Lögberg


Lögberg - 20.01.1938, Qupperneq 2

Lögberg - 20.01.1938, Qupperneq 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANtJAR, 1938 Kvittan ÞaÖ er gildandi regla aÖ gera kvittanir fyrir viÖtekin verÖmæti, og þó aÖ grein séra GuÖmundar Árna- sonar til rraín í Heimskr. 8. des. 1937, sé næsta vafasöm, hvað verð- leikana snertir, vil eg láta hann vita aÖ eg hefi lesið hann. Eg hóf máls og á fulla heimild til þess að halda áfram eða hætta, án nokkurs leyfis frá honuin. — Eg hefi að miklu leyti leitt hjá mér meinfýsi höfundar, upphrópanir og höfuðhristing yfir minni illgirni, heimsku og þröngsýni, því það verð- ur aÖ fyrirgefast höfundi, þar sem hann virðist ekki hafa annað fyrir sig aÖ bera. Hann er víðast hvar í greinum þessum eins og blindur maður og fatlaus, staddur úti á eyði- mörku tilverunnar, með fáein ártöl um ófarir mannanna í hugánum. Kristin trú, mteð öllu sirau lyfti- magni, fyrir menn og málleysingja, þýtur fram hjá honum, án þess hann gefi því verulegan gaum hvaða er- indi hún á. Eg hefi lagt fram óhrekjandi rök i máli nrínu, en klerkurinn þorir ekki að koma nærri þeim, fremur en skollinn í góða staðinn. Eætur því upphrópanir sínar duga. En reiði- gnýrinn i gegnum mest af máli hans sýnir bezt, að hann á ekki allskosta góðan málstað að verja. Mér þykir vænt um að sjá hiann flýja upp í bátinn hjá þeim Páli postula, Lúter og Hallgrími Péturssyni, það hefir fleirum orðið fyrir, þegar þá Búdda og Konfúsíus þraut. En harla litið gagn væri að trú þessara miklu manna, ef það, sem þeir tryðu á, væri ímyndun ein. Manni er sagt svo frá. að Leonardo de Vinci, hafi verið í seytján ár að máLa kvöld- máltíðina. Hann var umbrotamað- ur í lund og gáfaður með afbrigðum, segja rithöfundar, sem utíi hann hiafa skrifað. Það er ekki erfitt að sjá, að slikt starf er kærleiksverk, unnið af því, að sá höf. á svo mikinn kærleika inst og dýpst í sálu sinni, til þess, sem ynyndin lykur mest um, að krafturinn endist óþolinmóðri nátt- úru, til þess að helga alla beztu og dýpstu kraftana í verksins þágu. Sánnleikurinn, sá virkileiki tilver- unnar, sem liggur á bak við mynd- ina, knýr fram þær undragáfur, sem de Vinci átti yfirað ráða, í þjónustu Meistarans mesta. Svo var þeim öllurn farið, Páli postula, Lúter og Hallgrími Péturs- syni. Væri það ekki virkileiki, sem postulinn prédikaði, fyrir aldaröð- um síð&n, þá væri það bara orðin mygluð list nú. Eitthvað, sem nógu ánægjulegt væri að geyma niðri í kistum og koffortum og taka upp endrum og eins, þegar skemtilega fornfræðinga bæri að gafði, en lifið kalkði ekkert eftir til sinnar notkun- ar. En af þvi lífsþörfin krefst þess og það bergmálar í mannssáliunum í dag, eins og þegar það var flutt, í fyrstu, þá vitum við, að það er sann- leikur. Sama er að segja um Passíusálmana; þeir ættu ekki þann mátt, sem þeir enn eiga, til þess að halda í mennina, ef það væri ekki virkileikinn, sem á bak við þá er, né hefði maðurinn, sem kvað þá, haft kraft til að kveða þá, undir sínum kringumstæðum, hefði ekki sann- leikurinn sjálfur tekið undir með honum. Þannig sannar Jesús Kristur kon- ungdóm sinn, sálum mannanna og mun halda áfram að sanna, þrátt fyrir alla heimsku og öfgar, sem mennirnir gera sig seka um. Svo kveður V&ldimar: Af lausnarans blóði það frjófgaðist fyrst, þann frjófgunarkraft eigi getur það mist.— Af þessum ástæðum haf& allir píslarvottar kristninnat liðið með ljúfu geði. En það munar feyki- lega miklu fyrir mennina hvernig atgerfismennirnir flytja boðskapinn. Engir finna það betur era smælingj- arnir, þegar mistök verða þar á. Þeir lifa og hrærast svo nærri móð- urmoldinni, að alt sem spáir feigð um þá samveru, sem og sálarfriðinn sjálfan, um ótakmarkaðan tíma, heggur þá í hjartastað. Það er gömul og ný saga, að fall sannrar trúar flytur með sér þjóðarsundrung og eyðileggingu, og þótt mætir menn hrökkvi stundum undan, eða rísi gegn glötunarkenningunni, sem okk- ur öllum ógnar, þá stendur böl mannlífsins eftir með glórandi glyrnum og grimmum klóm, og sá er enginn kominn, sem mælt hefir afleiðingar þess, svo að mannleg sál skilji til fulls, vafalaust af því, það er miklu meira en mannleg sál getur borið að mæla það til fulls. Sá, sem einn tók það upp á sína veru, til fullkomnunar, hann varaði okkur við því, að glötun væri til. Sá er enginn kominn til vor enn, sem numið hefir orðið “glötun” burt úr kenningu kristinnar trúar, en úr þessum tveim stöðum;; kenningunni, sem menn grípa til í ýtrustu neyð og mestri gleði, og úr lífinu sjálfu, þarf “glötunin” að hverfa, áður en við getum örugg tekið því, að hún sé ekki til. Þegar því gáfumönnum, sem hafa tekið að sér að vera á verði, á dýpstu og dýrustu miðunum, verður það á, að horfa meira á hina praktísku hlið tilvórunnar, en þá djúpvæðari og viðkvæmari, þá hnýt- ur mönnum við hjarta, smælingjun- um fyrst, þeim stærri síðar. Þeir óttast um að nú standi þeir ber- skjaldaðir og verði að bráð því ó- þekta og ömurlega. Eg benti á það í fyrstu, hve' ó- samstætt það væri, að hafa þýtt “Bjargið alda,” “Fyrir hálmstrá herrans jötu frá” o. m. fl. þessu líkt og hafa sama í öllum sjálfráðum kringumstæðum, hallast að Únítör- um. Alt, sem hver og einn yrkir, kemur inst og dýpst úr sál hans, þegar 'hann á minst ráð á því, hvað liann hugsar; það á því mikið dýpri itök i honum, en það hið praktiskara viðhorfið. Únítarismi séra Matthí- asar hefir fallið fyrir eldi lífsins og reynslunnar í sál hans, því undir það síðasta skrifar hann Minning- arnar, og þá hvetur hann menn í átt- ina til stríðs gegn öllum grillum, eins og eg tilfærði í síðustu grein minni, og stendur fremst í þeirri bók hans. Getur hver lesið það þar, sem vill. En það mun vera tilfellið um göf- uga menn, að því nær sem þeir fær- ast því eilífa, því sterklegar skína geislarnir að handan inn í sál þeirra. Þá skal minst nokkrum orðum á ensku þjóðkirkjuna. Ástæðan fyr- ir því að eg mintist á hana í fyrstu, var sú, að séra G. Á. veifaði ófermda Englendingnum, sem fyrirmyndar og hlutleysistákni síns heimalands, í kristindómsmálum. Til að byrja með, er sá sannleikurinn í þessu máli, að ekki einungis enska þjóð- kirkjan, heldur allar þjóðkirkjur veraldar halda á lofti tákni fyrir samtengdan vilja þjóðarinnar. Mú- hameðsmenn hafa hálfmáAann, kristnir menn krossinn. Þessu er séra G. Á. samþykkur i raun og veru, þó hann sé altaf að fetta fingur út á mitt mál þar um, af ástæðum, sem hann veit bezt sjálf- ur. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan flutti hann stutta en sköru- lega ræðu, á íslendingadegi í Wyn- yard; hann var ekki á föstu pró- grammi, en var kallaður upp, af þvi hann var staddur þar. Til áherzlu máli sínu sagði hann okkur sögu af einum miklum keisara í fornöldinni, sem sá tákn á himni og heyrði orðin: “L’ndir þessu merki áttu að sigra.” Séra Guðmundur lagði mikla á- herzlu á orðin “ Undir þessu merki áttu að sigra,” en ekki sagði hann okkur hvert táknið var né heldur hver keisarinn var; þótti mér það miður, því eg hafði heyrt söguna áður; svo var farið annari mann- eskju, sem nærri mér var. Mér skildíst að ræðumaður vildi benda löndum sínum á sitt eigið þjóðerni, til þess að stríða undir. Að minsta kosti notaði hann söguna og orðin fornu, en gaf ekki fram táknið. Sagan um táknið og keisarann er komin víða um lönd, því jafnvel til eyrna minna og augna hefir hún komið úr nokkrum áttum, frá pré- dikunarstóli lúterskra presta; séra Carls Olsonar þar á meðal, og svo utan úr heimi hér og þar. í veraldarsögu, sem M. W. Keat- inge, M.A., D.Sc., Reader in Edu- cation in the University of Oxford, skrifar í samlögum við annan mann, stendur þessi frásögn á bls. 123 til 124: “The final victory of the Christian Church came in 313, when Constantine, by the edict of Milan announced the toleration of Christ- ianity throughout the Empire. Eusebius narrates that the emjæror was led to Christianity through a miracle, the vision of a flaming Cross, which appeared in the sky at noonday, together with the legend in Greek “By this conquer.” Á íslenzku er þetta eitthvað á þessa leið: “Úrslitasigur kristinnar kirkju kom árið 313 þegar Constantinus lét það boð út ganga frá Milan, að kristin trú skyldi umborin í ríkinu. Eusebius segir svo frá að keisarinn hafi Ieiðst til kristinnar trúar fyrir kraftaverk, sýn, er hann sá á himni um hádegisbilið, logandi kross, á- samt orðunum: “Undir þessu merki skaltu sigra.” Þó keisarinn gæti ekki orðið full- komlcga kristinn maður þarna i andránni, eða réttara; sýnin náði þeim krafti yfir honum, að hann setti táknið á skjöld hermanna sinna. Skömmu fyrir dauða sinn lét hann skírast. Þetta var Constantius inikli, fyrsti kristni keisari Rómaveldis á hans stjórnartíð og samkvæmt umboði frá honum, var sigur kristninnar hafinn við hún i rómverska veldinu. Síðan hafa kristnir menn haft krossinn að sigurtákni sínu, á kirkjum, flöggum og víðar, alstaðar, þar sem þeir vildu tákna vilja sinn leiddan fram til sig- urs. Gæti góðfús lesari að þvi, að eg segi ekki að menn hafi æfinlega notað þetta tákn rétt, en þar sem það hefir ekki verið gert, kemur það af skammsýni mannanna en ekki af gildisskorti táknsins. Hér skal þess getið að sagnaritur- um ber ekki saman um það, hvenær, upp á ár, að umburðarlyndi við kristna trú, var boðað í rómverska veldinu, né lögleitt, en það er um þessar mundir, að nokkurra höfunda sögn, frá ýmsum löndum. Af hvaða ástæðum skyldi enska rikiskirkjan ekki mega njóta þess að vera verndari kristinnar trúar í sínu ríki, með kross á turni og kross- inn í fána ríkisins? “Svo sem kross Jesú Krists breið- ir faðminn út til alls heimsins, svo breiðir hún arma sína yfir alt það, sem undir hennar vernd stendur.” Það þarf meira en nokkur ártöl um óhamingjusamar viðureignir manna, til þess að þurka þessi orð í burtu, af kirkju, sem búin er að halda uppi kristinni trú á meðal miljóna í fjög- ur hundruð ár. Ef einhver segði, að lúterska kirkjan á íslandi hefði aldrei gert neitt annað en taka af lífi Jón Ara- son biskup og sonu hans og gera galdrabrennur, væri það sanngjarn dómur ? Vitskuld eru það bara fáein atriði, sem eg veit um þetta mál, flest þeirra liggja fyrir framan allan heiminn. Eru staðreyndir og sann- leikur, sem viðtalsmaður minn legg- ur svo mikla áherzlu á, að menn skuli halda í og því er eg hjartan- lega samþykk. Umrædd kirkja er búin að vera þ/óðkirkja miljónalands í fjögur hundruð ár. Byggja kirkjur, skóla, líknarstofnanir af ýmsuin tegund- um, flytja trúboð út um heiðinn 'heim í hundrað ár eða meir, þýða og gefa út ritninguna i þúsunda tali á rneðal miljóna, halda uppi sunnudagaskólum bæði heima í bygðum og i gegnum póstinn. í fyrra taldi sunnudagaskóli Anglican kirkjunnar í biskupsdæmi Qu’Ap- pelle, fimm þúsund meðlimi. Hún kennir kristna trú með samvizku- semi og samvizkufrelsi, og virðist leitast við að gera það, sem kristin kirkja lætur af sér leiða til umbóta. Flaggið táknar ekki vald konungs og kirkju, segir séra Guðmundur Árnason. Alveg rétt. Það táknar sameiginlegan vilja konungs, kirkju og þjóðar um að flytja mál sitt, helga lif sitt og alla veru, þeim kær- Ieika, sem Jesús Kristur auðsýndi mönnunum í dauða sínum á kross- inum á Golgata og fá þá þar með til þess að leitast við, að lifa eftir kenningum hans, sem framast rná verða. Rudyard Kipling gefur fulla hug- inynd um tákn flaggsins í kvæðinu “Children's Song”. Það er tekið upp í nýjustu bamaskólabækurnar og mynd flaggsins yfir. í stuttum formála fyrir kvæðinu, sem einnig er þar, er bent á, að kvæðið sé í rauninni bæn til Guðs um að hjálpa manni að ganga hinn rétta veg lífs- ins. Hér eru erindi úr kvæðinu, sem sanna þetta: Father in Heaven who lovest all, Oh, help Thy children when they call; That they may build from age to age An undefiled heritage. Teach us the strength that cannot seek, By deed or thought to hurt the weak; That, under Thee we may possess Man’s strength to comfort man’s distress. Teach us Delight in simple things, And mirtfh' that has no bitter stings; Forgiveness free of evil done, And love to all men ’neath the sun. Englendingar lýsa því hér sjálfir, í orðum þessa mikla þjóðskálds, hvað flaggið táknar ; þetta eru þeirra hugsjónir. Um það, að titillinn “Defender of the Faith,” sé bara siður, svo sem höfundur greinanna til mín, segir ■ og lætur í veðri vaka, að það sam- ! band Bretakonungs kirkjúnnar og ! þjóðarinnar sé bara hjómið tómt, er I vitaskukl svo mikil fjarstæða, að ' tæplega er til greina takandi. Þeir, sem heyrðu og lásu um krýn- inguna í vor, voru heldur en ekki mintir á það gagnstæða. Tuttugasta og annan desember 1937, núna rétt fyrir jólin, kom skólabarn hlaupandi til min með lítinn bækling, sem ferðamaður í trúboðserindum hafði afhent. Bæklingurinn er útgefinn af, og fjallar um, Brezkaog Erlenda Bibl'íufélagið og er næsta fróðlegur í þessu máli, sem og fleiru. Á fremstu síðunni er mynd af hans hátign konungi vorum, George VI., í krýningarskrúða. Á höfði hans er kórónan, í annari hendi heldur hann á veldissprotanum, hinni hendi heldur hann á biblíunni. Honum hefir verið afhent hún samkvæmt sið er byrjaði við krýningu William konungs III. og Maríu drotningar II., 11. apríl 1639. En biskupinn, sem afhendir konungi vorum ritn- inguna, tekur það fram, að honum sé af hent hún af því: “Að það er dýrmœtasta gjöfin, sem heimurinn á.’’ (Leturbr. gerð af R. K. G. S.) Konungshjónum og ríkinu beðið blessunar og þess að allar þjóðir megi sameinast í anda og sannleika í kærleika að dýrka konung konung- anna. (Leturbr. gerð af R. K. G. S.) Félagið, sem búið er að starfa í eitt hundrað þrjátíu og þrjú ár, segir að konungsfjölskyldan brezka, 'hafi æfinlega verið einlægir vinir og ötulir meðráðamenn félagsins. Nú- verandi vökumaður yfir velferð fé- lagsins, er hertoginn af Connaught. Hann er sonur Victoríu drotningar. Tölurnar á þessum bæklingi Brezka og Erlenda Biblíufélagsins sýna töluvert mikið af þeim dýr- lega sigri, sem málefni Guðs hefir unnið á þessari jörð upp á síðkastið. Þar eru tölur í þúsundum og miljón- um af útbreiðslu ritningarinnar og tungumál og þjóðir nefndar, sem eg, fyrir mitt leyti vissi ekki einu sinni að væri til, sem og hin, sem. eg veit að eru til. Jafnvel bæði Spánn og Ethiopía á meðan á styrjöldunum stóð, og stendur, hefir félagið komið ritningunni inn í tugum þúsunda.— í þessu húsi er til eitt eintak, af því Nýja Testamentinu, sem gefið var út á íslandi árið 1906. Á því standa þessi orð: “Ný þýðing eftir frumteittanum. — Reykjavík. — Á kostnað hins Brezka og Erlenda BibMufélags. 1906. Mig minnir fastlega, að me'nn væru ekki sammála á föðurlandi voru, um, þessa þýðingu. Guð- fræðiskandídat Sigurbjörn Á. Gísla* son, sem í siðastliðin þrjátiu og fimm til sjö ár, hefir tíðum borið við himinn á ættjörðinni, við að halda kristinni trú og góðum siðum á lofti fyrir þjóð vorri, og lotið að jörðu til þess að bjarga smælingj- unurn, hann var ekki allskostar á- nægður með þýðinguna. En þýð- ingin hélt áfram og kom út fyrir því og ekkert verra varð úr þeirri kritik, en nokkrar blaðagreinar. Fé- lagið 'hélt áfram starfa sínum — Without note or comment — eins og er þess mottó. Allra snöggvast skal þá litið inn til Hinriks áttunda Bretakonungs. Séra Guðmundur Árnason vill ekki heyra það, að kirkjulegur skilnaður hafi orðið hjá Róm og London út af einkamálum Hinriks. Þar sem hvorki presturinn né eg, vorum þar viðstödd, þá er eina ráðið að vita hvað lærifeðurnir segja um þetta. M. W. Keatinge, M.A., D.Sc., Reader in Education in the Univer- sity of Oxford og N. L. Frazer, M.A., Headmaster of Ilkley Gram- mar School, segja þetta í Introduc- tion to World History, 1925: “The Reformation in England stands by itself. Beginning vvith the personal wishes of the king, and supported by a national, but hardly religious antipathy to Rome, at one time pro- secuting protestants and another, Catholics, it ended under Elizaheth 'in a sort of compromise, or settle- ment upon natioraal lines, without, however, ultimately including the extreme wings on either side. But even the English compromise did not provide toleration for the indi- vidual. Such an idea was too fan- tastic for politicians of the sixteenth century, and our only glimpse of it is found in the writings of a few scholars and thinkers who are usual- ly known by the name of Humanists. —Bls. 225. Á íslenzku:—Siðbótin á Englandi er sérstæð. Hún byrjar á persónu- legu'm óskum konungsins og er studd af óvild á Róm fremur en trú. Mót- mælendur og kaþólskir eru ofsóttir til skiftis. Það endar með nokkr- um jöfnuði á ríkisárum Elizabetar, án þess þó að fyrir upptökin náist. Því jafnvel þessi þjóðlegi jöfnuður skapaði ekki umburðarlyndi við ein- staklinginn. Slik hugmynd var alt of fjarstæð þjóðmálaskúmum sex- tándu aldarinnar, því leiftrar aðeins fyrir hér og þar í skrifum einstöku hugsandi manna, seím venjulega gengu undir nafninu — mannúðar menn.— Þó þetta standi nú hér á svörtu og hvítu eftir mentafrömuði Englend- inga, þá skal litið á hvað annara þjóða menn segja um þetta sérstaka mál. í “The New Teachers’ and Pupils’ Encyclopaedia”, kölluð líka “A Re- ference Library,” gefið út i Banda- rikjunum 1921 af leiðandi menta- mönnu’m þar, segir þetta um það mál: “In his design to become separated from Catherine, he was refused sanction from the Pope, which coused the separation of Eng- land from the Roman Church to take form. Next he referred his case to the universities. Througli these he obtained an affirmative de- cision and the marriage with Catherine was annulled in 1.Ö33. About the same time the marriage with Anne Boleyn was declared law- ful, but the Pope still refused to recognise the marriage and parlia- ment came to his rescue with two acts, one in 1534, setting aside the papal authority in England, and an- other in 1535, by which Henry be- came the head of the church in Eng- land, By suppressing the monast- eries he inflicted a severe blow to catholicism and England became protestant.” Á íslenzku :—Það áform hans að skilja við Katrínu mætti mótspyrnu hjá páfanum, sem ekki vildi viður- kenna skilnaðinn, og varð þetta or- sök þess að England skildist frá rómversku kirkjunni. Næst sneri ^kru sinni smakkað hertan eða “t ::j FISK Ef þér hafið ekki.. . fóruð þér mikils á mis 9 Uppáhaldskaupmaður yðar getur látið yður fá úrval af hertum eða pækluðum cana- diskum fiski, svo ljúffengum og gómsætum, að yður finst þér hafið nýveitt hann og látið á pönnuna.— Fisk má nota á margvíslegan lystaukandi hátt. Þurkaður fiskur, svo sem Þorskur, Ýsa, Hake, Cusk og Pollock, og pæklaður og nýr .... fjölskyldunni fellur vel slík fæða. Neytið fiskjar miklu oftar. Gerið alla daga að Fiskdögum. Matsali yðar getur útvegað þurk- aðan eða pæklaðan fisk, hvað langt sem þér eigið heirna frá vötnum . . . alveg ferskan og ljúffengan . . . og yður mun undra hve drjúgur hann reynist. DKPARTMENX OF FISHERIES, OTTAWA. KONUR! Skrifið Eftir ókeypis Bœklivgi Addrcss .....................FL-6 Department of Fisherles, Ottawa. Please send me your free 52-page Booklet “Any Day A Fish Day," con- taining 100 delightful and economical Fish Recipes. 893 Namc ............................ ALLIR DAGAR FISKDAGAR

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.