Lögberg - 19.08.1937, Side 7

Lögberg - 19.08.1937, Side 7
I Skáldkonan Grace Hall Crawell í Bandaríkjunum Lauslega þýtt af Jakobínu J. Stefánsson. Um hana heíir verið með sanni sagt, “að líf og ljóS þessarar þolin- móðu og þolgóðu hæfileikakonu hafi orðið til hughreystingar og uppörf- unar mörgum þeim, sem við lang- varandi og þungt mótlæti eiga að stríða.-’ Mrs. Grace klall Crawell er Bandaríkjakona að ætt og uppruna; liún er af alþýðufólki komin. Faðir hennar var ættaður úr Pennsylvaníu, en ætt móðurinnar var í Virginíu. Mrs. Crawell er alþýðuskáld mikið. Hafa ljóð hennar verið gefin út hvað eftir annað í mörgum bindum, af Harper & Brothers, New York, og hafa þau runnið út, ekki einasta i Bandaríkjunum, heldur einnig hinum megin hafsins, á Englandi; svo hefir víðar verið, þar sem ensk tunga er töluð. Einna mest hefir útbreiðsla þeirra orðið hin síðustu ár, eða frá 1932, til yfirstandandi tíma (1937), enda hefir hún á þessum árum orkt einna mest, og því meir sem hún orkti, þvi meir jukust ljóðum hennar álit og vinsældir, einkanlega hjá þeim, sem voru á einn eða annan hátt þjáðir og þjakaðir, og fyrir það fundu menn bezt hluttekningu og skilning á slíku, i ljóðum hennar, og siðast, en ekki sízt þann létti, að geta gefið sama sem sínum eigin tilfinningum útrás. Ekki þann veg að skilja að Grace Crawell hafi, hvað snertir ytri við- burði lífsins, haft mikið af ógæfu að segja, — eins og svo margir verða að reyna. Því hefir ekki ver- ið svo varið. Hún er vel gi'ft, mað- ur hennar er hæfileikamaður; þau eiga efnileg börn ; skáldfrægð henn- ar er mikil, og hún hefir sjaldnast haft við tilfinnanlegan efnaskort að stríða. En mótlætið lá í því, að hún misti heilsuna snemma á æfinni og hefir í raun og veru aldrei síðan fengið hana aftur, ekki til fullnustu. Og enn er það svo, að ekki má hún nema litið eitt koma út undir bert loft. Snemma bar á skáldneigð hjá henni; var ún. aðeins átta ára að aldri; þegar hún gerði fyrstu tilraun til að yrkja, en hætti við hálforkt stef, því það þótti mikil 'fjarstæða, að hún, svo ung, fengist við þess- háttar. Var jafnvel hlegið að henni fyrir tilraunina. Þetta varð til þess, að hún orkti ekkert fyr en hún var orðin fultíða kvenmaður; ekki fyr en ástasamband hennar við manninn kom til. Þá var eins og skáldskap- argáfan vaknaði af dvala. En samt, alt af þeim tímamótum lífsins, alt frá bernskuárum, hafði hún haft á- kveðna löngun til að rita. Alt, sem að ritstörfum laut, var henni kært; allir, sem við ritstörf fengust, urðu henni meira og minna kærir. Kemst hún svo að orði, er hún minnist á giftingu sína, að sér “finnst rithæfileikar mannsins síns hafa orðið til þess, að hún giftist honutn-.” Fyrstu þrjú árin eftir giftinguna voru henni ánægjuleg í alla staði, en svo veiktist hún alvarlega, og eins og áður er sagt, hefir aldrei náð sér aftur. Mánuð eftir mánuð varð hún að liggja á sjúkrabeði á einum spítalanum eftir öðrum, í borgum þeim, sem hún og hennar hafa verið í: þrjá mánuði á sjúkrahúsi í North- field, Minn.; fjóra mánuði á St. Josephs spítaianum í Iowa og mán- uð á spítala í Dallas, Texas, þar sem hún nú á heima, og þjáðist mjög. Á hinum löngu, einmanalegu vökunóttum, þegar hún lá á þessum sjúkrahúsum, veik og vanmáttug, andlega og líkamlega, rifjuðust upp fyrir henni ýms af ljóðum þeirra skálda, sem henni hafði jafnan mest þótt til koma; t. d. R. L. Stvensons, sem var heilsulítill alla æfi. Hafði hún þá yfir sér til afþreyingar þau af ljóðum hans og annara, sem auð- heyrt var að ort höíðu verið við þrengingar og þjáningar líkamlegra sjúkdóma eða annars tilfinnanlegs mótlætis, og fanst hugsvölun í, eink- anlega ljóðum Stevensons. Hún fann 'hversu þessi langþjáði maður, mitt í þrengingum sínum, hafði fengið skilning á og meðlíðan með þeim, sem urðu að líða hið sama; orkti svo ljóð sin í þeim anda og einnig til hughreystingar, — alt af hinni mestu snild. Og skáldkonunni fanst i einver- unni á þessum löngu, döpru þján- inga- og andvökunóttum, að óskin um að komast út úr þessu myrkri örvæntingarinnar til ljóssins, yrði að rætast, bara að hún g;^ti fundið veginn. Þá var það, að hugur hennar hvarf til þerra, sem máttu líða það sama og hún, og eitt hið fyrsta kvæði er hún orkti til þeirra nefndi hún “Bæn fyrir kvenfólki,” sem þegar í stað fékk hylli. Skömmu seinna samdi hún nokkur stef, er hún nefndi “Bæn um þrek,” í þeim tilgangi, að þeir, sem þrotnir væru að heilsu og' kröftum mættu þar finna skilning og samúð, og fleira orkti hún, er fór i sömu átt. En áður en ljóðin komu út, -þá streymdu þakklætisbréfin hvert af öðru til Mrs. Crawell, henni til óum- ræðilegrar gleði og ánægju. Þau 'höfðu létt öðrum þjáningar-byrði og uim leið varpað skærri birtu á lifs- leið skáldkonunnar sjálfrar, mitt i bágindum hennar. Svo ósk hennar rættist að miklu leyti. Hún hafði fundið veginn, sem leiddi til ljóss- ins. Eitt af hinum mörgu bréfum, sem skáldkonunni bárust, hafði inni að halda eftirfylgjandi línur: “Hér á þessum stóra spitala verð eg að vera, fyrir óákveðinn tíma, þvi eg tek mikið út. En alt af hefi eg kvæðin þín undir koddanum mín- um, og les þau aftur og aftur á þess- um löngu nóttum, og eykst við það þrek. Eg hefi sýnt kvæðin öðrum sjúklingum hér, og fyrir þau hefir mitt í myrkri sjúkdóms og báginda, mörgum þeirra orðið lífið bjartara en áður. Guð gefi að þú getir hald- ið á'fram að semja ljóð svo græð- andi fyrir þá, sem þjást.” Annað bréf til hennar, með heldur stirðlegrí blýantsskrift hljóðaði þannig; “Maðurinn minn var einn af þess- um hugrökku, ósérplægnu mönnum, sem fóru í þessa ógurlegu heims- styrjöld. Hann kom heim aftur stórfatlaður, því hann hafði mist annan handlegginn; en hann lét samt ekki yfirbugast, þó heilsan væri í raun og veru farin, þar til nú, að eyðileggingin náði yfirtökunum. Eg varð sem næst eyðilögð líka, við að heyra úrskurð læknisins. Okkur hafði liðið svo vel saman með elsku litlu stúlkunni okkar, sem við nú verðum að skilja við okkur. Það bætist nú ofan á annað. En það sem eg vildi sagt hafa, er þetta: Kvæð- in þín höfðu hughreystandi áhrif á okkur, og maðurinn minn bað mig að skrifa þér og fá að vita hvar við gætum fengið þau öll, svo við gætum átt þau. Eg hefi aldrei skrif- að neinum bréf þessa efnis fyr, en maðurinn minn sagði, að þegar eins væri orðið ástatt fyrir okkur og nú er, mundir þú manna bezt skilja ástæður.” Nærfelt ótölulegan f jölda af bréf- um hefir Mrs. Crawell fengið, flest skrifuð í líkum tilgangi. Einu sinni urðu þau ekki færri en i6cx> á einum mánuði. En á meðal bréfritaranna voru nokkrar konur, sem skrifuðu til að tjá henni þakklæti sitt fyrir hversu sum af ljóðum hennar hefðu orðið sér til uppörfunar i verka- hring sínum, við heimilishald og alt þar að lútandi. Því eitt af því, sem Mrs. Crawell harmaði, var að geta ekki annast heimili sitt og sinna, tímum saman, og hún hvatti um leið aðrar konur til að sjá, skilja og meta, hvað það væri, að hafa krafta og heilsu til að geta int þann starfa sinn af hendi. Eins og áður er að vikið, hafa þessi viðurkenningar- og þakklætis- bréf, sem komið hafa úr öllum átt- LOGBEKG, FIMTUDAGINN 19. AGÚST, 1937 7 um, jafnvel frá Kina, Síam, Ind- landi, Congo-bygð í Afriku, Kóreu og víðar að, þar sem enskumælandi fólk hefst við, ásamt þeim mörgu vináttu saimböndum, sem fylgdu, orðið henni mikið gleðiefni, og hafið anda hennar, að svo miklu leyti sem mögulegt var, yfir líkamlegar þján- ingar; veitt henni styrk til að skapa ný skáldverk. Eitt ljóð hennar, er hún nefndi “Hugsjón” varð af mörgu áhrifa- miklu, einna áhrifamest. Um það skrifaði stúlka ein Mrs. Crawell svo- látandi bréf. “í fimtán mánuði 'hefi eg altaf ætlað að skrifa þér, kæra Mrs. Crawell, en hikað við að gera það, því eg vissi ekki hversu mér mætti takast skiljanlega fraimsetning þess, hversu heillarík áhrif ljóð þín ha'fa haft á líf mitt. Mér fanst eg mundi tæplega geta framsett, með nógu skýrum dráttum, hve hið yndislega ljóð þitt “Hugsjón” hóf sál mína yfir myrkur vonleysis og þjáninga, þegar beztu læknar í Bandaríkjun- um ætluðu mér ekki líf — því síður heilsu. Eg varð fyrir bílslysi, og fékk það áfall, að líkaminn varð máttlaus, alt niður frá brjósti; við sjálft lá að eg misti lífið. í bréfi einu, sem eg fékk um sama leyti, var mér sent kvæði þitt “Hugsjón- in.” Aldrei gleymi eg þeirri stund, þegar hr. K. stóð við rúm mitt og las mér kvæðið. Þá varð hugsjónin min. Eg fékk von og styrk, sem altaf, um 15 rnánaða þjáningartíma, hefir haldist, og nú — nú er hug- sjónin að rætast, verða að virkileika. Mér er óðumi að batna og er þess fullviss, að bráðum komist eg á fæt- ur aftur. Það var eins og Drott- inn hefði látið kvæði þitt verða til að senda Ijós inn í vitundarlíf mitt, þegar eyðilegginging virtist vera að ná yfirtökum. Þökk sé Guði fyrir konur slikar sem þig, Mrs. Crawell, fyrir þína meðlíðan, samúð og skilning.” Þannig hljóða bré'f þau, er skáld- konunni hafa borist, flest af þeim. I æfiágripi sinu segir Mrs. Cra- well m. a.' er hún minnist á hina langvarandi vanheilsu sína: “Ekki hefi eg enn, eftir allan þennan tima, náð fullri heilsu aftur, né því eðli- lega lífsf jöri, sem eg áður hafði. En oft hugsa eg sem svo: Ætli, ef eg hefði haldið heilsu, að eg hefði orkt mikið? Eg held ekki. Eg held það hefði lítið orðið um það. Það var þessi imín þunga reynsla, mitt auma ásigkomulag, sem vakti hjá mér um- hyggju og meðlíðan með öllum þeim, sem voru veikir og ósjálf- bjarga, eins og eg, sem kom mér til að yrkja, og ljóðin til orðin við andlegar og líkamlegar þrengingar á einverustundum, náði tilætluðu markruiði. feð sýna bréfin, sem jnér hafa borist; fyrir þetta er eg Guði þakklát, að vita nauðlíðandi fólki stafa gott af mér og mínu; léttir sjálfri mér allar þrautir.” “En i rauninni veit eg ekki hvaðan mér kom orka eða andlegir kraftar til þessara hluta, Mentun mín var mjög lítil, einnig dýpri þekking á enskri tungu af skornum skamti. Þessvegna held eg helzt að imér hafi verið gefinn þróttur — eða réttara sagt lánaður, af æðra valdi — til þessarar framleiðslu í ljóðagerð, því mig getur ekki annað en undrað að slíkur aumingi sem eg var, flesta tíma svo á mig komin að eg gat ekki svo mikið sem haldið á hvítvoðung- um mínum tímum saman, og óftast i og við rúmið, skyldi fá því orkað að koma hugsunum mínum þannig á framfæri. “Þessari óvæntu köllun vildi eg því reynast trú. Hefi eg því af instu sannfæringu látið í ljóá 1 stefi því er eg nefndi “Skáldið” þann skilning, er eg lagði í hlutverk þeirra' og þann tilfinningagrunn er það bygðist á.” Mrs. Crawell er fríð kona álitum, svo er sál hennar. Til'finningalífið óvenju næmt fyrir öllu því, sem fag- urt er. “Þegar eg var unglingur,” segir hún á eimnni stað, “hafði eg svo gaman af að fægja hlutina í hús- inu þangað til þeir urðu spegilfaðrir, og á vissan hátt hefir'þessi ánægja af öllu glæsilegu, haldist við hjá mér. Því var það, síðustu jól, þeg- ar verkfræðingur við radio-stöðv- arnar kom heim til mín og spurði mig hvers eg mundi helzt óska mér, ef eg vissi að óskina fengi eg upp- fylta um þessi jól. “Áttu við ósk í þvi andlega eða efnislega?” spurði eg og brosti við. “Við skulum segja í því andlega,” svaraði 'hann. “Eg held eg ha'fi þá í fáum orð- um framsett lífsskoðun og þar .með helztu ósk mina, þegar eg svaraðí á þessa leið: “Eg æski friðar—friðar fyrir alla, sem ekki hafa hann, hvorki hugarfarslega né heilsufarslega, hvar sem þeir eru; friðar fyrir heim allan, fyrir þennan gamla, marg- hrjáða og þjáða heim.” “En nú skyldum við hafa það svo, að ósk þín væri um eitthvað efna- legt,” sagði þá þessi vinur ennfrem- ur. “Nýja gólfmottu til að 'hafa í svefnherbergi mínu. Sú gamla er að verða alveg ónýt,” svaraði eg hálfbrosandi, og án þess að hugsa mig nokkuð um; því eg gleðst ætíð fái eg nýja húsmuni.” “Eg hefi aldrei rík verið,” segir skáldkonan ennfremur. “Eg hefi alt af verið með almúgafólki og likar það bezt, Dálitla viðurkenningu hefi eg fengið og fyrir það er eg þakk- lát. Fjárhagslega er skáldskapur ekki gullnáma, og svo þarf mikið til að koma upp og kosta til lærdóms þrjá pilta. En í raun og veru hefi eg aldrei öfundað þá, sem eru svo ríkir, að þeir hafa hvern hlut, sem þeir vilja hendinni til rétta, fyrir sig og heim- ili sin. Eg 'held, þegar hver hlutur, sem þeir vilja eiga, er þegar kominn, þá hætti þeim að finnast nokkuð til um það — venjist því og meti þess- vegna ekki þessi hlunnindi. Það er annað með okkur, sem verðum að gegnum ganga erfiðleika til að geta eignast þá, til okkar verða þeir, fyr- ir það; meira virði, meiri fagnaðar- auki en hinum. Um þetta efni samdi eg eitt sinn nokkur stef, helzt 'fyrir þá fátæku— lýsingu á margendurtekinni reynslu þeirra; var fyrirsögnin “Mér finst það stunduim gott að vera ei rík.” Þessvegna framsetti eg þessa skoðun að eg veit að allur fjöldi fólks er, eins og eg, fátækur. Það lítur helzt út fyrir að það sé eitthvert allsherjar-lögmál að það séu aðeins fáir meðal f jöldans ríkir, en f jöldinn allur fátækur.” “En samt finst mér, að maður geti ekkj litið á land sitt sem menning- arland meðan þessi miskunnarlausi efnamismunur á sér stað meðal tnanna. Að vita til þess, hvað mæður mega líða, sem hafa ekki, fyrir börn sín nema fátt eitt af þeim hlutum, sem í rauninni er þörf fyrir, en sjá alt, bæði þarf og óþarft, sem ríka fólkið getur veitt sinum börnum. Þetta ástand, og það að reyna að mýkja þenna harða virkileika, varð tilefni til kvæðis þess, er eg mintist á hér að framan.” Heilsa Mrs. Crawell hefir mjög farið batnandi á seinni tíð. Hún má að sönnu stundum lítið koma út undir bert loít, en eins og hún sjálf kemst að orði: “Það er mér fyrir svo miklu, að geta haft fótaferð og unnið töluvert, að það er mér ekki tilfinnanlegt, þó ekki megi eg mik- ið vera úti. Það er að öðru leyti svo mikill munur á heilsu minni til þess betra, í samanburði við það sem áður var.” Rímsnild, íburðarlaust mál og ljós og skiljanleg framsetning eru áber- andi kostir á ljóðmælum Mrs. Cra- well. Á hún i því sammerkt við flest > alþýðuskáld. Getur, svo að segja hvert barnið haft þeirra not; enda má af likum ráða að svo sé, eins vængjuð og þau reyndust að verða. Hugtökin framsett í fáum orðum. Sjaldan nein óþarfaorð út frá e'fninu, og síðast en ekki sizt, sú ákveðna lífsskoðun, sem er aðal- kjarni flestra þeirra, að anannsand- inn geti haft þrótt til að hefja sig oft og einatt yfir andlegan eða lík- amlegan sársauka, ef kröftum og vilja sé beint í þá átt, ásamt leið- beiningum um, hver sé bezti vegur- inn til þess. Skáld hafa verið uppi með hveri STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NYJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar a? værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna k meðal I 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst I öllum lyfja- húðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang. ur. Notíð UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. kynslóð, síðan sögur hófust, en fá- titt mun að lyriskur skáldskapur hafi ha>ft önnur eins áhrif á líf jafn- margra eins og ljóð þessarar ame- rísku skáldkonu. GJAFIR TIL SUMARHEIMILIS ISLENZKRA BARNsi 1937 (Listinn sendur Lögbergi af frú Mariu Björnson, Árborg) Safnað af Mrs. Helgu Bjarnason, Wynyard Mr. og Mrs. Gunnlaugur Gísla- son $1.00 Mrs. Helga Johnson 50C, Mrs. S. Magnússon $1.00, Mrs. Carl Grímson 50C. Mrs. Valdi Johnson 50C, Mrs. Martha Jónasson 25C, Mrs. Guðný Kristjánsson $1.50, Mrs. Guðrún Axdal $1.00, Mrs. Ragnheiður Kristjánsson 25C. Mrs. Björg Axdal $1.50, Mrs. Ella Helgason 50C, Mrs. Laufey Enerson $1.00, Mrs\ Emma Guðmundsson 50C, Mrs. Anna Bergthorson 25C, Mrs. H. Thorfinnsson 25c; Mrs. E. Ingaídson $1.00, Mrs. Lara Hall- grimsson $1.00, Mrs. Jakob Jónsson $1.00..Mrs. Rosa Peterson 50C, Mrs. Helga Bjarnason $2.00, Mrs. Arthur Bjarnason 50C, Mr. og Mrs. Eiirkur Johannsson (Árborg) $5.00, Mr. og Mrs. D. Pétursson (Gimli) $1.00. Mrs. S. E. Holm (Framnes) $2.00, Mrs. V. Eyjól'fsson (Riverton) $2.00, Mrs. B. Eyjólfson (Vogar) $1.00, Kvenfél. “Tilraun” (Vogar) $5.00, Ald. Paul Bardal (Winnipeg) $ 10.00,Ágóði af samkomu á Gimli $25.40. Ágóði af samkomu í Fraim- nes $22.60, Kvenfél. á Oak Point $10.00, J. P. atnsdal (Geysir) $2.00. Sigurður Sigfússon (Oak View) $2.00, Rósa Vidal (Winnipegí $1.00, Ámes kvenfél. $10.00, Lundar kvenfél. $10.00. J. Sigfússon (Sel- kirk) $3.00, United Farm Women (Gimli) $10.00, Fed. Church Young Peoples’ Club $5.0®, Inntektir fyrir dans á Hnausum $22.33, Langruth kvenfél., 2 ullarteppi, Mrs. Finn- bogason (Langruth) 1 ullarteppi, Mrs. B. H. Jakobsson, Árborg 1 ull- arteppi, Mrs. S. E. Björnsson 2 ull- arteppi, Mrs. S. Oddleifsson (Ár- borg) 1 ullarteppi, Mrs. Carl Bjarnason (Langruth) boldang fyr- ir kodda, 10 yds., Kvenf. “Tilraun” (Vogar), ein rúmábreiða; C.G.I.T. Winnipeg Sambandssafnaðar, ein rúmábreiða. Safnað af Nikulási Ottenson 3 dúz. bollapör frá Marshall- Wells Co., Wpg.; Girðingarvír, 16 stólar, 3 rúinstæði, frá Seymour Hotel; 6 gal. af þakmáli, frá G. F. Stephens & Co.; Skrár, lamir, 3 gal. af imáli, frá Winnipeg Paint & Glass; 500 ft. af plægðum borðvið frá Brown & Rutherford; Gísli Sig- mundsson, Hnausa, 1 cord a fsög- uðum eldivið; Mrs. Helga Bjama- son, teppli til að “raffla” til arðs fyrir heimilið; Mrs. R. Pétursson, rúm og mattress; Mrs. Pétur And- erson, rúm og mattress; Mrs. J. B. Skaptason, hnífapör, ketill, kanna og ýms önnur búsáhöld; Mr. H. V. Renesse (Árbórg) 5,000 shingles; Mrs. E. L. Johnson, Árborg, 1,000 ft. lumber; Mr. Gísli Einarson, Riverton, 1,000 ft. lumber, einnig vinna; Dr. Láms Sigurdson, Win- nipeg, first aid kit; Oak Point kven- félag, 2 koddar og rúmfatnaður í eitt rúm. t Vinna gefin til smmtrheiriúlisins Ásgeir Mueller 2/4 dag, Hlöðver Arnason 3 daga, Herbert Baldvin- son 1 dag, Jón H. Björnsson 1 dag, Gunnar Sigurdson 1 dag, Valur Árnason 4 daga, Árni Árnason sý/i dag, Jón Laxdal 3 daga, Einar Ein- arsson 3 daga. Stanley Boyanosky 2 daga, Sveinthor Thorvaldson 2 daga, Friðrik Thorvaldson 3 daga, Thorbergur Thorvaldson 3 daga. Jimmie Page $1 virði a'f vinnu. Sturlaugur J. Jóhannson 1 dag. Ólafur Jónasson, Árnes, $2.00; Mr. og Mrs. J. Henry, Petersfield, $5.00; Thorbjörn Magnússon, Old Folks Home, Gimli, margar ágætar íslenzkar bækur; Mrs. Ingibjörg Bjarnason, Winnipeg, leirtau. Fréttapistill (Oak Point, Manitoba 12. ág. 1937) Háttvirti ritstjóri Lögbergs! Eins og á undanförnum árum, ha'fa ýmsir menn og konur heimsótt Oak Point og umhverfið á þessu yfirstandandi sumri. Fæst af fólki því kemur hingað járnbrautarleið- ina, eins og áður fyr átti sér stað, meðan bifreiðarnar voru ekki orðn- ar eins algengar og vegirnir voru ó- greiðir. Allur hávaðinn af því fólki er hingað sækir nú, kemur hingað bilvegis, því bílavegirnir eru nú óð- fluga ap verða ágætir, alla leið til höfuðborgarinnar, Winnipeg. Má þakka það Bracken-stjórninni, hversu miklar vegabætur hafa átt. sér stað meðfram C.N.R. járnbraut- inni. Meðal þeirra íslendinga, er hing- að haifa komið á þessu sumri og sem dvalið hafa hér lengri og skemri tíma hjá ættingjum og vinum, eru þessir: Séra Albert Kristjánsson og frú hans. Hann kom alla leið á bíl sín- um vestan frá Blaine, Wash.; hafði hér stutta dvöl, aðeins einn dag. og hélt síðan áleiðis til Lundar að heim- sækja vin sinn séra Guðmund Árna- son, sem þar er prestur. Séra Al- bert sótti báða þjóðminningardagana íslenzku að Gimli og að Hnausum, áður en hann hvarf aftur vestur á Ky rrahaf sströnd. Snemma sumars heimsóttu oss þau heiðurshjón Ólafur Oísen og frú lians B. Olsen. Þau hafa lengi átt 'heima á Ingersoll St. í Winni- peg og eru íslendingum kunn frá fornu og nýju fari. Bræður Ólafs tveir eiga hér heima, þeir L. H. Olson og F. Olsen; voru þau Olsens hjón á vegum þeirra meðan þau dvöldu hér um hálfan mánuð. Samtímis Olsens hjónunum var sonur þeirra hér ásamt frú sinni og börnum. Þá má nefna Kristján Sigurðsson háskólakennara frá Wlinnipeg, frú hans og tvö efnileg börn þeirra. Kristján er yfirlætis- laus maður, sem æfinlega fer mönn- um vel, sérstaklega gáfuðum og mentuðum mönnum. Bróðir Krist- jáns, FeliX Sigurðsson, er kennari hér á Oak Point og er búsettur hér; einnig faðir þeirra bræðra, hr'. Sig- fús Sigurðsson. Meðal annara merkra gesta er heimsóttu Oak Point á þessu sumri, er frú Anna Ólafsson, háöldruð hefðarkona; hún dvaldi hér rúma viku ásamt börn- um sínum i heimsókn hjá dóttur sinni frú Helgu Árnason. konu Jóns kaupmanns Ámasonar. Mörg af börnum frú Önnu voru í för með henni og þar á meðal þessi: Málm- fríður (Mrs. Thordarson) komin alla leið frá ríkinu Utah i Banda- rikjunum. Mrs. Thordarson hefir átt þar heima um 30 ár. Fyrir 13 árum síðan skrapp hún hingað norð- ur að heimsækja móður sína og systur. Séra Sveinbjörn Sigurður Ólafs- son, ásamt frú sinni og dóttur ungri, vóru frú Önnu samferða hingað og aftur til Winnipeg. Séra Sveinbjörn þjónar tveimur enskum söfnuðum í bænum Morris í Minnesota í Banda- ríkjunum og kom hann hingað í bíl sínum þaðan. Eg átti stutt tal við séra Svein- björn, og var hrifinn'af framkomu hans. Hann er fallegur rnaður og ber það með sér að vera af Norður- landa bergi brotinn og töluverður íslendingur, þótt hann eigi konu af brezkum ættstofni komna og verði því eðlilega að mæla á enska tungu. Eg veitti því eftirtekt að séra Sveinbjörn hefir mikið ástriki á móður sinni, eins og raunar öll börn frú Önnu hafa til hennar. Það er hamingjusamasta sporið, sem maður getur stigið á lífsleiðinni. Af öðcum börnum frú önnu, er heimsóttu Oak Point samtímis, og (Framh. á 8. bls.)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.