Lögberg - 13.01.1938, Síða 2
o
LÖGBMRG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAB 1938
Lífið í Moskva 1937
Eftir Arved Arenstam
GistihúsiÖ, sem eg held til í er fult
af útlendu ferðafólki, sem komiÖ
hefir til aÖ kynna sér lífið í Moskva
undir leiðsögn ferðafélags (Intúr-
ista) starfsfólks. Strax er Mr. og
Mrs. Smith hafa neytt ágætis morg-
unverðar i Metrojxjle gistithöllinni,
kemur tii þeira ung stúlka, sem
ensku talar lýtalaust, og fer með þau
út að skrautlegri Packard bifreið,
er við dyrnar bíður. Svo ekur leiÖ-
sogukonan af stað til að sýna þeim
hin fallegu og nýju marghýsi, verk-
stæðin sístarfandi, fyrirmyndar
barnaiheimilin og sýninganhallir
margskonar lista. Þreytt, en full af
aðdáun yfir hinu marga dýrðlega,
er fyrir augun bar, koma þau Mr.
og Mrs. Smith svo ftur í gistihúsið,
þar sem fram er reidd ágæt máltíð.
Mr. Smith losar svo blað úr ferða-
félagsbók, er hann hefir og réttir
að þjóninum, sem hneigir sig mjög
hæversklega, er hann tekur við mið-
anum. Þá er hin enskumælandi
leiðsögumær þar óðar við hendina,
til að leiða þau aftur út í Packard
vagninn. Mr. og Mrs. Smith leggja
svo af 9tað heimleiðis og staðhæfa,
já, sverja og sárt við leggja, að Hf-
inu í Moskva sé vel og réttilega lýst
í túrista-ritunum. Og það er satt.
En hvað veit svo Mrs. Srrri'th um
liinar óteljandi smáþrautir, er hús-
freyjan í Moskva á enn við að
stríða? Hún hafði aldrei svo mikið
sem litið inn í strætisvagn, hafði
ekki heyrt hjartslátt eða þreifað á
lífæð fólksins, því hún skildi ekki
eitt orð í tungu þess og gat þar af
leiðandi ekki haft gagn af að slá
sér inn í marginn.
Til þess að geta það, verður mað-
ur að taka á sig eitthvert dulargerfi.
Morgun Ihvern setti eg því upp
kappreiðapilts skygnishúfu, smeygði
mér í léreftsföt og skó samlita, sem
eg alt keypti í Möskva og hvarf svo
inn í borgarelginn.
Eg beið svo rólegur eftir að ná í
strætisvagn, er færi með mig til
Pushkin berurjóðurs, eins hinna fer-
hyrndu almenninga (squares) borg-
arinnar. Vagninn var þéttskipaður
fólki eins og vanalega, en mér tókst
þó með nauníindum að þrengja mér
inn í hann.
Fyrstu áhrifin, sem maður verður
fyrir þarna, eru þau, að Rússland
sé ennþá land einkennisbúninganna.
Margir farþeganna voru i hermanna
eða embættismanna fötum, og aðrir
með raðir af einhvers konar hefðar-
merkjum á brjóstum sér. Flestir
eru sokknir niður i morgunblaðið,
nokkrir reyna að lesa í bók og
G.P.U. þjónar glugga í undirstöðu-
atriði rúrnmálsfræðinnar. Allir eru
mjög kurteisir og hliðra til í sætum
fyrir eldra fólki. Strætisvagnar í
Moskva eru hreinir og þægilegir. Og
almenn hreinlætisástríða virðist hafa
gagntekið Rússa sem afleiðing
heilsufræðis herferðar, er hjá þeim
hefir verið haldið uppi að undan
förnu.
Loks heyri eg einkennisklædda
stúlku kalla upp nafn stöðvar þeirr-
ar, er eg ætlaði til, og eg hraða mér
út. Lítil breyting hefir orðið í
hverir við aðra, í samkvæmislífinú
að minsta kosti ?
Hæstu ebmættismennirnir mynda
nú hina nýju höfðingjastétt Svoiets-
ins, sem heldur sig í fjarlægð frá
alþýðunni og lifir yfir höfuð að tala
með líkum hætti og samskonar höfð-
ingjar annara þjóða. Embættislaun
þeirra, reiknað í rúblum, er ef til
vill fremur lítil. En þeir fá uppbót
á þeim í ýmsum hlunnindum, sem
Rússanum eru miklu þýðingarmeiri.
1 fyrsta lagi eru íbúðir enn mjög
af skornum skamti í Moskva, þótt
altaf sé verið að reisa þar marghýsi,
og af þessu stafa ein mestu bágind-
in sem rússneskur almenningur
Pushkin berurjóðri, virtist mér.
Myndastyttan er þar enn og bekk-
irnir i áföstu rjóðri eru nær alskip-
aðir sem áður, en ef til vill fleiri
börn þar nú. Tvö kel klædd börn
i ferð með gæzlukonu setjast á af-
vikinn stað í einu horninu, og leyfir
hún þeim ekki að leika sér við hin
börnin; þau sitja þarna kyrlát og
gæða sér á mjólk og sætabrauði, er
fóstran hefir í mal sínum. Eg bjóst
við að þetta væru böm einhvers
hinna erlendu sérfræðinga, sem enn
væri í þjónustu Rússa. En þetta var
mishugsað hjá mér, því nú ávarpaði
eftirlitskonan þau með algengum
rússneskum nöfnum: Schura, Mil-
otchka . . . Þau voru áreiðanlega
börn úr hinni nýju höfðingjastétt
landsins.
Þá flaug mér alt í einu í hug það
sem eg hafði heyrt fréttaritara ýmsa
og aðra segja um mannjöfnuðinn í
Rússlandi; að nýja stjómin hefði
afnumið “stéttimar.” En hver get-
ur neitað því, að fólkið í Soviet-
sambandinu skiftist nú í margskon-
ar flokka, sem lítið samneyti hafa
verður að una við; aðeins 8 ferm.
pláss ætlað hverjum einstakling.
Þetta kostar fremur lítið, en óþæg-
indin eru tilfinnanleg; hver viðbótar
fermetri kostar mikið, og eru auk
þess hlunnindi, sem fáum eru veitt.
Ábyrgðarfullir embættismenn, rit-
höfundar, listamenn og læknar fá
io ferm. pláss til viðbótar og aðeins
mestu fræðimenn og frægir rithöf-
undar fá tvö herbergi til íbúðar.
Næst æðstu stjórnar-embættismönn-
um Ihjá Rússum, og hafa fnestar inn-
tektir. Bækur þeirra eru gefnar út
i afarstórum upplögum, og skerfur
þeirra af sölugróða er rífur. En
slíkt stendur ekki nema meðan þeir
eru geðþekkir hinum pólitísku
stjórnarvöldum. Sama regla gildir
um Iækna, sem hafa miklar inntekt-
ir fyrir sérfræðilegar ráðleggingar
og vottorð; og einnig fá vísinda-
menn og iðnfræðingar mikið fyrir
hugvit sitt og uppgötvanir. En all-
ur almenningur hefir litlar inntektir
og aðeins til hnáfs og skeiðar; verða
því sex eða fleiri f jölskyldur að láta
sér nægja húsakynni, sem áður voru
ætluð einni.
Kjaftakindurnar í Moskva segja
að þetta ástand sé alt að kenna
G.P.U.-nefndinni alráðu. Sam-
steypuhíbýlin eru líka bezta frétta-
uppspretta lögreglunnar. í hverju
marghýsi er aðeins eitt eldhús, sem
veldur — eitt af mörgu — stirðu
samkomulagi með'al kvenna þar, er
endar iðulega í orðasennu og hrak-
yrðum.
Höfðingjarnir rússnesku sleppa
við þessi vandræði. Embættismenn-
irnir fá sérstakar íbúðir i nýju
marghýsunum. Vistarveran er að
visu heldur smá, en mjög þægileg og
afskekt, hlunnindi, sem aðrir í Rúss-
landi fá ekki að njóta.
Eftir þessar hugleiðingar um hinn
margumtalaða stéttajöfnuð í Rúss-
landi, held eg áfram reiki mínu.
Aftan við berurjóðrið blasir við hið
sögufræga Strasnoy klaustur, sem
nú er sýningarhöll og aðalstöð alls
þess, sem vinnur að útrýming trúar-
bragða og guðræknisathafna.
Herferðin gegn trúarbrögðunum
er þó nú rekin kyrlátlegar og með
minni mannhaturs-ofsa en áður.
Beinar árásir og fyrirlitningarmerki
eru nú hætt, en “vísindalegur” und-
irróður kominn í staðinn, og meið-
andi götuauglýsingar bannaðar. —
Ástæðan fyrir þessari breyttu af-
stöðu er sú skráfesta staðreynd, að
meira en helmingur rússnesks al-
mennings heldur enn fast við guðs-
trú sína.
Kommúnista-stjórnin gerir þó
ekki up á milli trúarstefnanna. Fyr-
ir henni er grísk-kaþólski rétttrún-
aðurinn engu betri en rómversk-
kaþóllskan eða Gyðingatrúin. En
stjórnarskráin segir, að sérhver
borgari hafi rétt til að trúa hvern
“kreddu” sem honum sýnist. En
hún leyfir einnig að hver borgari
megi óhindraður vinna í kyrþey
gegn trúarbrögðunum, og það leyfi
færir stjórnarflokkurinn sér dyggi-
lega í nyt. Árangurinn er þó tví-
sýnn mjög. Sýningarhöllin dregur
fáa að sér. Morguninn, sem eg kom
þangað, voru þar einar fimm hræð-
ur.
Þarna eru því ekki hentugur stað-
ur til að kynnást lífinu í Rússlandi
og eg held áfram sveimi mínu. —
Hið nýja heimili blaðsins “Izvestia”
er þarna skamt frá. Einn af hinum
afarstóru gluggum þess er þakinn
þvínær með korti af hinni hörmu-
legu heljarslóð á Spáni, og að mynd 1 ur milH hinna tveggja lifskjara, er
þessari safnast fjöldi áhorfenda á
öllum tímum dags og nætur. Þó
méi* þyki ótrúlegt, eru menn þarna
í háværum1 stælum, sem eg fann
freisting hjá mér til að taka þátt í,
en áttaði mig fljótt á að þar hefði
eg engu nýju við að bæta. Allir
þarna virtust kunnugir hverjum
bletti á Spáni og köstuðu á milli sín
nöfnum herforingjanna, “rauðra”
og “ihvítra.” Fólkið þarna var ótrú-
lega vel að sér um báða flokkana, en
hver og einn virtist hafa sina eigin
skoðun um afstöðu þeirra og stríð-
ið, að því er framgang þess snerti.
Hið sérstaka þrætuefni fólksins
þarna við gluggann, var fall Bilbao-
borgar eða öllu heldur þýðing þess
atburðar að því er viðhorf stríðsins
snerti. “Hvert fet sem vinst eða
tapast, hefir þýðingu,” kallaði ung-
ur, bjarthærður verkamaður. “Ef
Bilbao hefði ekki haft neitt gildi,
mundu þeir þá hafa varið hana
svona lengi? Eg var í herferðinni
gegn Koldhak og veit hvað undan-
hald er. Það var slæmt ástand, og
var Englendingum að kenna. Nú
eru þeir Franco hlyntir og Frakkar
líka — líka Frakkar — ójá, vertu
ekki að glepja mig — vilja ekki að
við berum sigur úr býtum . . .”
"Hvað ertu að þvaðra og æsa fólk
að ástæðulausu ?” hrópaði annað
ungmenni. “Sástu það ekki í blöð-
unum svart á hvítu, að Bilbao hefði
alls ekkert hernaðarlegt gildi ? Hið
eina sem á ríður er hugrekki og á-
hugi fyrir málstaðnum. Fólkið á
Spáni veit fyrir hverju það er að
berjast og það mun vinna sigur,
hvort sem það heldur Bilbao eða
ekki.”
“Ef trúa. mætti því sem blöðin
segja, þá væri Franco og hans lið
nú úr sögunni,” hvíslar einn borg-
arinn með gleraugu á nefi. Þessari
athugasemd tel eg bezt að sinna ekki
frekar því eg sé tvo lögreglumenn
—“milezionery” eins og þeir eru
nefndir hér — í hvftum einkennis-
búningum og með hvíta hjálma á
höfði, færast nær. — Orðasennan
þarna við gluggann er nú orðin all-
hávær, og eg tel víst, að þessir þjón-
ar laganna láti þetta til sín taka og
dreifi þyrpingunni. En ekkert
skeður. Þeir standa bara og hlusta
góðlátlega á þrætuna um stríðið á
Spáni. En svo færist umræðan
smátt og smátt yfir í — hvað heyri
eg — jú, pólitíkina heima fyrir.
Borgarinn með gleraugun er nú öll-
um djarfari og hrópar: “Eg segi
ykkur, að við getum ekki treyst her-
foringjunum*. Var það ekki í nafni
hans Toukhachevsky sem við gerð-
um heit okkar ? . . . .”—
Þegar hér var komið, lagði annar
lögreglumaðurinn hönd hæglátlega
á öxl manninum með gleraugun og
bað hann mjög hæversklega að halda
áfram göngu sinni. En hinir, sem
eftir stóðu, héldu ræðunum uppi ó-
hindrað. — Nú er tíðin önnur en
áður var í Moskva.
Jæja, tæki eg mér nú far með
vagninum númer tvö, fengi eg að
sjá alt aðra hlið á lífinu í Moskva,
sem íeiðsagnarfólk túrista-nefndar-
innar ekki beindi útlendu gestunum
að — skrifla-markaðinn, sem er
eftirmynd slíks sölustaðar—Marché
des Puces—í París. í rauninni er
það hin gamla, fræga ruslaverzlun
—Saukharovka—nú afnumin í aug-
um laganna, en þó aðeins rekin á
öðrum og afskektari stað, þar sem
lögreglan veit ekki af henni. En
sért þú lögreglunni vitrari um þetta,
þá tekur þú þér far með strætis-
vagni til Rjevsky-stöðvarinnar.
Þessi staður er all-langt út frá miðju
bæjarins, en farþegarnir af sama
sauðahúsi: látlaust fólk, hreinlegt
og kurteist.
Við Rjevsky skiftir maður um
vagn og liggur leið hans út til
Yaroslavsky-markaðarins. I þess-
um vagni rekur ferðamaðurinn sig
á aðra og honum áður óþekta hlið
á Moskva. Hér er fátæktin augljós,
sannur öreigalýður, karlar, konur og
börn klædd í óhreinar fatadruslur,
hálfsvelt og ruddalegt fólk — vissu-
lega nýr heimtir. Sigurvinningar
stjórnarbyltingarinnar hljóta að hafa
farið fram hjá fólki þessu. Engum
ferðamanni dylst hin ömurlega fá-
tækt hér, né á hinn bóginn það, að á
öðrum stað í Moskva sé efnafólk, og
að enginn jöfnuður eða samanburð-
þar birtast, sé hugsanlegur eða hæfi-
legur.
Um þetta sannfærist maður enn
betur þegar inn á inarkaðinn kemur.
Eg sagði áður að hér væri eftir-
mynd eða hliðstæð líking Marché
des Pucse í París, en slíkur saman-
burður er of langsóttur og óná-
kvæmur. Þvi á markaðinum í París,
sem alls konar fornfélega hluti hefir
að bjóða, sækir fólk er ber á sér
merki allsnægta og vellíðunar. Allir
forngripasalar í Paris og víðar að,
sem og aðrir þeir er unna listaverk-
um allskonar, sækja þangað i leit
að slíkum dýrgripum. Þama i
Marché des Puces má t. d. fá feg-
urstu húsmuni. En þar fást líka
aðrir húsmunir, sllkir, sem1 enginn
almennur verkamaður í París mundi
vilja hafa í híbýlum sínum, eða láta
sjást þar.
En hér í Saukharevka” hinnar
rússnesku höfuðborgar hefir maður
einn á boðstólum gaulrifnar buxur,
annar gamlan og margbeyglaðan
hatt, þriðji trosnaðar skóreiniar og
hinn fjórði býður til kaups brotna
matskeið. Kona ein hampar götótt-
um' sokkum og við hlið hennar er
maður með 'þrjá ryðgaða nagla, er
hann vill selja. En hér er og kona,
afsíðis á stéttarbrún, með dásamlega
baldéraðan borðdúk fyrir framan
sig. Andlit hennar ber þess ljóst
vitni að hún sé meðlimur hinnar
fyrri höfðingjaistéttar, sem nú verði
að selja sinn siðasta dýrgrip sér til
Hf sbjargar gegn hungurdauða. En
það fólk verður nú sjaldan á vegi
manns í Rússlandi; það er flest dá-
ið eða horfið á einhvern hátt.
En detti þér í hug að maður geti
óhindraður farið á Yaroslavsky-
markaðinn og selt þar fataræfla sina
og annað, þá er það misskilningur.
Maður verður að fá leyfisbréf til að
geta selt þar jafnvel gamlar skó-
reimar. Slikt leyfisbréf fæst, gegn
gjaldi auðvitað, í sérstakri skrifstofu
hér á staðnum, þar sem fjöldi þess-
ara ræfla bíður ávalt úrlausnar. Án
leyfisins má ekkert selja, og her-
menn gæta þess án afláts, að þeim
lögum sé stranglega hlýtt.
í hliðargötu skamt frá er skýli,
Hkt og það er Gorky lýsir svo
meistaralega í sögunni “Undirheim-
ar.” Hliðið að því er lokað og eg
gægist gegnum rifp á girðingunni.
Fólkið þarna inni er vissulega eins
og ef sögulýður Gorkys sé þar holdi
klæddur. Er þessi kona þarna ekki
hún gamla Luka og karlræfillinn
hann drukni Baron sjálfur?
Vagninn sem flutti mig til Rjev-
sky-stöðvar aftur er fullur af þessu
Gorky-fólki. I þrengslunum tapa
eg veski mínu, en þessar “Undir-
heima” persónur eru sjálfum sér
samkvæmar, er á aðstoð þeirra er
þörf. “Félagi!” er hrópað úr öllum
áttum, "veskið yðar!” Risavaxinn
maður, skyrtulaus og ber ofan við
mitti grípur upp veskið og réttir mér
með þeirri velmeintu ráðleggingu að
vera ekki sVona skeytingarlaus fram-
vegis.
Kominn aftur inn í miðborgina
og frá “Undirheima” för minni, tek
eg mér sæti við borð undir beru
lofti, eins og til að átta mig á því
sem eg hafði séð og heyrt. Tveir
aðrir gestir eru þarna hjá mér. Er
annar sokkinn niður í hið allsstaðar
nálæga dagblað, en hinn nöldrandi
yfir þvi, að veitingamærin skuli ekki
koma eftir pöntun hans. En stúlk-
an með hvítu svuntuna er að masa
við stallsystur sínar þar nálægt. “Eg
klaga hana,” segir maðurinn við mig,
og heldur auðsjáanlega að eg sé
Rússi, því nnnars hefði hann ekki
litið við mér.
En hvað um það, þá er eg ekki á
þvi að nöldra við þessar laglegu stúlk
ur eða að klaga þær og spyr mann-
inp hvort hann hafi farið i leikhús-
ið til að sjá “Anna Karenina.” Neií
hann hafði ekki getað fengið að-
göngumiða, því leikhúsin vou alt af
full og hver sá, mætti teljast hepp-
inn, sem fengi þar inngöngu.
Á öllum hvildar- og fræðistöðvum
er urmull fólks, hreyfimyndahúsin
og fréttaútvarps sviðin alskipuð, en
þar endaði eg dagsverk mitt. Fólks-
þyrpingarnar eru allstaðar, og er.
híbýlaskortinum þar að miklu leyti,
beint eða óbeint, um að kenna.
Beinlínis vegna þess að fólk verður
fegið að losna um stund úr marg-
hýsa erjum og amstri. Óbeina á-
stæðan er sú, að það litla, sem af-
gangs er þegar búið er að borga
húsa- og matarkaup, fer annað hvort
fyrr föt handa konunni eða í leik-
húsin og aðra skemtistaði. Og 8-
fermetra íbúðirnar auka ekki löngun
fólks til að punta upp heimilin með
auka-húsmunum eða öðru skrauti.
Þannig er líf alþýðumannsins.
Fimm daga erfiðar hann, en hinn
sjötti er hvíldardagur. Þeir dagar
eru fimm í hverjum mánuði, þann
6., 12., i8., 24, og 30.; kveldið fyrir
hvern þeirra fer hann í leikhúsið,
sé hann svo heppinn að ná inngöngu,
eða hann fer í kaffihúsið; annars
íer hann kannske í drykkjuveizlu,
eða unir sér við brennivínið (vodka)
í einrúmi. Hin kvöldin verður hann
að sækja pólitiska flokksfundi í
skrifstofum eða fundarsal umdæmis
síns, þar sem á eftir umræðunum
fjr fram ókeypis söngskemtun.
Efri stéttirnar lifa auðvitað á aðra
vísu. Verkfræðingar og listamenn
hafa sérstakar og skrautlegar sam-
kvæmisstofur, sem vel eru setnar af
meðlimum klúbbsins k,veldið fyrir
hvfldardaginn, og skemta þeir sér
þar ásamt fjölskyldu sinni, við
kvöldverð og dans. Alt til skamms
tíma voru og slík hóf haldin í hin-
um stærri hótelum og veitingastof-
um.
En enginn þarf að imynda sér, að
á slíkum stöðum sé að mæta hinuni
eiginlegu Soviet-höfðingjumi, nema
þá við einhver sérstök tækifæri, eins
og á fyrsta sýningarkveldi listasýn-
ingar í meiriháttar lekhúsum. Vana-
legast Ihalda þeir sig fráskilda öllu
öðru borgarfólki. Heimili þeirra
eru stranglega vernduð og um helg-
ar dvelja þeir í atórhýsum úti á
landi, sem vanalegir borgarar hafa
engan aðgang að. Rétt utan við
Moskva eru mörg slík stórhýsi bygð.
Þar hefir hver gestur sérstök her-
bergi og pantar mat sinn samkvæmt
prentaðri skrá, er samin hefir verið
daginn áður. Þarna eru við hendina
öll nýtizku þægindi og skraut, sem
almúginn fær ekki að líta. Skógar-
beltið í kringumi hallirnar er að
minsta kosti fulla mílu á breidd, og
umferð þar bönnuð, og jafnvel al-
faravegi, er þar liggur um, lokað
fyrir almennri umferð.
Leyfisdögum sínum eða hvíldar-
tímum eyða hinir voldugu suður við
Svartahaf, á Krímskaga eða í
Kákasus. Mörg hvíldar- og heil-
brigðisheimili eru bygð af Sovietum
þar suður á ströndunum og önnur
tekin í arf frá keisaratimunum. En
vistmenn hinna ýmsu heimila hafa
lítið saman að sælda. Meðlimir
Rauða hersins njóta ögn meiri þæg-
inda þar en almennur verkamanna-
lýður. Lægri fyrirliðar búa tveir og
þrir samian í herbergi, en þeir tignari
hafa hver sitt herbergi, og mega
æðstu herstjórnar foringjar hafa
f jölskyldu sína þar hjá sér. En aðal
herforingjarnir hafa sín sérstöku
heilsuhæli. Og baðstaðsf jörunni er
skift í ákveðnar deildir. Vei þeim
manni, er dirfist að baða sig í þeim
bletti sjávar sem leikur við þá sanda
er hinum Voldugu heyra til! Fjar-
an umhverfis þessar háu hallir vald-
hafanna er umkringd gaddavír, og
ná þær varnir út á tvítugt dýpi.
Lausl. þýtt úr “Magazine Digest”
Þýtf af s.
Bréf frá Islandi
til Lárwsar Árnasonar
að Betel, Gimli
(í nóvember 1937)
Minn góði bróðir,
ætáð blessaður og sæll!
Eg óska að línur þessar megi hitta
þig heilan heilsu og á glaðri stund,
hvað líkamann snertir, en eg óska og
bið að þú megir halda þinni sál og
þínum sálarkröftum til æfiloka, því
þá er mikið fengið í lifinu. Eg vona
að þér líði jafnan vel, þótt heilsan sé
biluð, eigir gott og glaðvært líf og
saman við gott og kærleksríkt fólk,
sem hugsar um að líkna bágstöddum.
Jæja, mnn góði bróðir, kæra þökk
fyrir tilskrifið; mikið þótti mér vænt
um að fá bréf frá þér, þó að það sé
ekki að sjá, þar sem að eg ekki svara
því fyr en þetta, en orsakir geta ver-
ið til alls. Eg sendi bréfið frá þér
til systur minnar, en hún sendi mér
það ekki aftur, en skrifaði mér og
sagði að eg yrði að sækja það til
sín, svo eg fór í ágúst og var þar
um tíma, og svohefir ýmislegt tafið
mig síðan að eg kom heim aftur. Eg
hefi verið svo slæmur af aðsvifmn
og af því mist hugsanir og við það
verið svo óstyrkur að skrifa. 1 heil-
an mánuð gat eg ekki neitt skrifað
fyrir óstyrk í taugum mínura. Eg
ætlaði að skrifa þér margt af landi
hér bæði til framfara og afturfara.
Nú ætla eg að reyna að lýsa fyrst
guðrækninn. Áður fyr voru hús-
lestrar alla sunnudaga og alla daga
vetrarins og vel sóttar kirkjur og
hlustað á Guðs orð með andagt og
! virðingu og börnin látin læra vel
og vandlega og kent mikið af bæn-
um, versum og vandlega ámint um
að elska Guð umfrain alt og föður
og móður, og forðast alt ilt, sem
kristninni gæti grandað, er nú er
þetta alt góða lagt á hilluna. Já, því
er nú ver að svo er komið, en það
fer að Hða að því að fólkið fer að
sjá hverju það kastar, að kasta sinni
guðstrú. Eg álít að það sé sama og
kasta lífinu algjörlega á glæ.
Jæja, minn elsku bróðir, þá ætla
eg að snúa mér að þeirri sorgarlegu
hlið trúarbragðanna nú á tírnum;
hún svo hljóðandi: aldrei lesnir hús-
lestrar, litið sóttar .kirkjur, fáir til
altaris, enginn ungdómur lítur i
guðsorðabók, læra lítið af bænum
eða sálmum, læra ekkert lærdóms-
kver, kynna sér bibiíusögur undir
fermingu. Þau eru fermd upp á
trúarjátninguna öll í einu hljóði,
fyrir altarinu, en hvað þau eru ntörg
sem kunna hana., það er eftir að vita.
Prestarnir æfa börnin í því að vera
samhljóða, til að láta söfnuðinn
heyra hljóminn, en ekki orðin, því
þá er nóg, þegar að sá fallegi hljóm-
ur heyrist, þá er nóg, hvað sein orð-
inu líður, það skiftir ekki máli. En
nóg er af fögunum, það vantar ekki,
lestur, biblíusögur, reikningur,
landafræði, íslenzk réttritun, nátt-
úrufræði, leikfimi, sund, tungumál
og fleira og fleira, og ekkert nema
hálflært. Eg álít að skólar nú kenni
bezt léttúð og hún hefir í för með
sér, því miður, margt ljótt, óreglu til
orða og verka, loforð og pretti til
orða og verka.
Þá ætla eg að snúa mér dálítið að
stjórnmálum hér í landi. Stjórn-
málaflokkarnir eru : (1) Sjálfstæð-
isflokkur, og er hann lang stærstur;
(2) Framsóknarflokkur, og hann
hefir stjórn landsins á hendi núna,
hann hefir helmingi færri kjósend-
ur en Sjálfstæðisflokkurinn, en
kosningalögin eru svona ranglát;
(3) Jafnaðarstefnan eða Sósíalistar,
og þeir eru í bandalagi með Fram-
sókn í stjórn lndsins, og koma öllu
illu til leiðar með tollumi og sköttum.
innflutningshöftum og einokunum
og þrælalögum á ipótstöðuflokka
siina, sem eru Sjálfstæðisflokkurinn
og Bændaflokkurinn og Þjóðernis-
flokkur, en hann hefir ekkert að
segja, hann er Htill; svo éru það
Kommúnistar, sem eru Sósíalistum
verri að mörgu leyti, ef þeir gætu
beitt sér nokkuð.
Hér var kosið í vor til þings, og
læt eg hér útkomu — atkvæðatölu
flokkanna.
Sjálfstæðisflokkur.........24,047
Atkv.
Bændaflokkur ............. 3.557
Framsóknarflokkur..........14,498
Alþýðuflokkur ..............IL031
Kommúnistar ............... 4,914
Þá lýsi eg dálítið lögum landsins;
þau eru þannig, að mótstöðumaður
flokksins fær enga áheyrn i málum
sínum og kæri þeir mann, sem styð-
ur stjórnarflokkana, þá er því stung-
ið tmdir stól og ekki neitt upp úr því
að hafa, en kæri stjórnarsinni inót-
stöðumann, þá er straffað með
fangelsun, sektum, alveg miskunnar-
laust og rnargur sviftur sinum rétt-
indum yfir lengri tíma.
Þá kem eg að embættisveitingum.
Þar er ekki svo lítilfjörlegur em-
bættismaÖur að hann fái ekki ern-
bættið bara að hann fylgi stjórninni,
þá er og verÖur hann að vera þægur
stjórninni, þó hvergi sé hæfur í starf
inu. En með þessu eru þeir að týna
fylgi sinu, en Sjálfstæðisflokknum
bætist fylgi á ári hverju. Það eru
hin ranglátu kosningalög, sem gjöra
það að verkunt, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er ekki við völdin á ís-
landi og það getur dregist að hann
nái völdumi, því stjórnin hugsar ekki