Lögberg - 14.10.1937, Síða 1

Lögberg - 14.10.1937, Síða 1
50. ÁRGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. OKTÓÍBER, 1937 NUMER 41 Frá íslandi Söngför Gjaldeyrisnefnd hefir nýlega veitt Karlakór Reykjavíkur leyfi fyrir er- lendum gjaldeyfi til utanferÖar. Mun j?að vera ætlun kórsins að reyna aÖ fara utan í byrjun nóvem- bermánaðar; og heimsækja Þýzka- land, Austurríki og Tékkó-Slovakíu. Mun kórinn syngja í helztu stór- borgum eftir því sem ástæður leyfa. Stefán Guðmundsson verður ein- söngvari kórsins. Þetta ferðalag kórsins ætti án efa að geta orðið til þess að vekja at- hygli á Islandi og auka álit okkar út á við. Söngför, sem kórinn fór til Norðurlanda, fyrir nokkrum ár- um, var tvímælalaust okkur til mik- ils ávinnings og er engin ástæða til að gera sér minni vonir um þessa ferð.—Nýja dagbl. ió. sept. » » » Lára sigld Frú Lára Ágústsdóttir tók sér far til Englands með Gullfossi nú um helgina. Halldóra Sigurjónsson og Kristján Kristjánsson húsgagna- smiður fóru utan með henni. Eins og áður hefir verið frá skýrt hér i blaðinu hefir það verið ákveðið að frú Lára haldi miðilsfundi á vegum Alþjóðasálarrannsóknastofnunarinn- ar í London, og verður fyrsti fund- urinn 21. september. Á miðviku- daginn kemur mun Mr. Nandor Fodor flytja fyrirlestra um frú Láru. Ýms ensk blöð skrifa mikið um hana um þessar mundir. — Nýja dagbl. 14. sept. » » * Ferðafélagið byggir | sœluhús á Kerlingarfjö llum Ferðafélag íslands bygði sitt fyrsta sæluhús í Hvítárnesi fyrir nokkrum árum. f sumar hafa fleiri menn gist þar en nokkru sinni fyr og nú nýlega höfðu um 900 manns skrifað sig sem gesti í gestabók sæluhússins. Sæluhúsið, sem Ferðafélagið eign- aðist á Snæfellsjökli fauk í aftaka- veðri sem kunnugt er. Á þessu sumri hafði félagið á- kvarðað að koma um tveim nýjum sæluhúsum í óbygðum, öðru á Hveravöllum, en hinu í Kerlingar- fjöllum. Þetta hefir þó dregist nokkuð vegna hins slæma tíðarfars, en samt er sælúhúsið í Kerlingar- fjöllum nú orðið fokhelt. Því hefir verið valinn staður í Kerlingárf jöll- um norðvestanverðum í svonefndu Árskarði. í því verða rúm fyrir 16 manns og gólfrúm fyrir nokkrar flatsængur i viðbót og geta því tutt- ugu manns átt þar sæmilega gist- ingu í einu. Bæjarsjóður Reykja- víkur hefir styrkt þessa sæluhúss- byggingu nokkuð og sama hafa ein- stakir velunnarar félagsins gert. Ruddur bílvegur er að Jökulkvísl, en þaðan er nokkur spölur að sælu- húsinu. Liggur þessi vegur út af Hveravallaveginum ofan við Innri- Skúta, yfir Blágnýpukvísl og upp með Jökulkvísþ þar til kemur móts við sæluhúsið. Jökulkvísl fellur þar í þrengslum og er mjög mjó. Þar er verið að byggja yfir hana ódýra brú úr efnisleifum frá Sogsbrúnni hjá Þrastalundi. Efni til sæluhúss- ins var flutt á bílum að Jökulkvísl, en þaðan á hestum. Til sæluhússbyggingar á Hvera- völlum voru fest kaup í einum verka. mannabústaðnum við Sogið. Verður hann tekinn niður og fluttur upp á Hveravelli og reistur að nýju mjög velli og reistur þar að nýju mjög bráðlega, svo framarlega sem slæmt veðurfar hamlar ekki framkvæmd- um og vegurinn þangað upp eftir spillist ekki til muna.—N. dagbl. 14. sept. HON. MITCHELL HEPBURN Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, vann Mr. Hepburn og Liberalflokkurinn glæsilegan kosningasigur við fylkiskosningarn- ar í Ontario, sem fram fóru þann 6. þ. m. Hrakningar í óbygðum Um alllanga hríð í sumar lágu sjö Englendingar við norður hjá Snæ- felli. Þrír þeirra voru háskóla- kennarar, en fjórir stúdentar frá Cambridge-háskóla, sem eru að nerraa landafræði. Fengu þeir Þor. berg bónda Þorleifsson að Hólum í Hornafirði til þess að sækja sig norður á öræfin. Lagði hann af stað hinn 21. ágúst, ásamt tveim mönnum öðrum, Jóni Brunnan og Sigfinni Pálssyni, til að sækja út- lendingana. Höfðu þeir 22 hesta og ráðgerðu að vera sex daga í ferð- inni. Þó varð reyndin sú, að þeir komu ekki aftur heim að Hólum fyr en að átta dögum liðnum að kvöldi laugardags 28. ágúst. Ferðalagið gekk alt vel á norður- leið og komust þeir Þorbergur inn að Snæfelli á þremur dögum. Var lagt þaðan upp heim á leið með tólf hesta undir klyfjum. Höfðu þeir upphaflega hugsað sér að fara Víði- dalsveg til bygða, en hreptu hið vers'ta veður, storm og úrhellisrign- ingu, sem þeir einir þekkja, er verið hafa uppi á háfjöllum þegar þannig viðrar. Breyttu þeir því .ákvörðun sinni og ætluðu að fara um Múla- dal ofan til bygða i Álftafirði. Myrkt var af þoku, en allir menn- irnir ókunnugir á þessum slóðum og viltust þeir því, en komu þó á sírt fyrri spor eftir magar klukkustund- ir. Svo var rigning mikil, að ekki var þur þráður á mönnunum, þótt allir væru búnir olíufatnaði, sumir jafnvel tvennum. Náðu þeir um síðir í gangnamannakofa, sem er þar inn til fjallanijia, og höfðust þar við yfir nóttina. En svo var þröngt, að þeir komust tæpast fyrir þar inni all- ir í einu, þar eð kofinn er aðeins ætlaður flimm, en þeir voru tíu. Daginn eftir var enn stormur og rigning. Við Jökulsá lentu ferðamennirnir í sjálfheldu. Urðu* þeir að taka klyf jarnar af hestunum og bera þær langan veg, um 2 km., yfir kletta- klungur og móbergsfiúðir, sem með öllu voru ófærar hestum. Á einum stað var klettahaft svo örðugt yfir- ferðar, að mennirnir áttu fult í fangi með að komast yfir það, þótt lausir væru. Bar Sigfinnur einn klyf jarn- ar af öllum tólf hestunum yfir haft- ið. Sigfinnur þessi er fullhugi mik- ill og vanur ferðum á jöklum og ör- æfum og hefir meðal annars verið í slikum ferðurn á Vatnajökli með Sigurði Þórarinssyni. Hestana sundhröktu þeir yfir ána, alla nema þrjá, sem þeir ekki treystu og urðu því að skilja eftir. Einn hestanna var mjög hætt kominn í ánni. Valt hann eins og kefli í strengnum, en náði þó landi áður en það var um seinan. Sjálfir hugðust mennirnir að fara á kláfferju yfir Jökulsá. Er henni komið fyrir þar sem áin fellur í þröng milli kletta inst í svonefndum Víðibrekkum. Kláfurinn er mjög gamall og af sér genginn og stendur fyir dyrum að smíða nýjan. Þegar að ferjustaðnum kom, var kláfurinn hinum megin árinnar og ekki hægt að draga hann yfir nema þeim megin frá. Var einskis annars úrkosta en að einn handlangaði sig .á strengj- unum yfir gljúfrið, og varð Sigfinn- ur til þess. — Komust þeir síðan allir klakklaust yfir. Til bygða að Þórisdal í Lóni náðu þeir eftir miðnætti á föstudagskvöld- ið. Úr síðasta áfangastað í óbygð- um lögðu þeir af stað kl. 3 nóttina áður og voru því orðnir ærið þreytt- ir og hraktir eftir langan og erfið- an dag. Nutu þeir þar að sjálf- sögðu beztu aðhlynningar. Heima- fólkið í Þórisdal reis óðara úr rúm- um sínum og háttuðu aðkomumenn- irnir ofan í þau í staðinn. Daginn eftir komust þeir heim að Hólum og voru þá átta dagar liðn- ir frá því að þeir Þorbergur lögðu af stað. í simtali, sem Nýja dagblaðið átti við Þorberg i Hólum í gær, rómaði hann mjög dugnað og þrautseigju Englendinganna og hversu vel þeir báru sig, þrátt fyrir állá þessa vos- búð í marga daga.—N. dagbl. 17. sept. * * * Séra Jakob Lárusson Sérajakob Ó. Lárusson fyrv. prestur að Holti undir Eyjafjöllum andaðist í fyrrinótt. Banamein hans var magablæðing. Séra Jakob var á sínum tíma einn af brautryðjendum ungmennafélagshreyfingarinnar hér á landi, enda hinn glæsilegasti at- gervismaður á margan hátt. En heilsubrestur hreif hann frá störfum á bezta aldri.—N. dagbl. 18. sept. * ♦ * Setning Háskólans Setning Háskóla íslands fór fram í neðrideildarsal Alþingis kl. 11 f. h. í gær. Hafa um 30 nýir stúdentar þegar innritast í háskólann að þessu sinni, en vyn mun á fleirum. Skiftast ný. liðarnir þannig milli deilda: 15 í lagadeild, 13 í læknadeild, 2 í guð- fræðideild og 1 í heimspekideild. Þegar skólanum lauk síðatl. vor, voru 12 nemendur í guðfræðdeild, um 20 í heimpekideild, 58 í lækna- deild og 60 í lagadeild. Má gera ráð fyrir að langflestir þeirra verði í háskólanum áfram, þó ekki séu allir komnir enn til bæjarins. Þá er von á nokkruin útlendingum í heimspekideildina, aðallega þjóð- verjum. Má sennilega gera ráð fyrir að 180—190 stúdentar sæki nám í há- skólanum næstk. vetur.—N. dagbl. 19. sept. * » * Vígsla atvinnudeildar Háskólans Atvinnudeild Háskólans var opn- uð í gær kl. 3 að viðstöddum all- mörgum boðsgestum. Ræður fluttu við það tækifæri próf. Alexander Jóhannesson, sem er form. byggingarnefndar, Harald. ur Guðmundsson kenslumálaráð- herra og Trausti Ólafsson, forstöðu- maður stofnunarinnar. Þegar ræðuhöldum var lokið, var húsið fyrst skoðað en síðan var boðsgestum veittlcaffi. Ýtarleg lýsing á húsinu birtist hér í blaðinu í gær. En það er áreiðan- lega ekki ofsögum sagt, að vel hafi verið til þess vandað og reynt að- hafa fyrirkomulagið sem haganleg- ast. Lýsti Trausti Ólafsson því líka yfir í ræðu sinni, að hann væri mjög ánægður með bygginguna. Það er húsameistari ríkisins, Guðjón Sam- Nýjuála fregnir Símað er frá Washington þann 13. þ. m., að Roosevelt forseti sé staðráðinn i því, að reyna að miðla málum milli Kina og Japana. Hygst forseti að hef ja tilraunir í þessa átt á fundi þeirra níu stórvelda, er und- irskrifuðu Kellogg sáttmálann, og haldinn verður á næstunni. » * * Af Spánarmálunumi er það helzt að frétta, auk nokkurra sigurvinn- inga af hálfu Francos, að Mussolini hafi nýleg sent þangað 15,000 vígra manna til stuðnings árásarhersveit- unum. * * » Hertoginn af Windsos, ásamt her- togafrúnni, er staddur um þessar mundir í Þýzkalandi, til þess að kynna sér bústaði og lífskjör verka- manna. Þann 4. nóvember næst- komandi sigla hertogahjónin frá Bremen áleiðis til Bandaríkjanna í sömu erindum. Er ráðgert að þau dvelji þar í tveggja mánaða tíma. » * » Fregnir frá Beirut, Syria, hinn 13. þ. m., láta þess getið að aðalræðis- maður Bandarikjanna þar í landi, Theodore Marriner, 45 ára að aldri, hafi verið myrtur. Armeniumaður einn; er ræðismaðurinn synjaði um vegabréf, hefir verið sakaður um morðið. * * * Af stríðinu milli Japana og Kín- verja, er lítið það að frétta, er veru- legum tíðindum sætir; má svo segja að alt hjakki i sama farinu. Þrátt fyrir síaukinn liðssöfnuð af hálfu Japana, hefir þeim orðið lítið á- gengt, og eru farnir að komast að raun um að þeir eigi við raman reip að draga, þar sem Kínverjum er að mæta. Á orustusvæðinu við Shang- hai hefir tiltölulega verið hTjótt næstu undanfarna daga. úelsson,- sem hefir gert teikningu hússins, en byggingameistarar hafa verið Ingibergur Þorkelsson og Þor- kell Ingibergsson. Eftirlit með bygginguhni annaðist Þorlákur Ó- feigsson. Með atvinnudeildinni eru full- gerðar tvær byggingar af fimm, sem eiga að standa á háskólalóðinni. Eiga byggingarnar að mynda hálfhring og verður háskólinn í miðju. — N. dagbl. 19. sept. • * * * Þátttaka íslands í heimssýningunni 1939 Ríkisstjórnin hélt í gær fund með fulltrúum ýmsra stofnana, sem sennilegt þótti að myndi hafa áhuga fyrir þátttöku íslands í næstu heims- sýningu, sem haldin verður í New York 1939. Á fundinum kom í ljós almennur áhugi fyrir því að Island reyndi að taka þátt í sýningunni. Mun ríkis- stjórnin því skipa nefnd, sem verð- ur falið að athuga nánar hvernig þátttöku okkar verður bezt fyrir komið og hversu mikið hún muni kosta. Nefndarmennirnir munu valdir í samráði við þær stofnanir, sem líklegastar eru til að geta haft hagsmuna að gæta í smbandi við sýninguna. Þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir mun ríkisstjórnin taka á- kvarðanir um það, hvort við tökum þátt í sýningunni eða ekki. Er það áreiðanlegt að það gæti orðið mjög mikilsvert fyrir okkur að geta tekið þátt í þessari sýningu. Viðskifti íslands við Ameríkuþjóð- irnar gætu áreiðanlega orðið miklu meiri en þau eru nú og þátttaka okk- ar í sýningunni myndi án efa verða til þess að styrkja þau og skapa möguleika fyrir aukningu þeirra. —N. dagbl. 22. sept. HON. T. A. CRERAR Náttúrufriðinda ráðherra sam- bandsstjórnarinnar, Hdn. T. A. Crerar, flytur útvarpsræðu á fimtu- dagskveldið þann 1,4. þ. m. klukkan 8. Ræðan heyrist frá báðum út- varpsstöðvunum hér í borginni og er þess að vænta, að þeir Islendingar, sem viðtökutæki hafa, færi sér hana í nyt. Mr. Crerar er athafnamaður mikill í embættisfærslu sinni, og er nýlega kominn úr langferð um námuhéröð Norðvesturlandsins. Hjálp í neyð Öllum er kunnugt um neyðará- stasdið í Saskatchewan-fylki sunn- anverðu, vegna uppskerubrests ár ^eftir ár og einkum nú í haust. Sam. tök eru hafin alment út um Mani- toba til þess að hjálpa fólki þar vestra. I lok september höfðu þeg- ar send verið vestur 85 járnbrautar- vagnar hlaðnir matvælum og klæðn- aði frá Manitoba. Það er einungis byrjun. Hér í Winnipeg hafa kirkj- urnar tekið höndum saman um þetta líknarverk. Fyrsti lúterski söfnuð- ur er með i því. Á miðvikudags- kvöld í þessari viku og fimtudags og föstudagskvöld, kl. 7.30—9, svo og á fimtudaginn kl. 3—6, verður tekið á móti gjöfum frá almenningi og þeim síðan komið á framfæri. Miðnefnd fyrirtækisins í Winnipeg sér um flutning vestur. Óskað er aðallega eftir matvælum, einkum allskonar garðávöxtum, nýjum eða niðursoðnum, svo og niðursoðnum aldinum og yfirleitt öllu matarkyns, sem ekki er skemdum undirorpið, þó það geymist. íslendingar, bregðist vel og fljótt við tilmælum þessum. B. B. J. SON OF LOWDEN - SUED FOR DIVORCE George M. Pullman Loædeú, son of Illinois' war-time governor and grandson of the founder of the Pull- man Company, today was charged with desertion in a divorce suit filed in Superior Court for Mrs. Sigrun Magnusson Lowden, 29, of 190 E. Pearson st. . The bill, prepared and filed by Attorney Bénjamin B. Davis, set forth that the bridegroom left his bride on August 18, 1936, little more than four months after their quiet wedding on April 8, 1936. Mrs. Lowden is a cousin of Mrs. Jerome Pick. Before her marriage, Mrs. Lowden was employed by the Illinois Bell Telephone Company. —Chicago Herald Examiner, October 6th. MEN’S CLUB, FIRST LUTHERAN CHURCH The next meeting of the Men's Club will be held in the Church Parlors on \Vednesday, Oct. 20th, at 6.30 p.m. Our guest speaker will be “Doc” Guy, former radio entertainer Úr borg og bygð Mrs. Johnson, kona séra G. P. Johnson, hér í borginni, lagði af stað til íslands á miðvikudagskvöldið á- samt-dóttur þeirra hjóna. Gleraugna-sérfræðingurinn John J. Arklie, verður staddur í Riverton Hotel á fimtudaginn 21. október og í Arborg Hotel á föstudaginn 22. október. The Young People’s Club of the First Lutheran Church will hold their regular meeting on Monday evening, October i8th, at 8130^ in the church parlors. Deild No. 4 í kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar undir umsjón Mrs. F. Dalman og Mrs. J. Blöndal, heldur Silver Tea og Home Cook- ing Sale að heimili Mrs. Blöndal, 909 Winnipeg Ave., á föstudaginn 15. október frá kl. 2.30 e. h. til kl. 6 e. h. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska safnaðar, flytur erindi á fyrsta vetrarfundi Fróns, er haldinn verður i Goodtemplarahús- inu mánudaginn þann 25. þessa mánaðar. Auk þess flytur Hjálmar Gíslason frumsamin kvæði og Haf- steinn Jónasson og Guðmundur Stefánsson og Eddy Johnson syngja tvísöngva og einsöngva. Samkoma sú, sem haldin var að tilhlutan Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í fundarsal kirkjunnar i til- efni af þakkarhátíðinni, var ein hin fjölsóttasta þeirrar tegundar, sem nokkru sinni hefir haldin verið. Skemtiskrá fjölbreytt og véitingar hinar ríkmannlegustu. Naut hinn mikli mannf jöldi þar ógleymanlegrar ánægjustundar. Herra Guðmundur Kristjánsson tenórsöngvari og söngkennari í Chicago, heldur concert í Steinway Hall, 113 W. 57th Street i New York á fimtudagskveldið þann 20. þ. m. Syngur hann þar meðal ann- ars lög eftir íslenzku tónskáldin Jón Leifs, Pál ísólfsson og Tryggva Björnson, sem er Vestur-íslending- ur búsettur i New York. Fregnir frá Chicago, sem birst hafa í merk- um blöðum, láta þess glögglega get- ið, að Guðmundur sé á hröðu fram- faraskeiði sem söngmaður. I ráði er að haldin verði afar f jöl- breytt skemtisamkoma í Árborg þ. 22. þ. m., til arðs fyrir Sumarheimili islenzkra barna, sem reist var í grend við Hnausa, Man., i sumar sem leið. Búist er við að prófessor Watson Kirkconnell, hinn víðkunni Islands og íslendingavinur, flytji þar erindi um skáldskap Vestur-Islendinga, auk þess sem margt annað til skemt- unar og fróðleiks fer þar fram. Samkoma þessi mælir með sér sjálf ; tilgangur hennar er slíkur, að telja má vist, að mikið fjölmenni sæki hana. and known to many as “Gentleman Jim.” His topic will be “Mussolini, the World’s Greatest Showman,” and he will recount his adventures in Italy and deséribe his personal interview with the Italian Dictator. It will be both humorous and inter- esting, so don’t miss it. There are some very important business mat- ters that will be presented at this meeting that warrant attention. Spe- cial entertainment will be provided by the “John Holden Players.” A cordial invitation is extended to all tnale members of the congregation to attend.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.