Lögberg - 20.01.1938, Side 6

Lögberg - 20.01.1938, Side 6
LÖGBBBG, FIMTITDAGINN 20. JANÚAR, 1938 6 Madame Thérése “Ha! Monsieur Jacob, ” svaraði madama Thérése. “Þessir Doktorar ■ajá hlutina má- ske í því ljósi, sem þeir óska að þeir séu. Það kemur oft fyrir og sýnir ekki ætíð óeinlægni manna. Það er ekki með vilja að þeir villa öðrum sjónir; en þeir misskilja sjálfir.” Gamli Smith sagði um leið og hann stóð á fætur: “Alt sem eg veit fyrir víst, er það, að hermenn Republikana berjast hraustlega, og ef Frakkar hefðu þrjú hundruð þúsund til fjögur hundruð þúsund slíkra manna, þá myndi eg efast meira um okkar styrk en þeirra. Þetta er mín skoðun. Viðvíkjandi hefnd Júpíters, sem kastaði fjöllunum yfir óvini sína, svo að eldfjöllin gætu spúð þeim í loft upp, m.eð annari hraunleðju, hefi eg það að segja, að það er mér spáný bardaga- aðferð. Fg skil j)að ekki. Eg hefði gaman af að sjá það.” “Og eg —” sagði Mauser — “eg held að Doctor Zacharias viti ekki hvað hann er að tala um eða það sem hann er að tala um. Ef eg skrifði í blaðið, yrði alt annað uppi á ten- ingnum.” Hann beygði sig niður að ofnin- um, til að ná í logandi kvist. Hann langaði mikið í að reykja pípu sína, og ætlaði að kveikja í lienni. Gamli Smith fór að alveg eins, og þar sem nú var orðið dimt, fóru þeir allir út, Koffel síðastur. Þeir kvöddu frænda með handarbandi og hneigðu sig fyrir madömu Thérése. XIII. Næsta dag fór madama Thérése að vinna við liúshaldið. Hún skoðaði í skápana, braut saman borðdúka og pentudúka, skyrtur og jafnvel gömul léreft síðan á dögum gömlu ömmu Leherel, sem lá í haugum. Hún tók úr það af því, sem hún hélt að mögulegt væri að gera við og svo hreinsaði Lisbeth stóra tunnu, sem stóð í búrinu og var ekki frí við ösku. Svo varð að' hafa heitt vatn á stónni altaf, til þess að þvo og lireinsa alt. Næsta dag var farið að setja stífelsi í léreft öll, slét'ta, brjóta saman aftur og gera við með ýmsu móti. Madama Thérése átti ekki sinn líka, sem saumakona; þessi kona, sem menn héldu að væri ekki til neins, nema til að hella í og úr glösum einhverju groggi og flækjast á eftir illa klæddum, rifnum og skytnum hermönnum, kunni meira af því, sem nauðsynlegt er að kunna á góðu heimili en nokkur borgarakona í Anstátt. Hún jafnvel innleiddi útsaum, blómsaum og stafagerð í saum, sem haíði ver- ið alveg óþekt í þorpnu áður. Hér var ein bendingin um hvað byltingin franska flutti þekkingu af mýmörgum tegundum inn í land- ið. Þar að auki hjálpaði madama Thérése Lisbeth í el^Iliúsinu, með að breyta til batn- aðar ýmsu, án þess að láta gömlu konuna verða vara við; því henni hefði ef til vill mis- líkað, ef hún hefði orðið þess vör. “Sjáðu nú til, madama Thérése,” sagði gamla konan stundum, “hvernig al't getur breyst fljótt. Þegar þú komst fyrst fanst mér eg ekki geta liðið þig vegna þess að þú varst á hlið Republikana, en nú, ef þú færir héðan, þá held eg við færum öll með þér, — að við gætum ekki lifað án þín. ” “Ó, það er eðlilegt,” sagði madama Thérése. “Hver og einn er bundinn sínu um- hverfi, heimi og högum. Eg var þér ókunn og þú hafðir ýmugust á mér. Hver sem hefði verið í þínum sporum, myndi hafa verið alveg eins.” Svo bætti hún Við með viðkvæmni: “Bn eg verð að fara, Lisbeth; eg á ekki hér heima. Eg hefi ýmsu öðru að gégna á öðrum s'töðum. ” “Hvaða vitleysa! Vertu kyr hjá okkur. Þú þarft ekki að fara frá okkur. Nú, þú veist hvaða álit allir liafa á þér í þorpinu, og fólkið er gott fólk.. Láttu þessa fátæklegu hermenn, bróðarlausu, eiga sig. Það á ekki við fyrir góða konu eins og þig, að flækjast með hern- um og verða fyrir kúlum hermanna eða ein- hverju öðru litlu betra. Við sleppum þér ekki. ” Þegar Lisbeth sagði þet'ta, reigði madama Thérése höfuðið, og í svip hennar var það ljóst, að hún myndi einhvern góðan veður- dag segja: “1 dag fer eg héðan”; og þá yrði hún ekki stöðvuð af neinum. En altaf var verið að ræða um stríðið og um alheimsfrið. Það var frændi, sem hélt því uppi. Á hverjum morgni þegar liann kom á fætur byr.jaði hann á því efni við madömu Thérése. Hann sagði að það væri alveg nauð- synlegt að friður ríkti í heimi hér og Guð almáttugur hefði ætlast til þess frá upphafi, ekki aðeins meðal allra manna heldur einnig meðal dýranna. Hann sagði að allir góðif og guðhræddir menn væru með því; og að öll eymd og þjáningar væru afleiðing þessara styrjalda, svo sem: landfarsó’ttir, dauði tuga og hundraða þúsunda, rán og brennur, sem legðu alt í auðn. Hann sagði að það yrði að vera höfðingi fyrir hverju riki, tii þess að við- halda góðum siðum og friði og að þarafleið- andi yrðu aðalsmenn að styrkja höfðingjann; þannig hefði það verið meðal Hebrea, Egypta Assyríumanna, Grikkjá og Rómverja. Þetta sagði hann að Rómverjar hefðu skilið full- komlega og því koisið ræðismenn og alræðis- menn til að stjórna; og þeir hefðu verið nokk- urs konar konungar hver í sínu umdæmi; en stjórnina hefðu íramkvæmt aðalsmenn, stór- ættaðir, styrktir af minniháttar höfðingjum; sem fólkið hlýddi og treysti meira og minna i blíðu og stríðu. Þetta sagði hann að væri hið eðlilega íyrirkomulag, sem ekki yrði breytt nema fólkinu til meins, sjálfu; “því,” sagði hann, ‘ ‘ þegar alt er í uppnámi, eins og í stríð- um, þá geta hinir fátæku elcki unnið fyrir lífi sínu og framfæri; þeir myndu talla til jarðar og deyja eins og laufin að haustinu, er þau losna við kvist þann, sem hefir gefið þeim vökva.” Hann sagði mýmargt annað, máli sínu til stuðnings, en madama Thérése hafði ætíð svar á reiðum höndum, sem sannaði, svo ekki varð á vilst, að menn höfðu jafnan rétt, og liafa æfinlega, til heimsins gæða og jafnréttis á jarðríki, að það var ákvarðað af Guði al- máttugum. Hún sagði að menn ættu að vera mismunandi liátt settir, samkvæmt verðleik- um, en ekki uppruna; að skynsamleg lög gerðu, en dáðu hina sem rétt gerðu, sam- kvæmt lögunum. “Og,” sagði hún, “það er skömm og skaði, aö veita þeim viðurkenningu og vald, sem ekki eiga það skilið. Það er að gera lítið úr valdi og virðing sjálfum, að láta óverðuga njóta þeirra, og það hlýtur að eyði- leggja hinar virkilegu réttlætistilfinningar; því með því móti er gefið í skyn að þær séu virtar að vettugi; þar sem al't slíkt: virðing og vald, er bundið við tilviljun um uppruna mannsins. Því til þess að koma slíku fyrir- komulagi á og halda því við, verður að ryðja úr vegi eða traðka á vissum mönnum. Skyn- samir menn fella sig ekki við annað eins og það. Xegar slíkur yfirgangur, svo þrælsleg meðferð, er bersýnilega á móti lögmáji skap- arans; þegar verður að berjast fyrir því með öllu móti, af þeim, sem vilja græða á því, jafn- vel drepa þá, sem í vegi eru — og þannig er það — þá er eitthvað rangt. En afleiðing- arnar ættu að koma í koll þeim, sem vilja endilega viðhafa og viðhalda óréttlæti í það óendanlega, gagnvart miklum meirihluta manna! I hvert sinn sem fraindi fékk slík svör, varð hann mjög alvarlegur. Ef hann átti ferð fyrir hendi upp í fjöllin, fór hann af stað á hestbaki og hugsaði sjáanlega mikið, og alstaðar spurði hann allra frétta og reyndi að finna og finna upp betri sannnir fyrir sínu máli, til að sannfæra madömu Thérése. Á hverju kvöldi kom frændi heim, kátur mjög, því nú þóttist hann hafa fiskað upp eitthvað ágætt til sönnunar sínu máli. í fjallaferðinni hafði hann fundið altaf eitt- hvað nýtt, sem væri óhrekjandi; en það vildi altaf Jiannig til, þegar hann fór að tala við madömu Thérése, að hann sannfærðist fljót- lega um að nýja sönnunin var ekki na>rri eins sterk og hann hafði hugsað. Þessi kona af fátæku almúgafólki komin'og alveg blátt á- fram við alla, sá í gegnum hinar fyrirferðar- miklu sögulegu sannánir frá dögum Grikkja og Rómverja, gerði alt svo einfalt og ljóst, og með óteljandi flísum, á kostnað fræmda. Hún kastaði öllu út, nema haldgóðri, heil- brigðri skynsemi. Frændi varð svo sem ekki vondur, ]»ó hún færi svona með liann. Nei, nei, það gagn- stæða átti sér stað. Hann dáðist að svörum hennar, hinu einfalda máli, sem altaf var heima og aldrei þurfti að seilast eftir. “Hvílík kona þú ert, madama Thérése!” hrópaði hann. “Þó þú hafir aldrei lagt þig eftir hugsanafræðinni, geturðu samt svarað öllu og ])að svo skýrt og einfalt! Eg hefði gaman af að sjá svipinn á ritstjóra Times, honum Zachariasi, ef hann færi að ræða þessi mál við þig! Eg er alveg viss um að þú myndir setja hann í mát, þrátt fvrir allan hans vísdóm og þrátt fvrir hans járnföstu skoðun á málinu, sem er svo gagns'tæð þinni. Bg er sannfærður um að mín skoðun á málinu, og að nokkru leyti hans, er rétta skoðunin. Eg er bara svo ónýtur að verja hana.” Svo hlógu ]>au bæði og madama Thérése sagði: “Þú verð vel þína hlið, um alheimsfrið. Eg er þér sammála; aðeins þetta verðum við að gera fyrst: við verðum að reyna að losa okkur við ]>á, sem vilja endilega stríð, og til þess að losast við þá, verðum við að gera betur en þeir. Yið, þú og eg, verðum bráð- lega alveg sammála, því við erum einlæg, hvort fyrir sig, og við kjósum bæði réttlæti fyrir alla menn. Hina, marga hverja, verð- um við að sannfæra með fallbyssukjöftunum, því það er það eina, sem þeir hlus’ta á, og máske sannfærir þá að síðustu. Þeir skilja enga aðra rökfræði.” Þá þagnaði frændi alveg; og mig furðaði ekki á því. Það leit helzt út fyrir að honum þætti vænt um að vera yfirunninn. Hann var sjáanlega rólegur og ánægður. Bftir þessar stjórnmálaræður kom röðin ætíð að mér. Frændi hafði talsverða ánægju af þessum ræðum, og svo fór altaf, að hann virtist ánægður, þegar ekki var neitt meira að segja í bráðina. Þá sneri madama Thérése sér að mér. Eg kom upp að borðinu og stóð þar og las í stóru bókinni og hún lagði hand- legginn utan um mig. Þama stóð eg við borðið, dálítið álútur, og lærði frönskuna. Frændi gáði þess vel að ónáða okkur ekki,— stóð upp ofurhægt og gekk fram að ofninum og settist aftan við hann, rétti úr fótleggjun- um fram á gólfið og hlustaði á lestur minn og a’thafnir madömu Thérése, talsvert hrifinn. Hann sat svona stundum liálftíma áður en liann fór úr stígvélunum og kastaði yfir sig skikkjunni. Hann vildi ekki gera neinn há- \ aða og þegar við vorum búin með lexíuna, hrópaði hann: “Ágætt, Fritzel, ágætt! Þú lærir vel þettn fagra mál, sem madama Thérése er að skýra svo fallega fyrir þér. Hvílíkt lán fyrir þig að hafa slíkan kennara! Þú skilur það betur seinna.” Plann kysti mig með viðkvæmni. Hann áleit að það sem madama Thérése gerði fyrir mig væri meira virði en það, sem hanu gerði sjálfur. Eg verð að viðurkenna ])að líka, að inér leiddist aldrei þegar madama Thérése var að kenna mér, þessi ágæta kona, svo blátt áfram og skemtilegv Ef hún varð þess vör, að mér ætlaði að leiðast, fór hún strax að segja mér eitthvað, sem eg hafði gaman af og sem lífg- aði mig upp. Hún hafði altaf eitthvað. Það var sérstaklega ein bók, sem liún vitnaði í. full af ýmsum spakmælum, eftirtek'tarverðum mjög. Það voru “fræði” Republikana, um ýmsar reglur og hreystiverk þeirra, sem eg gleymi aldrei. Svo liðu allmargir . dagar, og ekki bar neitt til tíðinda. Atburðir, dag eftir dag, virtust eintók endurtekning. Mauser og Koffel komu á hverju kvöldi, eins og þeir voru vanir í háa herrans tíð. Madama Thérése virtist orðin ein af okkur, og svo leit út sem þetta gæti varað, að minsta kosti út öldina; þar til eitt kvöld að óvenjulegt og alvarlegt atvik kom fyrir, sem gerði snögg- lftga enda á þessa ánægjulegu ró okkar og kom frænda út í hálfgerðar ófærur. XIV. Það var um morgun, að frændi var að lesa mjög alvörugefinn í fræðum Republik- ana bak við ofninn. Madama Thérése studd- ist á olnboga út í gluggann, og eg tók tæki- faírið að hlaupa út á hlað með Scipio. Úti skamt frá var kunningi okkar Spicks að kljúfa í eldinn. Að öðru leýti var algerð þögn í þorpinu. Frændi virtist liafa talsverða ánægju af lestrínum. Af og til leit hann til okkar og sagði: “Þessir Republikanar eru bara afbragð, þcir sjá mennina sem mikilsverðar verur. Grundvallarskoðanir þeirra lyfta sálunum upp í æðra veldi. Það er ljómandi fagurt! Bg þykist viss um að liinir ungu muni fallast á kenningar þeirra; því allar ungar verur, heilbrigðar á sál og líkama, elska það sem er fagurt og gott. Aðeins karlar og konur, sem eru orðin gpilt og ú'tlsitin fyrir tímann af ó- reg'lulegum lifnaði gætu gert sig ánægð með það gagnstæða við það sem hér er sett fram. Hvílík ógæfa að unga, hrausta og lieilbrigða fólkið skuli þurfa að líða og devja hrönnum saman, í byitingum þeim, sem eigingjarnir, spiltir menn koma af stað!” Madama Thérése brosti og hann hélt á- íram að lesa. Þetta varaði hér um bil hálf- tíma, og Lisbetli, eftir að hafa sópað út yfir þrepskjöldinn, var farinn út í þorp, til að masa við gamla Ruesels, eins og hún var vön. Þá kom alt í einu ríðandi maður heim að dyr- um okkar, alveg. Hann var í blárri kápu, með lamhskinnshúfu á höfði, stuttaralegt nef með grátt skegg. Frændi lagð frá sér bókina, og við horfð- um öll á gestinn gegnum gluggana. Hann kemur líklega eftir þér, Monsieur Doktor, til að líkna einhverjum nauðstödd- um,” sagði madama Thérése. Frændi svaraði ekki. Þegar maðurinn hafði bundið hestinn við stólpa hjá skúrnum, kom hann inn í ganginn. “Er Doktor Jacob heima ?” spurði hann, er hann opnaði dyrnar. “Eg er hér,” sagði frændi. “Hérna er bréf frá deild læknisins Fluer- bach að Keiserslantern. ” “Viljið þér setja yður niður ?” spurði frændi. Maðurinn svaraði ekki, en stóð kyr. Þegar frændi las bréfið, varð hann fölur sem nár um tíma, og eitt augnablik virtist sem honum liði illa, og hann leit flóttalega til madömu Thérése. “Eg átti að koma með svar upp á bréf- ið,” sagði gesturinn. Segðu Feuerbach að eg þakki honum fyr- ir bréfið, það er alt svarið,” sagði frændi. Og án ]>ess að segja neitt meira, fór hann út ber- höfð'aður og lagði af s’tað með sendiboðanum, sem gekk og teymdi hest snn. Þeir fóru í áttina til gistihússins Gullkrossinn. Sendi- boðinn ætlaði vitanlega að hressa sig á groggi áður en hann legði af stað til baka. Við sáum nú frænda kominn heim aftur, ganga fvrir gluggana undir skýlinu. ‘ ‘ Fritzel, ” sagði madama Thérése, ‘ ‘ færðu frænda þínum hattinn lians.” Eg hljóp út strax og sá frænda þar sem hann gekk fram og aftur meðfram geymslu- húsinu; og altaf hélt liann á bréfinu, eins og hann hefði ekki sinnu á að láta það í vasa sinn. Spicks starð'i á frænda. Hann stóð á þrepskildi sínum, dimmur á svipinn, með hendur kreptar utan um axarskaftið. Tveir eða þrír aðrir nágrannar stóðu og störðu gegnum glugga sína. Það var kalt úti og- eg fór inn aftur. Madama Thérése hafði hætt við vinnu sína, og sat sem í þungum ])önkum með olnbogana í gluggakistunni. Eg settist bak við ofninn. Eg hafði enga löngun til að fara út aftur. Þetta man eg alt vel, eins og fleira þegar eg var drengur; en það sem skeði næst man eg aðeins eins og í þoku. Eg skildi það ekki vel, því eg var ekki nægilega þroskaður til ]>ess. Eg hugsaði mikið um það seinna, að eg hafði ekki skilið fyllilega það sem skeði. Eg man það samt, að frændi kom inn eftir lítinn t íma, segjandi að menn væru þrælmenni; sum- ir menn hugsuðu ekki um annað en drepa og gera öðrum ilt. Og eg man að hann settist í litla gluggann ekki langt frá dyrunum og fór enn að lesa bréfið frá vini sínum Feuer- bach, og madama Thérése stóð við vinstri hlið honum og hlustaði. Eg man að hún stóð teinrét't og var í vestinu sínu tvíhnepta og hárið féll í fögrum lokkum um háls henni. Hún virtist alveg róleg. Þetta sá eg alt, og einnig Scipio, sem stóð á miðju gólfi, horfði hátt og hringaði skottið. En svo varbréfið; það var skrifað á góðri þj'zku, sem eg skildi ekki neitt til hlýtar. Eg skildi það samlt að einhver klagaði frænda fyrir föðurlandssvik, að hafa snúist í flokk með Republikönum, þessum þrælum, og fagn- að vfir bvltingunni. Að madama Thérése var líka fyrirdamd, álitin hættuleg, vilt og ósvíf- in eins og' Republikanar, eiginlega með þeim verstu, og að Republikanar söknuðu hemiar mikið. Þetta kvöld átti prússneskur foringi að koma með flokk til að sækja hana og flytja hana til Mayence með öðrum föngum. Eg tók líka eftir því að Feuerbaoli ráðlagði frænda að fara varlega, því Prússar hefðu nú yfirtökin í þessu nágrenni og flyttu alla, sem þeir álitu hættulega til Bologne, sex hundruð mílur, og söktu þeim þar í fenin eða skildu þá þar eftir allslausa, til að sýna á hvérju menn ættu von, ef menn þrjóskuðust við. Bn það sem eg skildi ekki hið minsta, var ]»að, livað frændi varð vondur og hvað hann sagði nú mikið alt í einu. Hann, sem vana- h>ga var svo stiltur og æfður friðarpostuli varð nú öskrandi reiður við félaga sinn, sem bréfið var frá, manninn, sem altaf hafði verið lionum samdóma um frið; nú varð hann reið- ur við hann fyrir að benda ú að hann (Jacob) skyldi fara varlega. Þennan dag varð litli salurinn okkar, vanalega í algerðu logni, fyrir ægilegu ofvíðri. Eg efast um að annað eins óveður hafi nokkurn tíma áður komið þar. Frændi vændi Feuerbach um að vera eigin- gjarhan í mesta máta, og býsna nærri því að halda á lofti stórbokkaskap Prússa, sem héldu sem herteknum fylkjunum Palatanat og Ilundsvick. Hann lýsti yfir ]>ví, að það væru eins góð og rétt lög að Mayence, Trevice og Spire eins og á Frakklandi; að madama Thérése hefði verið skilin eftir á vígvellinum sem dauð, af Austurríkismönnum, og að það sem þannig væri skilið eftir, hvort sem væri fé eða fólk, yrði almennings eign, að madama Thérése væri frjáls; að hann léti engan leggja hendur á hana, að hann ætlaði að fyrirbjóða slíka handtöku, að hann ætti vin, lögmann að Heidelberg, sem hann ætlaði að skrifa og sem myndi verja hana, og að hann myndí setja loft og láð í hreyfingu áður lyki. Hann sagði að þeir myndu komast að raun um að Jacob Wagner léti ekki fara illa með sig, og að þeir myndu verða þess varir að jafnvel friðsamur maður gerir allmikið til að verja lög og rétt. Á meðan hann flutti þessa ræðu æddi hann fram og aftur um gólfið, með úfið hárið. Hahn rifjaði upp allar gamlar reglugerðir og lög, sem lionum duttu í hug, og hafði yfir latínu klausur. Hann talaði einnig um ýms spakmæli í bókinni um ‘ ‘ eðlileg mannleg rétt- indi” og fór að lesa það, og stanzaði smátt og smátt og stappaði fætinum með afli í gúlf- ið og hrópaði:

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.