Lögberg - 19.08.1937, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, Í937
Ný ir Heim ar
Eftir Svein Sigurðsson.
I.
Síðan ísland komst í ritsímasam-
band og nú síðar í talsamband við
önnur lönd, og eftir að samgöngur
hafa aukist á alla lund, eins stór-
kostlega og raun ber vitni; berast
allar nýjar stefnur og hreyfingar í
andlegum málum, stjórnmálum, bók-
mentum og listum hingað hraðar en
áður voru dæmi til — og eru orðnar
gamlar og úreltar áður en varir.
Þessar stefnur og hreyfingar eru
hér á ferðinni um líkt leyti og í ná-
grannalöndunum. I>ær koma og
hverfa, skilja ef til vill eitthvað eftir,
sem setur svip á oss hér heima um
stund, af því vér erum oft næmari
fyrir nýjungum en aðrar. stærri
þjóðir. En þessi svipur víkur svo
smámsaman fyrir öðrum. Vér höf-
um i trúmálum fengið hingað flestar
stefnur og hræringar nágrannaþjóð-
anna. En það eftirtektarverða er,
að einmitt í þeim málum erum vér
sjálfstæðari gagnvart hinum erlendu
sérstefnum og hreyfingum en í flest-
um öðrum málum. Vér höfum
fengið þær yfir oss hverja eftir
aðra, nú síðast Otxford-hreyfinguna
og dr. Hallesby, en hvorki hún né
Hallesby virðast ætla að valda
nokkrum alda'hvörfum í andlegu lífi
voru, og eru þó báðir þessir aðilar
áhrifamiklir. — Vér höfum fengið
hingað í bókmentum rómantík,
realisma, modernisma, — í stjórn-
málum; sósíalisma, kommúnisma,
national-sósíalisma, — í listum ex-
pressionisma, impressionisma, kúb-
isma, surrealisma — og hvað þeir nú
heita allir þessir “ismar” undanfar-
inna ára. En vér höfum verið
furðu-fljótir að átta oss á þessum
“ismum,” hirða það sem í hag kom
vorum þjóðháttum, en láta hitt fara
sinna ferða inn um annað eyrað og
út um hitt. Þrátt fyrir íslenzka
nýjungagirni, sem réttara væri þó
að nefna fróðleiksfýsn, ná “ismarn-
ir” aldrei tökum á oss, heldur tökum
vér undir með skáldinu Guðmundi
Guðmundssyni, þegar hann kveður:
“Mig varðar ekkert um “isma”
“og “istanna” þrugl um list!
Eg flýg eins og lóan mót sól í
söng,
þegar sál mín er ljóðaþyrst.
Það er þjóðareinkenni að forðast
kreddunnar farg, velta þvi af sér,
eða helzt að láta það aldrei ná nokk-
urs fangastaðar á þjóðlífinu. Það
þjóðareinkenni er dýrmætt. Vér
erum aðeins háðir “ismunum” með-
an vér erum að átta oss á þeim.
Þegar litast er um í heimi ís-
lenzkra bókmenta nútímans, eða síð-
an rómantikin frá dögum Bjarna og
Jónasar, og þar næst realisminn frá
tímum Gests Pálssonar og annara
“Verðandi”-manna, hætti að vera
mælisnúra og fyrirmynd í skáldskap
og list hér á landi, má greina áfram
tvo megin-strauma, sem eru jafn-
ólíkir hvor öðrum eins og hin gamla
rómantík og realismi voru á sínum
tíma. Helztu einkenni annars þess
ara tveggja megin-strauma í ný-
íslenzkum bókmentum er ofurmat
vitsmunanna, hinnar hagrænu hug-
arstarfsemi heilans, kaldræn efnis-
hyggja. sem metur skynheiminn og
líkamlegar þarfir manna meira en alt
annað, en sálina, ef hún er þá viður-
r-end sem einskonar úrelt líffæri a
)
oorö víð botnlangann, sem helzt beii
að gefa sem minstan gaum. Sam-
kvæmt barnalærdómsbók þessarar
bókmentastefnu eru það ekki ,hin
æðri sálaröfl, göfgi ‘hugans, trú né
siðgæði, sem mest veltur á í lífinu,
heldur hagnýt reynsluþekking,
kænska, árvekni og- dugnaður að
koma sér áfram, helzt þó á heiðar-
legan hátt. En hið sálræna í eðli
manna má ekki verða mjög að um-
talsefni. Á tímum vélamenningar
og verklegra framfara þykir of mik-
ið skraf um sálina næsta barnalegt
og óviðeigandi. — Vér könnumst
við tóninn frá eldri rrthöfundum
erlendum, sem hafa náð nokkurri
hylli hér á landi, svo sem frá Mau-
passant, náttúruhyggju hans og
hentistefnu, í ritum eins og “Bel-
Ami” o. fl.; frá Zola og ýmsum
fylgjendum hans, o. s. frv. Áhrif
skörungsins Georgs Brandesar verða
mikil um eitt skeið einnig hér á
landi, en sjálfur verður hann einmitt
fyrir miklum áhrifum frá franskri
listfræði. Blind trú hans á náttúru-
vísindin, hin neikvæða gangrýni
hans, sem endaði á mishepnaðri til-
raun til að sanna, að höfundur krist-
innar trúar hefði aldrei verið til,—
og boðskapur hans um, að listin og
bókmentirnar séu hvorttveggja tak-
mark, en ekki tæki í þágu hinna
æðstu hugsjóna (“l’art pour l'art”-
kenningin), hefir ásamt fleiru orðið
til að bæði hatin og ritverk hans
hafa fallið fljótara í gleymsku en
vænta hefði mátt um annan eins
vitsmunamann og Brandes var. I
einum fyrirlestra þeirra, sem rithöf-
undurinn Konrad Simonsen hélt við
háskólana í Kaupmannahöfn og
Osló 1917, gefur hann þessa óvægi-
legu lýsingu á áhrifum Georgs
Brandesar á andlegt líf samtíðar-
innar:
“Það er ljóst, að hinn ákafi áróð-
ur prófessors Brandesar hefir aldrei
orðið til annars en að vekja hatur og
þverúð. Aldrei hafa orð ‘hans knúð
fram rödd kærleikans. Með síend-
urteknum yfirlýsingum sínum um
fyrirlitningu sína á heimsku mann-
anna, átthagaást þeirra og þjóðar-
kend, trú þeirra og tilbeiðslu á æðri
máttarvöldum, gróðursetti hann
þessa sömu fyrirlitningu hjá æsku-
lýðnum. og með það takmark fyrir
augum skipaði hann rithöfundunum,
bæði þeim stóru og smáu, í flokka.
—Árangurinn af því, hvernig hann
upprætti trúna á allar hugsjónir,
varð upplausn, sundrung, girndir,
efnishyggja, öfund, guðsafneitun og
þegar bezt lét yfirborðsþekking.
Slíkur varð skerfur hans til menn-
ingarinnar, þeirrar menningar, að
Verzlunarmentun j
Oumflýanleg nú á tímum! 3
|
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- H
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum °
sviðum. Þessvegna er verzlunanmentun blátt áfram 0
óumflvjanleg. Énda er nú svo komið, að verzlunar- n
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu o
við skrifstofu- 0g verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til drjúgra bagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGBNT, WINNIPEG
gera sálir manna að andlausum vél-
um og draga skapgerð manna niður
í sorpið.” — Gamlir Brandesar-
dýrkendur krossuðu sig á bak og
fyrir, þegar þeir heyrðu annað eins
og þetta um sitt garnla goð, en öðr-
um þótti vel mælt. Það rétta er,
að hér var með óvægum orðum lýst
gjaldþroti 'hinnar gömlu raunsæis-
stefnu, eins og það gjaldþrot kom
fram í heimsófriðinum 1914—’i8.
Enda standa ummælin einmitt í sam-
bandi við afskifti Brandesar af þeim
hildarleik.
Eftirstríðs-bókmentirnar frá ár-
unum 1918—1928, eða næstu tíu
árin eftir friðarsamningana, ein-
kenna sig að bölsýni og upplausn.
Hinna hræðilegu afleiðinga blóð-
baðsins á vígvöllunum verður greini-
lega vart í bókmentum þessa tíma-
bils. Hermennirnir koma heim af
vígstöðvunum lemstraðir á líkama
og sál. Þar tekur atvinnuleysið við
þeim, upplausnin heima fyrir, eða
þá f jölskyldulífið, sem er fyrir
löngu gleymt eftir vistina á vígvöll-
unum. Þessir heimkomnu hermenn
eru rótarlausir kvistir í jarðvegi
þjóðfélagsins. Þeim finst sem þeim
sé ofaukið, finst þeir eigi að hverfa,
séu fyrir. Átakanlega kemur þessi
bölsýni fram í bókum Remarques,
“Tíðindalaust á vesturvígstöðvun-
um” og “Vér héldum heim.” 1 öllu
þessu vonleysi eftirstríðsbókment-
anna brýst svo þjóðfélagsbyltingin
út, eins og geisli í myrkrinu. Hún
flytu* með sér fagnaðarerindi marx-
ismans, sem sættir rithöfundana um
stund við lífið, — en aðeins um
stund.
Því hér reyndist ekki að vera um
það fagnaðarerindi að ræða, sem
frelsað gæti heiiminn. Með stjórn-
arbyltingunni í Rússlandi og hinum
endurmagnaða marxisma í kjölfar
hennar áttu að vera fundin smyrsl
á þau sár, sem styrjöldin hafði vald-
ið. Þau smyrsl áttu að græða mein-
in, og upp úr ragnarökkri ófriðarins
að risa nýr himinn og ný jörð. En
hér verður efnishyggjan aftur þrös-
kuldur í vegi. Því þó að hún hefði
beðið gjaldþrot með heimsstyrjöld-
inni, þá var öðru nær en að hún væri
úr sögunni. Það hefir reyndar oft
verið leitast við að sanna, að marx-
isminn væri ekki efnishyggjukend
lífsskoðun, og að maður geti vel ver-
ið marxisti án þess að viðurkenna
efnishyggjuna. En allar tilraunir til
að sanna slíkt verða sér fyrirfram
til minkunar, eins og norski rithöf-
undurinn Ivar Digernes kemst að
orði. Marxisminn vill þurka út alla
trú á tilveru utan skynheimsins og
alla guðsdýrkun. Hann er því “og
verður sú eindregna og sjálfri sér
samkvæmasta efnishyggja, sem til
€r» °S getur aldrei gengið inn á
nokkurn mismun milli þjóðfélagsins
og náttúrunnar eða milli anda og
efnis.”
Með minkandi lýðhylli eftirstríðs-
bókmentanna erlendis fara áhrif
þeirra á íslenzka höfunda og al-
menning þverrandi. Hin marxist-
iska bókmentastefna, sem rís upp úr
rússnesku byltingunni, hefir þegar
tekið gagngerðum breytingum, enda
nú orðin yfir tuttugu ára gömul og
farin að verða fyrir áföllum af
brimróti annara nýrri hreyfinga, þar
á meðal af þjóðernisjafnaðarstefn-
unni þýzku, hvort sem þessar tvær
róttæku stefnur eiga svo enn eftir
að breytast og renna saman í eina,
eins og ýtmsir eru nú — næsta ólík-
lega — farnir að spá (sbr. þó sam-
drátt Þjóðverja og Rússa í hernað-
armálum, að því er sumir glöggustu
stjórnmála- og blaðamenn í Vestur-
Evrópu telja vera á döfinni bak við
tjöldin, þrátt fyrir fjandskapinn á
ýfirborðinu milli þessara tveggja
þjóða).
II.
Þeir, sem lengst leita inn í þagnar.
lund sinnar eigin sálar, sjá fyrstir
manna fánýti þess, sem er. A'f því
þeir eru vansælir i þvi umhverfi,
sem þeir verða að lifa í, hefja þeir
leitina að æðri og betri lífsskilyrð-
um. Sumir ná aldrei út úr bölsýn-
inu, en aðrir gerast brautryðjendur
og kanna nýjar leiðir. Á undanförn-
um áratugum hefir þeim sífelt f jölg-
að, sem hafa með öllu mist trúna á
vestræna menningu. Nýir menn
bætast stöðugt í þann hóp, menn,
sem snúa baki við vélamenningu
Vorra tima. Fyrir löngu eru þeir
orðnir úrkula vonar um hjálp frá
henni. Þeir hafa með eigin augum
horft á það, hvernig vélarnar og
vígbúnaðurinn hafa vaxið mönnun-
um yfir höfuð, orðið þeim ofjarlar,
eins og gervimennirnir, urðu í hin-
um ágæta sjónleik, eftir tékkneska
skáldið Karel Capek, sem Leikfélag
Reykjavíkur sýndi nú í vor. Jafnvel
listin og bókmentirnar hafa smitast
af heimsspeki vélavaldsins, gervi-
menningarinnar. Eða hafa ekki sum
skáldin hafið heimshyggjuna til
skýjanna, en gert lítið úr dygðum
andans? Hafa þau ekki lofsungið
kapphlaupið um auð og völd, dáðst
að hégómanum og hliðrað sér hjá að
bera sannleikanum vitni ? Hafa þau
ekki svo að segja mist sjónar á hinu
andlega lrfi? Sum hafa sokkið svo
djúpt. Önnur hafa aftur á móti
reynt að skýrgreina sálarhf samtíð-
armanna sinna, og niðurstaðan orðið
sú, að sálin væri vansæl og í fjötr-.
um. Oftast er hún undir martröð
allskonar vanmættiskenda, sem ým-
ist stafa af ótömdum ástriðum,
gróðabralli, samkepni um gæði þessa
heims, yfirdrepskap eða undirferli.
Taugaveiklaðar persónur eru oft
uppáhalds-söguhetjurnar. Frjáls og
sterk, öllu óháð sál er fágætt fyrir-
brigði í persónulýsingutn skáldanna.
Ýmist er sálin hrjáð og full bölsýni,
eins og t. d. oft hjá Strindberg,
Hamsun og Anatole Erance, eða
hreint og beint spilt, pervers, eins og
stundum hjá Baudelaire, D’Annun-
zio og Oscar Wilde. Þegar bezt lætur
er hún eins og fávíst, einmana barn,
sem grætur af hræðslu við geigvæna
leyndardóma myrkursins umhverfis
það, — svo sem hjá Maeterlinck.
En vér rekumst sjaldan á hreinar
og göfugar sálir, á borð við biskup-
inn i “Vesalingunum” eftir Hugo, f
bókmentum síðari ára. Annaðhvort
eru söguhetjurnar sálarlausar eða
sálarlitlar kaldrænar vi^munaverur,
ölvaðar af sínu eigin valdi yfir hinni
ytri náttúru, eða þá vansælar.og sýt-
andi yfir spillingu sjálfra sín og með
öllu ófærar til að herða sig upp og
hrista af sér okið, sem á sál þeirra
hvílir, af því þær treysta ekki á hæfi-
leika sálarinnar, þora ekki að gera
ráð fyrir að þær séu guðs ættar.
Til þess að draga úr eymdarblænum
yfir öllu þessu hryggilega sjónar-
sviði evrópskrar vélamenningar nú-
tímans, sýna skáld eins og Bernard
Shaw það oft og einatt í ljósi sár-
beittrar hæðnj og skopast að öllu
saman. En ein nýjasta og bezta
skáldsaga í þeim anda er “Stríðið
við salamöndrurnar” eftir Karel
Capek, nistandi skop um Evrópu-
menninguna, blöðin, stjórnmálin,
vísindin, kvikmyndirnar, ástalífið,
eins og alt þetta og fleira kemur
skáldinu fyrir sjónir. Myndin af á-
standinu verður grátbrosleg, jafn-
framt því sem flett er ofan af and-
leysinu og hugsjónafalsinu í menn-
ingarlífi nútíimans.
Aldrei hefir hugvitið sennilega
komist á hærra stig í sögu mann-
kynsins en nú. En það hefir orðið
því fremur til tjóns en gagns.
Heimsspekingurinn Bergson hefir
lýst því mjög röksamlega, hvílíkt
böl hugvitið og skilningurinn hefir
haft í för með sér fyrir menning-
una. Bergson telur skilninginn ekki
liklegan til andlegs þroska. Skiln-
ingurinn starfar aðallega í þágu hins
jarðneska. Með 'hugvitinu er unnið
að ákveðnu efnahagslegu marki,
sem ekki eykur andlegt verðmæti
mannsins. Hugvitið er meira að
segja notað í þágu tortímingarinnar,
eins og hin kaldræna vélamenning
oft sýnir og sannar. Þess vegna
verður að hætta að þroska skilning
manna og hugvit á kostnað annara
æðri eiginda, en af þeim er innsæið
dýrmætust eigind og sw, sem aftur
getur frelsað heiminn.
Að svipaðri niðurstöðu komst
Þjóðverjinn Walter Rathenau, þó að
hann færi aðra leið í röksemda-
færslu sinni en Bergson. Rathenau
var einhver mesti framkvæmdamað-
ur um skeið innan þýzka iðnaðarins.
En þó hafa fáir betur en hann lýst
hættu/m nútímatækninnar fyrir
menninguna. Hann hefir lýst hin-
um seigdrepandi áhrifum stórborg-
arlífsins og vélavaldsins á sálina.
Vélamenningin æsir taugarnar og
gerir mennina sjálfa að vélum. Alt
andlegt líf legst í rústir, þar sem hún
drotnar. Gildi náttúrunnar, listanna,
bókmentanna og sjálfrar kynslóðar-
innar fer eftir þvi, hve mikill er
auður andans. Sé hann enginn, er
,glötunin vís. Menning nútímans
hefir orðið gjaldþrota, af því að hún
hefir ekki ráðið við hlutverk sitt: að
gera manninn að herra jarðarinnar,
án þess að hann liði tjón á sálu sinni.
Mennirnir hafa tekið náttúruöflin í
þjónustu sína í eigin hagsmuna
skyni. En náttúran hefir hefnt sin
með því, að gera mennina að þræl-
um. Eins og Midas konungur ör-
magnaðist i sínum eigin gulldyngj-
uim, þannig örmagnast mannkynið af
þorsta eftir andlegum verðmætum,
sem hvorki vélamenningin né jarð-
nesk gæði geta veitt þeim.
Sjálf vísindin eru að gefast upp
við að skýrgreina skynheiminn út
frá efnislegum forsendum eingöngu.
Það er nú tæpur aldarfjórðungur
síðan að sjö ágætustu vísindamenn
Bretlands afneituðu efnishyggjunni
með opinberum fyrirlestrum á svo-
nefndri vísindaviku, sem haldin var
í London. Efnið hefir verið leyst
upp í sameindir, frumeindir og raf-
eindir, og rafeindirnar upp í raf-
magn eða einhverja aðra óefnis-
kenda orku. Alt efni er hægt að
leysa upp í orku. En hvað er ork-
an? Vísindin haifa sýna, að skyn-
heimurinn stjórnast af orku. Sálar-
fræðingarnir komast ekki lengur hjá
að gera ráð fyrir sálarorku, sem
opinberast í lífverum skynheimsins,
Efnishyggja Haeckels og fylgjenda
hans er orðin hræðilega úrelt og
fornfáleg. Á þessa leið kamst einn
fyrirlesarinn á vísindavikunni, líf-
fræðingurinn W. Bi. Bottomley, að
orði. Og nú viðurkenna visindin
ekki lengur hin gömlu takmörk milli
anda og efnis. Á ársþingi Vísinda-
félagsins brezka 1934 sagði Sir
James Jeans í iforsetaræðu sinni, að
það væru engin skýr greinarmörk
milli anda og efnis og að vísindin
verði að leita veruleikans bak við
skynheimirm. Og í janúar 1935
segir Sir Ambrose Fleming, einn af
ágætustu vísindamönnum nútímans
í forsetaræðu sinni i félagi heim-
spekinga á Bretlandi. ‘að mannkynið
hljóti að vera til orðið fyrir sköp-
unarkraft einhverrar vitrænnar
skapandi veru.” Kraftaverk ritning-
arinnar eru annað og meira en tóm
hjátrú, bætti Sir Fleming við. Upp-
risa Krists er einn af bezt vottfestu
atburðum mannkynssögunnar, og
það er barnaskapur að halda, að
ekkert hafi gerst eða gerist annað
en það, sem kemur heim við þá tak-
mörkuðu þekkingu,, sem vér höfum
á lögmálum náttúrunnar. Þá eru
eftirtektarverð u/mmæli Sir Arthurs
Eddingtons, stjörnufræðingsins
heimskunna, sem hann viðha'fði í
fyrirlestrum sinum við Cornell-há-
skólann 1934- Hvers vegna skyld-
um vér halda, að alt hið mikilvæg-
asta í manneðlinu verði mælt og
vegið, þar sem hinn sanni veruleiki
er andlegs eðlis, spyr Eddington og
viðurkennir þannig um leið öfl, sem
enginn visindamaðúr á öldinni sem
leið hefði fengist til að gefa gaum
i alvöru. Sir Eddington heldur því
fram, að vísindin séu nú á vega-
mótum, nýir heimar séu að opnast,
heimar, Sem engir gáfu gaum áður
nema skáldin og dulsinnarnir, og
hann segist efast um, að stærðfræð-
ingarnir skilji betur tilveruna en
þeir.
III.
Hvað er það, sem veldur þessum
stefnuhvörfum í menningu nútím-
ans og lifsskoðun? Gjaldþrot efnis-
hyggjnnnar eru ekki eina orsökin til
þeirra. Eitthvað nýtt hlýtur að vera
að koma í hennar stað. Eg gat áður
um tvo meginstrauma í skáldskap
og list. Öðrum þessara megin-
strauma er þegar lýst. Óhætt er að
bæta því við, að þessa meginstrauma
er að ifinna víðar, svo sem i vísind-
unum. Sá imeginstraumur í andlegu
lífi og menningu nútímans, sem enn
er ólýst að mestu, á upptök sín í ali
öðrum heimi en hinn. 1 bókment-
unum mætti ef til vill tala um ný-
rómantíska stefnu, ef orðið róman-
tík væri ekki eins imisskilið og
reynslan hefir sýnt. Rómantík bók-
menta 19. aldarinnar hefir verið
skýrgreind svo, að hún hafi verið
leit að því óendanlega, þvi hugsjóna-
lega og dularfulla, 'hún hafi sett til-
finningalífið hærra en skilninginn
og tekið innsæið fram yfir kalt
hyggjuvitið, sem einkendi svo mjög
hina þyrkingslegu fræðslustefnu í
lok 18 aldar. Ný-rómantíska stefn-
an er að sjálfsögðu leit að því óend-
anlega, en hún er með öllu laus við
þá “hjalvoð óveruleikans,” sem bú-
ið var að reifa gömlu rómantíkina í.
Fylgjendur hinnar nýju lífsskoðun-
ar telja sig nú þegar hafa fundið
ný og mikilvæg verðmæti, og þau
verðmæti hefir ný og imikilvæg
þekking fært mönnunum, þekking,
sem mun gerbreyta öllu viðhorfi
þeirra hvers til annars og til þeirra
vandamála, sem þeir eru að glíma
við og reyna að fá leyst. Æðsta
hlutverk þessa nýja lífsviðhorfs er
að berjast gegn vélamenningunni,
þcirri menningu, sem leitast við að
hneppa sjálft sálarlíf mannanna í
fjötra efnishyggju og sérgæðis. Að
því er til íslenzkra bókmenta kemur,
má telja að öndvegið í fylkingu
þeirra 'höfunda, sem bera blæ af
þessu nýja viðhorfi, sé rithöfundur-
inn Einar H. Kvaran, í siðari skáld-
verkum sínum, og má segja að skýr-
ast komi þetta fram í bók hans: Sál
in vaknar. En á eftir honum kem-
ur heill hópur höfunda, og nýir eru
alt af að bætast í hópinn. Nokkra
sérstöðu hafir rithöfundurinn dr.
Helgi Péturss með áhrifum sínum á
nokkra unga höfunda, en þar kennir
þó í aðalatriðuim hins sama viðhorfs
og nefnt 'hefir verið.
Undanfarna áratugi hafa ýmsar
merkar andlegar hreyfingar gengið
yfir Ameríku og Evrópu og skilið
eftir greinilegar menjar. Flestir
kannast af afspurn við nýhyggjuna
(New Thought) og kristilegu vís-
indastefnuna (Christúm Science)
frá Ameríku eða “anthroposofisma”
Rudolfs Steiners og vizkuskóla
Keiserlings hér í Evrópu. Flestar
eða allar þessar hreyfingar hafa að
meira eða minna leyti átt rót sína að
rekja í austurveg — alla leið til
Indlands. Eins og áður er það ljósið
úr austri, sem skærastri birtu varpar
inn í hinn kaldranalega heim vest-
rænnar menningar. Hin forna heim-
speki Indverja hefir vakið nýja og
ákafa athygli, ekki aðeins heima
fyrir heldur og út um allan heim,
þar sem hún hefir samlagast öðrum
andlegum hreyfingum og trúar-
brögðum, svo sem kristindómnum
—og verður kunnust í Evrópu í
guðspekistefnunni svonefndu. Þess-
ar hreyfingar hafa haft vekjandi á-
hrif á sálarlíf manna og stundum
gagngera breytingu í för með sér á
alt daglegt líf, enda oft blandnar
innilegri trúarþörf og ríkri tilhneig-
ingu til að kanna hið dularfulla i
tilverunni.
En það þurfti meirá til en ind-
verska dulfræði til þess að grafa
undan þeiim grundvelli sem heims-
mynd visinda 19. aldarinnar var
bygð á. Vísindin beygja sig ekki
fyrir neinu nema staðreyndum.
Heimsmynd vísinda 19. aldarinnar
hrundiifyrir staðreyndum þeim, sem
sálarrannsóknir nútímans Hafa leitt
í ljós.
IV.
Það er að vísu ekki ætlunin hér að
rita um sálarrannsóknir nútímans.
Það efni er svo viðtækt, að til þess
að gera því nokkur skil, yrði að rita
um það heila bók. Allmargar bækur
eru til á íslenzku uim það mál. Og
árlega koma út um það bækur á
ýmsum tungumálum og víðsvegar
um heim. Hér verður aðeins bent á
örfá meginatriði, sem þessar rann-
sóknir hafa leitt í ljós, en vitaskuld
verður að fara fljótt yfir sögu.
I fyrsta lagi hefir það sannast, að
starfsemi hugans er ekki takmörk-
uð við heilaskynjanirnar eingöngu.
Hugurinn getur starfað óháð líf-
færum líkamans. Það er nú meira
en 60 ár siðan Sir William Barrett
sýndi ifram á þetta í fyrirlestri, sem
hann flutti í Brezka vísindafélaginu.
Síðan hefir rannsóknin á fjarhrif-
um leitt margt í ljós. Árið 1886
kom út i tveim bindum bók þeirra
Myers og Gurneys um málið, og
síðan hefir f jöldi bóka komið út um