Lögberg - 12.05.1938, Blaðsíða 7
LCVGBERG, FIMTUDAGINK 12. MAl, 1938
7
Ný öíd er runnin
Axel L. Wenner-Gren
Um vamdamál nútimans.
♦ ’ ♦ ♦
Axel L. Wenner-Gren, stóriðju-
höldurinn sænski, er gaf 30 miljóna
sjóðinn til framfara- og menningar-
mála Norðurlanda, og til þess að
efla norræna samvinnu, gaf á síð-
astliðnu hausti út bækling um þjóð-
félagsmál nútímans er hann nefnir
“Jag vádjar til envar.”
í riti þessu gerir hann grein fyr-
ir viðhorfi sínu til stjórnmálastefna
og þjóðfélagsmála yfirleitt, og dreg-
ur fram í stuttu máli höfuðeinkenni
nútímaskoðana og deilumála.
í formála ritsins kemst hann
þannig að orði:
Eftir 40 ára sífelda vinnu yerða
menn að hafa leyfi til að hægja á
sér og hvíla sig ögn. Allir hafa leyfi
til þess. Og ekki nóg með það.
Þetta er skylda manna.
Þetta varð til þess að eg lét sjó-
menskudrauma æskuára minna ræt-
ast. Eg félek mér skip, og fór í
langferð yfir heimshöfin sjö.
Eg kvaddi kóng og prest og hélt
af stað án nokkurrar áætlunar, til
þess að njóta hafsins og heimsækja
fjarlæg lönd er eg hafði ekki áður
séð.
En í einveru og kyrð hafsins fekk
hugurinn ekki hvild, en leitaði til
fortíðarinnar, nútíðarinnar með all-
an hennar sæg af óleystum verkefn-
um, og knúði á dyr hjá ráðgátum
framtíðarinnar.
Samtöl við menn frá mörgum
þjóðum og mismunandi stéttum, við
stjórnmálaleiðtoga og forgöngu-
menn á ýmsum sviðum og við fyr-
verandi félaga á verkstæðum og
skrifstofum rifjuðust upp í huga
minum.
Öll þessi áhrif söfnuðust í eina
heild og dróg eg ályktanir mínar af
því sem eg hefi séð og heyrt og lært
í skóla lífsins. Hver spurningin
vakti aðra. Og svörin runnu upp
frá reynslu þeirri og hugrenningum
sem lengi höfðu legið í meðvitund
minni, og vafalaust í meðvitund
margra annara, en sem í umræðum
dagsins dragast að miklu leyti i hlé
fyrir áhyggjum augnabliksins og
viðfangsefnum sem verða yfirgnæf-
andi.
Hvað verður um Sviþjóð, þetta
gamla land frelsisins, á tímum sem
bera einkenni ofbeldis og ofríkis,
þröngsýni og þvingunar ?
Er sú velmegun þjóðar vorrar
trygg, sem talað er um i heiminum?
Hvernig á velmegun þessi að
dafna innan vébanda hins lýðfrjálsa
þjóðfélags?
Gerum við okkur grein fyrir, hve
landnám, tækni og visindi er mikils
virði?
Getum við með núverandi lífsskil-
yrðum þjóðarinnar notfært okkur
þessar nýjungar?
Er norræn samvinna nauðsynja-
eða tilfinningamál ?
Höfum við gert, eða gerum við
nægilega mikið fyrir æskuna?
Þessum og öðrurn spurningum
hefi eg reynt að svara eftir lífs-
reynslu minni og þar eð menn hafa
sagt mér að sjónarmið min eigi er-
indi til almennings, hefi eg safnað
þeim saman í bók.”
—Fyrsti kapítuli ritsins fer hér á
eftir. Hann heitir:
Ní/ öld er runnin.
Visindi og tækni nútimans hafa
gert okkur mögulegt að skapa vel-
megun fyrir alla.
Lífið er barátta.
En hvort heldur sem einstaklingar
eða þjóðir eiga í hlut, þá getur bar-
áttan fyrir sig ekki sjálf verið tak-
markið. Það er að vísu útbreidd
skoðun að maðurinn sé “bardaga-
dýr” (“a fighting animal”) og ó-
neitanlega gefur mannkynssagan
með sinum sífeldu styrjldum og
baráttu tilefni til þess að þannig sé
litið á.
En samt sem áður er það rangt,
að leita orsakanna að því sem var
og er í þessu efni, í okkar eigin eðli
og gera ófriðinn að náttúrulögmáli.
I flestum tilfellum hafa ófriðir staf-
að beinlínis eða óbeinlínis af vönt-
un eða ímyndaðri vöntun á verald-
legum gæðúm>, eða af ásókn i að
afla sér þeirra á annara kostnað. |
Styrjaldirnar hafa jafnað tilboð og
eftirspurn meðal þjóðanna. Nú er
það styrjaldartilefni úr sögunni. Nú
eru skilyrði fyrir hendi, sem áður
voru ekki til, til þess að fullnægja
þörfum manna, og veita öllum al-
menningi góð trygg lífskjör. Það
eru vísindin og tæknin, sem hafa
gert þetta mögulegt.
Eftir því sem eg fæ séð hafa
menn ekki enn gert sér fyllilega
grein fyrir hve þýðingarmiklum
nýjungum mannsandinn hefir kom-
ist að, á hinu praktiska sviði. Flest-
ir okkar hafa hugmynd um að vis-
indi og tækni hafa lagt grundvöllinn
að nýju tímabili i sögu mannkynsins.
En eitt er að hafa um þetta óljósa
hugmynd og annað að skilja það til
hlýtar, og notfæra sér hinar nýju
uppgötvanir með dugnaði og stefnu-
festu, ryðja burt hindrunum, sem
standa í vegi fyrir því nýja, sem er
i vexti, og losa mannkynið við
þann kvíða, sem sífelt hefir íþyngt
lífi manna.
í stað þess, sem hingað til, að tæta
menn sundur af skorti, ættu menn
að hjálpast að við að f ramleiða alls-
nægtir. Er okkur ofætlun að taka
okkur það fyrir hendur?
Mannfólkið er i sannleika und-
arlega gert. Það er minnislaust.
hörmulega tregt að læra af revnsl-
unni.
Fyrir tiltölulega fáum árum síð-
an var heimsstyrjöld nærri búin að
gera út af við alla^menningu vora.
Til hvers? Hverjum að gagni?
Fyrir örfáum árum sluppum við út
úr hinni verstu kreppu, sem komið
hefir yfir heiminn.
Það væri ætlandi að slik lexía
yrði mönnum minnistæð, a. m. k.
einn mannsaldur. Enganveginn.
Þjóðirnar eru nú í óðaönn að
undirbúa næsta ófrið. Og enn ber-
umst við út í næstu kreppu. Lexían
er gleymd.
Hversvegna? Óljósar óskir okk-
ar miða að betri skipun málanna.
En hugrenningar manna halda á-
fram að fylgja úreltum leiðum for-
tíðarinnar. Menn hafa hugmynd um
tilveru þess nýja, en geta ekki losað
sig við úreltar skoðanir sinar.
Sá, sem einhverjar eigur á, heldur
í þær dauðahaldi. Þetta gagntekur
huga hans. Hann gefur sér ekki
tíma til að skeyta utn erfiðleika ann-
ara. Áhyggjurnar fyrir morgundeg-
inum láta hann aldrei í friði. Sá
•sem áhyggjur hefir sækir óánægju
sinni sífelt nýja næringu í skort
sinn, og hugleiðingarnar um erfið-
leika sina. Taugaóstyrkur einblinir
hann á það, hvenær hann fær sitt
tækifæri. Þannig eykst ótti og
beis'kja í hugum almennings, er
menn svo skipuleggja í atvinnuskyni'
bæði á þýóðlegum og alþjóðlegum
•grundvelli.
Þeir óánægðu . og óttaslegnu að-
hyllast frekar ofbeldið en skynsem-
ina.
Hinar lítilf jörlegu umbætur á
högum almennings hafa orðið til
þess að æsa menn upp. Eintsakl-
ingar, klíkur, stéttir, þjóðir og
þjóðflokkar stancla vígbúnir gagn-
vart hver öðrum.
Menn hrinda og stjaka sér áfram
til þess að fá pláss í sólinni, og úti-
loka sig svo frá henni með sérgæð-
isfullum ákafa sínum. Skynsemi,
sjálfsagi og samúð fer forgörðum,
í sjálfselsku og hatri manna. Þeir
sem kunna bezt að notfæra sér ó-
ánægju manna og óþolinmæði, og
sem áhrifamest prédika ofbeldið fá
hylli fjöldans.
Þorir maður á þessum tímum
glundroða, sjálfselsku, hörmunga og
skelfingar að vona, að máttur fram-
faranna, sem eykur velmegun al-
mennings, geti rutt sér til rúms, og
veitt mannkyni það, sem það þráir,
sæmilegt öryggi, meiri lífsverðmæti ?
Við stöndum á vegamótum. Önn-
ur leiðin liggur til síaukinna fram-
fara, sem gætu orðið það örar, að
rnenn aldrei hafi dreymt um slikt.
En hin leiðin liggur til eindæma
hörmpnga og umbyltingar.
Ef hægt væri að beina viðleitni ^
vorri að sameiginlegu takmarki í
víðustu merkingu, ef hægt væri að
sameina vísindarannsóknir, tekn-
iskar framkvæmdir og nýtízku fé-
lagsstarfsemi til þess að nytja ó-
ins, og skifta réttlátt milli manna,
þá rynni brátt upp nýtt tímabil, þar
sem vonirnar um allsnægtir fram-
tíðarríkisins nálguðust veruleikann.
En í stað þessa, er öflum þessum
einbeitt að því að leggja heims-
menninguna í rústir.
—Morgunbl. 1. april.
Doktorsvörn Helga
P. Briem
Helgi P. Briem, viðskiftafulltrúi,
varði í gær, til doktorsnafnbótar
við heimspekideild háskólans, rit
sitt, “Byltingin 1809.”
Doktorsvörnin fór fram í lestrar-
sal Landsbókasafnsins að viðstöddu
fjölmenni. Dr. phil. Sigurður Nor-
dal, forseti heimspekideildar, stýrði
athöfninni. Andmælendur af hálfu
heimspekideildar voru Árni Pálsson
prófessor og dr. phil. Þorkell Jó-
hannesson, en andmælandi úr hópi
tilheyrenda Guðbrandur Jónsson.
Er deildarforseti hafði ávarpað
tilheyrendur, tók doktorsefni til
rnáls, gerði grein fyrir tilorðningu
ritgerðar sinnar og fór um viðfangs-
efnið nokkrum orðum. Þá skýrði
hann og frá því, að sér hefði verið
það metnaðarmál að ljúka námsferli
sinum við Háskóla Islands, þó að
hann hefði orðið að sækja til ann-
ara landa það sérfræðinám, er hann
hefði. valið sér sem ungur stúdent.
Væri sér það hið mesta gleðiefni
að hafa nú náð því takmarki.
Þá tók til máls fyrri andmælandi
heimspekideildar, Árni Pálsson pró-
fessor og rýndi einkum tvo fyrstu
kafla ritsins, en annars lauk hann
miklu lofsorði á natni doktorsefnis
við rannsókn heimilda og niðurstöðu
þeirra. Taldi hann doktorsefni tví-
mælalaust verðskulda þann heiður,
er heimspekideild hefði ákveðið að
sæma hann fyrir verk hans, þxí að
það varpaði skýru ljósi yfir kafla
úr sögu landsins, sem áður hefði
verið að nokkru hulinn æfintýra-
hjúpi.
Þegar doktorsefni hafði svarað
aðfinslum fyrsta andmælanda, sem
/hann taldi byggjast á skoðanamun
um hin einu umdeilanlegu atriði
ritsins, tók Guðbrandur Jónsson til
máls. — Reyndi hann að sýna fram
á stórkostlega galla á ritinu og eyddi
til þess löngum tíma. Var auðheyrð
beiskja hjá Guðbrandi sumpart til
háskólans, sem ekki hefir viljað
taka rit frá honum til doktorsvarn-
ar, og sumpart til Helga, sem hafði
tekið til meðferðar viðfangsefni,
sem faðir hans hafði skrifað um
minniháttar ritgerð. Guðbrandur
viðurkendi þó, að doktorsefnið
hefði safnað miklum heimildum og
unnið isl. sögurannsóknum þarft
verk.
Þegar doktorsefnið hafði svarað
Guðbrandi, tók til máls annar and-
mælandi heimspekideildar, dr. phil
Þorkell Jóhannesson. Snerist rýni
hans einkum um agnúa á málfari
doktorsefnis á nokkrum stöðum í
ritinu, svo og tvö sagnfræðileg at-
riði, sem hann átaldi doktorsefni
fyrir að hafa ekki ransakað niður í
kjölinn, en þá yfirsjón kvað hann
stafa af því, að sagfræðin væri að-
eins ígripaiðja doktorsefnis. Að
öðru leyti lofaði andmælandinn
mjög þann skerf, er doktorsefni
hefði lagt til rannsókna á sögu
landsins með verki þessu, og taldi
hann mjög maklegan doktorsnafn-
bótar fyrir það.
Doktorsefni svaraði nú andmæl-
anda og viðurkendi að aðfinslur
hans væru á rökum bygðar og færði
fram málsbætur fyrir sig.
Því næst lýsti deildarfosetinn því
yfir, að doktorsprófinu væri lokið.
Niðurstaða þess yrði ekki birt nú,
en áheyrendur gætu gert sér í hug-
arlund, á hvern veg hún yrði.
Að lokuitn mintist doktorsefni há-
skólans með nokkrum hlýjum orð-
um og óskaði honum blessunar í
staríi sínu i framtíðinni.
—Nýja dagbl. 8. apríl.
Hækkar hagur Strympu
Góðvinur minn Sigurður Bald-
vinsson hefir siglt úr sinni vör með
“Sitt af hverju,” á fyrstu síðu Lög-
berg berg, 21. april þ. á. Hefir hann
þar í fari sínu dásatnlegan fróðleik
að færa lesendum blaðsins og dylst
engutn sem les, að hér kemur engin
smávægis veifiskati fram á vest-
heimskan ritvöll. Má það segja, að
Siggi greyið hafi tekið stórum
þroska í þeirri grein síðan hann
skrifaði leiðréttingar sínar á fæð-
ingardag hins sæla Tómásar Edi-
sons, er urðu þá í höndum hans
mest megnis rangfærslur og hjákát-
legar hugsanavillur. En þess ber
að gæta að vinur minn S. B. er
þarna á byrjunarstigi sinnar rit-
mensku og eftir þeim framförum
sem hann hefir nú tekið á skömmum
tíma, — sérstaklega frá boðunardegi
Maríu meyjar, — mætti af honum
mikils vænta í næstu framtíð, að
staðið gæti í sinni rittækni á borð
við hinar frægustu hetjur fornald-
anna í vopnatökum, t. d. Þorstein
uxafót með beitiásinn,.eða Samson
heitinn sterka með asnakjálkann.
En svo kemur fleira “Sitt af
hverju” til greina, er vini imínum
Sigurði Baldvinssyni finst vert að
geta er hann kveld eitt hafi á sex-
æringi setið með skáldmæringum að
sumbli. Var því til vonar að sam-
ræður þeirra hneigðust að skáldleg-
um efnum. Kemur þá upp á yfir-
borðið hver vísa þyki þeim bezt gerð.
Verður að úrskurði míns kæra Sig-
urðar, þessi alkunna visa ákjósan-
legust; “Magnús raular” o. s. frv.
En með því að þessi vísa er alsendis
efnislaus og hefir engu skáldlegu
gildi fil að dreifa, bendir þessi úr-
skurður hans til þess að Siggi
garmurinn hafi þá hlotið að standa
eitthvða aftarlega, er Óðinn spjó
Suttungamiðinum; ekki haft svo
núkið upp úr krafsinu af dreifinni,
sem snefil í dómgreind á þeim fyrir-
brigðum er kallast skáldskapur, orð-
ið svo að saga í barminn eftir illa
hreinum dreggjum. En svo segir
hann að félögum sínum hafi þótt
vísan góð og má það vel vera að
því leyti, er hún felur í sér sína
siikihúfuna á höfuð hvers þeirra
sexmenninganna, í hinu umgetna
sálufélagi.
En svo rís upp sá vitrasti í hópn-
um og kveður upp úr í sínu visna-
vali, með þessa visu Bólu-Hjáknars
“Siglir nú úr sultarvör” o. s. frv.
Annað hvort hefir þesSi vitri mað-
ur ekki verið vel kunnur vísum Bólu-
Hjálmars eða þá ekki verið allsgáð-
ur, þvi allur fjöldinn af vísum
Hjálmars ber langt af þessari vísu,
sem algildur skáldskapur, þótt vísan
megi þykja vel ort. Því finst mér
að Siggi minn hafi fremur lítið
veifað þessum sumblvinum sínum til
sæmdar í þessu vísnavali, með þvi
að fara að geta þess í opinberu blaði.
Og sjálfur finst mér hann verða
þarna langtum fyrirferðarminni, en
hann kemur mér fyrir sjónir á hinni
fyrstu síðu biaðsins sem fregnrit-'
ari.
Því vil eg ráða mínum kæra Sig-
urði frá því að hætta sér út á þann
hála ís að fást um skáldskap. Og
leiðréttingar hans ættu að verða
honnm þess minnugar að þeim fylg-
ir oft vandhæfni að vel fari, ekki
sízt í ættfræði sem oft þarf ná-
kvæmrar athugunar við, sem þó er
ein hans veika hlið.
Svo vona eg að fá að sjá minn
kæra Sigurð Baldvinsson augliti til
auglitis á þessu sumri. Með óskum
góðs og gleðilegs sumars.
Magnús Sigurðsson,
á Storð.
25 oz. $2.15
40 oz. $3.25
G&W
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GOODERHAM & WORTS, LIMITED
Stofnsett 1832
Elzta ítfengisgerð 1 Canada
Thla aaverusement ls not in«erted by th« Govornment Liquor Control Commiaslon. Th»
Commisslon is not responsible for atatements m&de a* to th« quality of products advertised
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
OTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ.
INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er nakvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðiC fyrirfram, 43.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1939, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (I hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, J6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, Og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftaxgjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEISTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CAR.ROTS, Half Long Ohantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CCCl’MBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
LETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 26 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portngal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 16 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, White Summcr Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FIjOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Eaelly grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s HaJr. ' Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFTTIi SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color claes. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTH7T QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet.
WTIAT JOÝ. A Delightful Cream. MRS. A. SF.ART.F.S. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMIIiES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented
ASTERS, Queen of the Market, stocks.
the earliest bloomers. MIGNONETTE. Well balanced
BACHET/OR’S BUTTON. any mixtured of the old favorite.
CALe'nDULA: New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom
CALIFORNIA POPPF- New Thumb. You can never have
to° hiany Nasturtiums.
Prize Hybrids. J ____
CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy-
CLIMBERS. Flowering climb- brids.
ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New
COSMOS. New Early Crowned Art shades.
EVERTASmGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
mixed. Newest Shadee.
No. 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large PARSNIPS, Early Short Round
Packet) (Large Packet)
OABBAGE, Enkhuizen (Large „.YTench ... Breabfast
Packet) TURNIP, Purple Top Strap
CARROT, Chantenay Half Ixmg rx.af. (Larí?e Packet). The
(Large Packet) early white summer table
ONION, Yellow Globe Danvers, turnip.
(Ijarge Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem
LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Paeket)
packet will sow 20 to 26 feet ONION, White Pickling (Large
of row. Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.:
Nafn .................................................
Heimilisfang .................................^.......
Fyllri ...............................................
-4-