Lögberg - 15.07.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.07.1937, Blaðsíða 6
6 LÖGrBEIiJG, FIMTUDAGINN 15. JÚLl 1937 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. Caverly hafði lyft manninum upp og staulaðist nú upp eftir skarðinu með þessa* ömurlegu byrði sína. Bó kom á eftir alveg útan við sig. Hún mælti ekki orð af munni og feldi ekki tár. Það var eins og hún væri algerlega svift því að geta fundið til. Loksins komu þau upp á hjallann, þar sem þau voru utan við skotmál. Caverly kraup á kné og lagði frá sér byrði sína, sem var orðin honum of þung. Clfaldarnir höfðu lötrað á eftir þeim og lögðust nú skamt frá þeim. Örlitla stund var másið í þeim einasta hljóðið, sem heyrðist gegnum sprengingarnar í olíuhverunum. Skothríðin hinum megin frá var hætt. Arabarnir höfðu gefist upp. Nú gátu þeir haldið sömu leiðina heimleiðis. Ein- hversstaðar inni á eyðimörkinni myndu þeir mæta félögum sínum — tómhentir myndu þeir mæta þeim. Lontzen lá á bakinu og starði upp í loftið með augum, sem ekkert sáu. Um svartar var- ir hans lék óskemtilegt skakt og skælt bros. Aður en eyðimörkin náði tökum á hon- um, hafði verið góður efniviður í þessum manni — hann hafði verið jafnoki hvers er vera skyldi, meira að segja betri en flestir aðrir. Nú lá hann hér og átti að deyja — og hann vissi það sjálfur. “Eg sagði þér það, liainy,” hvíslaði hann. “ Eg sagði, að þú skyldir fylgja mér hingað. Og þú varst að gera það. Það er nógu skrítið — nógu ...” Lontzen fékk hósta- kviðu og greip hendinni upp að kverkinni, en sami óskemtilegi broskipringurinn hélzt samt um munninn á honum. “Djöfullinn tekur alt af þann síðasta,” stundi hann upp úr sér og kastaði til höfðinu þreytulega. Caverly laut yfir hann og greip aðra bólguþrútna hönd hans, sem með ákafa reyndi að halda fast í hann. “Eg kenni í brjósti um þig — Carl.” ' “Nei, segðu það ekki. Það gerir ekkert. Það er ekkert að barma sér yfir. Bó — Bó— komdu hingað.” Lontzen fálmaði í kringum sig með hinni hendinni og fann ungu stúlk- una- “Ert þú þarna, Bó? Dugleg, lítil stúlka!. Nú er þér borgið — Guði sé lof.’’ Rétt á eftir sagði hann svo: “Heyrðu, Bó, það sem eg sagði þér um Kainy — það var lygi. Hann var ekki-----”' Handleggur hans féll máttlaus niður. Röddin varð að ógreinilegu, sundurlausu hvísli, svo að eigi var hægt að greina, nema einstök orð: ‘‘Olía — olíulindir — olía — miljónir—djöfullinn tekur þann síðasta---” Röddin dó alveg út. Maðurinn rétti snöggt úr sárþjáðum limum sínum og lá síðan grafkyr. Cari Lontzen var dáinn. Caverly breddi yfir andlit hans síðustu rytjurnar af kyrtli sínum og sneri sér síðan að Bó. Unga stúlkan hafði ekki hreyft sig. Hún stóð þar með þur augu og horfði niður á hina þögailu mannveru, sem hafði átt svo mikinn þátt í örlögum hennar og Caverly. Svo lyfti hún höfðinu og leit á Caverly. “Hann hefði ekki þurft að segja það,” hvíslaði hún. “Eg liefi vitað það lengi, að þér gætuð aldrei hafa reynst bleyða eða mannskræfa.’ ’ Caverly kinkaði kolli. “ Viljið þér fyrirgefa mér það, að eg skuli nokkurntíma hafa trúað því?” mælti Bó. Ofurlítið bros flaug yfir andlit hans. “Það er ekkert að fyrirgefa, Bó,” sagði hann. “Hvað vitum við manneskjurnar hver um aðra í fyrsta sinn, er við sjáumst. En nú— nú er engra skýringa þörf okkar á milli. Eg held að við þekkjum nú hvort annað.’’ Bó Treves horfði ofurlitla stund út í blá- inn. Svo sagði hún: “ Já, Kainy!”------- Það var ekki fyr en eftir þrjá daga, að Caverly og Bó Treves sáu í yztu brúnina á hinu mikla sléttlendi hinu megin fjallanna. Þau höfðu aðeins komist örstuttar dagleiðir og það með mestu fyrirhöfn og erfiðleikum, því að leiðin gegnum fjallaskarðið var bæði löng og órúlega torfær. Þau höfðu fundið bæði vatn og fóður handa úlföldunum, og nú komu þau út á gróið bersvæði. Loks voru þau nú komin á kunnugar slóð- ir. A hverri stundu gátu þau búist við að hitta vini, það er að segja útverði frönsku hersveitanna, sem voru á eftirlitsferð frá setuliðsstöðvunum. Og ef þau mættu þeim ekki, var það ekki verra en það, að þau áttu þá fjögurra—fimm daga ferð fyrir höndum, áður en þau næðu fram til siðaðra manna. Héðan af var ekkert framar að óttast. Það var dásamlegt fyrir þau að sjá á ný grænar grundir, eftir að þau vikum saman höfðu eigi haft annað fyrir augum en svartan fjallgarðinn og gular og hvítar sandöldumar. Úlfaldarnir höfðu drukkið og drukkið, eins og þeir fengju aldrei nægju sína — og þeir höfðu étið sig troðfulla og litu nú vel út á ný. Bó og Caverly voru heldur ekki sömu vofurn- ar og þær, sem fyrir nokkrum dögum höfðu skreiðst út úr eyðimörkinni á stein-uppgefn- um úlföldum. Þau voru nú farin að ná sér aftur í útliti og yfirbragði, og þau tóku nii að finna til þess á ný, að þau voru samt sem áður manneskjur, þrátt ’fyrir alt. Samanborið við ferðalag það, sem þau höfðu nú að baki sér, var það sem framundan lá leikur einn. Það var lítið annað og meira en skemtiganga í velhirtum lystigarð eitt tunglsskinskvöld. A þriðja degi um hádegisbilið, frá því þau voru komin gegnum fjallaskarðið, áðu þau á grösugum áshrygg og hvíldu sig þar vel og lengi. Þau voru svo þreytt, að þau ásettu sér að hafa þarna náttstað, og enn einu sinni hvelfdist himininn dásamlega fag-ur og stjörnuleiftrandi yfir höfði þeirra. Bó vaknaði fyrst um morguninn snemma. Hún settist upp og leit á úlfaldana, sem lág-u þar skamt frá og jórtruðu í makindum. Síð- an sneri hún andlitinu gegn rauðgullinni morgunsólinni og leit svo á Caverly. Er hún hafði horft á hann dálitla stund, flutti hún sig um set yfrum til hans og snerti léttilega við andliti hans. “Eg var einmitt að hugsa um, að eg get í rauninni alls ekki liðið svona skegg,” sagði hún. “Það er andstyggilegt. ” Caverly opnaði annað augað og leit á hana hug'si. Búningur hennar var framvegis ekki annað en það, sem eftir var af skraut- búningi Nökhlu, og það var, satt að segja, ekki sérlega mikið. “Jæja,” sagði* Caverly. “0g eg lá og var einmitt að hugsa um, að það væruð nú eiginlega ekki þér, sem ættuð að gagnrýna náungann alt of hart. En samt sem áður—’ ’ Hann stóð upp, fálmaði í fellingunum á skikkju sinni og dró þar upp lítinn gyltan rakhníf, sem einu sinni hafði verið eign Sassí Kreddache. Svo labbaði Caverly með rak- hnífinn í hendinni þvert y-fir hæðina og ofan í’’áeinum minútum síðar kom hann aftur og hinu megin, þar sem var ofurlítil uppspretta. bar sig frjálsmannlega; hann hallaði höfðinu lítið eitt, og glettnin blikaði í bláum augum hans. ‘ ‘ Eruð þér nú ánægðar ? Finst yður þetta ekki eins andstyggilegt ? ” “Þetta var í fyrsta sinn, sem hún hafði séð hann skegglausan. Og hana hafði aldrei grunað, að hann hefði svo fallega höku. Hann settist við hliðina á henni, lagði handlegg sinn utan um hana, eins eðlilega, og það væri hver annar sjálfsagður hlutur, og lagði kinn sína upp að kinn hennar. “Haldið þér nú að þér gætuð þolað að líta á þetta andlit svona öðru hvoru í fram- tíðinni ? ’’ spurði hann. Bó brosti. ‘‘Það hefir verið höfðingjaandlit,” mælti Caverly, “og það hefir líka verið þrælsand- lit.” “Og hvað verður það nú?” spurði hún. “Eg á við, hverjum á andlit þetta að tilheyra framvegis?” “Veslings forvitnum moldarþræl, sígraf- andi og leitandi fornfræðingi,” svaraði hann. "Friðsamlegum náunga og skikkanlegasta greyi, sem snuðrar í gömlum rústum og forn- leifum og hefir algerlega mist allan áhuga fyrir blóðsúthellingum og j)ess háttar dægra- dvöl. Starf mitt er í því fólgið að leita í forn- minjum á sérkennilegum og afskektum stöð- um víðsvegar um heim. Og nú sný eg aftur til þessa starfs.’’ “Þér heíðuð getað orðið höfðingi Mið- eyðimerkurinnar,’’ mælti Bó. Ilún þagnaði snöggvast og greip andann á lofti. Og þér hefuð getað fengið drotningu fyrir eigin- konu. ” Nókhlu.” Hann hló glaður í bragtði. “Nei, þakka yður fyrir, helzt ekki hana. Það vitið þér ósköp vel. ” “Það vissi eg ekki,” andæfði hún. ‘ Jæja, þá vitið þér það núna. Ætti Nakhla að vera gjaldið fyrir höfðingjatign- ina, þá vildi eg heldur kjósa að vera nakti þrællinn. ’ ’ Bó varpaði öndinni þungt. “Það er alls ekki svo vitlaust að vera þræll,” sagði hún eftír stutta þögn. Hann brosti liugsi út yfir höfuðið á henni. “Þrælahald er bannað hérna megin fjallanna. Þér eruð frjáls, vina litla. Eins og eg hefi heitið yður. Þér eruð nú aftur yðar eigin herra.” “Haldið þér það?” Hún hristi höfuðið hátíðlega. “Þá skjátlast yður illilega, góði vinur. Frá þeim degi, eða réttara nóttu uppi á milli sandhryggjanna, er eg hitti mann með mikið skegg, en mjög fáklæddan, hefi eg ekki verið minn eigin herra. Eg vildi endilega hata hann, og eg reyndi líka til þess. Eg gerði mér alt far um að ráða yfir mér sjálf — en —” Hún hreyfði sig ofurlítið í armi lians og þrýsti sér betur upp að honum, og armtak hans utan um hana varð fastara. Enni henn- ar snerti öxl lians. En hann gat ekki séð framan í hana. “Bó!” Hann lyfti höfði hennar, unz hann gat horft beint í augu henni. “Eg hefi ekki annað að bjóða þér er ánægjuna af því að grafa í gömlum rústum og allan heiminn að hringsóla í, og svo alla þá ást, sem eg get gefið þér. ” “Hvers meira gæti eg óskað mér?” spurði hún. “Mér datt snöggvast í hug að gera þig að drotningu yfir Gazim,” mælti hann, “en eg var ekki viss um, hvort þú kærðir þig um að eiga Sheik fyrir eiginmann. 1 eyðimörk- inni gildir gamla reglan. Þar á konan að vera manninum undirgefin. ” Eg kýs lieldur fornfríéðinginn,” svaraði hún hæglátlega. “Kæra Bó, eg elska þig.” Og hann kysti hana — fyrsta kossinn. “Það er ekki afleitt að vera þræll,” hvíslaði hún, “ef herrann aðeins tekur þræl- inn sinn með sér, hvert sem hann fer. ” “Og þetta segir Bó Treves—?” “Nei — Bó Caverly.” ENDIR Skógarpúkar Eftir Albert Engström. Gamli majórinn og eg sátum á grasflöt- inni minni í skugga kastaníutr jánna og drukk- um grogg. Alt í einu var hliðgrindinni sk’elt og gamli prófessorinn kom til okkar. —Fáðu þér sæti! —Nei, þakk’ fyrir, en get eg fengið lán- aðan kíki. —Með glöðu geði! A það að 6- eða 12- faldari? Eð viltu fá gamla skipskíkinn minn? Þökk, get eg fengið Zeiss 12? Hann fékk tólffaldarann minn og fór leiðar sinnar. Vinnumaðurinn minn kom. Hann var með kveðju frá bátshöfn, sem var nýlent. Það voru skólasúlkur, sem vildu fá að baða sig í baðvíkinni minni. —Sjálfsagt! Majórinn og eg sátum áfram yfir grogg- inu. —Hvaða skólastúlkur eru þetta? spurði liann. —Sennilega þær sömu og eru vanar að koma hingað nokkrum sinnum á hverju sumri frá Stokkhólmi. Það eru tvær gamlar jóm- frúr og um 20 stúlkur, sem vilja anda að sér sjávarloftinu og baða sig. Hliðgrindinni var aftur skelt og gamli yfirkennarinn kom að borðinu til okkar. —Viltu fá þér grogg? —Nei, en eg vil gjarna fá lánaðan kíki. —Prófessorinn er nýbúinn að fá tólf- faldarann minn, en þú getur fengið sexfald- arann eða gamla skipskíkinn minn. —Hvor dregur betur að sér? —Skipskíkirinn. —Þá tek eg hann, þökk fyrir, í guðs friði, Gamli majórinn sagði: — Jæja, þakka þér fyrir groggið — nú verð eg að fara. En eftir á að hyggja. Er nokkur leið að eg gæti fengið lánaðan bátinn þinn stutta stund. Eg ætlaði út í Kaupmannahólma. —Taktu hann, vinur, árarnar og keip- arnar eru í samkomuhúsinu. —Já, þökk fyrir, eg veit. Vertu bless- aður. Eg var með málverk á trönunum. Þær stóðu í skóginum alveg hjá vinnustofunni minni, en gamli majórinn hafði dregið mig frá vinnunni um stund. Það var heitt í veðr- inu, og tungumjúkt tal hans um groggið hafði gint mig. En nú ætlaði eg að taka aftur til óspiltra málanna með pensilinn. Eg gekk eftir skógarstígnum. Þarna glampaði á lér- eftið í sólskininu; það var lokkandi. En handan frá baðvíkinni fóru að koma hljóð, bliss, há og hvell hróp, skrækir, mas og hlátur. Það var auðheyrt að skólastúlkurn- ar voru þarna að baða sig. — — En hvað var nú þetta? Hver fjandinn? Hvað nú? Þama fyrir liandan lá yfirkennarinn á maganum með kíkinn alveg útdreginn. Ug--------nei, nú er komið full- mikið af svo góðu! Þarna hjá vinnustofunni lá prófessorinn með hinn kíkinn, auðsjáan- lega að kíkja á kvenfólkið. Svona nú, gömlu gikkir! Eg var sannarlega of einurðarlítill til að geta látið gömlu kvennabósana hætta. Ó, já! Aldurinn skiftir ekki svo miklu — eða er það kannske aldurinn, sem nokkru skiftir? En stúlkunum er nú samt vorkunn. Eg mátti til að taka í taumana. Eg hrópaði: — Nei, lieyrið þið, gömlu gárungar, verið þið ekki að þessu. Staðar nem, segi eg! Þeir voru kyrrir. —Ne-liei, heyrið þið mig, nú verður þessu að vera lokið. Komið þið heldur og svalið tilfinningunum með groggi, og eg lofa því, að vatnið skal vera jökulkalt! Jæja þá. Eg skal ekki trufla ykkur, en eg fer heim og vænti þess, að þið komið undir eins á eftir. Þeir höfðu sýnilega verið að verki, án þess að vita hvor um annan. Þeir stefndu að sama marki, hvor eftir sinni leið. Þeir önz- uðu ekki, heldur lögðust niður, haldandi, að þeir sæjust ekki, eins og þegar strúturinn stingur hausnum í sandinn og heldur, að eng- inn sjái lians stóra kropp. Skólastúlkurnar skríktu og ldógu og höfðu ekki hugmynd um púkana í skóginum. Það heyrðust áratök. Eg hljóp upp á fallbyssuhæðina. Fyrir neðan hana reri gömul kerling með köflótt sjal á bátnum mínum. 1 herrans nafni og f jörutíu, það var áreiðanlega gamli majór- inn, vinur minn, sem var orðinn áttræður. Sá var nú útsmoginn. Nú þoldi eg ekki meira. Eg fór heim og settist við groggborðið, eftir að eg hafði beð- ið um vatn. Eftir nokkrar mínútur komu prófessorinn og yfirkennarinn. Þeir voru skömmustulegir. —Nú sleppum við samtalsefninu, lagði eg til, og blöndum okkur grogg. —Hvar er majórinn? spurðu báðir. —Hann kemur bráðum. Eftir 20 mínútur kom majórinn, talsvert móður eftir róðurinn, berandi árarnar og liringlaði keipunum. Hann blístraði óperettu- lag. —Jæja, sáuð þið nokkuð, piltar ! hrópaði liann. —Sáum ? Hvað áttu við ? —Engin ólíkindalæti! En vitið þið, við hvað er átt, þegar talað er um sjalróður? —S jalróður ? —Já, maður setur á sig sjal og rær hægt og rólega. Stúlkurnar halda, að maður sé gömul kerling, sem ætlar að leggja lóð. Þær hrópuðu til mín og spurðu, hvað aborrarnir kostuðu. Eg svaraði ekki, og þá héldu þær, að eg væri heyrnarsljór. Svo syntu þær allar út til mín, nema gömlu jómfrúrnar — og um þær kæri eg mig kollóttan, eins og tollgæzlu- stjórinn segir. En þegar þær voru komnar í þriggja metra fjarlægð, fóru þær að skrækja og reyndu að kafa. Því maður lítur víst ekki út eins og kerling! Og gamli majórinn sneri hreykinn upp á litla hvíta yfirskeggið. Leifur Haraldsson þýddi. —Dvöl. ÆSKA OG ELLI Of lítil næring er mjög hættuleg, einkum börnum og unglingum. En hins vegar er skynsamleg hófsemi í mat og drykk öllum holl, einkum rosknu fóUíi, þar sem efnabreyt- ing er tregari í líkama þess en í líkama ungs fólks. Unglingurinn á að vaxa. Líffæri hans eiga að þroskast, og þess vegna á liann eða hún að bo’rða meira en gamalmenni, sem fitn,- ar fljótt, ef það etur og drekkur of mikið og hefir of litla hreyfing-u. Offita er hættuleg heilsu vorri. Hinn frægi læknir fornaldarinnar, IIip- pokrates, sem var uppi fyrir 2000 árum, brýndi þetta fyrir mönnum. Hann komst þannig að orði: Gamalt fólk þolir vel að fasta, ungt fólk illa, einkum drengir, og þá sérstaklega þeir, sem eru góðum gáfum gæddir. Gamalt fólk á að neyta meir þurmetis og gæta meira hóf’s í mataræði en ungt fólk. —Samtíðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.