Lögberg - 15.07.1937, Blaðsíða 4
Á
LÖGBHBG, FIMTUDAGINN 15. JÚLl 1937
Xögíierg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLiXJMBIA PREBB L, I M I T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO |3.00 um drið — Borgiat fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The
Columbla Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Ljóð og líf
Mannkyninu má vel líkja við drápu eða
hljómkviðu; æfi einstaklings við hljómbrot
eða ljóðlínu; þegar bezt tekst um líf einstakl-
ingsins líkist það að fullkomunun til fagurri
vísu í heildardrápunni eða hljómkviðunni;
komi til hins gagnstæða, truflast svo sam-
ræmið, að til ófagnaðar og slysa leiðir.
1 heilagri sambúð við ljóðsins lög
kemst lífið á æðsta stig.
1 hinni miklu bók sinni “Islendingar,”
kemst Dr. Guðmundur Finnbogason þannig
að orði: “Næst Guði treystu Islendingar
bezt — ríminu.” Heimspeki þá, sem liggur
til grundvallar fyrir þessari staðhæfingu má
vel til sanns vegar færa. Um rökkur rauna
og þjáninga í eldrauninni miklu við Hungur-
vöku og Svartadauða, varð það ljóðið, sem
reyndist hinn vígði þáttur. 1 stað þess að
kveða sig í kút söng þjóðin út úr áþján og
eymd; hún kvað' yfir sig frelsi í kúgunarstað;
hún söng yfir sig krossfána sjálfstæðisins
með þrumuljóði Einars Benediktssonar:
■ “ Bís þú unga Islands merki
upp með þúsund raddabrag. ”
1 íslenzkum öræfabýlum breyttist illvígt
skammdegið í heiðbjarta Jónsvökunótt við
rímnakveðiskap og ljóðalestur. Máttur orð's-
ins, máttur ljóðsins, rann saman í heild við
lífstréð sjálft og styrkti greinar þess.
Svo mikill máttur hefir fylgt íslenzkum
ljóðum, að réttlætanlegt var að höfundar
þeirra yrði nefndir kraftaskáld. Svo má
segja að hver íslenzfc öld hafi átt sitt krafta-
skáld frá dögum Ejgils til vorra daga. 0g
víst er um það, að samtíð vor á þann mann-
inn, sem að líkindum er mestur allra krafta-
skálda íslenzkra að fornu og nýju, þó harpa
hans ef til vill sé að mestu hljóðnuð, að því er
nýsmíði eða nýyrkju viðkemur. Þessi maður
er Einar Benediktsson; maðurinn, sem með
“Hvarfi séra Odds á Miklabæ,” “Ásbyrgi”
og öð'rum þrungnum ljóðum, skapaði svo skír-
an skóla í íslenzkri ljóðagerð nokkru fyrir
síðustu aldamót, að svo að segja hvert ein-
asta skáld þjóðar vorrar frá þeim tíma hefir
að einhverju leyti verið mótað af áhrifum
hans; annaðhvort að hugsun til eða málfari;
sum að hvorutveggju. Vitsmunastyrkur og
ljóðgöfgi haldast svo í hendur hjá Einari um
allan skáldf eril hans, að hann stendur einn og
út af fyrir sig sem klettur úr ljóðhafi hinnar
íslenzku þjóðar.
Því hefir verið haldið fram, að skáld-
skapur Einars Benediktssonar væri torskil-
inn, og kæmi þess vegna ekki að tilætluðum og
almennum notum; slík staðhæfing styðst eng-
an veginn við gild rök. Jafnvel þegar Einar
yrkir um djúp, heimspekileg efni, verður
framsetningin svo ljós, að auðskilin ætti að
vera hverjum þeim íslenzkum manni, sem á
annað borð verður talinn bænabókarfær.
Eftirminnileg hlýtur hún að verða hverj-
um ljóðunnanda, þessi eftirfarandi vísa úr
Stefjahreimi Einars:
‘ ‘ Mitt verk er þá eg f ell og fer
eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið;
mín söngabrot, er býð eg þér,
eitt blað í ljóðasveig þinn vafið.
En insta hræring hugar míns,
hún hverfa skal til upphafs síns
sem báran endurheimt í hafið.’’
Það er ekki einasta að Einar Benedikts-
son sé djúpsyndur ljóðspekingur, heldur er
hann frömuður íslenzkrar málsmenningar og
fágaðs ljóðforms. Vísa sú, sem hér fer á eftir
úr kvæðinu “Snjáka” sannar yfirburði Ein-
ars þegar ferhendan á hlut að máli:
“Ljúf er röddin líkt og vaki
ljóð við streng í óði dýrum,
stuðlar falla í hlátrum hýrum—
hendingar í fótataki. ”
Eitthvað meira en tómlæti og fáþökk
skuldar íslenzk þjóð þeim, sem þannig hafa
ort og haldið við í henni menningar-líftór-
unni.—
‘‘Næst Guði treystu íslendingar bezt —
ríminu.” Reynist þjóðin hvorutveggja trú í
framtíðinni, mun henni vel farnast, því þang-
að verður hún að sækja styrk sinn.
Heimilisdeilur
(Þýtt úr Free Press)
Fréttir um háarifrildi á fulltrúaþingi
samríkjanna um utanríkismálin eru að byrja
að berast út á Englandi, og hefir verið frá því
skýrt í tímaritinu “The Week” (Vikan).
Það er frjálslynt rit og “Lefir áður náð í
fréttir og spáð um málalok svo rétt og ná-
kvæmlega að undrum sætir; alt reynst bók-
staflega eins þegar til kom.
Ritið flytur það um þetta mál, er hér seg-
ir: *
‘ ‘ Sögur af fulltrúaþinginu um svo mikið
rifrildi að við uppþoti lá, hafa flogið fyrir að
undanförnu og eru heimildirnar fyrir þeim
úr þeirri átt, sem óhætt er að treysta eða trúa.
Blöðin bæði heima fyrir og erlendis hafa
verið þögul eins og gaddurinn. En vikuna
sem leið var þögnin rofin af einu blaði á
Frakklandi, sem venjulega veit hvað það seg-
ir. Þetta blað segir frá því að fulltrúar sam-
ríkjanna hafi fordæmt utanríkisstefnu ensku
stjórnarinnar. En að undanskilinni þessari
grein hélt þögnin áfram.
Það að ensku blöðin öll steinþögðu yfir
þessari frétt, skapaði þá sterku sannfæringu
meðal allra hugsandi manna, að alvarlegur
skoðanamunur ætti sér stað milli hinna að-
komnu fulltrúa og stjórnarinnar.
Blaðamenn, sem á fulltrúaþinginu voru,
fullyrða að Eden utanríkisráðherra hafi blátt
áfram gengið úr sæti sínu yfir til Mr. Jordans
fulltrúa frá Nýja Sjálandi, reitt til höggs með
blýanti og krafist þess að hann tæki aftur
sumt af því, sem hann hafði sagt, því það væri
skömmóttara en svo að stjórnin gæti legið
undir því.
Sú skoðun að um alvarlegan stefnumun
væri að ræða, fékk byr undir báða vængi þeg-
ar Nash fjármálaráðherra frá Nýja Sjálandi
fordæmdi harðlega utanríkisráðherra Eng-
lendinga á fundi í Lundúnaborg. Blöðin
mintust ekki á það fremur en það hefði aldrei
átt sér stað.
Sannleikurinn er sá, að svo rækilega var
sett ofan í við ensku stjórnina, að engin dæmi
eru til slíks, og var þar lengst gengið af
Savage forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Mr. Savage byrjað ræðu sína með þeirri
staðhæfingu að jafnvel þótt Englendingar
hefðu verið síkvartandi og kveinandi um veik-
leika Þjóðbandalagsins, þá væri sannleikur-
inn sá, að þeir mættu þar sjálfum sér einum
um kenna. Það væri í raun réttri England,
sem mest og bezt hefði að því unnið, að
veikja‘ þjóðbandalagið í hvert einasta skifti
sem það hefði verið veikt. 1 fyrsta lagi kvað
hann Loeamo samninginn sönnun þess að
Englendingar hefðu ekki hugsað sér að
styrkja þjóðbandalagið, þar hefði einnig ver-
ið um blekkingu að ræða — og þar af leiðandi
árás á bandalagið. Hann kvað Bretland hafa
spoppungað Þjóðbandalagið í annað sinn,
þegr það (Bretland) neitaði samvinnu við
Bandaríkin á meðan Manchuria-deilan stóð
yfir. Svo hefði verið bætt gráu ofan á svart
með því að bera það út að Bandaríkin hefðu
neitað samvinnu.
Þegar Mr. Savage kom að Eþiópíumálun-
um kvað hann Breta hafa verið fyrsta til þess
að leggja til að hegningaraðferð gegn Itölum
skyldi hætt, og þetta sagði hann að hefði ver-
ið ennþá ljótara vegna þess að Eþiópíumenn
hefðu ennþá verið að berjast og sterkar líkur
verið fyrir því að ræninginn hefði ekki þorað
annað en sleppa tökum, ef alvara hefði verið
sýnd.
Mr. Savage ákærði stjómina um það, að
bera fram þessa tillögu Mussolini í hag, án
þess að ráðfæra sig við samríkin öll í heild
sinni og sérstaklega Nýja Sjáland — landið,
sem orðið hefði að gera margar og alvarlegar
breytingar í sambandi við refsireglurnar;
hefði brezka stjómin með þessu tiltæki stofn-
að Nýja Sjálandi í hinn mesta vanda.
Þá sneri Mr. Savage sér að samningun-
um milli Ehglands og Þýzkalands. ‘ ‘ Hvernig
er mögulegt að treysta Englendingum?”
spurði hann: ‘‘þegar þeir gera sérstaka samn-
inga við Þjóðverja og leyfa þeim að auka sjó-
her sinn og flota fáeinum klukkustundum eft-
ir að Þjóðbandalagið hefir samþykt það í einu
hljóði að fordæma hersauka í nokkurri mynd,
sem beint brot á undirrituðum samningum?”
Sérstaklega var þó forsætsráðherra Nýja
Sjálands harðorður og berorður, þegar hann
talaði um hina svokölluðu “hlutleysisstefnu. ”
Það vom einmitt sjálfir Englendingar, sem
istungu upp á hlutleysissefnunni, og sú stefna
var beinlínis og að öllu leyti í hag uppreistar-
mönnum. Sjálfur kvaðst forsætisráðherrann
vera hlyntur hlutleysisstefnu, sem bygð væri
á alvöm og einlægni og framfylgt með djörf-
ung og sanngirni. Hann ákærði stjórnina
fyrir það að hafa sýnt hlutdrægni undir ein-
lægnis yfirskini.
AcV endingu lagði Mr. Savage áherzlu á
það að Nýja Sjáland væri lítið land; f jarlægð
þess frá Englandi og verndarher þess væri
þess valdandi að alþjóða friður væri
því nauðsynlegur um fram alt ann-
að.
Hann kvað það ómögulegt að
Bretland gæti samtímis brotið öll
sín loforð og allar sínar skyldur í
sambandi við Þjóðbandalagið og
vænst þess að samríkin styrktu það
eða færu með því í framtíðar stríð,
sem stafa kynnu af óheillastefnu,
er samríkin væru allskostar ósam-
þykk. Nýja Sjáland sagði hann með
öllu afsegja að skuldbinda sig til
þátttöku i stríði með Englendingum,
ef þeir að sínu leyti neituðu að
fylgja stefnu, sem beinlínis heyrði til
anda og tilgangi þjóðbandalagsins
og alþjóðafriði.”
Af þessu sézt það að engin furða
er þótt um óánægju sé að ræða í
samrikjiíum^ þegar þannig er mis-
boðið rétti þeirra og sanngjörnum
kröfum, bæði í utanríkisdeild stjórn-
arinnar og í fréttum þeim, sem blöð-
in hér í landi flytja. Þar er það gef-
ið í skyn að samríkin vilji semja við
Þjóðverja, hvað sem það kosti og
draga sem mest úr afli og áhrifum
Þjóðbandalagsins. Sannleikurinn er
aftur á móti sá, að þau (samríkin)
hafa lagt áherzlu á að Þjóðbanda-
lagið sé styrkt eftir mætti og því
veitt alt mögulegt lið friðarstefnunni
til viðreisnar.
Það virðist því liggja í augum
uppi að vísvitandi sé úr vissri átt
leikinn þessi blekkingaleikur, í þvi
skyni að koma á samningi milli
Breta og Þjóðverja.
Þessi saga er byrjuð, en ekki end-
uð.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
ÁrsþÍDg Bandalags
lúterskra kvenna
Bandalag lúterskra kvenna hélt
sitt 13. ársþing í kirkju Bræðrasafn-
aðar í Riverton, dagan 3., 4. og 5.
júlí.
Þingið hófst kl. 2, laugardaginn
3. júlí, með stuttri guðræknisstund,
er sóknarprestur stýrði. Bauð hann
þingið velkomið fyrir hönd Bræðra-
safnaðar og prestakallsins, og fór
hlýjum orðum um störf kvenna í
þarfir vestur-íslenzkrar kristni, fyr
og síðar. Setti svo forseti Banda-
lagsins, Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson
þingið. Stóð svo fundur yfir til kl.
6 síðd. Skemtif undur var að kvöldi;
erindi fluttu þá þær Miss E. Ander-
son, um starfshætti í þjónustu
“Social Service.” Mrs. Albert
Wathne flutti fróðlegt og djúptækt
erindi um íslenzkar fornaldarkonur
kristnar. Auk þess skemtu þar með
söng, Mr. Valdimar Benediktsson,
verzlunarmaður og forseti Bræðra-
safnaðar. Einsöng söng Mrs. V.
Eyjólfsson frá Víðir. Miss Agnes
Sigurðsson lék á hljóðfæri af mik-
illi list. Var samræmi í ágætum
ræðum, fögrum söng og góðum
hljóðfæraslætti, — stundin ljúf og
lifir í minni.
Sunnudaginn 4. júlí hafði Banda-
lagið starfsfund fyrri hluta dagsins.
Messugjörð fór fram í kirkju
Bræðrasafnaðar eftri hádegið. Til
kvöldverðar var þinginu boðið til
Geysis, stóð kvenfélagiðFreyja þar
fyrir veglegri veizlu, er þingið,
gestir þess og allir viðstaddir nutu
af. Dagurinn var undra fagur í há-
sumardýrð; með blómlega akra á
allar hendur og samfögnuð manna
og samræmi við sýnilega náttúru-
dýrð. Um kvöldið fór fram breyti-
leg og fullkomin skemtiskrá í kirkju
Geysissafnaðar. Þar flutti fröken
Halldóra Bjarnadóttir ítarlegt erindi
um margþætt starf kvenfélaganna á
íslandi. <— Mrs. Finnur Johnson
flutti hugðnæmt og hrífandi erindi
um kraft bænarinnar í daglegu lífi.
Baldur Guttormsson lék á píanó og
Jóhannes Pálsson lék á fíólín og
Miss Lilja Pálsson spilaði einnig á
píanó. Þetta unga og efnilega fólk,
sem einnig er frændfólk, hefir náð
mikilli listhæfni í músík, hvert á sínu
starfssviði, og leika eingöngu klass-
ísk viðfangsefni. Söngflokkur Ár-
dalssafn. undir forustu Mrs. S. A.
Sigurðsson söng, og tókst það með
ágætum, eins og ávalt. Að lokinni
samkomunni var öllum mannfjöld-
anum boðið til kaf fiveitinga í sam-
komuhúsinu.
Á mánudagsmorgun hófust starfs-
Biðjið matsalann um Clover Leaf
Link Lax! Clover Leaf er inndælis
fiskur og er ótrúlega ódýr. Njótið
Clover Leaf máltíðar sem oftast.
Ljúf feng á margan hátt!
fundir á ný; og vöruðu til kl. 4. Fór
þá fram, meðal antiara fundarstarfa,
kosning starfskvenna félagsins:
Forseti, Mrs. Ingibjörg J. Ólafs-
son, Árborg
Vara-forseti, Mrs. O. Stephensen,
Winnipeg.
Skrifari, Mrs. H. F. Daníelsson,
Árborg.
Vara-skrifari, Mrs. H. S. Er-
lendsson, Árborg.
Féhirðir, Mrs. Jóna Sigurdsson*
Árborg.
Vara-féh., Miss Kristín Skúla-
son, Geysir.
Meðráðakonur í framkvæmdar-
nefnd: Mrs. A. Sigmar; Glen-
boro; Mrs. B,. Bjarnason,
Langruth; Mrs. Louise Gísla-
son, Brown.
Ritstjórar “Árdísar”: “Mrs. O.
Stephensen, Winnipeg; Mrs.
Ingibjörg J. Ólafsson, Árborg.
Ráðskonur blaðsins: Mrs.
Finnur Johnson, Winnipeg;
Mrs. G. Jóhannesson, Wpeg.
Forstöðukonur í kristindóms-
fræðslu: Mrs. H. G. Hinriks-
son; Winnipeg; Mrs. B. S.
Benson, Winnipeg.
Kl. 4—6 á mánudag var bindindi
rætt; flutti Miss Lilja Guttormsson
frá Geysir einkar uppbyggilegt og
fróðlegt erindi um bindindi. Nokkr-
ar umræður fylgdu og þingsamþykt
viðvíkjandi því máli. Enn fremur
sungu nokkrar stúlkur. Piano spil
gaf Baldur Guttormsson. Var fundi
svo frestað til kl. 8.
Á mánudagskvöld kl. 8.30 hófst
hinn síðasti þingfundur.
Allir kvöldfundir höfðu verið fyr-
ir fullu húsi og ávalt erfitt um sæti.
En að þessu sinni troðfyltist hin
stóra og veglega kirkja Bræðrasafn-
aðar svo, að í kirkjunni og um-
hverfis hana, munu hafa verið hátt
á 5. hundrað manns.
Að þessu sinni fór nú fram úrslita
samkepni í framsögn íslenzkra
ljóða, er Bandalagið gekst fyrir, og
á heiður af að hafa hrint af stað og
haft með höndum á ýmsum stöðum,
á þessu ári.—
Áður en að úrslita samkepnin færi
fram var annað prógram. Hlýjar
glæður frá arineldum landnemabýl-
anna eygðu menn í f jarska, er Mrs.
B. S. Benson flutti erindi, sem hún
nefndi “Kirkjan og konan”; rakti
hún þar áhrif kvenna á krkjulegu
málin, frá landnámstíð til vorra
daga. Einnig sungu bræðurnir
Hermann og Thor Fjeldsted tví-
söng og voru margendurkallaðir
fram. Unglingsstúlkur sungu á ný,
undir stjórn Mrs. Sigurbjörn Sig-
urðsson. Lítil stúlka, Frankie
Fisher, bar fram mjög skemtilega:
“Brúðan mín hefir fengið flú.”
Fimm börn, f jórar stúlkur og einn
drengur, tóku þátt i úrslita sam.
kepninni. Beatrice Ólafsson frá Ár-
borg hlaut medalíu Bandalagsins.
Hinir þátt-takendur fengu Nýja
testamentið að gjöf.
Að þessu loknu fóru fram þing-
slit. Konur Bræðrasafnaðar báru
nú fram rausnarlegar veitingar
fyrir mannfjöldann^ sem allir nutu,
er vildu. Hrifning og fágæt aðsókn
gjörði þennan kvöldfund sem og alla
fundina, í sambandi við þingið, ó-
gleymanlega. Sá er linur þessar
ritar, var sérílagi hrifinn af andleg-
um áhuga, er yfirleitt kom í ljós, og
hinum vönduðu erindum, sem flutt
voru á þinginu. Á Bræðrasöfnuð-
ur og þá sérstaklega kvenfélag safn-
aðarins og allir, er að unnu; ásamt
kvenfélagi Geysissafnaðar og hjálp
er það naut af hálfu bílaeigenda, við
keyrslu innan héraðsins, hugheilar
þakkir skilið.
Ávalt hefir kirkjufélag vort, frá
öndverðu og til vorra tíma, átt sinn
ágæta bakhjarl í starfi kvenna í
þarfir kristni og mannúðarmála í
hinu vestur-íslenzka mannfélagi.
Bandalag lút. kvenna táknar sam-
einaða krafta, fómfúsan anda,
skipulagða starfsháttu og mun mátt-
ugt verða til blessunarríkra áhrifa í
komandi tíð; semi að undanfömu.
N. ólafsson.
Kirkjuþingsþankar
Eins og vant er, koma ýmsar hugs-
anir til manns eftir að hafa setið
nokkra daga á kirkjuþingi. Er og
kannske verðmæti kirkjuþingsins í
því fólgið, að það vekur ménn til
umhugsunar um trúarástand þeirra
sjálfra og annara. Að minsta kosti
virðist mér það og er það þessvegna
að eg læt þessar línur frá mér fara.
Eitt sem eg tók eftir og þótti vænt
um á þessu kirkjuþingi, var áhugi
fyrir ungmennamálum, er sýnist
vera að aukast hjá eldra fólkinu.
Margt, sem sagt var á þessu þingi
bendir í þessa átt og getur það ekki
annað en talist góðs viti. Veit eg
að yngra fólkinu þykir vænt um
þetta, þar sem því hefir lengi fundist
eldra fólkið ganga fram hjá sér og
of lítil tillit væri tekið til hinna
ungu. “Með aldrinum kemur vizka”
segir það að sé álit hinna eldri og
því skifti þeir sér lítið af þeim ungu.
En nú virðast straumhvörf ætla að
eiga sér stað. Voru margir erind-
rekar ungt fólk.
En þó get eg ekki verið bjartsýnn
hvað framtíð kirkjufélagsins snertir.
Eg fann til þess, að flestir, sem létu
nokkuð til sin taka á þessu þingi
voru eldri menn. Annaðhvort fanst
þeim ungu þeir ekki geta sett fram
hugsanir sínar skipulega á íslenzku
og veigruðu sér við því að mæla á
ensku, eða þeim fanst þeir ekki nógu
kunnugir málum, til að ræða þau.
Hræddur er eg því, að áhugi manna
fyrir ungmennamálum hafi komið
nokkuð seint. Hinir yngri hafa
orðið útundan og þekkja ekki þau
mál er liggja fyrir kirkjufélaginu.
Kemur hér tvent til greina, það sem
eg benti á að unga fólkinu hefir ekki
verið sint og svo það, að svo margl
af því hefir ekki full not af messum
og umræðum, er fara fram á ís-
lenzku. (Þó er nú stundum gert of
mikið úr vímkunnáttu hinna yngri
á íslenzku; en við það tapast kjark-
ur. Þó er það virkileiki í mörgum
tilfellum).
Þetta hefir haft það í för með sér
að hinir ungu hafa orðið andlega
útundan. Þeir þekkja ekki sögu
kirkjufélagsins né kenningargrund-
völl þess. Og það er eimitt í þessu
máli, sem mér finst kirkjufélaginu
mest hætta búin. Það sýnist vera
komið það los á hugsun manna í
þessu máli, að illmögulegt er að vita
hvar kirkjufélagið stendur hvað ýms
trúaratriði snertir. Kom þetta
greinilega í ljós i sambandi við um-
ræður um mál nokkurt, en eg leiði
hest minn hjá því. Nauðsynlegt finst
mér samt hverri stofnun vera að vita
á hvaða grundvelli hún er reist, því
annars helzt eining ekki. Og nauð-
synlegt er að hún hafi ýmislegt á
starfsskrá sinni, er kostar erfiði og
hugsun að eigast við. Er það ekki
vegur farsældarinnar að losa sig sem
fyrst við alt erfiði strax þegar í
harðbakka slær eða hætta við byrjað
verk vegna erfiðleika og láta aðra
taka upp byrðina. Menn vinna þess
betur sem erfiðleikarnir eru meiri.
En til þess að eg snúi mér aftur
að kirkjuþinginu, vil eg minnast á
laugardagskveldið, sem helgað var
ungmennunum. Ungmennasamband
kirkjufélagsins stóð fyrir skemti-
skránni það kvöld. Töluðu þar Allen
Goodman frá Upham; Norton An-
derson frá Selkirk og séra Vald. J.
Eylands frá Bellingham. Ræða
Norton Andersons fór eiginlega út
á það, hvað erfitt væri fyrir unga
fólkið, sem skildi ekki íslenzku, að
fylgjast með kirkjumálum, og hefi
eg drepið á það mál. Séra Eylands
tók sem texta “Minnist Drottins
Jesú Krists.” Er hann frábærlega-
vel máli farinn; en fyrir vonbrigð-
um varð eg. Mér fanst að ef til-
heyrendur hans væru kristnir, þyrfti
ekki að eyða eins mörgum orðum í
f