Lögberg - 13.01.1938, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1938
3
neitt um stjómarskrá eÖa hvað lög
segja, bara fara sínu fram me8 at-
kvæÖagreiðslu ; þer skáka i því skjóli
nð hafa hann altaf.
Þá er verzlunarmátinn ekki betri,
alt, sem gefur góðan arð, er tekið
í einokun og verzlað með það fyrir
ríkið og selt rándýrt; til dæmis vín
ið, einn peli af ódýrasta brennivíni,
6 kr. flaskan, ódýrasta whisky, 14
kr. flaskan; tóbak, einn biti rjól
t2 kr.
Kaupmenn eiga ekki upp á pall-
borðið, þá vilja þeir eyðileggja alveg
með tollum, sköttum og ýmsum
þrælatökum, en kaupfélög laus við
alla skatta og og útsvarslaus og inn-
flutningur frá útlöndum frjáls, en
ekki kaupmönnum, þeim er skamt-
aður gjaldeyrir og fyrir það mega
þeir flytja inn, en meira ekki. Svona
er það með margt fleira, sem sagt
þeir drepa alt einstaklingsfrelsi og
vilja korna öllu á ríkið og hafa vissa
stjórn.
Nú var sett alþingi 8/10 og helzt
að heyra að þeir séu að springa á
málum sínumi með slæmu samkomu-
lagi; báðir flokkar vilja ráða, en
hvorugur getur ráðið fram úr sinu
máli, svo hinn geti samþykt það með
hinum, svo nú fer að vandast sam-
búðin. Þessir þrír kommúnistar
koma ýmsu illu til leiðar með frekju
sinni, því nóg er af 'henni hjá hverj-
um þeiin.
Þá fer eg að hætta þessu masi og
bið þig að lesa í málið eða, sem sagt,
þann sem les fyrir þig, og bið að
fyrirgefa skrift og mál, því hvorugt
kann eg og hefi hvorugt lært.
Að endingu smámolar: Eg nú
sjötugur síðan 9. júli síðastl., en
Guðrún miín er 67 ára. Kristbjörg
dóttir mín er 44 ára, hún er á spítala,
senn búin að liggja í 3 ár, oft mikið
veik; svo er Bergur sonur minn 30
ára, og býr hér, svo er Gunnar minn
25 ára og býr hér, og það biður
innilega að heilsa frænda sínumi í
Ameríku og óskar Ihlonum allrar
gæfu og eins á eg að skila kveðju frá
Málfríði og manni hennar Jóni Sig-
urðssyni.
Að endingu, minn góði bróðir, bið
eg minn góðan Guð að gæta þín og
varðveita frá öllu sem þér getur
grandað; hann láti þig lifa í því sól-
arljósi sem er öllum ljósum fegra.
Mælir þinn ónýtur bróðir meðan
heila htigsun ihefir.
Arnbjörn Árnason,
3o. /10. 1937
Ránargötu 33,
Reykjavík.
Tll MR. OG MRS. SIGFOS
ANDERSON
(Lag: Við hafið eg sat)
A vormorgni æskunnar margt er að
sjá,
meðlætið blíða,
s^m ungdóminn hrífur ef horfir
hann á
þann helgidóm fríða.
Ln æskan hún hverfur í aldanna
djúp,
Það ei raskast getur;
?n altur hún birtist i andlegum hjúp
hvar ei dnatnar vetur.
vn aldurinn kemur með alvörusvip
1 atls konar myndum,
li um vtir oss út á vort örlaga skip,
svm æ berst með vindum.
°g alveLliskraftur urn alheimsins
geun
nteð allskonar friði,
hann minnir oss 'helzt á að hugsa nú
heim
úr hættum og stríði.
Nú lofsyngjum Drotni með kærleik
í kvöld,
því Krists helgur andi,
hefir nú leitt ykkur hálfa um öld
í hjúskapar standi.
^ er hefjum nú samhuga heilláósk í
kvöld
með hljómifögrum kliði:
að blessi ykkur Drottinn um ár og
um öld
með eilífum friði.
Magnús Einarsson.
(hálf-níræður).
Tímatal
Eftir Sigurð Baldvinsson.
Ár nýtt hóf Janus, birtist brátt
barn, sem tigna heiðnir hátt;
með Antoníus Agnes gekk,
en Pálus sjón af Guði fékk.
Þannig byrjaði einn kapítuli í
voru forna fingra-rími, sem allir
bændur urðu að kunna utanbókar á
Norðurlöndum, ef þeir ætluðu sér
að telja tímann, því engin almanök
voru gefin út i heiminum fyr en á
nítjándu öld, svo talist geti, enda var
fingra-rímið nægilegt, ef menn
kunnu það, þó rugluðust ntargir í
ríminu sem eðlilegt er, því það er
allflókið mál, eða svo þótti mér það,
er eg varð að læra það 11 ára gamall.
Faðir minn kendi mér það sjálfur,
en hann hafði lært það hjá séra Sig-
urði Gunnarssyni á Hallormsstað—
og sagði eg mætti til með að kunna
það, því þá gæti eg vitað Ihvað tím-
anum liði hvar sem eg væri staddur
í heiminum, og það er rétt hermt.
Fleiri kostir fylgja enn rim-kúnst-
inni t. a. m. geta rím-menn fundið
út hvaða mánaðardagur var, ef ein-
hver atburður skeði einhvern ákveð-
inn vikudag hundrað árum áður.
En nærri má geta að almenningur
hefir ekki vitað skil á tímatali í
fornöld, og ekki var fingrarímið
þýtt á íslenzku fyr en árið 1739 af
Jóni Árnasyni biskupi í Skálholti.
Fram að þeim tíma var það skylda
prestanna að reikna út kirkjuárið og
segja til messudaga, sem mjög var
haldið upp á í katólskri tíð, og alt
fram að síðustu aldamótum höfðu
menn trú á að veðráttufar færi eftir
þvi hvernig viðraði á Pálsmessu,
Kyndilmessu, Pálmum og Páskum,
eins og vísurnar benda á:
Heiðríkt veður og himinn klár
á ihelgri Pálus messu,
mun þá verða mjög gott ár,
maður, upp frá þessu.
En er í heiði sólin sézt
á sjálfri Kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp frá þessu.
Páls messa, 25. jan. Kyndilmessa,
2 febrúar.
Sem dænti þess hvað íslendingar
fögnuðu því er fingra-rimið var
þýtt á þeirra tungu má sjá á for-
mála þeim, sem er á seinni útgáfu
rímsins; hann byrjar svona:
“Veleðla, velæruverðugur og há-
æruverðugur biskup yfir Skálholts-
stifti, meistari Jón Árnason, lét þá
ágætu fríkonst fingra-rímið á þrykk
út ganga, alþýðu til upplýsingar og
gagns, því blindur er bóklaus mað-
ur.”
Síðasta útgáfa af fingra-ríminu
var prentuð 1838, í Kaupmanna-
höfn og kvartar þá útgefandinn P.
Jónsson yfir því, að rímkúnstin sé
að deyja út á íslandi, en hafi í sínu
ungdæmi, um 1800, verið á hvers
manns tungu; en um næstl. aldamót
kunnu það allmargir eldri menn og
konur jafnvel, en engin alúð lögð á
að kenna unglingum rímreglur, því
þá voru litil almanök seld i hverri
verzlun eins og tóbak, en Háskólinn
í Kaupmannahöfn hafði einkaleyfi á
útgáfu þeirra i öllu Danaveldi.
En vist máttu íslendingar þakka
sér það sjálfir, að þeir töldu tímann
rétt, því ekki gjörðu Danir sér neitt
ómak í þá átt, eins og sjá má á Fær-
eyingum og meðferð Dana á þeirn.
þær eyjar bygðust af Norðmönnum
einum og norræn menning ríkti þar
í margar aldir, eða frá 860 til 1380,
að þær gengu undir Danakonung á-
samt Noregi og íslandi; og ekki var
reynt til að prenta bækur handa þeim
á norrænu, sem nú heitir íslenzka
með fullum rétti, því við erum nú
eina þjóðin, sem bæði tölum og les-
urn hið forna norræna mál, sem áð-
ur var talað um öll Norðurlönd að
undanteknu Finnlandi.
Aðalástæðan fyrir því að norræn-
an gleymdist að hálfu leyti, var sú,
að eftir að farið var að prenta bækur
á 15 öld, voru þær allar prentaðar
á dönsku, því þá stóð yfir hið svo-
nefnda Kalmar-samband. Þá réði
Danakóngur yfir Svíþjóð, koregi,
íslandi og Færeyjum, og fór sú
stjórn mjög í handaskolum, því öll
áherzla var lögð á að innkalla skatta
i fóhirslu konungs, og ganga enn í
NUGA-TONE ENDURNYJAK
HEILSUNA
NUGA-TONE styrkir hin einstöku
líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt-
inguna og annað þar a5 ltitandi. Veitir
vöövunum nýtt starfsþrek og stuðlar að
almennri velliðan. Hefir oft hjálpað
er annað brást. Nokkurra daga notkun
veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyí-
sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta
NUGA-TONE.
Notið UGA-SOL við stýflu. J?etta
úrvals hægðalyf. 50c.
dag ljótar sögur af harðneskju sýslu-
manna og fógeta, sem flestir voru
danskir ribbaldar, og svo var á ís-
landi.
Allar þessar þjóðir hafa nú slitið
sig lausar undan Dönum, nema Fær-
eyjar, enda sér á þeirn, katólska
kirkjan og klaustrið var búið að ná
undir sig til eignar hérumbil öllum
eigunum, svo með siðabót Lúters
skipaði Danakonungur Færeyingum
að taloa Lúterstrú, og mætti það svo
sem engri mótspyrnu. Þeir katólsku
klerkar, sem ekki vildu breyta um
kenningu, voru bara lagðir af, og
ungir stúdentar settir inn í staðinn,
og má nærri geta að sumir þeirra
hafi verið daufir í dálkinn. '
Danakonungur sló svo eign sinni
á allar klaustureignir og mikið af
kirkjujörðum, svo enn í dag á kóng-
ur og kirkja allar jarðeignir í Fær-
eyjum, nema það sem keypt hefir
verið af kóngi Dana á seinni árum,
svo allir bændur í eyjunum verða að
borga háa lándsskuld til Dana, enda
er viðbrugðið hvað sú litla þjóð er
á lágu menningarstigi, eins og þeir
eru duglegir menn.
Á seinni árurn hefir þó kóngs-
bóndinn Jdlrannes Patursson barist
hart fyrir frelsiskröfum Færeyinga,
en ekki orðið mikið ágengt, því eyj-
arskeggjar hafa bitið sig fasta í þá
trú, að Danakóngur hljóti aðhorfalla
ef hann tapi landsskuldinni af Fær-
eyjum.
Prestar Færeyinga eru og voru
flestir danskir, og höfðu ótrúlega
mikið vald yfir þeim. Til dæmis
ferðast þeir um stærstu eyjarnar á
hesti, en ætíð verður stæltur maður
að teyma hestinn undir klerki, og
ganga berhöfðaður.
Annað dæmi um það, hvað Fær-
eyingar stóðu illa að vígi í töluvisi,
því þeir lærðu aldrei fingra-rím, að
æfinlega þegar kona varð barnshaf-
andi, varð hún eða tnaður hennar að
tilkynna presti sínum það, og liorga
honum eina krónu fyrir að bóka það,
en svo var líka klerkur skyldur til
að segja hlutaðeigendum til nær von
væri fjölgunar alveg frítt, og öll
börn átti að bera til kirkju, til skírn-
ar, svo presturinn þyrfti ekk að ó-
maka sig langt til að skíra. Þetta
sögðu mér trúverðugir Færeyingar,
sem ekki þarf að rengja.
At Útgörðum
1.
1. september s.l. tók eg saman
föggur miínar, ók þeim á járnbraut-
arstöðina, tók mér far með þjóð-
eigna-þeysi og þaut af stað. Var
hnni fyriríiuguðu ferð heitið upp og
norður að þessu sinni, upp til Flin
Flon. Hafði eg þaðan frétt — ekki
hvalrek — en furðusagnir af góð-
ærislíðan manna þar og veltuárs-
vinnubrögðum. Sögðu fréttir að
svo mikil væri mauneklan, að menn
yrðu að vinna nótt og dag, til þess
að verða ekki óviðbúnir innreið
vetrar. En hann kvað ekki hýr í
viðmóti þar frekar en annarsstaðar i
Manitoba, nema síður sé.
Hugði eg nú gott til glóðar og
fjár og þess að verða nú enn einu
sinni að liði, sjálfum mér — og nátt-
úrlega ekki síður samferðamönnun-
um — með því að leggja þeim lið
við innansleikjurnar. Hafði eg
þeysaskifti í Sifton, og ók nú hvað
af tók með litlum töfum til The Pas.
Varð þar hálfrar stundar viðstaða.
Næsti viðkomustaður er Cranberry
Portage; stendur bærinn á íhæð og
mun þaðan víðsýnt í góðu skygni,
en súld var á og skammsýnt til allra
átta. Lítt hefir bær sá stækkað síð-
an 1930 að eg steig þar farandfæti.
Virtist mér hann sem í dádvöl og
aldauða, ef ekki hefði verið fyrir ó-
fratnian en þó undir niðri glaðværan
barnahóp, sem hafði tekið sér stöðu
á stöðvarpallinum, til að fagna ný-
breytninni; voru þó ekki hátíðabúin,
en komu til dyra sem klædd voru,
enda virkur dagur.
Þaðan var þeyst í einum fleng á
enda veraldar — jámbrautar, — |
ætlaði eg að segja; en þar sparn
brúnn svo snögglega fyrir sig fót-
um, að fram hrukku sumir í sæt-
um, en aðrir aftur á bak. Fleygð-
ust þá konur í föng mönnum og
menn i kvenna, en þau faðmlög fóru
í handaskolumi og afleitum ólestri og
enduðu í ráðlausu ringli, sem við var
að búast, svo óvænt sem þau að bar.
Eg var einn um tvö sæti. Hefi ekki
fyrirfundið þá, eða þann enn, sem
frekar kysi fylgd mína en “tíu hús-
karla annara,” nema eg vera skyldu
konan og börnin.
II.
A endastöð.
Eg hafði spyrnt fæti við öndvegi
og ekki orðið hnykknum að hnoti.
Sat fa'stur fyrir til heiðurs norrænni
skaphöfn, en að íhún geti verið í
hinu mestá ósamræmi, stór og við-
kvæm, sannaðist á mér að þessu
sinni, þvi mér kom næstum súr i
sjáldur, við að sjá hve óhönduglega
menn höndluðu meyjarnar, sem áður
er getið. En er ferðafólkið hafði
náð jafnvægi sínu og sjálfstjórn, —
þar eð Brúnn stóð nú kyr eins og
klettur — fór það að snyrta sig til
útgöngu. Láu 'hattar á við og dreif
og gekk í þó nokkru þófi að finna
“rétta 'hauisa” fyrir þá. Höfðu og
hálsbindi farið úr lagi þar eð konur
sérstaklega höfðu gripið í alt “laust
og lafandi” sér til stuðnings.
Þær aftur á móti ruku nú í ráp-
tuðrur sínar og höfðu þaðan andlits-
snyrting, svo sem duft af ýmsum
litum eftir því hvert bera skyldi á,
nef, kinnar, höku eða háls. Smurðu
þær og varir ásamt augna- og brúna-
hárutn. Jusu sig ilmvötnumi og
fægðu neglur. Vanst mér til undr-
unar hvað upf) kom úr tuðrunum.
Hafði ekki haldið, að jafn þægilegt
væri að flvtja með sér heila lyfja-
búð af “Main” sem raun bar mér
vitni. Gerfitennur höfðu og víða
borist um bekki og haft hver sem
náði í óðaönninni. Heyrðist síðar,
að sumir hinna yngri manna hefðu
ekki kannast við kossa sumra meyj-
anna.
En með því að ekki er alt að
tharka sem heyrist, hefi eg ekki frek-
ar orð á því. Nú fór fólk að týnast
af lestinni sem það var tilbúið. Fór
eg að engu óðslega og rak lestina.
Sá eg eftir endilöngu Main St. og
undraðist stórlega. Var þar áður
fúafen og illfært yfirferðar, sem nú
var aðalstræti uppfylt með ásjáleg-
um húsutn og gangstéttum til beggja
hliða. Bogi einn mikill og reisu-
legur reis yfir enda strætisins, þann
er að stöðinni vissi. Upplýstist eg
um það síðar að sá var frá síðustu
krýningarhátíðinni, bygður og borg-
aður fyrir — ásamt fleiru og meira
og síðar getur — af Hudson Mining
and Smelting félaginu.
Rigning var á og ekki vistlegt til
útistöðu. Gekk eg því yfir að Flin
Flon Hotel. Spurði eg gestgjafann
hvort hann gæti gefið mér nokkrar
upplýsingar utn verustað S. Einars
sonar tinsmiðs. Vissi hann það og
visaði mér til vegar eins og værum
við gamal-kunnugir. Naut eg síðar
sömu alúðar allra, sem eg kyntist.
III.
Sigurður.
“Hann hafði ekki mikið um æfina
átt,
en orðið þó stundum að liði.”
—Þ. E.
Eg gekk að tilv-ísun gestgjaf ans að
reisulegri byggingu, á framhlið
hennar stóð stóru letri: “Hudson
Bay Plumbing and Heating.” Gekk
eg að bak-enda hússins, þvi þar
grunaði mig að verkstæðið mundi
vera, og kvaddi dyra allhraustlega,
svo heyrast skyldi yfir hávaðann
inni. Kom Sigurður til dyra vopn
aður tinklippum allmyndarlegum.
Tókumst við í hendur og kendi eg
af handtakinu að eg var velkominn.
Kvaðst hann ekki hafa búist við
lieldri manni við bakdyrnar og því
ekki þorað að koma vopnlaus ti
dyra, svo sem íhurð hefði verið knú-
in.
> Skamtna stund dvaldist eg í þess-
ari vistarveru Sigurðar, þar sem
hann hefir verkstjórn með hendi.
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Grahani og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tlmar 2-3
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manltoba
DR. B. H.OLSON
Phones: 3 5 076
906 047
Consultation by Appointment
Only
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur 1 eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofustmi — 22 251
Heimili — 401 991
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstlmi 3-5 e. h.
218 SHERBURN ST.
Slmi 30 877
Dr. D. C. M. Hallson
Stundar skurðlœkningar og
almennar lœknlngar
264 HARGRAVE ST.
—Gegnt Eaton’s—
Winnipeg
Slmi 22 776
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœðin(/ur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1666
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
islenzkur lögfrœðinaur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Akjósanlegur gististaður
Fyrir tslcndingat
Vingjarnleg aðbúð.
Sanngjarnt verð.
Cornwall Hotel
MAIN & RUPERT
Slmi 94 742
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
A.S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur líkkistur og annast um út-
íarir Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimilis talslmi: 501 562
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEO
Fasteignasalar. Leigja hús. Út -
vega peningalán og eldsábyrgS af
öllu tægí.
PHONE 94 221
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparlfé
fðlks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriílegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEG
Pægilegur og rólegur bústaður 4
mdðbiki borgarinnar.
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yflr.
Ágætar máltlðir 40c—60c
Free Parking for Quests
Er hann og vel til forystu fær, sem
hann er fyrsta flokks verkmaður,
með um 30 ára æfingu að baki. Þar
eð liðið var að hádegi tók Sigurður
mig til síns iheima; var mér þar vel
fagnað af konu hans, börnum og
tengdabörnum. Þar endurnýjaði eg
kunningsskap við Sigurð Sigurðs-
son plastrara, mannkostamann og
bráðskýran.
Eftir máltoíð gekk eg með Sigurði
Einarssyni ofan í bæinn. Kvað hann
menn hamra járnið meðan heitt væri
og ekki mundi síðar vænna að leita
eftir atvinnu fyrir mína hönd. Fór-
um við inn á skrifstofu North
America Lumber Co., og tókum for-
stjórann, Mr. Bridgeman tali.
Kvað hann Nick formann sinn
vera að verki þar á strætinu og
mundi hann veita mér verk, ef hann
gæti, og fljótt ganga úr skugga um
hvort eg væri svo verkinu vaxinn
sem S. E. sagði.
Genguin við þangað. Réðist eg
hjá Nick og félaga hans Nenn, og
var með þeim til þeirra vertíðarloka.
Eftir það við smáverk hér og þar.
Eru þeir félagar afbragðsmenn, á-
reiðanlegir og mjög liprir verk-
stjórar.
(Framh. á bls. 7)
Verzlunarmentun
Óumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarimentun blátt áfram
óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna.
Komið inn á skrifstofnna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGBNT, WINNIPBG