Lögberg - 15.07.1937, Blaðsíða 3
LÖGBEIiGr, FIMTUDAGINN 15. JÚLl 1937
3
En svo er varla nokkur maÖur
svo fáfróÖur að vita ekki aÖ afleið-
ingar af víndrykkju eru ekki góðar,
þó frumverkun víns sé þægileg.
Eftirverkun er svo alkunn að hver
drykkjurútur þekkir hana og myndi
vilja forðast hana ef hann gætti
skynsemi sinnar og reyndi að breyta
eftir beztu vitund.
En ofdrykkjusyndin liggur ekki
öll á herðum drykkjumannsins. Vín-
bruggarinn ber stóran hluta af
þeirri byrði á samvizku sinni. Og
vínsalinn, eitursalinn, er engu ósek-
ari. Og löggjafinn á eigi minstan
þátt í þessari stóru alheimssynd.
Þessar stéttir mega skoðast erkió-
vinur mannfélagsins. Og ýmsir
valdamenn mega skoðast trúir þjón-
ar þessa óheillavalds, sem ágirnd og
mannhatur er rótin að.
Þegar lyft er hræsnisblæjunni
ofan af þjóðlífi Canada, þá er auð-
velt að sjá að Canada getur ekki
skoðast hófsemdar þjóð. Sú þjóð,
sem telur aðeins xo eða n miljónir
og drekkur út ioo miljón dollara
á ári í fengi, er engin hófsemdar-
þjóð.
En þessu vínflóði er veitt inn í
landið, segir alþýðumaðurinn, til
góðs fyrir fólkið. Tiundi partur af
þessari upphæð gengur í reikning
fólksins og lækkar skattana að því
skapi. Þá spyr eg hvernig á þvi
standi að skattar á fólkinu aukist á
hverju ári. Þá er ekkert svar. Og
svo má spyrja, því alcohol sé und-
anþegið í þeim lögum, er banna
eitursölu, eftir að vísindin hafa
sannað að alcohol er dauðlegt eitur.
“Af því,” segja löggjafarnir, “að
fólkið vill drekka þetta eitur, og er
fúst til að borga fyrir það. Svo,
til að fá $i í skatt getum við selt $io
virði af eitri. Það vill heldur borga
$i krókleiðis, heldur en leggja hann
fram beinleiðis.” Já, það sýnist svo,
en hvar kemur þá fram þjóðarvernd
og föður-umhyggja stjórnanna?
En segjum nú að fólkið gengi í
sjálfsbindindi og hætti að kaupa á-
fengi. Segjum að alþýðu manna
skildist, að sá dalur, sem hún geld-
ur í skatt undir vínverzlunar fyrir-
komulaginu væri henni helzt tii dýr
þegar alt væri skoðað, og breytti svo
samkvæmt þeirri skoðun. Væri það
ekki hugsanlegt — jafnvel mögu-
legt? Jú og eitthvað manndóm-
legra og meira í samræmi við heil-
brigða skynsemi ? Hvenær sem al-
menningsálitið snýst á þá sveif, er
bindindismálinu borgið. En þangað
til er vínbann óframkvæmanlegt og
alt lagakák til einkis.
Eg hefi áður — í grein í Lög-
bergi — bent á þörfina fyrir að
“vernda börnin.’’ Það er varla til
svo mikið mannlegt úrþvættí, að
hann ekki vilji vernda barnið sitt
fyrir hvaða hættu sem: er. Þess
vegna voga eg að skora á alla menn
og konur, að hef jast handa og gjöra
alt, sem hægt er, til að vernda börn-
in fyrir hinum áfengislegu véla-
brögðum eitursalanna, af því eg veit
að það er hægt. Það er hægt með
ýmsu móti. Alþýðan getur fengið
bindindisfræðslu í barnaskólunum,
sunnudagsskólunum og jafnvel
hærri skólum; ef hún sýnir nokkra
alvöru í því efni. Svo er hægt að
stofna unglingafélög, sem bæði
glæði bindindisáhuga og byggi upp
hjá börnunum félagsanda og sam-
úð og gjöri þau að vitrara fólki og
betri borgurum. Og þriðja atriðið
mætti nefna, þó það yrði fyrir suma
foreldra erfiðasti þátturinn í leikn-
um. En það er að gefa börnunum
góða fyrirmynd í bindindi sem öðr-
um efnum.
Eg er viss uni að margir feður
vildu leggja nokkuð á sig í því efni,
jafnvel hætta að sækja hinar dýrð-
legu bjórstofur, sem svo víða eru
gróðursettar, með leyfi meirihluta
atkvæða og venjulegri góðvild og
meinleysi. Því atkvæði fólksins eru
notuð til að heimila stjórnunum
bæði það úr löggjöf sem er gott og
ilt, hagstætt og óhagstætt alþýðu-
unni.
Eins og allir vita^ þá liggja ein-
hverjar skoðanir á bak við hverja
athöfn. Þess vegna er aldrei þýð-
ingarlaust að koma skoðunum inn í
♦ Borgið LÖGBERG!
huga barnanna. Kirkjan skilur það
vel og breytir samkvæmt því. Ann-
ars væri engin trúarskoðun til. Ilið
sama á sér stað í öllum skólum, alt
frá barnaskólum upp í háskólana.
Mæður kenna bömum málið og svo
með því lífsskoðanir og siðareglur.
Það er þvi hægt að kenna ungdóm-
inum hófsemd alveg eins og spar-
semi og iðjusemi og allskonar verk-
lega þekkingu. Það má kenna
börnunum þá trú, að á þeitn hvíli
siðferðisskylda að viðhalda og efla
þá stofnun, sem nútíðarmenningin
byggist á. Þetta er ekki talað út í
bláinn. Það er viðurkendur al-
mennur sannleikur.
Og þessi sannindi hagnýta vín-
salarnir sér eins ög eg skal skýra
frá með fáeinum dæmum.
Hér er partur úr ræðu, sem einn
af ræðumönnum á þingi vínsala, sem
haldið var í Columbus, Ohio.^ U.S.,
fyrir nokkrum árum síðan:
“Framtíð verzlunar vorrar byggist
mikið á því að auka löngun tnanna
til að drekka. Menn, sem drekka
áfengi deyja eins og aðrir; og hafi
Vinlöngunin ekki verið aukin, verða
skápar vorir tómir og fjárhirzlur
vorar sömuleiðis. Börn vor verða að
svelta eða vér verðurn að taka eitt-
hvað annað fyrir sem borgar sig
betur.
Það eru drengirnir, sem vor fram-
tíðarvon hvílir á. Eftir að menn
ná fullorðins aldri og löngun þeirra
í vín hefir verið vakin, breytast þeir
sjaldan úr því í þessu tilfelli. Og
eg geí þá bendingu, herrar mínir,
að 5 cent, sem eytt er til að gefa
drengjum fyrir drykk, komi til baka
í dollurum í peningaskúf fu yðar,
eftir að vínlöngunin hefir verið
vakin.”
Og umboðsmaður fyrir “The
Bartender League” í ræðu í District
of Columbia 6. maí 1908::—"Vín-
kráin — Saloon-svínastían — í
Bandaríkjunum er klúbbur fátækl-
inganna. Hún er það næsta stig
til að öðlast algjört lýðveldi í þessu
landi. Vínkráin er hinn flulkomn-
asti skóli, án bóka, í Bandaríkjun-
um. Það er meira gott í vínkránni
heldur en oss dreymir uin í allri
vorri heimspeki. Fullnaðartakmark
þeirrar stofnunar er virkilegt bind-
indi.”
\’æri hægt að koma nokkru yðar
til að trúa slíkum kenningum og
þessum. Og vilduð þér láta kenna
börnunum yðar slíka heimspeki?
Svo tek eg hér upp samtal milli
trúboða og vínsala. Trúboðinn
gengur inn í svínastíuna, sem næst
var kirkjunni, sem hann prédikaði í:
T.—“Ert þú eigandinn hér?”
V.—“Já, hvað vilt þú?”
T.—"Mig langar til að fá þenna
sal lánaðan fyrir fund á morgun
kl. 4.”
V.—"Htvaða sort af fundi?”
T.—"Kristilegan fund.”
V.—“Þú færð hann ekki. Ertu
rétt kominn út úr spítala?”
T.—“Þér verður borgað.”
V.—“Vil ekki peninga. Eg hefi
svo mikla peninga, að eg veit ekki
hvað eg á að gjöra við þá. Sérðu
þetta gull? Sérðu þessa seðla?”
L—“Viltu koma á fund til min
í kirkjunni kl. 4 á morgun og skýra
frá þvi hvernig þú komst inn í þessa
verzlun, hvernig þú heldur henni
við og hvernig alt gengur?”
V.—"Nei, sú kirkja starfar að þvi
að koma fólki til himnaríkis, en
þessi stofnun kappkostar að koma
því til helvítis.”
Þessar ræður og þetta samtal sýna
glögt hver er stefna og atvinna vin-
salanna. Hvað þeim finst áríðandi
að ná í ungdóminn. Og hvað á-
ríðandi fyrir þá að vekja vínlöngun-
ina hjá drengjunum yðar, svo að
verzlun þeirra geti haldið áfram og
blómgast. Og þeir hafa alveg rétt
fyrir sér í því, að þegar vínlöngunin
er einu sinni vakin, þá varir hún
lengi í mörgum tilfellum.
Og sama skilning hafa bindindis-
menn á því að koma bindindisskoð-
un í huga og hjarta barnantia, þvi að
í fleiri tilfellum varir hún áfram.
Það er aðeins sá munur á tilgangi
þessara gagnstæðu stefna, að önnur
leiðir til glötunar, en hin til far-
sældar, bæði andlega og líkamlega.
Ofdrykkjan eykur þrautir og þján-
ingar, spillir heilsunni og styttir líf-
ið, gjörir jafnt góða drengi sem
lakari að ræflum, að ólánsmönnum,
að handbendi þjóðfélagsins, að skað-
legum fyrirmyndum bæðká heimil-
unum og i öllu sínu umhverfi, og í
stuttu máli að eiturlimum á líkama
þjóðfélagsins.
Það eru eflaust margir, sem trúa
því að áfengið sé i ýmsumi tilfellum
heilsumeðal. Að það fjörgi sálina,
skerpi gáfur, auki hugrekki, stæli
vöðva og efli þol og úth'ald við
vinnu og íþróttir, skerpi andagift
skáldanna, skýri rödd söngtnanna,
gjöri hermanninn að kappa og búi
til heimsfrægar þjóðhetjur.
En þegar efnafræðingarnir fóru
að rannsaka efnasamsetningu Alco-
hols, og líffræðingamir Tóru að
rannsaka verkanir vínandans bæði á
sál og líkama, þó kom það gagnstæða
í ljós, við það sem talið er upp hér
að framan. Þá kom i ljós að
alcohol er eiturtegund, sem hefir
örvandi áhrif sem frumverkun, sem
æsandi lyf, en sem bráðlega leiðir i
ljós aðra verkun, sem er deyfandi.
Það hefir mjög svipaða verkun og
ópíum eiturtegundir, sem löglega eru
bannaðar í kaupum og sölum.
Eg kem hér með vottorð nokkurra
viturra manna, bæði frá fyrri og
nýrri tímum. Flestir þeirra eru
heiinsfrægir læknar.
Gríski heimspekingurinn Teneca
segir:—
“Ölæðið (ölvun) er ekkert annað
en sjálf-orsakað brjálæði.”
Shakespeare segir í leikritinu
“Othello,” 2. act, 3. scene:—
“Ó, þú ósýnilegi andi vínsins,
verður þú eigi þektur undir öðru
nafni, þá látum oss kalla þig djöful.”
Hobbs, enskur heimspekingur:—
“Bindindi þýðir það, að halda sér
frá öllutn þeim hlutum, sem orsaka
hættu og eyðileggingu.”
St. Páll:—
“Verið bindindissamir.” — “Gæt-
ið hófs í mat og drykk og öllum
hlutum.”
Henry Ford:—
“Heili þess manns, sem drekkur
áfengi, getur ekki verið fyllilega
hraður eða skarpur. Mín reynsla er
að það sé ekki um neina temprun að
ræða í sambandi við áfengi. Heili
og áfengi geta ekki unnið saman.”
Sydney Smith:—
“Viljir þú hafa heilbrigða hugsun
og heilbrigðan líkama, þá sneiddu
hjá áfengum drykkjunt.”
Lord Horder:—
“Traust vort á drykkjumanni
verður að vera gagnstætt því trausti
er hann hefir á sjálfum sér.”
Alcohol It’s Actions on the
9
Human Organism:—
“Þegar maður kemst i hættu, sem
útheimtir nánustu athugun og dóm-
greind, þá er alcohol ekki einungis
gagnslaust, heldur fullkomlega og
áreiðanlega skaðandi.”
Dr. Andrew Allison, Glasgow:—
“Drektu eða keyrðu! Reyndu ekki
hvorttveggja. Það eru margir, sem
fylgja þeirri reglu, þó þeir séu ekki
strangir bindindismenn.”
Sir Gilbert Barling, F.R.C.S.:—
"Eg segi það með þeirri áherzlu
sem eg get; að alcohol er ekki nauð-
syn nokkrum manni.”
Dr. G. Aschaffenburg, Heidel-
berg, Germany:—
"Áfengisnautnin rýrir úthald
verkamannsinjs. S,ú hiugmynd, að
hófdrykkja hjálpi starfsmanninum
í hans daglegu störfum, er fölsk.”
S'ir George Newman, K.C.B.,
M.D.
“Eg þekki enga vísindalega sönn.
un fyrir því, að alcohol efli eða
styrki hinn náttúrlega kraft líkam-
ans( eða að alcohol styrki taugar eða
vöðva.”
Próf. Max Gruber, Munich :—
“Það væri mótsögn gegn reynslu
náttúruvísindanna að staðhæfa að
eitur, sem skaðar svo bersýnilega,
tekið í stórum skamti, sé algjörlega
skaðlaust í smærri skamti.
Próf. E. P. Cathcart, M.D.:—
“Alcohol er vafalaust bæði kostn-
aðarsöm og hættuleg munaðarvara.”
Journal of American Medical
Association:—
“Alcohol er eitur í sínu insta eðli,
í dropa eða pela, i mörk eða gallónu,
í hvaða mæli sem er, er það eitur.
Meira eða minna í skamiti breytir
ekki eðli þess.”
Próf. A. Fovel:—
“Alcohol, í hvaða formi, af hvaða
skamti sem er, er eiturefni, sem
raskar mannlegum líffærum niður
til grunna, er mjög hættulegt og
skaðlegt fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið, og ætti þess vegna aÖ
vera fráskilið mannlegri fæðu.”
Sir Thomas Oliver, M.D.:—
“Vinnutap, svikin vinnubrögð,
eyðilögð heilsa, sem afleiðing af
drykkjuskap, er alveg óútreiknan-
legt.”
Dr. Ballantyne:—
“Alcohol er hindrun fyrir líf
barnsins á öllum stigum tilveru
þess.”
Ókendur höfundur:—
“Kennið hverju barni i öllum
skólum, að sá sem drekkur gjöri sig
að flóni.”
Ókendur höfundur:—
“Áfengisnautn foreldranna hefir
skaðleg áhrif á bæði andlega og
líkamlega heilsu barnsins, jafnvel
áður en það fæðist.”—(N. B.)
Þessir vitnisburðir koma allir frá
heimsfrægum mönnum í ýmsum
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson
SérfrœBingur I eyrna, augna, nef 206 Medical Arts Bldg.
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts.
Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866
ViCtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusimi — 22 251 Res. 114 GRENFELL BLVD.
HeimiU — 401 991 Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson Dr. D. C. M. Hallson
Stundar skurðlækningar og
Viítalstlmi 3-5 e. h. almennar lœkningar
264 HARGRAVE ST.
218 SHERBURN ST. —Gegnt Eaton’s—
Slmi 30 877 Winnlpeg
Slmi 22 775
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöingur J. T. THORSON, K.C.
Skrifstofa: Room 811 McArthur islenzkur lögfrœöingur
Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1666 800 GREAT WEST PERM. BLD.
PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaöur Fyrir tslendingat Vingjarnleg aðbúB. Sanngjarnt verB. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar
Cornwall Hotel 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING
MAIN & RUPERT Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Slmi 94 742 PHONE 26 545 WINNIPKG
A.S.BARDAL J. J. SWANSON & CO.
848 SHERBROOKE ST. LIMITED
Selur llkkistur og annast um út- 601 PARIS BLDG., WINNIPEG
farir. Allur útbúnaBur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi.
Skrifstofu talsími: 86 607 Heimiiis talsimi: 501 562 PHONE 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aB sér aB ávaxta sparlfé fðlks. Selur elds&byrgð og bif- reiBa ibyrgBir. Skriflegum fyrir- ipurnum svaraB samstundis. ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur 4 miöbiki borgarmnar. Herbergi Í2.00 og þar yflr; meB baðklefa $3.00 og þar yfír. Agætar máltlBir 40c—60c
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 Free Parking for Chiests
löndum. Ber eg meira traust til
þeirra og þeirra skoðana heldur en
þess sem oft kemur frá penna
leigðra blaðasnápa, sem svo margt
misjafnt hafa að segja á móti bind-
indi.
Vísindin hafa rannsakað þetta mál
rækilega og vitnisburður þeirra er
sá grundvöllur, sem ekki verður
haggað. Heilbrfgð skynsemi sér
hvílíkur fjárhagslegur skaði er að
eyða f jármunum þjóða og einstakl-
inga fyrir áfengi. Reynslan hefir
kent mönnum hvað félagsmálin líða
við áfengisnautn, hvað niðurlægj-
andi áhrif hún hefir á félagslega
sambúð manna, hvaða ófriðar-orsök
hún er bæði á heimilunum og um-
hverfinu, hvaða siðferðisspillir.
Hvaða náið samband er milli vín-
nautnar og þess allra lægsta i mann-
legum hvötum. Hvað margvislegt
heilsutjón hún orsakar. Hvað mörg
slys og dauðsföll skrifast í reikning
hennar. Læknarnir og dómararnir
eru sterk vitni þessu máli til sönn-
unar. Dómararnir staðhæfa að 9
af hverjum 10 glæpum megi reikna
til áfengisnautnar.
Heilbrigð skynsemi, jafnvel án
vísindalegrar þekkingar, sér afleið-
ingarnar og veit hver orsökin er.
Vínnautn, á ýmsu stigi, er það böl,
sem menn hafa verið sjónarvottar að
frá elztu tímum.
Á öllum tímum hafa verið menn,
sem mælt hafa á móti ofdrykkjunni
og varað við henni. Hver maður
skilur að “vont tré getur ekki borið
góðan ávöxt,” “að dúfa kemur
al'drei úr hrafnseggi” og að “af á-
vöxtunum skuluð þér þekkja þá-”
Bindindishugsjónin stendur í
sama flokki og allar aðrar framfara
hugsjónir, svo sem kvenréttindi, al-
menn mnnréttindi, miskunnsemi,
hluttekning með mönnum og dýr-
um, trúfrelsi, málfrelsi og samvizku-
frelsi, réttur til lifsins og leitunar
eftir farsæld þess og fullkomnari og
hærri lífstilveru.
Bindindishugsjónin má ekki logn-
ast út af, heldur á hún að haldast í
hendur við aðrar velferðarhugsjón-
ir.
Þó bindindismaðurinn viti og
skilji að algjört bindindi muni ekki
fást fyrir langan tíma enn, þá skoð-
ar hann það sina siðferðisskyldu að
halda stöðugt i áttina til meiri full-
komnunar og fegra lífs. Hann vill
kappkosta að leggja sem traustasta
undirstöðu undir framtíð barnanna,
svo þau megi sem bezt njóta góðs
af þeim árangri er honum hefir
auðnast að ná í sinni tíð, í baráttunni
fyrir þessari hugsjón. 1 nútíð er
hver ærlegur maður að starfa af
fremsta megni að því, að næsta kyn-
slóð megi erfa betri framtíð.
Það er föður- og móðureðlið að
vilja gefa börnunum betri framtíð.
Það vottar framfarasaga mann-
kynsins.
Hví skyldum vér þá, Islendingar
í Vesturheimi, gjörast ættlerar og
eftirbátar i þessu efni, eins vel og
vér þó dugum á öðrum sviðum þjóð-
lifs vors. Látum oss því sækja fram
og gjöra vora ítrustu tilraun til að .
glæða og efla þessa hugsjón vora —
að frelsa æskulýð vorn frá glötun.
— Verndum börnin!