Oakview, Man
Otto, Man.
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man.
Seattle, Wash. J. J. Middal
Selkirk, Man
Siglunes P.O., Man.
Silver Bay, Man. ...
Svold, N. Dak. B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota .
Víðir, Man
Vogar, Man ...Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. ..
Winnipegosis, Man... . .Finnbogi Hjálmarsson
Winnipæg Beadh F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask
undirokuðu, druknandi föðurlands-
ást.
Um það fyrsta er það að segja, að
hjá honum er heild skilyrði langtum
fremur en Einstaklingurinn, sem vér
byggjum á. Höfundur bendir því
fingri að þjóð sinni og segir: Þið
eruð kaldir, dauðir; hafið í rauninni
hvorki höfuð eða hjarta. Guðsdýrk-
un ykkar er mest fíflalæti, þvi smæl-
ingjaríiir ganga frá dyrum ykkar
hungraðir, .kaldir, atvinnulausir. Ó-
upplýstir verða þeir bölinu að bráð.
Þá sparkið þið á þeim dauðum.
Að höfundur á trú, sér maður af
ýmsu. Fyrst: Þegar Sigurlaug er
að lesa Faðir vor yfir Sölku Völku
og friðast við það, þá bæði skilur
höfundur að þar ræðir um friðandi
afl, líka segir hann sjálfur þar: “So
good is God to men.” (Svo góður er
Guð mönnunum).
Líka, að þrátt fyrir alt, sem verð-
ur á vegi Sölku Völku, kemst hún
lifandi í gegn. I höfundarins aug-
um, eru þær opinberanir um lífið og
tilveruna, sem Salka öðlast, svo fáar
og smáar, að alimættið sjálft elur
hana upp, svipað og dýrin á mörk-
inni.
Þá kemur næsta lindin, kærleik-
urinn í sál höfundar: Skáldið sjálft.
Enginn sanngjarn maður getur
neitað því eftir að hafa athugað það
vel, að Halldór Laxness er vel
vængjaður þar. Hann sér heiminn
í gegnum augu þeirra smáðu og fyr-
irlitnu, er í þeirra sporum þegar
þeir eru ataðir í saurnum, sem heim-
urinn kastar á þá; finnur tárin
spegli þann er auglýsi fyrir henni
alla hina ljótu og viðbjóðslegu “lík-
þrá syndarinnar.” Það má því finna
því fót hér, að “þann sem hann elsk-
ar þann agar hann.”
Salka Valka á marga göfuga þætti
í sál sinni. Þar með er það viður-
kent, að slíkt geti vaxið upp i ís-
lenzkri mold.
Á stórmenni er bent, sem til hafi
verið með þjóðinni. Ekki er það
gert í neinu hefjandi sambandi við
söguna, en það má sjá að þjóðin
hefir átt þá.
Tvær manneskjur eru í sögunni,
sem eru íslenzkar og að eðlisfari
heiðarlegar, en sjá þó ekki út úr
augunum, hvað er að gerast í kring-
um þau. Samt má þekkja þar ís-
lenzkt fólk af góðri tegund, þó ekki
sé það algert. í þessi atriði heldur
höfundur, eins og druknandi maður
i strá. Það er bergmál þess, sem
var þó til í íslenzkri sál, en hann sér
ekki eftir af annað nú.
Er þá lýsingin sönn, sagan ?
Eg geri ekki kröfu til að vera svo
kunnug i dag á Islandi, að eg geti
sagt um það að fullu. Fyrir mínum
huga eru það einstaklingsdæmi dreg-
in saman í heild, í þjóðarsvipu. Sú
svipa, er fléttuð úr þeim eindum,
sem eg áður hefi nefnt. í heimi
þess, sem líður koma þrautirnar
mest til greina. Fyrir nokkuð mörg-
um árum síðan, sá eg fréttablað, hér
vestanlands, sem sagði frá því, að í
einu sléttufylkinu, hefðu tvö börn
dáið úr hungri; drengur tólf ára,
stúlka sjö. Faðir barnanna, ekkju-
ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meðal
fyrir sjúkt og lasburða fðlk. Eftir
vikutíma, eSa svo, verður batans vart,
og við stöðuga notkun fæst gðð héilsa.
Saga NUGA-TONE er einstæð i sinni
röð. Miljðnir manna og kvenna hafa
fengið af Þvi heilsu þessi 45 ár. sem
það hefir verið I notkun. NUGA-
TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að-
eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking-
ar eru árangurslausar.
Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE i
ábyggilegum lyfjabúðum.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 60c.
þeirra; klæðist í garma þeirra, er maður og bóndi, vildi ekki biðja
æfinlega staddur þar sem þeirra er 1 menn að hjálpa sér og virtist ekki
vandinn mestur. Tilfinning hans J hafa haft, hvorki vit eða vilja á því,
með smælingjunum er því eins djúp að farga skepnu, börnunum til lifs
og ekta og hún getur verið og hann j Á meðan þetta skeði, var til í land-
berst eða vill endilega berjast þeirra inu mikið af göfugmennum, körlum
baráttu. og konum, mikið af gulli og græn-
Það verður til dæmis lítið úr allri um skógum, mikið af glóandi ökr-
mæðradagskirkjuför karlmannsins, um og vötnum fullum af fiski, en
með konuna í eftirdragi, þegar mað- 1 að hverju kom það börnunum sér-
ur les og athugar alla sögu Sigur- 1 stöku, þegar enginn átti svo mikið
laugar, eins ‘og hr. Laxness segir til af dugnaði og mannkærleika, að
hana. Það er ekki skemtisaga; en líta eftir þeim?
manni verður samt ekki eins óglatt j Eg hugsa mér sögur Halldórs
af henni og helgidagsskjalli nútím- Kiljan Laxness eitthvað svona.
ans. ' | Hann tekur hin einstöku tilfellin og
Sigurlaug er næsta syndug. Sams- lætur gaddasvipuna ganga um þau,
konar kona og kom til Jesú Krists skiftir sér lítt um hitt. Enaf hverju
og Gyðingarnir þorðu ekki að grýta.
Hún kemur aftur og aftur, en gerir
aldrei það sem Meistarinn bauð
henni — að “syndga eigi framar.”
Dauðinn verður því laun hennar.
En á sína vísu elskar hún þessi
syndarinnar afkvæmi sín, elskar þau
út yfir gröf og dauða.
Öll kvölin sem hún hefir liðið, öll
syndin, sem hún hefir velt sér í,
er nú komin út fyrir lífsins tak-
mörk, þessa lífs takmörk, og á því
engan kost framar á þvi að bæta
ráð sitt á þessari jörð. Að þessarar
mannssálar líf hér á jörðu, hefir
verið hinn ömurlegasti sorti, það
hefir engin áhrif á hinn unga mann,
sem kemur að nánum. Hann bara
skemtir sér við að sparka í líkið og
sjá hvernig sjórinn gengur út um
vitin.
Samúð höfundar með Sigurlínu
og hörmulegum afdrifum hennar,
er eins djúp og lýsingin af hinu ó-
tamda lífi hennar er hlífðarlaus.
Druknandi föðurlandsást höfund-
ar. Svo mörgum finst að Laxness
sé aðeins að níða þjóð sína. í fljótu
bragði er ekki láandi þó svo sé, þar
sem hann tekur fram aðeins lýtin,
eins og gert er í þessari sögu, en
bendir ekki á neinn ærlegan mann,
sem nokkuð kveður að, er verði á
vegi þeirra mæðgna.
Eg held að það sé ekki af því, að
hann beri engan kærleika til ís-
lenzkrar þjóðar, að hann lætur svipu
sína ganga svo miskunnarlaust um
höfuð henni. Inst og dýpst í sálu
sinni finnur hann, eða óafvitandi er
það þá að sveima þar, að hann er
skorinn frá meirihluta þjóðarinnar,
getur ekki orðið honum eins vel sam-
ferða og ef öðruvísi hefði staðið á
fyrir honum. Honum gremst það.
Hann finnur einnig að á hverju, sem
veltur, getur hann enga aðra þjóð
tileinkað sér. Hann verður alt af
íslenzkur. Ekkert annað. Þá
gremst honum ósegjanlega alt það,
sem lýti eru á þjóð hans. Hann
leggur því fram ítrustu kraftana til
þess að laga það; sýna þjóðinni í
er það brotin svipa?
Þessi setning gerir það að mátt-
lausu verki, þegar fram í sækir; i
rauninni alt af. “O, that god
Jesus.”
í enskri tungu er lögð sterk regla
við því að skrifa nafn lifanda Guðs
með stórum staf. Guðdómstignin
er því tekin hér af Jesú Kristi, þar
sem um hann er talað eins og god.
Það skal viðurkent, að hér er til-
gangurinn látinn vera sá, að prédik-
endur Sáluhjálp>arhersins eru svo ó-
fullkomnir, að í huga Sölku Völku
verður þetta þannig. 1 mínum huga
notar höfundur sínar vel smíðuðu
kringumstæður til þess að tefla sínu
tafli, í þessu máli.
En hér skjátlast honum stórlega.
Hversu óaðgengilegir trúboðar, sem
þær kunna að vera, Þórdís Sigur-
karlsdóttir og Sigurlína, eða aðrir
þar, þá orkar enginn þeirra að taka
guðdómsmyndina af Jesú Kristi. Á
almætti Guðs eins, opinberuðum i
Jesú Kristi, er Sáluhjálparherinn
eitt af hinum stærstu hjálparmeðöl-
um mannanna þann dag í dag.
Stærsti her jarðar var hann 1914-18
þegar heimsstyrjöldin geysaði.
Hinir ensku þýðendur hafa gleypt
þetba — litla stafinn — “hook, line
and sinker” eins og þeir segja sjálf-
ir um það, sem heilt er etið. En
athugum hvað skeði á árinu, sem
þeir skrifa nafn Jesú Krists með
litlum staf, hjá voldugu félagi, í
verðlaunaskyni. Tveir konungar
eru teknir frá þeim sem þeir unna.
Annar á náttúrlegan hátt, í byrjun
árs eða um svipaðan tíma, og bókin
kemur út. í desembermánuði sama
ár, leggur hinn niður völdin, ekki
fyrir dauða, drepsóttir eða ófrið í
fandi sínu, heldur er hann tekinn
frá þeim, af þvi að hans eigin hvat-
ir hafa orðið svo mikið yfirsterkari
kröfum skyldunnar og ríkisins.
Konungurinn, sem landslýðurinn
elskaði og treysti til að leiða sig,
leggur niður kórónu sína og kveður
ríki sitt með brostið hjarta í hverju
orði. Eg heyrði kveðjuræðuna hans
í víðvarpinu eins ljóslega og þó hann
hefði verið inni í stofunni, sem eg
sat í.
Svona er lífið.
“Um steinsnar máttu eitt mér frá
aldrei, minn Jesú vikja þá.”
Ef þetta hefði ekki verið í Sölku
Völku, og sá andi sem samsvarar
þessu, þá finst mér, að hún hefði
verið ein af þeim voldugustu svip-
um, sem skáldin hafa skapað á sína
þjóð. En þetta brýtur hana. Það
er ekkert gagn í kærleika skáldanna
til okkar mannanna barna, ef þau
sjá ekki að þessu má ekki hagga.
Fyrir nokkrum mánuðum var eg
stödd á heimili á meðal framandi
fólks. Þar var talað um kirkjumál
og klerka. Segir þá konan: “Mér
þykir það svo afleitt, að eg fæ hann
ekki Jón minn til þess að fermast.”
“Jón” er innan við tvitugt. Hann
sat við hliðina á mér við borðið.
Segir Jón: “Ef mér líkar nýi prest-
urinn, skal eg láta ferma mig.”
Mér kom Salka Valka i hug og
litli stafurinn í nafni Frelsaráns, á
tungunni, sem gerði öðruvísi kröf-
ur. Mér fanst eg vera stödd hjá
drengnum, þegar nýi presturinn
færi að tala við hann, og eg fann
hjartslátt hans svo greinilega, þegar
honum yrði boðað orðið. Vaéri það
ekki Jesús Kristur, frelsari mann-
‘anna, með alfylling hins eilífa kær-
leika, sem drengnum yrði boðað, þá
myndi hann ekkert vilja með kirkj-
una hafa. Eg fann ljóslega, á and-
ardrætti hinnar lítt upplýstu sálar
drengsins, að öll hans farsæld, alt
hans líf, lék á því, hvort Jesús
Kristur yrði boðaður honum með
litlum staf eða stórum.
Á sama hátt finst mér Salka
Valka bera boðskap sinn, þeim er
hana lesa. Syndirnar, brotin mann-
anna, hrella svo mikið, vegna þess
að það sem stærst hefir opinberast
þeim, er skrifað með léttúð og litlum
stöfum.
Rannveig Kristín Guðmundsdóttir
Sigbjörnsson.
Bindindishorfur og
bindindishvöt
Eftir S. Benediktsson.
Það mál, sem er eitt af stórmál-
um heimsmenningarinnar, er ekki
efst á dagsskrá menningarþjóðanna
nú á tímum. Þingin, þing stærri og
smærri þjóða, héraðsþing, alheims-
þing, steinþegja. Kirkjuþingin ræða
það mál aðeins, en taka enga ákvörð-
un í málinu. Kvennaþingin ræða
það frá almennu sjónarmiði, gjöra
veikar yfirlýsingar, en leggja þær
svo á hilluna.
Þing bindindisfélaga ræða það, en
mest frá einhverju hálfúreltu sjón-
armiði og eru alt af að lina á strengj-
unum.
Vínbannshugmyndin er enn í hug-
um margra, en þó er nú svo komið
að engin samtök vriðast möguleg.
Póltísku flokkarnir vilja ekki
taka málið að sér, sem ekki er von,
því þeirra kærstu vinir eru brugg-
arar og vínsalar. Almennir þingmenn
þurfa dropans með til að halda sér
vakandi í þingsalnum, svo þeir geti
fullnægt þeirri einu skyldu, sem á
þeim hvílir, sem er, að greiða at-
kvæði með tillögum sinna leiðtoga.
En leiðtogarnir verða að taka sitt
vanalega svefnlyf, svb þeir geti feng-
ið samvizkuna til að sofa rólega
þegar um heill almennings er að
ræða. Eða með öðrum orðum, á
meðan pólitísk vélabrögð eru gjörð
að lögum, þarf samvizka þeirra að
geta sofið út þingtímann að minsta
kosti.
Alþýðufólk er hætt að ræða mál-
ið og bindindisfélög að mestu út-
dauð og alþýða móðlaus og ráðafá.
Svo það er ekki von að vel horfist.
Það gegntr furðu hvað menn yfir-
leitt virðast rólegir yfir ástandinu.
Venjan er víst að miklu leyti búin
að sætta menn við lífskjör þau, er
áfengisnautnin hefir skapað. Sjón
manna, alment, er að(sljófgast fyrir
drykkjubölinu. Drykkjumenn eru
hafðir í hávegum og þeim er trúað
fyrir ábyrgðarfullum embættum í
þjóðfélaginu. Og ungdómurinn fær
að mestu að leika lausum hala og
leyft að drekka í sig þær lifsreglur,
sem hann öðlast á götuhornunum.
Og jafnvel eldra fólkið leyfir áfengi
inn í hús sín og allri þeirri óreglu,
sem því fylgir og hneigir sig kur-
teislega fyrir aldarhættinum.
Foreldrar, sem ættu að vera fyr-
irmynd barnanna, eru orðnir svo
samdauna áfengisólyf janinni, að
að þau eru hætt að sjá mismun á
hvítu og svörtu. En þetta á alt sínar
undantekningar, sem betur fer. En
í heild sinni mun þetta yfirleitt vera
í aðalatriðunum, rétt. Og afleiðing-
ar aldarandans miklu verri en eg
hefi tungutak til að lýsa.
En þó að bindindismálið sé stórt
mál, þá get eg ekki hræsnað það, að
eigi séu önnur stærri mál fyrir
hendi — jafnvel á dagsskrá ment-
aðra þjóða. Mætti til þess nefna
atvinnuleysið og hernaðarhorfurn-
ar. Friðarmál hins mentaða heims
er óneitanlega stærsta málið á dags-
skrá. Næst myndi eg telja hagfræði-
spursmál þjóðanna, sem kannske
mætti setja fyrst, þar sem orsakir
stríðanna aðallega snúast um þau.
Samkomulag í þeim málum, sem
nefnd hafa verið, verður að fást
áður en til nokkurs er að vænta
| verulegra framkvæmda í bindindis-
' málinu.
En er þá ekkert hægt að gjöra til
að ráða bót á ofdykkju? Mér hefir
verið það ljóst fyrir löngu að sjálfs-
bindindi er ekki einungis mögulegt,
heldur jafnvel auðvelt. Einstakl-
ingar geta gengið i sjálfsbindindi.
Þurfa þeir hvorki að byggja á að-
stoð stjórnenda eða pólitískra
flokka, jafnvel ekki að standa í
neinu félagi.
En til að gjöra sjálfsbindindi
ennþá öflugra og víðtækara geta
menn bundist einhverjum félags-
böndum. Væri ekkert eðlilegra en
að sjá smá félög risa upp í hverri
bygð og bæ, þó ekki væri nema til
að vernda æskulýðinn.
Unglingafélög eru víða til. Nú
er uppreisnaröld æskunnar. Flestar
nýjar hugmyndir eru ræddar. Jafn-
vel bindindi er rætt stöku sinnum í
vísindaformi. En þó visindin séu
æskileg, þá er það ekki nema einn
af þeim mörgu þáttum, sem bind-
indismálið er spunnið úr. Hagfræð-
ishliðin er varla snert. Félagslega
hliðin virðist flestum ósýnileg.
Kynfræðismálin eru að mestu leyti
útlend í þessu landi. Siðfræðishlið-
in á ekki upp á háborðið hjá öllurn
ræðumönnum, þar á meðal sumum
Goodtemplurum. Þó er þess vert
að að minnast, að svo miklu leyti
sem prestar ræða bindindi, þá ræða
þeir það aðallega frá siðfræðilegu
sjónarmiði, þó þeir setji það vana-
lega í trúfræðilegar umbúðir, sem er
mjög eðlilegl.
Læknastéttin kemur vel fram í
þessu máli að því leyti að sanna,
með aðstoð efnafræðinnar, ótvírætt
að “Alcohol” sé banvænt eitur, og
hafi engin þau efni inni að halda til
næringar og viðhalds líkamans, sem
komi til greina i þeim efnasambönd-
um, sem eiga sér stað í “Alcohol.”
Og frá þessu sjónarmiði ræða svo
þeir, sem leggja áherzlu á vísindalegt
bindindi (Scientific Temperance).
En að skilja hina efnislegu verkun
áfengis er ekki nóg. Þeirri kenn-
ingu fylgir svo sljór siðferðiskraft-
ur. Það er þeirra “Missing Link.”
Mönnum verður að vera ljós sú
hætta fyrir líf og heilsu, sem stafar
af áfengisnautninni, að menn þori
ekki að drekka, sjálfra sín og ann-
ara vegna, bæði vegna einstaklings-
ins og þjóðfélagsins i heild.
Svo verður mönnum að vera ljóst,
að augnablikssæla getur leitt af sér
æfilangt böl og ófarsæld, jafnvel
lið fram af lið. Það ætti að vera
gjört ljóst að sú athöfn, sem skað-
ar einstaklinginn skaðar þjóðfélag-
ið.