Lögberg - 13.01.1938, Side 1
51. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1938
NÚMER 2
A Winter Night
Oh, hitch your broncs to the sleigh again
And take me dashing across the plain.
With your grip so firm on the frozen line,
A careless joy in all is mine.
I lean my head to the back of tlie sleigh
And cares are blown on the breeze away,
Senses alert to each sound and sight
That quickens the pulse on a winter night.
Some are fancied and some are real;
All akin to my soul I feel.
Swiftly the bare-limbed trees glide by
Like delicate etchings against the sky.
Tlie moon weaves a filigree pattern bright
Of frenzied, shimmering crystal light
Upon that virginal waste of snow
Where sliadowy figures come and go.
Come mystic forms in a fairy dance;
Fraritic, the ponies wheeze and prance.
Oh, oould the cause of that sudden fear
Be an elfin note on a sensitive ear ?
The lure of sucli music, wild or serene,
Tlie treacherous charm of a fairyqueen,
Js not to be reckoned by horse or man,
So hasten to leave them behind if you can.
Far to the north, each georgeous fold,
Held in plaoe by a star of gold,
A shining curitain, veiling the sky,
Is sliading something from mortal eye.
Is it the secret of sorrow and mirth,
()f life and death on our woe-filled eartli,
Of love and faith, of doubt and fear,
Of the bitter laugh and tendei; tear ?
When liearts are open and blithe and free—
Not even tlien are we meant to see
i The secret beyond the northern light,
So let’s be carefree and gay tonight.
Caroline Gunnarsson.
ÓLAFUR N. KARDAL
tenórsöngvari
Mr. Kárdal kom til borgarinnar
vestan frá Bellingham í Washington
ríki þar sem hann hefir dvaliS síð-
astliðna sex mánuði við söngnám.
Hélt !hann söngsamkomur á ýmsum
stöðum þar vestra skömmu áður en
hann lagði af stað austur, við góða
aðsókn og mikinn orðstir, að því er
frézt hefir. Mr. Kárdal fór norð-
ur til Gimli á þriðjudagskveldið, þar
sem hann á heima.
Ur bréfakörfunni
TIL RITSTJÓRA LÖGBERGS
Ge&num lífsins gleði og tár
greinist engum vafi,
að f jörutíu og f jögur ár
fengið Lögberg hafi.
Eins eg bið og óska á ný,
að því máttu’ ei grína,
að Lögberg verði látið í
líkkistuna mína.
Björn Axfjörð.
439—3rd Str-.
Westminster, B.C.
i. janúar, 1938.
Herra E. P. Jónsson,
ritstjóri Lögbergs.
Kæri fornvinur:
Eg get ekki látið hjá liða að þakka
þér fyrir hið stórmyndarlega Jóla-
blað, sem mér líkaði ágætlega. Þeg-
ar eg hafði lesið kvæði þitt, datt mér
.þetta í hug:
Áfram líður létt og mjúkt á skeiði
ljóðafákur þinn og ber sig vel.
Klárnum mætti treysta á hæztu heiði
hleypt þó væri á urð og grýttan mel.
Um þetta munt þú segja, eins og
þar stendur: Skáldskapur hans ekki
er á við hreinskilnina. Eg vona að
þessi stórveglega jólagjöf verði til
að örfa kaupendurna til að standa í
skilum við blaðið.
Með óskum um farsælt ár.
Þinn einl.
Jónas Pálsson.
Til kaupenda íslenzku
blaðanna á Oak Point
Það hefir verið venja min að hitta
kaupendur blaðanna um nýársleytið ;
en sökum þess að eg varð fyrir þvi
óhappi að fá snert af slagi og hefi
nú legið í rúrnimi á sjöundu viku,
og ekki er víst hvenær eg verð fær
um að heimsækja fólk, eru það vin-
samleg tilmæl mín til þeirra, er
skulda fyrir blöðin, að þeir annað-
hvort finni mig og afhendi mér
borgun, eða að þeir sendi hana beint
til blaðanna, ef þeim þykir það betur
Jienta.
Gullbrúðkaupskveðja
til Kristjáns og Guðrúnar Jónsson í Duluth,
Minnesota, 10. desember 1937.
Gestkvæmt er á garði ykkar
gæfubjartan heiðursdag;
hugir vina hvaðanæfa
hefja þar inn sama brag;
húsráðenda heillaminni
hljómar skært við íslenzkt lag.
íslenzkt lag — því lijarta’ og hugur
heimalands, á garði þeim,
áttu skjól um aldarhelming,
aldrei sönnum týndu hreirn;
hér, sem ávalt, ættargullið
arðdrjúgt varð í nýjum heim.
Hetjulund og höfðingsskapur
liafa setið þennan stað;
blómaskraut og bjarkaprýði
—brotin urðin — sanna það.
Vit og orka. vel hér unnu,
vitnin >—rós og skógarblað.
Bra'ttasæknum brautryðjendum
bjart er jafnan æfikveld;
öðrum liafa veginn varðað,
vígðan geymt í sálu eld.
Aldrei verða að öllu 0g fullu
æðstu verkin gleymsku seld.
Vinir því úr öllum áttum,
ykkur liylla þennan dag,
góðu hjón, sem göfga eldinn
geymdu’ í hjarta — “íslands lag.”
Heillaminni liúsráðenda
hljómar djúpt — með fossins brag.
Þar sem hér árar nú betur en gert
hefir um allmörg undanfarn ár —
bæði verið mikil heysala, fiskiveiði
í góðu meðallagi og nokkur vinna
við ístekju, ættu allir, sem blöðunum
skulda, að gera sitt ýtrasta til að
borga þau.
VinsamJegast,
A. J. Skagfeld.
A Gamlársdag í Arizona
1937
Geng eg út á Gamlársdegi
grænt er alt hjá mínum vegi
lauf á trjánum, gras á grund.
Sólin heit á lofti ljómar,
ljúfur fuglasöngur ómar,
þessa mildu morgunstund.
\
Blómaskrúð í öllum áttum
angar hér í kvrð og sáttum,
ríkismanna höllum lijá.
Yfir borg, við fjalla fætur,
fjöllin vaka daga’ og nætur
tignarleg og himin há.
Þessi sumar sólskins geimur,
sannkallaður dyýrðar lieimur,
J.jarri vetrar fönn og ís,
er það beðta heilsuliæli,
hér fæst bót í ríkum mæli,
í pálmaviðar Paradís.
Nýársósk til vina minna
á Lundar og víðar.
Aldrei þjáist þeir af kvefi,
það er ósk mín, heit og klár;
og í staðinn Guð þeim gefi
gleðilegt og farsælt ár.
Richard Beck.
V. J. Guttormsson.
Veglegt gullbúðkaup í Duluth
í dreifbýli Islendinga hér í álfu,
utan bygðarlaga þeirra, eru allvíða
menn og konur af ættstofni vorum.
sem sökum atgerfis þeirra og mann-
kosta, gnæfa yfr meðalmeivskuna,
Mkt og f jöll yfir flatneskju, og hafa
áunnið sér aðdáun og virðingu sam-
ferðamannanna hérlendu. Auka slík-
ir menn og slikar konur drjúgum
hróður þjóðar vorrar, eru henni hin
langbesta auglýsing út á við. I þeim
hóp eru hin góðkunnu sæmdarhjón
Kristján Jónsson frá Sveinatungu
(Chris Johnson) og kona hans Guð-
rún Davíðsdóttir frá Fornahvammi,
er um langt skeið liafa átt heima i
Dulutli-borg í Minnesota.
Þann 10. desember s.l. áttu þau
hjónin gullbrúðkaupsafmæli, og var
þess merka áfanga í æfi þeirra minst
með veglegu samsæti á heimili
þeirra, er venslafólk þerra og vinir
stóðu að. Hafði Svafa dóttir þeirra,
Mrs. Carl Hanson, sem er hin mesta
myndarkona eins og hún á kyn til,
forstöðu samsætisins með höndum,-
en naut einnig ágætrar aðstoðar ann.
arar íslenzkrar lconu í Duluth, Mrs.
Mörtu Benson.
Gestkvæmt var mjög á Ihinu prýði-
lega heimli þeirra gullbrúðkaups-
hjónanna á heiðursdegi þeirra og fór
það að vonum, jafn miklum vinsæld-
um og þau eiga að fagna. Þegar
upp úr hádegi fór fólk að streyma
heim til þeirra, og hófst samsætið
sjálft þó eigi fyr en.kl. 8 um kvöld-
ið, en það sóttu á annað hundrað
manns; var margt málsmetandi
manna og kvenna í þeitn hóp, al-
þektra í menningar- og athafnalífi
Duluth-borgar. Rausnarlegar veit-
ingar voru fram bornar, en jafn-
framt skiftust á ræðuhöld og söngv-
ar. Meðal þeirra, sem þátt tóku i
samsætinu, bæði með ræðu'haldi og
söng, var Magnús skrifstofustjóri
Magnússon frá Virginia, Minnesota.
fyrrum prófessor í íslenzkum fræð-
um við Gustavus Adolphus College,
St. Peter, Minnesota; en ihann er
hvorttveggja vel máli farinn og
söngmaður ágætur.
Vinsældir gullbrúðkaupshjónanna
lýstu sér eigi aðeins i því, hversu
mannmargt var á garði þeirra við
þettá tækifæri, heldur jafnframt í
hinum mörgu og ríkulegu gjöfum,
sem þau voru sænid í tilefni af af-
mælinu, meðal þeirra forkunnarfag-
ur lampi, gulbúinn, hið mesta ger-
semi. Einnig barst þeim mikið af
blómum og fjöldi heillaóskaskeyta
frá vinum fjær og nær, og munu þó
margir þeirra ekki hafa vitað um
gullbrúðkaupið — og þótt súrt í
broti.
Ein af mörgum kveðjum, sem
gulbrúðhjónunum bárust, var hið
fagurorða og hugarhlýja bréf, sem
hér fer á eftir, og þeir séra Josepih
H. Green, D.D., prestur Lakeside
Presbyterian Churcli og Mr. W. W.
Wills, bankastjóri, færðu þeim
hjónum; og er það þeim mun eftir-
tektarverðara, þar sem þau eru ekki
i nefndri kirkju:
"Mr. and Mrs. Chris Johnson,
Duluth, Minnesota.
Dear Eriends: '
We want you to know vve are
thinking of you on this interesting
anniversary day and sharing your
happiness that you have been spared
so long togetiher. We appreciate
your fine spirit of friendship and
excellent character, and all you have
meant ancl mean to your community.
We hope you will be happy to-
getiher for many years to come.
Please accept our greeting in the
spirit in which we bring it to you.
As Friends we come to greet you on
this anniversary day,
And we think and feel more deeply
than ever we can say.
A tribute we would bring you for
tihe record you have made,
The way you’ve lived together in
sunshine and in shade.
Of all tihe things most precious out
of all the stores of God,
Eew could excell this one of which
we come to sing:
The love of all your neighbors down
this patihway you have trod,
Now gives you greater grandeur
than could any otiher thing.
God go witih you friendly Johnsons
as you fare adown the way,
May truest peace and joy your
hearts always o’erflow,
May each morning be the brighter
as you go from day to day,
And the Father’s dhoiciest blessing
be your sunset’s richest glow.
Very kind regards and a sincere
God bless you.”
Undirritaður hafði einnig orkt
kvæði til gullbrúðkaupshjónanna,
og birtist það á öðrum stað hér i
blaðinu.
Þau Kristján og Guðrun Jónsson
eru tvímælalaust meðal hinna ágæt-
ustu íslenzkra frumherja vestan
haf s, enda standa að þeim góðar ætt-
ir og merkar. Þau fluttust vestui
um haf fyrir meir en hálfri öld,
dvöldu fyrstu tvö árin í Winnipeg
og Norður Dakota, en fluttu alfarin
til Duluth vorið 1888 og hafa verið
búsett þar síðan. Hefir Kristján,
sem alkunnugt er, alt frá þeirri tíð
verið grafreitsvörður ‘‘Forest Hill”
grafreitsins, sem landfrægur er orð-
inn fyrir fegurð sína, svo að ríkis-
fólk og stórmenni víðsvegar um land
velja þar hinsta hvilustað ástvinum
sínum. En það er afrek Kristjáns,
að hann hefir breytt óræktarlandi
hins upprunalega umhverfis i þenn-
an sannkallaða skrúðgarð, sem
prýddur er blómum hvarvetna, “inn-
an fagurlimaðra trjáganga.” Hefir
hann með því gert sér hinn varanleg-
asta og glæsilegsta minnisvarða, svo
að margur myndi sér slíkan kjósa að
dagslokum. Þess er þá jafnframt að
minnast, að Guðnin kona Kristjáns
hefir verið honum hin samhentasta
í öllu starfi hans, og lagt sinn mikla
skerf til sameiginlegrar hagsældar
þeirra, eins og góð eiginkona gerir
altaf, þó að stundum gleymist að
færa það til bókar.
En á þessum tímamótum í æfi
þeirra hjóna, verður vinum þeirra
ekki fremst og helzt minnisstæð
athafnasemi þeirra, heldur mann-
dómslund þeirra, vinfesta og frábær
gestrisni. Þeim kostum eru þau
bæði gædd i óvenjulega ríkum mæli,
og þessvegna eru þau eins vinamörg
og raun ber vitni. Ógleymanlegir
verða þeim, sem þetta ritar, dagarn-
ir, sem hann dvaldi í fyrra sumar í
gestvináttu þeirra Jónssonshjóna, á-
samt fjölksyldu sinni; viðtökurnar
voru svo ástúðlegar og höfðinglegar
—og islenzkar í þessa orðs fegurstu
merkingu. Hann grípur þetta tæki-
færi til að þakka þær — opinberlega
— og óska þeim hjónunum friðsæls
æfikvelds eftir langan og auðnu-
rikan starfsdag. Sú ósk finnur berg-
mál í hugum hinna fjölmörgu vina
þeirra víðsvegar um þetta mikla
meginland, sem þau hafa átt sinn
þátt í að fegra og auðga andlega.
Richard Beck.
Frá Islandi
Axel V. Tulinius látinn
Axel V. Tulinius fyrverandi for-
stjóri Sjóvátryggingafélags Islands,
andaðist i gær í Kaupmannahöfn,
eftir langa vanheilsu. Hann hafði
dvalið í Kaupmannahöfn ásamt
konu sinni síðan í ágústmánuði s.l.
Þessa merka manns verður nánar
getið síðar hér í blaðinu.—Mbls.
9. des.
# # #
Guðjón Guðlaugsson
fyrv. alþm. áttræður
Hinn merki og víðkunni ‘‘Stranda-
maður,” Guðjón Guðlaugsson, fyr-
verandi alþingismaður er áttræður á
morgun. í þessu sambandi verður
þó að geta þess, að G. G. er i raun-
inni ekki Strandamaður, heldur er
hann úr Dölum runninn, því tð bor-
inn er hann og barnfæddur á bæ
húsfrú Ólafar ríku að Skarði á
Skarðsströd, — þó ekki Jæri þar
alt upp á sama daginn, því hætt er
Ólöf að búa og á brottu, all-löngu
áður en Guðjón sér ljós þessa heims,
—hinn 13. desember 1857.
En þótt Guðjón sé eigi Stranda-
maður i orðsins fylsta skilningi, mun
hann jafnt fyrir því legstum verða
þar við héruð kendur, því að þar tók
hann sér bólfestu í blóma lífsins,
margs kunnandi um vinnubrögðin
bæði á sjó og landi, því verið hafði
hann þá á sætrjánum bæði undir
Jökli og við ísafjarðardjúp, en auk
þess aflað sér meiri bókl. og verk-
legrar þekkingar í landbúnaðar- og
jarðyrkjustörfum. en tíðast var á
þeim tímum. Gerðist Guðjón brátt
héraðshöfðingi hjá Strandamönnum
og hinn öruggasti forgöngumaður
um margs konar félags- og fram-
faramál. Frá 1887 til 1902 bjó hann
á Ljúfustöðum, eða fimtán ár, og
var ihann þvi lengi og mun enn af
mörgum við þann bæ kendur. Guð-
jón var á þessu skeiði, svo sem nærri
má geta, hreppstjóri — oddviti —
sýslunefndarmaður og stundum
þetta alt í einu. Þá var hann og
mjög riðinn við verzlunarfélagsskap
Strandamanna og kom þar um síðir,
að þau störf hlóðust svo á hann, að
hann varð að láta af búskap, og
gerðist þá kaupfélagsstjóri fyrir
Verzlunarfélagi Steingrímsf jarðar á
Hólmavik 1907—1919.
Guðjón Guðlaugsson var fyrst til
þings kjörinn af Strandamönnum
(Framh. á bls. 4)