Lögberg - 14.10.1937, Page 4
4
LÖGrBBRG, FIMTUDAGINN 14. OKTÓlBER, 1937
v Högtjerg
OefiO út hvern fimtudag af
7 a E COLXJMBIA PREBB L, I M I T E D
6 95 Sargent Avenue
■WJnnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um áriO — Borgist fyrirfram
The “Lögberg'1 is printed and published by The
Columbia 'Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Úr herbúðum áljórnmálanna
Kosningar þær til fylkisþingsins í On-
tario, er fram fóru þann 6. yfirstandandi
mánaðar, leiddu það skýrt og afdráttarlaust
í ljós, aS kjósendur töldu þaS fylkinu heilla-
vænlegra, aS fela Mr. Hepbum og liberal-
flokknum á hendur stjórnarforustuna næstu
fjögur til fimm árin, en eiga þaS á hættunni
hvemig hjóliS snerist í höndum Conservativa
með Mr. Earle Rowe í broddi fylkingar. Af
90 sætum í fylkisþinginu fékk Mr. Hepbum
63, að viðbættum tveimur Liberal-Progressive
þingmönnum, einum bændaflokksmanni og
einum, er taldi sig utanflokka, en þó hlyntan
Mr, Hepburn og ráðuneyti hans. Ihalds-
f'lokknum bættust sex þingsæti; þó. henti hann
sú slysni að missa foringja sinn í þesari á-
mintu HeljarslóSarorustu. Mr. Rowe sagði
af sér þingmensku í sambandsþinginu nokkra
fyrir hinar nýafstöðnu fylkiskosningar;
stendur hann því á einskonar krossgötum,
sviftur kjóli o^ kalli.
Þó almenningi verði ef til vill aldrei að
fullu kunnar þær ástæður allar, er til þingrofs
í Ontario leiddu, og nýrra kosninga, með því
að kjörtímabil stjórnarinnar var enn hvergi
nærri útrunnið, mun þó meginástæðan hafa
stafað frá verkfallinu mikla í bænum Oshawa,
þar sem bílafyrirtækið mikla, General Motors,
hefir aðal bækistöðvar sínar. MeSan verkfall
þetta stóð yfir, rann á Mr. Hepbum slíkur
berserksgang^r, að engu var líkara en stoðir
samfélagsins léki á reiðiskjálfi; hann úthúð-
aði erlendum áhrifum á samtök verkamanna;
veittist hann einkum og sérílagi að þeim sam-
tökum í Bandaríkjunum á iðnaðarsviðinu, er
John Lewis átti frumkvæði að og veitir for-
ustu um þessar mundir; kvaðst liann aldrei
mundu verða aðilji að því, að canadiskur
verkalýður seldi frumburðarétt sinn í h’endur
erlendum ofstopamönnum. Tveir mætir menn
í ráðuneyti Mr. Hepburns, þeir Mr. Croll
verkamálaráðherra og Mr. Roebeck dóms-
málaráðherra, sáu ekki auga til auga við Mr.
Hepburn í þessari verkfallsdeilu. Það tók
forsætisráðherra ekki lengi að átta sig á hvað
til bragðs skyldi taka; hann fór alveg að eins
og þeir Aberhart, Mussolini og Hitler myndu
hafa gert; hann rak þá umsvifalaust úr ráðu-
neyti sínu; báðir vom þessir uppgjafa ráð-
herrar í kjöri við nýafstaðnar fylkiskosning-
ar, og báðir gengu þeir sigrandi af hólmi;
báðir hældu þeir stjórn Mr. Hepburns á hvert
reipd í kosningahríðinni og hétu henni þing-
stuðningi.
Enn má bjóða ýmsum margt
og enn er kyst á vöndinn!
Nokkru eftir að Oshawa verkfallið hófst
leitaði Mr. Hepburn ásjár Ottawa-stjórnar.
Forsætisráðherrann, Mr. King, leit auðsjá-
anlega þannig á, að æskileg úrlausn deilu-
málsins fengist helzt með því, að viðhöfð
yrði meiri lægni en sú, er þá hafði komið
fram hjá Mr. Hepburn. Og' þá fyrst mætti
opinberrar íhlutunar vænta af hálfu sam-
bandsstjórnarinnar, er sýnt væri að fylkis-
stjórninni yrði það ofraun aS ráSa málinu til
lykta, þannig, að allir aðiljar mættu vel við
una. Af þessu varð Mr. Hepburn svo ösku
syngjandi reiður, að hann sór og sárt við
lagði, að upp frá þeim tím'a yrði hann aldrei
að eilífu “Mackenzie King Liberal.”
ÞaS er ekki ávalt lengi aS breytast veður
í lofti. Þegar kosningabardaginn stóð sem
hæzt, tók Mr. Hepbum snöggum sinpaskift-
um, og kvað stjórn Mr. Kings vera þá beztu
og hagkvæmilegustu stjórn, er canadiska
þjóðin nokkru sinni hefði notið; fór hann
einkar lofsamlegum orðum um stefnu hennar
og forustu í verzlunarmálum, er leitt hefði
þjóðina giftusamlega út úr kreppunni; sagð-
ist hann aldrei hafa greint á við Mr. King
að öðru leyti en því, er viðkom verkfallinu í
Oshawa. Að loknum leik, eða réttara sagt
eftir að kosningaúrslitin urðu heyrinkunn,
sendi Mr. King Mr. líepbuAi faguryrt ham-
ingjuóskaskeyti.
Fjórir af málsnjöllustu ráðgjöfum sam-
bandsstjórnarinnar, þar á meðal þeir Mr. Ian
MacKenzie, hermálaráðgjafi og Mr. James
Gardiner, landbúnaðarráðgjafi, veittu Mr.
Hepburn fulltingi í kosningarimmunni, svo
þegar alt kemur til alls á Mr. Hepbum ráðu-
neyti Mr. Kings hreint ekki svo lítiS upp að
unna viðvíkjandi kosningasigri sínum.
MeSal markverðustu atburða í sambandi
við þessar nýafstöðnu fylkiskosningar í
Ontario, verður einkum að telja það tvent, að
í Oshawa, þar sem verkfalliS mikla var háð,
náði frambjóðandi Mr. Hepburns kosningu
með álitlegum meirihluta, sem og hitt, að ekki
einn einasti frambjóðandi C.C.F. flokksins
komsl í námunda við það að vinna kosningu.
Dómar manna á Mr. Hepburn eru næsta
misjafnir; þykir ýmsum hann næsta skjótráð-
ur í ályktunum, og mun það mega til sanns
vegar færa. Um hitt verður samt ekki deilt,
að hann sé flestum mönnum áræðnari, þeirra,
er um þessar mundir eru viðriðnir opinber
mál í þessu landi.
# # #
Þann 7. þessa mánaðar fór fram auka-
kosning í Edmonton til fylkisþingsins í Al-
berta; losnaði þar þingsæti við fráfall G. H.
Van Allen, lögfræðings, er fylgdi Liberal-
flokknum að málum. tJr nógu var að velja
við kosningu þessa, því hvorki meira né minna
en fimm frambjóðendur voru í kjöri. Sigr-
andi af hólmi í þessari aukakosningu gekk Mr.
E. L. Gray, hinn svo að segja nýkjömi leið-
togi Liberala í Alberta. Rétt er að þess sé
getið, að honum fylgdu eindregið að málum
málsvarar íhaldsflokksins í borginni, sem og
Mr. Reed, fyrrum forsætisráðgjafi hins sam-
einaða bændaflokks. Úrslitin urðu sem hér
segir: Mr. Gray hlaut 17,680 atkvæði; Joseph
Clarke borgarstjóri (People’s Front) 9,739;
Jan Lakeman, kommúnisti, 1,714; Margaret
Crang (Labor Progressive) 1,309 og Rice
Sheppard (People’s Candidate) 245.
Hlutbundnar kosningar voru um liönd
hafðar, og þurfti því frambjóðandi yfir fimm-
tíu af hundraði til þess að ná kosningm við
fyrstu talningu. Eins og tölurnar bera með
sér, var Mr. Gray kosinn við fyrstu talningu.
Social Credit-sinnar höfðu engan frambjóð-
anda í kjöri við þessa aukakosningu; þó var
það vitað að Mr. Clarke væri hlyntur Mr.
Aberhart og fylkifiskum hans. Eina ræðu
flutti Mr. Aberhart, er að aukakosningu þess-
ari í Edmonton laut. Ekki lýsti hann yfir
fylgi við neinn ákveðinn frambjóSanda, held-
ur lét sér nægja að skora á kjósendur að
greiða atkvæði gegn Mr. Gray. Úrslit þess-
•arar aukakosningar breyta engu tíl um þing-
styrk flokkanna í fylkisþinginu.
# # #
Flokkur kommúnista í Canada hefir ný-
lokið ársfundi sínum í Toronto; var fundur-
inn allfjölsóttur eftir símfregnum að dæma.
Skrifari flokksins, og í rauninni jafnframt
foringi hans, Tim Buck, var endurkosinn í
einu hljóði. Fundur þessi mælti eindregiS
með því, að vöru- og viðskiftabanni við Japan
yrði tafarlaust í framkvæmd hrundið; skor-
aði fundurinn jafnframt á hina canadisku
þjóð, að veita Kínverjum allan þann siðferð-
islegan stuðning er hún framast mætti í té
láta. MeS tilliti til stjórnmálanna í Alberta,
skoraði fundurinp ennfremur á kjósendur
þess fylkis, að taka höndum saman og vinna
á móti þeim bræðingi, sem þar væri í aðsigi
undir fomstu Mr. E. L. Gray. Ein tillaga,
sem fram kom á fundinum, lýsti vantrausti á
Mr. Aberhart; var þar svo ummælt, að stjórn-
arstefna hans væri óhagkvæmileg og ófram-
kvæmanleg; hagur alþýðu og bænda færi
versnandi í fylkinu jafnt og þétt; þó væri rétt
að tekið yrði tillit til þess, hver þau öfl væri,
er myndað hefði samfelda breiðfylkingu gegn
Mr. Aberhart og stjóm hans. Og þó stjórn-
inni væri allmjög ábótavant, yrði það samt
ekki réttilega sagt, að hún stefndi einungis í
afturhaldsátt.
# # #
Síðastliðinn sunnudag fóm fram almenn-
ar þingkosningar á Frakklandi. Social-
Demokratar juku þó nokkuð þingstyrk sinn á
kostnað hinna róttækari Socialista og Komm-
únista. Ýmsir flokksforingjar, svo sem Her-
riot fyrrum stjórnarformaður og núverandi
forseti neðri málstofunnar, áttu fult í fangi
með að ná kosningu. Búist er við að endur-
talning, eða jafnvel ný kosning fari fram í
kjördæmi hans.
Til kunningja minna
í Winnipegosis
Eg var ekki viss. um þaS seinast
þegar eg páraSi ykkur um ferðafok
okkar hjónanna frá Winnipegosis
til Winnipeg, hvort eg hefði á réttu
máli að standa um dálítið sem mig
var farið að gruna. En eins og þið
vitið þarna norður frá þá stendur
grunur bæði minn og ykkar jafnan
einn og bei;skjaldaður meðan hann
skortir vissu, og heitir þá líka að-
eins grunur.
Eg hafði nú dvalið hér i Winni-
peg bara gestanæturnar þrjár þegar
eg var settur í opinbert embætti. Og
nú veit eg fyrir víst að þið brennið
í skinni ykkar af forvitni þrátt fyr-
ir það þó kólni í veðri, sem náttúr-
legt er, þegar haustið með svip-
brigðum sínum er komið og gengur
með veldissprota sinn um storð og
stræti. Ef eg segði ykkur ekki hvert
embættið er, starfssvið mitt liggur
bæði innan og utan garðs við heim-
ili mitt.
Utan veggja var mér veitt það
starf að hirða landblett þann, sem
móðurmálið okkar skírði fyrir
nokkru síðan og gengur undir nafn-
inu gangstétt, þessi nefndi blettur er
að ummáli sem næst 40 ferhyrnings-
faðmar og er alveg ótrúlega feng-
sæll á fölnuð lauf og fokstrá, en
hvgrugt er gjaldgeng vara hér í
borginni W|innipeg og þó «iargir
Bensar með hendurnar séu sagðir
eiga heima hér í sveit, þá dettúr eng-
um af þeim í hug að helga sér neitt
af þessu dóti, en alt annað senf fel-
ur í sér eitthvert verðmæti eignar
Bensi sér, þó hann þurfi að sækja
það til undirheima. Gangstétt þessa
skal eg sópa um kl. 8 fyrir miðdag
daglega og oftar ef þörf krefur. Það
var einmitt við þetta útistarf mitt
sem eg fékk fullvissu fyrir því sem
mig var farið að gruna um að álit
fólksins á mér mundi stórum
stækka þegar eg væri fluttur til höf-
uðborgarinnar Winnipeg í Mani-
toba.
Meðan eg er við þessa iðju mína,
hvort sem það er að morgni dags
eða seinna, þá ganga svona oftast
nær um 30 menn og konur fram hjá
mér og allir, eða svona flestir, virða
mig þess að líta á míg og dálitið
meira en það, því blessaðar blóma-
rósirnar brosa svo blíðlega til mín,
kafrjóðar út undir eyru með ókystar
blóðrauðar varir, og þá er það ein-
mitt, sem eg fæ fullvissu um það að
grunur minn hefir ræst: virðing mín
og álit hefir þrítugfaldast og sextug-
faldast þegar eg sópa gangstéttina
tvisvar.
Innanhússtörf mín eru þau að
reka viðarbjálka í glóðaraugað, því
það má aldrei vera bjálkalaust frem-
ur en önnur augu; smáflísar koma
sér líka vel undir kringumstæðum,
svo að bjálkarnir vinni sitt verk
fljótt og vel.
Nokkrum siðalærdóms-greinum
hafa þær frænkur minar verið að
reyna að troða í mig undanfarna
daga; þær heyra vist borgarlöggjöf-
inni eitthvað til, og sagt hefir mér
verið frá því svona rétt til minnis,
að borgarlögreglan sé fús til þess að
hlýða mér yfir þessi boðorð, svona
við tækifæri, ef þörf krefst þess. En
ykkur að segja, kastar jólaprófið
mitt teningunum um það, hvort eg
verð fermdur upp á þessi siðaboðorð
með vorinu eða ekki; læt ykkur
kannske vita það seinna.
Veðurfræðin mín er tómt þykk-
viðri síðan eg skrifaði ykkur sein-
ast. Þrisvar sinnum rofaði til sól-
ar og vindstaða óviss.
Verið þið nú sælir gömlu kunn-
ingjarnir í Winnipegosis.
Finnbogi Hjálmarsson.
Hinn öruggi staður
fyrir peninga yðar
Peningar yðar eru vel geymdir
í bankanum. Sparifé, sem
geymt er á Royal Bank of
Canada útibúi, er trygt með
yfir $800,000,000, og þér getið
ávalt fengið það, er þér þarfn-
ist. *
Inneign á Royal bankanum,
verndar yður í veikindum og
atvinnuleysi. Opnið spirreikn-
ing þegar í dag.
THE ROYAL BANK
O F CANADA
Eignir yfir $800,000,000
Mannalát
Þann 30. sept. andaðist að heimili
sínu í Selkirk, Man., Ingibjörg Gróa
Jónatansdóttir kona Sveinbjarnar
Jónassonar Dalmann. Hún var fædd
30. ágúst 1861, í Mlðfirði í Húna-
vatnssýslu. Eoreldrar hennar voru
Jónatan Jónsson og Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, er bjuggu á ýmsum
stöðum í Miðf jarðarsveit. Hún
fluttist til Ameríku 1887, giftist 30.
okt., 1889, Sveinbirni Jónassyni
Dalmann ættuðum úr Dalasýslu.
Börn þeirra eru: Olga, Mrs. Mc-
Kenzie, búsett í Selkirk; Carrie,
kona Sigurðar Laxdal, Charleswood,
Wpeg; Steinunn Goodman, Winni-
peg; Gestur, kvæntur enskri konu,
kennari í Portage la Prairie; pilt-
barn dó á fyrsta ári. Auk þess ólu
þau hjón upp Irene Kristjánsson,
dóttur Þorsteins Kristjánssonar og
fyrri konu hans, Guðfinnu Þ'fnn-
bogadóttur á Finnbogastöðum í
Hnausabygð. Hefir hún aldrei að
heiman farið, en þjónað fósturfor-
eldrum sínum, og hin síðustu ár
hjúkrað frænku sinni og fóstra með
stakri ástúð og uphyggjusemi. Hin
látna hafði lengi átt að stríða við
veila heilsu, en var rúmföst um
nokkur síðustu æfiárin. Hin látna
hélt æfilangri trygð við andlegan
trúararf feðra sinna, var hjálpfús
og trygg og átti hvarvetna vináttu
að fagna. Hún var ágæt eiginkona
og ógleymanleg móðir og fóstra,
stúlkunni, er hún gekk í góðrar móð-
ur 'stað. Útförin fór fram frá ís-
lenzku kirkjunni i Selkirk að við-
stöddu mörgu fólki. Nánustu ást-
vinir voru þar allir viðstaddir, meðal
þeirra Mr. og Mrs. M. M. Jónasson,
Árborg, Man.; er Mrs. Jónasson
systurdóttir hinnar látnu konu.
Einnig Þorsteinn bóndi Kristjánsson
frá Víðir, Man., ásamt dætrum sín-
um; Mrs. Alfred Martin, Víðir,
Man. og Mrs. G. D. Carscadden,
Árborg, Man.
5". ölafsson.
Mánudaginn 20. sept. andaðist
Sigríður Hanson frá Mountain,
N. D., á heimili tengdasonar síns og
dóttur, Mr. og Mrs. O. Einarsson
við Hallson. Var hún búin að vera
þar rúmföst marga mánuði og þjást
mikið, þó að hún bæri sjúkdóms-
stríð sitt með hugprýði og rósemi.
Sigríður sál. fæddist 12. febrúar
1854, i Þingeyjarsýslu á Islandi.
Voru foreldrar hennar Sigurður
Erlindson og Guðrún Jónsdóttir.
Var Sigríður því systir Stefáns og
Jóhannesar Sigurðssona í Nýja Is-
landi og þeirra systkina. Maður
Sigríðar, Albert Hanson, dó 5. maí
1926. Börn þeirra voru 10. Þrjú
dóu í æsku og þrjú fullorðin, en
fjögur lifa móður sína.
Sigriður var mesta myndarkona
og vel gefin eins og hún átti kyn
til. Hafði hún ásarnt með manni
sínum búið hér stóru myndarbúi
meðan kraftar þeirra entust til. Hún
var jarðsungin af sóknarprestinum,
séra Haraldi Sigmar frá Einarsons
heimilinu við Hallson og kirkjunni
á Moutain Fjölmenni fylgdi hinni
látnu til grafar.
Föstudaginn 24. september and-
aðist Jón S. Björnson frá Hallson
í sjúkrahúsinu í Drayton, N. Dak.,
eftir stutta legu en allmiklar þján-
ingar. Hinn látni fæddist á Islandi
28. desember 187.6 Foreldrar hans
voru Sveinbjörn Björnsson og Kat-
rín Guðbrandsdóttir. Föður sinn
misti hann í æsku en móðir hans
giftist Jóni Jónassyni frá Krossi i
Haukadal; með þeim fluttist Jón sál.
til Ameríku og til Norður Dakota
árið 1883. Hefir hann ávalt dvalið
hér i grend við Hallson, N. D. síðan,
þó flest af fólki hans flyttist vestur
til Blaine í Washington-ríki. Jón
giftist Kristjönu Johnson frá Pem-
bina, N. D., árið 1908, og eignuðust
þau hjón son og dóttur. Dóttirin
gift hérlendum manni, býr í fjar-
lægð, en sonurinn ásamt konu sinni,
bjó með föður sínum í grend við
Hallson, N. D.
Þó Jón sál. væri enn tiltölulega
ungur, var heilsa hans veil síðustu
árin. Mun það hafa verið hjarta-
sjúkdómur sem þjáði hann og leiddi
til bana. Jón var hægur maður og
fáskiftinn en drengur góður og vin-
sæll af þeim er hann þektu.
Einn albróður, Brand Sveinbjörns-
son við Wynyard, Sask., átti Jón og
einn hálfbróður, Jónas, við Akra,
N. D. Auk þess fimm hálfsystur,
sem búa í Blaine og grendinni.
Stjúpfaðir hans lifir í hárri elli í
Blaine, Wash.
Jón var jarðsunginn frá heimili
1
f