Lögberg - 12.05.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.05.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. MAÍ, 1938 NÚMER 19 * Ur borg og bygÖ Sambandið við Vestur- Islendinga Eftir Sigurð Jónasson, forstjóra. ♦ ♦ ♦ ÞaÖ eru góð tíðindi, að Vestur- íslendingar hafa nú boðið Jónasi Jónssyni heim. Eg hygg, að það sé ekki ofmælt, að hann hafi sýnt einna rnestan skilning, manna hér heima á SIGURÐUR JÓNASSON íslandi, á hinni imikilu nauðsyn þess að haldja lifanidi sam(handinu við þjóðarbrotið vestra. Maðurinn sjálfur er líka mjög heppilegur til þessarar farar. Jónas er i senn heimsborgari og þjóðrækinn og hefir sýnt það i langri baráttu hversu djúpan skilning hann befir á þörf- um almennings. Slikir hæfileikar eru nauðsynlegir til þess að skilja til hlitar Vestur-íslendinga, líf þeirra og kjör. Og það er einmitt réttur skilningur á lifi þeirra og kjörum, sem er eitt hið þýðingar- mesta um samband þeirra við okkur. Það er Vestur-íslendingum svo mikið fagnaðarefni, að fá til sín þjóðkunna mentamenn af íslandi, að eg hygg, að við hér heima gerum okkur alls ekki grein fyrir því, hverja feikna þýðingu slíkar sendi- farir hafa. Eg hefi oft heyrt ís- lendinga fyrir vestan tala um það, hve mikið gleðiefni þeim 'hafi verið heimsóknir þeirra Sigurðar Nordal, Arna Pálsonar, Guðmundar Finn- bogasonar og fleiri góðra ísienzkra mentamanna, er hafa farið vestur í fyriniestraferðir. íslendingar fyrir vestan hafa svo mikið dálæti á öllu þvi sem íslenzkt er, að þeim er vitaskuld mjög mikið áhugamál, að fá sem gleggstar lifandi fréttir af því, sem er að gerast á íslandi. Eg hitti árið 1933 norður í Nýja íslandi hjón, sem höfðu farið vest- ur, fulitíða, árið 1902. Þau hafa aldrei komið til íslands aftur. Þau eru úr minni sveit, og mér var ó- mögulegt að greina nokkurn mis- mun á þeirra íslenzku og málinu, sem talað var í sveitinni, þegar eg var að alast upp. Eg heyrði það, að þau voru sérstaklega vel að sér um ýmislegt setw gerðist heima á Is- landi og eg komst að því, að þau keyptu nokkur íslenzk tímarit og biðu með óþreyju eftir hverju hefti. Eg var í sömu ferð staddur sem gestur hjá einum ísíenzkum vini minum í Chicago. Hann hafði boð- ið til sín um kvöldið kunningja sín- um norðan úr Þingeyjarsýslu, senU farið hafði vestur árið 1913, þá fulltíða maður. Hann hafði aldrei komið heirn aftur. Við fóruin að tala um íslenzk málefni og m. a. um stjórnmál. Þá voru uppi allmikil deilumál milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, og mig furðaði mjög á því, hve vel þeir voru hjeima í einistökum atriðum þessara deilumála, og töluðu um ýmislegt, sem hafði farið frarn hjá utér, sem hafði þó lifað mitt í þess- um umræðum hér heima. Ráðning gátunnar var sú, að annar þeirra Framlh, á bls. 5 Stúkan Hekla heldur skemtifund á fiimtudagskveldið. Mr. Thomas Oleson frá Glenboro kom til borgarinnar á mánudaginn og dvaldi hér fram á þriðjudag. Mr. Ingvar Ólafsson frá Prince Albert, Sask., dvelur i borginni þessa dagana. Kom hann hingað sunnan frá Chicago. Mr. Thordur Helgason frá Fram- nes, Man:, er staddur í borginni þessa dagana; mun hann leggja af stað innan skamms vestur til Van- couver. J. J. Samson, Mrs. B. S. Benson, Barney Benson, Miss Ingibjörg Sigurgeirsson og Einar P. Jónsson, fóru suður til íslenzku bygðanna i North Dakota á föstudaginn var og dvöldu þar fram á sunnudag. Ungmennafélagsfundur í Gknli kirkju, mánudaginn 16. maí, kl. 8 e. h.. Sýndar verða við það tæki- færi fróðlegar og góðar hreyfi- myndir af náttúrufegurð þessa lands. Alt ungt fólk boðið og vel- komið. Mr. Glenq Hjálmarsson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Björn Hjálm- arsson í Regina, 11 ára gamall, hlaut hæztu einkunn allra keppenda í sín- um fiokki, fyrir sólósöng við nýaf- staðna hljómlistarsamkepni Saskat- chewan fylkis; hefir hann áður vak- ið á sér viðtæka athygli fyrir ó- venju fagra söngrödd og næma hljómiistargáfu. Herbergi til leigu frá 1. júni næst- komandi að 591 Sherburn Street. Sínii 35909. Mr. B. J. Lifman sveitaroddviti frá Árborg, kom til borgarinnar á mánudaginn. Séra Valdimar J. Eylands fór nórður til Lundar á mánudaginn til þess að jarðsyngja Mrs. Margréti Johnson. -------• G. T. stúkan Skuld býður Stór- stúkunni á fund til sin þann 18. þ. m., ennfremur stúkunni Heklu og Britannia. Búist er við fjöl- menni. Þau Mr. og Mrs. John Henry að Petersfieid, biðja Lögberg að flytja þeim íslenzkum vinum þeirra, er heiðruðu útför Jacks sonar þeirra með nærveru sinni, blómagjöfum og öðrum samúðartáknum, sitt inni- legasta hjartans þakklæti. Jarðar- förin fór fram í grafreit Wakefield kirkjunnar þann 2. þ. m., að við- stöddum miklum mannfjölda. I bréfi, sem Gretti L. Jóhannssyni barst frá föður sínum, dagsettu þann 30 f. m., rétt eftir að þau hjónin stigu á skip í Montreal, lætur Ás- mundur þess getið, að fröken Hall- dóra Bjarnadóttir verði þeim sam- skipa til Englands, og að hún hafi ásett sér að halda dálitla heimilis- iðnaðarsýningu í London. Meðan fröken Halldóra dvaldi í Toronto, sat hún veizlu hjá Mrs. John David Eaton og róniaði mjög alúðlegar viðtökur. Karlakórssanikoma að Gimli Eins og áður var auglýst heldur Karlakór íslendinga í Winnipeg samkomu að Gimli föstudaginn þann 20. mai n. k. Kórlögin verða þau sömu og sungin voru í Winnipeg s.l. viku, en auk þess kvartetts, gaman- söngvar og ef til vill fleira. Á eftir verður dans. Samkoma í kirkju Gimlisafnaðar, mánudaginn 23. maí, kl. 8.30 e. h. Fer þar fram kappræða milli séra \'ald. 'J. Eylands og séra Jóh. Bjarnasonar. Einsöngvar (Mr. Ó. \’. Kárdal) og fíólin samspil einnig, og e. t. v. samsöngur . B. A. Bjarnason Á miðvikudaginn þann 18. þ. m., frá kl. 4.10 til 4.30 e. h. verður út- varpað frá miðskólum Manitoba- fylkis stuttum ávörpum, helguðum friðarmálum mannkynsins. Yfir 50 nemendur í miðskólum tala við þetta tækifæri á frönsku, þýzku, islenzku, pólsku og Júðamáli. Þetta fer fram yfir Canadian Broadcasting útvarps- keðjuna, Eastern Standard Time. Prófessor Watson Kirkconnell og Guttormur skáld Guttormsson, hafa góðfúslega lofast til að flytja erindi og kvæði á samkomu, sem haldin verður á Lundar þann 3. júní næstkomandi. Ýmislegt fleira verður þar einnig til skemtunar og fróðleiks. Arðurinn af samkomu þessari rennur í sjóð barnaheimilis- ins að Hnausa. Eru menn vinsam- lega beðnir að festa þetta í minni. Stjórnarnefnd sumarheimilis barna að Hnausa, hefir ákveðið að hefja starfsemi sína þann 1. júli næstkomandi. Fólk sem hefir i hyggju að senda börn sín þangað til suimlardvalar, er beðið að senda umsóknir sínar fyrir miðjan júní, til Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning Street, Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland og Mrs. Philip Pétursson, 640 Agnes Street, og frú Ólafíu Melan, Riverton. Fyrir hönd stjórnarnefndarinnar, María Björnsson, forseti Eyjólfur Melan, sknfari Stúdenta söngflokkur frá ríkis- háskólanum í Nonth Dakota, er nefnir sig Madrigal Club, kom hing- að til borgarinnar úr söngför frá ýmsum helztu borgum Saskatche- vvanfylkis um helgina og hélt sam- söng við góðan orðstír í Grace kirkj- unni hér á mánudagskveldið. Tveir meðlimir söngflokksins litu inn á skrifstofu Lögbergs á mánudaginn, þau Mr. Ott, sonur svissnesks prests í Upham, N. Dakota, er stundar norrænunám undir hand- leiðslu Dr. Richards Beck, og Miss Dora Austfjörð, dóttir Björns kaupmanns Austfjörð í Hensel og frúar hans. Dora er bráðgáfuð stúlka og listræn með afbrigðum . GÓÐAR SAMNINGS- HORFUR Á mánudaginn lýsti forsætisráð- herra yfir því í sambandsþinginu í Ottawa, að góðar horfur væri á þvi að stjórn sinni lánaðist að konnast að nýjum, hagfeldum viðskifta- samningum við Bandarikin áður en langt um liði. ÞINGMAÐUR DRUKNAR Á laugardaginn var druknaði í Blanche ánni í þrjátíu og fimm núlna fjarlægð frá Ottawa, Major F C. Betts, sambandsþingmaður fyrir London-bæ í Ontariofylki; hann var 42 ára að aldri, og taldist til íhaldsfylkingarinnar á þingi. Mr. Betts var að skemta sér við öngulveiði í ánni, er dauða hans bar að. Kosning í bankaráð Landsbankanefndin hélt fund í gær til að kjósa tvo bankaráðsmenn og endurskoðendur. Átti að kjósa tvo bankaráðsmenn í stað Magnúsar Jónssonar próf. og Helga Bergs forstjóra. Kosningu hlutu Jónas Guðntundsson fyrv. al- þingismaður, kosinn af Framsókn- armönnum og jafnaðarmönnum, og Magnús Jónsson, endurkosinn af í- haldsmönnum. Varamenn voru kosn- ir Baldvin Jónsson lögfræðingur og Pétur Magnússon má'lafærslumað- ur. Framsóknarfdokkurinn gat einn ráðið kosningu annars manns, en taldi rétt að jafnaðarmenn fengju sætið, ef þeir veldu í það hæfan mann, svo þrír aðalflokkar þingsins ættu fulltrúa i bankaráðinu. Hafði form. Framsóknarflokksins lýst þessu yfir í umræðunuim á Alþingi fyrir nokkru. Endurskoðendur bankans voru kosnir Guðbrandur Magnússon for- stjóri og Jón Kjartansson ritstjóri og varaendurskoðendur Magnús Björnsson ríkisbókari og Páll Stein- grímsson fyrv. ritstjóri. —Nýja dagbl. 9. apríl. 4. 4. + Saltfiskútflutningurinn 55 % Útflutningur okkar naim í mars s.l. 3.6 milj., en þar af nam saltfisks- útflutningurinn tæpur tveim milj. krónum eða 55%. Lýsisútflutning- urinn varð 800 þús. kr, (rúml.) eða 22%. Þessir tveir liðir útflutnings- ins nema samtals 77% af heildarút- flutningnum í marz. Næstu liðirnir að verðmagni eru freðkjöt (152 þús.) og síldarolía (142 þús. kr.). Útflutningurinn var orðinn í.y milj. krónum meiri 31. imarz síðastl. en á sama tíma í fyrra. —Morgunbl. 14. apríl 4' 4' 4' Aflafréttir Enn virðist alt óráðið, hvort nokkuð ætlar að verða úr þeirri fiskihrotu, sem Vestmannaeyjabát- ar og togarar urðu varir í fyrradag. Aflinn í Eyjum var mjög misjafn í gær. Margir bátar fengu dágóðan afla, en aftur aðrir lítinn og sumir sama sem ekkert. Sjómönnum í eyjum finst fiskur- inn ekki haga sér þannig, að um venjulega eða varanlega göngu sé að ræða. 2Venjan hefir verið sú, að netafiskiríið hefir verið bezt hjá þeim bátum, sent lengst hafa farið suður á bankann. Nú er þetta öfugt. Þeir bátar, sem fara á þær slóðir, sem bezt hafa gefist í aflaárum, verða nú varla varir. Aftur hitta þeir bátar, sem skemst fara á hrot- ur og þykir sjámönnum þetta ekki fiskilegt. Þess var getið hér í blaðinu í gær, að fiskurinn væri að glæðast hjá togurunum. Enda var það svo, að þeir fengu flestir sæmilegan afla í fyrradag. En í nótt og í gær var sama afla- tregðan komin aftur hjá togurunum. Þeir fengu sáralítið á þessu tímabili. og á það jafnt við þau skip, sem voru á Selvogsbanka og hin, er á Eldeyjarbanka voru. Karlsefni kom hingað í gær með 90 tn. lifrar, eftir 9 daga útivist. Á laugardag eru 10 togarar vænt- anlegir hingað. Framh. frá bls. 5 Silfurbruðkaup Síðastliðið þriðjudagskveld safn- aðist saman margt manna að 628 Alverstone Street hér í borginni, heimili þeirra Mr. og Mrs. Karl Jónasson. Tilefni heimsóknarinnar var það, að þau hjón áttu silfur- brúðkaup þá um daginn, og vildu vinir þeirra votta þeim virðingu sina vegna þess atburðar. Séra Jó- hann Bjarnason stýrði mannfagnað- inum með hinum mesta skörungs- skap, en söngstjórn hafði Miss Snjólaug Sigurdson með höndum. Fyrir minni silfurbrúðarinnar mælti frú María Björnsson frá Arborg, en Mr. Fred Swanson ávarpaði silfurbrúðgumann. Kvæði fluttu Dr. S. E. Björnsosn og Lúðvík Kristjánsson. Til máls tóku auk þeirra, sem nú hafa nefndir verið. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Miss Margrét Sigurðson og Einar P. Jónsson. Sunginn var mikill fjöldi íslenzkra söngva, og var samsæti þetta i alla staði hið ánægjulegasta. Þau Mr. og Mrs. Jónasson voru sæmd ýimsum verðmætum gjöfum frá viðstöddum og fjarverandi vin- um; þau hjón eru vinmörg og heim- ili þeirra glaðvært og gestrisið. Að lokinni skemtiskrá voru framreiddar rausnarlegar veitingar, en samsætinu sleit laust fyrir miðnætti. Silfurbrúðguminn þakkaði heim- sóknina og gjafirnar með bráðfynd- inni, stuttri ræðu. HÖRMULEGT SLYS Það hörmulega slys vildi til á mánudaginn í námu einni skamt frá Derbyshire á Englandi, að gas- sprenging varð þar 79 námumönn- um að bana. Flest likin fundust von bráðar, en voru lítt þekkjanleg. CANADISKIR HERMENN TEKNIR TIL FANGA Símað er frá vígstöðvunum á Spáni þann 9. þ. m., að árásarher Francos hafi tekið 460 canadiska hermenn, er barist höfðu á hlið Spænsku stjórnarinnar, til fanga. SKÝRSLA TURGEONS DÓMARA LÖGÐ FRAM í SAMBANDSÞINGI Árangurinn af starfi Turegons dómara, er rannsakað hafði fyrir stjómarinnar hönd hveitisöluna í Canada, hefir nú verið opinberlega kunngerður og skýrsla hans lögð fram í sambandsþinginu. Er dóm- arinn þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að hveitiverzlunin verði eins frjáls og fraimast má verða; hann tjáir sig hlyntan kornmiðlarahöll- inni, en telur það tryggara að hún sé að nokkru undir stjórnareftirliti. Öður útlagans (Tileinkað Arnrúnu frá Felli) Sál mín úr loftstraumum íslands var ofin af alveldis meistara hönd, þó örlög mín væru í uppliafi klofin á einhverri furðuströnd. Eg fann mig sjálfan í f jöllunum háu, í fossanna og lækjanna nið, í heiðavötnunnm liiminbláu og heimili í dalsins frið. Er fann eg mig sjálfan, eg fann þig líka með fögnuði, drottinn minn, og sigrandi hljómar við samstilling ríka í sál mína streymdu inn. Guð hefir útvarpað Islands tónum —hve indæl var röddin og hrein! Hans fegairsta málverk eg sá yfir sjónum er sólin um lágnættið skein. Er stórhríðar liamnum eg stríddi á móti eg stöðugt hans undirspil fann. Þá sá eg þann mátt, er í sársauka róti sameinar guð og mann. Með sigurvonum þess síleitandi eg sigldi vestur um liaf, því æfintýri í ókunnu landi útþránum vængi gaf. Og þar hef eg leitað að þroskans pundi í þungbær tuttugu ár. Eg skýjaborg reisti, sem skalf — og hrundi á skynviltar útlagans þrár. Eg týndi mér sjálfum í tækninnar landi, Eg týndi þér, drottinn minn. Eg rótarlaus visna í sólbrendum sandi, og samstilling þína ei finn. Sem afliöggvin grein þar hnípi eg hljóður um hánótt og vaki 0g bið. í dagrenning kemur þú, guð minn góður, og græðir mig stofninn við. J. S. frá Kaldbak. r? oc Heimboð / virðingarskyni við séra N. S. Thorláksson og frú hans, í tilefm af gullbrúðkaupi þeirra, taka Dr. og Mrs. P. H. T. Thorlakson á móti gestum á heimili sínu, 114 Grenfell Blvd., Tuxedo, á föstudaginn þann 20. þ. m., frá kl. 7.30 að kveldi til 10.30. AUir vinir prests- hjónanna hjartanlega velkomnir. °^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.