Lögberg - 21.10.1937, Side 6

Lögberg - 21.10.1937, Side 6
LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1937 Madame Thérése Það hlýtur svo að vera, að fjandinn sjáÞ ur hafi vald á manni, þegar svona stendur á, því í staðinn fyrir að reyna að bjarga mér og flýja, þá stóð eg þama starandi eins og negldur niður og ætlaði að horfa á bardagann. Eg var hræddur, en forvitnin yfirbugaði hræðsluna. Meðan eg titraði og starði, vora Croatar á torginu og eg heyrði foringjann hrópa: “Skjótið!” Svo heyrðist ægileg skotþruman, og svo ekki neitt, nema suða fyrir eyrum mér. Öll sú hliðin á ferhyrningnum, sem vissi að strætinu, skaut í einu, hver einasti maður úr þremur röðunum. Rúðurnar féllu úr glugg- unum okkar og brakaði í um alt. Reykurinn fór inn í borðsalinn okkar og rusl úr skot- hylkjunum og alt fyltist af púðursvælu. Eg starði, með hárið eins og á hræddum héra; og eg sá þessa Croata með sítt hár, þar sem þeir stóðu og óðu fram í gráum skot- reyknum, og stukku og féllu og stukku aftur fram, eins og þeir ætluðu að ganga eða stökkva bókstaflega, yfir ferhyringinn, Og á bak við þessa fyrstu Croata voru alt af fleiri og fleiri, sem voru að koma óðfluga, sam- kvæmt villimannlegum óhljóðum foringja sinna: “Fram! Fram!” “Skjótið, önnur röð!” sagði yfirforing- inn, sem inni hafði verið hjá okkur, mitt í þessum óendanlegu óhljóðum óvinanna. Það var eins og hann væri að tala inni í borðsaln- um okkar, svo var röddin skýr, ákveðin og róleg. % Ný skotþruma reið af. En hvernig múr- inn hrundi, hvernig hellurnar losnuðu af þök- unum og hvernig loft og láð virtist blandast saman í eitt. Lisbetli, sem var í eldhúsinu, rak upp svo hátt, hvelt og skerandi skríkju- hljóð, að gegnum öll óliljóðin úti, lieyrðist hennar neyðaróp eins'og yfirgnæfandi blíst- ur. Eftir að þessi mikla skothríð var um garð gengin, sem líktist því að allir í ferhyrn- ingnum hefðu skotið í einu, byrjaði fyrsta röðin aftur. Maður sá ekki hvort önnur röð var að láta byssur sínar síga eðg lyfta þeim til að hleypa af, því nú fóru allir í fyrstu röð á knén og héldu byssum sfnum til varnar, og þriðja röð hlóð byssurnar og rétti þær svo að annari röð. Croatar hömuðust eins og ofviðri kring- um ferhyrning lýðveldissinna og hjuggu og lögðu með sínum afarlöngu sverðum. Af og til fauk hattur af manni hér og þar. Einn þessara Croata rak sporana svo þrælslega í hest sinn, að hann stökk í háaloft og hentist áfram yfir þrjár raðir manna og kom niður inni í ferhyrningnum, en þá réðist foringinn á hann og lagði spjótinu gegnum hann með svo miklu afli, að hann negldi hann bókstaf- lega niður í lendar hestsins. Sverðið sökk að hjöltum. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eg ætlaði að flýja eitthvað, en þá í einni svipan sneru Croatar þessir við og flý&i eins hratt og hugsast gat og skildu eftir fjölda sinna manna og hesta á torginu. Hestarnir reyndu að rísa á fætur og féllu jafnharðan flatir aftur. Fimm eða sex ridd- arar voni flæktir í ístöðunum og reyndu að losa sig. Aðrir alblóðugir skriðu á fjórum fótum og kölluðu með aumkvunarlegri rödd. “Fyrirgefið, Frakkar!” í angist sinni yfir því að þeir yrðu myrtir. Nokkrir þoldu ekki við fyrir kvölum og báðu hástöfum um að sér yrði hjálpað fljótt inn í eilífðina. Flestir hvíldu hreyfingarlausir. I fyrsta sinn á æfinni skildi eg nokkurn veginn hvað dauðinn er að ytri sýn. Þessir menn, sem eg hafði séð fyrir tveimur mínút- um, heilbrigða og hrausta, ráðast á óvini sína með ofsabræði og stökkva í háaloft eins og úlfa, lágu nú hér allavega, og hér og hvar í kösum, líflausir og hreyfingarlausir eins og steinarnir á veginum. Með'al lýðveldissinna höfðu menn líka fallið, og skörð höfðu komið í ferhyrninginn trausta. Líkamarnir lágu á grúfu víða; öðr- um blæddi út óðum og lagaði blóð um and- litið. Þeir, sem gátu bundið sár sín, oft á höfðinu, og byssan lág við fætur þeirra; en þeir fóru ekki úr röðunum. Félagar þeirra hjálpuðu þeim, bundu vasaklútum um sárin og létu hattana á höfuð þeim, sem höfðu fall- ið af. Yfirforinginn á hestbaki nærri gosbrunn- inum, með fjaðraskúf á hattinum, sem náði niður á bak og sverð í hendi, rétti við raðirn- ar. Nærri honum voru lúðurþeytarar í línu, og dálítið lengra frá, alveg fast við hornið næsta á strætinu, voru vínverðirnir. Við heyrðum lúðraþyt Croata þar sem þeir blésu til undanhalds. En er þeir höfðu komið fyrir næsta horn þar sem barist var, höfðu þeir stanzað. Einn af varðmönnum þeirra beið við hornið á bæjarhöllinni, en við sáum ekki nema höfuðið á hesti hans. Nokkur skot heyrðust enn. “Hættið að skjóta!” sagði foringinn. Allr liættu og ekkert heyrðist nema lúðra- hljómur í fjarlægð. Nú fór vínvörður Thérése inn á meðal raðanna til þess að hella á fyrir menn víni til hressingar. Svo fóru sjö eð'a átta háir menn að vatnsbrunni, til þess að ná vatni í matar- pönnurnar, til að þvo sár manna, en þegar hinir særðu sáu vatnið, báðu þeir hálfgrát- andi um að fá að drekka. Eg var í glugganum hálfur úti, og hall- aði mér í áttina til þessa fólks. Eg var að hugsa um hvort rauðu kápurnar, Croatar, myndu koma aftur. Foringinn horfði líka í þessa átt og talaði við kaftein einn, og lét hallast til livíldar í söðlinum, meðan hann talaði. Alt í einu kom kafteinn að ferhyrn- ingnum, ruddist inn milli raðanna og hrópaði, er hann kom að mér: “Hvar er húsbóndinn úr þessu húsi?” “Hann er farinn út. ” “ Jæja, þú þarna,.... fylgdu mér til þak- herbergisins. . . . Fljótt!” Eg skildi klossana þar sem eg var, greip í stigann og klifraði upp stigann bak við ganginn eins og íkorni upp tré. Kafteinninn fylgdi mér eftir. Þegar við komum upp á loftið, sá hann á augnabliki stigann upp í dúfnahúsið og klifraði upp á undan mér. Þeg- ar hann kom upp í dúfnahúsið, setti hann olnbogana á röðina á opinu út og hallaði sér, til að sjá sem bezt. Eg horfði undir hendur honum. Allur alfaravegurinn, eins langt og augað eygði, var þakinn mönnum, riddara- liði, fótgönguliði. Það voru “rauðkápur,” Croatar; þar voru kistur og kassar í röðum, grænar skikkjur, hvítir klæðnaðir, hjálmar, brynjur, raðir af lagvopnum og byssustyngj- um, og raðir af hestum. Alt þetta, allur þessi skari af mönnum, hestum og flutning, var að síga áleiðis til þorpsins. “Það er áreiðanlega her,” sagði hann í lágum hljóðum. Hann sneri sér við í hend- ingskasti, til að fara niður stigann aftur; en honum datt eittlivað í hug og stanzaði. Hann benti mér yfir þo^pið. Beggja megin í þorp- inu voru byssur og í einum stað var löng röð af rauðum kápum, sem virtust sökkva niður í jörðina bak við trjáaraðir. “Þú sérð þessar rauðu kápur,” sagði liann. “ Já.” “Er vagnavegur þarna í gegn!” “Nei, það er stígur.” “0g þessi sprunga eða þrönga gil, sem sézt hérna framundan, er hún djúp?” “Ó, já!” “Svo það er aldrei farið þar á vögnum eða með plóga.” “Nei, það væri ómögulegt.” Þegar hann heyrði þetta, fór hann strax niður aftur, án þess að spyrja mig meira og hentist í stökkum niður stigann. Eg fór á eftir og við vorum varla augnsnar alla leið niður, en við vorum ekki komnir miðja vegu í ganginum þegar urmull riddaraliðs ruddist að svo húsin skulfu. Þrátt fyrir þetta fór kafteinninn af stað, fór yfir torgið, hrinti tveimur mönnum frá úr röðunum og hvarf. Það' virtust þúsundir hinna smærri lægri radda, sem líktust krunki óteljandi krákna frá einum enda til annars á strætinu, og nálega drekti hinum þunga ægilega jódyn og kvað við: “Húrra! Húrra!” Eg var stoltur af að hafa fylgt kaftein- inum í dúfnahúsið og nógu djarfur til að fara alveg út í dyr. Tartarar voru að koma; það voru þeir í þetta sinn. Þeir komu eins og ofviðri, með' lensur á lofti og skikkjurnar fljótandi í vindinum niður um bakið, eyrun byrgð í bjarnarskinnshúfum, nefið fta^rri horfið í hið mikla úfna yfirskegg, augun upp- glent og stóru skammbyssurnar í beltinu. Þetta var eins og ný draumsýn. Eg hafði að- eins tíma til að kasta mér aftur á bak flötum inn í húsið. Mér virtist hver blóðdropi þorna í æðum mínum, og það leið aðeins eitt augna- blik þar til skothríðin byrjaði, og þá var eins og eg vaknaði af draumi, þá aftast í borð- salnum, móti brotnu gluggunum. Loftið var dimt og ferhyrningurinn hvít- ur af reyk. Yfirforinginn sat einn bak við hreyfingarlaus á hesti sínum, nærri gosbrunn- inum. Maður hefði getað tekið hann fyrir myndastyttu úr málmi, er maður horfði yfir bláa eldf’lóðið, þar sem hundruð logar léku. Tartarar stukku bókstaflega, þeir hentust kringum ferhyrninginn, lögðu lensum sínum í hópinn og hrukku svo frá á víxl; aðrir hleyptu af skammbyssum sínum á fjögurra feta vega- lengd, að ágiskun. Mér virtist ferhyrningurinn vera að lam- ast, ruglast. Það var rétt. “Lagið þið raðirnar! Standið fast!” sagði yfirforinginn. En ferhyrningurinn gaf eftir, svo að úr varð hálfhringur í miðjunni og varð mið- punktur við gosbrunninn. 1 hvert sinn sem óvinimir lögðu lensum sínum að ferhyrningn- um, kom röð byssustingjanna frá herhyrn- ingnum á móti eins og leiftur; en stundum var einhver ekki viðbúinn með byssuna og sting- inn. Ferhyrningsmenn höfðu ekki tíma til að hlaða byssur sínar. Þeir gátu engu skoti skotið. Tartarar komu svo óðfluga, fleiri og óðari en áður, og vöfðu sig, ef svo mætti að orði kveða, utan um herhyminginn, í þessum “áhlaupsofsa, og æptu stöðugt siguróp úr nálega hverjum barka, þeir þóttust svo vissir um að þeir væru að gera út af við þénnan litla ferhyrning. Eg hélt það gæti ekki annað verið en að þeir væru að gefa eftir og gefast upp, þegar foringinn mitt í hörðustu sókn Tartara, tók af sér hattinn, veifaði honum á sverðsoddin- um og fór að syngja hersöng Frakka, Le Marseillaise: “Fram til orustu ættjarðar - niðjar ...” Mann hálfpartin hrylti við. Hver einasti maður, sem gat komið upp hljóði af ferhyrningsmönnum fór að syngja með foringjanum, og dróg enginn af sér. 'Á augnabliki réttist ferhyrningurinn við. Þessi urmull manna raðaði sér fram á stræt- ið, þokuðu hinum sem utar voru, hver af öðr- um, lengra og lengra út á strætið; miskunn- arlaust réttu þeir úr boganum frá brunnin- um, eins og menn væru ekki þyngri en korn- öx á akri. Það var það ægilegasta, sem eg hafði séð. Það var eins og söngurinn hefði gert þessa Republikana óða. Það var voða- legt, og eg hefi síðan komist að þeirri niður- stöðu að menn verð'i vitstola í þessum orust- um og séu þá grimmari nokkru öðru óarga- dýri, sem sögur fara af. En eg átti eftir að sjá það hræðilegasta. Það var þetta: að yztu raðir óvinanna, Tar- tara við enda strætisins, sáu ekki og vissu ekki hvað var að gerast inni á torginu, og flönuðu því áfram sem óðir væru, hvæsandi stöðugt: “Húrra! Húrra!” En á sama tíma var verið að þoka fyrstu röð þeirra fyrir ban- vænum byssustingjum til baka móti hinum, sem voru að koma, síðustu röðunum. tJr þessu varð óumræðilegur troðningur og um- brot upp á líf og dauða og neyðaróp hvaðan- æfa. Þessir stóru hestar Croata, með út- flentar nasir, hringaða makka ög augun voru nærri út úr höfðinu. Þeir hvæstu og frísuðu, svo líkast var sem haglhríð væri á. Eg sá þessa ólánssömu Croata álengdar, örvita af hræðslu, snúa við og færa lensurnar fast að handleggjum sinna manna, til þess að fá rúm til að komast áfram; og eg sá þá svo skjótast eins og hrædda héra í næstu kofa eða hreysi. Tveimur mínútum seinna var strætið autt. Það voru eftir af þessum vesalingnm tuttugu og fimm eða þrjátíu, lokað'ir inni eða umkringdir á sViðinu. Þeir höfðu ekki séð hvað varð af hinum, voru ráðalausir og vissu ekki hvert þeir ættu að flýja. En það var fljótlega skorið úr því. Nýtt áhlaup lagði þá á bakið, nema tvo eða þr já, sem söktu sér nið- ur í gryfju, sem grafin hafði verið af grafara nokkrum. Maður gat ekki séð hvað margir menn og hestar höfðu fallið. Hvorttveggja var í haug- um. Blóðið rann úr þessu og yfir menn og hesta sumstaðar, alla leið í brynnitjörnina okkar. “Hættið að skjóta!” sagð'i foringinn f annað sinn. ‘ ‘ Hlaðið byssurnar! ’ ’ Þá sló einhver klukka níu. En það var ekki gott að reiða sig á klukkur í þorpinu, eins og nú var koöiið. Húsin voru sundurskotin; giuggahlerar hengu út, gluggar voru möl- brotnir, reykháfar hölluðust til falls. Strætið var þakið þakhellum og brotnum tígulstein- um, þök húsanna voru öll opin og valkestir dauðra manna og hesta, sem færðir höfðu ver- ið til hliðar og börðust um og blæddi út, þakti stórt svæði. Maður gat varla horft á þetta. Republikanar, sem hafði fækkað um helming, með hattana hangandi niður á bakið og ægilegir á svip, biðu og liéldu um byssur sínar. Bak við, nokkur skref frá húsinu okk- ar, ræddi foringinn við samverkamenn sína. Eg heyrði vel hvað þeir sögðu. “ Við höfum enn öðrum að mæta, Austur- ríkismönnum,” sagði foringinn djarflega. Það sem liggur fyrir, er að komast héðan sem fyrst, án þess að missa fleiri menn en við höf- um nú þegar tapað. Eftir svo sem einn klukkutíma, höfum við tuttugu og fimm þús- und eða þrjátíu þúsund menn að fást við. Ef þeir ráðast á þorpið með sínu fótgönguliði, þá erum við frá. Eg legg til að við flýjum. Hefir nokkur nokkuð annað að segja!” “Nei, það er ágætt áform,” sögðu hinir. Þeir fóru af stað, strax, og tveimur mín- útum seinna sá eg fjölda hermanna fara inn í húsin í þorpinu kasta út stólum og borðum og skápum, út í einn haug, frá mörgum hús- um. Sumir, sérstaklega þeir sem fóru upp í þakherbergin, köstuðu út strái og stör. Aðrir drógu út vagna og önnur ækiáhöld, úr skúrum og skýlum. Á tíu mínútum hlóðu þeir hlaða úr )>essu eins háan og húsin, úr húsmununum. Ofan á það létu þeir svo strá og stör, hvert lagið ofan á annað. Lúðurþytur kallaði þá saman, sem höfðu verið við' verkið, og innan fárra augnablika fór eldur að læsta sig stall af stalli í hlaðanum af húsgögnunum og hálm- inum og litaði þök húsanna nærri, með sín- um rauða loga og myndaði gríð'arstóra livelf- ing af biksvörtum reyk, sem virtist livíla yfir þorpinu. Óp heyrðust stöðugt í fjarlægð og nokkur byssuskot, eins og úr annari átt; en ekkert sást. Foringinn gaf skipun um að flýja, gætilega þó. Eg sá Republikana fara í röðum fram lijá okkar húsi, með hægu en föstu fótataki, tindr- andi augum, blóðugum byssustingjum, liönd- um svörtum af óhreinindum og kinnfiska- sogná. Tveir lúðurþeytarar gengu á eftir, án þess að blása í lúðra sína. Annar var litli drengurinn, sem eg hafði séð sofa í verkfæra- skúrnum okkar. Hann var með peningakass- ann á öxlinni og liallaði sér áfram á göngunni. Tárin, stór og tíð, runnu niður kinnamar sívölu, sem voru svartar af púðurreyk og fé- lagi hans sagði við hann: “Reyndu að harka af þér, Jón, berðu þig karlmannlega. ” En það leit ekki út fyrir að sveinninn heyrði þessi liughreystingarorð. Horatius Cocles var horfinn og vínvörður Thérése líka. Eg horfði á eftir þessum hóp, þar til mennirnir hurfu fyrir hornið á strætinu. Fyrir stuttu liafði eldklukkan í bæjar- höllinni hringt og alstaðar lengra frá heyrði maður hræðslu og neyðaróp manna: ‘ ‘ Eldur! Eldur! Hjálp! Hjálp! ’ ’ Eg horfði í áttina þar sem Republikanar höfðu hlaðið upp liúsgögnunum og kvfeikt í. Eldurinn hafði nú læst sig í húsin umhverfis og stóð hátt í loft upp. Hinum megin heyrð- ist dynur mikill, eins og enn væm hermenn að ryðjast inn á strætin, en það voru logarnir úr loftherbergjum húsa, sem nærri stóðu, sem sendu langar eld- og reykjartungur til lilað- ans mikla, svo sem til að flýta fyrir að bylta um bálkinum, sem í báli stóð. Þessi hlaði hafði náð þvert yfir strætið og kviknaði því í húsunum beggja megn strætisins. IV. Eftir burtför Republikana leið meira en fjórðungur stundar, svo að enginn sást á strætinu. Öll hús virtust vera auð. Hinum megin við þessa girðingu fór að heyrast hávaði, sem jókst hraðfara og lirópað var í: “Eldur! Bldur!” Þessar raddir virtust f jölga og hækka ískyggilega. Eg fór út í verkfæraskúrinn okkar, hræddur mjög við brennuna. Ekkert heyrð- ist til manna í nágrenninu, ekkert nema snarkið í eldinum og stunur særðs manns, upp við vegginn í hesthúsinu okkar; hann liafði fengið kúlu í bakið og lá fram á hendurnar, sem hann setti fyrir sig sem stoðir, til að halda sér uppi. Það var Croati. Hann horfði á mig með ægilegum örvæntingarsvip. Dálitlu fjær lá hestur á hliðinni, sem var að reyna að halda uppi höfðinu á langa hálsinum og líktist höfuðið, sem riðaði fram og aftur, klukkuhengli. Þegar eg stóð þarna var eg að hugsa um, hvað Frakkar væru miklir yfirgangsmenn og ræningjar, að fara að brenna okkur inni svona án nokkurra orsaka. Þá heyrði eg eitthvert þrusk bak við mig. Eg sneri mér við og sá eg þá í skugganum í skúrnum innan um hey og strá sem var að hrjmja, í hlöðunni innar, ná- granna okkar Joseph Spick, með uppglentum augum. Hann stakk nú höfðinu út ofurhægt, lagði við hlustirnar og kom í áttina til mín. Og þegar hann þóttist viss um að Republik- anar væru farnir og á flótta, þá kom hann út og rétti úr sér, og sveiflaði exi sinni sem áður vairi, segjandi: “Ó, hvar eru þeir, þossi þrælmenni! Hvar eru þeir? Eg skal uppræta þá af jörð- inni.” “Ó,” sagð'i eg, “þeir eru farnir. En ef þú hleypur, þá geturðu máske náð þeim í út- jaðri þorpsins.” Þá leit hann í augu mér rannsakandi, og þegar hann sá að eg meinti ekkert ilt, hljóp liann að bálinu mikla, nú beggja megin við strætið. Ýmsar aðrar dyr opnuðust á sama augna- bliki, og menn og konur komu út og lituðust um. Konurnar fórnuðu höndum til himins, hrópandi: ‘ ‘ Hvað þeir eru mikil þrælmenni! Hvílíkir djöflar!” Og allir lilupu til að ná í vatnsílát til þess að slökkva eldinn. Á fáum augnablikum var gosbrunnurinn og nágrennið alt umkringt fólki, svo ekki gátu allir komist nærri. Þeir mynduðu nú keð'ju af mönnum til beggja handa frá brunn- inum og fluttu vatn í logann, þannig að liver tók við af öðrum, og færðust þannig að þeim húsum, sem nokkur vegur var að bjarga. Nokkrir hermenn stóðu uppi á liúsaþökun- um og heltu vatni í logana, en alt, sem mögu- legt var að gera var að bjarga húsunum lengra frá, sem ekki var mikill eldur í enn. Um klukkan ellefu lagði bláan loga hátt í loft upp. Meðal vagna þeirra, sem hafði verið hrúgað saman, var vagn vínvarðar madömu Thérése. Kjaggarnir hennar tveir með brennivínsblöndunni voru að brenna.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.