Lögberg - 13.01.1938, Síða 7

Lögberg - 13.01.1938, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1938 7 At Utgörðum (Framh. frá bls. 3) Þér kemur ei gjald fyrir góðvilja þann til gengis að leiddir þú framándi mann, þvi létt er í vasanum — þyngir ei þinn— þakklæti flækingsins — Sigurður minn. IV. Otgarðar. Þrjá mánuði dvaldi eg í bænum í góðu yfirlæti, sem mér verður minnisstætt. Var eg viða boðinn og kyntist nokkuð. Vil eg nú — fyrir þeim, sem hingað hafa ekki komið— iýsa bænum, en ófullkomin verður su lýsing, J>ar eð eg var, eins og K-N. heitinn, önnum kafinn þann stutta tíma, sem eg dvaldist þar. Skal þá fyrst hef ja máls á hibýlum. Hér eru byggingar af ýmsri gerð, ait frá hundakofum, upp i hallir, og svo sundurleitar sem klæðaburður kvenna, og er þá langt til jafnað. Sum eru máluð hið ytra, voru flest þeírra skjöldótt. Mál kvað ekki endast hér á húsum miklu betur en andlitsfarði. Kvað orsök til þess reykur sá hinn rammi, er af seið- mögnum stafar og síðar mun getið. Önnur eru steind og stássleg. Stirna þau sem snjókrystall i tunglsljósi og "skjalli skygðari." Nokkur eru klædd múrsteins eftirlíking og enn önnur skreytt “nýju fötunum keis- arans." Enn erti nokkur grá fyrir járnum.. Eina bygingu sá eg kopar- klædda; er það banki. , Var það og rétt eftir annari forsjá gamla Mammuths að Iáta ekki “Loft” gamla miga alt út fyrir sér. V. Stórhýsi. Samkomuhús (halls) eru hér fleiri en eg fái nefnt. Vil þó reyna a'ð gera ofurlitla úrlausn. Fyrst skal frægt telja, Elks’ Hall, stendur silfraður “glæsir” fyrir miðri höll- inni á upphækkuðum grasfleti. Ber sá höfuð hátt og er hornagassi hinn mesti, er eg hefi séðan. Víð er inn- ganga og vistarverur margar í höll þessari. Margt er þar og ungs manns gaman, sem að Glæsivöllum forðum, þó ekki sé eins grátt, sem betur fer. Fara þar fratn knattleikir ýmiskon- ar. Læstrarsalur er þar og gnótt goðra bóka. Heitir sá Goðmundur, sem fyrir höllinni ræður svo sem Hlæsivöllum forðum. Er hann ís- Fndingur — hreinkynjaður norrænn Aríi .— 0g höfðingi heim að sækja; Fiðir hann lúðraflokk einn meiri- háttar. Kváðu heyrnarlausir jafnt sem heyrandi menn gleðjast við g'ymjandann. Fá hafa og afturkomnir hermen , ™ttins vors Englakonungs “Val sér bygða, en ekki var eg þa mnandyra og veit ekki að segja fr }>eini- Þú er “Jubile ’ ^að var bygt af Hudson Ba; < anci Smelting félaginu o: ?e ' hæjarbúum til allra afnota a er mikið hús og prýðilegt. Þa , >ln e^' Far er dublað og dansaí Þar spilaði Welcome. J Ireyfimyndahús eru tvö í bænun og eraðsókngóð. Fjögur eru þar Oj 1 f ,°^ 1'.vab hér enginn svo þyrstu T>a a omi^> að ekki fengi fullnægju ar emur ekki bergiborð á bjór ong, enda ekki “Þór” komið þai 5 borgerB^margar °S bir«8ir sen miðli alladat beir ausaát^ald ,, . ,^a> >0 mest bert a þv storstreym, . "b„rg„„ardö „ P£| s,o kallas. >eir dag„, „ Hudson Ba.y Mi„i„g Md Sme| “ borgar verkalý* sin„m & j haltsmanafiarlega BúSi, eru l,í opnar trá kl. 8 til 6 ,e„julegai e] bregSa þeirr, regln á „ef„dum dd um, eru þá opnar fram undir lá nætti; er það annálsverð hugulsemi “Komið til min, allir þér, sem erfið 18 og þunga eruð hlaðnir,” vér vilj um létta yðar byrði—mættu þæ hafa skráð yfir dyrum. Eru kauptr sýnilega sammála þeirri skoðun ser >'l grundvallar lá fyrir kvöldbæna lestrinum gamla og góða, sem tíðk aðist í mánu ungdæmi á íslandi, un að ekkert skyldi að óþörfu átt undi nóttinni. Er það og í fullu sam rænn við gloggskygni kaupsýslunn ar. Vel gæti það fyrir komið og hefi jafnvel skeð, að sá sem er bráðlif- andi í dag sé kannske “steindauður, eða jafnvel alveg dauður” að rnorgni. Og hvað yrði þá um vinnu- launin ? Ja, það er bágt að segja og óskemtilegt til afspurnar að láta til- viljanirnar grípa þannig fram fyrir hendumar á sér. Þeir eru og marg- ir, sem eru afhleðslu sinnandi. Hin- ir .fyrirfinnast einnig sem þylja bæn- ir sínar og hætta á að hagræða sjálf- ir um sitt. Krkjur eru hér þrjár og þjónandi prestar; sér kennilýður sá fyrir sál- arheill manna og svíneldi andans gegn þóknun. Hér er og (hjálpræð- isher. Gerir hann af og til úthlaup á andskotann úr virki sinu; heldur svo heim sigri hrósandi, þeytandi lang- spil og lúðra, básúnur og bumbur og er hávaði í hans för. Sjúkrahús eru hér tvö, hjúkrun- arkonur og læknar. Leggja þeir gott til líðunar manna og lækna jafnvel suma, eins og gengur. En þar eð “heilbrigðir þurfa ekki læknis við,” kyntist eg þeim ekki, en þess má geta að borin var þeirn vel saga. VI. Hudson Bay Mining and Smelting Co., Ltd., rausn þess, góðvild og galdrar. Ekki kyntist eg forráðamönnum þess félags, en þeim mun betur verkalýð þeim er hjá þvi vinnur og uppi ber að mestu leyti lífsframfæri hinna, sem ekki vinna hjá félaginu. Það sem eg því segi 'hér um félagið, er eftir öðrum, en áreiðanlegum og kunnugum haft. Skólar eru hér tveir, og báðir veglegar byggingar. Þá hinn fyrri var bygður, var bæj- arfélagið smátt og lítillar umkomu. Varð þó ekki slegið á frest að byggja hann, því börn voru mörg i liænum. Hófst því bæjarráðið handa. En sem skólinn var í smíð- um, dreif óvæntan reka á fjöru bæj- arins. Bracken kom hér i kynnis- för. Leit hann yfir verk það er unnið var og þótti gott, þó skarnt væri á veg koniið., Var nú til hans leitað um liðsinni. HugÖi hann að vandlega og lofar siðan ríflegum stuðningi, verði verkinu lokið innan mánaðar. Þetta þótti bæjarráðinu óyndislegur böggull og óþarfur með skammrifinu, en varð þó við að taka. Varð þó óhægt um vik, þar eð menn voru í önnum við hýsing lóða sinna. Horfði nú til vandræða. En hér sannaðist sem oftar hið fornkveðna, “þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Félagið H. B. M. and S. frétti hve komið var máli. Sendi smiði sina alla á vettvang og bygði húsið bænum að kostnaðarlausu. Bracken kvað hafa orðið ókvæða við, er hon- um bárust fréttir hvar komið var. Stóð þó refjalaust við orð sín, sér og meðstjórn sinni til sóma. Nú með því að bærinn óx örara en bæjarráðinu fiskur um hrygg, horfði enn til vandræða1. Varð ekki undan því komist að byggja annan skóla. En “oft er í holtinu heyrandi nær.” Félagið hefst handa, byggir skólann ($11,000 byggingu) ; réttir hana yfir til bæjarins afnota gegn $1.00 iðgjaldi á ári! Segja reikn- ingsfróðir að eftir 11,000 ár verði þeir búnir að borga skólann. All- góður gjaldfrestur ? Ljós eru hér áhverju strætishorni og víðar. Kvað reikngur félagsins til bæjarins fyrir ljósaneyzlu hljóða upp á 7,000 (sjö þúsund) um árið. Bærinn, sem nú verður borubrattari með ári hverju skrifar út ávisun til félagsins, en fé- lagið virðist í því tilfelli sinna lítið um sinn hag; gleymir að draga þær út? Skaútaferðir eru hér og skíða. Skauta'hringur er hér einn meiri- háttar. Bygði félagið hann og af- henti bænum hann til afnota endur- gjaldslaust, að því er mér er sagt. Er sá allur af stáli ger og hinn ásjá- legasti. Fleira heyrði eg af rausn félagsins, en man ekki með sann- indum frá að segja, nema boðið kvað það og búið til hjálpar bænum, er í harðbakka slær. Þa er þar komið máli mínu að segja frá seið þeim hinum mikla, er félag þetta fremur, en fáorður hlýt eg að verða, sökum fávisi. Þyrfti eg margs að spyrja sem “gangleri" forðum, fyr en eg yrði fróður um mögn þau hin miklu, og vélar, sem þar eru að verki og lúta manninum, til ótrúlegra afkasta. Þar er þá fyrst NEW SEWAGE DISPOSAL PLANT, WEST KILDONAN frá að segja, að frá stórhýsi einu liggja göng niður í iður jarðar; þar niður fara námamenn og láta greip- ar sópa um gersimar “Mammotlis.” Flafði þó karl sá svo fyrir komið sjóðum sinum, að hvorki skyldi möl- ur né ryð þeim granda, og fyrir komið þeim í grjóti. En námamenri eru líka fjölkunnugir og fara i kringum karlinn. Bora þeir, sprengja og grafa upp grjót það, sem gersem- arnar felur, hefja það á þar til gerð- um lyftum til yfirborðs jarðar, en þar fer fram sá hinn mikli seiður, sem grjótinu breytir í gull og aðra verðmæta málma. Þar uppi starfar hin ósýnilega og máttuga flagðkona sem ::Electra” heitir og knýr hjól öll og vélar í hreyfing. BryðUr hún jötnabeinin geigvænleg og gnýstir tönnum. Spýr hún bruðningnum í eld þann, sem aldrei deyr, en en frá þeim hreinsunareldi, renna málm- elfur til móta. VII. Vinmibrögð og afmkoma. Verkamenn þeir er hjá félaginu vinna er mér sagt að séu frá einu upp undir t\>ö þúsund að tölu. Bær- inn kvað telja um 7 þúsund. All- margir þeirra hafa bygt sér heimili. Hafa þeir bygt eftir 'hendinni sem kallað er, eða smám saman lagað húsin eftir efnum og ástæðum, og flestir bygt sjálfir í hjáverkum og hjálpast að. Allmörg hús voru bygð á þennan hátt á liðnu sumri, en fæst fullgerð hið innra. Sú bygginga- vinna sem aðallega gaf atvinnu í bænum. á síðastl. sumri var í því fólgin að lyfta húsum, byggja undir þau grunn og hressa upp á þau, og svo viðbætur til útleigu. Þeir, sem ekki hafa atvinnu hjá félaginu, vinna hvað sem fyrir kemur og missa margann daginn, eins og gengur um skotspónavinnu. Eru slíkar inntekt- ir stopular og óvissar, sem að likum lætur. Afkoma er því með ýmsu móti. Eru hér og hitir margar, sem háma í sig afraksturinn, auk hinna óhjákvæmilegu útgjalda, en þau eru tneiri hér en í mörgum stöðum öðr- um. Hér er ekki gróðr^rmoldinni til að dreifa, er því lítið um garð- rækt og hennar hlunnindi að sama skapi. Er því alt innflutt og dýrt. Til dæmis voru kartöflur 950 mæl- irinn, mjólk 8 pottar fyrir dalinn, hey 12—ið dali tonnið, eldiviður $6.00 hlassið af tamraks-pólum, spruce og poplar eitthvað rninna. Ljós og vatn er líka alldýrt. En menn eru vongóðir um að þau út- gjöld lækki eitthvað á næstunni. Segja að Sam frændi, þ. e. félagið, hafi ól'iklegra gert og eftirtölulaust. Húsaleiga er há hér. Þriggja her- bergja ibúðir leigjast fyrir 35 til 40 dali á mánuði, hiti þar í. Hús inn- arlega i bænum leigjast frá 45 upp i 60 dali, þægindalaus með öllu; lengra frá mun mega fá kumbalda fyrir minna. VIII. Mcnningartœki. Flin Flon er af fróðum talinn þriðji stærsti bærinn í Manitoba, þ. e. að ibúatölu. Furðar því engann á því þó frétti, að þar eru menning- artæki fyllilega tilsvaranleg stærð bæjarins. Tvö vikublöð starfrækjast þar við góða afkomu. Heita þau “Times” og “Miner" að bæajrnafn- inu forskeyttu. Kyntist eg ritstjóra "Times” og “Miner" að bæjarnafn- hann íslendingur við góðan orðstír ; stjórnaði hann áður lúðraflokki þeim, er að framan getur, og sem G. Guðmunds. (Mundy) tók við af honum. Ollu því annir hans við blaðið. Sá eg tvo prentara að verki í prentsmiðju hans. Útsendla hefir hann ótal sem fara með fagnaðar- erindið um bæinn. Keypti eg af og til bæði blöðin og fanst þau allgóð aflestrar. Útvarpsstöð var reist hér á síðast- liðnu hausti; Starfrækt er hún af þeim Bridgemans feðgurn; er það framspor mikið í menningarátt og þágu. Er það og viðtækjaeigendum aukip ánægja, því sambandi þeirra við umheim var mjög ábótavant: kváðu málmar í nánd orsök þess. Það er mín ætlun að nú hafi eg getið þess helzta sem í frásögur er færandi. “En hvat es missagt es i fræðom þessom es sjálfsagt at hafa þat er sannara reynisk.” Með þakklæti til allra þeirra kveiina og þeirra rnanna, sem eg kyntist. I A Björnson. Gyðja miskunnseminnar Kwan Yin (Framh. frá bls. 5) Chuang og drotning hans höfðu ekki eignast son. Konungur kallaði eitt sinn Miao Shan fyrir sig og skýrði fyrir henni fyrrætlun sína og hvernig allqr framtíðarvonir hans væru bygðar á lienni. “Það er afbrot,” svaraði hún, “að hlýða ekki óskutn föður síns en eg bið þig afsökunar, ef eg er ekki sömu skoðunar og þú.” “Láttu mig heyra skoðanir þinar,” svaraði konungurinn. “Eg vil ekki giftast,” svaraði Miao Shan. “Eg vil ná andlegri fullkomnun og verða að helgri manneskju; auðnist mér það, skal eg á einhvern hátt sýna þér þakklæti mitt.” “Úrhrakið þitt,” svaraði konungur reiðilega, “þú lætur þér detta í Hug, að þú getir kent mér, æðsta valdhafa i rikinu og drotnanda svo mikillar þjóðar! Eru nokkur dæmi til þess, að konungsdóttir gerist nunna? Er nokkur virðuleg kona í þeim félags- skap? Kastaðu frá þér öllum kenj- um um klaustur og segðu mér undir eins, Ihvort þú vilt heldur giftast fræðimanni eða herforingja.” “Enda þótt flestir hafi mætur á konunglegri tign og þrái hamingju hjónabandsins, vil eg einungis verða nunna. Völd og auðæfi þessa heims freista mín ekki. Einasta löngun min er að gera hjarta mitt æ 'hreinna.” Konungur stóð upp, reiðilegur mjög, og skipaði að reka dóttur sina á dyr. En þegar Miao Shan sá, að hún gat ekki svo berlega óhlýðnast föður sinurn, tók hún til annara ráða. “Ef þú krefst sVo eindregið að eg giftist,” sagð hún, “skal eg fara að ráðum þínum — þó með því eina skilyrði, að eg fái að giftast lækni. Eg þrái að losa mannkynið við alt böl, sem þjáir það. Eg vil jafna stéttamuninn, þannig að bæði æðri og lægri verði aðnjótandi hins góða. Ef þú vilt verða við þessari bón minni, get eg þrátt fyrir alt orðið Búddlha, frelsari mannkynsins. Þess gerist ekki þörf að leita upplýsinga hjá spámönnum, hvaða dagur sé heillavænlegastur til giftingarinnar. Eg er reiðubúin að giftast þegar i stað.” Þegar konungurinn heyrði þetta svar, slepti hann sér alveg af bræði. “Óhræsis kjáninn þinn,” æpti hann upp yfir sig, “að þú skulir dirfast að fara með annan eins þvætting i nærveru rninni.” An frekari vííilenginga kallaði hann á Ho T’ao, sem var foringi hallarvarðliðsins. Þegar hann kom, kraup hann á kné og beið fyrirskip- ana konungs. Konungur sagði; “Þessi ófétis nunna svívirðir mig. Sviftu hana hirðskrúðanum og rektu hana á burt. Farðu með hana í garð drotningarinnar og láttu hana krókna þar i hel. Þá verður einni áhyggju létt af mér.” Miao S'han féll fram á sájónu sína og þakkaði konunginum. Siðan fór 'hún með To T’ao út í garð drotningarinnar, og þar lifði hún einsetulífi. Eini félagsskapur henn- ar voru blómin og stjörnurnar, og vindurinn einasti vinur hennOr. Sámt var hún ánægð, því öllum tor- færum á leið hennar til nirvana var rutt úr vegi. Og af mikilli gleði skifti hún á glaumi hallarlifsins og yndisleik einverunnar. Foreldrar hennar og systur og hirðmeyjarnar reyndu lengi árang- urslaust að fá ihana ofan af fyrirætl- un sinni. Loks lét hún i ljós þá ósk að ganga í ákveðið klaustur, er kall- að var “Musteri hvítu spörfugl- anna.” Konungur gaf leyfi sitt, að hún færi þangað, en skipaði jafn- framt svo fyrir, að alt yrði gert henni þar til ama og erfiðleika. En guði himnanna féll hún svo vel í geð vegna sjálfsfórnar hennar á öllum sviðung að hann hélt vernd- arhendi sinni yfir henni í sérhverri raun. Þegar Ihenni var t. d. skipað að ínatreiða handa öllum nunnunum í klustrinu og þjóna. þeim, skipaði himnaguðinn drekanum að grafa brtinn við eldhúsdyrnar, tígrisdýri að færa henni brenni, fuglunum að' safna grænmetinu og öllum öndum himinsins að aðstoða hana í skyldu- störfum hennar, svo að hún trufl'- aðist ekki í viðleitninni til að ná fullkomnun. Konungurinn, faðir hennar, frétti þetta alt og brást reiður við. Hann sendi híerdeild til klaustursins og skipaði þeim að brenna það til kaldra kokt ásamt öllu, sent i því var. Þegar hermennirnir komu til klaustursins og fóru að kveikja i því, reif Miao Shan sig í góminn, svo blæddi. Því næst stökti hún blóðinu til 'himins, og þegar i stað kom steypiregnskúr, sern slökti eld- inn á svipstundu. Þegar konungur frétti þetta, varð hann ennþá reiðari, sendi menn til að handtaka Miao Shan og toka hana af lifi. En hininaguðinn skip- aði einum anda sinna að bjarga henni, og um leið og böðullinn ætl- aði að framkvæma aftökuna, stökk andinn í tígrisdýrslíki niður á af- tökustaðinn og þreif Miao Shan úr höndum hans. Hann fór með hana inn í skóg og skildi hana þar eftir meðvitundarlausa. Þegar hún rank- aði við sér aftur sagði Bikldha henni að fara í Shang Shan-musterið á Pu-tu-f jallinu og helga sig þar trú- arlöngun sinni. Og eftir níu ár var hún sjálf orðin Búddha vegna síns helga lífernis. Þegar hér var komið sögu, hafði Miao Chuang konungur syndgað svo mjög, að guðirnir lögðu þá refsingu á hann, að líkami hans skyldi alsett- ur kýlum, sem engin leið væri að lækna. Þegar Miao Shan frétti þetta, stakkhún úr sér augun og skar einn- ig holdið af handleggjum sínum og renydi að lækna föður sinn með því. En himnaguðinn varð svo hrærður yfir þessu göfuglyndi og sjálfsfórn- arvilja, að hann gerði hana að Bodhisatva Kwan Yin yfir Suður- höfum. Sumar sagnir segja, að þegar Miao Shan var að komast inn í dýrð himnaríkis, hafi hún heyrt neyðaróp neðan af jörðunni. Hún nam þá staðar af meðaumkvun. Af því á svo að vera dregið nafnið Kwan (Shih) Yin (þ. e. sú, sem veitir athygli neyð eða bænum jarð- arbarna). —Lesb. Morgunbl. THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING M AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER ^ WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.